Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 1
PertKs The 4 STAR CLEANERS Men's Suits Suita$1.00 Hata 50c PHONE 37 266 PcrtKs Th« 4 STAR CLEANERS Ladies' Dresses aoth, Wool or Jersey ....... PHONE 37 266 $1.00 XLVI. ÁRGANGUR. WINNIPEG MIDVIKUDAGINN 8.. JÚNÍ 1932 NUMER 37 ENGIN BÆNDASTJÓRN FRAMAR TIL. Árið 1922, þegar liberal- stjórnin sæla, undir forystu Norrisar og hans kumpána, var búin að gera sig svo óvinsæla meðal fylkisbúa fyrir sukk og ráðleysi, að ekki þótti við það unandi, að eiga hana lengur yfir höfði sér, urðu samtök um það, að haga fulltrúakjöri á þing á annan hátt en verið hafði og koma á laggir stjórn, er skipuð væri hæfustu mönn- unum úr fjölmennasta flokki fylkisbúa — úr bændastéttinni. Með þessum tilraunum mynd- aðist nýr flokkur er nefndi sig Bændaflokk. Varð flokkur þessi sigursæll við kosningarnar, enda studdi hann meginþorri þeirra manna, er skoðuðu, að fremur bæri að líta á almenn- ings hag, en sérhagnað sam- vizkulítilla kaupmangara. Strax eftir kosningarnar, er hinum ýmsu bændafulltrúum varð það ljóst, að þeir hefðu borið sigur úr býtum, sneru þeir sér að því að mynda stjórn. Var þá kjör- inn sem stjórnarformaður Dr. John Bracken, er var forseti landbúnaðarskólans. Þar með var hinni svokölluðu bænda- stjórn hleypt af stokkunum. — Margt átti að gera, og þurfti að gera. Fyrst og fremst að taka í taumana við þá eyðslusemi, er orðin var að hefð; hreinsa til á skrifstofunum og setja þar hæfa menn í stað þeirra, er þar voiu eigi til annars en að draga hátt kaup; efla framleiðslu- og at- vinnumál í fylkinu, o. s. frv.. — En alt varð minna og mjórra eu heitið var. Atvinnu- og fram- leiðslumálin urðu stjórninni of- urefli og sátu við það sama!. Úr tekjuhallanum var bætt með nýjum sköttum; í skrifstofunum var hreinsað til með því að bæta við nýjum mönnum, en hinir flestir látnir sitja, er fyrir voru. Ný embætti voru sköpuð með háum launum. Frumvörp þau, er sérstaklega lutu að hag bú- enda, voru svæfð í þinginu. Hefðu ekki upp á fallið mjög góð ár, þá í röð, hefði öllu ver- ið stýrt í strand strax á fyrstu árunum. En árferðið var gott, og það bjargaði. Eitt aðalatriði í stefnuskrá flokksins, var þjóðeign náttúru- fríðenda og auðnytju fyrirtækja. Var sú stefna hafin í stjórnar- tíð Sir R. P. Roblins, er með stjórn fór á undan Norris og liberölum. Hafði hann keypt talsímakerfið, er þá var í hönd- um einokunarfélags, hér í fylk- inu, reist kornhlöður víðsvegar í akuryrkjuhéruðunum, er lagð- ar voru undir stjórn bænda, samið og látið samþykkja vega- bótalögin, og látið reisa flestar hinar opinberu byggingar í fylkinu. Yfir auðsuppsprettum, svo sem fossum og námum hafði fylkið engin ráð, því þá hvíldi alt slíkt í höndum sam- bandsstjórnarinnar. En skamt var gengið af hinni nýju stjórn í þessa átt. í stað þess að efla kornhlöðukerfið, lét hún rífa kornhlöðurnar unz fáar voru eftir, en seldi þær síðustu fjárveltumanni hér í borg, fyrverandi fylkisféhirði og stjórnarráði Norrisar. Við tal- símakerfið hefir hún litlu auk- ið, en fært upp talsímagjöldin. Strax og fylkið fékk umráð yf- ir náttúrfríðendunmn, seldi hún höfuðfossana í Winnipegánni í hendur einu alræmdasta einok- unar og fjárveltufélaginu í land- inu. Um sama leyti keyptu eða ^jfenuðust etnhverjir rátSgjaf- anna álitlegar hlutaupphæðir í félaginu. Mál þetta þorði hún ekki að leggja fyrir þing, þó komið væri í kaupmakk milli hennar og félagsins áður en þingi sleit, heldur samþykti hún það á stjórnarráðsfundi. Sömu sögu er að segja um námalönd- in, munu þau nú flest