Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 4
4. BLADSIÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 6. APRÍL 1932 (Sto)nuS 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrijt til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 6. APRÍL 1932 SAMRÆMI. Það höfum vér fyrir satt, hversu oft sem það er á annan veg fært, að hugljúf- ustu stundir Vestur-íslendinga séu þær, er hugurinn dvelur við minningar að heiman. Þegar, eins og Einar Benedikts- son kemst að orði: —ómar af lögum, brot úr brögum, bergmál frá æfinnar liðnu dögum— hljóma oss í eyra, getum við ekki vel að sjálfum okkur gert og okkur virðist lífið orðið að endurvakinni sælustund æsku- og gleði-tilfinninga. Sálin er þá í fuHkomnari sátt við sjálfa sig en áður. Samræmið í h'fi okkar meira en hugar- burður. Við erum í sátt og friði við alt ærsl og busl daglega lífsins, sem við erum þó annars oft um of háð. Vont og gott er gleymt. Öll tilveran verður hluti af okkur sjálfum eða við af henni. Þessar heiðríkju stundir eru að vísu oftast kallaðar draumórar. En hvort sem þær eru því nafni nefndar eða öðr- um, eru þær veruleiki þeim, sem æsku- minningar sínar á gróðursettar í öðrum jarðvegi, en minningar síðari æfiáranna. Hvert orð -er þær minningar æsku og síðari ára túlkar í einingu, verður okkur hið sama og heilnæmur næringarvökvi er skrælnaðri jurt. Sál vor nærist þá gegnum rætur æskuminninga sinna. í þvi er samræmið fólgið. Og af því leiðir ekki aðeins ánægju, heldur einnig feg- urra og þrótt meira líf. í þessu liggur verðmæti Þjóðræknisstarfseminnar. Einnar slíkrar sælustundar nutum við Winnipeg Islendingar nýlega. Það var síðast liðið miðvikudagskvöld, er við hlýddum á fyrirlestur próf. fífgurðar Nordals. "Sh'ku sálarfóðri eigum við hér ekki að venjasf', sagði einn af á- heyrendum við oss, að fyrirlestrinum loknum. Þó orða mætti þetta á annan veg, mun eitthvað svipað hafa vakað fyrir flestum, er á prófessór Sigui% Nordal hlýddu. Áhrif hans á áheyrend- una ieyndu sér ekki. Viðhorf hans á viðfangsefnunum er óvanalegt. Víðsýni hans er svo tak- markslaust, að niðurstöður hans verða ávalt öfgalausar og sannfærandi. í því liggja áhrif hans ef tii vill mest. Honum nægir ekki vísinda]ega viðhorfið eitt. Heimspekina verður einnig að hafa til hliðsjónar — og skáidskapinn. Alt þarf að taka með í reikninginn og rannsaka. Og það er víst fátt, sem prófessór Sig- urður Nordai getur ekki gert sér rann- sóknar efni úr. Með þessu viðhorfi á hlutunum, furð- ar oss ekkert á því, þó hin íslenzka uppvaxandi þjóð hylti prófessór Sigurð Nordal sem hugsjóna leiðtoga sinn. Það sæti mun hann nú öllum öðrum fremur skipa hjá þjóðinni. Áhrif hans hafa orðið mjög víðtæk, af því stefna hans var þjóðleg í eðli sínu eða hafði þau fyrirheit í sér fóigin, er þjóðin skoðaði heilladrýgst í nútíð og framtíð. Vestur-íslendingar hlýddu á prófessor Sigurð Nordal þetta áminsta kvöid. Og svo mikið er ennþá skylt með þeim og stofnþjóðinni, að þeir urðu einnig hrifn- ir af hugsjónastefnum hans. Og fyrir því spillir ekki viðmót hans, sem er hið ljúfmanniegasta er á verður kosið. Og um mál það er hann flutti á miðviku- dagskvöldið get eg hugsað mér, að Vest- ur-íslendingum bafi fundist "þat eitt satt vera, er hann mælti," eins og Snorri seg- ir um Óðinn, er hann lýsir málsnild hans og kunnáttu. Hin sama mun og raunin hafa á orðið