Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 6. JÚU 1932. HEIMSKRINGLA Að vísu er allmikið fé útistand- andi hjá söfnuðum, sem eiga að greiða fyrir prestsþjónustu, en þó eigi svo, að teljast verði óeðlilegt. Söfnuður sá, er mest skuldar, hefir haft mjög mik- inn kostnað af kirkjuaðgerð, og hefir það að vonum seinkað all- mikið öðrum greiðslum. En þess er vænst, að létt verði á skuld- um sem fyrst, eftir því sem komið verður við. Nefndin telur það vel farið að gerðir hafa verið upp reikn- ingar Beacon íh-ess fyrir sunnu- dagaskólabækur. Á nú félagið ail álitlegan forða af þeim bók- um, sem mest eftirspurn er eft- ir við skólahaid. En þegar þess er gætt, að söfnuðir hafa feng- ið á undanförnum árum allmik- ið af bókum, án þess að hafa greitt fyrir þær, þá mælist nefndin fastlega tii þess, að þeir reikningar verði jafnaðir sem fyrst, og að framvegis verði ekki afhentar bækur nema gegn greiðslu út í hönd. Á þingi þessu hafa komið fram bendingar um að nauð- synlegt muni vera, að hvetja efnilega námsmenn tii þess að leggja fyrir sig guðfræðinám. Verði úr þessu, er ekki ósenni- legt að þörf muni vera á sjóð nokkrum fyrir útgjöid, sem í sambandi við þetta kunna að verða. Vill því nefndin leggja áherzlu á, að mjög mikils er um það vert að auka sjóð félags- ins eins mikið og nokkur kost- ur er á á komandi árum. Fyrir því væntir nefndin þess, að stjórnarnefndin fari að öllu sem gætilegast með útgjöld. Og eina tillagan um bein útgjöld, sem nefndin gerir sjálf, er sú, að séra Ragnari E. Kvaran sé end- urgreiddur hluti af kostnaði sín- um í sambandi við flutning fram og aftur milli Manitoba cg Saskatehewan á árinu. — Leggur nefndin til að honum séu greiddir $100 í þessu skyni. Að endingu vil'l nefndin — en í henni eru menn úr flestum söfnuðum — geta þesjs, að henni þykir sjálfsagt, að söfn- uðir greiði samskonar tillag til félagsins, eins og þeir hafa greitt undanfarið ár. Undirritað: St. J. Scheving K. Kernested E. B. Johnson G. M. K. Björnsson. Björn Björnsson S. E. Bjömsson. Frh. DAVÍÐ J. JÓNASSON. Minning. Eg get ekki látið andlátsfregn þessa ágæta og sárt saknaða vinar míns svo um eyrun þjóta, að eg ekki minnist hans með nokkrum línum. Eg hefi svo margt að þakka og margs að sakna í sambandi við hann, að eitthvað af því verður að segj- ast. Eg kyntist honum fyrst vet- urinn 1913. Þá var hann söng- stjóri við Tjaldbúðarkirkju í Winnipeg, en eg var í söng- flokknum. Var eg þá tæpra 22 ára, umkomu- og mentunarlaus, en framgjarn. Af hendingu og án míns tilstillis, rakst hann þá á lag eftir mig, og varð það til þess, að hann þá þegar hændi mig að sér, talaði í mig kjark og hvatti mig til starfs og dáða. Og hann lét ekki sitja við talið eitt. Nei! Til að sýna áþreifanlega, að hann vænti einhvers af mér, lét hann syngja áminst lag í Skjald- borgarkirkju 1914. Var það fyrsta opinbera uppfærsla á mínum verkum. Og af því að eg var þá, sem oftast endrar nær, félaus, borgaði hann úr sínum vasa fj'ölritun lagsins. Frá því að við kyntumst, sem fyr segir, og þar til vorið 1915, að eg fór til Saskatchewan, var eg tíður gestur í húsi hans, og hiklaust Segi eg og skrifa, að af