Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 27. APR. 1932 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA til síns fyrra sælulífs, hélt að hann væri vitlaus. Þá vaknaði hann og fann einhverja óum- ræðilega sælutilfinning streyma um sig. Hann sá skammbyss- una, sem lá hlaðin á borðinu fyrir framan hann, og hann ýtti hennri frá sér, því nú vildi hann lifa — nú varð hann að lifa, til þess að breiða út alstaðar þessa nýung, sem hann hafði fundið: hinn eilífa sannleika, að menn- irnir geti eignast jarðneska para dís, að sæla og fegurð geti orðið hlutskifti þeirra, án þess að þeir verði óhæfir til að lifa á þessari jörð. II. Þessi draumur um hina jarð- nesku paradís, er engin undar- leg hugarsmíð skáldsagnahöf- undarins. Draumurinn tilheyrir hinni rússnesktr þjóðarsál; hann er þjóðararfur, að kalla má. Og draumurinn er ekki sérkenni hinnar rússnesku þjóðar. Fyrir mörgum öldum dreymdi Gyð- inga um slíkt sæluríki. Stundum bjuggust þeir við að það kæmi á þenna hátt, stundum á ein- hvern annan. En hin ákafa von og eftirvænting þess brunnu öldum saman í brjósti ísraels Og hversu djarflega börðust þeir ekki stundum fyrir komu ríkisins! En aldrei átti það aö hepnast, að það kæmi. Rússar hafa líka vænst lausnar. — Draumur þeirra var afleiðing hinnar hörðu og miskunnar- lausu kúgunar. sem þeir urðu að þola. Hann var jurt, sem óx í hinum raka og fúla jarðvegi harðstjórnarinnar, gróður, sem var nærður og vökvaður af erf- iðri reynslu, er var sameigin- leg eign þeirra margra. Maður þarf ekki annað en að lesa lítið eitt í sögu sértrúar- flokkanna rússnesku, til þess að sjá, hversu ljós og lifandi þessi draumur er og var. 1 Úral-hér- uðunum t. d. er til sértrúar- flokkur, sem er nefndur “bæn- arlausi flokkurinn’’. Hann reis upp skömmu eftir að bænda- þrælkuninni var létt af. Órétt- lát skifting landsins var aðal- óánægjuefni hans, og þeir, sem tilheyrðu honum, neituðu að borga skatta. Þegar prestarnir tóku málstað landeigendanna, ráku þeir þá af höndum sér. Þeir lokuðu einnig kirkjunum, því þeir sögðu, að guð væri al- staðar, að helgimyndir (ikons) væru ekkert nema málaðir trjá- bútar. að föstuhald væri hjá- trú, heilög ritning klaufalegur samsetningur göfuglyndra manna, og að Kristur hefði verið maður og manns son. í sömu héruðum er til ann- ar sértrúarflokkur, sem nefnd- ur er “flokkurinn, sem ekkert borgar’’. Þeir, sem tilheyrðu honum, sögðu, að guð hefði ekkj skapað toUheífmtumenn. Það var því ljóst, að þeim fanst, að tollheimtumenn hefðu verið skapaðir af djöflinum. Og þeim kom ekki til hugar að fara að greiða djöflinum skatta. Þeir sögðu að það væri rangt og ilt að halda upp ríki og kirkju, því að þær stofnanir væru illar, eins og tollheimtumennirnir. — Sumir þeirra lögðu niður skírn- arnöfn sín, fóru um og trufl- uðu guðsþjónustur og æstu menn upp á móti prestastétt- inni. — Aðrir uppreisnartrúar- flokkar hvöttu menn til að ráðast á landeigendurna og efu- aðri stéttirnar, alt veraldlegt og kirkjulegt vald. vegna þess að það heyrði til ríki djöfuls- ins. Kristindómurinn sjálfur, sögðu þeir, væri heiðinglegur. Þeir skoðuðu það skyldu sína að berjast fyrir