Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSIDA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 31. ÁGÚST 1932. SKÝJABORGIR Eftir Jakob Jóh. Smára. Vanalega eru menn dæmdir eftir því, sem þeir gera — eða gera kki, en ættu að gera. Einn- ig er það ákaflega algengt, a. m. k. hér á íslandi, að dæma menn eftir — ekki því, sem menn hugsa, heldur — hinu, sem þeir gætu hugsað, ef þeir legðu yfirleitt slíkt erfiði á sig, að hugsa, — eða m. ö. o. eftir því, sem kallað er gáfur. En menn gá ekki að því, að gáfur án viljaþróttar og siðferðilegs þreks eru oft lítils virði. Því er ísland fult af rústum gáfaðra manna, eins og eg sagði einu sinni, og sjálfsagt önnur lönd líka. Að vísu má heldur ekki dæma menn of hart, með drembnu öryggi oddborgarans, þótt þeir geri aldrei neitt, sem gagn er að. Það getur verið nægilegt gagn frá þeirra hendi, að þeir eru til. Þeir geta með tilveru sinni einni saman upp- ijómað svo heiminn, að bjartara verði í honum fyrir aðra. En þeir, sem aldrei gera neitt og ekki eru neitt heldur, — já, eg veit ekki hvað við þá á að gera. Og þó eru í þeim flokki ýmsir af mest virtu mönnum þjóðanna, — menn, sem aldrei gera neitt til gagns og eru heldur ekki- neinum til gleði eða gamans. Líklega væru þeir bezt komnir við að éta skyr og rengi hjá Húsavíkur-Jóni, — ef hann vildi hafa þá í sínum húsum! Eg vil stinga upp á því, að dæma menn eftir draumum þeirra, — dagdraumum, loft- köstulum og skýjaborgum. Raunar má einnig dæma menn eftir draumum þeirra í eigin- legri merkingu orðsins, svefn- draumum, því að í slíkum draumum koma oft fram leynd- ustu óskir og dýpsta eðli manns ins. En maður ber þó ekki sömu ábyrgð á svefndraumum sínum sem á vökudraumunum, og er því bezt að halda sér við hina síðamefndu. Vökudraumar, loftkastalar, skýjaborgir, hugsnjóir —- alt merkir þetta eiginlega hið sama, — takmark, sem stefnt er að, — hlut eða ástand, sem maður þráir, — draumsýn, sem maður elskar, — fjarlægð, sem maður óskar að verði nálægð og vill eftthvað leggja í sölurnar fyrir. Og það, sem skiftir og sker úr um mennina, er þetta: Hvað sjá þeir í fjarskanum úti við sjóndeildarhringinn? Eru það sömu fúamýrarnar, sem við er- um að vaða í, svo að við getum alveg eins staðið kyr, eða er það dýrlegur fjallstindur, sem veitir útsýn um ónumin undra- lönd? Að hverju vilja menn keppa, hverju sækjast menn ertir, — hver er sú stjarna, sem stefnt er á og Ijómar ofar skýjum og mistri mannlífsins? Eftir því má líka dæma menn, bæði einstaklinga, þjóðir og tímabil, hvað markið er sett hátt. En hverjar eru þá skýja- borgir okkar nú á tímum? Að iverju stefnum við, — hvað þráum við? Erum við svo stór- , huga, að eftirkomendur okkar muni álíta okkur óða og æra,' að hafa dreymt slíka drauma? j Eða fetum við kinda^4"' "an- ans og þorum ekki að láta okk- ur dreyma um flugabjörg og instigi andans? En eftir þrám kkar og takmarki verðum við dæmdir af seinni kynslóðum Þó að við “hnígum í grunn” eins og aldan, mun það verða virt við okkur, ef við höfum “stefnt á fjallið”, eins og skáld- ið segir. Og