Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 2

Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 2
2 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. SEPT. 1932 MERKILEGUR FORNLEIFAFUNDUR Fyrir skömmu komu í ljós mannsbein í uppblæstri, sem er í svo-nefndu Karlsnesi fyrir norðan Skarðfjall, allnærri Þjórsá, skamt fyrir neðan Haga- vað. F’ann Vilhjálmur Ólafsson frá Skarðseli, sem nú býr í Króktúni, höfuðkúpu af manni, og handarbein nokkur hjá, sunnudaginn 17. júlí og skýrði þá hreppstjóranum, Guðmundi Jónssyni í Múla, þegar frá því, en hreppstjórinn mér 24. s. m. Fór eg og athugaði fundinn 7. þ. m. Landið er blásið hér alt á mjög stóru svæði og nær sá uppblástur alt suður frá Þjórsá og upp á Skarðsfjall. Er hér enn noltkur leir og mold, vikur og kosaska er enn í lægðum. Skarðssel stóð fyrrum rétt undir fjallinu að norðan, en var flutt fyrir löngu vestur að Þjórsá, þar sem enn er óblásin allmikil vall- lendisspilda suðaustan fram með ánni, móts við Hagaey. Hefir þar verið búið þangað til í vor, að Viilhjálmur flutti það- an búferlum. — Þar sem beinin fundust var lægð í hrauninu og voru þau enn hulin sand- og ösku-blandinni leirmold öll, nema þau, er komið höfðu í ljós. Hefir höfði mannsins ver- ið lyft lítið eitt upp, en hann lagður á bakið. Beinagrindin kom mjög greinilega í ljós, er búið var að hreinsa ofan af henni. Hafði verið gerð hér um bil 2 m. löng gröf og um % m. að breidd, og var stefna hennar frá norðvestri til suðausturs. Hafði líkið verið lagt á dökkleitt vikurlag. Undir því var Ijóst vikurlag og moldarlag aftur fyr- ir neðan það á víxl. Höfuð mannsins var í suðausturenda, og hefir hann því horft móti norðvestri. Hægri fótur hafði verið lagður yfir hinn vinstri fyrir neðan hné. Vinstri hönd og framhandleggur hafði verið lagður þversum undir bakið, en hægri framhandleggur upp með upphandleggnum hægri, og höndin við hálsinn, og sennilega um spjótskaft, sem nú sást ekk- ert eftir af; en oddurinn var við fæturna, hægra megin. Hann var lítill, 19 cm. að lengd og var falur og fjöður jafnlöng, en fjöðrin 2.7 cm. að breidd mest. Annað fanst ekki vopna með beinunum, en leifar af mat- hníf voru við hægri mjöðm; er blaðið 8 cm. langt og 1.8 að breidd; er tréleifar um tang- ann. Rétt hjá voru 2 lítil met úr blýi; annað kringlótt, 1.5 að þvermáli og 0.7 að þykt, um 14 gr. að þyngd, en hitt fer- strent, 1.8 að lengd og 0,6 að þverm., og 5 gr. að þyngd. Hafa þau, og lítill ferstrendur glær steinn, sem hjá þeim var, verið í pússi, er maðurinn hefir haft með sér. Hjá hálsliðum fund- ust 3 “steinar” af sörvi, þ. e. 1 hvítleitur steinn, um 2.7—2.9 að þverm. og 1.5—1.6 að þykt, fremur eygður, 1 raftala, um 2,3 að þverm, og 0.7 að þykt, og 1 græn glertala, með hvítum röndum um, 1,2 cm. að þverm. ,g 0,6 að þykt. Hafa þessar tölur, leifar af fullkomnara steinasörvi, verið í bandi um hálsinn. Af beinunum má sjá, að maðurinn hefir verið lágur vexti, og grannur, að líkindum; langleggurinn er 43,3 cm. að lengd. Tennurnar eru all- slitnar, en óskemdar. Virðist maðurinn kunna að hafa verið um sextugt, er hann dó. Höfuð- kúpan ber vott um að hann hef- ir verið langhöfði. Hún er ein- kennilega þykk upp af nefbein- inu og er þar sem hnúður á. Dysin er efalaust frá heiðni, sennilega ofanverðri 10. öld. | Hún virðist aldrei hafa verið i nálægt neinum bæ og kann | maðurinn að hafa verið veginn ; þar sem hann var dysjaður, en raunar er alt óvíst um það, og | hver hann hefir verið. Beinin, og þeir munir, er ! fundust hjá þeim, eru komin til :imi og íslenzka ; limu og einn- i.' verða ieikin ísienzk þjóðlög. Næsta dag veröa hátíðahljóm- eikar á konunglegu óperunni. 