Heimskringla - 10.08.1932, Síða 6

Heimskringla - 10.08.1932, Síða 6
6 BLAÐSÍÐa HEIMSKRINGLA WINNIPEG 10. ÁGÚST 1932. Á HÁSKA TÍMUM ; Saga frá uppreisninni á Indlandi. Eftir GEORGE A. HENTY Nokkrir af Sepoyum andæfðu þessu með með frekju, en Por Sin^ og félagsbræður hans allir stóðu fastir fyrir, og vatð því sú niður- staðan, að Sepoyar féllust á þessi úrslit máls- ins, eða þeirra æðsti umboðsmaður á fund- inum. “Við erum mótfallnir þessum samningi,’’ mðelti hann, “en úr því að þið eruð allir sam- mála, verðum við að sveigja fyrir, og lofum að framfylgja þeim samningi, er þið gerið.” “Hvaða tryggngu heimtið þið?” spurði Por Sing og sneri máli sínu til Bathursts. “Við erum ánægðir, Rajah,” svaraði Bat- hurst, “ef þú vilt vinna eið að því, að vernd- að skuli líf okkar innan okkar húsveggja, og að þú sjáir um að við fáum að fara óhindr- aðir niður um landið. Við berum fult traust til drengskapar aðalsmannanna frá Oude, og álítum því eiðstaf ykkar ákjósanlegustu trygg- ingu.” “Eg gef þann eið, og allir mínir vinir með mér,’’ svaraði Por Sing. “Eg skal út- vega ykkur báta í kvöld fyrir ykkur að ferð- ast niður eftir fljótinu. Eg skal ljá ykkur valda stríðsmenn, til fylgdar niður að fljót- inu, og skal verða í þeirri för sjálfur, og sjá til að þið komsit heilu og höldnu í bátana. Eg skal þá gefa ykkur vegabréf, og í því biðja um venjulegan farargreiða fyrir ykkur. Og meira að segja, eg skal senda son minn með ykkur, til þess að hann geti skýrt landsmönn- um mínum frá, að drengskaparorð mitt hafi verið lagt við að þið fengjuð að ferðast farar- tálmalaust. Svo skal eg þá vinna minn eið, og vinir mínir gera það líka, og eg vona, að fynr liðar Sepoya, sem hér eru, sjái vænst að vera með í því.’’ Bathurst þýddi nú fyrir Doolan orð að- alsmannsins, og bætti því við, að hann sæi ekki að hann gæti gert betur en þetta. “Og það efa eg ekki,’’ sagði hann að lyktum, “að honum er alvara að efna þessi heit sín.’’ “Hann er ágætis karl þó hann sé heið- inn,’ svaraði Doolan. “Seg honum, að við 'göngum að þessum kostum.” Bathurst kunngerði Por Sing svarið, og gekk hann þegar að að vinna eið samkvæmt umtöluðum samnir.gi. Hinir höfðingjarnir frá Oude gerðu það sama, og svo gerði líka um- boðsmaður Sepoya og hikaði ekki við. Að þessu búnu lofaði Por Sing að útvega nokkr- ar kerrur, og hafa þær til næsta morgun, til að flytja fólkið og farangur þess niður að fljótinu, en það var í átta mílna fjarlægð. “Þið megið sofa í friði í nótt,” sagði karl að skilnað. “Eg skal setja valda menn á vörð umhverfis hús ykkar, og sjá til að ykkur verði ekki gert neitt ónæði.” Eftir að hafa samið um ýms smáatriði í sambandi við þetta mál, héldu þeir,Bathurst heim aftur í húsið, og eftir litla stund kom sonur Por Sings og þrír unglingspiltap með honum, synir höfðingja frá Oude. “Við erum komnir í því skyni, að þið haldið okkur í gíslingu,” sagði sonur Por Sings við Bathurst, er gengið hafði á móti þeim. “Faðir minn bjóst við að Sepoyar, eða aðrir, kynnu að ónáða ykkur, og sagði, að værum við í haldi hjá ykkur, mundu okkar menn þeim mun betur andæfa Sepoyum, og sjá um að samningum verði fylgt.” “Það er sönnun fyrir manngæsku og hugsunarSemi föður þíns,” svaraði Bathurst.. “Því miður hö.fum við lítil þægindi að bjóða ykkur, en nóg er af mat og drykk.” Nokkrir af vinnumönnunum voru nú fengnir tii að reisa sólhlíf úr tjalddúkum uppi á þekju. í þann tjaldskála