það getur einnig orðið okkar eigin sáluhjálp. Hverjar eru þá leiðarstjórnur okkar nú á tímum? Því að við i látum okkur ekki nægja eina, heldur höfum við margar, — og hvort þær benda allar í sömu áttina, skiftir ekki svo ýkja- miklu máli; við hirðum ekki svo mjög um það, hvert við förum, ef við erum bara á ferðinni. — Stjörnurnar — eða eru það strætaljósker? — heita ýmsum nöfnum, svo sem frelsi, fram- 1 farir, framleiðsla o. s. frv. Við 1 skulum athuga þetta nokkru nánar. Frelsi er nauðsynlegt, — frelsi til þroskunar og sjálfstjórnar, án óréttmætar íhlutunar ann- ara. En alt er undir því komið hvers frelsið er notað. Þar eldur mestu, hver á heldur. Það er eins og beittur hnífur, nauðsynlegur og nytsamur grip- ur, en hættulegur. Frelsið út af fyrir sig er því ekki hið eina nauðsynlega og þarf ekki að /era svo ákaflega mikils virði. Frelsið til þess að fara til hel- n'tis, beinlínis eða óbeinlínis, er náttúrlega fjarska dýrmætt, en hvort maður verður glaður vfir því, þegar þangað er komið, er alt annað mál. Og sélfrelsi sumra er hið mesta öfresli fyrir aðra. Ættum við því ekki að nota orðið “frelsi’’ sem nokk- urs konar ‘sesam”, er við bú- umst við að opni fyrir okkur allar dyr framtíðarinnar? Eg er hræddur um, að annars kunni að fara fyrir okkur líkt og manninum, sem sagði: “Bygg, opnist þú!” í staðinn fyrir “sesam”, og djnnar héld- ust náttúrlega lokaðar, unz ræningjarnir komu og drápu hann. En framfarirnar þá? Eru þær ekki mikils virði og sóma- samlegt takmark? Getur verið, en hvað er eiginlega átt við með framförum? Eru það bættar samgöngur, aukin velmegun, nieiri framleiðsla? Eg býst við því, — og svo auðvitað ýmislegt felira. Þetta eru alt saman á- °;ætir hlutir, gagnlegir fyrir líkamann. Við eyðum ekki hundrað og fimtíu árum til að framleiða listaverk, sem beini hugum manna til hæða og frelsi •álir þeirra. Til slíks höfum við engan tíma og erum alt of ó- vissir um það, hvort nokkur sál sé eiginlega til, sem vert sé ó- maksins að frelsa. En við eyð- um tíu eða fimtán árum í að grafa skipaskurð milli tveggja úthafa, svo að vöruflutningar gangi fljótara og fyr sé hægt og með meiri krafti að ráðast á flota óvinanna í næstu styrj- öld. Skurðurinn er ef til vill fallegur og aðdáunarverður, en það er alveg óvart, að hann verður það. Aðalatriðið við liann er matar- og baráttu- gagnið af honum. Og þannig er um alt hjá okkur. En fer okkur nú nokkuð fram með öllum þessum framförum? ”)llu mögulegu öðru fer fram, — samgöngur batna (svo að hægt sé að vera fljótari til að drepa menn í næsta stríði), velmegun- in eykst (hjá fáum mönnum, en allur almenningur berst í bökkum eins og æfinlega), fram leiðslan vex (svo að hlöðurnar geti verið fullar af vörum, þó að fólk sé of fátækt til að geta keypt vörur og enginn sjái nein önnur ráð en þau, að hætta að framleiða í bili og auka þannig enn á hersveitir fátækling- anna). — En eykst hamingja mannanna að nokkrum mun? Vaxa tækifærin til a,ð lifa sann- mannlegu lífi? Verður mann- fólkið göfugra, hugrakkara, betra? Þetta eru þær spurning- ar, sem