Heimskringla - 21.09.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.09.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 21 SEPT. 1932 HEIMSKRINGLA 3 BLAÐSlÐA Sigurdsson, Thorvaldson ltd. GENERAL MERCHANTS ÚTSÖLUMENN FYRIR IMPERIAL OIL LIMITED ROYALITE COAL OIL, PREMIER GASOLINE TRACTOR AND LUBRICATING OILS í ARBORG Phone 1 RIVERTON Phone 1 HNAUSA Phone 51, Ring 14 MANITOBA — CANADA Ptaone 22 »25 Phone 25 23T HOTELCORONA 2ð ItoomM Witta Hiith Hot and Cold Water in Every Room — $1.60 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA DULINN SANNLEIKUR. Það var á miðri átjándu öld að ferðamaður nokkur stanz- aði í grunnu en víðáttumiklu dalverpi, eða öllu heldur í plássi því, sem kallast mátti smá- heiði í Aþenufjöllunum á Grikk- landi. Það var sólbjartur sumar- morgun og mátti alstaðar sjá fegurðina blasa við augum. Ferðamaður þessi hafði sjald an gert það að vana sínum að stanza á ferðum sínum. En í þetta sinn fanst honum hann vera knúður til að hvíla sig svo sem drykklanga stund. En naumast gaf hann sjálfum sér ráðrúm til að skoða fegurð út- sýnisins í kringum sig, nema þegar hann var á hreyfingu. Mörgum þótti kynlegt nafn þessa ferðamanns, sem af flest- um var kallaður Tími. Kann að hafa verið af því að hann var á sífeldum ferðalögum, hafði séð margt, lært mikið og þekti marga. Hann var fjörlegur og ötull mjög að útliti, þó hann væri aldraöur að áratölu. í þetta sinn var hann niður- sokkinn í að virða fyrir sér eitt hið einkenilegasta furðu- verk náttúrunnar, sem augu hans höfðu nokkru sinni hvílt á, og var liann þó flestum lönd- um kunnur. Þetta furðuverk var stein- pallur, þríhyrndur að lögun, á að gizka fjögur fet á hvern veg. En á miðjum þessum palli | kraup svo fögur, en svo dular- full stytta. Hún var dularfull að því leyti, að eftir öllum frá- sögnum að dæma, hafði engin mannleg hönd snert á að j höggva hana til, heldur voru I það álitnar óyggjandi munn-! mælasögur, að þarna hefði hún j verið frá aida öðli, svo nálægt i alfara vegi, að flestir ferða- menn höfðu það fyrir reglu, að nota þenna pall fyrir hvíld- arstað. Það hefði máske í fljótu bragði mátt álíta styttu þessa sem hverja aðra heiðarvörðu, en við nánari athugun hvarf sú hugsun algerlega, því að stytta þessi leit ekki út sem heiðarvarða, er væri hlaðin úr steinum; heldur var hún að lög- un og gerð líkust því, sem ein- hver fegursta mær heimsins hefði staldrað við á leið sinni og snögglega orðið að stein- gervingi. Það var ekki aðeins hið fagra líkamsgervi, sem lýsti sér þar svo greinilega, heldur virtist öllum þeim, sem komu í ná- lægð við þessa undarlegu stein- mynd, að þarna hlyti að vera nokkurskonar ódauðleiki inni- byrgður í þessum kalda stein- líkama. Hún kraup þarna á knjánum með höfuðið ofurlítið beygt aftur á mili herðanna, þar sem grófgerðir hrufumynd- aðir hárlokkar sýndust falla í liðuðum bylgjum ofan eftir bak inu. Ennið var stórt, ofurlítið kúpumyndað og göfugmannlegt á að sjá. Svo augun, þessir dökku gljáandi deplar, sem virt- ust horfa til himins eins og biðjandi. Augabrýrnar voru einn ig hrufumyndaðar rákir mjög svo vandlega dregnar; nefið var lítið eitt íbogið, en þó kven- legt. Hakan og munnurinn nett- leg, fíngerð, með svo eðlilegum listamannsdráttum, er héldu at- hygli manns ósjálfrátt. Brjóstin voru vel þroskuð og bunguvaxin, eins og á ungmær í blóma lífsins. Sérstaklega voru það