Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA W|INNIPEG 31. ÁGÚST 1932. etmskrmgk (StofnuS títS) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 ________ Verð blaSsins er $3.00 argangurinn borgist fyrlríram. Allar borganír sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaOur TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg ilanager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Vtanáskrift til ritstfórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Helmekríngla" is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telepbone: 86 537 WINNIPEG 31. ÁGÚST 1932. LITLU SVANIRNIR HANS BRYNJÓLFS ÞORLÁKSSONAR. Svo nefndi einhver barnasöngflokk Brynjólfs Þorlákssonar, þann er söng á Islendingadags-hátíðinni á Gimli. Var það réttnefni á þeim hvítasunnuklædda, glað- væra skara íslenzkra barna, er í sólskininu raðaði sér um brekkurið söngpallsins fyr- ir framan áhyrendurna og söng með hugþekkri og óþvingaðri rödd svanarins á heiði íslenzka söngva, öllum sem hlýddu á, til ógleymanlegrar ununar og ánægju. Þetta ryf jast einmitt nú upp fyrtr rrianni, er þau tíðindi berast norðan frá Gimli, að þessir "litlu svanir", séu væntanlegir til Winnipeg. Kemur Brynjólfur Þorláksson með flokkinn hingað og syngur hann undir hans stjórn í Fyrstu íslenzku lúthersku kirkju á Victor-stræti, föstudaginn 2 sept. næstkomandi. í þessum söngflokki munu vera milli 80 og 90 börn og unglingar alls. Þess skal getið, að inngangur verður ekki seldur að söngskemtun þessari. En samskot verða tekin. Hlýtur þó að vera talsverður kostnaður því samfara, að flytja svona stóran söngflokk hingað norðan frá Gimli. En þetta sýnir betur en nokkuð annað að til samkomu þessarar er ekki efnt með fjárvon í huga, enda mun sönnu næst, að söngstjórinn sé ekki tiltakanlega miklum fjármálaráðherra hæfileikum gæddur. Hitt mun honum ofar í huga, að horfa ekki í neitt ,er til þess gæti orðið, að efla og út- breiða hér hjá íslenzkum æskulýð áhuga fyrir námi í íslenzkum söng. Hann mun með þeim ósköpum fæddur, að álíta það gulli dýrmætara. Með þetta eitt í huga kemur söngflokkur þessi til Winnipeg. Hinu munu þeir sem á íslendinga-deginum á Gimli voru ekki ganga gruflandi að, að með komu "svan- anna litlu" hingað, er von á nýstárlégri og unaðslegri skemtun, skemtun sem reynast mun hugþekk og ógleymanleg eftir á — eins og raun varð á á hátíðinni norður frá. Vegna þessa sem á hefir verið minst, ættu WTinnipeg-lslendingar ekki að láta undir höfuð leggjast, að sækja þessa söng- skemtun. Og til þess að geta sýnt bæði manninum sem fyrir svo mikilvægu starfi gengst hér, sem íslenzkri söngkenslu æsku lýðsins, og látið börnin einnig til þess finna, að við höfum velþóknun á þeim fyr- ir það að leggja þetta nám fyrir sig, ættu menn ekki einungis að fjölmenna á sam- komuna, heldur einnig af fremsta megni reyna að sjá um það, að kostnaðurinn við komuna hingað, verði flokkinum ekki til- finnanlegur. Svo mikils ættum við að meta starf Brynjólfs Þorlákssonar, að veita því þetta litla, en verðuga fylgi, þá sjaldan að tækifæri gefst til þess. HVARF HÁSKÓLASJÓÐSINS Á fréttasíðu þessa blaðs, er sagt frá f jár- hvarfi ,sem nýlega hefir orðið uppvíst um. úr