Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.04.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 6. APRÍL 1932 H E 1 M S < R . N v L.A 7. StÐA HUGLEIÐINCAR um nýtt landnám. Frh. frá 3. bla. um, að þessir frændur okkar væru allra ákjósanlegustu inn- flytjendurnir, sem hingað væri kostur á að fá. Þar fengjum við menn, sem eru hold af okkar holdi og blóð af okkar blóði. Þeir mundu fljótastir að átta sig í vorri sveit og vís- astir til þess allra erlendra manna að flytja hingað nýja kunnáttu, sem oss mætti að gagni koma í landbúnaðinum. Þegar íslendingar fluttu vest- ur um haf fyrir 40—50 árum síðan, fengu þeir ódýra ferð vestur og ókeypis land til rækt unar (sem að vísu var mis- jafnt, en gat verið sérlega arð- vænlegt), en þar að auki fengu margir, a. m. k. þeir, sem til Canada fluttu, peningalán hjá ensku stjórninni til að byggja sér íveruhús og peningshús og jafnvel lán til að framfleyta sér og sínum fyrsta veturinn eða lengur. Og þegar hér við bættist, að margir lánþegarn- ir sluppu síðar að sumu leyti eða jafnvel algerlega við að endurgreiða þessi lán. þá er auðsætt, að hér var um sér- lega góð kjör að ræða fyrir frumbýlinga í ókunnu landi. Slík kostakjör munu ekki vera í boði neins staðar um heim nú á tímum. Nú vil eg hugsa mér málið komið það langt, að farið væri að ræða um það á Alþingi, hví- lík kjör skyldi bjóða erlendum landnemum, sem vildu setjast að til að rækta óræktað land eða taka til ábúðar eyðijarðir, þá þætti mér trúlegt, að um þau kjör yrði talsvert þrefað, en í öllu falli reynt að skamta í hófi þau hlunnindi, er fylgdu. En þá hygg eg einnig loku fyrir það skotið, að nokkrir dugandi Vestur-íslendingar vildu koma. Hins vegar lít eg svo á, að það væri slíkur fengur landi voru að heimta þá hingað aftur, að ekki væri neitt áhorfsmál að bjóða þeim a. m. k. álíka góð landnáms- og innflutnings kjör eins og þeim bauðst forðum. er þeir eða feður þeirra fluttu vestur. f stuttu máli sagt; eg vil opna landiS upp á gátt öllum dugandi landnámsmönnum, en mér finst blátt áfram skylda okkar að bjóða öllum Vestur- íslendingum heim úr útlengð- -,nnj — öllum, sem vilja þiggja boðið. —Iðunn. DAGSBRÚN L,íður dagur um loft og brún, Lágnótt hverfur í þagnar kyrð. Svellur stuna í sygð og rún, Sorta líðandi óttu byrgð. Ljómar dagur um loft og geim, Lýsir kaldan um myrkra heim Neðst í djúpinu aldan uggar, Ólgar, byltist við strauma kvik. Vermir litblá, ljósmóðu ruggar, Lofthvelin róðna við sunnu blik. Dagsljós brumað á bjarma feldi, Bræðir ísin frá Iiðnu kveldi. Sumri veturinn fell í fang, Frækorn ánga með gullnum spjótum Þýðblær kyssir á víðavang, Vermir hlúir að svarðar rót- um, Lífæð snertir nú litlu stráin, Lifnar rótin sem féll í dáin. Vetrar bláþræðir bregða snúð, Brýzt fram straumur í köld- um æðum. Mannkyn eygir sitt skýja skrúð, Skapið kastar nú dökkum slæðum. Fjötraðan vilja firrir sýki, Fríður í náttúrunnar ríki. Yndo. ÞEGAR TÍMARNIR BREYTAST Þegar tímarnir breytast, þá breytast mennirnir oft með þeim. Það hefir nokkuð margt breyzt á síðustu árum, og þar af leiðandi margur maður, sem hefir breyzt. Það er stundum, að breytingin hefir orðið til bóta en ekki altaf. Mér finst það vera dálítið stig til bóta, það sem blaðið Heimskringla segist vera að gera að bjóða lesendum sínum að skrifa í það stutt bréf. Því sé það mein- ing blaðsins, þá er það í frelsis- áttina, því ekki hefir það verið hægt fram að þessu fyrir ýmsar skoðanir að fá þar pláss. Nú ætla eg að biðja blaðið að veita mér pláss fyrir mínar skoðanir, og þá get eg prófað hvort það er rétt, eða aðeins til þess að villa, eins og vana- lega er með það sem borið er út fyrir almenning. Eg hefi ekki tök á því að byrja hér á stóru máli- fyr en eg hefi prófað ritfrelsi blaðsins. En þegar eg hefi það gert, þá er eg tilbúinn að