Heimskringla - 31.08.1932, Side 1

Heimskringla - 31.08.1932, Side 1
AMAZINC NEWS PHONE 37 266 DRESSES Beautifully Dry Cleaned and Pressed up. $1 Peröís MEN! YOUR CHANCE K«PU"I|SU ITS * * 11 Dry Cleaned * * and Smartly Service 11 Pressed PHOKB 37 266 Pei'öis XLVI. ÁRGANGUR. WXNNIPEG MIÐVIKUDAGINN 31. AGUST 1932. NUMER 49. PRÓF. HELGI JOHNSON STADDUR í BÆNUM í Winnipeg er staddur um }>essar mundir próf. Helgi John- son, kennari við Rutgers ríkis- háskólann í New Jersey. Er hann að heimsækja foreldra sína, en þau eru hin velþektu hjón Gísli Jónsosn prentsmiðju- stjóri og Guðrún Finnsdóttir. Hann kom alla leið í bifreið, og lagði þó nokkra lykkju á leið sína, með því að fara til Tor- onto. En þar var systir hans stödd, ungfrú Bergþóra John- son barnaskóla-kennari frá Win nipeg. Kom hún með bróður sín- um að austan. Vegalengdin mun vera alt að því 2,200 mílur hingað frá New Jersey þ. e. a. s. þegar farið er til Toronto. Ástandið í bæjum syðra kvað próf. Helgi Johnson mundi svip- að vera og hér. Menn virtust að vísu vonbetri um að fram úr kreppunni færi að rætast, en auðvitað leiddi ekkert, nema tíminn í ljós, við hvað það hefði að styðjast. Mr. Johnson gerir ráð fyrir að leggja af stað héðan aftur næstkomandi mánudag. Sagðist hann ekki hefði neitt á móti því haft ,að dvelja meðal landa hér um tíma, en kensla í há- skólanum, sem hann starfar við, hefst um 20. september, svo til annars en að komast suður vinst ekki tími úr þessu. ÞJÓÐÞRIFASAMKEPNI Á þessu sumri efndi C. N. R. félagið til þjóðþrifasamkepni meðal útlendinga í þessu fylki. Mun félagið hafa gert það áður, en tilgangurinn með því er sá, að efla framfarir í bygðum út- lendinga í þessu fylki bæði í búnaði og öðrum þjóðfélagsmál- um. í þessari samkepni tóku alls þátt 13 bygðarlög. Er eitt þeirra íslenzkt, Bifröst-sveitin. Hafa menn frá félaginu verið að ferðast um þessar bygðir til að kynnast framförum þeirra. Fóru þeir nýverið til Bifröst. Var þeim fylgt um bygðina og sýnt það sem þá fýsti augum að líta. Að því búnu var efnt til voldugrar veizlu fyrir þá í Ár- borg. Skal hér ofurlítið á þá samkomu minst, máli þessu til frekari skýringar. Veizlustjóri var G. O. Einars- son. Að máltíð lokinni fóru fram ræðuhöld, kvæða upplest- ur og söngur. Rakti B. I. Sig- valdason oddviti, framfarasögu bygðarinnar í ýmsum greinum. Kvæði eftir Guttorm J. Gutt- ormsson, sem þýdd höfðu verið á ensku, voru og lesinn upp af Mrs. F. Danielsson og var það mjög vel rómað af áheyrendum. Mrs. E. Johnson flutti þar ræðu um framfarirnar á starfsviði kvenna og I. Ingjaldson mintist á starfsemi bygðar- manna í samvinnumálum. Söng flokkar úr bygðinni sungu þar einnig. Að þessu öllu loknu tóku gestirnir til máls. Fyrst og fremst dómaramir. En þeir voru þrír: Dr. McKay yfirkenn- ari Manitoba háskólans, og Bro- ther Joseph frá St. Boniface og Mrs. Watt frá Birtle, Man., fyr- verandi forseti Women’s Insti- tute of Canada. Létu allir dómar arnir í ljós ánægju sína yfir því, sem fram fór. Mintist Dr. Mc- Kay skáldsins G. J. G. og þess hve sú bygð væri lánsöm sem ætti slíkt skáld. Hann fór og fögrum orðum um skáldhneigð fslendinga og gáfur. Með dómurunum voru tveir menn frá C. N. R. félaginu. Voru þeir Mr. Kirkwood og Mr. Jakob Kristjánsson. Þá var kona þar frá blaðinu Manitoba Free Press, ungfrú Haig, systir J. T. Haigs þingmanns í Winni- peg. Samkepni þessari er ekki nærri enn lokiö og dómararnir eiga eftir að heimsækja nokkr- ar bygðir ennþá. Hvaða dóm Ný-íslendingar fá og hvort að þeir hafa nú sýnt, að þeir standi í þjóðnýtilegum