Heimskringla - 31.08.1932, Page 7

Heimskringla - 31.08.1932, Page 7
WINNIPEG 31. ÁGÚST 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐStÐA Pk»« 23 Pk>H 2ft 23T HOTEL CORONA 2« Hooou Wltk Bath Hot and Cold Water ln Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Maln & Notre Damo East WINNIPEG, CANADA FÁNINN OG ÞJÓÐIN. Það verður sennilega ekki um J>að deilt, að þótt þjóð vor sé mörgum og góðum kostum bú- in, þá er það mjög fjarri því, að þjóðemiskend hennar sé eins öflug og æskilegt væri. Á þeim tímum, sem nú eru, TÍður oss enn meir á því en nokrku sinni áður, að efla þjóð- erniskend vora, ást vora á land- inu og virðinguna fyrir fána vorum. Þess gætir mjög á síð- ari tímum, að óholl, erlend á- hrif grípa menn æ fastari tö'k- nm. Vér getum sjálfum oss um 3tent. Því að vér leggjum eigi nándar nærri nóga rækt við að kynnast sögu vorrar eigin þjóð- ar og vér sýnum íslenskri tungu of litla ræktarsemi. Hinsvegar leggjum vér óþarflega mikla á- herslu á nám erlendra mála, vér flytjum inn feiknin öll af lélegum erlendum ritum og bók- um, en metum góðar íslenskar hókmentir of lítils. Hér eru gefnar út góðar bækur, en þeim er lítill gaumur gefinn, en glym- skrattamenningin hefir bráð- lega teygt anga sína inn í fjar- lægustu afdalakot. Kvikmynda- mennigin hefir líka haft hér mikil áhrif og hvað sem um þau má segja, þá er ekkert þjóð- legt við þau áhrif, ekkert, sem kennir þjóðinni að skilja betur sjálfa sig, og lítið, sem henni er andleg uppbygging í. Samfara straumum kvikmynda og glym- skrattanamenningarinnar kom? aðrir straumar, stefnur og ismar og hvað það nú alt heitir, og skrílræðismenningin rússneska rekur lestina og hinn rauði fáni rússneskra byltingamanna blakt Ir yfir íslenskri jörð. Hve lengi skal svo áfran halda? Hve lengi ætla þeir að híða, sem enn kunna að meta það, sem gott er og íslensK*. áður en þeir^heíja baráttu fyrir því, að vor eigin, þjóðlega menn ing fái aftur yfirhöndina ? Vér þurfum að hefjast banda og ræsa burt þann sora erlendra ánrifa, sem nú getur að líta við hvert fotmál íslenskra manna. öu barátta verður löng og erf- ið, því að vér höfum vanrækt skyldur vorar. En ef vér vökn- nm nógu margir til umhugsun- ar urn hvað í húfi er mun sá tími aftur upp renna, að engir ísienskir menn fylki sér undii erlendum byltingafána, heldur hylli binn óflekkaða og fagra fána \ oni. Vér verðum að fjar- lægja hin illu, erlendu áhrif úr hugiun vorum, læra að meta vora eigin sögu, land vort og þjóð, og fylkja oss undir þann fána, sem bendir oss á að ra;kja skyldur vorar og föðurland. Gamall fslendingur. —Vísir. FRÁ LATVÍU Höfuðborgin Riga Eftir W. F. Kirsteins. Höfundur þessarar greinar er Letti. Hann hefir numið ís- lenzku tilsagnarlaust og er ef- laust sá eini maður þar í landi, sem bæði kann að lesa og rita íslenzku. Hann hefir áður rit- að grein í Lesbók Morgunblaðs- ins (18. janúar 1931). og vill með henni og þessari grein kynna íslendingum land sitt, þetta unga ríki í Austurvegi, sem vér vitum svo sáralítið um síðan íslenzkir og norrænir vík- ingar fóru þangað í hernað og gerðu þar strandhögg. Þegar erlendir ferðamenn koma til Latvíu (Lettlands) er fyrsti viðkomustaður þeirra Riga, sjálf höfuðborg landsins. Hún er í raun og