svara verður játandi, ef alt framfarabröltið í okkur á að geta haft nokkurt gildi — nokk- urt raunverulegt gildi. Því að þetta er það, sem máli skiftir, — ekki svo mjög, að mennirnir verði hamingjasamir, (því að það er vafamál, hvort almenn- ingi er unt að vera hamingju- , samur í þessum heimi), — held- | ur hitt, að þeir verði göfugri, ! sannmannlegri, — að þeim lær- | ist æ betur að skilja lífið og til- I veruna, kunni æ betur að njóta j hins fagra í náttúrunni og mann lífinu og meta það, og að lok- um, að þeir móti vilja sinn og breytni samkvæmt lögmálum þeim, er þeir sjá æðst í tilver- unni, og í samræmi við þá fegurð, er þeir skynja háleit- asta. Og allar framfarirnar og alt okkar brask verður að meta eftir því, að hve miklu leyti það styður að því, að göfgi og tign mannlegs lífs verði meiri, að öllum gefist kostur á að kom- ast sem lengst og að komast hæst á vegum sann-mannlegs þroska. — Fyrrum voru prestarnir taldir nauðsynlegustu embættismenn- irnir, — nú eru það læknarnir. Forfeður okkar dreymdi um að frelsa sálirnar, — okkur dreym- ir um að frelsa líkamann. Eg skal alveg láta ósagt, hvort er betra. Hvorttveggja er einhliða. Forfeðrum okkar gekk nú reynd ar skrattalega að frelsa sálir. En gngur okkur nokkuð betur að frelsa líkami? Eg held ekki. Að minsta kosti bera sjúkdóma- skýrslur og atvinnuleysis-skýrsl- ur ekki vott um það, að okkur takist sérlega vel að sjá um líkamina, sjúka eða heilbrigða. Og örsökin er sú, að hugsjónir okkar, vökudraumar okkar, fljúga lágt og letilega. Jörðin gæti verið sannkölluð paradís. En okkur dettur ekki í hug að reyna til að gera hana að para- dís. Nei það er svona langt frá því, að ef einhverjum dettur í hug, að unt sé að gera hana að svolítið þolanlegri samastað en hún er, þá eru flestir sammála um að kalla hann skýjaglóp. Og að nokkur vilji nokkuð á sig leggja, til þess að lífið verði þolanlegra, fegra og betra, — nei, biddu fyrir þér, — “við er- um þó ekki nema menn”, sem er útlagt: “Við erum bara skepn ur.’’ Setjum svö; að bæjarstjóm og borgarar Reykjavíkur kæmu saman einn góðan veðurdag og segðu af alhug: “Við skulum gera Reykjavík að fyrirmyndar bæ. Hér skulu ekki framar vera forugar götur, ljót hús, heilsuskaðlegar íbúðir, eymd og f-átækt annarsvegar, en óhóf og bruðl hinsvegar. Hér skal alt fólk, að svo miklu leyti sem í okkar valdi stendur, vera mett og sómasamlega klætt, mentað og ánægt”. Dettur nokkrum manni í hug, að þetta væri ó- mögulegt, ef menn legðu allan hu gá það? Nei, mögulegt væri það, — mannkynið hefir lagt á sig það, sem erfiðara er, til þess að skaða náungann (sbr. styrjaldir), og upp skorið þján- ingu að launum . Víst væri þetta mögulegt. En dettur nokkrum í hug að taka svona tal alvarlega? Nei! Menn dreym ir ekki nógu djarft, eða þó að menn dreymi, vilja þeir ekki eða þora ekki að lifa drauminn. En þannig hefir öllum Grettistök- um verið lyft á jörðu hér, að menn hafa þorað að lifa í sam ræmi við sína fjarstæðustu — og um leið æðstu — drauma. [Tvö eða þrjú atriði í grein þessari eru tekin úr “Castles in Spain”, eftir John Galswothy.] J. J. S. ....Eimreiðin. HRESSINGARLUNDUR Það mun hafa verið kringum 1860 að Árni Thorsteinseon, síðar landfógeti, fór að gróður- setja garð bak við hús sitt í \usturstræti. Jarðvegurinn var þá að mestu leyti malargrjót sem hann lét aka burtu, en flytja að frjómold og gera lag nógu djúpt til þess að tré gætu vaxið þar og dafnað. Og smám saman blómgvaðist þarna einn fegursti garður í Reykjavík, en luktur húsum, svo að engir nutu hans nema eigendurnir. Nú er garðurinn orðinn “almennings- eign’’ með þeim hætti, að gamla landfógetahúsið er orðið að kaffihúsi með borðum úti í garðinum, og fara veitingar þar fram þegar vel viðrar. Er þar hvert sæti skipað á sólbjörtum og hlýjum dögum. Lgéknar og lögmenn, fjáraflamenn, stjórn- málamenn og aðrir þeir, sem stynja undir önnum og áhyggj um, flýja þangað á eftirmiðdög- um til þess að gleyma þreytu og þrasi yfir kaffisopanum. Lista- Brauð er örfaiLYSTINA VIÐ MORGUNVERÐINN . . . ROYAL YEAST CAKES gera þau létt og bragðgóð Ef þér viljið gefa fjölskyldunni eitthvað lystaukandi til morg- unverðar? Þá—skamtið “ein- hverja tilbreyni” með brauð. Royal Yeast Cakes gera létt og Ijúffengt brauð, snúða og kaffi- brauð. Og hinar nýju Sponge* forskriftir veita mikinn tíma- spamað. í meir en 50 ár hafa þessar þjóðkunnu gerkökur verið mæli- kvarði allra vöru gæða. Hafið jafnan nóg fyrirliggjandi. Þær geymast svo Tnánuðum skiftir. Skrifið til Standard Brands Lim- ited, Fraser Ave., og Liberty St., Toronto, eftir ókeypis Royal Yeast bökunar bók. í henni eru forskriftir fyrir allskonar heima- bakningu, brauð, snúða og kaffi- brauð. Þér megið eiga víst að þurfa hennar ef þér bakið brauð heima. Kaupið vörur búnar til í Canada. KAFFI BRAUÐ (*Royal Hrærið út 6 matskeiðar af smjöri með y2 bolla af sykri. Bætið i það 1 velþeyttu eggi og l/2 bolla af mjólk. Látið það ásamt 3 bollum af mjöli með % teskeið af salti út í 1 bolla af Royal Yeast SpongeV til þess að deigið verði mjúkt. Hnoðið það örlítið, látið það í fitúborna lokaða skál á hlýjann stað, meðan það hefar sig vex um helming. Snúið svo deigið í kaffi kringlur. Leggið í fituboma pönnu og látið hefast unz það vex um helming. Rjóðrið yfir pað bráðnu smjöri og stráið yfir með skornum hnetum Sponge forskrift nr. 3) eða kanel. Bakið við 400° P. I svo sem 45 mínútur. *ROYAL YEAST SPONGE: Leysið upp eina köku af Royal Yeast í hálfri mörk af volgu vatni í 15 minútur. Leysið upp eina matskeið af sykri í y2 mörk af mjólk. Blandið saman við gerið uppleyst. Bætið í það 1 potti af hveitimjöii. Peytið það vel. Byrgið og látið hefast yfir nóttina unz það hefir vaxið um hellnlhg. Setjið á hlýjan stað þar sem ekki kemst aö þvi súgur. JÞetta gerir 5 til 6 bolla af soppu. menn, stúdentar, skrifstofu menn, ungir slæpingjar, sitja þar og dreyma og dunda, meðan blærinn leikur í laufinu, sólin skín á grasið og blómin, trén og andlitin. Sumir lesa útlend blöð, aðrir hafa ekki augun af hinum ungu dömum, sem fjöl- menna þarna á hverjum degi, sumarklæddar, ljómandi af bros um og fegurð. Og