Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 7

Heimskringla - 06.07.1932, Blaðsíða 7
•WINNIPEG 6. JÚLÍ 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSÍÐa Nafnspjöld | Hinn framliðni Conan Doyle talar um framlíf og framtíð. Frh. frú 3. bla. legt: hinir heimsskautslegu eða norðlægu; hafa dulrænumenn J>essir mikla trú á norðrinu og búast við einhverjum, sem er nefndur Celui qui attend, sá sem bíður; búast þeir við mjög þýðingarmikilli fræðslu úr þeirri átt. Þessir menn hafa nú feng- ið samband nokkurt við Conan Doyle, einn maður úr félagi J>eirra tekið þátt í sambands- fundum í Lundúnum. Er sagt að skamt sé á milli tíðinda, og að boðskapur sá, sem Conan Doyle muni reyna að koma fram, verði um þá viðburði; er talið að gera megi ráð fyrir hinum stórkostlegustu breyt- ingum. Hygg eg að þetta sé rétt mælt. Tel eg vafalaust að fyrir miðja öldina sé stærri tíðinda von, en áður hafa orðið hér á jörðu. En hvort þessar gerbreytingar verða til góðs eða ills ,er undir því komið, hvort mönnum auðnast að læra að meta, eins og rétt er, sannindi, sem að vísu fyrst hafa verið í ljós leidd í landi, sem norðar- lega liggur á hnettinum. Er því óhætt að segja, að hinum frönsku dulrænumönnum ferst giftusamlega, er þeir horfa svo mjög í norðurátt; hefi eg sagt þeim, að mér sé ekki alveg ó- kunnugt um “þenna sem bíð- ur", og kenningar hans, og hefir því verið vel tekið, og hef- ir mér þó ekki virzt ástæða til að segja mikið af að sinni. — Býst eg við að rita síðar meir nánar um þessa frönsku norð- urhorfsmenn og það sem fram kemur í ritum þeirra. 14.—18. maí, 1931. Helgi Pjeturss. —Fálkinn. TIL RITSTJÓRA “BJARMA”, S. Á. Císlasonar í Reykjavík. Eg hefi séð blað yðar Bjarma frá 1. júní þ. á., og hefi eg litið yfir ófrægingar grein yðar. — Hún er, sem vænta mátti, í prestlegum skrúða kirkjunnar, og sómir sér vel í litla blaðinu yðar. Það er eins og yður finnist sem í höndum yðar sé hið ka- þólska kirkjuvald fyrri alda, l>egar þjónar kirkjunnar sviftu saklaust fólk fé og æru, og þóttust gera það til að full- nægja réttlæti Guðs (!!). . En, Ástvaldur minn, þér er- uð sannarlega heppinn, að hafa það ekki, því ekki mynduð þér hafa gætt þess valds betur en aðrir, eftir þessari grein yðar að dæma. Yður, sem öðrum,' er það kunnugt, að kirkjan bygði ekki úrskurði sína og dóma á sönnum grundvallarat- riðum nokkurs máls, er hún hafði eindæmi um. Réttar máls ástæður leit hún ekki á, en lét dómum og bannfæringum rigna eftir eigin geðþótta, þegar hana Iangaði til að rífa í sig hold og blóð annara. Sama bragðið virðist koma fram í munn yðar, þegar þér kallið mig falsara, án þess að láta yður detta í hug að færa nokkur rök fyrir þeim fram- burði yðar. Þér bara slengið dómi yðar á pappírinn, eins og þér væruð þar einvaldur liöfð- ingi allra kirkjulegra bannfær- inga, fyrri og síðari tíma. En gáið þér nú að, ef þér eruð ekki mjög heimskur mað- ur, sem eg vona að ekki sé, nú þá eruð þér bara hann Ást- valdur Gíslason í Reykjavík, og gefið út hann Bjarma litla. Látið yður því skaplega, mað- ur! Enginn verður nú upp- næmur þess vegna. Það þykir nú á dögum öllu meira um þá menn Ijóma, er færa góð rök fyrir máli sínu, og byggja þau á eins miklum sannleika eins og þeir eiga völ á. Þegar þér því komið með góð rök fyrir því, að eg sé þjófur og lygari, og byggið þau á sannsögulegum grundvelli hinna