Heimskringla - 14.06.1933, Síða 8

Heimskringla - 14.06.1933, Síða 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPBG, 14. JÚNÍ 1933 FJÆR OG NÆR. Galdra-Loftur Jeikritið eftir Jóhann Sigur- jónsson, sem Leikfélag Sam- bandssafnaðar hefir sýnt hér í Winnipeg við svo mikinn orð- stír. verður leikið í samkomu- sal Sambandssafnaðar í síðasta sinni miðvikudaginn 21. þ- m. og ennfremur á Gimli föstudag- inn 23. þ. m. Leiksýning hefst í Winnipeg kl. 8.15 síðdegis, en á Gimli kl. 8.30. ¥ * * Hin árlega skemtiferð sunnudagaskóla Sambandssafn- aðar í WTinnipeg fer fram á sunnud. kemur, 1. þ.m. Þeir, sem þátt taka í förinni, eru beðnir að koma saman við kirkj- una kl. hálf ellefu árdegis og verður haldið þaðan til Para- dise Gardens við Rauðána. Séð verður fyrir flutningstækjum handa öllum þátttakendum, en þess er vænst, að þeir, sem ráð hafa á bílum, geri svo vel að veita aðstoð sína við flutning- inn. ¥ ¥ ¥ Engin guðsþjónusta fer fram í Sambandskirkjunni í Winnipeg á sunnudaginn kem- ur, 18. þ. m. sökum skemtifar- ar sunnudagaskólans þann dag. BÚJARÐIR TIL SÖLU Árborg Gott land, 30 ekrur í akri, snoturt hús 6 herbergi, ennfremur aðrar úti bygg'ingar, töluvert engi, lækur renn- ur gegnum landið, grjólaust. Verð $1,000. $200 niðurborgun. Mulvihill Gott gripaland, jaðrar við kíl, nægi legt engi ,gott hús og fjós, fæst strax til ábúðar. $500.00 útborgað. Inwood Héraðið Gott land fyrir breytilegan búskap, % mílu frá þjóðveginum, 45 ekrur píægðar, 30 ekrur f akri, byggingar engar, nægilegt engi. $500.00 út- borgað. The Manitoba Farms Loans Association 166 Portage Ave. E. Winnipeg cccocooccooccocoscccoooscr Falcon Meat MARKET 731 Wellington Ave Phone 29 966 Chris Johnson, Manager KcosðseQCðso&sððecoecoðest J. J. SWANSON & Co. Ltd. REALTORS RentaJ, Insurance and Financlal Agents Sími 94 221 600 PARIS BLDG. — Winnipeg Laugardaginn 10. júní, voru þau Albert Thorarinson frá Riverton, Man., og Verna Pin- dera frá Winnipeg gefin sam- an í hjónabnad af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að River- ton, Man. ¥ * ¥ Carl F. Fredrickson frá Kandahar, Sask., kom til bæjarj ins á þriðjudagsmorguninn var 13. þ. m. Hann er á leið suður til Rochester, Minn., þar sem hann gerir ráð fyrir að ganga undir læknisskoðun, á innvortis bilun, er þjáð hefir hann lengi. ¥ ¥ ¥ Á fimtudaginn var 8. þ. m. andaðist á sjúkrahúsinu í Sask- atoon, Mrs. Lilja Josephsson, kona Jóhanns Sigurbjörns Jcs- apbsscn?>r bónda við Kandahae Jarðarför hennar fór fram á mánudaginn. Hún var kona á bezta aldri. Tvo börn þeirra hjóna eru á lífi, bæði ung. Mrs. Josephsson var dóttir þeirra Mr. og Mrs. Andrésar Helgason, prentara og bókbindara í Kandahar. ¥ * * í fyrri viku andaðist að heim- ili sínu að Dafoe, Sask,. Mrs. Maud Laxdal, kona Egils Lax- dals bónda að Dafoe. Auk eig- inmannsins eftirlætur hún 8 börn er flest eru á ungum aldri. ! Faðir Mrs. Laxdai var af hér- llendum gettum, en móðir hennar ! 