Heimskringla - 05.12.1934, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.12.1934, Blaðsíða 4
4. Stt>A. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. DES. 1934 'píintskringla (StofnuS 1SS6I JCemur út i hverjum miSvikudegi. Ei^endur: THE VTKING PRESS LTD. SS3 og 355 Sargent Avenue, Winnipeg Taltimia 33 537 Vea-0 blaOsizu er $3.00 trgangurlim borviM tyrirfram. AUar borganlr sendist: THE VIKING PRES6 LTD. ÖU yitJaklft* bréf bWSinu aOlútandl sendbrt: Manager THZ VIKINO PRESS LTD. 353 Sargent Ave., WinMpeg Ritttjórt 8TEFÁN EINAR8ÖON Vtanitkrijt til rttttjórant: EDITOR HEIMSKRINOLA 353 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskrinfla” is publisbed and printed by THE VIKIUO PRESS LTD. 353-355 SargerU Avenue, Winnipeg Man. Telepibone: $6 817 WINNLPEG, 5. DES. 1934 FJÓLA Fjóla heitir safn af lögum, sem Heims- kringlu barst nýlega í hendur heiman frá íslandi. Höfundur er ísólfur Pálsson, sem kunnur er orðin sem tónskáld, en útgefandinn er Jón Pálsson. I>etta söng- laga hefti mun vera byrjun á safni af lög- um, er höfundur hugsar sér að birta. Alls eru lögin 31 í því. Um lög þessi verður ekki nema gott eitt sagt. Þau eru öll við íslenzka texta, íslenzkar vísur. Eru vísurnar eftir sum ljóðrænustu skáld íslands, svo sem Guð- mund Guðmundsson, Pál Ólafsson, Stein- grím Thorsteinsson, Freystein Jónsson o. fl. Auk þess eru nokkrar vísuranr ortar af tónskáldinu sjálfu. Er þess hér getið vegna þess, að við þær stendur ekki nafn höfundar í heftinu. Ein vísa hans heitir “Fjólan”; mun nafn bókarinnar við hana kent, en hún er þannig: Fjólu bláa, Fríða smáa, fegurst sá eg blóm á grund. hátt í skáum, hlíðar-fláa henni sáir drottins mund. Við vísur sem þessa, verða auðvitað ekki nein stór tónverk samin. En þó er lítil efi á því, að mikið af lögunum í þessu safni mun verða á vörum manna, þegar þau eru kunn orðin. Lag sem áður hefir verið birt, og sem einnig er í þessu hefti, er við vísu Steingríms: “í birki- laut hvíldi eg bakkanum á.” Það lag varð brátt landfleygt. Um fjölda, ef ekki flest lögin í þessu hefti mætti hins sama vænta. Og ástæðan er ekki sú að lögin séu svo stór, sem ekki er von þar sem um engin stór viðfangsefni er að ræða, heldur hin, að frágangur laganna í heild sinni, er svo snildarlegur. Það ber örsjaldan við hjá íslendingum ,að sönglagaritum sé neitt því lík að smekkvísi og list, sem segja má að hvert lagið í þessu hefti berí með sér. Við sönginn reka menn sig ekki í öðru hvoru spori á hnjótur, sem stikla verður yfir sem berfættur maður á harzli, eins og alvanalegt er hjá þeim, sem sönglagaritun leggja nú fyrir sig, og eru nógu fordildar fullir til þess, að ætla sig hafa numið þessa list allra lista, þó áttað hafi sig ekki á öllu stafrofinu. Söngmentin er ung hjá íslendingum og það er ef til vill ekki mót von, þó hún hafi ekki ennþá náð víðtækum þroska. En sönglagarítun sem á hefti því er, sem hér um ræðir, ætti að glæða smekkvísi manna á söng og stuðla að því að það sem út er gefið, beri vott meiri vandvirkni en oft áður. Feðgarnir ísólfur og Páll hafa markað þau spor í íslenzkri söngment, er vonir vekja um hvað koma muni. Og í hátíðar- kantötu Páls, sem enn hefir ekki verið gefin út, er hugboð Heimskinglu, að sé í sjóði geymt eitt mesta tónlistarverkið, sem af íslendingi hefir ort verið. Væri æskilegt að það kæmi sem fyrst fyrir al- mennings sjónir. Eins og á var minst, mun von fleiri sönglagahefta frá ísólfi, því þetta á minsta hefti er merkt tölunni I. Söngvinir munu með eftirvæntingu bíða útkomu annars