Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 1
AMAZING NEWS PHONE 37 266 DRESSES Any kind AP^ Beautifullv jIwC Dry Cleaned PerlM $ iityl& MEN! YOUR CHANGE RegularjlSUjyg Servtce Dry Cleaned and Smartly Pressed PHONE 37 206 75' VevtU % XLVI. ÁRGANGUR. WTNNIPEG MIÐVIKUDAGrNN 6. JÚLÍ 1932. NUMER 41 ROOSEVELT FORSETA-EFNI Forseta-tilnefningu sérveldis- manna í Bandaríkjunum lauk þannig s. 1. föstudag, að Frank- lin Delano Roosevelt, ríkisstjóri írá New York hlaut kosningu. Hann er náfrændi Theodore Roosevelts, fyrrum forseta, og eins hins mikilhæfasta manns sem þessa veglegu stöðu hefir skipað. Á tilnefningar fundinum, sem haldinn var í borginni Chicago, féllu atkvæðin að lokum þann- ig: Roosevelt 945 atkv. Smith 190^ atkv. Baker 5£ Richie 3| atkv. White 3 atkv. Cox 1 atkv. Alls voru atkvæðin um 1,150, sem Roosevelt þurfti að fá tvo þriðju af til þess að verða kos- inn. Hlaut hann þann hluta fyllilega. En svo bitur var hríðin milli þeirra er keptu með bonum um tilnefningu, einkum af hálfu Smiths, og hans fylg- ismanna, að tilnefningin var ekki gerð í einu hljóði. Er nú keppinautunum lagt þetta frem- ur út til hins verra, ekki sízt vegna þess, að Roosevelt hafði áður fylgt Smith og átt mikinn þátt í að hann náði tilnefningu við síðustu forseta-kosningar. Franklin D. Roosevelt er mjög mikilhæfur maður. Hann hefir og reynst ágætur ríkisstjóri og nýtur alþýðuhylli fyrir afstöðu sína í ýmsum þjóðfélagsmálum. Hann er fatlaður nokkuð líkam- lega og gengur við staf í hvorri hendi. Er það afleiðing af mátt leysis veiki, er hann greip á barnsaldri og hann hefir aldrei orðið jafngóður af síðan. En að hann sæki andlega hæfileika til ættar sinnar, er ekki að efa. Annars mundi þjóðin ekki hafa skipað hann i hærri ábyrgðarstöður þjóðfélags ins, eins og hún hefir gert, og nú síðast til að sækja um for- setastöðuna. ROTHERMERE LÁVARÐUR OG OTTAWA FUNDURINN í Winnipeg voru staddir í byrjun vikunnar nokkrir blaða- menn frá Englandi. Eru þeir á ferð um Canada. Foringi þeirra er Rothermere lávarður, blaðajöfurinn enski. Hann er stjórnandi Associated News- papers Ltd., The Northcliffe Newspepers Ltd., The Daily Mail og Sunday Pictorial á Eng- landi. Til skoðana hans er mik- ið tillit tekið. En hér skaf þó ekki farið út í það, en aðeins minst á ummæli hans um sam- veldisfundinn fyrirhugaða í Ott- awa. "Ottawafundurinn er hinn mikilsverðasti", segir Rother- mere lávarður. "Hann er það ekki einungis fyrir Brezka veld- ið í heild sinni, heldur einnig fyrir sérstaka hluta þess. Hann er þýðingarmikill fyrir íbúa þessa bæjar (Winnipeg) sem aðra. Og það hvílir skylda á blöðunum og almenningi, að gera sitt til þess, að fundurinn hepnist. Ef fundurinn hepnast, mun ástandið brátt batna í löndum þeim, sem hlut eiga að máli. Og það hefir einnig nokkur áhrif á ástandið í heimnum í heild sinni. Hepnist fundurinn ekki, mun kreppan viðstöðulaust harðna og áhrifin af því verða ægileg fyrir Canada, sem aðra hluta samveldisins.'' Um það, sem fyrir þessum fundi lægi fór Rothermere þess um orðum: "Það sem leggja verður grundvöll að er í stuttu máli það, að Bretland kaupi af Canada húsavið, dósamatvöru og bændavörur. í stað þess ætti Canada að kaupa kol toll- frítt frá Bretlandi og það af stálvöru framleiðslu, sem can- adiskur iðnaður af sama tæi fullnægir ekki. Um þessi við- skifti ættu að vera gerðir samningar til sjö ára.'' Árangurinn