komin í hendur auðfélaga og fyrir lítið fé. Að minsta kosti virðast tekjur eftir þau rýrar, því að um miljón dollara nemur tap þeirrar sérstöku deildar, er fjallar um þau mál á tímabil- inu síðan 1930. Um sparsemi og eftirlitið á skrifstofunum þarf ekki aö tala. Um leið og fylkinu voru afhent til umráða náttúrufríð- endin 1930, voru því fengnar $4,000,000, er námu hagnaðin- um, er sambandsstjórnin hafði haft af þeim, fram til þess tíma. Fjórar miljónirnar fóru, voru lagðar með tekjunum og þeim eytt á einu ári, svo að ekki sást skildingur eftir.. Þá verða og tveir bókhaldarar á féhirðis- skrifstofunni uppvísir að stór- kostlegum þjófnaði, er þeir höfðu framið til fleiri ára, og nam upphæðin yfir $100,000. En ekki fundu eftirlitsmenn þetta, heldur klöguðu þessir mannræflar sig sjálfir, er sam- vizkan fór að ónáða þá um of, en fyrir þá greiðasemi fengu þeir sem næst uppgjöf saka, 6 mánaða einfalda fangavist. Til bílaeigenda varpaði stjórnin yf- ir $400,000, og voru flestir þess- ara manna í þjónustu þess op- inbera. Strax á fyrsta árinu var bændaflokksnafninu varpað fyr- ir borð. Stjórnin nefndist ekki bændastjórn, eða flokkurinn bændaflokkur, heldur fram- sóknarflokkur. Gerðist þetta fyr ir síðustu kosningar, enda var þá byrjað á bræðingi við liber- ala, og þeim fengin embætti 1 stjórnarráðinu. Á síðastliðnum vetri er svo gengið skör lengra. Þegar stjórnarformaður sá að kosningar yrðu ekki umflúnar, og stjórn hans yrði að standa reikningsskap á gerðum sín- um, kom honum það ráð í hug að fá sem flesta til að ganga í ábyrgðina með sér, hét hinum flokkunum embættum í stjórn- arráði, ef þeir vildu fallast á þessi tilmæli sín. Urðu liberal- ar skjótir til svara, enda var þeim skyldast málið, og gegn þrem ráðherrastöðum, er for- kólfum þeirra skyldu veitt, sam- einuðu þeir sig þessari fram- sóknarstjórn,, og 'sækja nú fram undir samsteypunafninu "Liberal-Progressive''. í ráðherrasætin er svo valið: skipaðir þrir Skotar, með hin- um Skotunum, sem fyrir eru. Fyrsti er læknir, annar timbur- sali og byggingaverzlari, þriðji lögfræðingur og fjárveltumaður. Þetta eru bændurnir! Með þessu mun óhætt mega telja, að bændastjórnin sé úr sögunni. Hversu margir bændur, sem verða kosnir á þing, megna þeir engu fram að koma nema með leyfi stjórnarráðsins, sem að likindum mun fremur hlusta á raddirnar, sem berast frá skozku félögunum hér í bæn- um, er flestum opinberum em- bættum hafa náð í sínar hend- ur, og komið svo ár sinni fyr- ir borð, að gegn þeim er árang- urslaust að keppa. Engin stjórn hér í fylkinu fram að þessu, hefir dirfst að sýna jafn opin- bera hlutdrægni og klíkuskap sem þessi, enda engin, sem í stóru ©g smau heftr svo( ger- og loforðum, sem hún. Um bændastjórn er ekki framar að ræða. Bændastjórnin er dauð. Hún er ekki framar til. TILNEFNINGU LOKIÐ. GIMLI-KJÖRDÆMIÐ. Eftir síðustu fréttum að dæma, sækja fimm þingmanns efni um kosningu í Gimlikjör- dæmi. Eru þrír þeirra íslend- ingar og tveir annara þjóða menn. Búast má við að alir séu menn þessir myndarlegir og vel gefn- ir. Er oss Ijóst, að það má um íslendingana segja. Hina þekkj- um vér ekki til þess að fella nokkurn dóm um þá, en eflaust hafa þeir eitthvað við sig, eins og menn segja. Allir, sem vér höfum átt tal við, ljúka þó upp einum munni um það, eftir að hafa hlýtt á þingmannsefnin, að eigi sé um það að villast, að Mr. G. S. Thorvaldson, sé sakir mentun- ar og alls atgerfis eitt hið álit- legasta þingmannsefni. Er gott til þess að vita, er þingmannsefni mæla þannig með sér sjálf. Og sannleikurinn