augun og andlitssvipurinn, sem hélt mönnum heilluðum af eftirtekt og undrun. Svipbrigðin hertóku svo hugann, að manni sýndust augun fyllast tárum; en svo hugsaði maður aftur að það hlytu að vera steintár, og gátu því ekki runnið niður eftir slétt- um og ávölum vöngunum. Herðarnar voru frekar breið- ar og hraustlegar, en fagrar og smekklega meyjarlegar. Upp- handleggirnir virtust leggjast niður með síðunum, en hurfu eins og hendurnar væru kross- lagðar fyrir aftan bakið. Eins og að framan er greint, höfðu aldrei farið sögur af því að nokkur mannleg hönd hefði verið lögð á verkið. En snerting þessara dularfullu náttúruafla virtist hafa fínað og málað mynd þessa með þeirri undra fegurð og dráttum, sem engin mannleg hönd mundi hafa gert hversu listfeng sem hún ann- ars kynni að hafa verið. Hvorki vindur, regn né sólar- hiti höfðu megnað að vinna bug á hinum mismunandi eðlilega litblæ, sem sýndist hjúpa fjalla- dís þessa. Blæbrigðin virtust blönduð svo náttúrlegum líf- litum^ að sízt myndi auðvelt eftir að stæla. Það var sem kvöldroðaskinið gæti málað sinn gullna lit á kinnar hennar og gert þær yndislegar á að líta. Þá var sem hálsinn skini hvítur og falleg- ur, en herðar og brjóst aðeins ofurlítið daufari að lit. Neðri partur líkams myndar- innar leit út sem væri hann sveipaður klæðum, er svo hurfu ofan í gráleita steinhelluna. Á eina hlið steinhellunnar var grafið gotnesku letri nafnið Fjalladísin. En það voru tilgát- ur einar, hver hefði myndað jafn óafmáanlega stafi í liðinni tíð. Gamli ferðamaðurinn Tími, þegar hann virti fyrir sér stein- mynd þessa, spurði sjálfan sig: “Hvað skyldu þessi ógrátnu tár hafa að þýða? Skyldi hún allar þessar aldir vera að gráta sín eigin forlög, að hún var ekk- ert nema ískaldur steinn? Eða var hún sí og æ að tárast út af eymdum mannkynsins, sem var íkiætt holdi og blóði, en þekti þó naumast hinn smæsta púnkt í lögmáli lífsins?” En hvað gerði það svo til, hvort heldur var, því steintár gátu aldrei vökvað meyjarroð- ann á hennar blómlegu kinn- um, og aldrei gátu hennar inni byrgðu duldu tilfinningar brot- ist fram í neinum brennandi orðastraum. Henni var auðvitað varnað máls eins og hverjum öðrum dauðum hlut, eins og að orði er komist. En stundum verður manni á að spyrja: Eru nokkrir hlutir dauðir? Eða er maðurinn svo fávís að geta ekki ímyndað sér einhvern dul- inn lífneista eða svokallaðan gerla, sem á endanum losnar úr hverri ögn, þegar hún fellur fúin til moldar? Eða hver getur takmarkað kraft efnisins, eða dæmt um þess uppruna eða endi? Svona hugsaði ferðamaður- inn Tími gamli um leið og hann gekk spölkorn til hliðar og starði á þetta furðuverk efn- isins, sem hann gat þó ekki gert sér grein fyrir. í anda sá hann allan þann hóp af ferðamönnum, sem þarna höfðu áð til þess að kasta mæðinni, er þeir settust á steinhelluna og tóku sér stundarhvíld. Hann sá þá standa á fætur eftir hvíldina, horfa á steinstyttuna undrandi, hrista svo höfuðin og ganga þegjandi leiðar sinnar. Alt í einu upp úr þessum hugleiðingum varð honum litið á veginn sem lá til austurs. En þetta var líklega missýning eða einn af þessum vökudraumum. Hann sá ungan hraustlegan ferðamann koma, svo skraut- iega búinn, að aldrei fýr hafði hann séð þvílíkan klæðnað. —- Sannarlega hlaut þessi ungi maður að vera virkilegur heims- maður og tilheyra fjöldanum. Hann var hvatlegur í spori og bar sig