veru hjarta landsins, því að hún stendur í því miðju við stærsta fljótið, Daugava (á þýsku Duna). Er það eitt af stærstu fljótunum, sem falla í Eystrasalt. Fljótið rennur í gegnum borgina og skiftir henni í tvo hluta. Er eldri borgarhlutinn á eystri bakkanum, en þrjár stórbrýr eru á fljótinu og tengja saman borg- arhlutana. Riga er gömul borg. Hún var fyrst bygð árið 1201 af Þjóð- verjum (Albert biskupi). Á miðöldunum var hún einn af Hansastöðunum og með stærstu verzlunarborgum í Austur-Ev- rópu. í elsta hluta borgarinn- ar, ‘gömlu Riga', standa enn ýmsar byggingar frá miðöldum og eru götur þar afar þröngar. Ýmsar fagrar kirkjur eru í birginni. Má þar helst nefna Péturskirkjuna, sem er með 124 metra háum turni, og Dómkirkj- una, sem áður var kirkja hins þýska evangelisklúterska safn- aðar, en er nú ríkiskirkja. Þinghús Latvíu er í Riga. Er það fögur steinbygging og líkist að mörgu leyti Alþing- ishúsinu í Reykjavík. Æðsta stjórn ríkisins á aðsetur í Riga; þar eru einnig helstu menta- stofnanir landsins og miðstöð viðskiftalífsins. Riga er nú stærsta borgin í Eystrasaltslöndunum, þótt ekki sé þar jafn margir íbúar eins og fyrir stríðið. Árið 1913 voru þeir 517 þúsundir, en eru nú hér um bil 377 þúsundir, og er það fimti hluti þjóðarinnar. Á stríðsárunum komst Riga undir stjóm ýmsra, sitt á hvað, og varð mikið tjón í borginni af yfirgangi erlendra hermanna og kommúnista á þeim árum. Þeg- ar Þjóðverjar ráku Rússa úr Latvíu 1917 kom Riga undir þeirra stjórn, en í byrjun ársins 1919 komst hún undir kúgun lettneska kommúnistaflokksins, og er það sá dapurlegasti tími í sögu borgarinnar, því að þús- undir af íbúum hennar drápu kommúnis'tar. Seinna á árinu náðu Þjóðverajr öðru sinni haldi á borginn, en í október það ár komu Frakkar og Bretar Lat- víumönnum til hjálpar, og voru Þjóðverjar þá reknir úr landi. Eiga Latvíubúar mikið að þakka Bretum og Frökkum fyrir þá hjálp. í Riga er stór kirkjugarður, sem kallaður er Bræðrgkirkju- garður. Eru þar grafnar þús- undir af landsins bestu sonum, sem fellu á þessum árum í bar- áttunni fyrir frelsi landsins. Er kirkjugarður þessi heilagur stað ur í augum þjóðarinnar, og á hverju ári er þar haldin minn- ingarguðsþjónusta á fullveldis- daginn 18. nóvember, og þar minnist þjóðin fagurlega þeirra manna, sem létu líf sitt fyrir frelsi landsins. Að stríðinu loknu mátti svo kalla að öll Latvía væri í rúst- um og var þar ærið starf til endurreisnar. Fyrsta þjóðþing landsins kom saman haustið 1922 og kaus það Janis Tsjakste fyrir ríkis- forseta. Hann er af lettnesk- um bændaættum. Fyrir stríð- ið var hann hinn fyrsti Lettlend- ingur, sem kosinn var á þing, og hann var fremstur í hópi þeirra manna, sem stofnuðu lett neska lýðríkið 18. nóvember 1918. Hann andaðist árið 1927 og vakti fráfall hans sanna þjóð arsorg. Annar sá maður, sem Lettar eiga mest að þakka sjálfstæði sitt, var Sigfriðs A. Meirovics, fyrsti utanríkisráðherra Latvíu. Á árunum 1917—1918 dvaldist hann ásamt J. Tajakste í Sví- þjóð og kostuðu þeir kapps um að útbreiða meðal Norðurlanda- þjóða þekkingu á Lettum og sjálfstæðisbaráttu þeirra. Og það var hann sem fekk því til vegar komið að stórveldin við- urkendu Latvíu sem fullvalda ríki hinn 26. janúar 