jazzlistar- nýjungar útlandsins með gjall- arhornskrafti berast út yfir garðinn, og gera dvölina að laufskálahátíð á nútímans heið- inglegu vísu. Það er öll ástæða til þess að fagna því að þessi garöur er orðinn að veitingastað, og að eigandi kaffihússins, herra Björn Bjönrsson, hefir gert alt til þess að gestum hans líði þar sem best og notalegast. — Garðurinn er sem best má verða til þess fallinn að njóta þar góðrar hvíldarstundar, eða skemtilegrar viðræðu, sökkva sér í heimspekilegar hugleiðing- ar — eða sóla sig í innilegum hugrenningum. Gleðjast yfir fegurð ungra kvenna krota vísu á blaðið sem maður var að lesa, eða ætlaði að fara að lesa..... Hví skyldi ekki hér geta skap- ast ný stefna í listum; bókment- um eða lífsskoðun, eins og forð- um í garði Epikúrusar í Apenu? Og hvort mundi ekki mörgum ungum manni hlýna hér um hjartarætur, engu síður en Adam forðum í hinum fræga lundi í Eden? En þá er þess að minnast að alt er best í hófi, svo að engan þurfi að flæma út úr garðinum með “sveipanda sverði” .... Vér höfum heyrt að ungir listamenn ætli að halda ball í garðinum þegar líður á næsta mánuð, og langdegið er úti. Alla vega lit rafljós eiga að hanga í trjánum, og auk þess mun gert ráð fyrir því að tunglið verði í fyllingu þetta kvöld, svo að sæmilega bjart verði í garðinum Enn fremur mun þess vænst að kerúbar verði á sveimi yfir lund- inum, ef á þarf að halda. Þ mjög svipar mönnunum enn dag til sinna fyrstu foreldra. Og allur er varinn góður. G. —Lesb. Mbl. ÚRSKURÐURINN í HAAG Báðir málsaðilar virðast vera ánægðir. Rvík. 5 ágúst. Danir slaka ekki til. Munch utanríkisráðherra seg- ir um úrskurðinn í Haag: Úrskurður þessi er á þann veg, að Danir geta verið fylli- lega ánægðir með hann. Dan- mörk hafði farið þess á leit að dómstóllinn vísaði hinni síð- ustu kröfu Norðmanna á bug. Þetta hefir dómstóllinn einmitt gert á þann hátt, sem Danir óskuðu eftir. Danmörk hafði á- skilið sér rétt til þess að snúa sér síðar til dómstólsíns með umsókn um, að gerðar yrðu ‘varuðar ráðstafanir”, ef ástæð- urnar gæfu tilefni til þess. Dóm- stóllinn hefir sagt, að ef ástæð- ur verði til þess, þá tekur dóm- stóllinn það mál til meðferðar. Svo virðist sem menn í Nor- egi hafi hallast að þeirri skoðun, áður en úrskurðurinn var feld- ur, að Danir væri farnir að slaka til frá fyrri afstöðu sinni í málinu, og þessi tilsökun kunni að hafa haft áhrif á það hvernig úrskurður féll. En fyr- ir slíkri tilsökun frá kröfum Dana, er engin hæfa. Umsögn forsætisráðh. Dana um málið var lesin upp í réttinum, sem vitnisburður um afstöðu Dana til málsins fyr og síðar. Við málspieðferðina fyrir dóm stólnum hafa Danir ekki vikið neitt frá skoðun sinni um yfir- ráðarétt sinn yfir þessum hér- uðum. Að sjálfsögðu innifelur þessi úrskurður engar vísbend- ingar um málaleit í hinum tveim aðalmálum, sem dómur- inn dæmir um. En sá úrskurð- ur, sem nú er feldur hlýtur, alt fyrir það að vera Dönum gleði- efni. Norðmenn náðu því sem þeir ásettu sér: Oslo 4. ágúst. — Dómsúrskurður alþjóða- dómstólsins í Haag í Græn- landsmálinu