Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 4
4 BLiAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 8. JÚNÍ 1932 '©dmskrmgila /Stofnuð 18SS) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537______ VerS blaZSsins er $3.00 árgangurinn borgist fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaöur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. *853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 8. JÚNÍ 1932 HVAÐ VARÐ FYLKISBANKANUM. AÐ FALLI? Að þessu ispurði oss einn af gætnustu og vel metustu borgurum Gimlibæjar ný- lega ,sem jafnframt er einlægur fylgis- maður Brackenstjórnarinnar. Honum virtist eitthvað á huldu um þetta mál, þrátt fyrir alt, sem um það hefir verið skrifað. Við töluðum fram og aftur um málið. “Hvað er um orðasveiminn, sem þjóð- megunarmenn vöktu um að bankinn væri illa staddur?” spurði hann. Frá honum sögðum vér iskýiaust sagt í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar í því máli. Þar er borið á sex þjóðmegunarflokksmenn, að þeir hafi átt tal um hag bankans við níu menn. Fjórir menn úr norðvestur hluta landsins báru þetta við rannsóknina. Þeir voru allir pólitískir forvígismenn Bracken- flokksins, hver í sínu héraði. En^inn þeirra átti eyri í fylkisbankanum. Og af þessum níu manns ails, sem þjóðmeg- unarmenn áttu að eiga tal við, voru að- eins tveir, sem fé áttu í bankan- um. En eins og kunnugt er, áttu 42,000 manns alls fé sitt þar geymt. Eftir að hafa minst á þetta í skýrslu rannsóknarnefndarinnar, spurðum vér vin vorn, hvort hann héldi að skraf á víð og dreif um bankann við þessa tvo menn, af fjörutíu og tveim þúsundum, sem fé áttu í bankanum, hefði orðið hon- um að falii? Hann svaraði, að það hefði aldrei beinlínis verið sín skoðun. Það væri erfitt að gera sér grein fyrir þvi máli, af því sem um það hefði verið sagt, vegna þess að það væri alt svo litað af pólitísku flokksfyigi. En ætli samt, að framburður Edward Brown, fyrrum féhirðis Manitobafylkis, í Norrisstjórninni, sem hvorki er Brarken- sinni né þjóðmegunarflokksmaður, megi ekki skoðast hlutlaus? spurðum vér. — Nefndin kaliaði hann til yfirheyrslu, vegna þess, að hann hafði meist allra manna, sem féhirðir Manitobafylkis, þá er bank- inn var stofnaður, %ið stofnun og alt skipulag hans verið riðinn. “Hvað sagði hann?” spurði vinur vor. Samkvæmt skýrslum rannsóknarnefndar bentum vér á, að Mr. Brown hefði far- ist orð á þes®a ieið: Eg vDdi síðast af öllu að það yrði til þess, að hnekkja lánstrausti þessa fylkis, er eg hefi um þetta mál að segja. Mér var ávalt Ijóst, að þar sem banki þeissi er ekki sömu lögum háður og aðrir bankar, að því er bankalöggjöf þessa lands snert- ir, að þá væri nauðsynlegt, að verðbréf bankans væru sem fiest hjá sambands- stjórninni, en ekki fylkislstjóminni. Eg áleit það nauðsynlegt til tryggingar bank- anum. Og það skaut mér strax skelk í bringu, er eg heyrði að 80 prósent af verðbréfunum voru fylkisverðbréf, en að- eins 20 prósent sambandsstjórnarinnar. Þegar framburði Mr. Browns var hér komið, spyr formaður rannisóknarnefnd- arinnar, sem var Mr. S. S. Garson, Brark- en-sinni: “Skil eg það rétt, að þú álítir, að þessi trygging bankans væri ónóg?’’ Mr. Brown: “Vissulega. Hún hefði átt að vera hið gagnstæða — 80 prósent í sambandsstjómar skuldabréfum, en 20 próisent í fylkisskuldabréfum.’’ Mr. McLenaghen (frá Kildonan — einn í rannsóknarnefndinni): “Er það skoðun þín, Mr. Brown, að ef frá stefnu liberal stjórnarinnar hefði ekki verið vikið í stjóm bankans, að hann væri þá ennþá starfandi?’’ Mr. Brown: “Mér er ómögulegt að sjá annað. Með 80 prósent af sambandsstjórn ar skuidabréfum, hefði enginn óttast tryggingu bankanis. ’’ Mr. McLenaghen: “En hefðirðu búist við fyrirfram, að fara mundi eins og fór, og að menn mundu taka fé sitt úr bankanum, er verðbréf hams vora að mestu, eða 80 prósent, orðin fylkisverð- bréf?” Mr. Brown: “Já, eg hefði búist við því sem sjáifsögðu.” Mr. S. J. Farmer (sem einnig var í rannsóknamefndinni): “Þú heldur að svo hefði farið undir öilum kringumstæð- um, og þó um engan “orðasveim’’ hefði verið að ræða?” Mr. Brown: “Já. — Og ástæðan er, hvemjg ástandið var í tfjármáladteild Brackenstjórnarinnar. Aðistoðarféhirðir fylkisins drap ofurlítið á það í framburði sínum. Það virðist sem Brackenstjórnin hafi um stundar sakir mist aha stjórn á fjármálum í féhirðisdeiidinni. Ástandið í henni var mjög alvariegt, og ástæðan fyrir því að stjórnin gat ekki ®elt nein verðbréf, var á allra vitund. Hún hafði selt feiknin öll af verðbréfum og gat nú ekki selt meira. Deildin var orðin svo langt á eftir, að lánstraust hennar var þrotið. Tekjur deDdarinnar nægðu ekki til þess að mæta útgjöldunum, og afleið- ingin af því varð sú, að reikningar henn- ar voru ekki greiddir á réttum tíma eða regiulega. Og almenningur, sem við fé- hirðisdeild fylkisins átti viðskifti á síð- astliðnu hausti, eða í byrjun vetrar, gat ekk fengið peninga sína greidda sér. Þetta varð að mini skoðun orsök til þess að umtal tepanst um það, að fylkisbank- inn væri ekki tryggur. Mér var það vel Ijóst, að ef fjárkröggur yrðu í féhirðis- eða fjármáladeildinni, þá færi það ekki framhjá fylkisbankanUm, þar sem verð- bréf deildarinnar voru bakhjarl fylkis- bankans. Mín skoðun er því sú, að það hafi aðallega verið fjárkröggurnar í fé- hirðisdeild Manitobafylkis, sem varð fylk- isbankanum að falli.” Þannig er nú vitnisburður manns, er ætla má, að hlutlaust dæmi um þetta mál. Vér höfum að minsta kosti enga á- stæðu til þess að halda, að hann hafi haft minstu tilhneigingu til þess að fella dóm sinn þjóðmegunarmönnum í vil, sem hann hefir verið andvigur alla sína æfi. Alt sem innan tilvitnunarmerkja er eftir honum haft, er orðrétt þýtt úr skýrslu rannsóknaraefndarinnar. Undirstrikun orða hans er aðeins vor. Fjármálaráðherra Manitoba hefir Hon. John Bracken stöðugt verið. Hann bar því ekki aðeins ábyrgð á fjármálum fylk- isins, sem stjórnarformaður, heldur bein- línis sem fjármálaráðherra. Um það er því ekki að villast, af ofanskráðum fram- burði Mr. Browns, fyrrum fjármálaráð- herra, hverjum er um fall fylkisbankans að kenna. Stjómin virðist hafa haft bank- ann fyrir vasapyngju, sem hún gekk í, án þess að sjá bankanum fyrir nægilegri tryggingu. Og með