Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 27.04.1932, Blaðsíða 8
& SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 27. APR. 1932 Urvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verði bíður yðar í verzkin— Humphries|Ltd. 223 Portage Ave. við Uggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Guðm. Árnason messar á eftirfylgjandi stöðum: Að Oak Point á sunnudaginn kemur, þann 1. maí, kl. 2 e. h. Að Lundar, sunnudaginn 8. maí, og byrjar guðsþjónustan þá kl. 1 e. h. Að henni lokinni verður haldinn ársfundur Sam- bandssafnaðar á Lundar. * * * Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustur á sunnudag- inn kemur, 1. maí: í Riverton k.l 2 e. h., og í Árnesi kl. 4.30 e. h. * * * Skemtisamkoma. Munið eftir samkomunni í samkomusal Sambandskirkju á mánudagskvöldið kemur, 2. maí. Eiins og áður var getið, ræða þeir dr. Rögnv. Pétursson og séra Ragnar E. Kvaran, um “kreppuna”. Einnig verða þar til að skemta: Gunnar Erlends- son og Margrét Pálsson með píanó duet, Mrs. K. Jóhannes- son með sóló, Jónbjörn Gíslason með óákveðið, Pálmi Pálmason og Ragnar H. Ragnar með fiðlu og píanó duet, og Páll S. Pálsson með nokkra grínsöngva Inngangur verður ekki seldur en samskot tekin. Byriar kl. 8.30. * * * “Fjórtán dagar”. leikur í þrem þáttum, verður sýndur í sal Sambandskirkjunn ar, á Banning og Sargent, á föstudaginn og laugardaginn 6. og 7. maí. Leikfélag Únítara- kirkjunnar ensku stendur fyrir leiknum. Inngangur er 35c. * * * Gefin voru saman í hjóna- band þann 16. apríl s. 1., þau Harold Gray og Violet Thorn, bæði til heimilis í Riverton. — Sendið gluggatjöldin yðar til \iðurkendrar hreingeraingastofn unar, er verkið vinnur á vægu verði PEBrlnss Taimdry “Verkhagast og vinnulægnast” 55, 59 PEARL STREET SIMI 22 818 ÞAKKLÆTI TIL ÍSLENDINGA f NORÐUR DAKOTA. Séra F. Kerr framkvæmdi hjónavígsluna. * * * Mr. og Mrs. Jakob Vopnfjörð, sem undanfarið hafa dvalið í Blaine, Wash., komu hingað til bæjarins s.l. laugardag. Búast þau við að dvelja hér framveg- :s og geta kunningjar þeirra fundið þau að máli með því að síma 33 737. — Sonur þeirra Hörður, er eftjir vestra, og kemur ekki fyr en að loknu skólanámi. * * * Davíð Jónasson, til heimilis að 591 Alvestone St., lézt s.l. mánudag. Hann var 65 ára að aldri, ættaður úr Húnavatns- sýslu. Hann lætur eftir sig konu og 7 börn. Jarðarförin fer fram n.k. föstudag, kl. 2 e. h., frá Fyrstu lútersku kirkju. *■ * * Ágúst Einarsson frá Víðir P. O., Man., var staddur í bænum s.l. mánudag. * * * Magnús Árnason (frá Mið- húsum), sem undanfarið hefir dvalið í Riverton, Man., kom til bæjarins í gær og staldrar hér dð um vikutíma. * * * Séra Guðm. Árnason og kona hans, frá Oak Point, Man., komu til bæjarins í gær. Þau komu til að vera við jarðárför Guðrúnar Olsen, móður Mrs. Árnason. * * * Guðrún Magnúsdóttir Olsen, til heimilis að Oak Point, Man., lézt s.l. laugardag að heimili tengdasonar síns, séra Guðm. Árnasonar. Með líkið var kom- ið til þessa bæjar og fór jarð- arförin fram frá útfararstofu A. S. Bardals í gær. * * * Á sumardaginn fyrsta. Mountain, N. D. (Til vinar míns A. S. Bardals) Lánsamastur þú ert sem eg þekki, þeirra manna, sem að drekka ekki. Hvemig sem á heimskri slíkri stendur, halda margir, þú sért oftast kendur. Öfund mína á þér skal ei spara, æðsti prestur sannra Good- templara. K. N. * ¥ ¥ Til K. N. Sumargjöf eg sendi þér, sízt eg má því gleyma. Syngdu