skilnnigi öðrum útlendum þjóðum á sporði, eða eru þeim framar í ýmsum grein- um, eigum við nú eftir að heyra. MERK KONA DÁIN Þann 12. ágúst síðastl. and- aðist í Limerick, Sask., ekkjan Ásta Jósafatsdóttir Árnason, hjá dóttur sinni og tengdasyni er þar búa, Guðnýju og Sigurði verzlunarmanni Johnson. Ásta var fædd að Gili í Svart- árdal í Húnavatnssýslu 11. apríl 1862, dóttir Jósafats Sigvalda- sonar bónda á Gili og Ragn- heiðar fyrri konu hans. Hún var því hálfsystir hra., Frímanns Björns Walter, er margir kann- ast við, er um eitt skeið var eigandi og útgef. Heimskringlu og um langt skeið Sherriff í Pembina County í N. Dak. Björn var hinn be'zti drengur, en varð ekki gamall, andaðist á ferðalagi fyrir mörgum árum síðan, sunnarlega í ríkinu. Ásta ólst upp í föðurgarði unz hún giftist Bjarna Árnasyni frá Torfustöðum í Svartárdal. Fluttu þau hjón til Vesturheims sumarið 1883 og settust að í Pembina. Þar andaðist Bjarni, fyrir nær því 35 árum síðan. Fjögur börn þeirra eru á lífi: Guðný gift Sigurði syni Sigurð- ar Jónssonar og Sigríðar Brynj- ólfsdóttur frá Skeggstöðum. Búa þau hjón í Limerick, Sask., og hefir Sigurður þar verzlun á hendi. Hólmfríður gift hér- lendum manni Edw. Simons bankastjóra í Crystal N. Dak. Frímann kvæntur Rósu dóttur Gunnlaugs lögfr. Peterson frá Hákonarstöðum á Jökuldal. Búa þau í Saskatoon og er Frímann vélstjóri við ríkisbrautina, Can. Nat. Rly. og Sigríður gift frakk- neskum manni Chas. Blouin í Wood Mountain, Sask. Sonur Bjarna af fyrra hjónabandi Guð- mundur ólzt upp með þeim hjón um og dvaldi hjá Ástu og venzlafólki sínu til dauðadags. Hann andaðist í febr. síðastl. rúmt sextugur að aldri. Eftir lát manns síns bjó Ásta áfram í Pembina fram til síð- ustu ára að hún flutti vestur, sem fyr segir til barna sinna. Ásta var hin mesta friðleiks og gáfukona, og bæði stjórn- söm og hjálpfús þó efnin væru lengst af fremur rýr. Þeir sem enn eru á lífi og muna til hinna fyrri ára munu minnast þess, hversu oft hún lagði á sig erviði og útsvör til þess að liðsinna þeim er í grend við hana bjuggu og áttu við skort eða heilsuleysi að búa. Hún var jafnan hress og glaðleg í viðmóti og lét sjald- nast hið mótdræga beygja sig. Lík hennar var flutt til Pem- bina og jarðsett þar. Yfir moldum hennar talaði nokkur orð presbytera prestur, er heima á þar í bænum, Rev. Mr. Foster. Þakkaði hann henni, fyrir liönd bæjarbúa, liðveizluna um hin mörgu ár er hún bjó þar á meðal þeirra, sem hún sýndi þeim. Hið sama gera og ættingjar hennar og vinir. Þeir þakka henni samleiðina og sam- úðina, glaðlyndi hennar og góð- vild nú við vegaskilin hinstu. R. P. SKÓLASJÓÐIR HORFNIR Fjárhaldsmaður þeirra handtekinn. Síðast liðinn föstudag, færðu yfirskoðunarmenn reikninga Manitoba háskólans blöðunum þær fréttir, að hálf miljón dala sjóður sem skólinn átti, væri að mestu horfinn. v Síðan hafa daglega borist fréttir af svipuðu frá öðrum skólum, og er St. John’s College á meðal þeirra. En sá skóli er eign kirkju einnar í Winnipeg (Anglican Church). Er sjóð- þurðin þar talin að nema $800, 000. Fjárhaldsmaður beggja þess- ara sjóða, var maður að nafni John A. Machray K.C. Hefir hann nú verið handtekin og er kærður um að hafa stolið $47,521. Honum var þó úr varðhaldi aftur slept gegn $100, 000. tryggingu, er hann lagði sjálfur fram helminginn af, en kuningjar hans hinn helming- inn, þar á méðal Dr. E. M. Montgomery, Hon. Colin Ink- ster o. fl. Með hvarfi kirkjustjóðsins, er talið vafasamt, að kenslu verði haldið áfram í vetur á St. John’s College. Hvað mikið