stofnsjóði háskóla Manitoba-fylkis. Af því sem næst $1,600,000. sem búist var við að í sjóði skólans væru, eru þar nú ekki nema $100,000. Hálf önnur miljón dala hefir horfið. Með hvaða hætti, verður, sem stendur, ekki hér að umræðu gert. Auk fjárhæðarinnar sem tapast hefir vita menn ekki annað með vissu um þetta mál, en það, að féð hvarf ekki alt í einu. Það hefir verið að smá glatast nokkur undanfarin ár. Hvernig að þessi óhöpp hafa að höndum steðjað, á almenningur rétt á að fá ský- lausar upplýsingar um. Háskólinn er eins og öllum er ljóst stofnun þessa fylkis, sem haldið er uppi af almennings fé. En nú segir það sig nokkurn veginn sjálft, að einhver eða einhverjir — hvað margir er ómögulegt að segja um — sem fyrir þessu ábyrgðarstarfi í þjóðfélaginu var trúað, hafa brugðist trausti alm/ennings, hafa ekki gætt skyldu sinnar eins og vera átti. Það hefir eitthvað verið vanrækt sem al- mennum viðskiftareglum og eftirliti fjár, er samfara, og sem til góðs vara og ör- yggis var ómissandi. Þessi stofnsjóður háskólans er þannig til orðinn, að sambandsstjórnin veitti skól- anum nokkra jarðarskika, er annað hvort hafa verið seldir eða leigðir til slægna eða þ. v. 1. og skólinn hefir ávalt haft nokkrar tekjur af. Einnig veitti Rockefellar-stofn- unin honum hálfa miljón dala, og hefir vöxtum af því fé verið varið til berklaveikis rannsókna of eflaust annara sjúkdóms- rannsókna. Nú er þessi stofnsjóður allur farinn og kemur læknadeild háskólans það afar illa, ekki síður en öðrum deildum skólans missir síns f jár. Hvernið stendur á þessu? spyrja menn hissa. Slæmu eftirliti er auðvitað um það að kenna, hvernig komið er. Og á því bera ábyrgð annaðhvort eða bæði sameiginiega: Fylkisstjórnin í Manitoba, og Stjórnarráð (Board of Governors) Manitoba-háskólans. Það eru nú fimtán ár síðan, að háskól- inn var gerður að fylkisstofnun. f reglu- gerðinni sem þá var samin fyrir skólann og enn er í gildi stendur þetta: 16. (1) Háskólaráðið skal árlega gefa skýrslu um hag skólans, og skal í henni gefinn sundurliðaður reikningur yfir tekj- ur og útgjöld yfir fjárhagsárið, sem endar 30 júní, hvernig (nýjum) fjárveitingum til skólans hefir verið varið, og gefa skal háskólaráðið hverjar aðrar upplýsingar, er stjórnarráð Manitoba-fylkis (Lieutenant Governor in Council) þarfnast að vita í - eitt skiftí eða annað. (2) Skýrsla þessi skal send menta- málaráðgjafa ekki seinna en 1. nóvember cða 4 mánuðum eftir að fjárhagsárinu lýk- ur, og fyrir næsta þing verður hún að vera lögð, innan tíu daga frá þingsetningu. (3) Reikningar háskólaráðsins skulu yfirskoðaðir, að minsta kosti einu sinni á ári, af comptoller-general, eða einhverjum, til þess nefndum af stjórnarráði Manitoba- fylkis (Lieutenant Governor in-Council). Þessum kröfum reglugerðarinnar, hefir vissulega ekki verið fylgt. Fyrir það skal ekki tekið, að einhver tilraun hafi verið gerð til þess að fylgja þeim, en það hefir ekki verið gert í ströngum skilningi og naumast nema til einhverra málamynda. Og fylkisstjórnin í Manitoba mun bera að talsvert miklu leyti ábyrgðina á því. Að hve miklu leyti að ábyrgðin hvílir á háskólaráð inu ,er óljóst um ennþá að minsta kosti. Það væri ekki