Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 6
f. 8K>A HEIMSKRINGLA WINNIPEG 6. APRÍL 1932 Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir George A. Henty “Nei, sízt vildi eg þurfa að gera feilskot undir þeim kringumstæðum,’’ sagði doktor- inn. “Og svo verða þeir Wilson og Richards við hendina, til þess að ganga milli bols og höfuðs, sem maður segir, ef mér skyldi ekki takast það.’’ Að þessu hlógu allir, því óför þeirra félaga seinast var þeim í fersku minni. “Hvenær skal þá förinni heitið, majór?’’ “Eg get ekki ákveðið það rétt í svipinm’’ sagði majórinn. “Við þurfum að sjá hvernig öllu reiðir af að því er Sepoya snertir. Sem stendur dettur mér ekki í hug að fara einn dag frá, eða ieyfa nokkrum liðsstjóranna I það. En ef kyrð kemst á og við heyrum ekk- ert meira um þetta skotfæramögl, á næstu tíu, fjórtán dögum, þá fer eg nú að hugsa um þessa veiðiferð. Svo leið og beið, að ekki heyrðust neinar fréttir um uppreisn í stærri eða smærri stíl, en samt voru fréttirnar þess efnis, að óánægj- an og óþektin væri almenn. Húnbrunar voru venju fremur margir um gervalt landið. Var áiitið að þeir eldar væru viljandi kveiktir, og álitið að óspekt þessi væri orsök í því. Af þessu öllu leiddi að norðurálfumenn voru hræddir og kvíðandi, og bætti það ekki um, að haft var eftir innlendum liðsforingja. stuttu fyrir upp- þotið í Berhampore, að almenn uppreisn um ait Indland væri í undirbúningi, og tilgangur uppreisnarforingjanna væri að drepa og myrða alt hvíta fólkið, og að því búnu safnast sam- an í Delhi. Saga þessi þótti ekki trúleg, enda þótt, þó lítilfjörlegt væri, sannaði að eitt- hvað var hæft í henni. Menn vildu ekki trúa því að hermenn, sem þeir höfðu verið sam- tíða í mörg ár, sem drengilega höfðu barist með þeim í mörgu stríði, mundu hyggja á svo ógurleg svikabrögð og níðingsverk, og að því er séð varð- án þess nokkur virkileg á- stæða væri til. Það var ekki hægt að segja nema alt það bezta um hermennina í Deennugghur og hið sama var að frétta frá þeim í Cawnpore, enda hafði Rajainn í Bithoor fullvissað óberst- ann um, að sýndu Sepoyar sig líklega tii upp- reisnar, skyldi hann sjálfur koma með alt sitt iið til að kefja slíkar tilraunir þegar í byrjun. Þegar bréf með þessum fréttum kom frá ó- berstanum, glaðnaði mikið yfir mönnum, og kviknaði þá sú von á- ný, að ekkert væri að óttast. Hitatíðin var nú að byrja- og var nú heit- ara en svo um miðbik dagsins, að kvenfólkið gæti farið nokkuð út. En snemma á hverjum morgni fór þó Isabel æfinlega út, þó ekki væri nema yfir til hennar Mrs. Doolan, sem nú átti erfitt með börnin sín í hitasvækjunni. “Ó' eg vildi að hátt fja.Il væri einhvers- staðar í grendinni,’’ sagði Mrs. Doolan einu sinni, “svo við gætum flúið upp á það og ver- ið þar af og til í hitatíðinni, og geymt börnin okkar þar altaf. En það er nú engu slíku að heilsa hérna í Oude. Mér sýnist hitinn vera farinn að verka á þig líka. Þú lítur virkilega ekki eins vel út nú í nokkra daga, eins og þú átt að þér.’’ “Já, eg býst við að þessi ógnar hiti verki eitthvað á mig,’’ svaraði Isabel, “og svo er nú þessi sífeldi kvíði góður ábætir. Það kemur öllum saman um að við þurfum ekkert að óttast hér, en þó er ekki um annað talað en Sepoya óeirðir, og getur það ekki annað en aukið manni áhyggjur. En ef alt er nú að færast í lag, eins og þeir segja. þá vona eg að við fáum bráðum eitthvert annað umtalsefni.’’ “Eg hefi ekki séð Bathurst nýlega,” sagði Mrs. Doolan. “Og við ekki heldur,’’ svaraði Isabel með hægð. Það eru sjálfsagt tíu dagar síðan hann kom.” “Hann er líklega farinn að útiioka sig frá ölium, eins og hann gerði fyrrum,” sagði Mrs. Doolan og um leið leit hún forvitnisl«ga til Isabel, er þá var að hagræða einu barninu, og hélt svo áfram: “Hann virtist hafa gengið alveg úr hýði sínu um tíma, enda var Mrs. Hunter að segja að hún hefði aldrei séð mann taka öðrum eins breytingum svo snögglega, en honum hefir líklega leiðst ónýtis mas okk- ar. Það var hepni að Foster kom til að fylla það skarð. Hvernig líkar þér við hann. Isa- bel?” “Hann er skrítinn,” svaraði Isabel með hægð. “Eg hefi held eg aldrei kynst neinum, sem eiginlega er líkur honum. Honum er lið- ugt um málbeinið og getur ávalt sagt nýjar sögur. Og svo er hann svo einkennilegur að því leyti, að ef hann sezt niður hjá manni, þá fer hann undireins að tala í lágum róm, eins og launungarmál væri um að ræða, og það þótt umtalsefnið sé ekki annað en veðrið. Eg er alt af að spyrja sjálfa mig hvað mikið hann eigi af einlægni og hvað mikið sé undir yfirborðinu.” “Það er nú held eg heldur lítið undir yf- irborðinu hjá honum', góða mín,” sagði Mrs. Doolan, “og það lítið sem þar er, er betur komið þar en fyrir allra augum. og þess vegna bezt að láta það liggja. En víst getur hann verið skemtilegur, þegar hann vill, og fáar þær stúlkur, sem ekki þættust af að ná áliti hans, af því að hann er talinn fríðastur og glæsileg- astur liðsforingi á öllu Indlandi, og sem oftar en einu sinni hefir unnið frábær hreystiverk.” “Eg álít nú að fríðleiki karlmanns hafi æði litla þýðingu,” sagði Isabel. “Því skyldi fríðleikinn ekki hafa jafna þýðingu bæði fyrir karla og konur,” sagði Mrs. Doolan hlæjandi. Það er ekki til neins fyrir okkur þessi uppgerð, Isabel. Það er eðli okkar að dáðst að því sem fallegt er, og eg sé þess vegna ekki, því við megum ekki dást að fríðum manni alveg eins og við dá- umst að sérlega fríðri konu.” “Jú við geturn dáðst að fríðleikanum- Mrs. Doolan, þó okkur líki maðurinn á engan hátt,” svaraði Isabel. “Einmitt það,” sagði Mrs. Doolan. “En nú held eg að þú ættir að fara heim áður en sólin hækkar meira á lofti, þótt ekki hafi eg minstu löngun til þess að losast við þig. En þú ert svo föl og þreytuleg, að þú mátt ekki vera nema sem minst úti í þessum voða- lega hita.” Það var satt, sem Mrs. Doolan sagði. enda hafði Isabel átt í ströngu stríði undan- farna viku. Fyrstum sinn var hún altaf að velta fyrir sér hvernig hún ætti að taka Bathurst þegar hann kæmi, því henni fanst bókstaflega ómögulegt að sýna honum sama viðmót og áður, en hvemig gat hún þó breytt til? En nú voru liðnir tíu dagar svo að hann kom ekki. Þetta var svo óvenjulegt, að hún varð skjálfandi hrædd. og í fyrsta skifti á eftir þessu samtali við Mrs. Doolan, þegar hún náði í doktorinn einsamlan, sagði hún við hann: “Það er undarlegt að Bathurst hefir ekki komið svo lengi. Þú hefir þó auðvitað ekki sagt honum frá samtali okkar um hann?” “Auðvitað sagði eg honum frá því!” svar- aði doktorinn blátt áfram. “Hvað annað var til? Það leyndi sér ekki fyrir mér, að hann yrði ekki eins kærkominn gestur í þessu húsi nú eins og hann var áður, og var þá skylda mín að gera honum aðvart um þá breytingu og um leið að segja frá ástæðunum.” Isabel stóð ráðalaus og eins og þrumu lostin. “Eg held þú hafir ekki gert rétt í