annarstaðar, þar sem próf. Sigurður Nordal hefir flutt hér fyrirlestra. Maður getur að minsta kosti ekki annað hugsað sér. í kvöld flytur prófessor Sigurður Nor- dal síðasta fyrirlestur sinn í þessum bæ, í Fyrstu lútersku kirkju. Vildum vér á- minna þá, er ekki hafa hlýtt á hann, að iáta sér ekki það færi úr greipum ganga. Það er með öhu fágætt fyrir okkur Vest- ur-íslendinga, að eiga kost á að hlýða á ræðumann sem hann. Bæði er hér um einn mesta menta- frömuð íslenzku þjóðarinnar að ræða, og einn hinn alúðlegasta mann í við- móti, sem hægf er að hugsa sér. Það eru engar ýkjur, þó sagt sé, að enginn gestur, sem okkur hefir heimsótt, hafi á jafnstuttum tíma sem hann áunnið sér óskiftan hlýhug hvers einasta íslendings, er honum hefir kynst, hvort sem verið hefir með því að hlýða á ræður hans, eða kynnast honum persónulega. Tíminn var stuttur, sem prófessor Sig- urður Nordal átti kost á að staldra við hér. En sá tími hefir verið okkur mik- ilsverður. Við þökkum fyrir hann og munum minnast hans og gestsins lengi. BEAUHARNOIS ENNÞÁ! Altaf er eitthvað nýtt að koma upp í Beauharnois málinu. Það allra síðasta, sem sögur fara af, er það, að félagið ætli sér að þröngva sambandsstjórninni til að hlaupa fjárhagslega undir bagga með sér. Telur þetta Beauharnois- féiag sig hafa orðið svo tilfinnanlega fyr- ir barðinu á kreppunni, að það þurfi að- stoðar við, eða sé að öðrum kosti úr sögunni. En hvers vegna leitar félagið á náðir sambandsstjórnarinnar? Hvað hefir stjórn Canada við það að gera, hvort fé- lagið er í fjárþröng eða ekki? Á það nokkurn aðgang að stuðningi frá henni? Fréttir eru mjög ógreinilegar um alt þetta mál. Eigi að síður hefir borist út, að stjórn Canada sé að einhverju leyti ábyrgðarfull fyrir einhverju af verðbréf- um félagsins. Það er ólukkan, sem er. Má um þetta Beauharnois hneyksli segja, að Kingstjórnin hefir ekki legið á liði sínu með aðstoðina félaginu til handa, ef þetta skyldi satt vera. En það kastar aftur Ijósi á það, ef svona er málum háttað, hvers vegna sambandsstjórnin á erfitt aðstöðu með að etja kappi við félagið. Hún stendur sig illa við að sjá hag þess hnekt, ef hún á sjálf að bera kostnað af því. Það er engin furða þó King láti borginmann- lega, þegar hann er að krefjast rann- sóknar í þessu máli sínu, ef svo er um hnúta búið, að það er stjórn landsins, sem við þá rannsókn bíður hnekki. Ef svona lagaðir samningar hafa gerð- ir verið við Beauharnois- félagið, er það og auðsætt, að það hefir töglin og hagld- irnar á orku St. Lawrence fljótsins. Það hefir auðvitað verið keppikefli félagsins, að ná þeim yfirráðum og tryggja sér þau. Með því éru félaginu trygð við- skifti Montreal-borgar og umhverfis henn ar. Og með því að selja orkuna svona þrisvar eða fjórum sinnum meira en kost- ar að framleiða hana, var hægt að hala skildinginn á þessu fyrirtæki. Það er mjög hætt við að félagið hafi séð betur um sig en Kingstjórnin, í öllu Beauharnois-braskinu, hvað sem þessu máli líður. $5,000,000 LÁN. Síðasta úrræði forsætisráðherra John Bracken til þess að halda stjórnarrekstr- inum áfram, er það, að taka nýtt fimm miljón dala lán. Fiytur hann frumvarp um þetta f þinginu, sem engin hætta er á að verði ekki samþykt, þó stjórnarand- stæðingar maidi í móinn. Hvað á að gera við þetta lán? Spyrja má þó viti. Það á að greiða með því skuldir af gömlum lánum, sem innan skams falla í gjalddaga. 