mun sá, að aldrei hefir Gimli- kjördæmi áður átt völ á manni til þingmensku, er brautina hefir þrætt um æðri menta- stofnanir hér, eins og þetta á- minsta þingmannsefni þjóðmeg unarflokksins hefir gert. Vér erum því ekkert hissa á því, þó að athygli kjósenda hvarfli að því, þó þess sé. því miður of sjaldan gætt, hvaða hæfileik- um þingmannsefni eru gædd, er verið er að velja þau. Og það var að því atriði, sem oss hefir' lengi þótt vert að beina huga manna. Eigum vér þar síður en svo við þetta eina kjördæmi. Það hefir verið alt- of algengt, að andleg dúdemi hafi verið send á þing; menn, sem þangað hafa ekkert erindi átt, annað en að vera sjálfvirk atkvæðavél flokksfylgisins, en hafa ekki borið skyn á að gera svo mikið sem athugasemd við mál, sem víðtækar afleiðingar hafa í för með sér haft. Þeii hafa hvorki verið kjördæmi sínu til neins verulegs gagns, né sóma, jafnvel þó slett hafi verið nokkrum dölum í gagns- lítinn vegarspotta fyrir kosn- ingar, af flokki hans eða stjórn í atkvæðasmölunar skyni ein- göngu. Það sem þarf að gera, er að fá aðstoð frá fylkinu til þess, sem varanlega byggir upp atvinnuvegi kjördæmisins, ef kjördæmið sjálft er ekki fært um það. Og ef þetta er hag- fræðilega hugsað út og flutt á þinginu, þá stendur sjaldnast á aðstoð þess. Það eru oftast nær einhverjir hagsýnir fram- faramenn í stjórn eða á þingi, er skilja velferð slíks, svo að það er auðunnið. En þingmenn verða að vita fyrst, hvað þeir vilja. Það hafa aumingjarnir aldrei gert. En að þessu sleptu, erum vér þess vissir, að með aðstoð og viturlegri ráðstöfun atorku- sömustu framfaramanna Gimli- kjördæmis, mætti með öðrum eins fulltrúa og G. S. Thorvald- son á fylkisþingi, fá mörgu og miklu til vegar komið til fram- fara og heilla Nýja íslandi. — Dugnaðarmenn bygðanna njóta sín þá fyrst og bygðin athafna þeirra , eins og öskandi væri, er þeir hafa fulltrúa, sem eru harðfylgnir sér og berjatet fyrir Tilnefningu þingmannaefna í kosningunum í Manitoba, sem fara fram 16. júní, lauk s. 1. mánudag. Þeir sem hafa ætlað sér að setjast í þingmannasess- inn, og enn hafa ekki verið til- nefndir, eiga þess nú engan kost. Um þessi 55 þingsæti, sem til eru í Manitoba, sækja nú 140 þingmannsefni. Eru 50 af þeim þjóðmegunarflokksmenn, 49 frá Brackenstjórninni, 13 liberalar, 12 óháðir verkamanna-sinnar, og 16 óháðir, of ýmsum póli- tískum litum, svo sem verka- manna og bænda, jafnaðar- manna, Úkraníuflokki (?), ó- háðir bændasinnar, liberal- verkamanna, United Workers (kommúnista) o. s. frv. Meira en helmingur þeirra, er undir merkjum Bracken- stjórnarinnar sækja, eru liber- alar. Hinn eiginiegi Bracken- flokkur var nú ekki orðinn sterkari en þetta. Hann gat ekki af eigin ramleik hugsað til að vinna kosningarnar. Og jafnvel þó stjórnin kæmist aft- ur til valda, er líklegt að Brack- enflokkurinn verði fáliðaðri en liberalar. Flokkur hans er því úr sögunni nema að nafninu til. Liberalar gátu heldur ekki á eigin spýtum náð völdum. Þess vegna sitja nú þessir flokk ar við bræðingstrogið í bróð- erni, að þeir voru svo búnir að tapa fylgi, að þýðingarlaust hefði verið fyrir þá að sækja í þessum kosningum á sínum eig- in styrk. Almenningur er alger- lega fráhverfur orðinn stefnum þeirra, eftir dýrkeypta reynslu af þeim. Og það er ekki við að búast, að þær smakkist kjós- endum neitt betur, þó smurðar séu með samsteypugrút. Þjóðmegunarflokkurinn fer ekki þannig að ráði sínu. — Hann kemur til kjósenda með ákveðna stefnu, sem hann er svo sannfærður um, af sögu- legri reynslu, að er betur