sölu teambandsstjórn- ar verðbréfanna til annara banka fyrir lán frá þeim, því Brackenstjórnin var sýknt og heilagt peningaþurfi, vegna tak- markalauss fjárausturs, fór trygging fylk- isbankans, því verðbréfin, sem fjármála- deildin gaf fylkisbankanum í stað þeirra, vom ekki eins gott veð. Þau seldust ekki neitt líkt því á fuDu verði, eins og hagur fylkisins var orðinn. Og nú má geta nærri hvað í þau er boðið, eftir að það er Ijóst, að skuld fylkisins í ár hefir aukist um átta miljónir dala! Sambandsstjórain, er í ábyrgð gekk fyrir þessi verðbréf, svo almenningur tapaði ekki sínu í fylkis- bankanum, gerir ráð fyrir að það kosti sig að minsta kosti þrjár miljónir dala. Þetta ráðslag Brackenstjóraarinnar átti nú alt að fela með því, að skipa fáeina fylgipostula hennar í nefnd, til þess að segja að Brackenstjórnin ætti engan þátt í hruni bankans. Og þeir sveinar hennar taka ekkert framburð annara til greina. Og þingið meir að segja samþykkir, að ahdstæðinga stjórnmálaflokki sé um fall bankans að kenna, en ekki Bracken- stjórninni! Þeir Bracken og iiberal þingmenn, sem atkvæði greiddu á síðasta fylkisþingi með þessum handþvotti Brackenstjórnarinn- ar í bankamálinu, ættu að fyrirverða sig svo, að iáta nú ekki kjósendur sjá fram- an í sig, að maður ekki taii um að sækja um þingmensku. Þeir eru óhæfir til henn- ar, af því ð aþeim er ekki trúandi til hér eftir, að gera það sem þeir vita réttast, því blettirair á Brackenstjórninni skína í gegnum allar þeirra yfirhilmingar í Sjötti lögfræðingurinn hlaut fyrir sitt starf $23,127.50. Fyrrum dómsmálaráðherra, er völd iagði niður, þegar Hon. W. J. Major tók við embætti þessu fyrir fimm árum, var greitt $30,745.00. Öðrum fyrrum dómsmálaráð- herra voru greiddir $24,425.00. Þessir menn hafa hlotið að erfiða mikið á árinu. Þó halda bændur, að engir vinni nema þeir. Þessir lögfræðingar hafa ekki unnið í dómsmáladeildinni, en hafa fylt út samninga fyrir hana í viðlögum, og fengið þetta af smjöri ofan á kökuna sína fyrir hjá Brackenstjóm- inni. LJÓSFÆLNI BRACKEN- ÞINGMANNA. Enn sem komið er forðast Bracken og flokksmenn hans að minnast nokkuð á mál fylk- isins í þessum kosningum. í stað þess hafa þeir valið sér að tala um sambandsstjórnmál. Virðist þó hitt liggja nær, að íhuga eða láta kjósendur vita eitthvað um þau mál, er þeir um síðustu kosningar fólu Mr. Bracken og stjórn hans um- sjón og framkvæmdir á. Og eftir að hafa séð hvernig þau stjórnarstörf eru af hendi leyst, að segja þeim eitthvað um á- form sín framvegis. Um leið og kvabbað er um atkvæði kjós- enda, leikur þeim meiri for- vitni á þessu, sem eðlilegt er, en nokkru öðru. En á þetta fæst ekki minst af Bracken eða flokksmönnum hans. Sú ljósfælni er ef til vill skiljanleg, þegar yfir stjómar- tíð Brackens er litið. Það er eðlilegt, að hann kæri sig ekki svo mjög um, að fjármála- ástandið sé dregið fram í dags- ljósið, og þurfa að gera kjós- endum viðunanlega, ef ekki á- nægjulega, grein fyrir 21 miljón dala eyðslu á síðasta ári. Þá er ekkert skemtilegt, að þurfa enn að fara í gegnum allar þreng- ingar og þjáningar Sjösystra- málsins, og stöðumissi