heftis Fjólu. Með virðingu til höfundar og þakklæit til úegefanda fyrir sendinguna. FULLVELDISDAGUR fSLANDS Eins og flestum íslendingum vestra mun kunnugt, er Fullveldisdagur íslands 1. des. Sögu þess máls þarf hér ekki að segja en í þau 16 ár sem liðin eru síðan að samningarnir milli Dana og íslend- inga um fullveldismálið voru undirskrif- aðir, hefir dagurinn verið haldinn hátíð- legur á ættjörðinni og meðal annars minst mjög víða í kirkjum landsins. Af því að 1. des. var nú s. 1. laugardag, þótti Heimskringlu eiga vel við, að með nokkr- um orðum væri á þetta mál minst nú, og því er ræða sú sem hér fer á eftir birt. Hún er ein af mörgum sem séra Jakob Jónsson hefir um málið flutt og er Heims- kringla þakklát fyrir, að gefast kostur á að birta hana. KÓRÓNA FRELSISINS Ræða eftir séra Jakob Jónsson Flutt á Fullveldisdaginn 1. des. 1933 í Neskirkju í Norðfirði. Dálítill kafli er feldur niður í prentuninni. Texti: “Haltu fast því, sem þú hefir, svo að enginn taki kórónu þína.” Op. 3. 11. í fomum sögum er sagt frá Hræreki konungi í Noregi; hann var hrakinn frá ríki og fluttur í útlegð til íslands. Gamall og saddur lífdaga lézt hann á kotbæ ein- um á Norðurlandi. — Þar er einnig sagt frá Melkorku hinni írsku. Hún var kon- ungsdóttir í ambáttarsessi, svift landi sínu, ætt sinni og vinum, fresli sínu og tign. Hafið þér íhugað örlög þessara tveggja útlendinga, sem flutt voru í fjötrum til landsins, til þess að eyða þar æfi sinni eða elli og til þess að hita um hjartarætur ís- lenzkum sagnavinum um allar aldir. En hvað er það, sem er átakanlegast við örlög þeirra? — Er það ekki það, að bæði eru þau fædd til að bera kórónu, en fá fjötra í staðinn? Þegar morgunsól æsk- unnar skín á þau, er þeim aldrei ætlað annað en kórónan, hið fagra og veglega tákn tignarinnar og máttarins. En kvöld- sól ellinnar varpar fölvu skini á lotin höf- uð hinna ánauðugu — þeirra, sem hrifin voru af ræningjahöndum eða yfirunnin af öflugum óvinum. En að baki þessum tveim, sem eg hefi nefnt, eygjum vér þungbær örlög allra þeirra, sem kórónu sinni hafa glatað — þeirra, sem voru fæddir til frelsis og tignar, en voru ofur- seldir ánauð og fjötrum. Þegar svipir mannkynssögunnar líða fyrir sjónir vorar, sjáum vér marga sem glötuðu því, sem þeir áttu dýrmætast, mistu sitt ytra eða innra frelsi. Stundum var það sjálfskap- arvíti, en stundum ekki. Sagan bregður þeim myndum upp líkt og á kvikmynda- tjaldi. Það er ein af þessum myndum, sem eg vil biðja þig að nema staðar við og virða fyrir þér stundarkorn. Það er kon- ungborin móðir. Kórónan hennar var gim- steinum prýdd, svo að ljóma hennar staf- aði um mörg lönd. Hún átti marga syni og dætur, sem fædd voru til frelsis og hamingju, kölluð til þess að halda uppi tign og vegsemd móður sinnar. Þau höfðu 'sogið brjóst hennar, hvílt í skauti hennar. Þau höfðu þegið dýrmætustu gjafir henn- ar. Hennar líf var þeirra, hennar ham- ingja þeirra hamingja. En svo fór samt að lokum, að móðirin konungboma var svikin af sínum eigin sonum, kórónu frels- isins svift af höfði hennar og hún færð í fjötra. Hin ótrúu böm hennar höfðu valdið því, að það var frá henni tekið, sem hún átti bezt — frelsið. Þér þekkið þessa sögu. Það er ekkert skáldlegt æfintýri. Það er örlagaþrung- inn þáttur úr íslendingasögu. Horfið á þetta land, sem vér byggjum, horfið á hömrum girt fjöllin og friðsæla dali; árnar, sem liðast um engjar og eyrar, fossana, sem eru ímynd hins eilífa mátt- ar. Líttu á fjörðinn, sem blikar í tungls- ljósinu, eða freyðir í storminum. Hvar