var svo fært borð, stólar, legubekkir, og Bathurst tók að sér að sitja hjá gestunum og spjalla við þá. . Þegar hann kom upp á þekjuna, þótti hon- um vænt um að þessi varúð hafði verið tek- in, því með kíki sínum sá hann greinilega, að róstusamt var hjá Sepoyum. Menn hnöppuðu sig þar saman og hropuðu og kölluðu, og létu ófriðlega, og sumir jafnvel hleyptu af byssum sínum í áttina til hússins. Það leyndi sér ekki, að þessir menn voru óánægðir me& úrskurðinn. En Por Sing lét ekki hér staðar numið. Að lítilil stundu liðinni kom fram fylking af Oude-mönnum, fleri hundruð að tölu, og umkringdu húsið og garðinn. Og svo þegar fylking Sepoya nálgaðist og fór ó- friðlega, þá sá Bathurst að móti þeim gekk fyrirliði Oude-manna, og benti fyrst á húsið og síðan á fallbyssukerfin umhverfis — og Bathurst þóttist vita, að hann væri að segja iþeim að sonur Por Sings og aðrir höfðingja- synir væru í haldi á húsþekjunni, og ef þeir hefðu nokkurn ofstopa í frammi, skyldi fall- byssum Oude-manna hlífðarlaust miðað á Sepoya, en ekki á húsveggina. En hvað sem það nú var, sem Sepoyum var sagt, þá hreif það. Þeir sneru við og héldu heim aftur að búðum sínum. Það tók ekki nema litla stund fyrir hvern um sig að búa sig til brottferðar. Það var i samningnum heimtað hverjum einstökum, að taka með sér alt sem hann átti sjálfur, en svo komu menn sér saman um að taka ekki nema sem allra minst, því það mátti búast við að þröngt yrði á bátunum, og að auki minni hættan á ráni, ef lítið væri af fémæti í för- inni. “Hvað segirðu nú um útlitið, Bathurst?” spurði doktorinn, er þeir settust niður á sandpoka uppi á þekju, seint um kvöldið og voru tveir saman. % “Eg held við sleppum skaðlaust, ef við komumst fram hjá Cawnpore,’’ svaraði Bath- urst. “Það er enginn stórbær meðfram fljót- inu fyrir neðan Cawnpore, svo eg held þeir ráðist ekki á okkur á þeirri leið, enkum af því þeim er ljóst að okkar menn eru að safna sam- an liði í Allahabad.’’ “Já,’’ svaraði doktorinn, “en hvað um Nana Sahib?- Að dæma af því hvernig hann rauf öll sa'n heit og alla sína eiða, í Cawn- pore, þá er ekki líklegt að hann viðurkenni þann samning, sem hér hefir verið gerður.’ “‘Við verðum að smjúga framhjá Cawn- pore í myrkri, stýra sem næst bakkanum, sem fjær er borginni, liggja niður í bátun- um, svo ekkert bæri á okkur og láta svo strauminn bera okkur. Það er helzta vonin, því þar er fijótið svo breitt. Og þó einhverjir kynnu að koma auga á bátana, þá eru bát- arnir svo lítið og óvíst skotmark í myrkri, að það ætti ekki að saka. Og svo er hér um svo fátt. fólk að gera, að það er ótrúlegt, að þeir leggi mikið kapp á að höndla okkur.’’ “Mér iízt ekki neitt vel á sár majórsins, Bathurst,” sagði doktorinn. “Það hefir alt ver- ið öfugt við það sem skyldi. Hitinn úti, svækj- an og loftleysið inni, og áhyggjur hans út af ástandi okkar. Hann er mjög máttlítill. Eg efa að hann lifi þangað til við náum til Alla- habad.” “Eg vildi að þú reyndist óþarflega hrædd- ur, doktor,” .svaraði Bathurst, “en satt er það að mér fanst hann lakaði nú fyrir klukku- tíma síðan. Hnignunin var svo auðsæ á and- liti hans, að mér varð bylt við. Hann e^r ágæt- is drengur. Það hefði enginn getað verið mér betri en hann.' Eg vildi að eg gæti skift við hann.’’ “Hú!” sagði doktorinn. “Eg sé nú ekki ástæðu til að vandræðast um það, af því mér sýnist óvíst að nokkurt okkar komist lifandi til Ailahabad. En hvað skyldi vera orðið af vini þínum, töframanninum? Eg hélt að hann mundi máske koma og tala við þig í dag.” “Eg átti ekki von á því,’ svaraði Bathurst. “Eg býst við að^hann hafi farið, eins langt og hann þorði á fundinum í dag. Hann er ef til vill að reyna að sefa ofstopann. Það get- ur líka verið að hann hafi farið til Cawnpore á fund Nana Sahib, þó mér þyki líklegra að hann verði hér í grendinni þangað til hann veit, hvort við komumst í bátana heilu og höldnu, eða ekki.” ‘Þar kemur Wilson!” sagði doktorinn. “Það er vænn piltur, og þykir mér vænt um að hann hefir sloppið ómeiddur til þessa.” “Þar erum við samdóma,” svaraði Bat- hurst glaðlega. ‘Við erum hérna í hominu Wilson!” “Það átti eg von á að þið húktuð hér úti í horni og reyktuð,” sagði Wilson og tók sér sæti hjá þeim. “Það er sú voða svækja niðri, og kvenfólkið er í óða önn að taka dót sitt saman, og af því eg gat ekki rétt neinum hjálparhönd, datt mér í hug að koma upp hingað og fá mér ferskt loft, — ef annars maður getur kaliað það ferskt. Fyrir mitt leyti vildi eg eins vel sitja uppi yfir op- inni saurrennu — óþefurinn er svo ofboðs- legur. En hvað alt er nú kyrt og hljótt! Það er hreint óeðlilegt, að mér finst, eftir að hafa húkt hér í þrjár vikur og hlustað á hvininn í kúlunum, sem flogið hafa aftur og fram, á fallbyssuhvellina og brothljóðið, þegar kúlurn- ar voru að mölva steinveggina eða kubba sundur bjálka og trjávið. Mér finst endilega að þessi kyrð og þögn sé einhver fyrirboði. Eg held helzt að eg sofni ekki dúr í nótt í þessari kyrð. En skotdynkjunum var eg orð- inn svo vanur, að þrátt fyrir þann ofboðs glymjanda, gat eg varla haidið opnum aug- unum. Eg venst líklega þessari þögn með tímanum, en nú sem stendur fiilst mér hún svo óeðlileg, að eg get engrar ánægju notið.” “Eg ræð þér nú til að sofa vel í nótt, ef þér er það mögulegt,” sagði doktorinn. “Því það er óvíst að svefnsamt verði fyr en til Allahabad kemur.” “Já, eg geri ráð fyrir því,” svaraði Wil- son. “Það verður skemtilegt að kúldast f bát- unum, eða hitt þó heldur! En mig langar til Allahabad. Það er von mín að fá þar að ganga í eina eða aðra herdeild, sem ætlar hingað upp eftir, og leggja þannig hönd á að berja á þorparaiýð þessum, eins og hann verðskuldar. Eg vildi gefa árslaun mín til þess að ná Nana Sahib með sverði mínu. Ósköp eru að hugsa um fréttárnar frá Cawnpore, og það að þessi' hund-tyrki skuli nú hafa enskar konur og böm í hundraða tali á valdi sínu. Það verður gam- an að lifa, þegar okkar menn koma af hergöngu til Cawn- pore!” RobinlHood FLÖUR BRAUÐ ÚR ROBIN HOOD MJÖLl ER ÓDÝRASTA FÆÐAN “Teldu ekki ungana fyr ^ n ^ M n en þeir eru skriðnir úr eggj- —— unum, Wilson,” sagði doktorinn. “Eg hugsa nú ekki lengra en það, að komast klakklaust fram hjá Cawnpore annað kvöld.” “Já, eg hefi nú hugsað um það líka,” svaraði Wilson. “Úr því Nana Sahib mat að engu alla hans eiða, þá er líklegt, að hann meti léttvægan samning okkar í dag.” Wilson til hughreystingar sagði Bathurst honum, hvernig þeir gerðu ráð fyrir að laum- ast fram hjá Cawnpore í náttmyrkri, og end- aði með þessum orðum: “Þa^ð vill nú svo vel til líka, að tunglskin er ekkert þessi kvöldin, og af því fljótið er breitt og bátarnir slæmt skotmark, enda um hádag, finst mér það hljóti að vera hrem tilviljun, ef nokkur þeirra kúla lendir í bátn- um.” “Það, með öðrum orðum, verður ekki betra að hæfa okkur en tígrisdýr