af þessu, segir Rothermere að verði sá, að Canada verði brátt fremsta land í heimi í niðursuðu-iðn rekstri (canning). Viðar-tekj- an komi British-Cblumbia, strandafylkjunum eystri og Quebec á fæturna. Og vestur fylkin og Winnipeg njóti hagn- aðar af greiðari og hagkvæm- ari sölu á bænda vörunni. Fyrir Bretland er aukinn markaður fyrir kol og stálvöru eitt hið þýðingarmesta til að bæta úr atvinnuleysinu. Takist ekki samningar á fundinum um þetta, bíður bara meira atvinnuleysi Englands og minni sala fyrir frumiðnað Can- ada. Því mundi fylgja enn meiri kreppa og hvernig fylkin fá reist rönd við henni vildum vér ekki þurfa að svara.'' Gengi canadiskra peninga og peninga allra samveldisþjóðanna hélt lávarðurinn heppilegt, að væri hið sama og sterlings- pundsins. Með því gæti Can- ada tekið öll sín lán í Bretlandi í stað Bandaríkjanna. Og reynslan hefir orðið sú á Bret- landi, að vara hefði ekki hækk- að í verði eins og þeir óttuðust þó að afleiðingin yrði af afnámi gullinnlausnarinnar. Þetta hefir nú Rothermere lávarður að segja um Ottawa fundinn og þýðingu hans. Það lítið sem liberal blöð þessa lands hafa um þennan væntanlega fund sagt, hefir lotið að þvf að gera lítið úr tilgangi hans. LAUNALÆKKUNAR KRAFIST Á sambandsþinginu í vetur var nefnd skipuð til þess að rannsaka, hvort ekki væri hægt að minka útgjöld C. N. R. kerf- isins. Ein afleiðingin af þeirri rannsókn er sú, að nefndin leggur til að lækkuð séu laun nokkuira yfirmanna, sem við þjóðbrautakerfið starfa. Um 96 manns hafa yfir $10,000 árs- laun hver. Og 37 manns hafa yfir $15,000 laun. Þet'ta álítur nefndin of hátt kaup, og legg- ur til að það sé fært niður. — Fyrir ári síðan var kaup Iækk- að um 10 af hundraði á öllum þjónum félagsins, sem meira kaup höfðu en $4,000 á ári. Snerti sú kauplækkun 828 manns, og félaginu sparaði það $546,652 á ári. Er það ekki lítið fé. Annars virðist þarna góð ástæða til þess að spara, því þetta rokna kaup til svo margra er viðurlitmikið fyrir félagið að borga, á svona árum að minsta kosti, og reyndar á- valt^ Sambandsstjórnin mun hafa lagt tillögur nefndarinnar fyrir stjórnarráð C. N. R. kerfisins. En í þeim var farið fram á, að laun þeirra, er yfir $15,000 hefðu, væru lækkuð um $500, og svo á öðrum hlutfallslega við það niður að $4,000 kaupi. Hvað ráðið gerir, er ekki kunn- ugt, þegar þetta er ritað. ÝMSAR FRÉTTIR. MERKISMAÐUR LÁTINN. Þórarinn Stefánsson, bóndi i Framnesbygð, lézt 29. júní s.l. á heimili sínu. Hann kom til Vesturheims árið 1893. Bjó hann fyrst í hinni svonefndu ísafoldarbygð í Nýja íslandi, en flutti búferlum vest- ur til Framnesbygðar árið 1901, þar sem hann hefir búið síðan. Hann var á 80. aldursári. Ætt- aður var hann úr Austur-Skafta fellssýslu og alinn upp að mestu í Árnanesi í Nesjum. Kona hans Steinunn Jónsdóttir, Stefáns- son, er enn á lífi. Þau hjón áttu sex börn, sem öll eru á lífi og upp komin. Þau eru Páll og Stefán, sem hjá foreldrum sin- um hafa verið; Guðjón, bóndi í Víðirbygð; Vilborg, gift Th. Einarssyni í Winnipeg; Anna hjúkrunarkona og Guðrún, báð- ar í Winnipeg. Þórarinn var, eins og séra Jóhann komst að orði um hann í útfararræðu sinni, sannur maður í orðsins fylstu merk- ingu. Hann var ljúfmenni og hjálpfús með afbrigðum, enda unnað af öllum, sem honum kyntust. Hann var með stærri mönnum á vöxt og karlmenni í hverri raun. Greindur var hann og hafði ávalt á feiðum höndum