Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 8
8 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WíNNIPEG 31. ÁGÚST 1932. Úrvals fatnaður KARLMANNA á hinu sanngjarnasta verSi bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við I.iggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Ragnar E. Kvaran er kominn vestan frá Wynyard. Hann flytur guðsþjónustu á eftir fylgjandi stöðum á sunnudaginn kemur 3. sept.: Árborg kl. 2 e. h. Riverton kl. 8 e. h. * * * Séra Guðm. Árnason frá Oak Point, Man., var staddur í bæn- um s. 1. fimtudag. # * * Mrs. Ingibjörg Johnson frá Oak Point, Man., kom til bæj- arins s. 1. fimtudag. Hún var að finna tannlæknir. * * * Frá San Francisco, Cal. komu s. 1. viku til bæjarins, Mr. Ellis Leo Stoneson og kona hans; einnig faðir hans Mr. S. Stone- ROSE THEATRE Thursday and Friday SETH PARKER In Way Back Home A picture that will long iive in your memory. « Also— FREE DINNERWARE TO THE LADIES son frá Blaine, Wash., og enn- fremur Friðrik Thórarinsson og kona hans frá San Francisco. Er hann í félagi þeirra Stone- son’s bræðra, byggingameistara. Alt er fólk þetta á skemtiför hingað og kom í bíl. Á leiðinni að vestan kom það við í Argyle bygðinni og dvaldi þar um viku tíma hjá Mr. og Mrs. Kjartan Christopherson. Er Mrs. Christ opherson dóttir S. Stoneson, og slóst hún með í förina til Win- nipeg. Mr., Oddur Ólafsson frá Riverton, fornvinur þessa fólks, kom til móts við það hingað til Winnipeg. Meðan fólk þetta var í Win- nipeg dvaldi það hjá Mr. Finni Stefánssyni og dætrum hans, Mrs. Eager, Mrs. Thompson og Trs. McAlpine. Mr. S. Stone- son var bróðir Ingveldar sál. konu Mr. F. Stefánssonar, og i'luttust þeir mágar vestur um haf fyrir 45 árum úr Borgarfirði syðra á íslandi. Fólk það sem hér er umgetið, hélt heimleiðis s. 1. þriðjudag. Biður það Hkr. að færa vinum sínum innilegustu þakkir fyrir góðar viðtökur. * * # Kristján Pétursson frá Árborg og Óli Jónasson frá Árnesi, komu s. 1. fimtudag til bæjar- ins. Þeir fóru samdægurs norð- ur til Lundar. # * # Guðmundur Einarsson verzl- unarstjóri frá Árborg, Man., var staddur í bænum fyrir helgina í viðskiftaerindum. # # # Björn Hjálmarsson og Páll Bjarnason frá Wynyard, Sask., komu til bæjarins fyrir helgina. Þeir komu í bíl. Mr. Bjarnason Söngsamkoma í FYRSTU LÚTHERSKU KIRKJU (Victor St.) FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 2. SEPT., 1930, Kl. 8.15. / Ungmennasöngflokkur Gimlibæjar og nærliggjandi bygða, sá er söng á Íslendingadeginum á Gimli þann 1. ágúst síðastliðinn, syngur í Fystu lúthersku kirkju hér í bænum samkvæmt ofanskráðum tíma. Milli áttatíu og níutíu manns, aðallega börn og unglingar taka þátt i söngnum. Tveir nemendur hr. Óla Thorsteinssonar, báðir úr Geysisbygð, leika fiðlu samspil. Miss Snjólaug Sigurðsson, píanokennari, leikur píanóspil. Mr. Frank Thorólfsson, píanókennari, leikur píanó- spil. Próf. S. K. Hall leikur á orgel meðan fólk er að skipa sér í sæti í kirkjunni. Hr. Brynjólfur Thorláksson, söngkennari sá er æft hefir þenna ágæta ungmennaflokk, stjórnar honum á samkomunni. Hér er um svo sjaldgæfa söngskemtun að ræða, að tæpast getur hjá því farið, að húsfyllir verði. Aðgangur ókeypis, en samskot tekin við dyrnar. Fimm manna hljóðfæraflokkur, undir stjóm hr. Óla Thorsteinssonar, verður söngflokknum til aðstoðar. mun dvelja hér tvegjga vikna tíma. # # # Jón S. Pálsson bóndi við Riv- erton, Man., lézt 17 ág. s. 