Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 27. APR. 1932' llicrmskrín^la (Stofnuð 18861 Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITQR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is publLshed by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 27. APR. 1932 ÞJÓÐEIGN BANKA Af öllum þeim hugmyndum er fram í dagsljósið hafa vappað- og við koma lækningu á núverandi viðskiftakreppu og atvinnuleysi, virðist engin hafa hlotið annan eins byr í seglin í almenningsálit- inu, og hugmyndin um að gera banka landsins og það sem talað er um sem peningavald, að þjóðeign. í fljótu bragði má búast við að mörg- um virðist þetta álit manna fjarstæða. Við rækilega íhugun þess, sem ritað hefir verið um hag þjóðanna, hefir mönnum ekki dulist það, að starfsiðja öll í þjóð- félaginu, hvílir á peningavaldinu. Mönn- um getur oft fundist, sem þessi eða hinn viðskiftamaðurinn, hafi leikið sig grátt, að bæði vöru og fasteigna kaupmaður- inn hafi selt sér vöru sína of dýru verði, eða þessi og hinn hafi snuðað sig. En eins fyrir það ber alt að sama brunni með það, að viðskiftareksturinn hvíli á því, hvað auðvelt er> að fá starfsféð, til þess að reka hann með. Verksmiðju- iðnaöur allur og í raun réttri athafna h'fið alt fer einnig eftir þessu. Þegar auðvelt er um peningalán, þá eru bæði iðnaður, verzlun og önnur fyrirtæki rekin með fjöri. Þá segjum vér að séu góðir tímar í landi. Þegar erfitt er um lán, bregst ekki að tímar eru aftur slæmir. Þetta vita allir að fer saman. Af þessu er nú þessi skoðun manna sprottinn, að það sem í raun og veru skapar “góða” og “vonda" tíma, sé pen- ingavaldið. Og sé það sannleikur, á peningavaldið ekki litla synd sér á baki fyrir þá tíma, sem menn um allan heim eiga nú við að búa. • En svo væri nú ef til vill óréttlátt að segja, að peningavaldið eitt, sé orsökin. Fyrirkomulag framleiðslu og viðskifta, stendur vissulega til bóta í ýmsum grein- um. En miklar breytingar á því munu þó koma í baga við stefnu eða fyrir- komulag peningavaldsins, svo að miklu erfiðari eru vegna þess en nokkurs ann- , ars. Að helztu orsakir hinna erfiðu tíma, séu peningavaldinu að kenna> virðist því ekki vera neitt ofmælt. En nú veit eg að menn spyrja: Hvem- ig má það ske, að peningavaldið fái svona miklu áorkað til góðs eða ihs? Hér skal ekki lagt út í þá sögu farið, en aðeins minna á það, sem mergurinn er málsins. Bankar og peningavaldið um allan heim ákveður ávalt, hvað mikið fé skuli vera í veltu eða umferð á þessum tíma eða hinum. Þetta svokallaða veltu- fé, er féð, sem áætlað er til ýmsrar starí- semi í þjóðfélaginu. Þegar það er tak- markað eða lítið, hnekkir það eða dregur úr athafnalífinu. Það byrjar sem blærinn. Bankarnir hætta að veita lán til þessa fyrirtækis fyrst og síðan til hins næsta, og svo koll af kolli, þar til athafnalífið er statt úti í þeim stormi, sem nú er t. d. orðin raun á. Ein stofnun verksmiðjuiðn- aðarins legst þá útaf eftir aðra og við- skiftastofnanirnar hranndrepast, eins og flugur á frostnótt. Atvinnuleysi og við- skiftafár fer þá í hönd. Þetta er ekki neinn útópískur skilningur á þessu. Það er skilningur eins af stjóraarnefndar- mönnum eins stærsta bankans í Can- ada. Hann lét þá skoðun í ljós í Montreal s.l. haust, að bankar hefðu ekki áætlað nóg fé til þjóðfélagslegrar starfsemi, og að af því stafaði kreppan nú mest- að hans áliti. Hann átti auðvitað við pen- ingavald heimsins, en ekki neins sér- staks lands. En nú má spyrja, eins og næst liggur fyrir, hvað til kemur, að peningavaldiö