friði, bræðralagi allra manna, heimsmáli og af- námi keisarans og allrar hans ættar. Sem eðlilegt var um slíka flokka, er mynduðust meðal fá- tækra, mentunarlausra og kúg- aðra manna, tóku þeir stundum upp ýmsa undarlega og öfga- fulla helgisiði, trúarskoðanir og venjur. Það er ekki unt að nefna nema örfáa af öllum þeim fjölda, svo sem mjólkurdrykkju- mennina, hýðingarmennina, pín ingarflokkinn og eldskírarana. Allir þessir flokkar höfðu um hönd viliimannlega og ofstæk- isfulla siði. Lýsingarnar af þeim eru næsta ótrúlegar. Hin kvaia fullu skilyrði, sem sett voru þeim, er vildu gerast meðlimii þeirra, eru svo ruddaleg. að mestu furðar, að nokkrir menn skyldu þola þau. En hversu ó- líkir sem þessir flokkar eru inn- byrðis, hversu hrottalegar sem trúarjátningar þeirra eru, þá er draumurinn sanneiginiegur þeim öllum. Hið gamla mann- félagsskipulag átti, á einhvern hátt, að h'ða undir lok og braut- in að verða gerð bein fyrir sæluríkið, sem átti að blómgast á þessari jörð. Guð skapaði mennina til að vera bræður, en mennirnir hafa sett upp alls konar hindranir og hafa leitt yfir sig hræðileg bágindi, hung- ur og blóðsúthellingar. Keisar- inn, landeigendurnir og allir aðrir, sem halda uppi hinu gamla skipulagi og hafa sölsað undir sig hingr mikiu eignir, eiga að sópast burtu, svo að roðað geti af hinum nýja og blessaða degi. Þessi sæluríkis-draumur náöi afar mikilli útbreiðslu. Það hef- ir verið áætlað, að tala þeirra, sem heyrðu til hinum ýmsu sértrúarflokkum. nemi hér um bil einum þriðja hluta alirar rússnesku þjóðarinnar. Og áhrif þeirra náðu enn lengra; þau þrengdu sér upp á við, þar tii þau náðu að setja einkenni sín á gömlu skynsemisstefnu menn- ina, byltingarsinna og jafnvel jafnaðarmennina. Stefna sér- trúarflokkanna og jafnaðar- stefnan runnu saman í mörg- um atriðum. Og hin gamla von og draumsjón vara fram á þennan dag. Líti maður í hina ágætu bók, New Russia’s Pri- mer, verður maður þeirra var á hverri blaðsíðu. Síðasti kapí- tulinn á að verða brot úr bók, sem er rituð að fimtíu árum liðnum. “Fyrir fimtíu árum,” segir höfundurinn, “lifðu menn hræðilegu lífi.”. Og börnin skilja, að hann á við það iíf, sem fólk í Rússlandi lifir nú — á við hin dimmu, offyltu húsakynuni þess, hið hálf-villi- mannlega líf þorpsbúanna, hina þunglamalegu og heimsklulegu stórbæi, og hinar enn þung- lamalegri og heimskulegri hugs- anir. Höfundurinn getur lýst hlut- unum eins og þeir eru og ó- vægilega, vegna þess að hann hefir aðra mynd til þess að sýna börnunum. “En nú erum við að koma á jafnaðarmensku” segir hann, “og með tímanum munu allir verða hraustlegir i útliti, húsin með stórum og mörgum herbergjum, leikhúsin verða til handa öllum og söng- skemtanir og skólar; verksmiðj- urnar verða þrifalegir og skemti legir staðir fyrir alla, sem vinna í þeim, og vélarnar eiga að létta byrðunum af herðum þeirra, er svo lengi hafa borið þær. Hinar stóru borgir verða færðar ut, svo að þær verði ekki lengur fólki til ama og truflunar. — Mannlífið verður þannig grund- vallað, að allir, en ekki aðeins þeir, sem vel eru settir, munu geta fundið til fagnaðar af aö lifa, munu geta notið skemt- ana og eignast þekkinguna.’ Á bak við þessa fallegu mynd er gamli rússneski draumurinn. Stjórnendur Rússlands eru nú að reyna að láta hann rætast á sinn hátt. “Hvað sem segja má um skoðanaþvingun og skerðingu einstaklingsfrelsis- ins,’’ segir einn höfundur, Counts- sem ritað hefir um Rússland, “þá er nú að finna í Rússlandi hugsjónir og knýj- andi þrá eftir bættum kjörum manna, sem eru í einkennilegri mótsögn við trúleysið á mann- göfgið, sem er svo útbreitt í Bandaríkjunum.’’ Samkvæmt skoðunum hans, eru Rússar að reyna að gi*undvalla nýtt þjóð- félag, þar sem hreyfimáttur alls iðnaðar er félagsleg þörf í stað gróða, þjóðfélag, þar sem bölv- un Edens verður um allan ald- ur lyft af sál konunnar, og þar sem að jöfnuðurinn á að sam- eina allar kynkvíslir og þjóðir í eitt bræðralag. Flokkurinn, sem fer með völdin, hefir nátt- lirlega sínar sérstöku ófrávíkj- anlegu kenningar og stjórn- málalegu trúarjátningu, en hin raunverulega undirstaða hreyf- ingarinnar er ekki flokkskenn- ingarnar og hin stjórnmáialega trúarjátning, heldur undirstaðan sem er undir öllum slfkum hreyfingum — draumar og von- ir fólksins, sem þráir farsælla h'f. III. Eg vil taka það fram, að eg er mjög mikið hlyntur slíkum vonum og viðleitni. Eg er Rúss- um hjartanlega sammáJa- að svo miklu leyti sem þeir eru að umskapa þjóðskipulagið i landi sínu þjóðinni til gagns. Það eina, sem veldur vafa í huga mínum er það, hvort þeir gera það skynsamiega og hversu gagngerð breytingin er. Og þann vafa er erfitt að kveða niður, en hann er ekki í and- stöðu við það, sem eg hefi sagt. Ef Rússum hepnast t. d. að gera verksmiðjuiðnaðinn að almennu og vel stjórnuðu þjóðnytjafyrir- tæki; ef þeir geta gert peninga og viðskiftatraust að verkfær- um í almennu velferðarstarfi; ef þeir geta nálgast viturlegri framleiðslu og neyzlu, svo að fólk geti lifað frjálst í stað þess að vera háð sífeldri hagsmuna- breytingu — hvílíkt afrek gætu þeir þá ekki sýnt? Og það sem meira er um vert, geti þeir og börn þeirra lært að skilja, að í mannfélagi, þar sem heilbrigt vit ræður, eigi maðurinn sjálf- ur að vera mest metinn, en peningar, eignir, framleiðsla, lög og stjórn minna, þá hafa þeir gert nokkuð til að bjarga oss frá vorri háskalegustu villu. En hversu samhuga sem mað ur kann að Vera einhverri hug- sjón- má maður ekki samþykkja í blindni alt, sem kann að vera gert í hennar nafni. Hugsjónin er eitt, útskýring hennar og út- færsla eru annað. Því miður er afar erfitt að gera sér rétta grein fyrir ástandinu í Rúss- landi. Stjónarbyltingin þar var svo stórfeldur og margþættur viðburður, að jafnvel þeir, sem bezta aðstöðu hafa, eiga bágt með að átta sig á henni. Og vitneskja sú, sem vér eigum völ á, er að minsta kosti vafasöm. Hundruð af einskis nýtum bók- um, hafa verið ritaðar um bylt- inguna; og ef til vill eru þær bækur, sem vér reiðum oss mest á, líka einskis nýtar. En ennþá alvarlegri erfiðleika er að finna hjá oss sjálfum. Vér erum svo fordómsfullir, kreddu- fastir og fyrirfram skoðana- bundnir, að hugmyndir vorar um byltinguna verða líklega fremur skýringar á vorri eigin fortíð heldur en á hreyfingunni sjálfri. Vér