engum einum manni hefi lært jafnmikið og honumi Hann umgekst mig ekki með hroka stórbokkans, heidur með lítiJ- læti göfugmennisins. Hann hafði eitthvert undralag á að gera hvorttveggja í senn, að iáta mig finna hve erfiður listaveg- urinn er, og halda sjálfstrausti mjnu nægilega ;við, svo eg treysti mér tii að leggja út á hann ótrauður. Mér er 1 minni, hve glaður hann varð, er eg færði honum lag, sem eg réðist í að skrifa, sumpart eftir bendingum frá honum. Þóttist hann kenna þar ótvíræða framför. “Það verður ekki langt þar til þú semur stór verk,’’ sagði hann. Og hann sagði það á þann hátt, að eg i lifnaði aliur við, og fanst þetta vera spádómur, sem hlyti að rætast. Og þó lítt sé það fram komið, höfðu þessi orð eigi að síður góð áhrif á mig. Hann átti mikið af klassisk- um verkum og klassiskum hljómplötum. Lét hann mér það jafn heimilt og sjálfum sér, og stilti svo til, að eg gekk æ- tið hugmyndaríkari og starfs- giaðari út úr húsi hans en inn í það. Eg þykist varia þurfa að taka það fram, að vinátta okkar varð því heitari og inni- iegri, sem árin liðu, og hefi eg fátt tekið nær mér en að kveðja hann í fyrrasumar, þá er samvistum okkar sleit fyrij fuit og alt. Annars hefi eg vilja á að votta minningu hans þakklæti mitt og aðdáun, ásamt annars velgerðafólks míns síðar, — og heizt á eftirminniiegri hátt, ef hentugleikar standa til. En . í þetta sinn þykir mér ekki hlýða að fara frekar út í okkar pei-- sónuieg viðskifti og vináttu, þvi að eg get búist við að mörgum þyki það Jitlu skifta. En þess vil eg ibiðja menn, að leggja mér ekki út til mikillætis það sem hér að framan er ritað, þvi það er aðeins iátið uppskátt af þvi, að á þann hátt finst mér að eg geta lýst göfugmenninu betur en eg ella hefði tök á. Og svo til að árétta þá staðhæf- ingu, sem bygð er á reynslu minni: að eg get ekki óskað ungum og umkomulitlum list- nema meiri gæfu en að hitta og kynnast slíkum manni, sem Davíð Jónasson var. Vil eg þá í fáum pennadrátt- um snúa mér að því, sem al- menning varðar meira, sem sé starfi hans í þarfir íslenzkrai þjóðrækni og íslenzkrar tón- listar í Vesturheimi. Ber þess þá fyrst að geta, sem mörgum er kunnugt, og gefið hefir ver- ið í skyn hér að framan, að hann var óvenju músíkalskur og listrænn, og afar sjálfstæð- ur í skoðunum, svo sem raunar er títt um flesta sjálfmentaða gáfumenn. Öll hans tónlistar- starfsemi var háð í hjáverkum frá erfiðri handiðn, sem hann stundaði sér og sínum til fram- færslu. En við þessi hjáverk var hugurinn sífelt bundinn, enda varð honum mikið á- gengt. Mentunar aflaði hann sér mestmegnis með því, að sækja alla helztu hljómleika, sem haldnir voru í Winnipeg, og viða að sér öllu sem hann gat af góðum tónverkum, svo sem Oratorium, Óperum og alls- kyns söngverkum, og á síðari árum hljómplötum, og kyntist hann á þann liátt allvel Sym- phóníum, Kvartettum og öðrum orchestra verkum. Þessi ment- un hans, ásamt meðfæddum gáfum, gerði það að verkum, að hann var ágætlega dómbær á músík, og þá um leið vel fær til söngstjórnar, enda fékst hann mikið við söngstjórn á meðal íslendinga 1 Winnipeg á tímabilinu frá 1913 til 1925, og fórst það ætíð