Heimskringla - 20.04.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 20.04.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 20. APR. 1932 HEIMSKR.Ni l. A 7. StÐA « SR. MAGNÚS J. SKAPTASON. Minningarljóð. Dauðin naldrei leyfir lén, sá líknardómur hittir alla. Jafnt stráin veik sem sterku trén, stuðningslaus þau verða að falla. Og enn er falinn fagur hlynur, frjáls og góður trygðavinur. Guðstrú hans var glögg og há, hann gekk í lið með öllu hreinu, en syndalausn hann fældi frá, og friðþæging ei mat að neinu. Rræður hans voru Krists hrein kenning, kjarnyrtar af viti og menning. Vesælum hann veitti styrk og vaxtarhjálp af öllu tagi, því sterk var mund og mikilvirk og manndómur í bezta lagi. Góður prestur, maður mætur, mannúð vermdi hjartarætur. Hjónabandið veglegt var, virðing, ást og sambúð fögur; úlfúð, hroki ei þektist þar, þvaður eða ljótar sögur. Konan valdi vel í haginn, hún varpaði ljósi yfir bæinn. Ætíð stóðu opnar dyr, alúð sýnd var ferðamanni. Volaðir sem vel metnir velkomnir boðnir að hans ranni. Höfðingi var ’ann heim að sækja, <og heim'lis vildi skyldur rækja. Eg þekt hefi fáa meiri menn, að mýkja lífsins brautir hálar. Hann var ætíð alt í sénn, með afreksverk til lífs og sálar Hræddist engar bragða bylgjur, en barði frá sér hræsnis fylgjur. Svo hvíldu í friði, Magnús minn, minn'ng lifir, hold þó deyi. Sáiar kærleiks kraftur þinn sér kemur vel á drottins degi. Þín börn og vinir ei þurfa að gráta, en þakka dagsverk og huggast láta. Jón Stefánsson. ÆFIMINNING. Hinn 13. marz dó í Piney- nýlendunni í suðausturhluta Manitoba, ekkjan Þórdís Mar- grét. Hafði hún verið tvígift og var seinni maður hennar Hjálmur Hraundal, er lézt 27. sept. s. 1. Þórdís var fædd 14. febrúar 1864 í Krosshjáleigu á Berufjarðarströnd í Suður- Múlasýslu. Foreldrar hennar voru þau Bjarni Magnússon og Guðfinna Jónsdóttir, bæði kom- In af góðu fólki í marga liði fram. Bjarni og þeir Papeyjar- bræður voru systrasynir. Flutti Jón yngri vestur um haf og bjó í Minnesota nýlendunni, þar tii hann dó og er þar eitthvað af afkomendum hans. Jón var mað ur mikill á velil og hinn mesti höfðingi. Bjarni Magnúéson var sjo- garpur hinn mesti og hafnsögu- maður í 15 ár. Var hann í mörgum svaðilförum og mætti þar skrifa þátt ekki svo lítinn. Bátur hans hét Flóra og var hún talin hinn bezti bátur á Austfjörðum. Hann var hreinn og beinn i öllum viðskiftum og drengur hinn bezti, en þótti góður sop- inn eins og mörgum öðrum á þeim árum, en var þó ætið slarkfær og manna hepnastur. Fyrri maður Margrétar liét Brynjólfur Brynjólfsson. Var hann ætíð kallaður Brynjólfur bókbindari, því hann hafði far- ið til Reykjavíkur og lært þar bókband. Með Brynjólfi átti Margrét 4 börn, 3 syni og eina dóttur. Var hún hjá yngsta sym sínum Brynjólfi að nafni, þegar hún dó. Þegar maður hennar dó á Seyðisfirði, voru börnin öll í ómegð, og tók þá Ari bróðir Brynjólfs heitins tvo elztu dreng ina og ól upp. Heita þeir Ari og Sveinn. Eru þeir menn kvæntir og búa á Þverhamri í Breiðdal. Dóttir þeirra Brynj- ólfs og Margrétar, var skirð Ágústa Ingibjörg, og var hún tekin til fósturs af Ágústu syst- ur Margrétar og alin upp til full orðins ára. En maður Ágústu er Eiríkur Simson, Seyðfirðing- ur, og býr hann og kona hans í Piney. Eru flestir bændur þai úr Múlasýslum. Ágústa Ingibjörg giftist norsk um manni. Hét hann Henry Anderson. Dó hann fyrir ári síðan og lét hann eftir sig tvo syni. Eru þeir fyrir innan tví- tugt