'slenzk. Bjuggu þau um langt ! skeið í Argyle bygð, þar sem Mrs. Laxdal var fædd og upp- alin. ¥ ¥ ¥ Andrés Árnason, til heimilis að 922 Sherburn St., í Winnipeg ézt síðast liðin laugardag. Hann var 69 ára að aldri. Til Dakota kom hann árið 1888, en flutti sama ár til Winnipeg og hefir búið hér síðan. Vann hann hér við húsagerð (plastringu) ávalt nema ef vera kann fyrstu árin. Hann var mannskaps- og dugn- aðar maður til verka. Ættaður var hann af Reyðarfirði á ís- landi. Eftir hann lifa kona, Jónína Erlendsdóttir, og þrír synir, Gestur og Hrólfur, báð- ir giftir og eiga heima í Banda- ríkjunum og Erlendur, vinnur á banka í Winnipeg, allir mynd- armenn. Jarðarförin fer fram í dag (miðvikudag) kl. 2. e. h. frá útfararstofu A. S. Bardals. ¥ * ¥ Sveinn Borgfjörð frá Lund- ar, Man., kom til bæjarins í gær. CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141 J. A. JOHANNSON Garage and Reparr Servioe Banning and Sargent Sími33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires. Batteries. Etc Dr. Sveinn E. Bjömsson frá Arborg, Man., var í bænum s. 1. mánudag. * * * Guðmundur bóndi Jónsson frá Vogar, Man., kom til bæjar- ins s. 1. mándag. Hann var að leita sér lækninga við gigt- veiki, er hann hefir haft slæma undanfarið. ¥ ¥ ¥ K. P. Bjarnason frá Árborg, Man. var staddur í bænum fyrir helgina. * * ¥ Guðm. Sigurðsson frá Ashern, Man., leit inn á skrifstofu Hkr. í dag. Hann var í viðskiftaer- indum í bænum. ¥ ¥ ¥ Mrs. Kristín Wilson, systir íóhannesar kaupmanns Hannes sonar í Winnipeg, andaði'-t í Selkirk í vikunni sem leið. Útför hennar fór fram frá ensku kirkjunni í Selkirk í fyrradag. ¥ ¥ ¥ G. T. Spil og Daris. á hverjum þriðjudegi í G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. — Þrenn verðlaun fyrir konur og Þrenn fyrir karla, að upphæð $5, $2 $1. ¥ ¥ ¥ Séra Björn B. Jónsson, D.D., jWinnipeg, og frú hans lögðu af stað í ferðlag til íslands s. 1. fimtudag. Búast þau við að verða um þrjá mánuði í túrnum. Heimskringla óskar góðrar ferðar og heillrar heimkomu. ¥ ¥ ¥ Sigurður Ingimundarson að ste. 4 Minerva Court í Winnipeg lézt 8 júní síðast liðinn. Hann kom til Vesturheims 1901, sett- ist að í Selkirk, og bjó þar unz hann flutti til Winnipeg 1926. Hann stundaði hér trésmíði. Jarðarför hans fór fram s. 1. mánudag. Hann skilur eftir konu og þrjú börn öll uppkom- in. ¥ ¥ ¥ Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * ¥ ¥ “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. áð bann lægi við því í Dan- mörku að ganga í einkennis- búningi bauðst hann til þess að “afvopna”, það er að segja að losa sig við gyltu hnappana, og með það var honum slept. —Mbl. SAMKOMULAG UM KJÖRDÆMAMÁLIÐ Kaþólskur klerkur þjónustaði einu sinni gamlan okurkarl og hélt oð honum gyltu krossmarki úr silfri. “Æ! prestur minn góð- ur!” sagði sjúklingurinn og virti krossmarkið vandlega fyrir sér, “ekki verður mikið lánað út á að tarna.” Þing Hins Sameinaða Kirkjufélags Islendinga verður haldið í Riverton dagana 8—10 júlí 1933 og verður sett kl. 5 síðdegis í Sambandskirkjunni í Riverton. Allir söfnuðir Kirkjufélagsins eru kvaddir til þess að senda fulltrúa á þingið og er hverjum söfnuði heim- ilt að senda 2 fulltrúa þegar hverja 50 safnaðarfélaga eða brot af þeirri tölu. Fyrirlestrar verða fluttir í sambandi við þingið auk guðþjónustu sunnudaginn 9. júlí, og verður síðar skýrt nákvæmar frá tilhögun þeirra athafna. Mikils er um það vert fyrir stjórn Kirkjufélagsins að fá sem fyrst tilkynningu um það frá söfnuðum, hverjir fulltrúar eru væntanlegir frá hverjum stað. Ragnar E. Kvaran, forseti. —Winnipeg 7. júní, 1933. Maður tekinn fastur fyrir gð vera skrautlega klæddur. Þá er loks svo komið, að samkomulag hefir náðst milli kjördæmamálsins á þessu þingi allra þingflokkanna um lausn og stjórnarskrárfrumvarpið sam þykt í neðri deild. Það var nú að vísu svo, að sjálfstæðismenn töldu svo skamt farið í frv. því, er for- 'ætDráðherra lagði fyrir þing- að, þar sem gert var ráð fyrir 12 