'yrri hluti hljómleikanna verður sænskur, en síðari hlutinn ís- 'enzkur. íslenzku hljómleikunum stjórnar Páll ísólfsson tónskáld. Þá les frú Anna Borg upp og ungfrú María Markan syngur íslenzk einsöngslög. Sýning verður á gömlum, ís- ’enzkum munum. Sýndar verða og seldar íslenzkar bækur. Kvik myndahúsin sýna alla vikuna Fjalla-Eyvind, Borgarættina og kvikmyndir frá atvinnulífi ts- lendinga. Blöðin flytja greinar um fsland og íslenzka menn- ingu, skrifaðar af íslendingum og Svíum. Sem fulltrúar og gestir ís- lenzku vikunnar eru boðnir héð- an forsætisráðherra, sendiherra tslands í Khöfn, forseti Alþingis, formaður bæjarstjórnar í Reykjavík, fyrv. dómsmálaráð- herra og stjórn Norræna fé- lagsins. —Dagur, 25. ág. 1932. j Mgbl. — Matth. Þórðarson Þjóðminjasafnsins. ÍSLENZKA VIKAN ISTOKKHÓLMI Norræna félagiið í Stokk- hólmi efnir til íslenzkrar viku þar dagana 14.—20. sept. n. k. Tilgangur vikunnar er að kynna ísland og íslenzka menningu í Svíþjóð og meðal liinna Norð- i urlandaþjóðanna. Þrjár slíkar vikur J^afa áður verið haldnar að tilhlutan félagsins, finnska vikan 1925, danska vikan 1928 og norska vikan 1930. Nú kem- ur íslenzka vikan, 1932. Þá verður á boðstólum á hverjum degi eitthvað, er snertir ísland og íslenzka menningu. Dagskrá vikunnar er nú að mestu ákveðin. Fyrsta daginn verður íslenzk málverkasýning opnuð. Verða þar til sýnis og sölu málverk eftir ajla okkar betu listmálara. Um kvöldið flytur Ásgeir Ásgeirsson for- sætisráðherra fyrirlestur. Næsta dag flytur sami ráðherra annan fyrirlestur um atvinnulíf íslend- inga og Guðm. Kamban rithöf. um íslenka list. Næsta dag flytur Einar Arnórsson prófess- or fyriríestur um sögu Alþingis og réttarfar á íslandi. Næsta dag flytur Sig. Nordal prófessor fyrirlestur um íslenzkar bók- mentir og rithöfundarnir Gunn- ar Gunnarsson, Guðm. Kamban, Davíð Stefánsson, Haldór K. Laxness og Kristmann Guð- mundsson lesa upp kafla úr rit- verkum sínum. Næsta dag flyt- ur dr. Guðm. Finnbogason fyrir- lestur um áhrif landsins á þjóð- ina. Þann dag sýna 12 glímu- menn, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar íþróttakennara, leik ISLAND OG AMERÍKA Eins og að líkindum lætur, geta amersík blöð ítarlega um afhjúpun Leifsvarðans í Reyja- vík. “New York Times” og “New York Herald Tribune” birtu ritstjórnar greinar af til- efni afhjúpunar minnisvarðans. í ritstjórnargrein “New York Herald Tribune” er mælt á þá leið, að þessi viðburður ætti að verða til þess, að allar þjóðir í Norður-Evrópu cg menn af þessum þjóðum í Vesturheimi fengi betri skilning á því, hve mikilli skuld þær standa í við fsland, og er í því sambandi minst á hinar fornu bókmentir þjóðarinnar.. Ritstjórnargrein- ar þessara tveggja stærstu og á- hrifamestu blaða í New York eru í alla staði mjög vingjarn- legar í garð íslands og Islend- inga. Ritstjórnargreinar af til- efni afhjúpar Leifs-minnismerk- isins hafa einnig verið birtar í fjöldamörgum amerískum blöð- um, en sum þeirra hafa einnig birt greinir um Leif heppna og ferðir hans, lesendunum til fróðleiks.