fé hefir horfið í alt, er ekki enn hægt að segja um. í umsjá Mr. Machray voru fleiri sjóðir, og reikningarnir ó- tal margir, í sambandi við þá sem þarf að yfirskoða, og ekki er enn lokið, áður en hægt er með vissu um fjártapið að segja. Ófullkomin yfirskoðun þess- ara reikninga er haldið að átt hafi sér stað síðustu árin, eða öll árin frá 1924, og þess- vegna hafi þetta ekki komist fyr upp. SIGURÐUR JÓHANNSSON ÁTTATÍU OG TVEGGJA ÁRA (Verður sjálfur aS yrkja sér minni þegar hinir gleyma.) Áttatíu og tveggja talinn, tár þau eru löngu falinn, sem að feldi smái smalinn, smíðaði sér úr geislum þrótt, langa stormsins leiðu nótt; var hjá fjöllum íslands alinn, endur fyrir löngu, á þar marga ekki rudda göngu. Út á hafi stormur styrkir, stundum komu byljir myrkir, menn þar urðu mikil-virkir, meðan lífs þeir áttu þrótt, langa myrkurs leiða nótt; ekkert meira andan kyrkir, enn að forðast hættur, lífs í háska liggur vegur bættur. Því er eg að yrkja óðinn, elskað hefi mál og ljóðin, þrái lítið þunga sjóðinn; þó þeir trúi gullið á, sneitt hefi þeim snörum hjá; þeim varð mörgum þungur gróðinn, þegar styttist dagur — ljómar til mín ljóssins geisli fagur. Lofa eg mátt, sem vegin valdi, vonir mínar ljósi faldi, annað betra og æðra taldi, ungri þyrstri í mentun sál, að læra feðra ljóð og mál, hrinti frá sér gullnu gjaldi, gamlan leir nam hnoða, þetta vinir héldu hreinan voða. Skemti eg mér á ungdóms árum, út á léttum hafsins bárum, hundvotur af hrannar tárum, hugsaði ekki um nokkurt tjón, elskaði hafsins undra sjón. Læknaður af sorgum sárum, sólin landið gilti, vonir mínar eilíf unun hylti. Reyni eg þenna söng að syngja, sálu mína til að yngja, ekki sorgir senn mig þyngja, sigur lífsins trúi á, lírs er þetta leyndust spá, þegar bjöllum hrygðar hringja, hinir sem að efa, þá mun ljósið guð mér sjálfur gefa. ÝMSAR FRÉTTIR. Þingið á Þýzkalandi kom sam an í gær undir forustu Franz von Papen, sem á hendur tókst að mynda stjórn, án aðstoðar Hitlers-flokksins. Skrifaði Hind- enburg forseti undir 2 biljón dollara veitingu til viðreisnar iðnaði í landinu, sem þingið hafði áður samþykt. Áður en þingforseti var kosinn, stjórnaði Clara Zetkin, sem kölluð hefir verið “amma byltingarinnar’’, þingfundi, sem henni bar fyrir aldars sakir; hún er 75 ára. En gamla konan slepti ekki tæki- íærinu, er hún var komin í þing- forsetastólinn, að skamma Hind enburg og Papen fyrir þessa stjórnarmyndun, sem hún kvað brot á stjórnarskrá landsins. Sagði hún, að þjóðin ætti að rísa upp gegn slíku ofbeldi. Lank hún ræðu sinni með þvi, að hún kvaðst vona, að hún ætti eftir, að setja þing Soviet Þýzkalands. * * * Verkfall gerðu um 130,000 verkamenn í bómullar-verk- smiðjunum í Lancashire á Eng- landi s .1. mándag. Hófst verk- fallið út af vinnulauna deilu. * * * Nova Scotia bankinn greiddi nýlega 3£ prósent hluthafa vexti fyrir einn ársfjórðung. Yfir árið nema þessir vextir 14 prócent. S. 1. ár greiddi bank- inn 16 prócent hluthafa vexti. Bankarnir eru áreiðanlega einu stofnanirnar sem á þessum tímum geta sýnt annan eins árangur af starfsrekstri sínum og þetta. OLYMPSKU LEIKIRNIR Kæri ritstjóri Hkr.: Eins og þig mun reka minni til, voru leikir þessir búnir að standa yfir aðeins fyrri vikuna, þegar eg sendi þér línur síðast. Margt og mikið hefir gerst, einn ig síðari vikuna. Leikir þessir voru leystir upp að miklu leyti þann 14. ágúst, með einróma vitnisburði um það, að aldrei hafi þeir að undanförnu, lukk- ast betur, bæði með aðsókn og leikfimis sýningar. Aldrei áð- ur eins vel þroskaðir leikendur, og