uppbótarþingsætum og fjölg- un um 2 þingm. í Reykjavík, en landkjörið lagt niður og kjör- dæmaskipuninni haldið óbreyttri að ekki gerði betur en að við það væri unandi til bráðabirgða. En þegar svo fór, að meirihl. í Nd. hafði fært tölu þigm. niður í 48, með því að fækka uppbót- arsætum um 2, og ekki var nema um það tvent að velja, að málið strandaði, eða þá að sætta sig við þá lausn, sem að lokum reyndist fáanleg, þá varð sjálfstæðisflokkurinn sammála um það, að taka heldur síðari kostinn, þó að með því væri slakað nokkuð til. — Það er hinsvegar auðsætt, að því fjær fullu jafnrétti kjósandanna, sem bessi bráðabirgðalausn málsins verður, því fyrr verður að krefj- ast endanlegrar uppfyllingar þess ,og verða þá þeir flokkar þingsins, sem að því marki keppa, að treysta því, að sú breyting, sem nú verður gerð, veiti þeim nægilegt bolmagn í þinginu, til þess að koma þeirri sameiginlegu kröfu sinni fram án þess að vandræði hljótist af. Samkomulag varð um, að tala þingmanna verði alt að 49, 32 kosnir í kjördæmum ut- an Reykjavíkur, 6 í Reykjavík og alt að 11 uppbótarþingsæti. Um kosningu uppbótarþing- manna er svo ákveðið, að þá megi kjósa á landlista, en nán- ari ákvæði um það verða sett í kosningalögum. Ef miðað er við atkvæðatölur flokkanna í síðustu kosning, má gera ráð fyrir því, að sjálfstæð- isflokkurinn fái með þessu fyr- irkomulagi 20 eða 21 þingsæti, jafnaðarmenn 7 eða 8 og fram- sóknarmenn 21. Það vantar þannig allmikið á, að þingið verði skipað fyllilega í hlutfalli vi ðatkv.tölur flokkanna. En þar við bætist, að engin trygging er fengin fyrir því, að úrslitin geti ekki orðið nokkru fjær réttlæt- inu, en hér er gert ráð fyrir. En þó að þessi lausn máls- ins sé ekki viðunanleg til fram- búðar, þá hefir þó mikið unnist á, frá því sem nú er. Og þess var auðvitað ekki að vænta, að fullnaðarsigur fengist að þessu sinni. — Vísir. ENDURMINNINGAR. Eftir F. GuðmundMon. Frh. frá 7, bla. hvernig farið er að taka bezt á móti mönnum. Eg vissi vel að 'það þarf sterk bein til að þola góða daga og eg var ekki kom- inn til Ameríku til að leggjast í leti og ómensku, og þó þessi nýi heimur væri nú jafnvel betri en agentunum hafði tekist að útlista hann, þá hlyti eg þó sjálfsagt eitthvað til að vinna, ef vel ætti að fara. Það er altaf gaman að vakna á, morgnana, þegar manni líður vel, og það í glansandi sólskini. Það geta legið ótal ástæður að því sæluríka ástandi, yfirvegun og endurminningar hins af- staðna, og kitlandi hnýsi yfir á það ókomna. En eitt getur þó virst nauðsynlegra en annað og hertekið hugann fyrstu augna- ..blikin. Mér er illa við að gleyma efnisríkum og einkennilegum draumum, en svo fór nú samt fyrir mér í það skifti. Troðn- ingur viðfangsefnanna í þessum nýja heimi varð svo áleitinn, að eg fljótlega gleymdi margbrotn- um draumi sem eg hafði fyrstu nóttina hjá frændum mínum. Allur var draumurinn, ekki í stríði við þrumur og eldingar, en í stjórn þeirra krafta. Eg studdi á hnappa og sneri hand- föngum áhyggjulaus ,eftir fyrir- sögn yfirvalda í orðum og bend- ingum og alt í blessunarríkum tilgangi, fyrir alda og óborna. j Eg var annar Mikjáll, hengdi út stjörnur, hleypti af stað elding- um básúnaði þrumur og tvístr- aði skýjum frá sólunni. Mér MESSUR 0G FUNDIR f kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudeg) kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuði. Hjálpamefndln. Fundir fyrsta mánudagskveld I hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskóiinn: — A hverjun sunnudegl, kl. H f. h. þótti góð og merkileg staða, og undraðist hvað mér var trúað þekkingarlausum, en eg hug- dyrfðist við það að ekkert væri undir mér komið nema eftir- tekt og hlýðni. Bústaður minn var ekkert hús, en fyrir framan mig var bjartur veggur og á honum voru áhöldin sem eg átti að hreyfa. Eg var ekki í neinu annríki, eins og mér væri ætlað að skilja smásaman hverju hreyfingar mínar kæmu til leiðar. Eg var að reyna að rifja upp drauminn, þegar Miss Anna Christie, ráðskona þeirra bræðra og frænka mín, kom með morgunkaffið, og sagði okkur að veðrið í gærkveldi, hefði deytt fjóra menn í borg- inni, sem koniin væri frétt af. En eg gerði ráð fyrir að það hefði verið áður en eg tók við stýrissveifinni. Framh. Complete Safety Lane Goodman ’s Ti re & Brake Service Fort and Graham—Phone 92 355 Chris Goodman, prop. REPAIRS TO ALL MAKES Orily first class Mechanics employed Nýlega hefir það verið bann- að með lögum í Danmörku að aðrir en embættismenn megi ganga í einkennisbúningum. Litlu eftir að lögin voru stað- fest, rakst lögregluþjónn í Aab- enraa á ungan Þjóðevrja frá Berlín, sem var svo skrautlega klæddur, að lögregluþjónninn tók hann fastan. Þegar farið var að yfirheyra manninn játaði hann það að sér þætti einkenn- isbúningar svo fallegir að hann ihefði sjálfur búið til einkennis- j búning handa sér, enda þótt | hann væri ekki í neinum félags- | skap. Hann hafði keypt sér gylta hnappa og saumað þá á föt sín í tvöfalda röð á brjóst- I inu, á kragann og ermarnar, og j glóði þá allur eins og yfirflota- foringi. En þegar hann heyrði ONE-HOUR ENAMEL 0/ odd chairs, iables, Ioljs, tuoodujork /<5 BeautiFul co/ors ond b/ock ond white.. Til Nttlu hjtt II. PETl'RSSON lllinw. WelllnKton osr Slmcoe Slml 8« 755 KAUPIÐ HEIMSKRINGLU LESIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU DRIES IN ONE MOUR SAVE THE COUPONS^ C O N C E R T SIGURD SKAGFIELD í Sambandskirkjunni 16. júní, 1933 Inngangur 50c Kl. 8.30 e. h. ♦ PROGRAMME ♦ 1. She never told her love...................Hayden 2. Um sumardag................................p. Apt Gekk að heiman.............................Becker Vormenn fslands....................J. Friðfinnsson Draumalandið..............i...........S. Einarsson 3. Ferð Óðins til Helgolands...................Loewe 4. Two eyes of brown......................B. Hawley The inner hills.............Madame A. Glen-Broder Wayfarer’s night-song...................E. Martin When Celia sings..........................F. Moir 5. Rokkvísa............................... Bellmann Skín við sólu Skagafjörður.S. Helgason (by request) Nýársvísur til fslands..............j. Friðfinnsson Ástasæla................................s. K. Hall Bí, bí og blaka (ísl þjóðlag)...Sv. Sveinbjömsson 6. Aría úr operunni “Fredrikka”................Lehar 7. Þótt þú langförull legðir.............S. Einarsson Heyrið vella á heiðum hveri................Fabius SAMKOMA til minningar um þjóðskörunginn fræga Jón Sigurðson í GOODTEMPLARA SALNUM EFRI 1. Ávarp forsetans 2. Piano Quartette.....Mrs. G. Helgason og fl. 3. Einsöngur...................Mrs. A. Hope 4. Kvæði, frumort..........S, B. Benediktson 5. Isl. Einsöngur...........Mrs. B. H. Olson 6- Ræða.......................j. j. Bfldfell 7. Kvæði, frumort........Dr. S. J. Jóhannesson 8. Dans og ágætt music. MÁNUDAGSKV., 19 JÚNI, Kl. 8 Inngangur 25c

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.