Heimskringla - 20.04.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.04.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 20. APR. 1932 HEIMSKRINGLA 3 SlÐA Phone 22 »35 Pbone 25 237 HOTELCORONA 20 Itoomn Wlth Ilnth Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA ar meir. En Sveinn Björnsson reisti sér í því starfi þrjá minn- isvarða, sem vonandi tii endast lengi og halda nafni hans lengi á lofti. Hann var einn af aðal- forgöngumönnum þess, að Stofnuð voru Eimskipafélag ís- lands, Brunabótafélag íslands og Sjóvátryggingafélag íslands. Þessi félög þrjú hafa nú þegar sparað þjóðinni mikið fé, sem að öðrum kosti hefði runnið út úr landinu til útlendinga, í farmgjöldum og iðgjöldum. Og öll eru þau þjóðþrifafyrirtæki, og þó eigi væri annað af Sveini að segja en það, að hann kom þessum þremur fyrirtækjum á fót, þá væri það líka nóg til þess að nafn hans geymdist. En þetta er ekki nema einn þátturinn í starfi hans, því sem af er, og enn er hann í blóma aldurs síns og á væntanlega eftir mikið starf og gott enn, áður en að sögulokum kemur. Ólafur Lárusson. —Eimreiðin. SINUM AUGUM LfTUR HVER A SILFRIÐ. Nú fyrir stuttu birtir Heims- kringla þær fréttir, að tveir háskólakennarar hafi farið að rannsaka afstöðu frægra vís- indamanna gagnvart kirkjunni. Árangurinn er sagt að hafi verið sá, að af 118, sem leitað var til með þessar upplýsingar, hafi einn fjórði talið sig hlynta sértökum trúarflokkum, en þrír fjórðu hafi álitið trúarbragða- afstöðu sína svo léttvæga, sér eða öðrum til stuðnings, að ó- þarft væri að skrásetja. Ekki er þess getið í hvaða tilgangi þessi rannsókn hafi verið haf- in, hvort það hafi verið einföld forvitni eða frá kirkjulegu sjón- armiði. En hvort sem teljandi sannjeiksgildi ktrkjunnar eru nægilega sjálfstæð, trúarbrögð- unum til eigin viðhalds, án til- lits til stuðnings frá öðrum sviðum, skal eg láta ósagt. En eitt er víst að flestum leiðtog- um kristninnar, virðist mikils- varðandi, hvar vísindamenn, sérfræðingar og önnur mikil- menni standa í sinni skoðun viðvíkjandi trúmálum. Stuttu eftir andlát hins fræga uppifnningamanns, Thomas A. Edisons, síðastliðið haust, sá eg fréttagrein í einu vel þektu dagblaði, þess efnis að kapólsk- ur biskup, að nafni Edmund F. Gjbbons, stjóírnandi kaþólska biskupsdæmisins í Albany N. Y., hafi sagt í ræðu sinni á meðal annars, að Edison hafi verið hinn skaðlegasti hlekkur mannkynsins (The greatest detriment to mankind). Eg var ekki vel ánægður með þessa staðhæfingu, þó hún kæmi frá einum leiðtoga hins stærsta trúarflokks í heimi. Þótti mér hún sú fjarstæða, að mér datt í hug að hún hefði, eins og oft hefir átt sér stað, breyzt í mis- sögn í frásögninni. Ef ekki, þótti mér honum illa farast, að þakka Edison það ómótmælan- lega gagn, sem hann hafði gert mannkyninu um allan heim, með hinum stórkostlegu fram- förum vísindanna, sem hafa komið frá hans hendi. Skrifaði eg því biskupnum persónulega, án nokkurs undirbúnings, svo sem bænagerðar eða signingar, og spurði hann blátt áfram hvort frétt þessi væri sönn. Hið kurteisa * svar biskupsins var hið sama til mín