hagar sér svo. Er það ekki eins og aðrir að tapa á kreppunni? Svo mun mörgum finnast að hljóti að vera. En svo ótrú- Iegt, sem það getur virst, er það að auka kaupgetu peninga sinna meira með henni en sem svarar rentutapi þeirra af að lána þá ekki út. Sú kaupgeta vex með því, að vörur og eignir lækka í verði. Pen- ingavaldið er því að bera eins mikið úr býtum á þessum krepputímum, sem öðr- um betri tímum. En kreppan hefir þá þýðingu auk þessa, í augum þess, að halda reglu á framleiðslu, svo að hlut- föll hennar verði ekki þau, að hnekt geti auðskaparstefnu þess, sem það auð- vitað kærir sig ekki um að breyta- því það lifir sæmilegu lífi á hénni, eins og það nú er. Óttinn, sem stundum gýs upp út af of mikilli framleiðslu, á rætur að rekja til þessa oftast nær, en ekki hins að henni yrði ekki torgað. Ef hún yrði of mikil og allir yrðu hennar aðnjótandi, þá er miklu hættara við jafnverði á eign- um og vörum. Menn þyrftu þá ekki að tapa eignum sínum eða selja þær á hálf- virði annað veifið. En eignirnar eru sann- virði peninganna. Haldist þær ávalt 1 sama verði, eða lækkuðu aldrei, væri ein aðal tekjulind peningavaldsins úr sögunni. Það kipti með öðrum orðum fótunum að nokkru undan velgengni þess, og um leið undan því fyrirkomulagi, sem hvert þjóð- félag á nú við að búa, því stefna pen- ingavaldsins er undirstaða þess. Af því sem nú hefir sagt verið, sést hvílíkt ógnarvald að peningavaldinu er upp í hendur lagt í þjóðfélaginu. Það þarf því> engan að furða, þótt spurt sé, hvort að það sé nú affarasælt að það vald sé í annára höndum, en þjóðanna sjálfra eða stjórnanna. Eftir nútíðar hugs- unarhætti manna í þjóðfélagsmálum, mun það eðlilegra þykja, að einstaklingar fari ekki með það vald. En þá vaknar aftur sú spurning, hvort nokkuð betur mundi takast þótt það væri í höndum stjórnanna. Eins og allir vita, er oft lágt í kosningasjóði þeirra. En við því liggur beinast það svar, hvort ekki geti farið svo, að einmitt þetta vald verði ekki til þess, að flokksstjórnir eins og við nú þekkum þær, hyrfu úr sög- unni, en að starf þeirra yrði í þess stað einungis hagfræðilegt. Að í stað stjórn- málaflokkanna kæmi hagfræðinefnd til skjalanna, sem tögl og hagldir hefði á stjórnarframkvæmdum, sem flokkstjórn- ir nú hafa? Það er hagfræðispursmálið, sem fyst og síðast kemur til greina- er um stjórn þjóðfélagsins ér að ræða. En meðan peningavaldið er í höndum ann- ara stofnana en stjórnanna, kemur hag- fræðin í insta skilningi, stjórnarstörfun- um mikið minna við en ætla mætti. Það vrðist oft og tíðum standa á sama, þó að vesalings stjórnirnar brjótist um á hæl og hnakka. Þær reynast býsna at- kvæðalitlar, fari þær í aðra átt en þá, sem peningavaldið stefnir. Við tölum stundum með opnum munninum, eins og menn segja, um stjómir, um iðnrekend- ur, um viðskiftareksturinn og allar mögu legar athafnir Péturs og Páls í þjóðfélag- inu, og finst að þeir séu að beita okkur órétti. En við gætum sjaldan hins, að þetta alt er svo rígbundið peningavald- inu, að það er ekkert ofmælt um það, að það verði að sitja og standa eins og það vill. Hér skal ekkert farið út í þann hagn- að. sem því er samfara fyrir einstaklings- stofnanir, að hafa peningavaldið í hendi sér. Það eiga, eins og Emerson sagði, allir heimting á því að verða ríkir, það er að segja, svo orð hans verði ekki mis- skilin, að svo mikið er til að læra og sjá í þessum heimi, er göfgað geti manninn, að hann þarf að verða ríkur, til þess að geta gætt anda sínum á því, og með því auðgað sálina og orðið