—Alþb. FRÁ ISLANDI Yöur er boöið aÖ vera við Hina sérstöku sýningu Raffrysti-vélanna Sérstaklega lærdómsrík sýning fer fram, og fyrir henni standa tveir fullnuma stú- dentar frá M. A. C. í hússtjórnarfræði og matreiðslu, í Hydro sýningarskálanum, 55 Princess Street, síðdegis á hverjum degi frá 2.30 til 3.30. Auk þess sem fullkomin tilsögn er veitt um tilbúning á ýmiskonar frystiréttum og eftir- mat, eru sérstakar forskriftir gefnar þeim er þess óska. ÖLLUM ER VINSAMLEGAST BOÐIÐ VERÐLAUN gefin á hverjum degi sýningargest- um. Te og kaffi veitt gestum. Cfhj of Wfrmfpeg III llil SigurSur Skúlason magister sigldi nýlega til þess að rann- saka forp skjöl í söfnum í Ham- borg og Kaupmannahöfn. ,í samtali við “Soc. Demokraten” danska hefjr Sigurður getið þess, að hann hafi fundið mörg merkileg rannsóknarefni. Meðal annars hefir hann í ríkisskjala- safni Dana fundið skjala bögg- ul, sem í er mat á íslenzkum verslunarstöðum, áhöldum þeirra og vörubirgðum frá ár- inu 1774. f þessum böggli er fullkomið mat á 18 íslenzkum verzlunarstöðum. — Sigurður er nú nýbyrjaður á því að leita í konunglega bókasafninu og býst við því að starfa þar um mán- aðarskeið. * * * Skipherrar heiðraðir. í apríl- mánuði bilaði skrúfan á danska varðskipinu “Hvidbjörnen’’, og komu þá íslenzku varðskipin “Ægir” og “Þór” því til aðstoð- ar. Danska flotamálaráðuneyt- ið hefir viljað sýna þeim skip- herrunum Einari M. Einarssyni og Eiríki Kristóferssyni viður- kenningu sína fyrir það hve þeir veittu vel og greiðlega hjálp sína, og hefir þess vegna gefið öðrum vindlakassa úr silfri, en hinum sígarettuhylki úr silfri, með áletrunum. Gjafirnar af- henti sendiherra Dana skipherr- unum í gær í sendiherrabú- staðnum. * * * Eimskipafélag íslands hefir farið fram á það við bæjar- stjórn að fá yfirfærðan á sitt nafn leigusamning, sem h. f. Sleipnir hefir á lóð á hafnar- bakkanum, og að samningnum verði breytt þannlg, að hann gildi til 15 ára, með rétti til í'ramlengingar um 5 ár í senn. Hafnarstjórnin hefir samþykt að leigja Eimskip ióðina til 10 ára, með rétti til forgangsleigu um 5 ár í senn. * * # Einar Arnórsson prófessor hefir sótt um lausn úr bæjar- stjórn Reykjavíkur vegna þess að hann tekur nú dómarasæti í Hæstarétti. * * * Guðmundur Hannesson pró- fessor brá sér fyrir skemstu til Flateyrar og stóð þar við í fimm daga til þess að athuga skipulagið þar í bænum, sem menn voru orðnir mjög óánægð ir með. Á þessum dögum fann hann nýtt skipulag fyrir þorp- ið, flutti fyrirlestur um það og athuganir sínar og líkaði öllum vel. Síðan brá prófessornin sér norður til Siglufjarðar með “Brúarfossi”, og þaðan með vél- báti til Ólafsfjarðar, til þess að athuga skipulag kauptúnsins þar, sem margir höfðu sagt, að í óefni væri komið. Gerði Guð- mundur Hannesson þar sínar athuganir og gaf bráðabirgða- leiðbeiningar um það, hvernig ætti að koma skipulagi þorps- ins í gott horf. * * * Veðrið 31. ágúst: Á Austur- landi er vindur nú allhvass SA og mikil rigning. Á Vesturlandi hefir létt til í bili, en ný lægð virðist vera að nálgast suðvest- an að, svo útlit er fyrir vaxandi SA eða S-átt og rigningu vestan lands innan skamms. Veðurútlit í dag: Vaxandi SA eða S-átt. Rigning öðru hvoru. * * ¥ Meðalalin. í seinustu Hagtíð- indum er eftirtektarverð skýrsla um landaurareikning, síðan fyr- ir stríð og breytingar á með- alalin. Árið 1914—15 var með- alin á öllu landinum 60 aurar, hækkaði svo smám saman uns hún náði hámarki sínu 1920— 21 og var þá kr. 1.95. Nú er hún í 91 eyri og er 20% lægri held- ur en hún var seinasta fardaga- ár. * * * Smásöluevrð í Reykjavík. Samkvæmt seinustu Hagtíðind- um hefir smásöluverð í Reykja- vík verið 6 stigum hærra í byrjun ágúst heldur en í byrjun júlí. Þó er vísitalan núna 4% Iægri heldur en í ágústmánuði í