kýmnissögur, til þess að koma þeim, er hann talaði við, í gott skap. Jarðarförin fór fram 4. júlí, að viðstöddu fjölmenni víðsveg- ar að úr Nýja íslandi og frá Winnipeg. Hann var jarðsung- inn af séra Sigurði ólafssyni. Flutti og séra Jóhann Bjarna- son ræðu við útförina, er hinum látna var vel kunnugur. Kafteinn N. Evan-Atkinson er nú fullyrt að sæki um kosningu í Rupertsland kjördæmi, gegn Hon. E. A. McPherson, fjár- málaráðgjafa Brackenstjórnar- innar. Hann sækir algeriega ó- háður öllum flokkum. Segir Mr. Evans-Atkinson, að hann hafi sér að baki fylgi meira en helming kjósenda í kjördæminu. Þeim hafi þótt sér nóg boðið, er þeim var sent þingmannsefni, er þeir þekkja ekki og hafa fátt eitt heyrt um annað en það, að hafa tapað þingmensku í heima- kjördæmi sínu, Portage La Prairie. Hagsmunum Ruperts Land kjördæmis og lifnaðarhátt um manna og atvinnuvegum, sé hann gersamlega ókunnugur. Hann hafi auk þess sem sjálf- boði tekið við fjármálaráðgjafa- stöðunni, en nú virðist stjórnin í ráðaleysi með að fá hann nokkursstaðar kosinn. Hafði lengi ætlað honum sæti í St. George, en litist nú ekki á það. Mr. Evans-Atkinson heiir heimilisréttarland í Ruperts Land kjördæmi og hef ir stundað þar um langt skeið málmnám. Hann hefir veitt mönnum í hundraða tali atvinnu og átt mikinn þátt í að fé til náma- vinslu hefir verið lagt í þá starf- semi af einstökum mönnum. Kosningin fer fram 14 júlí. * * * Hon. W. A. Gordon, verka- málaráðherra sambandsstjórn- arinnar, hefir nýlega birt skýr- slu yfir notkun þess fjár, er veitt hefir verið af stjórnum landsins sem framfærslu eyrir handa bágstöddum. Skýrslan ber með sér, að 47 cent af hverjum dollar hafa verið greidd í kaup þeim, sem um úbbýting- una hafa séð, en til beinnar framfærslu aðeins 53 cents. Meðferð fjársins í höndum fylk- isstjórnanna hefir verið sú, að helmingur þess hefir mátt heita að koma að tilætluðum notum. * * * William Kempton heltir mað- ur í Winnipeg. Hann er þektur fyrir það að vera talsverður hnefaleikari á sýningarsviðinu. S. 1. miðvikudag.varð honum í meira lagi laus hendin á heimili sínu. Barði hann bæði konu sína og dóttr illa. Reis mál, út af því. Fyrir réttinum var hanu spurður að hversvegna hann skildi ekki heldur við konu sína, en að standa í hnefaleik við hana. Svaraði Kempton því að han nhefði samvizku; hann ætti tvö börn, sem hann yrði að sjá fyrir. Graham dómari hélt að samviskan ónáðaði hnefaleikar- ann ekki neitt tiltakanlega og dæmdi hann til þriggja mánaða fangelsisvistar. * * * Síðastliðinn mánudag sam- þykti þingið á Bretlandi, með 223 atkvæðum gegn 31, að leyfa tollnefnd stjórnarinnar að leggja alt að því 100 prósent toll á vörur frá Irlandi. Er hugmynd Bretastjórnar, að ná inn með þessum tolli því, sem svarar til jarðaskattsins, sem de Valera stjórnin neitar að borga. * * * Winnipeg—Kenora þjóðveg- urinn var opnaður til umferð- ar á þjóðhátíðardag Canada 1. júlí. Framkvæmdu tveir ráð- gjafar athöfnina, annar frá Ontario, en hinn frá Manitoba. Vegurinn liggur um bæði þessi fylki. Hann er eitt af þeim störfum, sem unnin hafa verið til atvinnubóta, þó hans væri fyllilega þörf fyrri. * * * Rothermere lávarður trúir ekki gyllingarsögunum, sem í mörgum blöðum eru nú sagðar af ástandinu í Rússlandi. Hann segir að enskir sérfræðingar hafi rannsakað það og sagt á- standið þar ægilegt. Fréttarit- arar hans eigin blaða staðfesta frásögn