Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 08.06.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐStÐA HEIMSK. RINGLA WINNIPEG 8. JÚNÍ 1932 A háskatímum. “Það er sjálfsagt,’* svaraði majórinn. “Við erum hér í sama ástandi og sjómenn á leku skipi, stýris- og reiðalausu og skipsbátar all- ir týndir. Það er skylda skipverja að koma skipsflakinu inn á höfn, en sé það að sökkva, er þeim frjálst að leita til lands á hvern þann hátt, er hverjum einum lízt vænlegast. Á meðan tiitækilegt er að verja okkur í hús- inu, verða ailir að stanóa fastir og taka sinn þátt í vörninni. En þegar öll von er á þrotum, er sjáifsagt að hver út af fyrir sig grípi til þeirra ráða, sem honum þykja vænlegust til þess að komast undan.’’ “Það verður nú vandameira þá en nú, að komast út héðan,’’ sagði Foster. “Það var vandræðaiítið fyrir Bathurst að smjúga vörð- inn í kvöld, en vörðurinn verður þéttari og varkárari, þegar víst þykir að þrengi að cflík- ur. Eg sé heldur ekki hvernig konur og börn færu að smjúga vörðinn.’’ “Þá gætum við nú fylgt þinni áætlun að nokkru leyti,’ sagði majórinn. “Við gætum stígið á hesta okkar og hleypt út og gegnum vörðinn áður en þeir vita, hvaðan á sig stend- ur veðrið, og dreift okkur svo, en farið á harða spretti burt. Þeir sem viidu, gætu þá haldið áfram ríðandi, en þeir, sem vildu, gætu þá slept hestunum og farið gangandi. Á þenna hátt gefast okkur þá tveir kostir, þegar í það sárasta er komið, ef ómöguiegt verður að komast að samningi. Að þessu gerðu aliir góðan róm, og virt- ist hér gefið bezta tækifærið, er tvær ólíkar tillögur voru sameinaðar í eina. Var nú rætt um þá vonina, að Hindúar þreyttust á umsát- inu, og þá, ef væri til leitað, myndi mega semja; og að síðustu, reyndist alt þetta ó- möguiegt, væri samt nokkur von um, að þetta litla setuiið gæti komist undan á einn veg eða annan. “Af því það er víst engin von á áhiaupi í nótt,’’ sagði majórinn, “skulum við skifta okk- ur í tvo varðflokka, og skal annar flokkur- inn koma á vörð og hvíla hinn, eftir hverja fjóra klukkutíma. Þú, Ðoolan, ert eiztur í þjónustunni, næstur mér, og skalt þú því stjórna öðrum flokknum, en eg stjórna hin- um sjálfur. Foster og Wilson verða varðstjór- ar með mér, en Rintoul og Richards með þér. Vilt þú, Mr. Hunter, og hinir aðrir borgarar, skifta ykkur í tvo varðflokka. Dr. Wade tel eg með stríðsmönnum, þangað tii sjúkrahúss- kvaðirnar gera honum það ómöguiegt.” “Eg hugsa að honum sé óhætt að telja mig stríðsmann alt til enda,’’ tautaði doktor- inn fyrir munni sér- “í fyrramálið,’’ hélt majó|rinn á|fram„ “hölduna við áfram að moka mold og sandi í poka. Það er enn til fjöldi af tómum pokum, og við þurfum þá aiia til að mynda pokavegg fyrir öilum giuggum og hurðum niðri. Svo þurfum við líka að hafa marga handbæra, til að gera skotgarða úr, ef þeim tekst að brjóta skarð í girðisvegginn. Ef þú ert nú búinn að skifta ykkur borgurunum í varðflokkana, þá skal minn flokkur nú taka við í fjóra tíma, en hinum ræð eg til að leggjast til svefns alveg umsvifalaust.” Þegar konurnar heyrðu um þessa niður- skipun, kvaðst Mrs. Doolan hafa breytingar- tillögu að gera. “Eyru kvenna,” sagði hún, “eru alveg eins næm og eyru karlmanna. Eg sting því upp á, að við leggjum til vörðinn fyrir þekjuna. Eg skal vera ein af hópnum.’’ Á næsta augnabliki buðu aliar konurnar þjónustu sína. “Það er nú nóg að tvær séu uppi í senn,’’ sagði þá Mr. Doolan. “Eg skal taka fyrri vakt- ina, og hafa aðra dóttur Mr. Hunters með mér. Seinni vaktina tekur þá Isabei og hin dóttir Hunters. Með þessu móti iosast karl- mennirnir við þakgæzluna, en geta skift sér í varðflokka að vild niðri í garðinum.” Þessum boðum var tekið, og innan stund- ar voru allir sofnaðir, sem máttu. Nóttin leið svo, að ekkert bar til tíðinda. Undireins um morguninn setti majórinn menn til að reka saman sex stóra og sterka palla út við girðingarvegginn. Skyldi einn vera við hliðið, annar yfir við hinn endann, og tveir við hvora hlið. Allir voru jafnstórir og jafn- háir, tólf fet hver. Þegar maður stóð upprétt- ur á pöllum þessum, hafði hann höfuð og herðar yfiir virkisvegginn sjálfan, og gat þann- ig beint byssu sinni í hverja átt sem hann vildi meðfram veggnum, en krypi hann á pall- inum, reis girðingarveggurinn hærra en höf- uð hans, og var honum þá borgið fyrir skot- um þeirra úti fyrir. Þegar þessari smíð var lokið tóku allir til að moka í pokana, sauma fyrir þá og hlaða þeim svo í veggi, tveggja poka þykka fyrir hverjum glugga og þriggja poka þykka fyrir öllum dyrum, að minstu dyrunum undanskildum, sem opnar skyldu vera til umgangs til hins síðasta. En samt var hlaðið upp svo mörgum pokum á hentug- an stað, að einnig mætti byrgja þenna eina útgang úr húsinu á örfáum mínútum. í millitíðinni hafði Mrs. Rintoul samið um að skipa þriðja vörðinn á þekjunni, og var þá verðinum skift þannig, að tvær konur voru á verði fjóra klukkutíma í senn, og átta klukku- stundir höfðu þær til svefns og hvildar. Þessu snjallræði kvenfólksins að þakka, gátu því allir karlmenn gengið til starfa niðri í garð- inum, nema þegar áhlaup voru gerð. Undireins í dögun byrjuðu Sepoyar aö senda blýskeyti til dómhússins, en héldu sig í hlé við skógarbrúska og tré- Skothríðin var uppihaldslaus, en dreifð og gagnslaus alveg, en ekki máttu varðkonurnar á þakinu standa upp. En þær gátu séð svo nægði út á millí pokanna, til að sannfærast um að enginn liðs- samdráttur ætti sér stað í grendinni. Um hádegið gaus upp skothríð, en þó heldur h'tilfjörleg, úti hjá herbúðum, og gekk þá majórinn sjálfur upp til að sjá, hvað það i táknaði. Sá hann flokk manna með marga fíla nálgast búðirnar. “Þarna koma þeir nú með fallbyssurnar, þykist eg vita,” sagði hann, “og mun nú eiga að byrja fyrir alvöru. Jæja, þá eruð þið frúrn- ar leystar af hólmi í bráð. Eg býst við orð- sendingu frá þessum piltum innan skams, og þá þurfum við að hafa menn hér uppi, sem svara þeim aftur í sama tón!’’ Tvær beztu skytturnar í hópnum, þeir doktorinn og Mr. Farquharson, voru nú send- ir upp á þekju til að líta eftir komumönnum. Að hálftíma liðnum gekk majórinn upp aftur, og sagði þá doktorinn honum, að komnar væru fjórar fallbyssur. “Þær eru þarna á bungunni til vinstri handar við herbúðirnar, og eg hygg í fjögur hundruð faðma fjarlægö héðan. Þarna sérðu menn vera að safnast saman fyrir aftan byss- urnar. Riflar okkar bera svona langt leikandi, en vel væri að þú sendir þrjá eða fjóra menn upp hingað. “Drengirnir’’ báðir eru heldur góðar skyttur og fyrir nokkrum árum var Mr. Hunter talinn með beztu veiðimönnum- Við getum held eg hrakið þá af bungunni þeirri arna, og þess lengra sem við getum hrakið þá, þess öruggara verður vígi okkar, en svo býst eg nú ekki við að þeir geri stórvægilega fígúru, þó þeir sætu þarna kyrrir. Byssur þeirra eru sjálfsagt gamlir hólkar, og hlaupin að líkindum of víð fyrir kúlurnar. Þeir gera okkur engan stóran skaða, held eg, fyr en þeir hafa gengið mikiu nær okkur en þetta.” Majórinn sendi þá “drengina” og Hunter upp, og tíu mínútum síðar riðu af fjögur fallbyssuskot, og námu þá allir niðri í garð- inum staðar við vinnuna, til að hlusta. Á næsta augnabliki fuku í senn fimm skot úr rifflum uppi á þekjunni, og aftur og aftur riðu skotin af þar uppi, og svo þétt, að lítið sem ekkert hlé var á milli. Eftir litla stund kallaði doktorinn til þeirra niðri í garðinum: “Þeir eru búnir að fá nóg af svo góðu undireins í upphafinu og koma nú með fílana til þess að færa fallbyssumar fjær!’ Svo sagði doktorinn þeim félögum sínum að miða nú á fílana og hleypa af, þegar hver væri tilbúinn, — bara að hitta fílana. “Það er hægra að hitta fíl en tígrisdýr, drengir,” sagði hann við WiJson, “reynið þið ykkur nú!” Eftir fimm mínútna skothríð kom Wilson ofan með skilaboð til majórsins. “Doktorinn bað mig að segja þér, herra minn,” sagði hann, “að þeir séu búnir að færa byssurnar. Öll þeirra fylking riðlaðist og fór í ólagi er þeir flýðu, og með sjónauk- anum okkar gátum við talið átta til tíu dauða menn eftir á vellinum. Einn fíllinn fældist og hljóp burtu um þveran manngarðinn, en það , ætlum við að fleiri fílar hafi særst, því að þeim varð trauðlega þokað upp að fallbyss- unum. Doktorinn segir að sóknin muni á enda fyrst um sinn.” Seinna um daginn komu tveir stórir hóp- ar, er báðir höfðu fíla meðferðis, og námu staðar við herbúðirnar. En þeir á þekjunni skiftu sér ekki af þeim, en iögðu alt kapp á að reka óvinina úr girðingum og skógar- runnum í nágrenninu, og þegar kvöld var komið hafði þeim tekist það að mestu. Um kvöldið var og lokið við að moka í alla poka, sem til voru, búið að hlaða úr þeim þykka veggi fyrir gluggum og dyrum á húsinu, og að auki var hrúga af pokum úti í garði, er grípa skyldi til, hvenær sem lægi á að hlaða nýja varnargarða- 15. kapítuli. Þegar “virkis’’-búar komu sanxan við var til um stund, því allir voru þreyttir eftir var til um stund, því alilr voru þreyttir eftir þunga vinnu í brennandi sólarhitanum. En hvíldin og næringin hresti þá furðu fljótt. Enda höfðu þjónarnir allan borðbúnað hrein- an og gljáandi, eins og vant var á “friðar- tíma’’. Breytingin frá venjunni var fólgin í því einu, að blómvendir voru nú ekki á borðinu. Að venju komu karlmenn- irnir í tárhreinum, snjóhvít- um línklæðum, og konurnar auðvitað voru í sínum þunna Ijósleita kvöldbúningi, — alt eins og vant var. Maturinn á borði var margbreyttur og vel til búinn, og kampavíns- flöskurnar voru þar að venju. Ókunnugum manni hefði ekki getað komið í hug, að hér væri um óvanalegar ástæður að gera. Doktorinn lék við hvern sinn fingur, og svo gerðu þeir “drengirnir” Wii- son og Richards, og gerðu þá allir hinir við borðið sér að skyldu, að vera — eða sýnast — kátir líka- Drunginn, sem grúfði yfir hópnum í fyrstu, hvarf því von bráðar. “Þeir Wilson og Richards eru farnir að verða meira en smáræðis veiðimenn,” sagði doktorinn. “Þeir hafa reynt við tígra, og nú við fíla, þ'ó við því hefðu þeir nú varla búist fyrir nokkrum dögum. Þeir geta nú heldur ekki enn gert út um það, hvor þeirra það var sem særði fíl Rajahins svo að hann fór ham- förum gegnum mannþröngina. Þeir segjast báðir hafa miðað á þann fílinn, og af því enginn vottur er fáanlegur til að sýna hvor þeirra hæfði skepnuna, erum við neyddir til að gefa hvorum fyrir sig óskifta helmings- eign í heiðrinum.’’ ’ “En hvað það er nú þungbært fyrir okk- ur, að þræla hér niðri í garðinum allan dag- inn og sjá ekki hvað gerðist, eins og þið,” sagði Isabel. “En eg álít nú, að við höfum eigi að síður tekið okkar fullan skerf í að verja virki okkar í dag. Hendurnar á mér eru bæði sárar og stirðar af því að sauma fyrir opm á öllum þessum gófu strigapokum. En ef skifta skyldi heiðrinum í því tilliti, þá held eg að Mrs. Rintoul hlyti stærsta partinn. Eg er sannfærð um að hún er búin að sauma meira í dag, en nokkur okkar hinna. Eg er alveg hissa á, hvaða dugnaðar-jötunn þú ert, Mrs. Rintouh’’ “Eg var fljót að sauma einu sinni, Miss Hannay, þangað til nú fyrir skömmu,” sagði Mrs- Rintoul. “Eg hefi varla snert á nál síð- an eg kom til Indlands.” “Eg viidi ráða þér til að halda áfram saumaskapnum, Mrs. Rintoul,” gall þá við doktorinn. “Saumarnir hafa gert þér meira gagn þessa fáu daga, heldur en öll meðulin frá mér; og eftir á að hyggja, eg held eg hafi ekki gefið þér forskrift nú í mánuð. En síðan þú komst til Indlands hefi eg aldrei séð þig eins vel útlítandi eins og nú.” “Eg held helzt að eg hafi ekki haft tíma til að vera veik, doktor,” svaraði Mrs. Rintoul og brosti vandræðalega. “Þessi ógnar bylting hefir reynst mér heilsustyrkjandi meðal.’’ “Já, gagnlegt og gott, Mrs. Rintoul,” sagði doktorinn. “Við erum öll þannig gerð, að snögg bylting og blóðshreyfing er okkur til góðs.” Samkvæmt viðtekinni reglu sinni, hafði Foster holað sér niður við hliðna á Isabel. Hann hafði líka verið sem næst henni allan daginn, og fært henni alla pokana, sem hann mokaði í. Bathurst sat við hinn endann á borðinu og gaf sig lítið að borðræðunum- “Eg hélt það ætlaði að h'ða yfir Bathurst, þegar skothríðin hófst í dag,” sagði Foster í lágum róm. “Það var bara skringilegt að sjá hann kippast við í hvert skifti, sem skot reið af byssu, og náhvítur var hann í andlitinu. Eg hefi aldrei séð jafn taugaveiklaðan mann.” “Þú veizt að það er honum óviðráðan- legt, kafteinn Foster,” svaraði Isabel meö þykkju, “og eg áh't óréttlátt að henda gaman að honum fyrir þann sorglega veikleika.’’ “Eg er ekki að henda gaman að honum, Miss Hannay.v sagði Foster. “Eg kenni í brjósti um hann.” “Ekki gat eg nú merkt það af orðum þínum eða málrómi,” svaraði Isabel, “en svo held eg nú hel2t að þú getir ekki skilið í því ástandi. Það hlýtur að vera hræðilegt að vera undir slíkum forlögum.” “Þar er eg þér samdóma,” sagði Foster. “Eg veit það þó, að væri eg svona huglaus, en þörf á liði mínu til að verja kvenfólk og börn, þá gerði eg tafarlaust annað tveggja, drekti mér eða sendi skammbyssukúlu í gegn- um höfuðið á mér.’’ “En muna þarftu þó, að ekki skorti Bathurst hugrekki, þegar hann gekk einn saman í greipar óvinanna í gærkvöldi,” sagði Isabel. “Það er satt,” svaraði Foster, “hann gerði það vel. En svo er athugandi, að hann talar málið eins vel og Hindúar sjálfir, og þess vegna var hættan í raun réttri ekki nema lítil, eins og hann sagði sjálfur.” “Mér leiðist að heyra þig tala þannig, kafteinn Foster,” sagði Isabel óþolinmæðis- lega- “Eg sé Bathurst sjaldan og hefi ekki yrt á hann nema tvisvar eða þrisvar í mánuð, en RobinÍHood FI/OUR ÞETTA MJÖL KOSTAR MINNA, VEGNA ÞESS AÐ FLEIRI BRAUÐ FÁST ÚR POKANUM bæöi hann frændi og doktor Wade hafa mikiíí álit á honum, og segja rangt að ásaka hann fyrir þenna veikleika. Eg kenni í brjósti um hann og vildi þess vegna miklu heldur að þú talaðir ekki þannig um hann við mig. Það gengur eitthvað að okkur öllum, og eins víst meiri og skaðlegri kvillar, heldur en þessi teg- und af taugaveiklun.” “Þinn vilji er mér lagaboð, Miss Han- nay,’ ’svaraði Foster. “Eg vissi ekki