fyrra. * * * Fisksalan. Greiðlega gengur með sölu og útflutning fisk- birgðanna, segir sölusamband fiskframleiðenda. Tvö fiski- tökuskip að leggja frá landi, og verið að hlaða þrjú. Engin breyting er þó á verði, frá því sem verið hefir, stórfiskur sunn- lenzkur í 75 kr. skpd., en norð- lenzkur í 80—85 kr. Labri seld- ur á tæpl. 60 kr. skpd. og press- aður smáfiskur rúmlega 30 au. pr. kg. * * * Síldveiðin. Herpinótaskip hafa öll aflað talsvert nú undan- farið. Hefir borist svo mikið að af síld til ríkisverksmiðjunnar á Siglufirði, að hún hefir ekki getað tekið við meiru í bili. Út- flutningur síldar frá veiðistöðv- um gengur fremur greiðlega. Hve mikið er óselt af síld er ekki fengið yfirlit yfir, en kunn- ugir telja það minna en undan- farin ár. Fréttamaður blaðsins á Siglufirði segir að þar sé full- yrt að Þjóðverjar þrefaldl nú innflutnings toll sinn á síld, frá 3 mörkum á tunnu í 9. Saia til Þýskalands sögð hætt. Ný síldarganga er nú vestur við Strandir og á Húnaflóa. Þar tók Snorri goði 2000 mál seinni- part föstudagsins. * * * Veðráttan. Undanfarna viku hefir verið eindregin sunnanátt um land alt, með úrkomum á Suður- og Vesturlandi. Þurkar hafa verið góðir á Norður- og einkum Austurlandi. Hlýindi um land alt. Aðfaranótt 20. ágúst var hita- stig um .frostmark víða hér, sunnan lands, og sá talsvert á | karöflugrasi í þeim görðum, sem illa liggja fyrir nætur- frostum. * * * Akureyrarkaupstaður 70 ára. Akureyrarkaupstaður varð 70 ára 29. ágúst s. 1. Akureyri fékk kaupstaðai'réttindi með konunglegri reglugerð 29. ágúst 1862. F'yrsta bæjarstjórn var kosin 31. mars vorið eftir og var hún skipuð 5 mönnum, auk bæjarfógeta. Fimm verslanir voru á Akureyri fyrir 70 árum og allar danskar, tvær veitinga- knæpur og nýbygð kirkja, sú sama, sem bærinn á enn við að búa, en engan spítala og engan barnaskóla átti bærinn þá. Prentsmiðja var á staðnum og eitt blað var gefið út og var rit- stjóri þess Björn Jónsson hinn eldri. Lyfjabúð var hér og danskur lyfsali. Embættismenn voru: Syslumaður og bæjarfó- geti Stefán Thorarensen, hér- aðslæknir Jón Finsen, sóknar- prestur Daníel Halldórsson, en hann var búsettur á Hrafngili. Amtmaðurinn, pétur Hafstein sat á Möðruvöllum. íbúar Akureyrar voru þá 286, en eru nú fjórum þúsundum fleiri. Tekjur fyrsta fjárhagsárið voru 644 ríkisdalir og 30 skildingar eða um 1330 krónur. Árið 1931 námu þær 654 þúsundum. * * * íslenzku samningamennirnir, Ólafur Thors og Jón Ámason sigldu ásamt frúm sínum í gær með Lyru. Fara þeir til þess að halda áfram samningaumleitun- um við Norðmenn í Oslo. Einn- ig fór skrifari íslenzka nefnd- arhlutans, Stefán Þorvarðsson stjórnarráðsritari. * * # Ný kirkja hefir veriS reist á Siglufirði. Eins og til stóð fór vígsla hennar fram klukkan 2 á sunnudaginn 28. ágúst. Hófst hún með því að klukkum gömlu kirkjunnar var hringt og síðan gengu biskup og átta prestvígö- ir menn ásamt honum með gripi gömlu kirkjunnar til hinnar nýju kirkju. Biskup vígði kirkjuna og síð- an hélt séra Bjami Þorsteins- son guðsþjónustu. Var kirkjan troðfull af fólki. Hún tekur um 600 manns í sæti, en talið var að 900 væri þar inni, en þó mundi hitt fleira, sem úti fyrir stóð, og ekki komst inn. Að vígslu lokinni var haldið samsæti og voru þar mikil ræðu höld. Kirkjan hefir kostað rúmlega hundrað þúsundir króna, en þó vantar enn nokkuð á það, að hún sé fullger. —Mbl. HELLURISTUR á Rogalandi. í sumar hefir stud. mag. Eva Nissen verið að rannsaka helluristur á Rogalandi. Byrj- aði hún þar sem heitir