vitum allir hvaða augum íhaldssamur Vesturlanda maður lítur á byltinguna: hún er frábrugðin því sem hann hefir átt að venjast, og þess vegna er hún til bölvunar. En hinir svonefndu róttæku menn eru oft engu betri, heldur verri. þegar til þess kemur að hafa óhlutdræga skoðun. Þegar sam- hygð er vakin, gleymist það, sem greinir sundur. Þeir sem eru byltingunni meðmæltir, lofa hana jafn-hugsunarlaust og hin ir fordæma hana. Hvorirtveggja hugsa eins, þó að þeir leggi á- herzlu á tvær gagnólíkar nið- urstöður. íhaldssamir menn út- húða Rússum fyrir að gera það, sem þeir mundu hjartanlega samþykkja, ef það væri gert af mönnum úr þeirra eigin flokki; og mótstöðumenn þeirra bera að sínu leyti jafn-mikið lof á Rússa fyrir aðfarir, sem þeii myndu óspart skamma hjá ka- pítalistunum heimafyrir. IV. / En séum vér sæmilega óhlut- drægir, hljótum vér að veita athygli, að viðburðir, sem valda efasemdum, eru að ger- ast í Rússlandi. Lífinu hefir öllu verið umturnað þar. Það er mjög fátt af því eldra, sem ekki hefir farið úr skorðuni eða er í upplausn þar. Breyting- arnar eiga sér stað í félagslíf- inú jafnt sem á hagsmunasvið- inu. Mörgum meðal vor er þetta gleðiefni. Þeir segja oss óspart frá gæðum þeim, sem breytingarnar hafi í för með sér. Og víst er úm það. að þau eru veruleg og sönn; á móti því er ekki unt að mæla. En vér ættum stundum að virða fyrir oss vandræði þau, sem fyigja þeim, því þau eru líka veruleg og liggja í augum uppi. Það er ekki unt að gerbreyta skyndilega lífsháttum mikils fjölda manna, án þess að það orsaki mikla truflun. Þessar breytingar á þjóðskipulaginu gera meira en aðeins að eyði- leggja hið gamla hagsmunalega og stjórnmálalega fvrirkomulag, þær raska viðteknum lífsvenj- um mikils fjölda fólks, slíta það frá siðum og aga, sem margra alda gömul venja hefir gert því tama, og orsaka upplausn fornra einkenna, hugsunar- og sálarlífs. Þessari hlið hins nýja lífs á Rússlandi er vel lýst í bókum eins og Humanity Uprooted og Red Bread eftir Hindus. í Red Bread er byltingunni í dag- lega lífinu í þorpunum einna mest lýst. Umræðumar, sem þar er sagt frá, voru teknar : niður orðréttar, og þær lýsa mjög vel hugaræsingi bænd- anna nú á dögum. Stundum er sagt frá spaugilegum atvikum, sem gera nokkra tilbreytingu á þenslu skapsmunanna. Þeir, sem hafa lesið bókina, munu minnast þess- að á einum staö er sagt frá því, að í eitt sinn, er þorpsbúar voru að ræða með miklum ákafa um efnið, sem þá var efst á baugi — sameign- ar búgarðinn — bar konu nokkra þar að. Hún er í háöi kölluð málsvari hfnnar nýju búnaðaraðferðar, en hún er ekki sein á sér að neita því að hún sé það. “En það er þó eins og að lifa í paradís að vera á sameignar-búi, frænka,’’ segir einhver. “Já, auðvitað er það eins og paradís,’’ svarar hún ekki mjúk í máli; “að lifa eftn klukkunni, það er þeirra para- dís. Þeir fylgja klukkunni 1 stóru og smáu,” segir hún við Hindus. “Þeir fara á fætur, þegar kiukkan hringir, eta- þeg- ar klukkan hringir, sofna þeg- ar klukkan hringir og berjast, þegar klukkan hringir. Ef klukk an skyldi bila, verða þeir í vandræðum, eins og hænuung- ar, sem hafa vilst frá