en búa þó með móður sinni á landi því er faðir þeirra lét eftir sig. S. J. A. ÆFIMINNING. Þann 30. október 1931 dó á Grímsstöðum við Mývatn í S,- Þingeyjars., öldungurinn Bald- vin Stefánsson, 82 ára gamali, fæddur 15. september 1849, á Skútustöðum í sömu sveit. Ste- fán faðir Baldvins var Gamali- elsson, Halldórssonar, Magnús- sonar, Halldórssonar á Ferju- bakka. Móðir Magnúsar var Guðrún, dóttir Magnúsar í Húsavík föður Skúla fógeta. En móðir Stefáns var Helga Ein- arsdóttir Hjaltasonar prests að Þóroddsstað, en móðir Helgu hét Ólöf dóttir séra Jóns í Vog- um við Mývatn, systir Benedikt ar eldra Gröndal og þeirra syst- kina. Björg móðir Baldvins var dóttir Helga Ásmundssonar er var bóndi á Skútustöðum, en móðir Ilelga var Aldís Einars- dóttir. Sá Einar bygði upp bæ- inn í Reykjahlíð, þegar hraun- flóðið rann í Mývatn úr eld- gígnum Víti 1724 og tók af gamla bæinn, en kirkjuna sak- aði ekki, er stóð á háum hói og stendur þar enn. Sjá íslands lýsing Th. Th.. Móðurmóðir p 1 O 0 o xX\\\\ll///£^> EXTRA PAIE ALE Baldvins var Helga Sigmunds- dóttir, bónda að Vindbelg í sömu sveit. Skömmu eftir að Baldvin fæddist fóru foreldrar hans að búa í Haganesi, föðurleifð Ste- fáns og bjuggu þar til þess er faðir hans dó, 6. marz 1874. Stefán var fæddur 15. desem- ber 1819. Þegar Baldvin var 19 ára fór hann að heiman vistferlum að Vegum við Mývatn, til móður- bróður síns, sem þá bjó þar. Þaðan fór hann að Reykjahlið- til Péturs Jónssonar. Eftir það réðist hann að Víðishóli á Hóls- fjöllum til Jóns Árnasonar (?) sem bjó þar þá. Synir Jóns eru þeir Árni og Benedikt, bændur nálægt Wynyard, Sask., og fleiri voru þau systkini. Þar á Fjöll- unum var Baldvin 4—5 ár. — Þaðan fór hann að Brúna- hvammi í Vopnafirði til Bjarna Helgasonar frænda síns. Bjarni flutti hingað vestur og dó fyrii nokkrum árum við Manitoba- vatn og þar búa nú börn hans, sem enn eru á lífi. Þar í firðin- um var Baldvin í nokkur ár, en flutti síðan til baka í æskusveit sína, er mun hafa verið um 1880—81, þá liðlega 30 ára. — Nokkrum árurn síðar,- eða um 1885, giftist hann Sigríði Jóns- dóttur frá Tóftum í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjarsýslu. Þá voru þau bæði í vinnumensku á Kálfaströnd há Halldóri Sig- urðssyni, Tómassonar, og Hólm fríði Þorsetinsdóttur frá Mið- firði á Langanesi (?). Eftir það áttu þau heima á ýmsum stöð- um í sveitinni, stundum í hús- mensku, þó aftar ynnu þau hjá öðrum, því bæði voru vinnugef- in og trúverðug. Þau eignuðust ekki börn. Sigríður kona Bald- vins dó 9. febrúar 1£)29, um áttræð að aldri. Baldvin var tæplega meðal- maður á hæð, en þrekinn og þráðbeinn og kvikur í hreyfing- um; dökkhærður og hafði dökk blá augu. — Iþróttamaöur var hann talsverður, eftir því sem þá gerðist, þegar hann var á léttasta skeiði, svo sem glímur, skauta- og skíðaferðir, og orö- lagður sundmaður, sérstaklega fyrir hvað hann var endingar- góður, og kunni Og æfði fleiri sundleiki en flestir aðrir þá i Mývatnssveit, enda á þeim ár- um flestir Mývetningar, sem kunnu meira og minna að fleyta sér, en ekki man eg til að þeir hefðu nokkru sinni með sér kappsund, og því ekki hægt að vita, hver skaraði fram úr eöa væri fljótastur. — Jón Stefáns- son (Þorgils gjallandi) var á- gætur sundmaður, enda sá eini á þeim árum í sveitinni, sem kendi sund, eða sem nú er kall- að, hafði námsskeið fyrir nokk uð marga unglinga sumarið 1874, og Baldvin sennilega ver- ið einn af þeim, því hann átti