Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 8

Heimskringla - 28.09.1932, Blaðsíða 8
$ r>I.V'wrni HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. SEPT. 1932 FJÆR OG NÆR. ■Séra Ragnar E. Kvaran flyt- ur guðsþjónustu í Riverton á sunnudaginn kemur, 2. október, kl 11 árdegis, og í Sambands- ki.kjunni í Winnipeg kl. 7 að kvöldi. ¥ ¥ ¥ Séra Guðm. Árnason flytur guðsþjónustu í Langruth á sunnudaginn kemur, 2. okt., kl. 2 e. h. ¥ ¥ * Sunnudagaskóli Sambands- safnaðar hófst að nýju síðast-/ liðinn sunnudag, en með því að rokkuð vantaði á, að allir nem- •endur kæmu, eru foreldrar og aðstandendur beðnir að láta það ekki undir höfuð leggjast, að sjá um að öll börnin komi á s ir.nudaginn kemur, kl. 11 f.h. * * * Kvenfélag Sambandssafnaðar eínir til sölu á margskonar heimatilbúnum íslenzkum mat- arföngum í samkomusal kirkj- unnar, fimtudaginn 29. þ. m. cg hefst kl. 2 e. h. Til sölu verður meðal ann- ars rúllupylsa, kæfa, blóðmör, lifrarpylsa og margskonar hnossgæti annað, alt fyrir mjög lágt og sanngjarnt verð. * * * Séra Ragnar E. Kvaran bið- ur þann, sem fengið hafi léð hjá honum leikritið “Hallsteinn og Dóra’’ að gera svo vel að koma því til skila hið allra bráðasta. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipee Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON and Repatr Service banning and Sargent Sími33573 Heíma sími 87136 Kxprri kepair and Complete Garage Service i'.as Otls, Extras, Tires, Batteries, Etc. Sökum þeirra, er sótt hafa um hirðingu á Sambandskirkju, skal þess getið að staða þessi hefir verið veitt núverandi hús- hirði, Mr. Guðmundi Magnús- syni. ¥ ¥ ¥ Á sunnudagsmorguninn and- aðist á Almenna spítalanum hér í bænum, Jón (Gíslason) Gillis, járnsmiður frá Glenboro. I Hann fór undir uppskurð á laugardaginn við invortis mein- semd, er þjáð hafði hann um lengri tíma. Til bæjarins kom hann fyrra fimtudag. Jón heit- inn var yfir sjötugt og hefir stundað jámsmíði lengst af. frá því hann fluttist til þessa lands, fyrir mörgum árum síð- an. Hann lætur eftir sig ekkju og tvær dætur, er báðar eru giftar suður í Californíu. ¥ ¥ ¥ Þann 21. þ. m. andaðist á heimili sínu í Ethridge í Mon- tana, eftir stutta legu, Einar Grímsson Einarsson, er lengi átti heima við Garðar, N. D. Einar var fæddur á Hákonar- stöðum á Jökuldal 13. septem- ber 1874, sonur Gríms Einars- sonar Scheving og fyrri konu hans Guðrúnar Þorgrímsdóttur. Með foreldrum sínum fluttist hann vestur um haf árið 1876. Settust þau að í Nýja íslandi, en fluttust síðar (1880) búferl- im til Garðar, þar sem Grímur bjó til dauðadags. Þar ólst Ein- ir upp. Þann 11. nóvember 1904 kvæntist hann frændkonu sinni, Guðrúnu, dóttur Björns Hall dórssonar frá Úlfsstöðum í Loð- mundarfirði. Bjuggu þau um tíma við Garðar en færðu sig svo vestur til Ethridge í Mon- tana, þar sem Guðrún andað- ist 11. júlí 1928. Þrjú systkini á Einar á lífi: Aðalstein, er býr við Ethridge, Montana; Hólm- fríði, ekkju Jóhanns Gestsson- ar, er bjó við Eyford. Býr hún nú í bænum Grafton, N. D. Og Ingibjörgu, er heima á í Winni- peg. Jarðarför Einars heitins fór fram frá heimili stjúpdóttur hans og manns hennar, Hólm- fríðar og Benedikts Helgasonar við Garðar, og frá kirkju Garð- arsafnaðar, á sunnudaginn var. Hann var jarðsunginn af séra Rögnvaldi Péturssyni frá Win- nipeg. ¥ ¥ ¥ Skekkjur hafa orðið í frá- sögninni um dr. Vilhelm Ander- son, er minst var hér í blaðinu fyrir skömmu. Hann er sagður fæddur við Hallson, N. D., en er fæddur við Ross, Minn., þang að sem foreldrar hans fluttu úr Dakotabygðinni. Ennfremur er faðir hans, Sigurður