þessu, doktor,” sagði hún. “Þú hefir með þessu bak- að mér tilfinnanleg óþægindi.” “Getur verið, góða mín, svaraði hann, “en tilfinnanlegra hefði þó verið fyrir þig að láta hann sjálfan merkja orðna breytingu og spyrja þig um ástæðuna.” Isabel sagði ekkert um stund en stóð niðurlút og sneri upp á fingur sína. Loks spurði hún vandræðalega: “Hvað á eg að gera?” “Ja, eg get nú ekki séð meira verkefni fyrir þig í þessu sambandi. góða mín,” svaraði hann. “Mér dettur ekki í hug að segja að Bathurst sé alfullkominn, en eg þori að segja að hann er sá maður, að hann fer varla að heimsækja þá, sem ekki vilja að hann komi. Eg segi ekki þar með, að hann hætti alveg að koma, því að með því móti kveikti hann umtal og getgátur, sem þér yrði ekki síður tilfinnanlegt en honum. En eg segi, að hann komi hingað ekki framvegis oftar en hann þarf til þess, að alt sýnist eins og áður var.” “Eg held þú hefðir ekki átt að segja hon- um þetta,” sagði Isabel og var þungt innan brjósts. Mér var ómögulegt annað, góða mín. “Þú vildir neyða mig til að játa að eitthvað væri hæft í sögunni, sem Foster hafði sagt þér. Hefði eg ekki sagt honum neitt um alt þetta, hefði hann haft gilda ástæðu til að reiðast mér. Auk þess sagðist þú fyrirlíta mann sem væri ragur og huglaus.” “En þú hefir aldrei sagt honum frá því doktor? Vissulega hefirðu ekki gert það?” “Eg sagði honum það eitt, sem honum var nauðsynlegt að vita, góð'a mín, það, sem sé, að þú hefðir heyrt söguna, hefðir spurt mig út í það mál, og að eg, sem hafði heyrt alla söguna frá hans eigin vörum, hefði játað að eitthvað væri hæft í sögunni- en jafnframt staðhæft að hann væri hugrakkur maður að sumu leyti. Hann spurði ekki hvernig þú hefðir tekið þessum fréttum og eg bauð hon- um engar upplýsingar í því efni. En hann skil- ur held eg full greinilega, hvernig álit þú hefir á huglausum manni.” “Hvemig í veröldinni á eg að koma fram, þegar hann kemur næst, doktor?” “Alveg eins og þú kemur fram þegar þú heilsar kunningja, hefði eg ímyndað mér,” svaraði doktorinn. “Fólk er viðmóts- glatt við alla, hversu lítið álit sem það kann að hafa á þessum eða hinum. Og víst máttu telja það, að Bathurst minnist ekki einu orði bein- línis eða óbeinlínis á þetta mál. Eg held eg þori að á- byrgjast að það getur eng- inn maður greint nokkurn mun á honum- hvorki þú né aðrir. Tilfinningar hans í sambandi við veikleika hans hafa æfinlega verið honum þung byrði, eins og hver mað- ur getur séð af framkomu hans. Þessi viðbót við þá byrði verður honum sjálfsagt til- finnanleg, en hann slampast við að bera hana samt sem áður vona eg. En nú verð eg að fara.” “Þú ert harðbrjóstaður í dag, doktor, en til þess hef eg aldrei vitað fyrri,” sagði Isabel og var þungt' niðrifyrir. “Harðbrjóstaður!” tók doktorinn upp og lézt verða hissa. “í hvaða skilningi? Eg get sagt þér J eitt skifti fyrir öll, að eg blátt áfram elska þenna pilt, og hafði gert mér vonir í sambandi við hann, sem hann sjálfur varla þyrði að kveikja í sínu eigin brjósti. Eg er þér samþykkur í því, góða mín- að þetta sem fram hefir komið hefir gert út um þær vonir. Þú fyrirlítur hugdeigan mann, og mig undrar það alls ekki. Á hinn bóginn er Bath- urst allra manna ólíklegastur til að þröngva sér í vinfengi við konu, sem fyrirlítur hann. Nú er eg búinn að gera alt, sem í mínu valdi stendur, að svo miklu leyti sem eg hefi vit á því, til að losa þig við átakanlega'leiðinlegar