eilífu mála, þá er fyrst kominn tími til fyrir okkur, að ræða málið í bróðerni. Þér ætt- uð að vita það, Ástvaldur minn, að fólk með fullu viti tekur nú ekki lengur tillit til órökstuddra sleggjudóma. Það er og flest- um kunnugt, að hinn kirkju- legi kerlingareldur er nú útlif- að skar, þótt áður væri hann gorkúla, svo ekkert verður á honum bygt. Þetta þyrftuð þér að vita, svo þér lentuð ekki síðar í ein- hverri endurlausnar vilpunni með' þekkingarlausu fólki. Eg sá strax, að þetta yrði manni í yðar stöðu hin mesta smán. Því fanst mér það skylda mín að senda yður fyrsta og annað hefti “Vamarmála*’, þeg- ar eg sá þetta ömurlega and- lega ástand yðar. 1 fyrsta lagi er það óviðkunnanlegt mjög, að þér þurfið að fá ritin lánuð “austan af SkeiSum”, með því það ber líka nokkurn vott um, að þér séuð miður vel liðinn í Reykjavík, vilji enginn þar lána yður þau. í öðru lagi þurfið þér að hafa “Varnarmál við hendina, svo þér getið reynt að skilja sannleika eilífðarmál- anna, eins og hann mætir yður síðar. Hitt verður yður óbæri- leg skömm, og miklar kvalir líka, að þurfa fyr eða síðar að éta ofan í yður það, sem þér hafið sagt um þessi og önnur andleg mál. Svo gæti það líka tekið af yður margan óþarfa- snúninginn síðar, þegar þér, sem margir aðrir, er trúðu þjóð sögunum gömlu þaraa að aust- an, farið að leita uppi frelsar- ann yðar. Mörgum kynni þá að sýnast á útliti yðar, sem þér þyrftuð hans með, en hvað svo sem væri um það að tala, fyrst frelsarinn var, er og verður aldrei til. Þér segið í þessari biskups- lega skrúðklæddu ófrægingar- grein yðar, að eg steli nöfnum merkra manna á íslandi. Þér talið ekkert um að eg steli nafni Guðs sjálfs, og teiji opin- beranirnar verk hans. Finst yður minna til um það? Ef svo er, hvers vegna? Er það fyrir þá sök að kirkjan hafi frá upphafi vega sinna logið lýtum og skömmum upp á Guð, og að þér sjálfur hafið fylgt hennar dæmi, svo ástæðulaust sé að sakast um það? Er yður fremur lítið gefið um Guð, föð- ur lífsins? Jæja, hróið mitt. Það verður nú samt hann, sem finnur yður síðar og vísar yður til sætis en engrnn frelsari, því sú kenning er bara kerling- areldur þarna að austan. Hitt er annað mál, Ástvaldur minn, að maðurinn, sem var tengdur við þessa glæpsamlegu lygi um Guð, er góður og göfugur, en verður, sem allir aðrir, að leita hjálpar'og aðstoðar Guðs. Þér ættuð að reyna að skilja þetta í tíma, til ómetanlegs gagns fyr- ir yður sjálfan, því Guð ræður öllu, og hreint enginn annar. Það eru Guðs eigin mál, sem hér eru flutt, og erum við ó- hrædd í skjóli hans og vernd. Nú skal eg segja yður það í bróðerni, að af tvennu illu vildi eg heldur ljúga upp á menn en Guð sjálfan. Því vil eg segja yður, og öllum mönnum, að op- inberanir þær, sem “Varnar- mál’’ flytja, eru orð Guðs sjálfs, og skuluð þér lesa þær vand- lega, svo þér finnið, hvort nokk uð kirkjubragð sé að þeim. Nú skulum við segja, að þér fær- uð úr líkamanum á morgun, þá sæjuð þér undireins fyrstu opinberunina frá jörðinni, því nú eru rúmir tveir mánuðir síðan holdlaust fólk, sem hér hefir flækst um jörðina síðan það dó, fór að sjá hana í lofts- lagi jarðarinnar. Hvað verður svo næst? Þetta: ... Ef þér dveljið enn um nokkra stund í líkamanum, þá munuð þér geta lesið hana með lík- amlegum augum. Hvernig lízt yður nú á þessa staðhæfingu? Eg býst við að þér hrópið: Lygari, þjófur! Því