svo að loftslag og veðrátta hafi sömuliðis áorkað það, að forstöðunefndin kom út með fulla eina miljón dala í hreinan ágóða. Og var þó miklu búið að kosta til við undirbúninginn á margan hátt. Þegar eg skrifaði síðast til Hkr. var Lauri Lektin- en krýndur, sem helsti hlaupa- garpur veraldarinnar, en það að sönnu stóð ekki mjög lengi, því ágreiningur kom þá upp í dóm- nefndinni um það, að ef Lauri hefði ekki litið einu sinni um öxl, og þá um leið stigið eitt spor eins og ofurlítið til hliðar fyrir framan fætur á Ralph Hill, myndi (ameríku maður) Hill hafa ef til vill unnið 15,000 metra hlaupið, því Hill bar það fram, að hann hefði hikað eitt- hvað, þó lítils háttar, við þetta spor Finnlendingsins, enda var Hill ekki nema aðeins 7 þuml. á eftir Lektinen. Þetta gerði það að verkan, að þeir báðir, og aðrir fleiri, voru látnir hlaupa aftur á ný. Og þá v^nn hvor- ugur þessara manna, heldur varð sigurvegarinn í það sinnið, maður, að nafni Iunan Carlos Febala, Suður-Ameríku maður, fæddur og uppalin í Argentínu. Hann hljóp þá 28 mílur og 385 rod á tveimur klst. og 31 mín- útu og setti þá um leið nýtt met. Sömuleiðis var nýtt met sett við 10,000 metra hlaupið, unnið af pólskum manni, að nafni Ianus Koscinki. Eins og gefur að skilja getur engin ein þjóð unnið olympsku leikina í heild heldur aðeins orðið álit- leg í vinningatölu þegar sem best lætur. Eða með öðrum orðum náð sem flestum mörk- um. Og eins hefir leikendum, er tóku þátt í þessa árs leikum, komið saman um það, að það væri ekki alt beint fram inni- falið í því, að vinna sigurmörk- in, heldur einnig líka nokkur heiður í því fólginn, að hafa reynst vel í hverri og einni sam- kepnmni o. s. frv. Að afstöðnum svona stórvægi legum leikmótum, eins og þess- um olympsku leikum koma á- valt fram ýmsir hliðstæðir dóm- ar. er birtast síðar, bæði í blöð- um og tímaritum. Þó að sem eðlilegt er, að þeim beri ekki æfinlega saman, að ýmsu lyti, þá eigi að síður innifelst gjarn- an meiri fróðleikur í þeim við- víkjandi svonalöguðum íþrótta- mótum en lausa sagnir um upp- talninga á sigurmörkum geta látið í té. Þannig er það bezt fyrir hvem og einn, er hefir löngun til að kynna sér helstu íþróttamót heimsins, að lesa vel og kynna sér sem best það, hvað ritfærir höfundar hafa um þau að segja, á einn og annan hatt. Sumir af þessum hliðstæðu dómum eru nú þegar birtir, og aðrir fleiri eiga. en eftir að birtast síðar. Eri. Johnson. VIÐHORF Skömmu eftir þing sigldi eg til útlanda í ýmsum nauðsynja- ernidum, eins og síðar mun vitnast, og hefi því ekki haft tækifæri til að taka til máls hér í blaði flokksins fyrr en nú. En úr því skal nú bætt á næstu vikum eftir því sem við verður komið. Eg tók að mér, eins og öllum er kunnugt, að mynda nýja stjórn í þinglokin og átti það alllanga forsögu. Þingið var orðið langt, svo að ýmsum hefir þótt nóg um, og vill svo oft verða þegar úr vöndu er að ráða. Tvenn viðfangsefni lágu fyrir síðasta þingi, sem mest kölluðu að og mestu réðu um öngþveiti og úrslit, annað kjör- dæmamálið en hitt fjárhags- og kreppumálin, og fléttaðist hvort tveggja saman og réði rás við- burðanna. Kjördæmamálið er af ýmsum orsökum komið í það horf, að þjóðinni og málefnum hennar verður með þeim hætti bezt borgið að ekki bíði lengi afgreiðsla þess með einhverjum þeim hætti, sem við megi una, og kreppan er orðin svo snörp, að ekki var við unað aðgerða- leysi af Alþingis hálfu á síðasta þingi og því næsta. Andstöðu- flokkar fráfarandi stjórnar hnýttu saman þessa tvo enda svo rammlega að ekki varð hjá komist