byrja á því stærsta máli, sem heimurinn hefir ennþá heyrt um. Það lætur máske nokkuð illa í eyrum manna þetta orð. En það er svo margt nýtt, sem mennirnir eru að finna upp nú á dögum, og alt þykir það und- ur þar til það skilst. Svo er annað þetta. Eg heyri sagt um hörmungar í heimi þessum. Eg vil spyrja: Eru þær að koma núna yfir heiminn þær hörm- ungar, sem eg var að benda á, þegar mér var neitað rútns í blaðinu fyrir mörgum árum síð an? Við getum oft spurt sjálfa okkur að því, hvort það er rétt eða rangt þetta eða hitt. Þið þekkið sumir þroska, sumir þekkja hann ekki. Eg hefi dá- lítið athugað hann og er til- búinn að ræða hann við heim- inn. Nú spyrjið þið að líkind- um, hvort eg sé svoná mikið barn að tala um þroska, því all- ir skilji hann. En þá segi eg: Varið þið ykkur! Gætið að áður en þið farið að staðhæfa án þekkingar. Menn hafa gert svo mikið að því, og fyrir það er nú komið hallæri í allsnægtum. Heimska í mikilli þekkingu. — Eymd í sælu. Myrkur í fögru sólskini. Eg er tilbúinn að rök- ræða þetta. ef eg fæ rúm í blaðinu. En fyr en sú vissa er PELimEITO COUNTRY CLUB J-PECIAU TheBEERthatGiiaids aUALITY Phones: 42 304 41 lll fengin byrja eg ekki á því. Það er máske það sama, hvernig alt veltist héðan af, því það átti að" breyta því, sem ekki hefir verið breytt fyrir mörgum árum. En mönnum finst oft vært að sofa. Munið þið eftir stuttri sögu sem er í gömlum íslenzkum gamansögum. Það er ekki til að óvirða blaðið eða nokkra sérstaka menn, þó eg láti sög- una fylgja, því hún er aðeir.s MI þess að sýna, að stundum pkilja menn ekki hvað við þá ei sagt, og kunna ekki að hugsa heilbrigða hugsun af eigin rammleik. Verða að sækja alt til annara, bæði gott og ilt, fag- urt og ljótt, vit og heimsku. En sagan er svona: Það var gömul kona, er hafði mist mann sinn en átti dreng á uppvaxtarárunum. Hún var ein af þeim, sem ekki hafði allsnægtir, og þurfti þess vegna oft að leita á náðir þeirra er meira höfðu. Hún hafði dreng- inn í þessar sendiferðir, og í þetta skifti sendi hún heim á konungssetrið að biðja um spít- ur í eldinn. Drengurinn fer glaður í anda eins og æskan er oft. Hann kemur til konungsmanna, þar sem þeir eru að höggva brenni. Hann biður þá um í eldinn, en þeir neita og hæða drenginn fyrir að biðja. Hann verður gramur og segir við þá: "Minki hrúgan ykkar um helming. — Drengurinn hitti á eina af þess- um undramörgu óskastundum og hrúgan minkaði um helm- ing. Mennirnir urðu reiðir og ætluðu að drepa drenginn. En hans eigin fætur björguðu hon- um eins og svo mörgu saklausu smádýri, sem flúið hefir undan grimdinni. Hann komst heim og sagði móður sinni söguna. Hún varð gröm við drenginn fyr ir hvað illa tókst til. Hún sagði: "Þú áttir að segja: Vaxi hún um helming, því þá hefðir þú fengið nokkuð af því." Það er stundum en ekki altaf að svo hefir reynst hjá verkamönnum heimsins. En máske það breyt- ist. Þegar drengurinn skildi þetta þá segir hann: "Eg skal segja það á morgun, móðir mín.'' Næsti dagur rann upp. Dreng- urinn fer. Mennirnir kóngsins eru þá að bera út lík. Drengur- inn segir: "Vaxi um helming".. Líkið óx svo að ekki var hægt að bera það út fyrir þessa menn. Það varð að gera aðra leið fyrir það, því dyr voru all- ar of smáa. Þeir ætluðu að ná drengnum, en gátu ekki. Drengurinn fer heim og segir móður sinni söguna. Hún verð- ur alveg utan við sig yfir þess- um óskapa vandræðum, dauð- an manninn, og hún segir: "Þú áttir að segja- drengur minn: Guðs miskunn sé yfir sál hins framliðna.'' Drengur- inn svarar: Eg skal segja það á morgun móðir mín." Næsti dagur rennur upp. — Drengur fer og eru þá mennirn ir að hengja hund. Drengurinn segir: "Guðs miskunn sé yfir sál hins framliðna.'' Mennirnir ætla að springa af hlátri. En drengurinn fer heim og segir móður sinni hrakfarirnar, en hún