í fylstu merk- ingu andlegt mikilmenni, eins og hann álítur hverjum manni ætlað að verða. Raunin hefir nú ef til vill oft orðið önn- ur en sú af auðssöfnuninni. En alt um það, væri þjóðinni eða stjórninni hagur- inn ekki of góður af rekstri eða stjórn peningavaldsins. Maður gæti unnað stjórn inni hans alveg eins og bönkunum. En það sem mestu máli skiftir. er hvert stefnir með þetta vopn í hendi. Væru ekki meiri h'kur til að peningavaldið í höndum þjóðarinnar yrði fremur notað til þess, að gefa starfi þjóðfélagsins þá festu, sem nauðsynleg væri til þess, að verðið á starfsframleiðslunni, eða eigin- lega eignum manna í þjóðfélaginu í hvaða mynd sem eru, yrði jafnara, en hryndi ekki niður í ekki neitt, þegar minst varði, eins og það nú gerir? Vér sjáum ekki betur en að þjóðfélagið hlyti að hafa aðrar aðferðir en þær, að skapa kreppu, til þess að halda rás athafnalífs- ins i jafnvægi. Framfarirnar ættu að verða í höndum þess á svo traustum grundvelli lagðar, að smátt og smátt væri óhætt að byggja ofan á hann. Nú er þetta alt í lausu lofti bygt hjá þeim, sem peningavaldið fara með. Þeir hafa aðeins trygt sjálfa sig fyrir öllum afföllum, en ekki horft neitt í það, hvað það kostar samþegna sína. Þetta vita borgararnir nú orðið af dýrkeyptri reynslu. Peninga- valdið í höndum einstakra manna- hefir eins og mörg önnur stór auðframleiðsla í þeirra höndum, brugðist því hlutverki, að verða við sanngjörnum kröfum þjóð- félagsins. Þess vegna er' sú hugsjón ávalt að festa víðtækari og dýpri rætur í hug- um manna, að öll slík fyrirtæki séu bezt komin í höndum þjóðfélagsins — stjórna þess, smárra eða stórra. Þess vegna eru mörg af stærstu fyrirtækjum bæja rekin með þjóðeignarfyrirkomulagi. Þess vegna er og póstflutningur um allan heim rek- inn með þjóðeignarfyrirkomulagi, og sem reynst hefir eitt hagkvæmasta fyrirkomu- lagið, sem til er á nokkru fyrirtæki 1 nokkuru þjóðfélagi. Blaðið Manitoba Free Press er um þessar mundir að heita verðlaunum fyrir bezta svarið við því, hveraig leyst verði úr kreppunni. Það virðist ávalt líta svo út, að menn haldi. að kreppan sé eitt- hvert yfirnáttúrlegt fyrirbrigði og hafí rignt yfir heiminn úr heiðríku lofti, eins og Eyrbyggja segir að hafi gert, þá Þór- gunna galdrakind var grafin. En krepp- an er ekkert þvílíkt og orsakir hennar eru hagfræðingum ljósar, þó okkur kunni að vera duldar. En ef samt værí nú á það hætt að svara spurningu blaðsins, teldum vér bezta ráðið til að leysa úr kreppunni vera það að stjórn þessa lands tæki yfir til starfrækslu banka og pen- ingavaldið. Það spor eitt, ef stígið væri, mundi fara nærri um að stemma á að ósi. UPPGJÖF STRÍÐSSKULDA. Alfred Smith, sá er sótti um forseta- kosningu í síðustu kosningum í Banda- ríkjunum, undir merkjum sérveldismanna (Democrats), og enn sækir um tilnefn- ingu, lætur einskis ófreistað á atkvæða- veiðum sínum, enda mun ekki af veita, því Roosevelt, ríkisstjóri í New York, kvað enn á undan honum, og er að flestra dómi talinn líklegur að verða forsetaefni flokksins. Fyrir skömmu lýsti Smith því yfir, að hann hefði tekið upp á stefnu- skrá sína eitt nýtt mál, sem álitið er nú mjög mikilsvert og það eina nauðsynlega til þess að ráða bót á böli heimsins. Þetta mál er uppgjöf stríðsskuldanna. Til þessa hefir það ekki verið Ijóst- hvar almenningur í Bandaríkjunum stend ur í þessu máli. En líklegast er honum ekki svo ant um það mál, að það vinni Smith mjög atkvæði. Blöð og stjómmáJa- menn og almenningur talar oft svo í Canada, og þá ekki síður í Evrópu, sem