lög- uð eftir kröfum tímans, en nokkur önnur stefna, og hann víkur ekki frá þeirri sannfær- ingu sinni, hvað sem í boði er. Hann kemur af einlægni og með sterkri trú á skoðanir sín- ar fram fyrir kjósendur, og er reiðubúinn að standa og falla með þessari sannfæringu sinni, heldur en að víkja frá henni eða verzla með hana til þess að krækja í völd. Þetta er hverjum alvarlega hugsandi kjósanda al- varlegt umhugsunarefni í þess- um kosningum. Þjóðmegunarflokkurinn fylg- ist stjórnarfarSlega betur með tímanum, en aðrir flokkar. — Hann viðurkennir þjóðeigna- stefnuna, sem í stjórnmálaheim- inum er að ryðja sér til rúms síðari árin. Hann setti meira að segja á fót í þessu fylki stærsta og varanlegasta þjóðeignarfyrir- tækið, sem hér hefir á legg kom ist, sem sé talsímakerfi fylkis- ins, fyrir tveim tugum ára. Og það fyrirtæki er varanlegt. Lib- eral stjórn þessa fylkis hefir einnig sett á stofh ýms þjóð- eignarfyrirtæki, svo sem Rural Credit, Power Commission, Farmers Loans, fylkisbanka, — sem öll eru á heljar þröminni, og sum, eða eiginlega öll oltin um. Að vfsu hefir Bracken- stjórnin átt drýgstan þáttinn í að steypa þessum fyrirtækj- um kollhnýs, en sannleikurinn var sá, að stofnun allra þessara með sérstaklega góðu eftirliti og hagfræðislegri framsýni og viturri stjórn. En vegna þess, að slíkt hefir skort, eru fyrir- tæki þessi nú að heita má í rústum. En ekki virðast Uberai- ar hafa tekið það nærri sér, að svo er komið með þessi af- kvæmi sín, því hefði svo verið, hefðu þeir ekki hlaupið fagn— andi í faðm Brackens, eins og raun er á orðin, fyrir að hafa kreist úr þeim lífið, og þurkað út með því helztu minjarnar um starfsemi þeirra í stjórn fylkisins. Það gerir minst til, hvað þessi eða hinn stjórnmálaflokkurinn kallar sig. Hitt er aðalatriðið, að hann lagi sig eftir kröfum tímans, á heilbrigðum grund- velli, en ekki óheilbrigðum eða með ekkert annað alvarlegra í huga, en að hvíla sig í valda- sessinum. En sjáanlega býr lib- eral-Bracken flokknum ekkert annað í huga en það, að geta hallað sér út af í stjórnarsóff- unum, í þessum kosningum. Þeir minnast ekkert á vandamál þau, er í þessu fylki bíða úr- lausnar. Og á stjórnarferil sinn virðast þeir skammast sín fyr- ir að minnast. í þeim kjördæmum, sem ís- lendingar eru fjölmennir í, sækja þessir um kosningu: í Gimli-kjördæmi: G. S. Thor- valdson, þjóðmegunarflokksmað ur; E. S. Jónasson, liberal-pro- gressive; I. Ingaldson, óháður progressive; Michael Ewanchuk liberal; W. Dowhanysk, óháður talinn. í St. George: Skúli Sigfússon, liberal-progressive; Robt. Kerr, þjóðmegunarflokksmaður. í Swan River: Stefán Einars- son, óháður bændasinni; G. P. Renout, þjóðmegunarflokksmað ur, og C. H. Goodman, óháður liberal. í Cypress-kjördæmi: W. H. Spink, þjóðmegunarflokksmað- ur og J. L. Christie, liberal-pro- gressive. Af íslendingum sem sækja, er tveggja enn að geta, þeirra Col. H. M. Hannesson, í Rock- wood, og Victors B. Anderson, í Winnipeg. Nú áður en kosningarnar fara fram, er tala þingmanna hvers flokks sem hér segir: — Brackenflokkurinn, 29; þjóð- megunarflokkurinn, 15; liberal- ar, 5; verkamenn 3; óháður, 1; og tvö sæti, sem auð eru. EINKENNILEG BÓK. FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran, sem hefir fyrirhugað að dvelja í Vatnabygðum í sumar, mun flytja guðsþjónustu í kirkjunni í Wynyard á sunnudaginn kem- ur, 12. júní, kl. 7 e. h. * * * Kirkjuþing hins Sameinaða kirkjufélags íslendinga í Norð- ur-Ameríku, sem haldið var að Lundar um síðustu helgi, fór hið ánægjulegasta