þá heima á næsta bæ, þar sem kent var. Það var í tjörn með volgu vatni í, og heitir hún Kálfstjörn, skamt norðan við bæinn í Vogum. Hinum andlegu hæfileikum Baldvins er eg ekki fær um að iýsa eins og skyldi, enda hafa aðrir gert það betur en eg gæti, enda eru nú bráðum 43 ár síðan samvistum okkar sleit. En eg set hér stutta, og að eg Banagustur af baðmi hygg Slögga mynd af því móti, bliknuðu iaufin siær. sem hans andlega upplag var steypt í: Baldvin hefir tekið ástfóstri við rímnakveðskapinn, og hins vegar æskustöðvarnar, því að hvorutveggja hefir öll hans hugs un verið helguð. Vísnasafn afa hans var ljóðaskóli hans, og í æsku kyntist hann ekki öðr- um skólaáhöldum, en fjöðurstaf, sótbleki og gömlum umslögum. Seinna hneigðist hann mest að rímnaskáldunum, og kvað í þeirra anda að miklu leyti. All-' — Ganga um grjót og fannir, ur þorinn af kveðskap Bald- j glímutök svelli á, vins heyrir því til ljóðstefnu j kappraun við kvikar hrannir, Þetta hygg eg að sé rétt lýs- ing, og þeir sem kynst hafa kveðskap hans, og þekkja fyrri tíðar anda og orðlag í skáld- skap, mundu álíta það sanni næst; og sýnir hvað hann hefir verið bæði fastheldinn og sér- stæður. Og í sambandi við þaö má geta þess, að líklega flest, ef ekki alt, sem hann orti, var í vísnaformi, bgeði lengri bragir og annað, og sýnir meðal ann- ars það, að hann hefir ekki á- litið það bráðnauðsynlegt að fylgja tímanum í því tilliti. En hvort það telst kostur eða ó- kostur, get eg ekki dæmt um, en er þó máske hvorttveggja. En fyrir þá sem ekkert liafa heyrt af vísum hans, set eg hér tvær vísur sem sýnishorn. Þær eru ^.ð vísu prentaðar í “Stuðla- málum II’’, en hér vestan hafs mun það rit vera í fárra hönd- um: Á ferð við Laxá. Elur söng og fæðuföng, frosta-spöng má þoka. Laxá ströng sín fetar göng; stanz er á öngum dropa. Mannabein. (Fundin á Raufarhóli, sem er örnefni í Mývatnssveit.) Það í leyni liggur svar, — lýðum einatt dulið: Varla beinin blásnu þar birta sveininn hver hann var. Það er víst að Baldvin fór mjög ungur að láta fjúka í hendingum, og við hlið ljóða- gyðjunnar gekk hann alla sína löngu æfi, og þó hann hafi má- ske stundum misboðið henni, þá er óhætt að segja, að oftar en hitt, hefir hún tekið hlýtt í hönd hans. Eg ætla að setja hér, um leið og eg enda þessi ummæli, eitt vers eftir eitt af okkar mætari alþýðuskáldum, Sigurbjörn Jó- hannsson. Finst það viðeigandi, því mér var það kunnugt að Sigurbjörn og Baldvin voru góð- kunningjar, og þó Baldvin muni verið hafa um 10 árum yngri, þá ólust þeir upp og þroskuð- ust báðir við lífssvið eldri tíma, sem voru gagnólíkir því, sem nú gerist, en þó eg segi þetta, er eg ekki að gera samjöfnuð á þeim sem skáldum: “Við orf og reku oft eg samdi kvæði, og yfir hjörð um sumar jafnt og vetur. En oftar þó í næturvöku næði, í næturkyrð sá andinn jafnan betur, þótt fyrir ljós mitt löngum drægi skugga í líki svölu hamhleypan á glugga. Th. SL • * * * BALDVIN STEFÁNSSON Mývatnsskáld Nöturt frá Námaskarði næðir úr morguns átt. Fauskar úr blásnu barði bresta og falla smátt. Glúpnar gljá-flötur lagar, geigur und fjallsbrún er. Stuttir og daprir dagar deyjandi hraða sér. Hvíla í frosnum faðmi flói og sund og bær. Fjörráðin kynja kvistum komandi tíminn bjó. — Skift hefir veru og vistum viður úr f«rnum skóg. Allmörg var íþrótt lagin öræfa seigum hlyn. Sækni við bók og braginn brá honum mjög í kyn. liðins tíma.” kafsund í Stórugjá. Dr. M. B. Halldorson 4411 Boyd