óhugsanlegt, að háskólaráð- ið gæti sýnt fram á, að því sé ekki um áfall háskólans að kenna. En yfirlýsing ætti sem fyrst að koma, bæði frá fylkis- stjórninni og háskólaráðinu um þau atriði reikningsfærslunnar og yfirskoðunarinnar, er varhugaverðust álítast og sem alt það er að kenna að annað eins sjóð hvarf gat átt sér stað, og raun er á orðin. Engum blöðum er um það að fletta, að fylkisstjórnin verður að bæta háskólanum upp hvern einasta dal af tapinu. Og skatt- gjaldendur, sem talsvert hafa að bera og verða nú að fleygja þessari óviðbúnu byrði einnig á bak sér, eiga heitmingu á að vita hvaða fulltrúar þeirra hafa brugðist, og hversvegna að þeir gerðu það. HREYFIMYNDIR f SKÓLUM Menn höfðu ekki kynst hreyfimyndum mikið, þegar raddir fóru að heyrast um það, að með þeim væri fundin upp ein á- hrifa mesta leiðin til þess að fræða æsku- lýðin. Samt sem áður hafa nú Hreyfi- myndarús starfað um langt skeið, en sára lítið eða mjög óvíða hafa hreyfimyndir erin verið notaðar við kenslu í skólum. Virðist þó liggja nokkru nær, að þær væru notaðar til þess, að fræða börn um það, sem þeim ríður meira á að vita, en það, sem þau læra af þeim í hreyfimyndahús- unum. Við Wisconsin háskólann í Bandaríkj- unum var þó fyrir nokkrum árum skipuð nefnd til þess að safna að sér hreyfi- myndum, til þess að nota við kenslu í skólum ríkisins. Hefir nefndin nú komist yfir 75,000 myndir alls. Og í skólunum er nú farið að nota þær eins víða og unt er. Er mælt, að á þessu ári sé búist við, að um 600 barnaskólar geti notað hreyfi- myndir, að einhverju leyti við kensluna í þessu áminsta ríki. Enginn efi er á því, að auk þess sem kenslan verður með þessu móti börnunum skemtilegri, verður hún þeim áreiðanlega •einnig gagnlegri og eigínlegri. Þau sjá þarna hlutinn, sem verið er að fræða þau um í sinni réttu og eðlilegu mynd. Sé t. d. verið að fræða barnið um iðnað ein- hvers lands, segjum ostgerðina í Hollandi, þá er ólíkt auðveldara fyrir barnið að átta sig og öðlast skilning á þessu með því, að sýna því með hreyfimynd hvernig þessari framleiöslu er háttað frá byrjun til enda. Og svo væri með hvað annað sem væri, er fræða ætti barnið um. Auðvitað er ekki með þessu átt við að hætt verði að nota bækur. Þær verður að nota eins eftir sem áður. Hreyfi- myndirnar eru þeim öllu heldur til skýr- ingar, en þess, að koma í staðinn fyrir þær. Myndunum hefir nefndin safnað víðs- vegar að úr heiminum. Snerta þær flest- ar kenslugreinar, svo sem landafræði, sögu, efnafræði, jarðfræði stjörnufræði, listir, garðyrkju, dýrafræði, líkams-bygg- ingu mannins o. s. frv. Ennfremur verk- fræði í ótal greinum og í fyrstu barna- skólabekkjunum, eru barnasögur sýndar t. d. "The Three Bears'' og "Petre Rab- bit" o. s. frv. Einn af þeim kostum, sem J. E. Han- sen, sem er aðal-umsjónarmaður þessar- ar starfsemi háskólans, segir þessari kenslu-aðferð samfara, er sá, að hún örvi og hvetji barnið sjálft til þess, að finna hugmynd sinni orð yfir það sem fyrir augu þess ber. Hugur barnsins er með því ósjálfrétt farinn að sökkva sér niður í efnið. Það sem verið er að fræða barnið um, er orðið hluti af því sjálfu. Enga fræðsluaðferð telur hann betri en þessa til þess að