sérfræðinganna. * » » Slysfarir urðu miklar í Banda ríkjunum þjóðhátíðardaginn s. 1. mánudag, 4. júlí. Um 240 manns er sagt að hafi dáið. Langflest voru blfrejiðaslysin, en þar næst druknanir. * * » Undirforingi í lögregluliði Norðvesturlandsins, R. L. Ralls að nafni, var skotinn til dauðs á þjóðveginum eina mílu aust- ur af Foam Lake, Sask., í gær. Hann ætlaði að stöðva bifreið, er bófar voru að flýja í, sem framið höfðu innbrotsþjófnað í búðum í bænum Theodore, um 15 mílur frá Foam Lake. Sögðu nágrannar að 6 skot aö minsta kosti hefðu verið skot- in í viðureigninni, sem endaði með því að bófarnr komust undan, en lögreglumaðurinn var skotinn til bana. Síðan hef- ir bifreiðin, sem bófarnir voru í, og sem auðvitað var stolin, fundist, en leitin eftir þeim sjálfum stendur enn sem hæst. Goodtemplarahúsið á horni Mc Gee og Sargent. Eitt "bus" fer vestur William Ave., stanzar við Isabel stræti og Sherbrook, suður Sherbrook og stanzar við Notre Dame Ave., og heldur svo suður að Goodtemplarahús- inu, en þaðan verður lagt af stað kl. 8 að morgninum. Að kvöldinu verður fólki skilað aftur á þessa staði, eftir því sem hvern vantar. Fyrsta "bus" getur lagt af stað frá Gimli þegar fólk vantar, en það síðasta fer af stað kringum kl. 12 á miðnætti. Farseðlar eru til sölu nú þeg- ar á eftirfylgjandi stöðum: 1 verzlun hr. Gunnlaugs Jó- hannssonar, Sargent Ave.; hjá B. E. Johnson, 888 Sargent Ave., Steindóri Jakobssyni, á horni Sargent og Victor, í bóka- verzlun O. S. Thorgeirssonar, 674 Sargent Ave., og hjá rit- ara nefndarinnar, 596 Sargent Ave. Farseðlar verða einungis seldir þeim, er kaupa inngang í garðinn um leið. Óskandi er að fólk kaupi far- seðla sem fyrst, svo nefndin fái hugmynd um, hve mörgum hún þarf að ætla fararpláss. C. P. Magnússon ritari. STAKA. Magnús E. Eyfjörð kom hing- að til Mikleyjar og dvelur hér um stund. Hann er 83 ára gam- all. Þegar bolahundarnir voru sem mestir og ætluðu alt að drepa, fór gárungi nokkur að stríða Magnúsi. Þá kvað hann þessa vísu: Ef þú ferð að angra mig aldinn, gæfusnauðan, bolahundar bíti þig bæði lífs og dauðann. Svona vísa má ekki glatast. Nú eru allir þeir menn á för- um, sem kveða í þessum tón hér vestan hafs. Manni verður undarlega þungt fyrir hjarta að horfa á eftir þeim hverfa út í myrkrið. Þá vaknar sú spurning: Hvað kem- ur í staðinn? Og enn er spurt: Er ekki þessi gáfa það mesta og bezta, sem komið hefir yfir hafið frá íslandi til Vestur- heims? Eg hygg að það sé hún, sem flutti öndvegissúlur gæfu ís- lendinga vestur hingað. Segi þeir henni afhendis sér, sem nú virðist vera orðinn móður, tapa þeir sjálfum sér. íslendingur- inn og skáldgáfan eru tvær eindir, sem verða að halda sam- an, annars deyja bæði — það er lögmál. J. S. frá Kaldbak. laust, óskaddað að öðru leyti en því, að það hafði nokkrar skrámur á höfðinu. Barnið sagði frá því að stór fugl hefði komið og tekið sig og flogið með sig þangað. — Menn ætla að örnin hafi ekki haft nóga krafta til þess að fljúga með barnið alla leið upp í hreiðrið; hafi hún því ekki getað hækk- að flugið nóg og er hún tók niðri hafi hún skilið barnið eft- ir. Þetta var heldur ekki svo lítil byrði fyrir össu, því að barnið vegur 18 kíló (36 pd.) Munnmælasagnir ganga um það hér á landi, og geta vel verið sannar, að arnir hafi haft það til að ræna börnum. Mbl.. ÍSLENDINGADAGURINN. Nú hefir nefndin lokið samn ingum við flutningafélagið um