tveggja helztu ráðgjafanna. Eða öll hin hneykslismálin, svo sem að fjölga ráðherrum og embættum og hafa til uppboðs sér til fylg- is. Eða járnvörukaupin af fé- lagi, sem margir ráðherrar og innkaupa maður stjórnarinnar, og sjálfur forsætisráðherrann, eiga hver frá 100 til 150 hluti í. Eða þá eyðsluna á fylkisfénu í bitlingum til gæðinga sinna. Þetta og ótal margt annað, sem áður hefir verið minst á í þessu blaði, er ærið nóg tii þéss, að Bracken og bræðings- I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, óg hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu i öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir ?2.50. Panta má þaer beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. ætur hans haldi sig í skugg- anum. En að því er gagnrýni Brack- en-sinna snertir á Bennett- stjórninni, þá skulum vér benda á ummæli Mr. J. S. Farmers, verkamannafulltrúa, sem hlut- lausa skoðun mætti ætla að hefði í þessu máli, því hann er eigi síður andstæðingur Ben- netts, en Bracken sjálfur og hans menn eru. Orð Mr. Far- mers eru þessi: “Þetta er ekki stund eða stað ur til að tala um tolla, eða betri útlendan markað. Hvað hátt, sem um það er hrópað í þess- um fylkiskosningum, er það gersamlega þýðingarlaust. Toll- arnir snerta ekki atvinnuleysið til né frá. Það eiga allar menn- ingarþjóðir heimsins að stríða við atvinnuleysi, hvort sem þær hafa háa ,lága eða enga tolla.’’ Hvort sem menn eru Mr. Far- mer sammála að öllu leyti eða ekki, munu flestir sjá, að tollar, ef nokkur áhrif hafa á atvinnu- mál heima fyrir, bæta fremur úr atvinnuleysi en auka það- En það gerir þá málstað Brac- kenmanna aðeins verri en áð- ur, og ástæður þeirra fyrir að tala aðeins um utanríkismál i þessum kosningum, helberan barnaskap, eða lélega tilraun til að draga athygli kjósenda frá málefnum þessa fylkis og öllu stjórnarfargani síðustu ára. KOSNINGA-KRINGLUR. Col. Taylor: Bracken talar um þólitíska leikara. Hverjir eru þeir? Ekki sá flokkur, sem eg tilheyri. Hann hefir ávalt verið það, sem hann enn er og verður. Verkamannaflokkurinn sömuleiðis. Það eru Bracken flokkurinn og liberalar, sem eru að leika pólitíska Ioddara. fylkisbankamálinu. Brackenstjómin frestaði þingsetningu, til þess að fara sjálf með fylkisbankamál- ið sem henni þóknaðist. Þetta bankamál mælir vissulega ekki með endurkosningu Brackenstjómarinn- ar, fremur en annað í fari hennar undan- anfarin stjórnarár. ÁFENGISSALA BRACKENSTJ6RN- ARINNAR. Brackenstjórninni færa gæðingar henn- ar það til innleggs í þessum kosningum — og láta mikið yfir því — að fylkið hafi í þau 10 ár, sem Bracken hefir verið við völd, lækkað eða afnumið landskattinn svonefnda, sem bæir og sveitir hafa greitt, og er um tvær miljónir dala, og benda á þetta sem gjöf frá Bracken- stjórninni til bæja og sveitarfélaga. Um afnám þessa skatts er nú að vísu ekki ræða, því greiði sveita- eða bæjafélögin í ár sinn vanalega skerf af ellistyrknum, sem innifalinn er í þessum skatti, er hann ennþá $750,000, og verður að greið- ast fylkinu. En svo er dálítið annað að athuga við þessa gjöf Brackenstjórnarinnar, eða af- nám þessa