mömmu sinni. Já, þvílíkt þó líf! Alt er fyrirskipað. í gær gerði eg ekki handtak. Mig langaði til að hvíla mig og eg hvfldi mig og eg borðaði meira en eg var vön — fimm sinnum meira. Já, eg borðaði fimm sinnum. Og það gat enginn bannað mér þaö. En hvernig hefði eg getað tekið mér hvfld á sameignarbúi, þó mig hefði langað til þess? Eg hefði orðið að bíða eftir klukk- unni, áður en eg hefði getað borðað þar fimm sinnum nema að klukkan hefði hringt fimm sinnum.” Raunalegri en þetta eru af- Ieiðingar hinna skjótu breyt- inga, eins og þær birtast í frá- sögnum þeirra manna, sem með stjórnarskipun voru gerðir að stéttar-óvinum. Sumir þorpsbú- ar höfðú verið teknir burtu úr þorpunum, eftir því sem Hin- dus var skýrt frá. Hann nefnir sem dæmi föður eins “rauða” hermannsins. Hann var fátækur í æsku. Þegar faðir hans dó, fékk hann fimm til sjö ekrur af ættar-óðalinu. Hann giftist og eignaðist fimm börn. En hann var óheppinn í öllu; skepnum- ar hans drápust og húsin I því Við leiðið Það verður oft úrlausn á andvöku-fundum í ástvina grafreit að verja þeim stundum. Þar sá eg um húmblikað hánæturskeiðið sig hjúfraði kona við síðasta leiðið. Eg vissi að hún bjó yfir höfugum harmi. og hjartað var þrungið í sorgheitum barmi. Því dóttirin liðin í líkklæðum inni var lögð þar tii hvíldar í grafrekkju sinni. í sorginni langt er unz lýsir af degi; í lotningu þögull eg höfuð mitt beygi. Því sendir þú, guð minn, það sárorða skeytið, að svifta okkur henni um gróanda leytið? Þar daggarvot blómgrös að gröfinni krupu, í grátinum fögur þau blöðunum drupu. Og líkt var sem stæði heimurinn hljóður, að hlusta eftir andvörpum syrgjandi móður. Og mér varð sá harmreitur heilagur staður, livort sem þar ríkir guð eða maður. í fjarlægðar útsýni eilífðar mögnin, í umbhverfi hugans sorgin og þögnin. Ó, sólfagra æska! Við áttum þig bæði og aldraðri móður eg flyt þetta kvæði; ’ því ungmærin, línblæjum ísköldum vafin, var unnustan mín, þar dáin og grafin. G. Stefánsson. Landám mitt. (Sbr. “Nýtt landnám”, í Heimskringlu 6. aprfl 1932, eftir Steingr. Matthíasson.) Mitt áa land, mitt óskaland, ó, unaðs drauma land! Þótt örlög okkur skildi að, er andinn við þinn hjartastað. Hver hugsun minni og móðurmál er mildi af þinni sál. Og er eg sofna hinn síðsta blund í sveitum annars lands. Og ætti eg ráð á sál mín sjálfs, eg svifi á geislavængjum frjáls, að lilusta á brim við brjóstin þín, öll bernskulögin mín. brunnu hjá honum. Svo kom uppreisnin og eitt af stórbúum stjórnarinnar var sett á stofn skamt frá heimili hans. Þar vann hann. þegar hann haföi tíma afgangs. Hann keypti líka gamla kembingarvél í þeirri von að hann gæti bætt ofur- litlu við tekjur sínar og keypt skepnur til bús síns. Honum kom aldrei til hugar, að þess konar fyrirtæki væru tajin glæpsamleg. Nú fór útlitið ofur- lítið að skána og hann varð kát- ur og ánægður. En þá var far- ið að sópa fólki á ríkis-stórbú- in. Þangað lentu margir lítil- sigldir menn og letingjar. Hann hikaði við að fara þangað. Loks var alt tekið af honum, og konu hans og honum var fleygt upp í vöruflutningsvagn og þau voru flutt langt norður í land, ásamt mörgum þúsundum