í myrkrinu!” sagði doktorinn. “Já, en nú er eg búinn að fá talsverða reynslu síðan, doktor,” sagði Wilson hlæj- andi. “En hvað langt sýnist liðið síðan! Mér finst það hljóti að skifta árum.” “Satt er það,’ ’svaraði doktorinn, “enda er réttast hér að telja tilfellin, en ekki dag- ana. En eg held eg fan nú að halla mér; ætl- ar þú að koma, Bathurst?” “Nei, eg gæti ekki sofnað,” svaraði Bat- hurst. “Eg sit hér til morguns. Eg vona að öllu sé óhætt, en það er ekki gott að segja, upp á hverju Sepoyar kunna að taka.” Nóttin leið svo, að ekkert gerðist. Und- ireins og lýsti af degi, sáust átta uxakerrur nálgast húsið, og umhverfis þær traustar vörð ur af Oude-mönnum. Hálfum tíma síðar var búið að raða farangrinum í kerrurnar, og búið að hagræða sjúklingum öllum á hálmbeðum i þeim kerrum, er til þess voru ætlaðar. Sunit af konunum og öll börnin settust líka í kerr- urnar, en þær Mrs. Doolan, Isabel og Mary Hunter, sögðust heldur vilja ganga stundar- korn. Það var samið um að öllum skyldi heimilt að bera með sér vopn sín og skot- færi, enda tóku karlmennirnir tíu, sem færir voru til gangs, rifla sína með sér og skotfæri nóg. Og pístólur höfðu ailir, auk heldur kon- urnar. Rétt áður en haldið skyldi af stað, kom Por Sing ríðandi, og með honum nokkrir að- alsmenn. “Eg ætla að fylgja ykkur niður að fljót- inu,” sagði hann. “Hafið þið nú tekið nægan vistaforða með ykk’ur? Það er betra að vera svo birgur að þið þurfið ekki að stanza til að kaupa mat á leiðinni.” ' • “Við verðum að vona að ■ þetta ferska ( loft hressi hann við. Það var varla mögulegt, að nokkrum manni gæti batnað heilsa þarna í húsinu. Loftið þar, bæði úti og inni, vax banvænt orðið fullhraustum manni, hvað þá sjúklingi.” Isabel gekk meðfram kerrunni, er frændi hennar lá sjúkur í, og eftir litla stund settist hún upp í kerruna hjá honum. Um -leið leit doktorinn á hann og hristi höfuðði um leið og hann sneri sér frá. “Er ekkert hægt að gera fyrir hann, doktor?" spurði Bathurst í lágum rómi. “Ekkert,” svaraði doktorinn. “Það hefir dregið af honum síðan í morgun, en svo er ekki ómögulegt, að hreint loft og hreyfiug hafi bætandi áhrif, og að honum endist þi’ek. til að yfirbuga sýkina. Sár hans er skaðvænt, en ef kringumstæðurnar hefðu verið ööru- vísi, hefði það aldrei skapað honum aldur. En eins og alt er, tel eg tvísýnt að hann lifi, þó eg vilji ekki segja henni það.” Eftir þriggja stunda ferð, kom lestin að fljótinu, og biðu þar tveir stórir indverskir róðrarknerrir við bakkann. Farangur allur og sjúklingar voru tafarlaust færðir í bátana. Sjúklinganir allir voru í öðrum bátnum, og hjá þeim var doktorinn og Bathurst, fjórir borgarar, og þær Isabel, Mrs. Hunter og Mary dóttir hennar. Áður fen bátarnir voru leystir frá landi, var Por Sing og félögum hans innilega þakk- að orðheldnin og drengileg fylgd, og fékk Bathurst honum að auki þakklætisvpttorð, er allir flóttamennirnir höfðu ritað undir. “Ef svo skyldi fara,” sagði Bathurst við hann, “að við náum aldrei til Aliahabad á lífi, þá verður þetta vottorð hlífiskjöldur þinn, þegar brezkir herflokkar koma upp hingað. En gangi ferðin vel, lofa eg því, að við skulum skýra svo frá málum, að eg held mé’r sé ó- hætt að ábyrgjast, að hluttaka þín í uppreisn- inni verður fyrirgefin.” Bátunum var nú hrundið frá landi og ferðin hafin. Það voru yfir 40 mílur til Cawn- pore eftir fljótinu, og nú var klukkan ellefu. Fljótið