fram. Hjálp- aðist að veðurblíða og framúr- skarandi gestrisni bygðarbúa, að gera aðkomufólki, sem var margt, bæði úr Winnipeg og Nýja íslandi, veruna þar sem skemtilegasta og minnisstæð- asta. Nánari fregnir af kirkju- þinginu verða bráðlega birtar í Heimskringlu. hugsjónum þeirra hlífðarlaust, bg á rökstuddum og viturleg- fyrirtækja var varhugaverð, og samlega brugði* stefnu sinni um grundvelH á fylkisþinginu. ban gétu ekki btessast, aema Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund að heimili Mrs. P. J. Sivertsen, 497 Telfer St., fimtu dagskvöldið 9. júní. óskað er eftir að sem flestir meðlintir sæki þenoa fund. "Bautasteinar' eftir Þorstein Björnsson úr Bæ, er einkennileg bók og einstæð í íslenzkum bókmentum. Þó hún væri prent- uð 1925 hefi eg ekki séð hana fyr en nú, aðeins séð hennar getið í blöðum frá íslandi. Minn- ist eg ekki að íslenzku blöðin í Winnipeg hafi nefnt hana á nafn. Þess vegna kom mér í hug að fara nokkrum orðum um hana, svo þeir sem eru henni ókunnugir hér vstra — sem eg hygg að séu margir — geti fengið ofur litla hugmynd um, hverskonar bók þetta er- Bókin er, eins og nafnið ber með sér, einskonar minningar- ljóð dáinna manna — kvenna og karla, — er að einhverju leyti hafa verið öðrum nafn- kendari á sínum tíma, að mestu á síðasta fjórðungi 19. aldar og fyrsta hinnar 20. Ekki einasta grípur þessi dánarannáll yfir allar sýslur og sveitir á íslandi, heldur einnig flestar íslenzkar bygðir í Ameríku. Eins og gef- ur að skilja, er fjöldans aðeins minst í fáum setningum, en það svo að aðaleinkenna hvers eins er getið — auðvitað samkvæmt almennings áliti. Ýmsra nafn- kendra manna og kvenna, er þó talsvert ítarlega getið, og einnig þeirra, sem höf hafði náin kynni af, og sem honum hefir fundist til að einhverju Ieyti.. Bókinni er skift í kafla, eft- ir lífsstöðu og mannvirðingtim hvað fyrir sig. Embættismenn, skáld og mentamenn, kaup- menn, læknar, prestar og bænda fólk. Landsfjórðungar og sýsl- ur, hver út af fyrir sig. ÖU mannanöfn í kvæðunum eru í feitu letri, sem bendir á að þeirra sé að leita í nafnaskránni sem er aftan við bókina, ásamt fæðingar- og dánarári hvers eins og blaðsíðutali, sem gefur bókinni sérstakt gildi, ekki sízt fyrir Vestur-íslendinga, því eg hygg, að hver einasti fslending- ur, sem fæddur er og uppalinn á íslandi, finni þar marga, sem hann kannast við, skylda og ó- skylda. Jafnvel yngra fólkið hér vestra getur fengið góðan leið- arvísir til að kynnast uppruna sínum og ætterni, ef því væri það áhugamál. Eins og þessir minnisvarðar eru einkennilegir og frábrugðnir því vanalega, svo er og um kveðskapinn. Hann er í fyista máta sérkennilegur, en ber þó vitni um fjölbreytta og mikla skáldgáfu höf., skýra dóm- greind og djúpsæi, og ekki síð- ur ást og lotningu fyrir öllu góðu og fögru, en aðdáun og virðingu fyrir karlmensku, drengskap og dugnaði í öllum myndum. En skoðanir sínar og ályktanir setur hann fram á annan hátt en flestir aðrir, er við ljóðagerð fást. Sérkennileik- inn í öllu: Setningaskipun, orða- vali og bragháttum. Hann hugs- ar og talar í líkingum. Er óspar á fornyrðum og goðfræðisleg- um kenningum, enda er hann með annan fótinn í fornöldinni, eins og einkent hefir marga í Húsafellsættinni. Lýsingar höf. á konum og körlum eru víða snjallar og við- eigandi — ef til vill sumstað- ar full-íburðarmiklar — en þó sanngjarnar og hreinskilnisleg- ar. Hann fórnar ekki sannfær- ingu sinni á altari hræsni og fordáma, heldur gengur hreiat Fih. á 2. bL*.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.