og flestra hinna, sem bæði persónulega og opinberlega ásóttu hann miskunnarlaust. Birti hann svar sitt opinberlega í biaðinu “Knickerbocker Press, dagsett 10. desember 1931, og kom þar í Ijós það, sem mig að vissu leyti grunaði, og líkt og oft hefir komið í ljós bæði munn- lega og skriflega, að ekki hafði öll sagan verið sögð í blöðun- um, biskupinum líklega til niðr- unar. Hafði ekki verið getið um í sambandi við hvaða atriði í Iífi Edisons, að biskupinn hefði brúkað þessa háskalegu setn- ingu. Fer biskupinn mörgum fögrum orðum um Edison sem uppfyndingamann og vísinda- mann, tekur til dæmis hina skæru uppljómun hallarinnar, sem hann var að tala í, sem sýnishorn af því, sem heimur- inn mætti þakka Edison fyrir. En það sem honum þótti svo { átakanlegt og hann átti við í þessari áður á minstu stað- hæfingu sinni, sem svo illgjarn- gjarniega svívirti hið látna mikilmenni í augum almenn- ings, var afstaða hans í trú- málum. Reynir biskupinn að sýna fram á, hve háskaleg á- hrif það hafi á kirkjuna í heild sinni þegar annað eips mikil- menni og Edison sé guðleys- ingi (Atheist) mín leturbreyt- ing). Ennfremur segir hann: “Sem kristinn kaþólskur kenn- ari, verndari með mínu em- bætti, grundvallar kenningu kristindómsms, svo sem tilveru hins persónulega guðs og hans guðdómlegu opinberun gegn um hans son Jesúm Krist” — “þá get eg ekki látið virðingu mína fyrir þessu mikilmenni aftra mér frá því að hrggjast sorg- lega yfir vantrú hans á hinu yífrnáttúrlega. Eg efast ekki um að guðleysingjar um all- an heim muni í mörg ár notá nafn Edisons sem tilvitnun sam- hiiða öðrum vísindamrönnum, sem hafa neitað ódauðleika sál- arinnar” (leturbr. mín). “Sann- leikurinn er sá,” segir biskup- inn á öðrum stað, “að eg tel það skaðlega ógæfu, að þrátt fyrir sínar óaflátanlegu rann- ir á leyndardómum náttúrunn- ar, gat honum aldrei tekist að þekkja og kannast við hinn rétta náttúrunnar guð.” — “Ver ið ekki afvegaleiddir af trúlaus- um vísindamönnum, en kannist við guð í öllu og alstaðar, á líkan hátt og mikilmennin Lou- is Pasteur, Volta, Röntgen Gal- vani, Amþere Foncault og Mar- coni.” Eftir nokkrar fleiri við- vörunarbendingar til okkar, er stöndum á trúarhálku, endar svo biskupinn svar sitt með þessari bendingu: “Fallist ekki á kenningar þeirra, sem vilja upp hefja gildi vísindanna á kostnað trúarinnar. Hver neit- ar að sú hætta sé nú á ferð- um?" Nú fyrir stuttu kemur góð- kunningi minn séra Friðrik A. Friðriksson, fram á sviðið með alveg gagnstæða rökfærslu við- víkjandi afstöðu Edisons í trú- málum, í prédikun þeirri sem hann birtir í Heimskringlu þann 6. janúar næstliðinn, með fyrir- sögninni: “Edison og eilífðar- málin”. Ber presturinn vís- indamanninn fyrir mörgum staðhæfingum, sem hann út- leggur á þann hátt, að þær séu mikiisvarðandi styrkur fyrir kirkjuna. Þó eg hafi hér að framan bent á nokkur lauslega þýdd atriði úr grein biskupsins, sem hann birti í áðurnefndu blaði, “Knickerbocker Press”, geri eg það af þeirri ástæðu, að eg býst við að fáir af lesendum Heims- kringlu hafi séð blaðið. Á hinn bóginn tel eg ekki nauðsynlegt að