1. Hann var ættaður úr Skagafirði frá Reykholti, og sonur Páls Péturssonar er þar bjó lengi. Kona Jóns var Kristín Björns- dóttir, ættuð úr Húnavatns- sýslu og lifir hún mann sinn. Jón var dugnaðarmaður og drengur hinn bezti. # * # Gift voru að Preeceville, Sask. 13. ágúst s. 1. Oliver Emil Sig- urðsson og ungfrú Mable Irene Cote, bæði frá Sturgis, Sask., Brúðguminn er sonur Teits Sig- urðssonar að Sturgis, en brúð- urin er af enskum ættum. * * * Fyrir nokkru birtist fregn um andlát dóttur Guðmundar Jóns- sonar að Vogar f Hkr. En skírnarnafn hennar var bnr ekki rétt, átti að vera Málmfríður, en ekki Hólmfríður. Þetta leið réttist hér með. # # # Almenna guðsþjónustu flytur G. P. Johnson í Good Templara húsinu á Sargent Ave. Sunnudaginn 4. september kl. 3. e. h. Umræðuefni: Tímabilið þegar allir íslend- ingar vakna til sannrar guðs- trúar. Sungnir verða Sigur- söngvar. Allir velkomnir. # # # “Óðinn” frá jan. til júníloka þ. árs hefi eg fengið. Þeir sem keypt hafa það rit hjá mér bið eg að láta mig vita hvort þeir vilja það sent. — Árg. $2.00 Ólafur S. Thorgeirsson, 674 Sargent Ave., Wpg. # # # Stúkan Skuld hefir skemti- funds 1. sept. n. k. — Templar- ir eru ámintir að fjölmenna. Þar verður rífandi skemtun. Kaffi ókeypis á eftir. # # # TIL SÖLU Miðstöðvanhitunarvél, næstum eins góð og ný. Brennir við. — Hitar stórt hús. Ofninn er Nr 50 “New Idea”. Ennfremur “Pipeless Furnace’’, jafngóður og nýr. — Spyrjið um verð hjá C. Goodman & Co., Toronto og Notre Dame. # # # Harry Clark Wins High Honors in Model Aeroplane Contest, Club, took part in the recent Manitoba Aircraft Contests held by the Aviation League of Mani- oba and won the Gage Memorial Trophy, representing tlie Mani- toba Championship. The trophy is awarded to the contestant, junior or senior, who scores the highest number of marks in the various classes open to him, and the winner becomcs the holder of this trophy for one year. Young Clark was competing against youths of all ages up to 20 years and defeated B. St. John, last year’s Dominion champion. He took first place for “Flying Stick, Indoor’’ and first for “Flying Semi-Scale, Outdoor,” both in the junior events. In the Dominion Contest Harry was successful in win- ning First prize in the Junior Semi-Scale Model Contest. Sec- md prize was won by Joe Purvis of Toronto, and Third by Bob Ross of Ottawa. In the Indoor Contest held in Minto Street Barracks he had an excellent chance of taking First honors if his plane had not broken. He, however, was awarded fourth place. Altogether Harry Clark has won three silver trophies; two of which he will keep perman- ently. He has also won the M. A. C. Wing Pin. Skófatnaður fyrir skólann UNGRA STÚLKNA OXFORD SKÓR “RENOWN” SKÓFATNAÐUR Fínir en þó "skynsamlegir” skór fyrir haustið. tJr mjúku kálf- skinni — einfaldir eða bryddir, hælar, meðalháir, lágir og rub- ber lagðir. Stærðir 2% til 6. Upp og niður parið, á $2.95 OXFORD TÖPLUR OG LÁGSKÓR Drengja skór og Oxfords úr sterku svörtu kálfskinni — einnig ófóðraðir Elgskinns skór — hvorttveggja með endingar góðum leður sólum, og rub- ber lögðum hælum. Stærðir 2y2 til 6. Paríð $2.98 BARNA EATONIA SKÓFATNAÐUR Harry Clark, 15 years old son of Mr. and Mrs. C. A. Clark of St. James, Manitoba, has recently won signal honors for our race in the success he has met with in the Model Aero- plane Contests which have been held first for Manitoba and then for the Dominion of Canada The Manitoba Contest was held from the 13th. to the 19th. of August both inclusive and the Dominion Contest on the 26th and the 27th. of August. Harry, along with somc other merbers of the St. James Board of Trade School Model Aircraft ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Ágæt matreiðslu stótil sölu að 642 Agnes St. Winnipeg á hálf virði. Kaupandi snúi sér sem fyrsttil húsráðenda á ofangreindum stað. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 Lágskómir úr giansandi gljá- leðri — hinis úr sterku svörtu kálfskinni. Einfaldir eða brydd- ír. Stærðir 11 til 2. Parið— $2.50 Lágskór ur gljáandi svórtu leðri — Oxford skór úr svörtu eða brunu leðri, Goodyear sólar á þeim öllum og lágir leður- hæiar. Stærðir 8 til lOVá parið $2.65 T. EATON C? LIMITED J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Service Banning and Sargent Sími 33573 Heíma sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Saklaust er það þó eg segi hér nú samt lítið eftir Guðmund. Við gengum eftir mjóu stræti, þar sem engar gangstéttir voru með fram húsunum, en girðingar um húsalóðirnar gengu fast fram að strætinu á báðar síður. Lítið fyrir framan okkur öðru megin til hliðar, stóð gráhærð kona frammifyrir litlu gömlu húsi sem sneri hliðinni út að stræt inu. Húsið hefði aldrei verið málað utan, en var í þess stað tjargað eins og mörg elztu hús í bænum. Guðm. var víst kunnugur þarna, hann ávarpar konuna með nafni og segir: “gott kvöld.” Eg ætla að láta konuna heita M. en hann held- ur áfram og segir: “Nú er gott veður”. Konan sem var hrein lega til fara, skerpuleg og gerð- arleg leit nú til okkar með því augnaráði og þeim svip sem auðsælega bar það með sér að hún bjóst við einhverju illu af okkur. Þá lítur hún út í hött og segir: “Þú hefir ekki búið það til.” “Nei að vísu ekki”, segir Guðm. “en nú er eg á ferð og það gefur hverjum eins og hann er góður til”. “Svei þér, þú ert þorpari og svo vitlaus ertu að þú sérð ekki að hann er að ganga í illviðri.” “Er hús- móðirin heima,’ segir Guðm. “eg hefi ekkert spurt hana eftir því”, segir kerling. “Ertu búinn að þvo milliskyrtuna mína,” segir Guðm? “Ó, hún er fullgóð til að ganga ljúgandi í henni þessi sem þú ert í,” svaraði M. “Þetta er vinur minn af Norður- landi, sem er með mér, staddur hér í bænum núna,” segir Guðm. “Það er auðséð, hann er illmenni”’, svaraði M. “Nú skulum við fara,” segir Guðm. til mín. “Þú ert hér ekkert fyrir mig”, hvein í kerlingunni, og við gengum áfram. “Hvernig leizt þér á hana”, segir hann við mig þegar við vorum komnir spöl- korn frá húsinu. “Hún er gerð og getin,” sagði eg, “og eg þyrði að trúa þessari kerlingu fyrir mér ef eg kæmist á hægra brjóstið á henni. “Það er auð- séð að þú ert vanur að stríða henni”, sagði eg. “Eg hefi aldrei strítt henni segir hann. Það er ekkert hægramegin til á henni. Öllum sem þekkja hana kemur saman um það. Eg tók upp á því að láta hana þvo fyrir mig, að eins til að læra að þekkja hana. En nú skal eg ekki segja meira fyrst, eg ætla að snúa mér að húsmóðir hennar. Eg ætla að láta húsmóðir þessarar gömlu konu heita V. Sagði Guðm. mér að hún væri nokkru eldri en M. og svo vönduð og væn kona að alilr sem hana þektu bæru virðingu fyrir henni, og menn undruðust að hún skyldi hafa þessa skerjálu í hús- inu, því enginn vissi til að þær væru skyldar eða venzlaðar á nokkurn hátt. Hann sagði að ef V. heyrði hallað á einhvern i