annara manna. Þar veiktust þau og voru komin nær dauða. Það varð þeim hin mesta raun að verða að yfirgefa þorpið sitt; hvorugt þeirra hafði nokkurn tíma farið burtu þaðan fyr. Þau voru heiðvirðir og vingjarnleg- ir þorpsbúar, sem alt í einu voru rifnir upp og settir undir refs- ingu. Sonur þeirra, “rauði” her- maðurinn, bjargaði þeim seinna. En gamli maðurinn var ger- samlega lamaður. “Þegar við lifum á sania stað og eigum fjölskyldu,” sagði hann, “er- um við eins og eik, við festum rætur í jörðinni, sem við lifum á, og þegar við erum rifin burt þaðan, visnum við og deyjum. ......Eg æski einskis annars en að fá að vera kyr í kofan- um mínum á landskæklinum og fá að vinna þar með þeim litlu kröftum, sem eg hefi, og þeirri litlu hjálp. sem konan mín getur veitt mér. Mig langar til að lifa það sem eg á eftir ólifað, í friði og fá að deyja í rúminu mínu og vera grafinn í þorpinu mínu.” Þessi saga bregður upp fyrir manni réttri mynd af því, hve dýrkeypt breytingin hefir verið sumum manneskjum. Eg hefi sagt hana til að sýna það, en ekki sem sönnun með eða móti sameignarstefnunni í landbún- aði. Það hefði verið hægt að komast hjá mestum hlutanum af þessum hörmungum, ef breyt ingin hefði verið hægfara, ef hún hefði gerst t. d. á einum mannsaldri, í staðinn fyrir á J. B. H. fáum árum. Þessir nýju afbrota menn, sjálfseignar bændurnir, héldu aðeins trygð við gamlar bændavenjur; hugmyndirnar og vonirnar, sem réðu gerðum þeirra, voru eins fastákveðnar í hugum þeirra flestra og sólin á loftinu eða árstíðaskiftin. — Það var heimtað af þeim, að þeir tækju stökk frá lénsvalds- tímunum yfir í vélaöldina á milli sólaruppkomu og sólar- lags, að kalla má; þeir áttu að samlagast þjóðfélagsskipulagi, sem var alveg gagnstætt allri þeirra fortíð og erfðum;. Þeir áttu að þola gagngerða um- myndun í félagslegum og hags- munalegum skilningi. Örlög þeirra minna á örlög þess mikla fjölda í Evrópu, sem iðnaðar- ; byltingin hefir rekið frá heim- ilum sínum og vinnustofum inn í borgirnar og verksmiðjurnar. Frh. RÚSSAR UNDIRBÚA FLUG- FERÐIR YFIR PÓLHAFIÐ Leningrad, 25. mars. Tilkynt hefir verið, að unnið sé að undirbúningi leiðangurs til þess að athuga skilyrðin til þess að koma á flugferðum yfir pólfevæðin milli Rússlands og Norður-Ameríku. — ísbrjótur- inn Krassin, sem frægur varð fyrir björgun Nobile og manna hans, fer norður á bóginn í sum ar snemma, og hefir tvær flug- vélar meðferðis. Verða þær notaðar til athuganaflugferða frá ísbrjótnum. Búist er við, að Krassin komist alt norður á 85 gr. í ráði er, að Krassin veröi allan næsta vetur á pólsvæðinu. —Mbl. Maður nokkur var í flýtir miklum að nú í járnbrautarlest. Þegar hann kemur inn í stöð- ina blasa við honum tvær stunda klukkur og var tutt- ugu mínútna munur á þeim. Hann fer því snarlega til lög- regluþóns er þar stóð og spyr hann hverja klukkuna sé að marka; því þeim beri ekki sam- an. Þjónninn verður hálf vand ræðalegur og horfir á klukk- urnar á víxl, en hann segir eftir nokkra stund: “Það gerir í raun og veru engann mismun, lestin fer klukkan hálf fimm hvað sem klukkunum líður.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.