herramannslega. Hann stanzaði eins og hinir ferða- mennirnir höfðu gert og yfir- vegaði steinmyndina. Tími gamli sá hann lesa nafn ið á helluhliðinni, svo tók hann ofan hattinn hneigði sig að heldri manna sið og gekk síð- an fast að steingervingnum og reyndi að horfa í augu henni Stundarkorn stóð hann þannig hreyfingarlaus og — nei, það gat ekki verið? Tíma sýndist hann taka viðbragð. Og jú; hann heyrði hann stynja, um leið og hann strauk þýðlega með hvítri og ólúnu hendinni um brjóstið kalt og stirt á furðuverki þessu. Síðan hélt hann leiðar sinnar eins og all- ir hinir ferðamennirnir höfðu gert. Það kom fyrir svo sem mín- útu eftir að þetta skrautmenni hafði snúið baki við styttunni og var kominn stutta leið í burtu, að alt í einu heyrðist hár og hvellur brestur. Varð þá karli Tíma litið til styttunn- ar, sem hávaðinn virtist koma frá. Þetta var undarlegt. Hvað var annars að ske? tautaði hann við sjálfan sig. Þessi und- arlegi gjailandi hvellur hafði l>ei ±t n, notið T I M BUR KA UPIÐ AF Tta Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 VERt) Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton GÆÐI ÁNÆGJA. Sjálfur leið þig sjálfan. Það þroskar lítið vit, að elta aðra. Þú æfa verður krafta þína sjálfur. Um mentun sýnist mikið fjöldinn þvaðra, þótt minna viti en heima alinn kálfur. Svo kom sú tíð að hrygðist margra hugur, sem höfðu ekki fengið skóla-myrkur, því margir héldu, dafna mundi dugur, þó deyfa sýnist ýmsra vit og styrkur. Eg lærði eitt á löngum æfidögum, hvað lærdómurinn hefði illa svikið; því meining varð, að hlynna að eigin högum, en hugsa ekki um fjöldann alt of mikið. Þeir settu allra sáluhjálp að veði, og svo stóð opið víti á miðri götu; þar hræddur fjöldinn hugsun ekki réði, hans hugsun varð að dauðamarki flötu. í þeirri drotna-dýrð, sem varð að táli, sá dómur yfir þúsundirnar gengur, að gera líf að voða vítis-báli, svo viltur fjöldinn skilji ekkert lengur; en aðeins fáir ágóðann þann hlutu af öllum ránsfeng, sem að stríðin gefa. En hinir sára sinna eigin nutu, því sízt var þar um lýðhyllina að efa. Og framþróun er lengi á þessum leiðum, þar liggur alt í breytinganna valdi; og stuttri æfi oftast hérna eyðum, að eiga að þjóna blindu ránsins valdi. Og þegar loksins heimur átti að heita hafinn upp úr sult og dýrsins æði, þá kristnar þjóðir vildu valdi beita, að vita hvernig miljónunum blæði. Og veikur hefir síðan heimur setið í sjálfsblekkingar vitfirringsins böndum, og meira en hálfa heilsu burtu etið, þótt höfðafjöldi aukist 'heims í löndum; því þúsundirnar eru veikar víða, og vitfirringar fleiri en nokkur telur; og syngjum lof um sigur þeirra tíða, og sérstakt um þá stjórn, sér þjóðin velur. Þú hefir sjálfur svikið eigin vilja, og seint og snemma látið aðra toga, og ekki nent að læra lög að skilja; þín lund var hrædd, þú kunnir ekki að voga. Og þar af leiðir, að þjóðir eru svangar, og þrotið flest til lífsins æðstu gæða. En fólkið samt í kjötktlana langar, það krympar sig, að senda bæn til hæða. Það skemdi þig, að skríða eins og hundur, að skjálfa fyrir höfðingjanna augum; og ilal drauma bauð þér sérhver blundur, því bilaður þú varst á öllum taugum, að þræla fyrir sama svikinn mála; og svona líf þitt hékk á veikum þræði, að ganga veginn voðalega hála og verða fyrir höfðingjanna bræði. En breyting háð er alt í okkar heimi, það er að líða að höfðingjanna kveldi. Eg hugsa