var straumlítið, en bátarnirsökkhlaðn- i r og þungir undir árum. Það var því sjálf- sagt að gera ráð fyrir hægri ferð, en samt var vonað, að með kappi mætti fara fram hjá borginni laust fyrir dagrenning morgun- inn eftir, Ræðurunum var þess' vegna lofað vænu aukagjaldi fyrir vinnuna, ef þeir kæmust ofan fyrir Cawnpore áður en lýsti af degi næsta morgun. Bathurst fullvissaði höfðingja þessa, að þetta hefði verið gert. Var svo hafin ferðin, og fylgdu þeir höfðingjarnir og fjögur hundruð valdir hermenn frá Oude, sem lífvörður. Lest- in var ekki nema skamt komin frá húsinu þegar Sepoyar voru famir að hrinda hver öðrum, í þeim tilgangi að verða fyrstir inn í húsið og safna herfangi. “Mkil ánægja hefði mér verið að hella úr sumum flöskunum mínum ofan í vínbrús- ana og kvartelin,” varð doktomum að orðí, er hnan sá æði þeirra að komast inn í húsið. “Það hefði máske ekki verið vel samkvæmt læknisstöðu minni, að gera það, en góðverk hefði það samt verið.” “Nei, nei, doktor, það hefðir þú nú aldrei gert, að gefa heilum herskara in neitur!" sagði Wilson hlæjandi. “En á hinn bóginn hefði eg ímyndað mér, að samvizka þín hefði leyft þér að gefa þeim inn vænan skamt af uppsölumeðali.” “Samvizkan hefir ekkert við það að gera, svaraði doktorinn. “Þessir náungar eru frá Gáwnpore og hafa sjálfsagt tekið þátt í mann- dráputíum þar. Samvizka mín hefði þess vegna verið ósköp róleg, þó eg hefði drepið þá alla á eitri,, eða slegið seinvirkum eldi í púður- húsið og sprengt þá alla í loft upp og tætt þá sundur ögn fyrir ögn, en það hefði ekki verið stjórnfræðilegt bragð undir kringum- stæðunum, og af því maður gat ekki átt víst að gereyða öllum hópnum. — En um hvað ertu nú að hugsa, Miss Hannay?” “Eg er að hugsa um að mér sýnist frænda hafa förlað síðan í gærkvöldi," svar- aði hún. “Eða hvað sýnist þér, doktor?’’ Það var lítið um samræður^ og því síður kátínu í bátunum. Þegar nú loksins að þetta langvarandi stríð var um garð gengiö, fann hver um sig átakanlega til afleiðinganna af þeirri löngu áreynslu. Doktorinn var oftast að' stumra yfir sjúklingunum, og Isabel sat alt af við flet frænda síns, og var ætíð viðbúin að gefa honum matskeið af kjötseyði, er hún tók með sér í bátinn, éða væta varir hans í brennivínsblöndu. “Eg er mjög hræddur um að eg komist ekki til Allahabad, Isabel,” sagði majórinn einu sinni, “og reynist það nú, þá haltu áfram ferðinni til Calcutta og farðu þar á fund Ja- mieson and Son. Þeir eru umboðsmenn mímr og þeir fá þér peninga sem nægir þér á heim- ferðinni. Þeir geyma líka erfðaskrá mína, og umboðsmenn mínir í London samrit af henni. Eg lét gera hana tvíritaða, ef slys kynni að bera að höndum.” “Æ, talaðu ekki svona, frændi minn!” sagði Isabel. “Þér batnar nú, fyrst þú losnaðir úr þessu óþverrabæli. “Eg losnðai þaðan of seint tíl þess, góða mín, að eg held,” svaraði majórinn. En víst vildi eg mega lifa ögn lengur þín vegna. 'En það gleður mig að framtíð þín er björt og fögur, ef þú vilt að svo verði, eða svo finst mér. Hann er göfugur og mikill maður, Isa- bel, þrátt fyrir þessa vandræða taugaveikl- un.” Þessu svaraði Isabel engu, en hún gaf majórnum til kynna, að henni væri ljóst við hvað hann ætti, með því að þrýsta ofurlítið að hendi hans. Það var tilgangslaust að fara að segja honum, að það sem hann hefði í huga gæti að öllum Iíkindum ekki komíð fram.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.