skatts. Um það leyti er stjórnarsala á áfengi hófst í þessu fylki, þótti engum blöðum um það að fletta, að sveitum og bæjum bæri helmingur á- góðans af sölunni. Áfengissalan byrjaði 1924, og fram að árinu 1928, nutu sveit- ir og bæir síns hluta af ágóðanum, nema hvað Brackenstjórnin fór brátt að bera víurnar í hann, með því að reikna teveit- um og bæjum nokkuð af lögreglukostn- aði sínum, áður en ágóðinn var afhent- ur þeim. Ágóði áfengissölunnar var rúm hálf miljón dala á ári, þessi árin. Þetta var nú gott og blessað. En að fjórum ár- um liðnum, eða á árinu 1928, fór Brack- enstjómin að hirða allan ágóðan sjálf, og til þess að fá sveita- og bæjafélögin- til að veitast ekki að sér fyrir það, lofar hún að afnema landskattinn (sem eigin- lega er Municipal Levy), sem hún og hefir smátt og smátt verið að gera. Á þeim nærri fjórum árum, sem stjómin hefir ein hirt, allan ágóðann af áfengissölunni, hefir hann numið tveim miljónum dala árlega. Fram að þessu yfirstandandi ári hefir því ágóði stjórnarinnar af vínsölunni í átta ár, verið alls níu miljónir dala. Helm- ingur þessa fjár bar sveitunum og bæjun- um, en í þeirra hluta hefir aðeins ein miljón komið. Upp í afganginn, sem er hálf fjórða miljón, greiðir stjórnin eða gefur eftir landskattinn, tvær miljónir, og þykist gefa hann. Sannleikurinn er sá, eins og öllum er Ijóst af þessu — að hún hefir haft af sveitum og bæjum hálfa aðra miljón dala, sem þeim bar, samkvæmt samningi, af ágóðanum af vínsölunni. Úr því farið er að telja gjafir Brack- enstjórnarinnar til bæjanna og sveitanna, því þá ekki að minnast á nýja skatta, sem hún hefir lagt á bæja og sveitafé- lögin, svo sem tekjuskatt, Pari-Mutual skatt, gasolíuskatt o. fl. Þeir eru einnig gjöf til þeirra! MEIRI VOTTUR SPARSEMINNAR. í síðasta blaði var bent á, hvað Brack- enstjórnin hefði eytt af fylkisfé í bílaút- gerð sína, eða réttara sagt, viðhald henn- ar á einu ári. Féð, 'sem hún greiddi upp- runalega fyrir bílana, var ekki þar með talið, af því að bílarnir eru eign stjórn- arinnar, en það nam nærri tveim milj- ónum dala. Hér skal nú bent á annan sparsemis- vott þessarar stjórnar. Það er kaupið, sem lögfræðingum ýmsum var greitt á árinu 1931 og nokkuð af árinu 1932. Vel þektum lögfræðingi, fyrrum liber- al, en nú Brackensinna, var greitt í kaup á þessu tiltekna tímabili (rúmu ári), af Brackenstjórainni $22,136.92. Það svar- ar með öðrum orðum til kaups, er næmi $184.00 á mánuði í þau 10 ár, sem Brack- hefir verið við völd. Einum vini núverandi dómsmálaráð- herra, sem er Hon. W. J. Major, voru greiddir $9,000.00. Þriðja Winnipeg-lögfræðingnum, sem nú er fluttur til Montreal, voru greiddir $24,603.00. Fjórða Winnipeg-lögfræðingnum, og sem nú er í kosninga undirbúningsnefnd Brackens, voru greiddir $13,830.00. Fimta lögræðingnum voru greiddir $21,360.00. Greiðið atkvæði með Lt. CoL R. H. WEBB d.s.o., m.c. CONSERVATIVE ÞINGMANNSEFNI FYRIR ASSINI- BOIA OG TRYGGIÐ YÐUR MED ÞVI ÁGÆTAN ÞING- FULLTRÚA. MERKIÐ SEÐILINN ÞANNIG: WEBB. RALPH \ i. 1 Gefit5 út af Conservative Association í Assiaiboia.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.