1931. Hann lézt af bílslysi árið 1925 og þús- undir manna fylgdu honum harmþrungnar til grafar. Sérstæð mentun Letta hófst um miðja síðustu öld, er lett- neskir stúdentar stofunuðu með sér félagsskap í Dorpat til þess að berjast fyrir þjóðlegri menn- ingu og tungu. Heldu þeir því fram, sem fæstir hefði þá trúað að þjóðmenning og tunga Letta gæti fullkomlega staðið jafnfæt- is þjóðmenningu og tungu ann- ara þjóða. Og síðan hafa lett- neskir mentamenn auðgað tung una að nýyrðum um hugtók og nöfn úr iðnaðrarmáli verslunar- máli og vísindamáli, sem áður voru óþekt. Er með því sýnt og sannað að letnesk tunga er svo auðug, að henni verður ekki skotaskuld úr því að lýsa öllum hugsunum. í Riga er háskóli ríkisins. Fer kensla þar fram á lettnesku og stunda þar nú nám um 8300 stúdentar. Lettar eiga marga rithöfunda og skáld. Bestur skáldsagna- höfundur er talinn Rúdolfs Blá- manis. Hann reit aðallega skáld sögur, en þó nokkuð af leikrit- um, um lífskjör og siðu lett- nesku bændastéttainnar. Janis Póruks hefir ritað margar ný- tísku skáldsögur. J. Rainis hefir samið leikritið “Jósef og bræð- ur hans", sem sýnt hefir verið í Lundúnum. Af kvenrithöfund- um má nefna Aspasija, sem hef- ir gefið tú leikrit og Ijóð, og Anna Brigadere, konu Rainis, sem hefir gefið út skáldsögur eftir sig. Sönglist er á mjög háu stigi í borgunum, sérstaklega í Riga, og þjóðin er auðug af þjóðvís- um og þjóðkvæðum. Eru til hér um bil 200 þúsundir slíkra vísna og þjóðkvæða og ganga undir hinu sameiginlega nafni “Latvja Dainas’’. í Latvíu eru ýmsir þjóðflokk- ar auk landsins eigin sona, svo sem þjóðverjar, Gyðingar, Rúss- ar o. fl. Allir hafa þeir fullkom- ið jafnrétti og leyfi til þess að vernda sín eigin þjóðareinkenni. Af þessu hefir stafað, að þótt nú sé 13 ár síðan landið fekk fullkomið frelsi, hafa þessi þjóðabrot ekki viljað læra ríkis- málið. En nú hefir það verið tekið í lög, að allir íbúar lands- ins verði að skilja og kunna lettnesku og allar skriftir milli hins opinbera og íbúanna verði að fara fram á því máli. Latvía er á sléttunum inn af Eystrasalti. Þar eru engin fjöll, en að eins skógi vaxnar hæðir. Hæsta fjall landsins heitir Lais- infjall, og er að eins 314 metra hátt. Fjöldi fagurra stöðuvatna er í landinu, og margar merk- ar fomleifar. Hinar helstu þeirra eru hjá ánum Gaujá og Daugará. — Standa þar enn rústir af þýskum riddaraborgum frá miðöldunum og eru merk- astar og fegurstar þeirra Sig- ulda hjá Gaujá og Kokhesl hjá Gaugará. Latvía er aðallega landbúnað- arland, en þó er landbúnaður- inn nú ekki í jafn miklum blóma og hann var fyrir stríð. í land- inu eru nú taldar um 36,000 at- vinnuleysingja og höfðu flestir þeirra áður vinnu við sögunar- myllurnar. En nú hefir sögun- armyllunum verið lokað, vegna þess að aðalmarkaðurinn fyrir timbur, í Englandi, er lokaður, þar sem Rússar flytja þangað trjávið í stórum stíl og selja fyrir sama og ekkert. Landbún aðarafurðir hafa fallið svo mjög í verði, að bændur geta nú ekki borgað kaupmönnum þau laun, sem upp eru sett, og safna skuldum dag frá degi. Þó verð- ur á sumrin að flytja inn verka- menn frá nágrannalöndunum til þess að vinna sveitarvinnuna, því að atvinnuleysingjarnir í borgunum neita algerlega að fara í