útskýringar í þessu sambandi, og þess vegna þverneita eg þá líka þeirri kæru þinni, að eg sé harðbrjóstaður. Jafnframt skal eg taka það fram að eg lái þér ekki heldur þó þú iítir þannig á málið. Ung og fjörmikil stúlka gæti naumast litið á þetta öðruvísi en þú gerir. Og eg skal bæta því við, að eins og á- stæðurnar eru- þá er mjög heppilegt að þessi uppgötvun kom svona snemma — jafn heppi- legt fyrir ykkur bæði.” Á meðan doktorinn flutti þessa ræðu, varð Isabel ýmist hvít eins og pappírsblað, eða hún varð dreyrrauð upp í hársrætur, og undireins og hann þagnaði, sagði hún með á- kafri geðshræringu: “Eg held að það sé réttast fyrir okkur, doktor að tala ekki um þetta framar.” “Það held eg nú líka, svaraði hann, “og skulum við þá gera þann samning, að minnast ekki á það aftur. Vertu sæl!” Doktorinn gekk út og ’hló upp í ermi sína- rétt eins og alt gengi að óskum, en Isabel lokaði sig inni í svefnherbergi sínu, lagðist upp í rúm og — grét. Svona leið enn vika, að ekki kom Bath- urst, og var nú majórnum farið að verða ó- rótt. “Hann líklega vill síður hitta Foster,” sagði hann eitt sinn við Isabel, eftir að hafa lesið miða frá Bathurst þar sem hann af- þakkaði kvöldverðarboð. “Þú manst að Fost- er var að fleipra með, að þeir hefðu verið saman í skóla, og mátti heyra á honum að þeir voru lítt til vina. Og hann hefir auðvit- að frétt hvað viljugur Foster er að sitja hér!” Majórinn var ekki frí við þykkju. því honum virtist Isabel vera þægilegri við hann heldur en hann hafði gert sér vonir um, eftir að hann hafði þó sagt henni ýmislegt af honum. Sann- leikurinn var líka, að Isabel var einkar vin- gjarnleg við Foster, einkum þegar doktorinn var viðstr.dtíur. En svo bar það nú til að Bathurst kom til majcrsins að kvöldi dags, og var þá áliðið orðið. Majórinn tók honum vel og kvað hann mjög sjaldséðan gest. Það er sjálfsagt hálfur mánuður síðan þú komst,” sagði hann. Ertu kunnugur kaftein Foster?” “Við vorum trúi eg saman í skóla,” svar- aði Bathurst með hægð. “En við höfum ekki sést síðan, og höfum býst eg við tékið æði- miklum breytingum.” Foster varð virkilega hissa, er hann heyrði að þessi stóri,- þreklegi maður var Bathurst, því hann hafði hugsað sér hann lítinn mann og veiklulegan. “Víst hefði eg ekki þekt Mr. Bathurst að fyrra bragði,” sagði hann. “Eg hefi eflaust.breyzt mikið líka, en þó hefir hann virkilega breyzt meira.” Hvorugur sýndi tilhneigingu til að heilsa hinum með handabandi, eða lengja samræður. 1 þessu kom Isabel fram í stofuna. Það sló léttum roða yfir andlit hennar, er hún sá Bathurst, en hann hvarf á augnabliki. Hún gekk til hans, heilsaði honum með handa- bandi og sagði: “Það er orðið æði langt síðan við höfum séð þig, Mr. Bathurst. Ef allir væru önnum kafnir eins og þú, þá yrði vist okkar hér ROBIN HOOD HAFRAGRAUTUR HJÁLP- AR DRENGJUNUM TIL AÐ VERÐA STERKIR MENN. RobinVHood Rðpia Odts nokkuð daufleg.” Hún beið ekki eftir neinu svari, en gekk áfram og var innan skams farin að spjalla við Foster. Bathurst stóð lítið við, og bar að venju fyrir sig, að hann hefði verið á ferðinni allan daginn, og þyrfti því að taka til að skrifa. Foster tók eftir því, að Isabel skifti lit» þegar hún fyrst sá Bathurst- og réði af því, að þar hefði líklega verið einhver samdrátt- ur. “Ep, ætli eg sé nú ekki búinn að hleypa snurðu á þann þráð?” hugsaði hann. “Eg gat ekki betur séð en að hún sýndi honum kala fremur en hitt.” Svo