járn- smiður (Andrésson) Anderson, sagður ættaður af Vatnsleysu- strönd. Þetta er ekki rétt. Sig- urður er fæddur á Hemlu á T0MB0LA og DANS undir stjóm stúkunnar “Skuld” MANCDAGINN 3. OKTÖBER í G. T. HCSINU (efri sal) Förstöðunefndinni hefir orðið mjög vel til með söfnun á ágætum "dráttum”, svo sem epla kassar, hveitisekkir, stórir og smáir. hálft cord af við, hálft tonn af Drumheller kolum og margt fleira verðmæti. Hið ágæta Biddolph’s Orchestra spilar fyrir dansinum. Aðangur og einn “dráttur” 25c Byrjar kl. 7.30 e. h. Arðurinn gengur til líknar starfsins. IZ9 1'«’ UM ÞETTA LEYTI ÁRS, ÞEGAR TEKIÐ ER AÐ HAUSTA AD— REYNIÐ Domlnion Lu i i $6.2$ tonnið MCfURDY CUPPLY f0. | TD. Builders’ |J Supplies ^#and I ^Coal Ofice and Yard—136 Portage Avenue East 94 300 - PHONES • 94 300 KINCS DEFERRED PAYMENTS Rangárvöllum • og flutti hingað vestur snemma á árum. Hann hefir verið frumbýlingur í þrem bygðarlögum vorum hér, og hvarvetna farnast vel, því hann er hinn mesti atorku- og dugn- aðarmaður. Bygðirnar eru: Da- kota, Rosseau, Minn., og Pine Y'alley, Man. Sigurður er nú hniginn að aldri, en þó við góða heilsu. Hann býr í bænum Blaine Vestur á Kyrrahafs- strönd. ¥ ¥ ¥ í vikunni sem leið fór rit- stjóri blaðsins, hr. Stefán Ein- arsson, vestur til Argyle í er- indum fyrir blaðið og til þess að heilsa upp á kunningjana. Hann gerir ráð fyrir að dvelja þar vestra um vikutíma. ¥ ¥ ¥ Samkoma fyrir aldrað fólk á Lundar. Samkoma sú fyrir gamait fólk á Lundar og í grendinni. sem getið hefir verið um hér í blaðinu, verður haldin sunnu- daginn 9. október næstkomandi í kirkju Sambandssafnaðar á Lundar, og byrjar kl. 2 e. h. Ýmsar skemtanir fara þar fram svo sem söngur, ræðuhöld, rímnakveðskapur o. fl. Kven- félagið Einingin, sem fyrir sam- komunni stendur, býður öllu öldruðu fólki á Lundar og í bygðinni umhverfis — Oak Point meðtalið — sem er yfir 65 ára. Þar sem annað hjóna er yngra, er báðum boðið, og sömuleiðis þeim, sem annast þurfa um flutning gamla fóiks- ins. Þess er æskt að aldrað fólk á þessu svæði noti boðið og sæki samkomuna. ¥ ¥ ¥ Verzlunarnámsskeið við tvo helztu verzlunarskóla bæjarins eru til sölu með góð- um afslætti á skrifstofu Hkr. Nemendur sem nú eru að koma til bæjarins með það í huga að ganga á verzlunarskóla, ættu að finna ráðsmann blaðsins og semja um kaup á þeim og þann ig spara sér allmikla peninga, sem þeir annars yrðu að greiða. Semja má um 4, 6 eða 8 mán- uði eftir vild. ¥ ¥ ¥ Sigurður Skagfield óperu- söngvari, biður Heimskringlu að bera kærar kveðjur til Mar- kerville-íslendinga og Dana, með þakklæti fyrir framúrskar- andi viðtökur laugardaginn þ. 22. þ. m. ¥ ¥ ¥ Samsæti héldu söngflokkar kirknanna í Glenborobygðinni Brynjólfi Þorlákssyni söngstj. Y’ar þar um hönd haft söngur og ræður. í lok samsætisins af- hentu söngflokkarnir Mr. Þor- lákssyni tösku, allvandaðan grip, að gjöf. Samsætið var haldið að heimili séra Egils Fáfnis. ¥ ¥ * Karlakór íslendinga í Winni- peg byrjar aftur starfsemi sína eftir sumarfríið, miðvikudags- kvöldið 5. okt. n. k., á venju- legum stað og tíma. Áríðandi er að alltr meðlljmir mæti þar stundvíslega kl. 8, því margs- konar störf liggja fyrir fund- inum. ¥ ¥ ¥ Hr. Benóný Stefánsson frá Garðar, N. D., kom hingað í byrjun vikunnar austan frá Iowa, þar sem hann hefir ver- ið að leita sér lækninga. Hefir heilsu hans farið fram við dvöl- ina þar eystra. Hann hélt heim- leiðis í gær. ¥ ¥ ¥ G. J. Oleson frá Glenboro og sonpr hans Tryggvi, er hér MESSUR OG FUNDIR f kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegp kl. 