kaupavinnu upp í sveit, en kjósa heldur að lifa á styrk 1 frá ríkinu. , Nú hefir verið vakin hreyfing ; um það, að nota sem mest inn- lendar vörur. “Kaupið lettnesk- ar vörur” er kjörorðið. En j þrátt fyrir það notar meginþorri þjóðarinnar, bæði í sveitum og j kaupstöðum útlent silki í stað innlendra dúka og erlenda ávexti í stað innlendra. Þó er það von | Nafnspjöld vor, að þegar raknar fram úr heimskreppunni, muni Latvía koma undir sig fótunum og þá þurfi ekkert atvinnuleysi hér að vera. — Lesb. Mbl. ÁVARP til íslensku þjóðarinnar. Herferð gegn heimabruggi, smyglun og launsölu áfengis. Það er alþjóð kunnugt að bruggun áfengis hefir hafist og farið mjög í vöxt í ýmsum hér- uðum landsins hin síðustu ár. Smyglun er stöðugt mikil og launsala vaxandi. Rætur vax- andi ölvunar meðal þjóðarinnar má fyrst og fremst rekja til bruggara, launsala og smygl- ara. í sumum héruðum lands- ins er ástandið þannig, að sam- komur voru haldnar á síðasta vetri, þar sem gerðust ölæðis- áflog, svo að af hlutust bein- brot og önnur alvarleg meiðsli. Æska landsins, sem á að hefja þjóð vora á æðra menningar- og siðgæðisstig, týnir ráði, rænu og manndómi af völdum heima- bruggaðra og smyglaðra eitur- veiga. Menn, sém ekki hafa komist á það siðgæðisstig, að hugsa um afleiðingar verka sinna fyrir aðra — bruggarar, smyglarar og launsalar — eru að leiða spillingu og glötun yf- ir hina ungu kynslóð, — tor- tíma von þjóðarinnar um gró- andi þjóðlíf. Hér er um svo al- varlegt mál að ræða, að vér hljótum að skora á alla þá ein- staklinga, félög og stofnanir í landinu, sem sjá og skilja hætt- una, sem þjóðinni stafar af at- hæfi þessara manna, að hefja ákveðna herferð gegn því. Sem aðila í þessari herferð hugsum vér oss: 1. Félög, sv osem: Templ- arastúkur, Ungmennafélög, kvenfélög, Iþróttafélög, bind- indisfélög í skólum landsins, verkalýðsfélög og ýmiskonar stéttafélög. 2. Þjóðkirkjuna og önnur kirkjuféög. 3. Blöð og tímarit. Oss er ljóst að ýmsir af þess- um'aðilum hafa unnið og vinna mikið og þarft verk fyrir þetta mál, en alvarlegir tímar kveðja til enn meiri starfa. Hver einstaklingur, sem vill kenna þjóðinni bindindi, kenna henni að skoða launbruggara, smyglara og launsala, sem föð- urlandsfjendur, og vinnur þannig að því að skapa það al- menningsálit, sem dæmir þá ó- alandi og óferjandi, er að sjálf- sögðu hinn þarfasti liðsmaður í þessari herferð. Vér viljum leggja áherslu á, að sem flestir einstaklingar vinni að því, að fá blöð og tímarit í þjónustu þessa málefnis. Ennfremur að reynt sé að stofna ný félög til þátt- töku í herferðinni, þar sem þess sýnist þörf. í trausti þess að alþjóð bregð- ist vel að áskorun vorri biðjum vér öll blöð landsins að flytja hana. Sigfús Sigurhjartarson stórtemplar. Helgi Scheving formaður Sambands bindindis- fél. í skólum íslands. Ben. G. Waage. F. h. íþróttaskólans á Álafossi, Sigurjón Pétursson. Aðalsteinn Sigmundsson, sambandsstjóri U. M. F. 1. Vilmundur Jónsson, landlæknir. / Tryggvi Þórhallsson. Pétur Ottesen, alþingismaður. Sigurjón Ólafsson, form. Sjómannafél. Rvíkur. S. P. Sívertsen, prófessor. Helgi Hjörvar, formaður útvarpsráðs. Guðjón Guðjónsson, form. kennarasambandsins. Sigurður Jónsson skólastjóri. Viktoría