öllum, einkum mér, um ættarsvipinn heima. Allan saman elska eg þig, önd og búk eg virði. Kveddu lengi og kátt um mig, eg kroppinn seinast hirði. Bangsi. * * * Frá Fálkum. Þann 19. apríl héldu Fálkar margbreytta íþróttasýningu í G. T. húsinu, og tókst hún prýðilega vel að öllu leyti, og var þar yfir 200 manns saman Eg hefi ekki oft fundið eins mikið til þesS' hvað það er gam an að vera staddur á meðai landa minna, eins og í lútersku kirkjunni á Mountain þann 19. þ. m. Ylurinn og ánægjan, sem skein út úr hverju andliti, þeg- ar minst var á ættjörðina, eða þegar hljómplötur Þingvalla- karlakórsins voru spilaðar. Eg held að enginn af þeim, sem viðstaddir voru (hátt á þriðja hundrað manns), hafi verið að hugsa um dómsdag eða bráð- an dauða okkar móðurmáls. En þar var dauðaþögn í þrjár klukkustundir, nema við og viö lófaklapp eða hlátur, og áheyr- endurnir sýndust vera reiðu- búnir að sleppa öllum mínum axarsköftum, en nota sér það, sem betur féll í eyrum, enda var fyrirlesarinn ekki feiminn við neinn, sem þar var við- staddur, nema K. N. Samt sýnd ist skáldinu falla þessi fyrir- lestur betur í geð, heldur en sá sem fyrirlesarinn flutti fyrir 12 árum á sama stað. En sá fyrir- lestur var um bindindi. Það munu fáir lá K. N. það- þvi hann er mikill tilfinningamaður og vill ekki láta niðra Bakkusi. Nú segi eg ekki meira um það, allra, sem höfðu greitt fyrir j okkar erindi, sem var að glæða | vinsemd til Jóns Bjarnasonar skóla. Eg lagði samskotin inn í bankann og fékk 9(4% við- bót, sem gerði alls $48.33, sem verður kvittað fyrir á sínum tíma af féhirði skólanefndar. Með þakklæti fyrir okkur öll. A. S. Bardal. ANNAR FUNDUR. komin, og skemtu sér allir vel. Það sýndi sig þar bezt, að stúlk - því mér þykir vænt um K. N. EFNISGOÐUR VEGGJAPAPPÍR °g 25c fyrjr 1C 9A aðeins Nýtízku, ein-jaðraður veggjapappír fyrir hvert herbergi í húsinu . . . Yfirgripsmikið úrval . . . og hver pappírs- tegund á sérstöku kjörkaupi . . . í 25-centa flokknum er meðal annars Sunworthy pappír, sem venjulegast er seldur frá 50c til $1.00 á rúlluna . . . Sléttur, lítið upp- hleyptur, með vefnaðar og tjaldvígindum, plastur og stipple, haganlegur fyrir herbergi á neðri gólfhæð. Rósóttur, Chintzes og lítið upphleyptur, fyrir svefn- herbergi. Heimsækið “Empire'” búðina sem fyrst. Skýrið fyrir oss hveraig þér viljið klæða húsin innan . . . Verzlunar þjónar vorir munu með ánægju aðstoða yður við að leysa úr því vandamáli. 05;jjit^rCUá1l Stærsta veggjapappíra verzlun í Canada 324 Donald St. WINNIPEG SÍMI 24 137 Fjórða bygging suður af Ellice urnar geta gert íþróttir alveg eins vel og karlmenn, og að þær eru mikið betri til þess að draga fólk á þær samkom- ur, sem þær taka þátt í, og að þær eru duglegri að vinna að því, hafa meiri áhuga og vilja til að koma öllu í framkvæmd, og að alt fari sem bezt fram, sem þær gera. Litlu drengirriir stóðu sig prýðilega vel líka í öllu, sem þeir sýndu. Og yfir- leitt má segja að sýningin væri góð. Við erum að hugsa um að fara til Gelkirk með flokkinn, og koma þar á íþróttasýningu eins fljótt og mögulegt er. Pete Sigurdson. * * * » Frumvarp var borið upp í fylkisþinginu í Nova Scotia, aí forsætisráðherra G. S. Harring- ton, s. 1. föstudag, um að fækka þingmönnum úr 38 niður í 30. * * * Robin Hood selur meira. Það er haft eftir kaupmönn- um að konur, sem um tíma keyptu ódýrustu tegundir af hveitimjöli, til þess að