sundurliða prédikun prests- ins, því flestallir lesendur blaðs ins munu kannast við efnið, sem hann svo aðdáanlega út- leggur Edison til heiðurs og kristindóminum til eflingar og stuðnings. En því miður munu ekki allir orthódox fylgjendur kirkjunnar gera sig ánægða með að láta Edison leggja Krist, Buddha, Konfúsíus og Múha- með á sömu metaskálar kirkj- unnar, þó að séra Friðrik hiki ekki við það að benda á það sem eitt af hinum mörgu góðu bendingum Edisons til stuðn- ings trúnni. Það er sannarlega gleðiefni að til sé á meðal okkar maður, sem ekki aðeins útleggur trú- leysi Edisons á betra veg, held- ur til stuðnings kristindómin- um, og þar með gera 'tilraun til að efla og styrkja bróðurlega eining milli trúaðra sem vantrú- aðra. Efaiaust mætti telja það eitt af stórkostlegustu kærleiksverk- um nútímans, ef Friðrik prest- ur vild takast á hendur og gæti hepnast að sannfæra Edmund biskup um að það sem hann áliti háskalegt guðleysi Edisons væri eiginiega mikilsvarðandi efiing trúarinnar á hinn almátt- uga og algóða persónulega guð. Máske að biskupinn hafi ekki verið búinn að sjá erfðaskrána andlegu”. H. J. H. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Frh. Er eg nú er búinn að segja frá stærstu og eftirminnilegustu hnippingunum á milli okkar sr. Arnljóts, í margra ára nágrenni, þá finst mér að eg vera búinn að gera sjálfan mig óþarflega lítinn, þó eg hafi ekkert að hæla mér af. Eg held að les- endur mínir skilji mig svo, að eg hafi alt af verið reiðubúinn að standa í illdeilum við hann, en það er ekki sannleikanum samkvæmt. Eg gerði honum margan góðan greiða, en þáði heldur ekki steininn í staðinn — fyrst sanngjarna borgun og æfinlega lærdómsríka stund inni hjá honum í ofanálag. Og þó eg væri alla tíð, eftir að biskupinn kom, óvirtur á því heimili, þá fann eg aldrei til þess, þegar við séra Arnljótur vorum einir inni á skrifstofu hans. Og svo mikil ánægja var mér að því að tala við hann, að ef eg var á ferð einhvers- staðar nærri honum, og þó eg hefði knappan tíma, þá gat eg ekki neitað mér um að sitja inni hjá honum og spjalla við hann litla stund. Geymi eg líka minningu hans í heiðri eins og góðs vinar, og hlakka til að finna hann á sínum tíma. Eg veit að hann er námfús á öðr- um og æðri þroskastigum, og hann hefir ekki gleymt að fyrir- gefa mér, þó eg hafi gert hon- um rangt til. Eg hefi líka fyrir- gefið honum, og dreymir hann flestum oftar, og er þá æfin- lega af honum að læra í stærri sjóndeildarhring. Sá var bóndi á Hallgilsstöð- um í minni sveit, er Benedikt hét Árnason. Hann var greind- ur maður og félagslyndur, at- hugull vel og góðgjarn. Hann var samtíða mér í hreppsnefnd tvö eða þrjú ár, og þótti mér vænt um hann fyrir liðlega sam vinnu. Hann var tengdasonur Guðmundar Björnssonar frá Dal í Þistilfirði. Mig minnir að hann væri ættaður úr Fnjóska- dal í suðursýslunni. Ekki upp- lifði eg nein sérstök æfintýri með þessum manni, en hefi þó gaman af að rifja upp og draga fram í dagsbirtuna sumar að- gerðir hans. Þar sem hann bjó á næst insta bæ við heiðina, þá áttu þær kindur, er á vorin vildu fyrir tímann