börnin fái eðlilega og rétta hugmynd um hlutina. Barnaskólar þessa bæjar (Winnipeg) taka til starfa á morgun. Þó margt kunni að vera vel um starf þeirra og kenslu, gefur það sem hér að ofan er minst á, samt tilefni til margra spurn- inga um hvort að þeir standi ekki enn allmikið til bóta. ER WALKERMÁLIÐ PÓLITÍSKT MÁL? Eitt af þeim málum, sem næst forseta- kosningunum er nú mest talað um í Banda ríkjunum, er Walker-málið svo nefnda. Stendur þannig á þessu máli, að fyrir skömmu voru kærur bornar á Mr. Walker, sem er borgstjóri í New York, fyrir að hafa misbrúkað vald sitt með því, að hafa þegið fé af mönnum fyrir að útvega þeim stöður o. s. frv. Komst Seabury-nefndin svo kallaða að þessu. En sú nefnd var kosin fyrir tveim árum af stjórn Banda- ríkjanna, til að líta inn í rekstur opinberra mála í landinu og einkum þó að rannsaka ástandið í Chicago borg í þeim efnum. Hvað alvarlegar þessar kærur eru á borg arstjórann í New York, skal ekkert sagt um. En þær voru samt nægilega rök- studdar af Seabury-nefndinni til þess, að Roosevelt, ríkisstjóri í New York ríki, lét taka málið fyrir rétt. Það sem að Seabury nefndin krefst er að Mr. Walker sé vikið úr borgarstjóra stöðunni. En enda þótt eitthvað af kær- unum séu sannar, eru þær, enn sem komið er, ekki álitnar svo alvarlegar, að til þess geti komið án miklu lengri og ítarlegri rannsóknar. En sú rannsókn þykir nú Seabury-nefndinni dregin alt of mikið á langinn. Og þar er pólitíska hliðin talin að koma til sögunnar. Seabury-nefndin fylgir eflaust Hoover, eða núverandi stjórn Bandaríkjanna að málum. En Walker er sérveldissinni og því fylgjandi Roosevelt. Hann hefir og mikinn flokk manna sér að baki, Tam- many-flokkinn. En sem ríkisstjóra New York ríkis, eru Roosevelt lagðar fram- kvæmdir í kærumálinu í hendur. Roosevelt á þarna úr vöndu að ráða. Það vita andstæðingar hans. Og þessvegna una þeir illa löngurn drætti á málinu, að skjót úrslit þess eða burtrekstur Walkers, gæti haft slæm áhrif fyrir Roosevelt í kosningunum. Hitt að þetta kærumál kemur fram rétt fyrir forseta kosningarnar, virðist og gefa bví nokkurn pólitískan lit. VANHIRÐING Síðastl. laugardag lá leið mín fram hjá þinghúsvellinum. Varð mér litið til Jóns Sigurðssonar, en vegna afstöðu, sá eg ekki nema höfuð hans og herðar bera yfir laufgaðan viðinn. Eg gerði því krók á leið mína, sérstaklga til þess að virða fyrir mér lágmyndina "Brautryðjandinn'' sem táknar í senn atorku og eldlegan áhuga hugsjónamannsins og svefnmók og sinnu- leysi þeirra sem una best að ganga troðn- ar brautir. Nú er eg hafði skoðað mynd- ina um stund, færði eg mig f jær og leit upp til forsetans. Sá eg þá mér til mikillar furðu að buxnaskálmar hans innanfóta, voru allar krotaðar út með krít, langstrik, þverstrik og hringir. Þótti mér þetta lítil prýði, en gafst upp við að reikna! út í hvaða skyni þetta hefði verið gert, því ekki kom til mála að nokkur hérlendur maður hefði gert þetta í óvirðingar skyni við íslendinga, þar sem eg sá það nýverið í íslendingadags- ræðu og hefi oft heyrt það áð- ur, að enskumælandi fólk hér í landi vilji sóma íslendinga í hvívetna, en ísendingar sjálfir of þjóðræknir til að óprýða mynd forsetans. — Enn