spara hvar sem var kostur á, á þess- um neyðartímum, hafi nú hætt þvi og kaupi nú ekki nema beztu tegund af hveitimjöii, vegna þess að hún sé ódýrust þégar til reikningsskila kemur. Þannig segja Robin Hood myin urnar, sem eru hinar stærstu og fullkomnustu í Vestur-Can ada og framleiða beztu tegund hveitimjöls, að sala hafi stór- kostlega aukist hjá þeim í Moose Jaw, Calgary og Saska- toon mylnunum í seinni tíð. * * * Til leigu að 637 Alverstone St., 4 herbergi á fyrsta gólfi, með eldavél og gasvél. Til reiðu 1. maí. Væg leiga. Einnig eitt herbergi uppi á lofti. — S. V. * ¥ ¥ Hafið þið heimsótt nýju snyrtistofuna ungfrúnna Willu Anderson og Dísu Nordal. Þar er nú ekki höndum kastað að hlutunum. Og smekkur ung- frúnna þykir þeim aðdáunar- verður, er reynt hafa. ¥ ¥ ¥ Þeir, sem þyrftu að láta binda bækur, fá það hvergi ódýrara gert en hjá Gísla Magnússyni. Bækurnar má skilja eftir í búð B. E. Johnsons kauþmanns, að 888 Sargent Ave., Winnipeg. Sumar konur eru svo af- brýðissamar að ef þær sjá hár á yfirhöfn mannsins síns, segja þær að það sé af einhverri ann- ari koriu, og halda því fast fram uns þeim er sýndur hest- urinn sem hárið er af. Hann lifir í endurminningu um samfundi dr. Sig. Nordals og hans í Winnipeg, fyrir stuttum tíma síðan. Þeir víst gleyma ekki hvor öðrum fyrst um sinn. Það var auglýst í blöðunum að séra Octavius yrði með mér og flytti erindi um leið og eg. En það talaðist svo til þegar suður kom, að hann kæmi suð- ur aftur seinna, og þá héídl hann fyrirlestur um sítt starf í Japan og sýndi myndir, svo hann bara heilsaði upp á fólkið í þetta sinn. Eg vona að fólkið sem kom til að hlusta á hann í þetta sinn, komi aftur, þegar hann kemur. Og þá ættu kven félögin að biðja Mrs. Thorlaks son að flytja sinn fræga fyrir- lestur, því að mínu áliti er hún engu síður fær í sér en maður hennar, enda er hún hans betri partur. Við héldum öll til hjá séra Sigmar og hans góðu konu Þið tókuð eftir því að konan mín var með mér. Hún er svo stilt, að það taka fáir eftir henni' þangað til að fólk fer að kynnast henni. Hún hefir aldrei komið til Dakota fyrri og varð mjög hrifin af útsýn- inu, sérstaklega á fjöllunum. Við komutti tveimur tímum seinna suður en ákveðið var. Það bilaði gúmmihringur hjá okkur og það tafði fyrir okk- ur. Þar af leiðandi var fuglinn orðinn nokkuð mikið steiktur. En það kom sér vel, því prestin- um frá Japan þykir sú steik bezt, sem er vel brúnuð, svo alt var etið og þótti ágætur matur. Ó, hamingjan góða! Eg var næstum búinn að gleyma að minnast á fallegu stúlkurnar í eldhúsinu hjá prestkonunni. Eg varð náttúrlega að kyssa aðra þeirra, því hún var dóttir hans Péturs, og Pétur er bróðir henn ar Teu og sonur hans Her- manns. Það skilja allir sem hlut eiga að máli. En þá kom K. N. eins og fjandinn úr sauð- arleggnum, og þá varð eg að snúa við blaðinu og fara heim, þótt mig langa.ði til að dvelja lengur. Það var siður á íslandi, að húsbændur riðu með gestum sínum úr garði, fylgdu þeim á leið. Þeir halda þeim góða sið á Mountain. Presthjónin keyrðu með okkur ofan í Akrasveit. Þar stönzuðum við hjá Mr. og Mrs. Erlendsson og þáðum góð- gerðir, sem við þökkum hér með. Séra Haraldur og kona hans Margrét, sem er systir Octaviusar. kvöddu okkur á þessum stóra búgarði og sneru heimleiðis, en við norður yfir merkjalínu, full af þakklæti til Fundur var haldinn á heimili Mr. og Mrs. Eggert Feldsted, föstudagskvöldið 