strjúka á heiðina, oftast erindi framhjá honum. Sumar þeirra ætluðu að fara með ullina í algerðu leyfisleysi húsbændanna, og ær ætluðu jafnvel að asnast burtu með ó- mörkuð lömb. En svo hvass- sýnn og góðgjarn var Benedikt, að þeim varð örðugt um laga- brotin þessum strokukindum. Hann náði ullinni af sumum, og markaði lömbin hjá öðrum, og kom eftirleitarmönnum oft vel að þurfa ekki að fara nema til Benedikts, og fá hjá honum fulla leiðréttingu sinna mála. Öðrum færði hann ullarlagðinn heim, ef hann átti erindi þar framhjá. Mér fanst þessi vin- gjarnleiki mætti vera öðrum fyrirmynd, þó á öðrum starfs- sviðum væri. — Nú fara menn ekki að skilja hlýleikann, sem í svona greiðvikni felst, þegar allir búfjárhagar eru inngirtir, og engin kind getur framar strokið með ullina, og sett bónd- ann eða eigandan kaffipundi aftar, í reikningi. Að Benedikt á Hallgilsstöð- um var athugull og góðgjara maður í garð nágranna sinna, er þó kanski ekki nema önnur hlið málsins. Vel getur verið, að bann hafi gert sér meira far um það en almenningur, að skilja tilfinningar og eftirlang- anir kindanna, að hann hafi betur en almenningur skilið á- huga kindarinnar og virt, sök- um endurminninga hennar um frelsið og sælureiLina við heið- arvötnin og skæru svanasöngv- ana. Getur ekki verið að hann hafi líka verið að hjálpa skyn- lausu skepnunum, sem svo eru kallaðar, til að njóta sem fyrst og lengst frelsisins, og komast hjá óþægindum, sem því eru samfara alt sumarið að ganga í tveim reifum? Á Ytri-Brekkum bjó sá bóndi er Vilhjálmur hét Guðmunds- son. Hann var að mínu áliti jafnmerkastur allra bænda i minni sveit. Hann var fallegur og rösklegur maður upp á að sjá og eftir að líta, og æfinlega hreinlegur til fara, djarfur og ákveðinn í öllum svörum. Mér farast andlitslýsingar svo illa, að eg skemmi andlit hans ef eg fer að lýsa því. Hann hafði ljóst hár og mikið gulrautt skegg, æfinlega vel greitt og hirt. Ennið var fallega kúpt, hæfilega hátt og fremur upp- mjótt, augun blágrá og umgerð- in falleg, augabrýmar hæfilega bogadregnar, óhvassar en af- gerandi; nefið bara tilhlýðilegt en kinnarnar heldur þykkar; munnurinn og hakan, alt á kafi í skegginu, hæfilega stór. Hann var alt af of rjóður í andliti, enda drakk hann lika heitara kaffi en nokkur annar maður sem eg hefi þekt. Hann hafði bjartar og ávalt hreinar og fallegar hendur. Hann var á minni tfð rflíasti bóndýin í Sauðaneshreppi, og þó ekki fyr- ir það að hafa féflett aðra, því hann var sérstaklega ráðvand- ur í öllum viðskiftum, en fram- kvæmdasamur, stjórnsamur og duglegur til allra búverka og smiður talsverður. Hann var albróðir Aðalmundar og Sig- urðar Guðmundssona, bænda í Dakota, og hefir mér verið sagt að Aðalmundur væri líkur Vil- hjálmi, en þá bræður hefi eg ekki séð. Vilhjálmur var mörg ár samtíða mér í sveitamefnd- inni og atkvæðamiltill og góð- ur. Við vorum alt af góðii kunningjar, og engan mann vandalausan dreymdi mig eins oft og hann, mörg ár eftir að eg kom til Ameríku. Vilhjálmur klifraði ekki á skýjunum, gef ekkert fyrir hugsjónaflugin, en hann var þeim mun hygnari á allar