að fjöldinn glópsku þeirra geymi, hún gleymist ekki í æðra stjórnar-veldi, þá gerðir verða upp reikningarnir röngu, og ráðstafað til hagnaðs fjöldans meira; því þess var óskað endur fyrir löngu, þótt enginn vildi snauðra bænir heyra. Mitt föðurland, sem mæddi þetta myrkur, svo margt af börnum þínum burtu flúði; þau týnast hér, það tapast þessi styrkur, sem trausta feður út á hafið knúði. Þeir fundu þetta fyrirheitna landið, og fjöllin gylti árdags morgunbjarmi; þeir bundu við það trausta trygðabandið og trúðu því, að létta mundi harmi. Hún löng er, þessi leið að hæsta marki, og lífið veikt í þessum smáa heimi; ef lífs þíns æfing er að halda kjarki, og eigin hugur takmark heilagt geymi, þá verður þroskað vit þitt bezta gjöfin, og vonir þínar lifa í æðri stöðum; þú leggur glaður út á hinstu höfin, með hjartað fult af óskum lífsins glöðum. Sigurður Jóhannsson. komið frá brjósti steinstyttunn- ar, sem hafði sprungiö opið, og við það féll þessi undarlegi fagri steinlíkami og varð að smá steinmolahrúgu á miðri hellunni. Gríska fjalladísin var horfin með allri sinni fegurð. En aðeins steinhrúgan eftir á þríhyrndri hellunni, er ferða- mennirnir allir höfðu hvílt sig á. Hinn elzti feröamaður, Tími. undraðist mjög þenna merki- lega atburð. Hann bjóst við að s.iá unga skrautmennið snúa til baka, en hann hélt leið sína án þess að líta til hægri eða vinstri, rétt eins og hann hefði ekki tekið eftir öllum þessum mikla hávaða. Hann hlaut að vera heyrnarlaus. En hvað gat það hafa verið í snertingu þessa athugalausa unga manns, sem ollað gat þessum óskiljanlegu umbrotum í köldúm og líflaus- um steininum? Fráleitt hafði nokkur ferðamanns hönd snert styttu ‘jiessa á sama hátt. Tími gamli stóð sem steini lostinn og horfði á hrúguna á hellunni. En snögglega lyfti hann hendi sinni, alveg eins og hann þyrfti að nugga stýrur úr augum sínum. Viðburðir ætl- uðu aldrei að taka enda, hugs- aði hann. Því meðan hann stóð þarna eins og í leiðslu, sýndist honum að upp af þessum ný- mynduðu rústum alt í einu rjúka ofur dauf en mjög ein- kennileg gulbláleit gufa, sem leið hægt upp á við og síðan í áttina eftir skrautklædda mann- inum. Skyldi þessi fákænlega gufa geta kallast svipur, eða sál — sem verið hefði innibyrgð í hinum undarlega töfrandi lík- ama úr steini? Tími, þessi langelzti ferðamaður er nokkru sinni hefir verið uppi, stóð agn- dofa og fór að reyna að rifja upp allar þær fornsögur, sem hann hafðí lieyrt eða lesið. Smátt og smátt opnaðist minnisbrunnur hans, sem auð-' vitað var nokkurskonar ótæm- andi lind. Honum datt alt í einu í hug saga ein úr fyrnd- inni. En í raun og veru hafði honum aldrei fundist mikið til um sannindagildi hennar. En samt var hún svona: Einu sinni í fyrndinni var A- þena. fjalladísin mikla, á gangi um þenna sama fjallveg með kærasta sínum. Sennilega var hún þá, eins og henni hefir æf- inlega verið lýst, sem sé tignar- leg og guðleg vera, og fegurri en allar hinar gyðjurnar, sem þjónuðu henni. Samt virtist að í sinni hennar byggi einhver partur af mannlegu eðli. Hún hafði á einhvern óskiljanlegan hátt fengið ást á sérstaklega listfengu skrautmenni, sem var þó hreinn og beinn jarðarbúi. Og eðlilega gat hún strax heill- að hann til sín. Sagan segir, er þau voru tvö ein á gangi í glaða sólskini, þá hafi þau mætt ungri hjarðmey sem náttúrlega strax þekti gyðjuna og féll á kné fyrir henni