að Bat- hurst er skjólstæðingur majórsins líka, en að hann er skjólstæðingur hins virðingarverða doktors, það vissi eg nú. Hefði eg vitað þetta fyrir, þá hefði eg sagt minna.’” “Eg held Bathurst sé ekki upp á það kominn að vera nokkurs manns skjólstæðing- ur, kafteinn Foster,” sagði Isabel með þykkju sem hún gat ekki leynt. “En eg held að okk- ur sé heppilegra að tala um eitthvað annað.” Foster félzt á það og breytti umtalsefn- inu fljótt og liðlega. Hann var Bathurst í rauninni ekki andvígur, en forsmáði hann fyrir það sem hann kallaði “hugleysi”. Hann hafði sjaldan séð Bathurst síðan þeir fóru að verð samtíða, og af því Bathurst kom varla nokkurntíma til majórsins, kom honum ekki í hug að óttast hann sem meðbiðil. Rétt í því er menn voru að standa upp frá borðum, kom Richards og annar borgar- inn niður af þekjunni, og færði þær fréttir að nú stæði eitthvaö til hjá Sepoyum. Kvað hann heyra mega hávaða nokkum í grend við rústirnar af húsi Hunters. “Hverskonar hávaði er það?” spurði þá majórinn- “Líkast því að þar væru margir menn að vinnu,” svaraði Richards. “Mér h'zt svo á, piltar,” sagðá þá majórinn, “að okkur sé heppilegast að ganga í víg- skörðin. Settu þitt lið á pallana við girðingar- vegginn, Doolan, en eg ætla upp á þekju með mitt lið. Vilt þú, doktor koma upp með eitt- hvað af flugeldunum, sem þú varst að búa út um daginn. Við megum til með að reyna að komast eftir hvað þeir hafa fyrir stafni.” Undireins og þeir majórinn komu upp, bað hann þá að standa hreyfjngarlausa al- veg um stund, en gekk sjálfur út á þakbrún og hlustaði. Eftir litla stund gekk hann til mannanna aftur, og sagði, að þar væru ef- laust allmargir að vinnu. “Eg heyrði þaðan þrusk nokkuð, líkast því að menn væru að grafa, og stöku sinnum ofurlitla ‘smelli, eins og þegar að reka steytir á steini. Þeir eru h'klega að byggja skýlis- garða fyrir fallbyssur sínar. Eg var að vona að þeir mundu hefja fallbyssuleiki sína úti á sléttunni, en ef þeir ætla að byrja þama inni í skóginum, geta þeir læðst fram og til baka án þess að við sjáum, og geta enda fært fall- byssunar þarna inn án þess að við getum gert verulega tilraun til að hindra þá. Viltu Bath- urst, segja Doolan að raða varðliði sínu á pall- ana þei mmegin við garðinn. Segðu honum að eg ætli að senda upp nokkra flugelda, því eg haldi að þeir séu að hrófa upp fallbyssugaröi í grend við hús Hunters, og að tilgangurinn sé að menn hans séu tilbúnir að hleypa af rifflunum, ef þeir við flugljósið geta komið auga á þessa starfsmenn Sepoya. Seg honum líka að láta mennina ekki standa upp nema sem minst, því séu þeir að byggja garð þarna úti, þá er eflaust, að Sepoyar hafa fjölda manna í leyni skamt fyrir utan girðingu okk- ar, og þeir einnig geta notað birtuna af flug- Ijósinu- — Nú piltar skulum við búa um okk- ur út við skotgarðinn. Hafið með ykkur alla hlöðnu rifflana og skjótið eins fljótt og fram- ast er unt, á meðan flugljósbirtan endist. Verið sem þéttastir hérna í horninu og krjúp- ið niður innan við pokavegginn. Raðið riffl- unum í pokalögin næst efstu röðinni, svo að ekkert uppihald þurfi að vera á skothríðinni á meðan birtan endist. Þú, Wilson, skalt hjálpa doktornum við flugeldana.” Doktorinn kom nú upp í þessu og hafði með sér nokkrar eldörvar, en er Wilson bauðst til að skjóta þeim, neitaði doktorinn, en kvaðst skyldi annast um það sjálfur, því hann mundi hafa meiri æfingu í að meðhöndla þær en nokkur hinna.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.