UldK. Skrifstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er aTJ finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. TaUiml: 33158 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklg. Talsími 24 587 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsímt: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkddma og barnasjúkdöma. — A8 hitta: kl. 10—12 t h. 0g 3—5 e. h. Helmlli: 806 Victor St. Sfmi 28 130 Dr. J. Stefansson 216 NEDICAL AHTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingffnKn auftfna- eyrna nef- i>k kverka-ajúkdðma Er aTJ hitta frá kl. 11—12 t. h. og kl. 3—6 e. h Talxlmi: 21834 Helmill: 638 McMillan Ave 42691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖOFRÆÐINGAB á oðru gólfi 825 IVIain Street Xals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur að Lnudar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfreeðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. MOORE’S TAXI LTD. Cor. Donald and Graham. 50 Centn Taxl Frá einmm stat5 til annars hvar sem er í bænum; 6 manns fyrir sama og einn. Alllr farþegar á- byrgstir, allir bílar hitaóir. Sfml 23 806 (8 lfnur) Kistur, töskur o ghúsgagna- flutningur. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 884 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Xannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 Hæst var í hug og minni hátígin fjalla-snót. Hlúðu þau kærieiks kynni kvisti af Mývatns rót. Festa í barmi og beini batt hann við ál og skör. Hlógu við hárum sveini hellis-krik og vör. Vatnsborðsins leiftur-logar, lending við ey og strönd, . bláfjöll og bjartir vogar bundu hans fót og önd. Fjallsveitar ást og unað öllu hann hærra mat. Hirti ei um málai né munað, miðlað af öðru gat. Kveðin við raust var ríma, rökkri létti og hríð. Fræðf úr fornum tíma flutt hinum næma lýð. Hniginn er sonur sveitar, síðstur af eldra hóp. Andinn til ljóss þess leitar lífið er vakti og skóp. Hann, sem var fyrrum haldinn hlutgengur hvern í leik, ellinnar fönnum faldinn, fölnandi skar á kveið. — Gengur til grafar sinnar — goðheima þráir önd — leitandi lengra og innar, lentur á nýrri strönd. Bjartur var Baldurs nafna Brávöllur æsku-ranns. — Aldanna öldur jafna yfir minningu hans. Konráð Vilhjálmsson. Þessi vika hefir verið helg- uð þeim starfa að hreinsa og prýða bæinn. Er vér fórum vestur Sargent í dag sáum vér að slíkt getur aldrei ©rðið ann- að en hálfverk nema sumt af fólkinu sé flutt eitthvað burt. A. S. BARDAL selur Hkklstur og ann&st um útfar- lr. Allur útbúnaíur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarba og legstelna. 843 SHKRBROOKE ST. Pbone: 86 607 WINJÍIPHG HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 9. G. SIMPSON, 8.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 . Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANXING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 23 742 Heiiuiiis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— RskzsK and Fornltore HotIk 762 VICXOR SX. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. tslenzknr liigrfrieöliiKur Skrlfstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tal.fml: 28 88» DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKMR 614 Somernet Block Portage Avenae WINNIPEO BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stillir Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alverstone St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.