prýðilega. Vissi hann jafnan, hvað hann vildi, og framfylgdi þvi samvizku- samlégá, og var svo vandvirk- ur, að alðreí hauð hann upp á annað en góðán' söng. Enda eg varð honum flestum betur til með söngkrafta. Á tímabilinu frá 1914 til 1920 mun hann hafa verið nokkurn veginn stöðugur söngstjóri við Skjald- borgarkirkju, og hélt hann þá flesta eða alla veturna opin- bera hljómleika með söngflokk kirkjunnar, og utanaðkomandi kröftum. Lagði hann mikia á- herzlu á að ailur söngur færí fram á íslenzku, og lét í þvi i skyni þýða texta við ýmsa klassiska músík. M. a. við kóra úr “Messíasi” eftir Handel, “Davíðssálmum’ ’eftir Wenner- berg, Sextette úr “Lucia’’ eft- ir Donizette o. fl. Og veturinn 1917 kom hann upp alíslenzk- um hljómieik, og mun það hafa verið fyrsti hljómleikur vestan hafs með eingöngu ísJenzkum lögum. Það má óhætt fullyrða, að á þessu tímabili var Davíð aðal driffjöðrin, lífið og sálin í mús- íkh'fi Winnipeg-íslendinga, og það þarf engan hugsjónamann til að ímynda sér, að starf hans, jafntrútt og það var íslenzku þjóðerni, hafi borið mikinn þjóðernislegan árangur. Þar að auki mun flest sönghneigt fólk í Winnipeg, sem var honum samtíða um þetta leyti og fyr, eiga honum allmikið að þakka. Hann var svo fundvís á hvers kyns músíkalska hæfileika, og hJynti svo að þeim eftir fremsta, megni. Eitt af því, sem einkendi Da- víð sem mann, var yfirlætis- leysi. Honum var miklu hug- leiknara að upphefja aðra en sjálfan sig, og umbugað um að beita áhrifum sínum í kyrþey og hávaðalaust. Fyrir því mun það fleirum dulið en skyldi, hve mikinn þátt þetta dagfars- prúða og látlausa göfugmenni, hefir átt í þjóðernisbaráttu og þroskasögu Vestur-íslendinga. En við, sem þektum hann bezt, finnum með sárum söknuði, hví líkt ógnar skarð er komið i vestur-íslenzka hópipn, og hve mikið við og vastur-íslenzkt félagsh'f skuldum honum. Við vitum, að nú er í vaj hniginn einn sá af Vestur-íslendingum, hvers sæti mun því vandskip- aðra, sem maður virðir betur fyrir sér mannkosti hans og lífsstarf. Og bjart mun verða um minningu hans í huga allra þeirra, sem báru gæfu til að öðlast vináttu hans. Akureyri 7. júní 1932. Björgvin Guðmundsson 1 „ JÓN THÓRODDSEN. Ef minnast viltu í máli að von um mátt í sögu og dýrum óði, þá hafðu það í huga, góði, að horfa á Jón þinn Thórodd- son. Hann pilt og stúlku punti stráði, og plægði djúp af skálda ráði, að draga saman drós og hal, er drotnaði yfir fánýtt hjal. Hver hefir dregið stærri staf á stuðlaberg í fögru letri? Svo minnumst þess á miðjum vetri, að mætast skáld þá sögu gaf er kveikti ljós á Kyndilmessu og kann að hýsa alt að þessu; því síðan hefir birt á brá, bjartara þjóðin fékk að sjá. Þú sérð ‘ann líka sýslumann, í sóma krýndan valda lögum, og þeim að beita í ættlands högum; að Leirá þessu ljúft hann vann. Svo þökkum æðsta þanka í mætti, að þetta gafst af snildarhæ+ti. í máli fögru mat hann prýða þau mildu ljóðin sinna tíða. Erl. Johnson. LÍKING. Eg veltist með veraldar hraða og veit ekki neitt hvert eg stefni, sem maður í dulríkum draumi og dauðlegu sköpunarefni. E. J. 6 BLAÐSÍÐA LÖNGUN. Mig langar til ljóssins hins bjarta, og ljúfast að birtu þess gá, svo geisli þess helgi mitt hjarta og hátign þess dvelji mér hjá. E. J. HUNGURSNEYÐIN f KÍNA. 30 maí. Síðari uppskeran brást að mestu leýti í fyrra, en meira þurfti ekki til þess að hér yrði hungursneyð. Þar við bættust svo óeirðirnar í vetur. 