leið aprílmánuður, að ekkert sérlegt gerðist, og af því að alt leit þá svo friðsam- lega út, sagði majórinn við doktorinn, að hann sæi nú ekkert á móti því að þeir brigðu sér í hina fyrirhuguðu tígrisveiðiferð. Doktorinn beið þá ekki boðanna, en þeysti undireins af stað til þorpsins, er kvartanir yfir mannæt- unni komu frá, athugaði lands- og skógarlag,. talaði við veiðimennina í þorpinu, kvaddi þá til sóknar með sér og tiltók stund og stað. Á tilsettum degi skyldu þeir safna liði all- miklu, er umhverfa skyldi skóginn, er dýriS faldi sig í. Liðsmenn þessir skyldu svo ganga áfram í óslitnum hring að skóginum og inn í hann og fæla dýrið úr leynum sínum út á sléttuna- með ópum og köllum, hundgá og pípublæstri — í einu orði, með öllum þeim efnum og áhöldum, sem framleitt geta sem óbærilegastan glamranda. Bathurst tók að sér að fá léða sex fíla til ferðarinnar hjá tveimur stórbændum f grendinni. Er allir þurftu að vera vanir skot- vopnum og veiðilátum. Þeir majórinn og Hunter höfðu á yngri árum verið mjög gefn- ir fyrir dýraveiðar, hlökkuðu nú einnig til komandi sóknar, og útveguðu uxa og vagna til að flytja tjöld og vistir á tiltekinn stað. í förinni skyldu majórinn og Isabel, Mr. Hunter og Mary (eldri dóttir hans), doktorinn að sjálfsögðu, þeir “drengirnir” Wilson og Rich- ards og kafteinn Foster. Bathurst var boðið en hann afþakkaði. Doolan afþakkaði líka, kvaðst í sannleika miklu líklegri til að skaða einhvern förunautanna en dýrið. Rintoul langaði til að fara og hafði ákveðið að vera með, en kona hans úthelti svo miklu og sí- vaxandi flóði af tárum yfir þeim hörmungum sem yfir hann kynnu að dynja á þeirri voða ferð, að friðarins vegna settist hann aftur. Þeir Wilson og og Richards fögnuðu mjög og töluðu ekki um annað en að nú skyldu þeir reka af sér ámælin, sem fylgdn á eftir þeirra fyrstu veiðiferð. Þeir fóru á fund doktorsins sinn í hvoru lagi og báðu hann að miskunna sig nú yfir þá og skipa þeim stöðusvið þar sem þeir fengju tækifæri fyr en aðrir. að reyna við dýrið. Þeir rök- studdu mál sitt á sama hátt báðir, þannig að hann hefði banað sVo mörgum tígrum um æfina, að það gerði honum ekkert til þótt hann eftirléti þeim þetta dýr. Auk þess viður- kendu þeir íauðmýkt, að það væri hugsanlegt, að þeir að öllu loknu, hæfðu nú ekki dýrið, og færi svo, yrði heiðurinn hans að fullgera verkið. Af því að doktorinn var æfinlega geðgóður, þegar veiðiferð var í bruggi. þá lofaði hann þeim sínum í hvoru lagi, að hann skyldi gera alt sem hann gæti fyrir þá, en sagði þeim um leið að það væri æfinlega vandi að geta til hvar dýrið brytist út úr skóginum. Þó Isabel hlakkaði til ferðarinnar. þá hafði hún ekki þann brennandi ákafa fyrir því, eins og hún hafði gert sér hugmynd um, þegar hún fyrst las um tígraveiðar. Það var hennar hlutverk að ráða, með Rumzan ráðs- manni, hvaða mat skyldi fara með, borðáhöld og annað sem að því lýtur, og þurfti hún því oft að ráðfæra sig við þær konurnar, við dokt orinn, við Rumzan. Það var talið lfklegt að umsátrið um skóginn stæði í tvo daga, og þurfti því talsverðan.vistaforða fyrir svo margt fólk. Tvö tjöld átti að taka, annað fjcrir þær Isabel og Mary Hunter, en hitt fyrir karlmennina. Allan þenna farangur átti að’ senda af stað á uxavögnum í dagrenning- en fclkið ætlaði ekki af stað fyr en seint á degi, eftir að mesti hitinn var afstaðinn.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.