segir: "Þú áttir ekki að segja þetta. Þú áttir að segja: Ærstu og spriklaðu, því alla daga hefir þú þjófur verið." Drengurinn svarar: "Eg skal ségja það á morgun, móðir mín.'' Dagurinn rann upp bjartur og fagur, og það var verið að aka konunginum. Drengurinn segir, er hann sér það: "Ærstu og spriklaðu, alla daga hefir þú þjófur verið". Drengurinn hitti ennþá á eina af þessum óskastundum. Konungur þaut af stað út úr kerruhni, veg allr- ar veraldar. Sagan er ekki lengri, en það er hjá fleirum en drengnum. sem það reynist svo, að ekki er alveg það sama hvort verkið er gert í dag eða á morgun, því tíminn heldur áfram og störf mannanna breyta oft mörgu. Þegar eg sé þetta í blaðinu, þá veit eg hvort komið er rit- frelsi hjá blaðinu Heimskringlu. En fyr veit eg það ekki. Skrifað 15. marz 1932, að 2316 Nonaimo St., Vancouver, B. C. H. Friðleifsson. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Frh. En nú hef eg þýðingarmikið atriði að geta um, til að sýna hve hreinann og góðann mann að séra Arnljótur íiafði b.ð geyma, þrátt fyrir alt sem menn tala um hann, og alt sem eg vann á móti honum. Eg hefi áður sagt frá sáttum okkar séra Arnljóts um landa- merkin milli Syðralóns og Sauðaness. Nú var það sjálf- sagður hlutur að biskupinn innfærði landamerkin í sína víitazíugerð, og það eitt gaf landamerkjunum fult gildi. Ef séra Arnljótur hefði ver- ið þrjótur, eins og Páll Ólafs- son kallar hann í vísunni al- þektu, eða ágengur og ófyrir- leitinn, eins og margir halda fram, þá var honum í lófa lag- ið að láta alt vera óklárað á milli jarðanna, og reisa öflugt mál á móti mér, og koma því svo fyrir að biskup hefði þver- neitað að staðfesta þannig lög- uð landamerki fyrir staðinn. Nei, hann var of hreinn og of góður maður til slíkrar sóða- mensku, en lét biskupinn stað- festa okkar sætt til æfinlegrar blessunar og friðar fyrir alda og óborna. Hann skildi líka betur en nokkur annar að mér voru báðar hendur við axlir fastar. í útsvarsmálinu var eg að verja mínar eigin gerðir og framfylgja minni eigin sann- færingu. í vísitazíumálinu var eg að bjástra við almenna óá- nægju, og alls ekki að gera úlfalda úr mýflugu, og þess vegna var það, af því hann var elskaður og virtur af öllum á hans eigin heimili, að allir tóku mér þar illa í mörg ár, nema hann sjálfur og frú hans, sem vissi altaf hvað með honum bjó, og þó varð eg meira var við kulda af hennar hálfu, sem var í því innifalinn, að eg sá hana svo sjaldan, eins og hún vildi forðast allar kveðjur, en æfinlega var hún konu minni vinsameg og góð. Ekki man eg hvort það var árið 1893 eða 1894, sem hann var kosinn í hreppsnefndina, og var þá auðvitað kosinn odd- viti um eið. Eftir það vorum við samverkamenn í hrepps- nefndinni í mörg ár. Þá var hann vitsmunavaldið, en eg meira framkvæmdarvaldið, af því eg var ungur og viljugur til góðra og viturlegra fram- kvæmda, en hann var gamlað- ur orðinn og qfær til ferðalaga. Oft sýndist okkur sitt hvor- um. Þó var ekki sögulegt við það, nema einu sinni. Hann sendi vinnumann sinn til mín, með vitlausa kerlingu, sem var á hreppnum, og fylgdi henni bréf, þar sem hann uppá- lagði mér að hafa kerlinguna um tíma. Vinnumaður hans var farinn áður en eg var húinn að lesa bréfið. Honum hafði verið uppálagt að koma strax til baka. Eg hafði þá 13 börn i heimili, tvenn hjón með krakka fyrir utan mín börn, en kerlingin hafði það til að ráð- ast á börn. Eg skrifaði honum þá nokkrar línur til baka og sendi vinnumann minn með það og kerlinguna. Daginn eftir komu vinnumaður hans með kerlinguna aftur og bréf til mín, hlífðarlausa skipun um að taka kerlinguna, og hvarf vinnumaður eins og elding til Dr. M. B. Halldorson 401 n<>>.l Bld«. Skrlfstofusiml: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aO flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h Hetmlll: 46 Alloway Ave Talafiuli MIRH DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg Talsiml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdöma. — AB hltta lcl. 10—1.2 « h. 0g 3—6 e h Helmllt: 806 Vtotor St. Sími 2813« Dr. J. Stefansson 216 MKDM'AI. AKTS 111.1}« Horni Kennedy og Graham Stnndar rlniíiinuu nnurnn- eyrna nof- og kverka-njtlkdðma Er at> hltta frá kl. 11—12 f h og kl. 3—5 e b Talnlmi: Z1N34 Heimlll: 638 McMlllan Ave 42691 MOORE'S TAXI LTD. Cor. Donald and Oraham. 