15. apríl skal greiða $1,000,000 af lánsskuld í New York. 1. maí $1,627,000, einnig af láns- skuld í New York. 15. maí $320,000 af lánsskuld í Winnipeg. Einnig $1,900,000, er tekið var hjá bönkum í Winnipeg, til bjargar fylkisbankanum. Og svo síðast en ekki sízt, $6,000,000 lánsskuld, sem fellur í gjalddaga 1. desember á þessu ári. Þó allar þessar skuldir nemi nokkru meira en þettá nýja lán, sem búist er Frh. á 5. bls. RÖK. (Með þessari fyrirsögn hafa nokkrar greinir áður verið birtar í Heimskringlu. Efni þeirra var frásögn fæðimanna um það, eða rök þau er þeir færa fyrir þvi, hvernig þessi hnöttur, sem við byggjum, varð til, og hvernig lífið síðar kviknaði. Ekkert er dularfyhra en þetta hvort- tveggja, eða dásamlegra í augum hugs- andi manna. Það sem sagt hefir verið af þessari "sögu" í blaðinu áður, er í þessu fólgið: Fyrir hér um bil tveim biljónum ára, losnaði efnisþoka sú, sem jörðin er orðin til úr, frá sólu, fyrir á- hrif frá stjörnu er í nánd við hana rann skeið sitt um himingeiminn. Og smátt og smátt þéttist jörðin og kólnaði. Að einni biljón ára liðinni urðu fyrstu lífagnir til af völdum sífeldra efnabreytinga í jarð- skorpunni. Þessar einföldu lífagnir sameinuðust í heildir, sem sérstök smá- dýr urðu svo til úr, þá ormar, svo fiskar, og loks ianddýr. Þetta er þráðurinn í því, sem sagt hefir verið frá, eins og les- arann mun ráma í, þegar á það er minst, þó nokkur tíma sé frá því iiðinn, er síð- asta greinin kom út um þetta. Skal því við þenna inngang sitja og halda sög- unni áfram.) Hvaðan erfði maðurinn andlitssvip sinn? Fávíslega getur nú ýmsum þótt spurt, þar sem í barnalærdóminum, kverinu, stendur, að guð hafi skapað manninn eftir sinni eigin mynd. En hvað sem því líður, er það nú eigi að síður þess vert, að heyra, hvaða svör "Forvitinn" fær um það, eins og áður í greinunum með fyrirsögninni "Rök'". ? * » Forvitinn: — Þú sagðir mér síðast, er við áttum tal saman, að frumfiskarn- ir, sem á land skriðu, væru forfeður mannsins. Enginn getur nú sagt, að þar sé um glögt ættarmót að ræða. Þau eru að minsta kosti undantekningar. Mann- inum svipar ekki til neinna dýra. En hvaðan hlaut hann útlit sitt? Hvaðan er andlitssvipur hans kominn? Fjölkunnugur: — Andlitssvip sinn erfði maðurinn frá fiski, eða réttara sagt frá hákarlinum. En áður en við förum lengra út í þá sálma, langar mig til að spyrja þig einnar spurningar: Veiztu hvað andlit er? Forvitinn: verðu. — Höfuðið alt að framan Fjölkunnugur: — Það verður ekki með réttu sagt. Ennið er, eins og þú sérð, hluti af hauskúpunni. Það tilheyrir ekki andlitinu, þó fiestir ef til vill álíti það. Ef það svo væri talið að ná upp í hárs- rætur, yrði andlit sköllóttra manna í stærra lagi. Andlitið er frá Adamseplinu og ekki nema rétt upp fyrir augabrýrn- ar og eyrun. En þetta skýrir þó ekki hvað andlitið sé, heldur aðeins hvar það er. Forvitinn: — Jæja, hvernig sem þú vilt hafa þetta, get eg þó sagt það með vissu, að andlitið er sumum til gæfu en öðrum til ágæfu. Fjölkunnugur: — Það er hverju orði sannara. Andiitið er dýrunum undantekn ingarlaust til gæfu. Þau bókstaflega lifa á því. En meðal mannanna er það aftur á móti oft til ógæfu. En það er vegna þess að við höfum fundið upp svo marg- vísieg ný not fyrir það. Forvitinn: — Ný not? Hver eru þau? Fjölkunnugur: — Fyrst skulum við líta á, hver