fargjald frá Winnipeg til Gimli á íslendingadaginn þann 1. á- gúst í sumar, og verður það 75c fyrir fullorðna fram og til baka, en 25c fyrir börn yngri en 12 ára. Inn í garðinn kostar aðeins 25c fyrir fullorðna og 10c fyrir börn yngri en 12 ára. Samið hefir verið um að "bus"-in fari vestur Ellice Ave. og stanzi við Sherbrook, Tor- onto og Dominion stræti. Fari vestur á Valour Road, og þar norður á Sargent, og svo aust- ur Sargent og stanzi við Dom- inion, Banning, Arlington og Toronto stræti, og stanzi við ÖRN RÆNIR BARNI, en kemur því ekki upp í hreiður sitt. Sunnudaginn 5. júní kom fyr- ir sá atburður í Naumudal í Noregi, að örn rændi 4 ára gömlu stúlkubarni. Þar var haldin skírnarveizla á bæ, og meðal gestanna voru foreldrar litlu stúlkunnar og höfðu þau lofað henni með sér. Seinni- hluta dags var telpan ein ú+i að leika sér, en þegar farið var að skygnast að henni, fanst hún hvergi. Var nú lengi leitað en loksins hugkvæmdist ein- hverjum, að örn, sem á hreiður þar uppi í fjallinu, mundi hafa rænt barninu. Var nú lagt af stað upp í fjallið, og hátt uppi JÓHANNA ANDREA LÚÐVÍKS- DÓTTIR. Til moldar verður borin í dag í Keflavik merkiskonan Jó- hanna Andrea Lúðvlksdóttix, kona Þorgríms læknis Þórar- inssonar í Keflavík. Hún var fædd í Hafnarfirði 5. dag júnímánaðar 1854, kom- in af merkum og mjög góðum ættum. Faðir hennar var Lúð- vik Knudsen þá kaupmaðar í Hafnarfirði og síðan í Reykja- vík, einn af hinum góðkunnu Knudsens systkinum, sem kom- inn er frá mikill og góður af- springur í ættir Guðjohnsens, Sveinbjörnssens og Þórðar Guð mundssonar kammerráðs á Litla-Hrauni. Móðir hennar var fyrri kona L. Knudsens, einnig komin af merkum ættum, að nafni Anna, dóttir Steindórs Waage, er var stjúpsonur Bjarna Sivertsens riddara. Frú Jóhanna ólst í bernsku upp hjá foreldrum sínum, en áirið 1873 giftist séra Birni Stefánssyni á Sandfelli í Ör- æfum. Eignuðust þau tvö börn, sem annað lifir, Stefán Björns- son, sem verið hefir við verzl- un í Reykjavík, en er nú í Kefla vík .En hjónaband þeirra varð stutt, því að séra Björn and- aðist 13. nóv. 1877. í öðru sinni giftist hún 17. október 1884, Þorgrími lækni Þórðarsyni, og sigldu þau daginn eftir til Kaup- mannahafnar. Ári síðar varð hann læknir á Akranesi í eitt ár, en þar á eftir héraðslæknir i Hornafirði í 19 ár, frá 1886— 1905. Þá varð Þorgrímur hér- aðslæknir í Keflavík og hefir verið þar síðan, en sagði af sér embætti árið 1929. Hefir hjónaband þeirra staðið í nær- felt 48 ár og verið á allan hátt hið farsælasta og ástúðlegasta, svo að leitun er á sh'ku. Þau hafa eignast 6 börn, 5 syni og eina dóttur, sem öll eru á lífi: Björn verzlunarmaður, Þórð ur kand. filos., báðir í Reykja- vík, Lúðvík kennari á Jökuldal eystra, Ragnar enn í föður- garði, Einar í Vesturheimi, og Anna, ekkja Jóns heitins lækn- is Bjarnasonar í Borgarfjarðar- héraði. En auk þess hafa alist upp hjá þeim hjónum mörg önnur börn og unglingar bæði skyld og vandalaus, og unnu þau henni öll sem móður, enda reyndist hún þeim svo í bezta lagi. Frú Jóhanna var mjög fríð kona sýnum og hin mesta á- gætiskona í hvívetna. Mbl. ÚTFLUTNINGURINN. Samkvæmt skýrslu Gengis- nefndar nam útflutningurinn í maímánuði 2,039,970 kr. Út- flutningurinn frá 1. jan. til « maíloka nam 16,029,600 kr, en því fanst barnið meðvitundar- 15,438,940 á sama tíma í fyrra.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.