80 Centa Taxt Frá einum stao' tll annars hvar sem er i bænum; 5 manns fyrlr sama og einn. Allir farþegar á- byrgstir, alllr bílar hitaolr. Slml 23 8D6 (8 llniir) Klstur, töskur • ghnsgagna- flutnlngur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili:104HomeSt. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 baka. Þá var eg reiður og skrifaði skelfing ljótt bréf og sendi kerlinguna aftur til hans. Ekki kom hún oftar. En um þessar mundir kom Snæbjörn sonur Arnljóts heim til hans og hafði hann fengið að sjá bréfið frá mér. Er við vorum seinna á ferð tveir einir, og hreytt- umst á einhverjum ^ónotum út af því, hve illa eg reyndist föð- ur hans, þá sagði hann méf, að hann — sem þó er mesta góðmenni — gæti aldrei fyrir- gefið mér það bréf, sem eg skrifaði með kerlingunni. Seinna settist hann að á Þórshöfn sem verzlunarstjóri fyrir Örum og Wulff, og fór æfinlega vel á með okkur. Hér segi eg smásögu, sem mér finst gefa talsverða upp- lýsingu um presthjónin á Sauðanesi, og séra Arnljót sér- staklega. Jóhann borgari Jóns- son á Þórshöfn, maður, sem öllum þótti vænt um, sem kynt- ust honum, hafði lengi legið veikur. Hann hafði farið með strandferðaskipinu suður til Reykjavíkur, til þess að finna beztu lækna landsins, og gátu þeir ekkert hjálpað honum, en ráðlögðu að hann færi heim aft- ur með skipinu, og svo gerði hann. — Daglega dró af hon- um eftir að hann kom heim. Eitt kvöld kom kona hans til mín grátandi og bað mig að fara fyrir sig út í Sauðanes og tala við presthjónin, hvort þau gætu ekkert gert til að lina þjáningar manns síns. Hún treysti mér til að lýsa því, má- ske betur en öðrum, hvernig honum liði, þar sem eg kæmi daglega til hans, og fylgdist alt af með. Auðvitað fór eg strax út í Sauðanes. Það var orðið framorðið og presthjónin hátt- uð. Eg hafði sagt í hverjum er- indagerðum eg væri kominn, og þau létu fylgja mér inn í Frh. á 8 bli. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklg Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆOINGAa á oðru gólfi 325 Maln Street Tals. 24 963 Hafa einnig- akrifstofur a<J Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag I hverjum mánuði. Telephone: 21 613 J. Christopherson. tslenskur Lögfrctffingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, : Manitoba. A. S. BARDAL selur Kkklstur og annast um útfar- lr. Allur útoúnaíur sá beztl Ennfremur selur hann allskonar mlnnisvaroa og legstelna 843 9HERBROOKE ST. rhonet sfltMIT WIXMPBO HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja OR. S. O. SIMPSO^Í, N.D., D.O.. D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —:— MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO S94 BANNINO 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthú3inu. Síml: 23 742 HeimUls: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Banii' aaa Pnraltnre Mnrtmm 782 VICTOR 8T. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. laleinkur HiitfrælSlngur Skrifstofa: 411 PARIS BLDd. Siml: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. TaUimtt 2SHK9 DR. J. G. SNIDAL TANNL.ÆKNIR «14 Someraet Block Portace Avenne WINNIPBO BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl StUlir Pianos og Orgel Sfmi 38 345. 594 AJverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.