7. e. h. Safnaðamefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjálpamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðjn dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurlnn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 11 f. h. stundaði nám við háskólann s. 1. vetur, komu til bæjarins á sunnudaginn var. — Verður Tryggvi hér í vetur við fram- haldandi nám. ¥ ¥ ¥ Afmælisvísa til Dana í Calgary. Ölið kallar: Komið hér, Kútar allir opnir standa, Að drekka og þjóra, Daníel, með drengjum góðum — er heitust ósk hvers landa. S. S. ¥ ¥ ¥ Frú Sigrún Johnson frá Cy- press River, Man., ekkja Ste- fáns heitins Jónssonar frá Hólmi, hefir verið í kynnisför ásamt börnum sínum fjórum borður við Riverton í Nýja ís- landi hjá foreldrum sínum, Mr og Mrs. Þorsteini Eyjólfsson. Fór hún þangað norður þann 16. þ. m. og dvaldi þar á aðra viku. Elzta dóttir hennar varð þar eftir hjá afa sínum og gengur þar á skóla. Heimleiðis sneri Mrs. Johnson á miðviku- daginn nú í vikunni. ¥ ¥ ¥ Góðiir kola- og viðarofn til sölu að 642 Agnes St. hér í bænum með nógum pípum. — Verð mjög sanngjarnt. Vænt- anlegir kaupendur finni hús- ráðanda á ofannefndum stað að máli. ¥ ¥ ¥ Haustvísa. Fyrverandi lystigarðsvörður, hr. Nikulás Ottenson, stakk eft- irfylgjandi vísu að Hkr. nú í vikunni. Vísan er vel samin og segir til sín sjálf: Sumar nú á enda er, Eygló dauf á skjánum. Vetur senn að fróni fer, falla lauf af trjánum. ¥ ¥ ¥ Tímarit Þjóðræknisfélagsins Stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins hefir ákveðið að endur- taka nú með fyrsta næsta mánaðar, afsláttarsölu á Tíma- ritinu, er gerð var í vor. Verð- ur Tímaritið til sölu hjá skjala- verði félagsins fyrir 25c ár- gangurinn auk burðargjalds, að undanteknum 3. og síðasta ár- gangi, er kosta $1.00. Kjörkaup þessi standa fram að árslok- um. Með þeim pöntunum, sem sendast þurfa með pósti, þarf burðargjald að fylgja. Þrettán árgangar eru nú komnir út af ritienu, og meðan upplagið hrekkur, fá menn tækifæri til að eignast fróðlegt og ágætt safn fyrir lítið verð. ¥ ¥ ¥ Kvenfélag Sambandssafnaðar er að undirbúa hina árlegu samkomu sína, er haldin verð- ur Þakkargerðardaginn, 10. okt. n. k. Hafa samkomur þessar jafnan verið hinar vinsælustu, enda er mjög til þeirra vandað. Skemtiskráin verður auglýst í næsta blaði. BÆKUR TIL SÖLU Does Science Support Evolution ? .......... 50c What of the Night? .... 35c (Þessi bók er rituð um reynslu- tima mannanna þegar Anti- kristurinn birtist). God’s Future Program.... 25c Islenzk Smárit: "HjálpræOi Guös” ...... 25c (MeO auka blaOi, draumvitrun konu á Qslandi). “HrópiO aO ofan’’ ..... 25c Bibliur og Nýja Testamentið með lægsta verði á Ensku og Islenzku. GUÐM. P. THORDARSON 611 Slmcoe St., Wlnnlpeg Nýtt og lægra verð er að afla nýrra vina Birkdale OXFORD SKÓNUM DOLLAR LÆGRA PARIÐ EN ÞAÐ VAR f FYRRA! í einlægni talað heiðruðu viðskiftamenn þá getum vér ekki skilið hvernig unt er að selja betri Oxford en þessa fyrir $5.00. Sóli og stærðir passa á hvern rétt skaptan mannsfót. Bolurinn er úr fínu kálfs eða kiðu skinni, og sólarnir á ýmsum þyktum eftir skógerðinni. Stærðir 6 til 12, B, C, D. E og EE breiddir. $5.00 Birkdale stígvel eru nú $5.50. Karlmanna skódeild, Hargrave karlmanna söluborðið, Aðalgólfi. *T. EATON C?M ED Innköllunarmenn Heimskringlu: f CANADA: Arnes.................................. F. Finnbogason Amaranth ........................ .... J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Árborg...................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. SigValdason Beckville ........................... Björn Þórðarson Belmont .................................. G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Calgary............