féll í gær. Dómar- amir komust einróma að þeirri niðurstöðu, að eins og ástatt sé nú geti það ekki talist nauðsyn- legt að gera varúðarráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að valdi verði beitt gagnvart Norð- mönnum í Suðaustur-Græn- landi, hvorki með því að verða við kröfu Norðmanna um að snúa sér til Danmerkurstjórnar í því efni, né heldur með fyrir- skipun um þetta. Dómstóllinn áskilur sér rétt til að taka mál- ið fyrir á ný, ef nauðsyn krefur. Þótt úrskurðurinn geti talist Danmörku í vil, að því er form snertir, hefir hann engum von- brigðum valdið í Noregi, þar sem af forsendum í málinu og af yfirlýsingum, sem gefnar voru af málflytjanda Dana meðan á rekstri málsins stóð, kemur skýrt í ljós, að Norðmenn hafa í raun og veru komið því til leiðar sem þeir ætluðu sér með málaleitun sinni til dóm- stólsins, þ. e. að koma í veg fyrir að valdi yrði beitt á einn eða annan veg gagnvart Norð- mönnum í SA-Grænlandi. Hundseid forsætisráðherra segir að það sé eðlilegt, að úr- slitin hafi orðið þessi, eftir und- anhald Dana í Haag. Braad- land utanríkisráðh. segir, að án tillits til ummæla málflytjanda Dana í Haag og fyrirvarans í úrskurðinum, ætti ekki að vera nein ástæða til að óttast vánd- ræði. “Vér höfum náð því, sem vér höfðum ásett oss að ná”. Málflytjendurnir Rygh og Smedal og’ Hoel docent hafa tjáð sig ánægða yfir málsúrslit- unum.—Mbl. KREPPAN Á SPÁNI. Madrid í júlí. Kreppan hefir komið hart við Spánverjar og viðskifti þeirra eru þeim óhagstæð að mörgu leyti. Samkvæmt verslunar- skýrlsum, sem nýlega voru birt- ar, nam verðmæti innflutnings- ins fyrstu tvo mánuði yfirstand- anda árs 158,437,000 pesetum, en verðmæti útflutningsins á sama tíma nam 120,633.000 eða 37,804,000 pes., minna. Fyrstu tvo mánuði ársins 1931 nam verðmæti innflutningsins 235,- 176,000 pes. (gullpes.) og verð- mæti innflutningsins 170,957,000 eða innflutt um fram útflutt 64,219,000. Skýrslur þessar bera með sér að viðskifti fara minkandi. Miðað við gullgengi peseta hafa viðskifti Spánverja við aðrar þjóðir rýrnað um helm ing frá því í janúar og febrúar 1930. í janúar 1930 nam verð- mæti innflutningsins 384,004,- 000 gullpesetum og útflutning- urinn 354,421,000 gullpesetum. Spánverjar hafa löngum flutt meira inn heldur en út, en þessi óhagstæði munur á innflutningi og útflutningi jafnaðist upp að talsverðu leyti með því, áð mik- ið fé st'reymdi árlega inn í land- ið frá Spánverjum, er flutst höfðu til Vesturheims, aðallega til Bandaríkjanna, Cuba, Argen- tínu og Brazilíu. Nú hafa út- flutningar fólks frá Spáni sem öðrum löndum hætt að mestu leyti, annað hvort vegna strangr ar lagasetningar um þessi efni eða vegna kreppunnar. Spán- verjar leggja því aðaláhersluna á það um þessar mundir að draga úr innflutningi á vörum frá öðrum löndum og hæna sem flesta, ferðamenn til landsins, en stjórnin leggur áherslu á að forðast að flytja út gull, eins og gert var mikið að seinustu daga konungsveldisins og fyrstu daga lýðveldisins.—Mbl.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.