nokkurri lausn, annað- hvort til langframa eða bráða- birgða og veldur því núverandi kosningafyrirkomlag og svo skipun þingdeilda. Eg og margir fleiri hefðu helzt kosið, að lausnin hefði orðið stjómarskrárbreyting, sem flokkamir hefðu getað orðið á- sáttir um, og væri síðan geng- ið til kosninga og látið skeika að sköpuðu. Hélt eg lengi vel að svo mundi skipast, en það brást af ýmsum ástæðum. Lá þá tvennt fyrir, þingrof eða stjórnarbreyting með þeim 'hætti að nauðsynlegustu skattamál og kreppuráðstafanir næðu af- greiðslu þó stjórnarskrármálinu væri frestað til næsta þings. Ekki var sýnt, að þingrof leiddi til neins árangurs. Til þess að hreinn meirihluti næðist í báð- um deildum þurfti einn flokkur að ná 28 þingsætum við kosn- ingar, en fyrirsjáanlegt að svo mundi ekki verða. Kosningar hefðu leitt til þess eins, að ný- kosið þing hefði komið saman í sumar, og verið skipað með áþekkum -hætti og nú er, þann- ig að enginn flokkur hefði, þrátt fyrir smærri breytingar, getað valið úrslitum mála í báðum deildum. Hefðu þingmenn þá, nú í sumar, staðið í sömu spor- um og á síðastliðnu vori, og engu nær því að leysa hnútinn mnþá. Það var frestur en eng- in lausn, nema síður sé. Ann- að lá því ekki fyrir þinginu en að leysa vandann með nokkur- um hætti, jafnvel þó um bráða- birgðalausn væri að ræða. Þing- Iaust og stjórnarlaus, í þeim skilningi að þingið geti ekki orðið ásátt um neitt og stjórnin hafi ekki neinn ótvíræðan þing- vilja bak við sig í aðalmálum, getur ekkert land verið á slíkum hættutímum. Fráfarandi forsætisráðherra tók því, í fullu samráði við þing- flokk sinn, þá ákvörðun, að beiðast lausnar fyrir stjórnina, og benti jafnframt á mig, einn- ig í samráði við flokkinn, til að gera tilraun til að mynda flokk- stjórn, en sú tilraun strandaði. Var þvínæst báðum andstöðu- Qokkum Framsókanr boðið að taka þátt í stjórnarmyndun, en það tókst ekki að heldur. Var þá eftir sá möguleiki að Fram- sóknar- og Sjálfstæðisflokkur- inn tækju höndum saman um stjórnarmyndum, enda hafði það komið í ljós í nefndum og samþyktum á þinginu, að þessir flokkar voru í aðalatriðum sam þykkir um margt það, sem nauðsyn krafði um afgreiðslu fjárlaga og ýmsar kreppuráð- stafanir. Eg skal játa, að eg var hikandi við að taka að mér slíka stjómarmyndun, ekki vegna bess, að mér væri ekki ljóst, að alvara fímanna var svo mikil, að nauðsyn væri sameiginlegra á taka, heldur vegna hins að eg taldi, að almenningi þyrfti að vera orðin ljós sú nauðsyn og neyðarástand sem nú er ríkj andi til þess að samsteypustjórn kæmi að því gagni sem vera þurfti. En fyrir eindregna ósk mikils meira hluta Framsókn- arflokksins lét eg til leiðast í þeirri trú að slík stjómarmynd- un gæti, með samuð og heilum hug þeifra, sem að stóðu, orðið þjóðinni til blessunar, og lausn á því öngþveiti, sem störf þings ins voru komin í. Það er kunn- ugra en að frá þurfi að segja, að stjórnarmyndum tókst á þessum grundvelli og náðu fjár- lög og hin nauðsynlegustu tekju aflalög og kreppuráðstafanir af- greiðslu í sömu svipan. Það er ljóst af stjórnmálasögu síðasta árs, að kjördæmamálið er komið í burðarliðinn. Meðan flokkaskifting hér á landi var mest með tilliti til untanríkis- mála skiftist fylgi stjórnmála- flokkanna svo, að ekki var knýj andi nein breyting. En þegar sjálfstæðismálið var leyst og fyrirsjáanlegt að landsmenn yrðu að mestu samferða þá á- fanga sem eftir eru í því efni, og flokkaskifting því hér eftir mest með tililti til atvinnuhátta (Frh. á 5 bls.)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.