verk- legar framkvæmdir. Kona hans, Sigríður Davíðsdóttir frá Heiði í okkar sveit, ættuð frá Lund- arbrekku í Bárðardal annars vegar, en sömu ættar og Sig- urður ráðhera á Yztafelli hins vegar, var að mínu áliti greind- ari manni sínum. En það er ekki vandalaust að gera upp þess háttar reikninga við slíkt fyrirmyndar hjónaband. Hún vvar líka útlærð af kvennaskóla. Börn sín mentuðu þau hjón mjög myndarlega, og einn son- ur þeirra er héraðslæknir og talinn í beztu röð. Áður bjó Vii- hjálmur á Skálum, nyrsta bæ á Langanesi, og átti í stöðugu höggi við hæstu haföldurnar, -” T I M BU R KA™* The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. hina illræmdu Langanesröst, fuglabjörgin og sífelda sólskins- lausa þokusudda. Þar fékk Vil- hjáimur iöulega tvær tunnur fullar af lifur úr einum hákarli, eftir að hafa veitt honum hol- undar og mergundar sár, og brugðið gegnum hann bana- spjóti. Þar höndlaði hann marg an feitann hafþorskinn, og þar innhentust honum á frönskum fiskiskútum, margar gómsætar koníaksflöskur. Þó var Vil- hjálmur aldrei drykkjumaður. kunni vel með að fara og láta góða gesti njóta af slíku sæl- gæti. í þann tíð var Vilhjálm- ur æfintýramaður, en þá var eg uppi á Hólsfjöllum og naut lítils góðs af. Man eg þó glögt fyrstu kveðjur þeirra hjóna i okkar garð. Áður en við sáum þau, kom einhver ferðalangur með fulla pottflösku af rauð- víni til móður minnar frá hús- freyju Sigríði á Skálum. Þá voru búnir til flauelsgrautar á hverri helgi, í háfa herrans tíð, og rauðvín haft að útáláti. Sá er enginn allra daga þræll, sem einu sinni er sæll. Þetta eru nú vinirnir mínir, sem eg af og til sný mér að í myrkrinu, og þá heyri eg rétt- an framburð á íslenzkunni, hvað hátt sem enskan gellur i eyrum. Eg hefi áður í endurminning- um mínum um séra Arnljót, minst á andlát Jóhanns borg- ara og bónda Jónssonar á Þórs- höfn. En nokkuð meira þarf eg að minnast á þann mann, meðan hann var frískur og á flakki í okkar hópi. Jóhann var einkennilegur maður, einn sá fegurðar næmasti, sem eg hefi þekt, og jafnframt einn sá vin- sælasti. Engan mann hitti eg, sem var illa við Jóhann í Þórs- höfn. Hann var lítill maður vexti og hvergi fríður eða veru lega eftirtekta verður nema fyr- ir snyrtimennskuna og bróður- lundina í svipnum. Hann var alla þá tíð sem eg þekti hann mjög óhreystislegur að útliti, en æfinlega kvikur á fæti og hall- aðist áfram þegar hann gekk eins og áhuginn og vUjinn bæri fæturna ofurliði, sem alltaf voru þó á þönum. Jóhann var auð- sæll maður og efnaður vel. Hann hafði ungur lært söðla- smíði en var hættur þeirri iðn þegar eg þekti hann. í eðli hans bjó einhver ýmigustur á torf- veggjum, fanst þeir víst ófagr- ir og óþolnir ,eftir því sem til þeirra var kostað. Á Þistilfirði strandaði talsvert stórt gufuskip er “Bravo” hét, en það var fáum árum áður en eg kom í þessar sveitir. Á dekki skipsins var lítið matreið- sluhús er losnaði við skipið, og komst nokkurnveginn óbrotið á land. Þetta hús sá eg seinna. Það mun hafa verið um 8 fet á hvern kant og lítið yfri 6 fet á hæð. Þetta hús keypti Jó- hann á stranduppboðinu, og