varð mér litið hærra, þar sem höfuð Jcns bar við heiðblátt loftið. Sá eg þá gráhvítar luralegar rákir niður um vanga Jóns. Skildi eg strax að fuglar hefðu hlassað sér niður á koll Jóni og skilið eftir þessi vegsummerki. En þeim gat eg fyrirgefið, því þeir "vissu ekki hvað þeir gerðu."' Eigi hafði eg fyrir að athuga hvort aðrar styttur vallarins voru svipað því útleiknar sem Jón Sigurðsson, en eg fór að hugsa um ráð til að halda for- setanum hreinum. Þar sem gera má nú ráð fyrir að stjórnin fari sem varlegast í mannahald á yfirstandandi tíma vegna sparnaðar ráðstaf- ana, en efnalegar kringum- stæður Vestur-íslendinga sem kunnugt er, í ágætu lagi, þá kom mér til hugar að best væri að boða til almenns fundar meðal V.-t., á gamla vísu. Kjósa 15 manna (og kvenna) nefnd, er hefði það með höndum að baða Jón Sigurðsson svo sem einu sinni á mánuði, en kostn- aður við þann starfa sé borgað- ur af þeim sem minst eiga. Tak- ist svo til, að ágreiningur verði um þessa tillögu, svo að nefnd- ar kosning farist fyrir, gæti komið til mála að jarða stytt- una svo hún í framtíðinni megi hvíla í friði. 30—8—32. Á. I. B. MINNI fSLANDS Á fslendingadag að Silver Lake, Wash., 7. ágúst 1932. Eftir séra Valdimar J. Eylands Er mér bárust tilmæli frá for- stöðunefnd þessarar samkomu um að koma á þenna mannfund, og mæla fryir minni íslands tók eg með gleði við því verkefni. Eg gerði það eins fyrir því þó að mér væri l.ióst að íslands Minni er jafnan erfiðasta hlutverkið á samkomu af þessu tæi. Það 'ufvprk er vandasamt og erfitt fyrir þá sök, að það verður oss jafnan, sem heima erum aldir, viðkæmt tilfinningamál. Vér viljum svo gjarnan gefa ættjörð- inni alt það besta sem vér eig- am, fegurstu hugsjónirnar og skáldlegustu orðin, en finnum jafnvel aldrei til þess eins og þá, hversu íslenzk tunga er fátæk er túlka skal hugðarmál hjartans. En eins og hverjum kristnum manni ætti að vera það fagnaðar efni að fá tækifæri til að vitna um trú sína, þannig er sönnum íslending það gleðiefni að mega votta ættlandinu ást sína og virðing, jafnvel þótt óður hans eigi sér fátæklegan búning. Og eigi skal eg reyna að dylja það fyrir yður, tilheyrendur mínir, að eg er og vil vera sannur íslend- ingur. Eg segi þetta með djúpri virðingu fyrir hinni nýju fóstur- jörð ,sem nú hefír veitt mér full þegnréttindi og vernd. Eg hefi aldrei lesið um, eða séð þess dæmi í reynslunni, að nokk ur maður hafi fundið skynsam- lega ástæðu til þess að afneita móður sinni, eða útiloka minn- ingarnfir við hana, þótt hann genei í heilagt hjónaband. Hitt hafa menn fyrir satt, að sá maö ar sem metur þá konu að vett- ugi, sem gaf honum lífið mann- ^a talað og nærði hann af brjóstum sínum, verði aldrei góður eiginmaður, né skyldu- rækinn heimilisfaðir. Svo er það líka viðtekin staðreynd, að engin verður að betri Vesturheimsborgari, þótt hann reyni að brenna brýrnar að baki sér, og slíta þráð minninganna, sem tengja hannt við eldgömlu ísafold. Með vax- andi þekkingu fer þeim líka á- valt fækkandi. sem lítilsvirða. þjóðerni sitt og tungu. Hin ramíslenzku hátíðahöld, sem fara fram árlega í hinum ýmsui bygðum íslendinga um þetta leyti árs, eru talandi vottur um gagnstætt hugarfar, um