það er siður kirkjunnar í svona málum. Þarfara teldi eg yður samt, að læra fyrst meira um eilífðarmálin og stjórn Guðs. Nú vil eg biðja yður að senda mér tafarlaust fult nafn og heimilisfang mannsins “austan af Skeiðum", sem þér hafið orðin eftir í ofannefndri grein yðar. Þetta gerið þér strax og þér hafið fengið þessa tilkynn- ingu, ella hlýt eg síðar að lýsa yður opinberlega ósann- indamann að þeirri sögu. Þá bað Þórhallur biskup fyr- ir þessi fáu orð frá sér: “Þú varst áður góður maður, Ástvaldur minn. Nú ertu sá, sem fellir þig sjálfan síðar. — Þórhallur Bjarnarjpon, áður biskup íslands.” Um hið fyrra veit eg alls ekkert, en hið síðara verður yður sannreynd. Jóhannes Frímann. 30 júní 1932. BRÉF TIL HKR. 3212 Portland St., Burnaby, B. C. Herra ritstj. Hkr.! Með yðar góða leyfi. Allir eru að biða. Og eftir hverju er verið að bíða? Eftir betri líðan fólksins í landinu. Og hvaðan vonist þið eftir þess- um bótum? Frá stjómum lands ins. Og hver hefir sett þessar stjórnir í hásætin? Eðlilega fjöldinn, því að atkvæðafjöldinn ræður. Með því að viðurkenna að fjöldinn hafi Bett stjórair til valda, viðurkennir hann, að hann sé valdur að sínu eigin böli. Eg er búinn að horfa á stjóra arfyrirkomulag þessa lands, með óskertu viti og óblindaður af flokksfylgi, síðastliðinn 40 ár, og ástæður þjóðarinnar er órækasti vottur stjórnarfyrir- komulagsins. Það er hlutur, er ekki lýgur. Það lítur út að bráðum verði kosningar í British Columbia, og hafa blöðin fært þær fréttir, að þar komi fram á orustuvöll- inn sex mismunandi flokkar, og geta menn gert sér í hugar- lund, hve afkastamikil sú stjórn yrði, úr svo góðu efni. Eg stend í þeirri meiningu, að þjóðin viti ekki sitt rjúkandi ráð, hvaða stjórn hún vill„ og væri fyrir peningavald þessa lands, að koma út með afl þeirra hluta, sem gera skal, og láta fara að vinna, því “þá hættu allir að þrefa um brauð, svo þögn yrði á himni og jörðu”. Eú eitt yrðu stjórnir landsins að gera, nefnilega það að sópa landið hreint af öllum kommúnisma, því hann kvað vera ákaflega ókristileg skepna. Hvað hefir sannast með rann- sókn á járnbrautakerfi þjóðar- innar. Það hefir sannast, að reksturinn hefir ekki borgað sig. Og af hverju? Af því aö hann hefir orðið of dýr. Hvort á þá þjóðfélagið heldur að gera, að láta brautakerfið grotna nið- ur og verða ónýtt, eða að læra að nota brautakerfið sér í hag? Eg óska að ritstjórinn og aðr- ir góðir menn svari þessu spurs- máli. Það má koma þessu spursmáli að fleiri atvinnu- greinum. T. d. síðan að hveitið lækkaði í verði, hafa bændur orðið í skaða; of dýrt að rækta hveiti. Hvort á nú lieldur að gera: Að hætta að rækta hveiti, eða læra að rækta það þjóðinni til fæðis og ágó$a? Ef atvinna þjóðarinnar í heild sinni getur ekki velt upp á einstaka menn og félög margra miljóna ágóða árlega, hvort á þá heldur að gera, að láta þjóðina liætta að vinna, eða læra það stjórnar- fyrirkomulag, er lætur þjóðina njóta ágóðans af sinni eigin vinnu? Hefir ekki neinum dottið í hug að spyrja sjálfan sig þess- arar spurningar: Hvað liggur fyrir öllum þeim þúsundum af mentuðu fólki, sem kemur frá háskólum þessa lands, frá hafi til hafs? Hefir það alt atvinnu til að byrja á? Og ef ekki, hvað verður um það? Og hér er þó sannarlega að tala um langstærsta farsældar spursmál þjóðarinnar. Haldið þið ekki, sem þetta lesið, að það mundi