22. þ. in., sam- kvæmt tillögu frá fyrri fundin- um, sem haldin nvar á heimili Mr. og Mrs. W. J. Lindal. Hér komu aftur saman flestir, sem fyrri fundinn sóttu, og var sama efnið tekið til umræðu. Fundar- menn voru samhuga um að æskilegt væri, að stofnað yrði kennaraembætti í íslenzku við Manitoba háskólann. Var kosin nefnd til þess að leita upplýs- inga um kenslu í skandinavisku málunum við háskóla í Banda- ríkjunum og á Englandi. í þeirri nefnd eru: Prof. Skúli Johnson, Prof. O. T. Anderson, J. Ragn- ar Johnson T. Árnason og J. G. Johannsson. Einnig var nefnd kosin, sem falið var á hendur að kynna sér afstöðu og skoðanir ann- ara íslendinga í þessu máli. - Þessi nefnd hefir haldið fund og gert ráðstafanir viðvíkjandi leitun á samvinnu við önnur íslenzk félög. í nefndinni eru: Walter Lindal, séra S. O. Thor- laksson, G. S. Thorvaldson, J. G. Johannsson og Eggert Feld- sted. J. G. J. MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegt kl. 7. e. h. Safnaðaraefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálparnefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. Maður hverfur. Akureyri, 25. mars. Fyrir tveimur dögum hvarf maður að nafni Gunnlaugur Ól- afsson héðan úr bænum. Hefir hann ekki fundist, en hattur hans fanst í gær við Oddeyr- artanga. Er álitið að Gunnlaug- ur hafi drekkt sér. Var hann fyrir nokkru síðan kominn hing að frá Vesturheimi, hafði orðið þar fyrir þungbærri sorg, og ver ig mjög þunglyndur síðan. —Mbl. Ef eitthvað fór aflaga á heim ilinu þá var það siður að kenna Sveini vinnumanni um það og ávíta hann harðlega fyrir. Eitt sinn kom hann inn til kaup- mannsins og er þá grátandi. “Hvað gengur að þér, Sveinn minn?’’ spurði kaupmaðurinn í huggandi róm. “Það óhapp hefir viljað til á heimili húsbóndans, að konan hans hefir eignast tvíbura og er eg viss um að mér verður kent um það eins og annað.’’ ¥ ¥ ¥ Aldraður bóndi á Gahnu- strönd kom út á hlað í norðan bálviðri, og leit til sjávar. Sýndist honum þá bátur vera á ferð um fjörðinn. Honum varð að orði: Mikið eiga þeir ilt að berja á móti þessu roki. Einhver heimamaður var nær staddur og segir. Þetta er nú ekki bátur sem þú sérð, það er hnútur á stag- inu. Bónda brá við, og hann mælti: Ó, mikil bölvuð sjón er þessi sjón — betr’ hún vær’ engin. SKRfTLUR Læknirinn — “Góðann dag- inn, Pétur minn. Hvernig er heilsan?” Pétur — Eg er nú orðinn nokkurnveginn frískur, og það á eg þér að þakka, herra lækn- ir.” Læknirinn — “Segið þér ekki þetta, Pétur minn. Það er ekki eg, heldur guð, sem hefir gefið þér heilsuna aftur.’” Pétur — “Jæja? Það er gott. Mér kemur líka betur að eiga við hann um borgun fýrir læknishjálpina.” Quinton ’S Losið j'ður við áhyggjur og þrældóm við húshreinsunina i vor, með því að síma til— 42 361 með þvi a'ð láta oss færa nýtt líf í— GLUGGATJÖLDIN GÓLFDÚKANA REKKJUVOÐIRNAR KODDANA, o. fl. Starfsmenn vorir gera ágætis verk! 'QuiNTON’S Cieaners—Dyers—Furriers Rafkældur ísskápur sparar peninga með því að varna eyðilegginu á mat. Hann er einnig heilsu- vernd fyrir fjölskylduna gegn skemdri fæðu. Komið inn í Hydro sýningar- stofuna og skoðið þar skápana, eða símið 848134 og umboðs- maður vor kemur heim tii yðar. SEM.JA MA UM VÆGAR AFBORGANIR Myndin að ofan sýnir hinn nýja GENERAL, EEECTRIC IS-SKAP Gftij of Wiámfpeg " ’ IlectricSijstcm, III llll 55-59 PRINCESS ST. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.