virð- ingu fyrir og ræktarsemi við það" besta sem íslenzkir menn hafa hingað reitt. Um leið og menn koma saman til þess að heilsast, talaat við og ryfja upp gamlar minningar og fornan kunnings- skap, finna þeir til þess að sam- fundirnir geta því aðeins orðið gleðilegir, að móðurinnar sé minst, sem þjóðernið gaf, tung- una, sameiginlegar lyndisein- "mir, og áhugamál. Hver íslendingadagur, sem haldinn er í Vesturheimi, með at- beina yngri kynslóðarinnar og þátttöku ,er sem nýr og kröft- ugur kinnhestur þeim er hæst hrópa um bráðan dauða og dómsdag yfir vestur-íslenzka menning og þjóðlíf. Hver ís- lendingadagur ber vott um vax- andi hróður ísafoldar, og barna hennar og barna-barna á vest- urvegum. Nótt vanþekkingar- innar, hvað snertir ísland og ís- lenzka staðhætti hér vestra, er nú brátt liðin. Það roðar af nýjum degi. Hefðarfrú ein f Minneapolis, spurði mig fyrir nokkrum árum, hversu langan tíma það tæki að ferðast frá Oslo, höfuðborg Noregs, til Reykjavíkur, með járnbrautar- Iest. Sú kynslóð, sem þannig spyr, er nú að hverfa, en önnur ný er að koma fram með víð- tæka þekking á landi og þjóð, og áhuga fyrir velferðamálum hennar. Ekki er það af neinní tilviljun að augu alþjóðar bein- ast nú til íslands, einkum meðal lærdóms og vísindamana. ísland hefir um aldaraðir verið forða- búr margskyns fræða, og sér- stæðrar menningar. Nú er þetta alment viðurkent, og hefir vakið athygli fræðimanna víða um heim. Mannfræðingarnir leita nú til íslands, því að þar þykjast þeir finna einkennilegt fyrirbrigði í blöndun ólíkra kynþátta. Þessir fræðimenn telja að fimm aðal kynflokkar byggi lendur Ev- rópu. Af þessum fimm, hafa. tveir runnið saman á íslandi: norræna kynið og hið austræna. Mest ber á norræna kyninu, sem talið er að hafi sérstaka eiginlika, svo sem skarpa dóm- greind, dirfsku, dugnað, ásamt viðkvæmni og blygðunarsemL Hins vegar má benda á áhrif aust ræna kynsins í lundarfari og út- liti íslendinga, en það er talið íhugult, iðið, sparsamt og þolin- mótt. Mannfræðingar benda á hvernig þessir giftusamlegu eig- inleikar hafi runnið saman og myndað íslendingseðlið. Er til þess tekið hversu vel þessi kyn- blöndun hafi heppnast, og að ís- lndingar, sem manndómsmenn og menningarfrömuðir standi framarlega í fylkingu þjóðanna, að tiltölu við fólksfjölda. Stjórnmálamennirnir; hafa nú síðan 1930 veitt íslandi meiri eftirtekt en nokkru sinni áður. Á það er bent að vagga lýðveld- ishugsjónanna hafi staðið þar, a. m. k. hvað snertir norður- evropisku þjóðirnar. Þar var hið elsta þjóðþing í heimi sett á stofn. Marks lávarður, sem var einn af fulltrúum brezka þingsins á Alþingishátíðinni tók það sérstaklega fram að þótt enska parlamentið hefði hingað til verið talið elst þinga, væri bó Alþingi langt um eldra. Mun- ar þar hér um bil 300 árum. í þessu sambandi má geta þess að ísland og íslendingar hafa gefið heiminum gullvægt fyrirdæmi í iðjusemi og lög- hlýðni. Til þess að engin freist- ist til að halda að hér sé of djúpt tekið í árinni leyfi eg mér að tilfæra ummæli, einhvers hins merkasta sagnaritara með- al Norðmanna vestan hafs. Dr. Knut Gjerset pröfessor í sögu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.