Guðmundsdóttir, kennari. Eiríkur Albertsson, Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bld«. Skrifstofusiml: 23674 Stundar sérstaklega lunfn&sjúk dóma. Er a75 finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 Alloway Ave TaUfmli 331!» DR A. BLONDAL <02 Medlcal Arts Bldg. Talsíml: 22 296 Stundar sérstaklega kvensjúkddma og barnasjúkdóma. — Aft hltta: kl. 10—12 • h. og S—6 e. h. Hetmltt: 80S Vtctor St. Slmt 28 180 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stvadar elDKönKu a uK*na- eyrna nef- uk kvt*rka-njðkdðma Er aTJ hitta frá kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Talntmi! 21K34 Heimlli: 638 McMlllan Ave. 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Phone 21 834 Office timar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 prófastur. Jósep Jónsson, sóknarprestur. Bjarni Jónsson, dómkirkjuprestur. Magnús Guðmundsson, sóknarprestur. Garðar Þorsteinsson, prestur. Hermann Jónasson, lögreglustjóri. Ólafur Friðriksson, p. t. form. Verkamannafél. “Dagsbrún.” Freysteinn Gunnarsson, skólastjóri, Sigurbjörn Á. Gíslason, Ási. Ingimar Jónsson, skólastjóri. Jón Helgason, biskup. Arngrímur Kristjánsson, kennari. Aðalsteinn Eiríksson, kennari. Sigurgeir Sigurðsson, prófastur. Björn Ó. Björnsson, sóknarprestur. Ófeigur Vigfússon, prófastur. Þorsteinn Briem, kirkju- og kenslumálaráðh. Ásmundur Guðmundsson, háskólakennari. K. Zimsen, borgarstjóri. Einar Arnórsson, prófessor, alþm. Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur. Guðrún Lárusdóttir, landskjörinn alþm. Sigurður Thorlacius skólastjóri. Sigríður Magnúsdóttir, kennari. Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri settur. Bjarni M. Jónsson, kennari. Ásgeir Ásgeirsson, prófatsur. Jóp Ólafsson, sóknarprestur. Ólafur Magnússon, prófastur. Jakob Möller, alþingismaður. Pálmi Hannesson, rektor. Metúsalem Stefánsson, búnaðarmálastjóri. —Vísir. G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON fSLENZKIR LÖGFRÆÐINGA& á óðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur «B Lundar og Gimli og eru þar að hltta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telep>hone: 21 613 J. Christopherson. Islenzkur Lögfrœðtngur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL aelur ltkklstur og annast um útfar- lr. Allur útbúnaSur s& bestl. Knnfremur selur hann allskonar mlnnisvarha og legstelna. 843 SHERBROOKB ST. Phonei K««OT WINNIPN HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. 8. G. SIMPSON. N.D., D.O., D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TBACHRR OF PIAIfO K.%4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson íslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthÚ3inu. Sfml: 96 210. HelmUis: 33328 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Basgast and Fnrnltnre Movtni 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. iRlemkur lÖKfrvpÖlnKnr Skrifstofa: 411 PARIS BLDG. Sími: 96933 l DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Talflfml: 2S SS9 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR 614 Sumeriet Block Portaare Avenue WIXXIPB6 BRYNJ THORLAKSSON Söngstjóri Stlllir Pianos og Orgel Simi 38 345. 594 Alverstohe St.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.