Eystri- Ámuey og þar er svo mikið af helluristum, að hún hefir ekki getað rannsakað þær allar í suínar. — Alls hefir hún fundið þar um 1000 myndir höggúar á stein, og hafa sumar slíkar myndir aldrei fundist fyr. Auk óteljandi skipsmynda hefir hún fundið tvær myndir af öxum, eina mynd af grefi og mynd af hesti. Á einum stað fann hún tvær þykkar hellur — fórnar- steina. Voru á annari 150 rist- ur, en 70 á hinni. Mest þótti þó í það varið að þama fann hún stærstu helli- ristumynd af skipi, sem fundist hefir á Norðurlöndum. Er skips- myndin 5,70 metrar á lengd og 2.70 metrar á hæð um fram- stafn. Yfir skipinu er sólmynd og alt um kring það eru myndir af nær 20 öðrum skipum. Eng- ar mannamyndir eru á þessu stóra skipi, en það er búið vel og stafnarnir mjög einkennileg- ir í laginu. —Mbl. Reynið Hann.. Hann er voldugur! Þunnur, sterkur og þvalur . . . Eiginlega betri vind- linga pappír fyrir þá alla “er vefja þá sjálfir’’, en þó á sama verði og venjulegur vindlinga pappír . . . lím borinn. 120 blöð & 5c VINDLINGA-PAPPÍR FJÁRHAGSÁSTÆÐUR BÆNDA Á ÍSLANDI. I. • Alþingi 1929, samþykti að heimila ríkisstjórninni að skipa þrjá menn “til þess”, eins og segir í 23. gr. fjárlaganna fyrir árið 1930, “að athuga ástand Skeiðaáveitunnar og fjárhags- getu bænda á áveitusvæðinu, til þess að standa straum af á- veitukostnaðinum.” — Var jafn framt stjóminni heimilað að létta af bændum þeim hluta af áveitukostnaðinum er þeim, að athuguninni lokinni teldist um megn að greiða. Ríkisstjórnin varð vjið til- mælum þingsins og skipaði nefndina. — Nefndin skilaði ít- arlegu áliti og bar fram á- kveðnar tillögur, sem stjóm og þing féllust á og lögfestar voru. Enn mun þó ekki hafa náðst samkomulag um endanlega lausn á málinu. Á síðasta þingi var stjóra- inni einnig heimilað, að skipa 3 menn “til að athuga ástand Flóaveitunnar og fjárhagsgetu bænda á áveitusvæðinu til greiðslu á skuld við ríkissjóð vegna áveitunnar og Mjólkur- bús Flóamanna”. Sömu menn skulu og athuga fjárhagsástæð- ur Mjólkurbús Ölfusinga. Nefnd þessi hefir nýlega ver- ið skipuð. Hennar verkefni er að safna skýrslum og upplýs- ingum um þessi mál, og senda síðan stjórninni sitt álit. Að fengnu áliti nefndarinnar ber stjórninni að leggja fyrir næsta Alþingi tillögur um lausn þess- ara mála. Þessi stutta saga er athygl- isverð. Því verður ekki neitað, að hérað það, sem hér á hlut að máli, Árnessýsla, mun vera eitt hið bezta landbúnaðarhér- að á öllu landinu. Hinu verður heldur ekki neitað, að einmitt í þessu héraði hafa verið gerð- ar stórfeldastar tilraunir til þess að lyfta landbúnaðinum upp og hefir verið til þess varið miklu fé úr ríkissjóði. Manni verður því ósjálfrátt að spyrja: Er nú virkilega svo komið, að þetta sé eina héraðið á landinu, sem þannig er ástatt um, að gera verði alveg sérstakar ráðstaf- anir til þess að bjarga frá hruni? II. Hér að framan hefir verið á það bent, að Alþingi hafi fund- ið ástæðu til að láta fram fara rannsókn á fjárhagsgetu mikils þorra bænda í Árnessýslu. Til- gangurinn með því að benda á þetta er eigi sá, að finna að þessu á neinn hátt, heldur hinn að vekja athygli á því, að fjár- hagsástæður bænda eru, því miður, erfiðar í fleiri héruðum en Árnessýslu. — Fæst þess- ara héraða hafa leitað til Al- þingis enn sem komið er. — Nokkrir hreppar hafa þó neyðst til þess að biðjast hjálpar, og hefir stjórninni verið falið að rannsaka fjárhagsástand þeirra og íbúanna. En séu þess mál

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.