nauðsyn beri til að strika stríðsskuldirn- ar út. En eftirtektarvert er það, að þeir sem drýgst um þetta tala, eru ekki þeir sem gefa upp mikið af skuldum. Þannig virðast Evrópuþjóðirnar, sem uppgjöf skuldanna eru hlyntar, ekki neitt vilja leggja í sölurnar fram yfir það, sem Bandaríkin gefa þeim upp af skuldum. Það er því með öðrum orðum ekkert. Og það væri ekki ólíkt, að eins væri með almenning, sem málinu er fylgjandi, ef uppgjölf skulda næði t. d. til allra skulda, og þær snertu hann eitthvað. Ver erum hræddir um að alvaran sé ekki meiri í þessu máli en þetta, og að Smitli græði ekki mikið á að hafa bætt því á stefnuskrá sína. Auðvitað hafa allir lært í “Faðir vor” setningarnar: “og Ifyrirgef oss vorar skuldir. svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldunautum”. En ætli að það fari ekki fyrir flestum, er til efndanna kem- ur, eins og segir í niðurlagi í einni vísu í Kerlingamálum, eftir Árna Sigurðsson frá Skútum: Það ollir mestum þrautum, þar svo berlega tér, að skjótt vorum skuldunautum skulum forláta vér. í HVORN STRENGINN Á NÚ AÐ TAKA? Eftir skýringu R. B. Ben- netts í sambandsþinginu um afstöðu stjórnarinnar í Spari- sjóðs-bankamáli Manitobafylkis vita blöðin Manitoba Free Press og Winnipeg Tribune ekki, i hvorn strenginn þau eiga að taka. Þau skrifa bæði greinar um málið, auðvitað til réttlæt- ingar málsta'ð sínum, en hann i var sá, að Bennett væri um fali bankans að kenna. Er auðsjá- anlegt á greinum þessum, að blöðin hafa hlaupið á hunda- vaði með staðhæfingar sínar, en er hvorugt nógu drenglynt til að kannast við það. Sögu- burðinn á þess vegna að reyna að klóra yfir, svo að það kom- ist ekki upp, að þau hafi verið að fræða lesendur sína um það, sem þau ekki vissu. Þetta nær til þess. er blöðin hafa frá eigin brjósti lagt til málsins. Fréttirnar, sem þau hafa að öðru leyti flutt um það, eru nærri sannleikanum, þótt sumar hafi þær einnig verið litaðar. Það er samt vert að við- urkenna. En það er í ályktun- um sínum, sem blöðunum hefir skeikað, ef þar hefir ekki blátt áfrarn verið að ræða um stjórn málaafstöðu. En hún getur einnig verið ástæða fyrir stefnu þeirra í sparisjóðs bankamál- inu. Þá reyndi og forsætisráðherra J. Bracken á fylkisþinginu ný- lega, að gera frásögn forsætis- ráðherra R. B. Bennetts ólík- indalega með því að segja, að hann (R. B. B.) hefði misskil- ið sig, er hann fór fram á aö sambandsstjórnin styrkti bank- ann! “Já, eflaust er margt, sem misskilið er,’’ stendur þar. En leiðrétting þessa misskiln- ings kemur heldur seint frá Mr. Bracken, til þess að ætla að hann hafi álitið hann hættuleg- an, þegar samtalið fór fram. En svo er nú ef til vill ekki til þess takandi- þó Bracken hafi ekki átt gott með að tala feimnislaust um mál sparisjóðs- bankans, né blöðin heldur eft- ir frumhlaup þeirra. Það má auðvitað hver og einn halda það sem hánn vill um það, að forsætisráðherra John Bracken sé logheitur þjóðeigna- sinni, en næsta ólíklegt þykir oss þó að hann sé það í banka- málum, fremur en öllum öðr- um málum. Út í sögu hans í þeim efnum ætlum vér þó ekki að fara hér. Það væri bezt að City Hydro, þjóðeignar-rafkerfi þessa bæjar segði einn þátt hennar. Einnig væri óskandi aö rannsóknarnefnd þingsins í máli sparisjóðsbankans mintist við bentugleika á, hvaða áhrif það hefði haft á velferð bankans, að fjárhirzla fylkisins lánaði um átta mUjónir dala úr honum. Oss virðist sem það hafi getaö haft eins mikil áhrif á hag hans og það, sem conservatív bóndi úti í sveit sagði um bankann. Oss