bakið, þá segði hún vanalega: ‘Ó, það hefir staðið eitthvað illa á fyrir honum, eða henni, heimurinn er svo fullur af get- sökum og ónærgætni,” og svo stingi hún upp á einhverju öðru og reyndi að eyða umtalinu. Það sagði Guðm. að M. væri ekki eins mikið gefin fyTÍr að tala illa um menn á bakið, þó þyldi hún ekki að heyra nokkr- um manni hrósað, þá segði hún: “Þetta er mesti óþokki.” Hann sagði að M. færi stundum í kirkju með V. og þá segði hún æfinlega það sama upphátt þeg- ar hún stæði á fætur, hver sem hlut ætti. “Þetta var ljóta ruglið.” Einu sinni hafði hún verið kölluð sem vitni í ein- hverju máli, þá neitaði hún að fara, sagði þeir ættu ekkert með að skipa sér. Var þá talað um að flytja hana nauðuga í dómstólinn, en V. ráðlagði að gera það ekki, það væri ofmik- ill ábyrgðarhluti. Þá kom mála- færslumaður með votta til að yfirheyra hana heima, en hún ansaði engri spurningu. Þá sagði málafærslumaðurinn við hana: “Það er hægt að kenna þér að hlýða.” En þá svarar kerling: “Þú ert glópur og gerir illt úr öllu.” Að því var hlegið MESSUR OG FUNDIR I kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum gunnudegl kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. | Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. og með það slapp hún. Sagði Guðm. að V. hefði sagt þeim að þeir gætu gert hana brjálaða, en ekkert orð haft upp úr henni sem vitni enda óvíst að hún vissi nokkuð, til að greiða veg málsins. Guðmudnur leiddi mig ekki á beinum línum um bæinn. Hann hagaði ferðinni líkt og þegar við dönsuðum Sextúr á mínum upp- vaxtarárum. Þegar mörg pör af drengjum og stúlkum döns- uðu á víðutti fleti og sleptu þá drengirnir alt í einu, hver sinni dansmey og gengu áfram í hring og réttu fram hendumar á víxl, en það stóð heima að komin var stúlka í vinstri hend- ina, þegar hægri höndin hafði rétt slept annari, þangað til maður mætti henni sem hann unni mest og tímdi þá ekki að sleppa henni aftur en snerist og söng. Líf og líf og fjör og fjör. Eg held að Guðm. hafi fyrir fram reiknað það út Frh. ! BJ0RG FREDERICKS0N Teacher of Piano Announces the opening of her classes September 1. The following were pupils of Björg Frederickson: Winner of Bach B Competition, Winnipeg Festival 1932; First and Second Prize Winners, Junior Piano, Brandon Festlval 1932; Winner Primary Piano, Brandon Festival 1931; Winner of Domínion Intermediate Medal 1930. Out of 32 pupils taking Toronto Conservatory Examina- tions during the last 3 years, 30 were passed with honors (16 First Class Honors and 14 honors). Studio: Ste. 14 Cornelius Apts. Sherbrook St. Telephone: 39 357 Minningarhátíð Ardalssafnaðar 1 ráði er að Árdalssöfnuður í Árborg, Man., haldi hátíðlegt þrjátíu ára afmæli sitt, þann 11. sept. næstkomandi og byrjar hátíðin með guðsþjónustu í kirkju safnaðarins kl. 1. e. h. þann dag, en verður svo framhaldandi í samkomuhúsi Good Templara. Er hérmeð öllum meðlimum safnaðarins að fornu og nýju ásamt vinum og stuðningsmönnum starfsins vinsamlegast boðið að sækja af- mælishátíð þessa. Þeir sem í fjarlægð búa eru góðfúslega beðnir að gera skrifara safn- aðarins, Mr. S. A. Sigurðsson aðvart, ef þeir hafa í hyggju að vera viðstaddir. Jóns Bjarnasonar Academy 652 Home St., Winnipeg. Talsími 38 309 * * # Miðskólanum að meðtöldum 12. bekk * HIÐ 20. STARFSÁR HEFST MIÐVIKUDAGINN 14. SEPT. R. MARTEINSSON skólastjóri

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.