voru upprunalega not þess. And- litið er tvent í senn. í fyrsta lagi er það gildra til að veiða í fæðu. í öðru lagi er það aðsetursstaður skynfæranna, svo sem augna, eyrna og nefs, sem leiðina beina þangað, sem eitthvert æti er að finna, sem í gildruna gengi, og í annan stað, að vara við hættu. Forvitinn: — Þetta er nú sannleikur um dýrin. En hvað á það við mann- inn? Fjölkunnugur: — Not mannsandlitsins eru meðal annars þau að ná í maka, spila "bridge", halda stjórnmálaræður, og ótal annað, sem sérstaklega snertir hann. Og þar sem maðurinn kemur síð- astur dýranna fram á sjónarsviðið, eru þessi not andlitsins nýjust. Komi andht- ið honum ekki að neinu haldi í þessum efnum, er ógæfan vís. Þess vegna er það að maðurinn einn virðist óhamingju sína eiga undir andlitinu koma. Dýrin verða aldrei fyrir óhamingju vegna andlitsins. Það kemur því á- valt að notum, sé það heilt eða óskaddað. Forvitinn: — En hvers vegna segirðu að við höfum andlitssvip inn frá fiski. Þú sagðir mér fyrir nokkru að við hefðum slitið félagsskap við frændur okkar, apana, fyrir hér um bil tíu miljónum ára. Mér virðist ekki 'óh'klegt að svipur okkar væri arfur frá þeim. Fjölkunnugur: — Þetta er satt. En andhtssvipurinn er miklu lengra kominn að en það. Við skulum gera ráð fyrir að maður erfi úr eftir föður sinn, og faðirinn hafi erft það af föður sínum og svo koll af kolli ,um nokkrar kJynslóðir. Væri þá ekki alveg eins rétt með farið, að núverand ieigandi úrs- ins hefði fengið það frá lang- afa sínum eða langa-Ianga- langafa? Forvitinn: — Jú, það er auð- vitað. Fjölkunnugur: — En nú má segja að maðurinn hafi á svip- aðan hátt erft andht sitt frá fiskinum. Munurinn er aðeins þessi: Þegar þú erfir úr, er það að öllu leiti eins^ og það var upphaflega gert, verk, umgerð og alt saman óbreytt. En hvað andlitssvipinn snertir, mætti segja að við hefðum erft um- gerðina eina. Hver flokkur ætt- feðranna hefir breytt honum eitthvað, bætt einhverju við í einstöku atriðum, en felt úr í öðrum. Forvitinn: * — . Hverjir voru þessir ættfeðra-flokkar? Fjölkunnugur: — í stuttu máli, þá erfði apinn andlit sitt frá hálf-apanum, háif-apinn frá pokadýri, pokadýrið frá eðlu, eðlan frá fiski. Þú getur ljós- asta hugmynd gert þér um þetta, með því að hugsa þér stiga. í efstu tröppunni er mað- urinn, næstu apinn, næstur fyr- ir neðan hann hálf-apinn, og svo koll af kolli niður allan stigann. En þú mátt ekki gleyma því, að hver af þessum dýraflokkum, er aðeins aðal- flokkur, og á milli þeirra voru ótal tegundir, fyrir öldum síðan meira og minna skyldár þeim. Forvitinn: — Hvað mörg ár eru hér um bil milli flokkanna? Fjölkunnugur: — Aparnir komu fram, eða dýr líkt þeim, fyrir 10 til 20 miljónum ára, elztu hálf-apar fyrir 20 til 50 miljónum ára, pokadýrin frá 50 til 100 miljónum ára, eðlurn- ar frá 100 til 300 miljónum ára, og fiskarnir frá 300 til 500 milj ónum ára. Og þetta er ekki tóm ágizkun. Lengd hvers tíma- bils hefir mæld verið með geisl- ungs (radium) klukkunni, sem áður hefir verið minst á, að aldur efnanna í jarðskorpunni hafi verið mældur með. — Af þessu öllu sérðu, að andlit þitt er hálfgerður forngripur. • • • Forvitinn: — Já, mann þarf ekki að furða, þó stundum sé erfitt að losna við gretturnar. Og skoðun þín er að fiskar hafi verið fyrstu skepnurnar með andliti? Fjölkunnugur: — Þeir voru fyrstu skepnurnar, sem