virðist að menn ættu að vera vongóðir um það, að hægt sé að komast fyrir sannleikann um orsökina að hruni spari- sjóðsbankans, þótt stjórnend- unum sjálfum virðist hún ekki ljósari en það, sem tekur við eftir þetta líf. Mannsandanum eru engin takmörk sett. Hann þreytist aldrei á að skygnast inn í ósæið og hið dularfulla, og leiða nýjar staðreyndir það- an í ljós. Ætli að þetta banka- hrun verði eini huliðsheimur- inn, sem honum verður ekkert ágengt í? Leikurinn “Tengdamamma”, sem sýndur var í sal Sambands- kirkju í gærkvöldi var vel sótt- ur og áhorfendumir skemtu sér hið bezta. Svo margt er fynd- ið og skáldlega fyrirkomið í leik þessum, að hann ættu all- ir íslendingar að sjá. Leikend- urnir leystu ágætlega verk sitt af hendi. Leikurinn verður end- urtekinn í kvöld (miðvikudag). í fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s. nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — í>ær eru til sölu i öllum Iyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá. Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. FRELSISFÓRNIN Á RÚSSLANDI Eftir James H. Hart: G. Árnason, þýddL Mr. Hart er einn af fyrirles- urum Ethical Culture félagsins í Bandaríkjunum. Fyrirlestur þenna flutti hann fyrir þeim félagsskap í New York og Phila- delphia, og er hann. prentaður í mánaðarriti félagsins, “The Standard.”—Þýð. I. Þeir, sem hafa lesið hina frægu skáldsögu eftir Dostoi- evsky. “Draumur hlægilega mannsins”, (The Dream of a Ridiculous Man), munu minn- ast þess, að hann dreymdi um jarðneska paradís. Það var ör- vænting hans, sem orsakaði þessa fögru sýn. Áður en hann dreymdi drauminn, gekk hann um og sagði, að á sama staði um alt; hann hafði reynt að telja sjálfum sér trú um, að svo væri. Og afleiðingin af því varð sú, að hann, á undar- legan hátt, fór að halda, að heimurinn, með allri sinni harð neskju og þjáningum, ætti sér hvergi stað nema í hans eigin heila. Dauði hans hlaut þess vegna að verða endir alls. Hon- um kom til hugar, að svifta sjálfan sig lífi- og láta alt sökkva niður í tilveruleysi. Og, svo var það eitt kvöld, að hann hélt heim til sín, með þeim ásetningi að eyðileggja sjálfan sig og heiminn. En á leiðinni heim þreif stúlkubarn í hann og bað hann um hjálp. Hann hristi barnið hranalega af sér* en hann gat ekki gleymt því~ það ónáðaði hann, þar sem hann sat í herbergi sínu og handlék skammbyssuna, sem hann hafði keypt. Hugsanir hans ruddust fram og skullu eins og öldur á hinu hræðilega viðfangsefni mannlegra þján- inga. Svo sofnaði hanq og dreymdi drauminn. Draumurinn er of langur til þess að hann verði endursagður hér. Maðurinn var þrifinn upp úr gröf sinni af einhverjum miklum og ógurlegum mætti,. sem sveif með hann gegnum myrkt og ókunnugt regindjúp rúmsins og setti hann svo að lokum aftur niður á jörðina. En jörðin, sem hann stóð nú á, var alt öðru vísi en sú jörð, sem hann hafði þekt áður. Einhver hátíðlegur dýrðarljómi hvfldi yfir öllu, rétt eins og einhver mikill og heilagur sigur hefði verið unninn. Aldrei hafði hann séð slíkt loft, slík blóm, slíka fugla og tré! Aldrei hafði hann ímyndað sér, að jafn vingjarn- legt og fagurt fólk gæti verið til! Og nú skyldi hann, hvern- ig í öllu lá: Þetta var jörðin. ó- flekkuð af syndafallinu, það var — paradís . . . . Og sagan held- ur áfram að segja frá, hvernig hann í draumnum eyðilagði þetta hamingjunnar heimkynni og reyndi svo að skapa það aft- ur. Og fólkið, sem hann reyndi að fá til þess, að hverfa aftur-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.