10—20 þúsundir ræningja óðu um hér- aðið og gerðu sér far um að eyðileggja alla matvöru, svo hermönnunum veitti eftirsókn- in sem allra erfiðust. Þetta gerðist í febrúarmán- uði. Og síðan hafa mörg hundr- uð heimilslausar fjölskyldur reikað hér á milli bæja og þorpa. Enn þá hafa þó ekki verið gerðar neinar ráðstafan- ir til þess, að firrast almenn vandræði; tvennar skiljanlegar ástæður eru fyrir því: Kínversk yfirvöld gefa sig ógjarna að öðrum verkefnum en þeim, er bersýnilega hafa nokkurn pen- ingahagnað í för með sér. Og alþýðan hefir aldrei vanist á að sinna líknarstarfi. Það verður ekki (ofsögum sagt um það, hvað fólk leggur sér til munns, iþegar hungrið sverfur að. — Snemma var far- ið að drýgja matinn með mold og barkarmulningi, allskonar grösum og trjárótum. Skepn- um og alifuglum er búið að farga fyrir löngu; þá kemur röðin að áhöldum, húsgögnum og fatnaði. Þetta bera menn á bakinu til fjarliggjandi bæja og þorpa, og selja fyrir einhverja smámuni. Peningunum er auð- vitað varið til að kaupa ódýrar og skemdar matvörur. Að lok- um fer fólkið að rífa hiisin yfir höfðinu á sér, við og þakstein er ef til vill hægt að selja. En lítið verður þó úr þessu öllu saman: Á sölutorgunum er fult fyrir af allskonar skrani, sem altaf er að lækka í verði og aukast. En matvaran verður fáséðari dag frá degi og er gulls gildi. Þorpin leggjast í eyði hvert á fætur öðru. Beiningamenn standa fyrir hvers manns dyr- um og hrópa: “Kolian, Kolian ba-a, gi go fú-a-a!” (þ. e. mis- kunnið, miskunnið, gefið ölm- usu!) Verðgangur hefir eiginlega alt af verið“atvinnuvegur” auðnu- leysingjanna í Kína. Til þessa hefir hið opinbera ekki látið fá- tækramálin til sin taka. Nú eru þeir svo margir, sem komnir eru á vonarvöl, og svo nær- göngulir, að fólk sem annars er vant að reita eitthvað í betl arana, er hrætt um líf sitt og gefur þeim ekkert. Er þá fokið í flest skjól og er ekki annars að' vænta en að betlurunum gremjist að vera rændir réttind- um sínum. í bæ einum skamt héðan réðust nýverið þúsundir hungraðra manna á matvöru verslanir og opinberar bygging- ar, og hefndu sín grimdarlega. Mönnum er eins farið og rán- dýrunum að þvi leyti, að ýmist þyrpast þeir þar að sem alls- nægtir eru fyrir ellegar notfæra sér eymd annara og ræna likin Betlaraflokkarnir í Honan gætu sagt með Páli postula: vér er- um eins og komnir í dauðann og samt lifum vér — eins og fátækir, en auðgum þó marga.’ Það er ekki orðum aukið, að þeir hafa auðgað marga. Rán íknir menn hafa þyrpst að þeim úr öllum áttum og rúð þá og flegið: Selja þeim ofurlitla lífs björg fyrir okurverð, en kaupa fyrir smáræði hús þeirra og jarðir, áhöld og fatnað, konur og börn — enda er nú alt þetta gjaffalt. Hér er maður á þrítugs aldri blásnauður orðinn eftir barátt- tveggja ára og fataræflarnir, sem enn þá hanga á kroppnum, eru aleiga hans. Þegar alt var gengið til þurðar, seldi hann að lokum eiginkonu sína fyrir 16 krónur. — Mér dettur annar maður í hug nokkuru eldri. Hann er kinnfiskasoginn og augnatóptirnar ömurlega djúp- ar; hungrið hefir sorfið vöðv- ana af fótleggjunum. Hann heldur á veikum dreng á hand- leggnum, á að giska þriggja ára gömlum. Tveir synir hans vora einhversstaðar á verðgangi, en ekki veit hann hvort þeir eru lifandi eða dauðir. Dóttur sína og konu seldi hann sama manni, en konan fyrirfór sér daginn eftir að borgun fór fram. Tvo drengi höfum við tekiö að okkur í bili, bræður, þrggja og átta ára gamla; hungur og veikindi hafa rænt þá foreldrum jeirra báðum og þrem systkin- um. — Sama morguninn og jetta er skrifað, lá ellefu ára gamalt barn liðið lík hér fyrir utan dyrnar. Enginn kannaðist við það; harmsaga þessa elsku- lega litla sakleysingja verður aldrei færð í letur. Lögreglan selur beiningamönnum líkið í hendur og leyfir þeim að hirða fataræflana fyrir að sökkva því niður í einhverja gryfjuna fyrir utan. bæjarvirkin. Yfirvöldin hófust ekki handa fyr en bærinn var orðinn fullur af flökkulýð og öllum var aug- ljóst orðið að í óefni var kom- ið. Bæjarstjórnin hefir loksins gengist fyrir matgjöfum til h. u. b. 5,000 manns. En margir horfa undrandi á þessar mat- gjafir og spyrja: Hvað er þetta handa svo mörgum? Kristniboðarnir skutu saman nokkuru fé, og síðan 1. apríl höfum við daglega gefið á 4. hundrað manns 1 máltíð matar. Við höldum til í stórum hof- garði skamt frá kristniboðsstöð- nni. Þangað höfum við smalað gamalmennum, örmagna fólki og aumingjum, sem enga björg geta veitt sér. Einn daginn dóu 7, en annan 4. Þegar þetta er skrifað hafa að eins liðið svo tveir dgar síðan við byrjuðum jarna, að ekki hafi einn eða fleiri dáið. — Þrátt fyrir björg- unarviðleitni bæjarfélaga og ein stakra manna, er hætt við að hungursneyðin aukist mjög, >angað til hveitiuppskeran hefst í maímánaðarlok. Tengchow, Honan, China, 21. apríl, 1932. Ólafur Ólafsson. —Vísir. EIFFELTURNINN París í júní. Eiffelturninn er nú 45 smá- lestum þyngri en hann var i fyrra. Hann hefir sem sé verið málaður í vor, og málningin, sem á hann fór, vóg 45 smá- leistir. Eiffeltumjnn er enn þriðja hæsta mannvirki, sem reist hefir verið, að ens tvær byggingar eru hærri, Empire State og Chrysler byggingarn ar í New York. — Frakkneskir verkfræðingar skoðuðu Eiffel- turninn hátt og lágt snemma i vor og komust að þeirri niður- stöðu, að hann væri hvergi far- inn að láta sig. Sumir verk- fræðingar eru þeirrar skoðunar, að hann geti staðið heila öld til, en flestir hallast að þeirri skoðun, að eftir tvo til þrjá áratugi verði ráðlegast að rífa hann. Er því búist við, að Eiffelturninn verði rifinn eða bygður á ný fyrir 1950. — Turninn hefir verið málaður brúnn og gulur og eru Parísar- búar yfirleitt óánægðir yfir val inu á litunum, en verkfræð- ingarnir halda því fram, með tilliti til endingar, að þessir litir séu heppilegastir. — Amer- ískt firma bauðst til þess að mála turninn með svo kallaðri “aluminium málningu’’, en því tilboði var hafnað, því firmað NÝJA SJÁLAND OG ÁSTANDIÐ ÞAR. Óeirðir hafa verið tíðar í Nýja-Sjálandi á undanförnum mánuðum. I einu uppþotinu