andlit höfðu, sem líkja er hægt við andlit mannsins. Aðrar ennþá eldri skepnur höfðu að vísu andlit, en ekkert lík okkar. — Andlit þeirra voru líkari and- litum orma. Forvitinn: — Á hvern hátt lík ist nú andlit manna andliti fiska? Fjölkunnugur: — í öllum að- alatriðum. Andhtshlutarnir eru hinir sömu og þeim er alveg eins skipað. Á báðum eru þef- færin niður af augunum. Aug- un eru fyrir ofan kjálkana. — Kjálkarnir eru fyrir neðan hauskúpuna. Eini munurinn, er nokkuð kveður að, er sá, að fiskarnir hafa engin ytri eyru. Forvltinn: — Mér finst nú Sss:- rDODÐS X KIDNEY k PILLS 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd's- nýrna pillur verið hin viðurkenndu. meðul við bakverk, gigt og blöðru. sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint fra Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. þarna ekki að tala um nema yfirborðslíkingu. Fjölkunnugur: — Satt væri það, ef ekki væri meira. En það er nú öðru nær. Sömu bein- in og fiskurinn notar til að ná með fæðu sinni og rífa hana sundur (því fiskar tyggja ekki) notum við til að tyggja með. Og kok- og tungu-bein (sem illu heilli eða góðu varð síðar málbein) eru arfur frá fiskun- um. Vöðvarnir, sem hreyfa kjálkana og tunguna, eru hinir sömu og í fiskinum. Og heili mannsins er í tveimur aðal hlutum, eins og í fiskinum. — Hefi eg ekki enn sannfært þig um, að þú sért meira en lítið svipaður fiski? • * * Forvitinn: — Ekki fyllilega. En jafnvel þó manni og fiski svipi, eitthvað saman, vrðist mér það ekki beinlínis sanna,. að um skyldleika sé að ræða. Maður getur haft andlit eins og tungl í fyllingu, eða fagurt barn borið svip af blómi. En það getur ekki sannað neinn skyldleika. Fjölkunnugur: — Auðvitað ekki. Og ástæðan fyrir því er sú, að þarna er ekki um neina líkingu að ræða, nema í ímynd- un þinni. Sú líking sem kem- ur fram í byggingu, er ein sönn. Og það er andlitsbygging manns og fisks, sem svipar mikið sam an. Það er þegar byggingin er lík, en ekki yfirborðs útlitið, Bena ætternið kemur til greina. Forvitinn: — Hvers vegna? Fjölkunnugur: — Vegna þess að dýr, sem menn vita að eru skyld, líkjast hvert öðru að byggingu. Annars er ekki hægt að tala um skyldleika þeirra. — Tökum til dæmis bolhundinn (bull dog) enska og rússneskan úlfahund. Að útliti eru þeir mjög ólíkir. En eigi að síður er það í ljós komið, af byggingu þeirra, að báðir eru af sama stofni komnir, eða skepnu, sem líkist úlfi meira en nokkru öðru núlifandi dýri. Forvitinn: — En jafnvel þó að bygging þeirra sé lík, geta þeir ekki samt verið óskyldir. Eg hefi séð tvo bíla. Þeir eru talsvert líkir á að líta. Eigi að síður voru þeir sinn á hvorri iðnstofunni gerðir. Fjöikunnugur: — Satt er það. En þrátt fyrir það sýnir saga bílagerðarinnar, að þeir eru af sama toga spunnir. Hvor- irtveggja gerðSr eftjr Vhest- lausa vagninum" svo nefnda, sem þektur var fyrir 40 árum síðan. Er þér ljóst við hvað eg á? Forvitinn: — Já. En það sem mér er ekki ijóst er það, hvers- vegna þú velur hákarlinn sér- staklega, sem fiskinn, er and- lit iét okkur í arf. Fjölkunnugur: — Blátt á- fram af því, að hákarlinn er það dýrið, sem minst hefir breyzt af hryggdýrunum. Eða með öðrum orðum, hákarlinn hefir staðið í stað eins og "hestlausi vagninn'', á sama tíma og maðurinn hefir breyzt svo, að hann er orðinn að nú-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.