af lotningu. En stúlkan var svo yndislega fögur, ungleg og sakleysisleg, að ungi jarð- arbúinn gat ekki tekið af henni augun. En þá fyltisft gyðjan Aþena afbrýðissemi, og með sínum guðamætti breytti stúlk- unni í steinmynd og mælti um leið: 0 ‘sÞarna skal sál þín innibyrgð þar til einhver andi úr eilífð- inni getur komið til þín og sýnt sig mannlegu auga. Mun hann þá stanza hjá þér og sjá þína aðþrengdu sál tala í gegn um steinaugun þín. Mún þá hugur hans hrærast til með aumkunar; svo mun hann snerta brjóst þitt meö tilfinn- ingu, og skaltu þá losna úr steinhýði þessu. En það mun ekki ske fyr en að öldum liön- um.” Gamli maðurinn Tími gat ó- mögulega munað hvað margar aldir hefðu liðið, frá því að þessi atburður skeði, og var hann þó býsna vel lesinn og minnisgóður á margt dularfult, sem skeð hafði í fyrndinni. Hann stundi þungan yfir öll- um sínum þankaumbrotum, og hugsaði með sjálfum sér: Já nú er gátan ráðin. Þetta hlýtur að hafa verið andi þessa unga manns, sem var á gangi með þessari meinlegu afbrýðis- sömu gyðju, og hefir hann lík- lega loksins vaknað til með- vitundar um hin ömurlegu kjör hjarðmeyjarinnar, og komið nið ur á jörðina til þess að frelsa hana úr álögunum, þótt seint væri. Og sjálfsagt hafa þau nú sameinast í sannri ást í eilífð- inni, og hlotið farsæld um síð- ir. Og gamli Tími gekk leiðar sinnar eins og hann var vanur. Yndó. ENDURMINNINGAR Eftir Fr. Guðmundsson. Frh. Eg dróg óvanalega oft djúp- ann anda, á meðan eg reið fyrir minnið á dalnum, og lá við að eg væri móður þegar hann lukt- ist aftur að baki mínu. Mér fanst sem hrollur og hressandi andi bera liugsuninni næringu ofan úr dalnum. Um þessar mundir var engin brú á Hvítá. og riðum við hana á þjóðvegin- um neðanvert við bæinn, á Deildartungu minnir mig þaö héti. Hannes hét bóndinn þar og var hann staddur utan við túnið þegar við komum upp úr ánni. Hann bauð okkur. að * koma heim og fá kaffi og þáð- urn við það. Það var ríkur karl og kunni víst vel að spara. Hann gaf okkur kaffi og stein- sykur með því. Á Norðurlandi var hann hafður til að gefa krökkum hann í vasa sinn, eins og “eandy” er brúkað nú á dögum. Um kvöldið komum við að Norðtungu og báðumst >ar gistingar, bóndinn ekki heima, lengst upp í heiði með Englendingi að veiða lax, en ung álitleg kona úr Reykjavík, tók okkur vel og var rausnar- leg við alla frammistöðu. Áttum við þar góða nótt og átum nýj- ann lax um morguninn því bóndinn hafði komið heim um nóitina, en hann svaf og sáum við hann ekki. Nú vorum við komnir í Mýra- sýslu og fórum framhjá prests- setrinu Hvammi, þar þótti mér fallegt, en hiklaust héldum við áfram, því norður yfir Holta- vörðuheiði átti að komast þenna dag, og inn á hið kæra Norður- land. Okkur hafði verið sagt að hún væri óskiljanlega til- slettin og illgjörn konungsdótt- irin á Holtavörðuheiði og það var síst orðum aukið. Hún var svo dónalég og ókurteis að teyja loppurnar ofan á hlaðið á Sveintungu, meðan við stönsuð- um litla stund og drukkum mjólk og brennivín við hesta- steininn. Við vildum ekki fara inn, héldum það yrði oflöng töf, en konan lét ekki fara í kring- um sig þó bóndi hennar lægi á greni lengst upp á heiði. Hún vissí líka hverju við áttum að hlýta, þegar við kæmum upp á heiðina. Þær voru víst svarnir óvinir konungsdóttirin og kon- an í Sveitatungu, og hofðust alt Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.