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Dafoe, Sask............................. S. S. Anderson Ebor Station.............................Ásm. Johnson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ...............‘.............. Ólafur Hallsson Foam Lake...........................................John Janusson Gimli....................................... K. Kjemested Geysir....................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland...................................Sig. B. Helgason Hecla..................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................ Gestur S. Vídal Hove.....................................Andrés Skagfeld Húsavík...............................................John Kemested Innisfail ........................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ............................... S. S. Anderson Keewatin................................Sam Magnússon Kristnes...................................Rósm. Árnason Langruth, Man........................................... B. Eyjólfsson Leslle................................Th. Guðmundsson Lundar ...................................... Sig. Jónsson Markerville .......................... Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................... Jens Elíasson Oak Point.........................................Andrés Skagfeld Otto, Man....................................Björn Hördal Piney....................................S. S. Anderson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Red Deer ............................. Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..............................................Árni Pálsson Riverton ........'.................... Björn Hjörleifsson Silver Bay ólafur Hallsson Selkirk ........................... .. Jón Ólafsson Siglunes.............................................Guðm. Jónsson Steep Rock ....................1............ Fred Snædal Stony Hill, Man............................. Björn Hördal Swan River............................... Halldór Egilsson Tantallon..................................Guðm. Ólafsson Thornhill.............................Thorst. J. Gíslason Víðir.....................................Aug. Einarsson Vogar....................................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C .......................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..................-......... Winnipeg Beach ........................John Kernested Wynyard.................................F. Kristjánsson f BANDARÍKJUNUM: Akra ............ Bantry........... Bellingham, Wash. Blaine, Wash..... .Jón K. Einarsson E. J. Breiðfjörð John W. Johnson .... K. Goodman Cavalier .............................. Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...............................Hannes Björnsson Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Ivanhoe.................................G. A. Dalmahs Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota...............................G. A. Dalmann Mountain.............................Hannes Björnssos Pembina............................Þorbjöm Bjamarson Point Roberts .........................Ingvar Goodman Seattle, Waáh.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................... Jón K. pinarsson Upham................................. E. J. BreiðfjörS The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.