borga sig að ráða bót á þessu böli? Og ef það skyldi koma á daginn innan skams, að tím- inn væri að breytast, svo það yrði að fara að vinna fyrir lífið, en ekki gróðann. Því hver hungruð og klæðlaus persóna veit að það er ósatt, þegar ver- ið er að tala um þjóðarauð, þegar þúsundir hungra. Og ætti það að vera umhugsunarefni fyrir hina pólitísku stórlaxa, hvernig eigi að fara að, svo að það verði sannleikur, að þjóðin eigi auðinn. Eg býst við að þetta sé nóg að sinni. Heilsa máske upp á ykkur seinna. Vinsamlegast, Sigurður Jóhannsson. ENDURMINNmGAR Eftlr Fr. Guðmundsson. Frh. Eftir að fundurinn var úti, og þó ekki ætti að bjarga töðu- flekkjum undan regni, þá var þó nóg að gera, svo sem að kynnast nú nákvæmar þessum fræga sögustað landsins, og kynnast líka sem flestum at- kvæðamönnum og höfðingjum þjóðarinnar, sem þarna voru saman komnir. Eg vissi vel, að það var ekki að búast við mik- illi viðkynningu af hverjum ein- um á einni kvöldstundu, en “oft má af máli þekkja, manninn, hver helzt hann er". Þegar við sjáum manninn fyrst í fljótu bragði, þá gerum við okkur strax grein fyrir því, sem hann auðsæilega ber með sér, hvort hann er t. d. kraftamaður eða ekki, feiminn eða einarður, fríður eða ófríður, o. s. frv. En þegar maður er staddur á milli margra þeirra, er halda á alþjóðar velferðarmálum, þá langar mann ósjálfrátt til að kynnast ofurlítið hugarfarinu og hjartalaginu, skilningi og kærleika þeirra. Þetta afhenda sumir með yfirbragði og fyrsta handtaki, aðrir hafa þetta inni- læst, og gera aðra góða með því að geyma vel sitt. Það eru miningarnar, sem gera Þingvöll fagran og frægan stað. Það eru minningarnar um atburðina ótalföldu, eins og sögurnar leggja þá fram fyTÍr hugsun og skilning manna, og sem allir eru meira og minna bundnir við þenna stað. Já, það eru minningarnar, sem ryðjast fram og ávarpa hugsunina og skilninginn, og koma mönnum til þess að setja sig inn í aldar- hátt forfeðra sinna. Það leynir sér heldur ekki, að staðurinn er valinn af víkingslundinni, með vígaferlin fyrir augum. — Mér fanst að þessi þingstaður mundi hafa verið valinn allra mest fyrir tunguna á milli gjánna austan við vellina, og var mér sagt, að þar hefði lög- rétta verið, og sáust þar ljós merki fyrir dómhringnum. Mér fanst að þessi staður bera öfl- ugt vitni um réttarmeðvitund og sannleiksþrá forfeðranna, að geta sitið óhultir að öllum dóm- um. Hvergi á íslandi kom eg á nokkurn þann stað, er jafnað- ist á við þessa Lögréttu, þegar víkingslundin og gerræðin voru ógleymd. Það finst mér þó, að Ásbyrgi í Kelduhverfi í N.- Þingeyjarsýslu hafi hlotið að koma til greina sem annar lík- legasti þingstaður. Það má heyra á kvæði Jón- asar Hallgrímssonar: “ísland Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld«c Skrlfstofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk dóma. Br a75 finna & skrifstofu kl 10—1? f. h. og 2—6 e h Heimlli: 46 Alloway Ave TalNfml: 3315S DR A. BLONDAL 602 Medical Arts Bldg Talsíml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. — AtJ hitta: kl. 10—12 « * og 3—5 h. Helmtll: 806 Victor St. Sími 28 130 Dr. J. Stefansson 21« MKDILAL AKTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Standar flnRöngu augna- eyrna nef- of kverka-aJAkdðma Er afl hltta frA kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talaimi: 2IK34 Hetmlll: 638 McMlllan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldp. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAXi ARTS BLDG. Simi: 28 840 Heimilis: 46 054 farsældar frón”, að honum þyk- ir ekki mikið til náttúrufegurð- arinnar koma á Þingvöllum. — Hann er kominn yzt út í sjón- deildarhringinn, þegar hann segir: “Landið var fagurt og frítt, fannhvítir jöklanna tindar, himininn heiður og blár, hafið var skínandi bjart.” Þannig fór fyrir mér. Eg hafði séð marga staði á land- inu miklu tilkomumeiri og feg- urri. En það var fortíðar ald- arhátturinn, sem þessi staður fullnægði bezt. Eg kom heim á prestsetrið á Þingvöllum, þar sem fögur út- sjón er yfir Þingvallavatn. Það var dásamlega fagurt kvöld, logn og blíðviðri, en mik- il Maríutáza á vesturloftinu, og því ekki sólskin. Við stóðum fjórir saman á Lögréttu, sinn af hverju landshorni, eg nyrst og austast af landinu, annar fulltrúi ísfirðinga, Halldór að nafni, mig minnir frá Ruðamel, fulltrúi Dalasýslu, Jón á Hóli, og fulltrúi Rangvellinga, Tómas á Batkarstöðum. Enginn okk- ar hafði komið þarna fyr, og við vorum að reyna að tala saman um þenna hjartapúnkt landsins og þjóðarinnar, fyr og nú. Við færðum dálitlar rokur sjálfum okkur til gildis, mint- um á sinn atburðinn hver úr sögunni, og svo smá dró af okk- ur, og orðin, sem hrukku á stangli, voru eins og utangátta hjáræna. Við vorum allir ann- ars hugar, en vildum þó líta út eins og spekingar hver fyrir öðrum, nema Jón á Hóli. Hann var okkar minstur og kanske óásjálegastur, gamall maður og hvítur fyrir hærum. Eg fékk á- stæðu til þess að halda, að hans innri maður væri okkar stærst- ur. Hann var auðsjáanlega hálf- eyðilagður yfir því, hvað við hinir vorum litlir og takmarkað- ir. Þetta varð svo tilfinnanlegt, af því okkur fanst við naumast þurfa að taka hann til greina. Við vorum allir með þingstað- inn fyrir augum, líklega með til- liti til einhvers staðar, sem við þektúm áhrifamestan á landinu, Frh. á 8 bls. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 24 587 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINOAB á oðru gólfi 325 Maln Street Tals. 24 963 Hafa einnig skrifstofur aO Lnudar og Gimli og eru þar aO hitta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuOt. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenzkur Lögfræðingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL aelur Ilkklstur og ann&st um ðttar- Ir. Allur útbúnahur aú bntl. Bnnfremur selur ,hann allskonar mlnnisvarba og legsteina. 843 3HKRBROOKE 8T. Phonei S6BOT WIN8IFIO HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. O. 8INP90N, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset BUc. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHBR OF PIANO tM4 BANNINO ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Simi: 23 742 Heimllis: 33 328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— B.gfa(t and Fnrnltnre Motlac 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. fslenzkur Iðgfrieblngur Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 24 471 DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. TalRfmli 2H889 DR. J. G. SNIDAL TANNL.EKNIR 614 Someriet Block Portajcc Avenne WINNIPBQ BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stillir Pianos og Orgel Siml 38 345. 594 Alverstohe St.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.