flutti það heim, hafði í því söðla smíðisdót sitt og bjó að mestu leyti í því. En það var hinn mjófi mikils vísir, því Jóhann var hinn fyrsti maður er bygði stórt og fallegt tlm- burhús í Þórshöfn. Það var og hið fyrsta íbúðar timburhús í sveitinni. Jóhann átti konu þá er Árnþrúður hét Jónsdóttir, ættuð og uppalin í ojtkar sveit; var hún honum sérstaklega vel tilvalin, samhent og sameigiu- lega um alla hulti. Naumast hefi eg þekt mann, er væri eins veðurglöggur og Jóhann. Allir þeir íslendingar er fóru full- orðnir frá ættjörðinni, endur- minnast þess hve afarmiklum vanda það var háð, oft og tíð- um í óþurkatíð, að sjá fyrir snemma morguns áður en fólk gekk á engjar langt frá bæ, hvort verða mundi heyþurkur þann daginn eða ekki, þá skifti það ekki litlu máli, að vera bú- inn að dreifa miklu heyi þegar fór að glaðna til ef maður hafði séð rétt fyrir með veður, er aðrir voru að snúast að- gerðarlausir og þekkingarlaus- ir um það, hvaða stefnu veðr- ið mundi taka. Ekki segi eg að Jóhanni hafi eldrei skjátlast í þessum efnum en öllum öðrum nágrönnum mínum fremur þekti hann á veðrið, og sagöi mér jafnvel sum einkenni þess, lærð og reynd af eldri mönnum í marga liðu. Hið elsta af veðureinkennum hans var það, þegar fór að rofa*til í lofti hvar fyrstu sólskins blettirnir sáust á fjallahringnum, og ef þeir færðust til, þá í hverja átt. Eg hefi nú getið um flesta bændurna á suðurenda sveitar- innar, þá er eg hafði mest saman við að sælda, og þá hina sömu sem endurminningarnar dvelja einkum við. Á öllu mið- biki sveitarinnar og norðurenda hennar, fæst eg minna við að gera mér bændurnar að um- talsefni, nema hvað sérstakir atburðir og minningar knýja mig til þess. Frh. MOKAFLI f FASKRÚÐSFIRÐI en saltleysi yfirvofandi og ekkert salt hægt að fá. Rvík. 18. marz. Mokafli síðustu daga til jafn- aðar 15—20 skpd. á dag. 1 gær veiddust um 200 skpd. á 10 báta. Fiksurinn er veiddur suð- ur í Lónsbukt, og er mikið vænni og feitari en venjulega á þeim slóðum. Algert saltleysi fyrir dyrum og bankinn neitar tryggingu fyrir nýjum saltkaupum. —Mbl. SKRÍTLUR Einn af þessum miklu and- ansmönnum hafði verið fengin til að leggja hornstein í stór- hýsi eitt, og átti hann eins og vani er til, að flytja ræðu við það tækifæri. Hafði hann ræð una skrifaða og hélt á blöðun- um er hann lagði steinin á sinn stað. Þarna var saman komið margmenni og vonuð- ust’nú allir eftir að heyra ræðu hans. En hann vappaði vand- ræðalega fyrir framan mann- þyrpinguna uns hann víkur sér að konu sinni sem þar stóð og heyrðist hann segja til hennar í lágum róm: “Hvað í heimin- um á eg til brags að taka, eg hefi lagt steininn ofan á ræð- una sem eg ætlaði að flytja við þetta tækifæri?” • • • “SjálfsmorÖ.” Selveiðamenn tveir áttu heima í sama kauptúninu; þóttust báð- ir góðir, en hvorugur gerði mikið úr veiðimensku hins, eins og gengur. Eitt sinn frétti annar þeirra, að keppinauturinn hefði skotið sel, vænan. Hann verður hugsi, en segir svo; —Hvað skyldi hafa bagað selnum, að hann skyldi fara að fyrirfara sér svona?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.