söfnuðust 4,000 manna saman fyrir utan þinghúsið í W’elling- ton og hófu grjótkast inn um glugga þess. Að því búnu æddi Hð þetta um borgina, braust inn í búðir og gerði þar mikil spjöll. Uppþot þetta leiddi af kröfugöngu, sem haldin var í mótmælaskyni út af þvi, að styrkurinn tD atvinnuleysingj- anna hafði verið lækkaður að tilhlutun ríkisstjórnarinnar og samþyktar ráðstafanir um að menn yrði að láta vinnu í té fyrir fjárgreiðslur ríkisins. — Samskonar uppþot urðu nýlega í Dundin og Auckland. Af eyðslusemi og óhófsstefnu þeirra, sem með völdin hafa farið í landinu, hefir leitt, að ó- eirðir eru í landinu, tíð uppþot og jafnvel blóðsúthellngar. Þeir, sem með völdin fóru, töldu þjóð inni trú um, að engin takmörk væri fyrir því, hve stór og dýr lán mætti taka til opinberra framkvæmda og til þess að greiða mönnum fé fyrir að sitja í iðjuleysi. Og nú sýpur þjóðin seyðið af þessari óviturlegu stefnu. Viðskiftalífið í landinu hefir aldrei verið í verra ásig- komulagi en nú. Svo freklega hefir verið gengið að skattgreið- endunum, að geta þeirra er stór lega lömuð. Mikill hluti tekju- og eignarskatts gengur til þess að greiða atvinnuleysistyrki, en jafnframt verður stöðugt meiri skortur fjár til þess að halda uppi atvinnufyrirtækjunum í landinu. 1 engin ný fyrirtæki er ráðist, ríkistekjurnar fara minkandi og atvinnuleysið eykst. Þetta eru afleiðingar ó- hóflegrar eyðslu og óhyggilegr- ar fjármálastefnu, þ. e. að taka lán á lán ofan og skattleggja borgarana til þess að geta hald- ið áfram fjáraustri til þess, sem engan arð gefur þjóðinni. Láns- traust ríkisins er þorrið og al- menningur hefir drukkið í sig þær skoðanir að ríkið eigi að sjá fyrir öllum borgurum landsins. Menn sjá eigi lengur sóma sinn í því, að sjá fyrir sér sjálfir. Sama hefir reynslan orðið í Englandi, Ástralíu, Newfound- landi og Nýja-Sjálandi. Það er hin dýrkeypta reynsla á fram- kvæmd socialistiskra hug- mynda. Það, sem læra má af þessari reynslu er það, að ef eyðsla ríkisstjórnanna heldur á- fram að vaxa þangað til þjóðar- auðurinn er að þrotum kominn, þá er stefnt í beinan voða og hrun fyrir ríkið og einstakling- ana og þjóðar-vansæmd.—Vísir SKRÍTLUR ætlaði sér að hafa auglýsinga- una við humgurvofuna. Dóttir, hagnað af tilboðinu.—Vísir. Samtai: Hvað er þessi bif- reiðaskattur sem bæjarstjóm- in í Winnipeg er að leggja á íbúana. Er það lausafjárskatt- ur, tekjuskattur, eða hvað? Nei, það er einn af þessum óbeinu sköttum, sem svo eru nefndir. Hvernig á að skilja það? Það er ofur auðskilið. Bif- reiðin borgar þá ekki. * * * Móðirin: Hvernig veistu að hann Sigurður elskar þig? Hef- ir hann sagt þér nokkuð um það? Hin fagra dóttir: Nei. En þú ættir að sjá, hvernig hann lítur til mín, þegar eg horfi ekki á hann. * * * Aldraður bóndi, kominn í hora- ið hjá framtakssömum syni sín- um, kvartaði undan nýbygðu steinhúsi sem reist hafði verið á jörðinni. Þótti gamla mannin- um nýja húsið rakt og sagga- fult, og umskiftin hin verstu úr gamla torfbænum. “Það var svo með gamla bæinn, sagði bóndi, að hann lak aldrei nema í rign- ingum, en hér er eilífur leki!’’ Mbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.