eru hvelfdari jöklar eða hvítari snjór? Hvar er það land, siem betur sæmir kór- ónuenþessu? Ef þú ert kaldur fyrir öllu þessu, þá biddu guð að hjálpa sál þinni, áður en hún frýs í hel. Þetta fagra land, það er konan, sem glataði kórónu sinni og konungstign og frelsi. Veiztu, hvað það þýðir, að land verður ófrjálst: Þjóðin, sem byggir það, hefir mist um- ráðaréttinn yfir jörðinni, sem hún gengur á. Böm landsins verða þá sem útlend- ingar í fjalldölum þess og á fiskimiðum. Þau verða eins og blóm, sem þurfa að biðja leyfis til að sjúga sér þrótt úr gróð- urmoldinni eða kraft úr daggardropunum. Þér ættuð að skilja þetta, sem emð orðin nógu gömul til þess að hafa séð fána erlends ríkis blakta yfir höfðum yðar á yðar eigin fósturmold. Hvað táknaði >að annað en að þjóð yðar væri ánauðug og kórónulaus ambátt meðal þjóða jarð- arinnar? Ófrjáls móðir fátækra bama, en með aðalsmerki sitt í yfirbragði fjall- anna, jöklanna og fossanna. — Það er hlutskifti Hræreks konungs bhnda og Melkorku hinnar írsku. -----En saga Iglands er lengri en þetta, og hefir frá fleiru að segja. Og sú kyn- slóð, sem nú lifir, hefir borið gæfu til að lifa þá atburði, sem varpa fagnaðarljóma fram á feril komandi alda. Þér, sem nú eruð aldraðir menn, hafið lifað margs- konar erfiðleika og eigið enn við margt og mikið að stíða. En eitt getið þér aldrei fullþakkað guðlegri forsjón. Það er að hafa fengið að lifa 1. desember 1918, þann dag, sem kórónan var á ný sett á höfuð móður yðar. Ef þér hafið ekki þakkað guði fyrir þetta fyr, þá látið það ekki dragast til dagsins á morgun. Felsisbarátta íslendinga og úrslit hennnar er eitthvert hið merkilegasta dæmi þess eðlis, sem veraldasagan kann að greina frá. ísland öðlaðist ekki frelsi sitt vegna þess, að nein stórveldi skærust í leikinn og kúguðu drotnara þess til að veita því lausn. Hið íslenzka fullveldi er heldur ekki afleiðing landaskifta eða friðarsamninga eða vöruskifta-verzl- unar milli stærri ríkja. Og loks á það ekki rót sína að rekja til þess, að börn þjóðarinnar hafi barist með vopnum eða beitt hnefaréttarins grimmúðuga afli Aðstaða Islands og fámenni þess hefir valdið því, að hvorki heimsveldin né her- guðinn hafa krýnt það aftur kórónunni, sem frá því hafði verið tekin fyrir mörgum öldum. Það var ekki Þór frá Þrúðvangi. sem veitti móður vorri kórónu ferlsisins. Til þess var armur hans of máttvana og hamarinn Mjölnir of meir. En hvað var það þá, sem gerði það að verkum, að þetta fagra land hlaut aftur kórónu frelsisins? Hver var grundvöllur frelsisbaráttu Islendinga? Svarið getur aðeins orðið á þessa leið: Hin íslenzka þjóð átti andleg verðmæti, menningu, sem beztu menn hennar skildu, svo að þeim varð mögulegt að ná því með viturlegum fortöíum og rökum á friðsam- legan hátt, sem sumar aðrar þjóðir hafa þurft blóðfórnir styrjaldanna til að öðlast. íslendingar áttu bókmentir, sem öll alþýða manna gat skilið og lesið. Hvert mansbarn, hvort sem var biskup yfir öllu landinu eða vinnumaður á útkjálka- bæ, vissi um upphaf og þróun þjóðarinn- ar, líf hennar og baráttu. Og þessi fróð- leikur var ekki eingöngu lesinn úr fomum ritum og bókum, heldur var hann ristur djúpum rúnum í landið sjálft, örnefni þess á fjöllum og fjörðum, dölum og grænum grundum. Af þessum orsökum varð ástin á landinu annað og meira en matarást. Hún varð samgróin aðdáun á beztu og mestu mönnum þess, meðaumkvun með hiffúm hamingjusnauðu og óbeit á fram- ferði varmenna og níðinga. í stað þess að flestar aðrar þjóðir eignuðust fáeinar útvaldar stéttir, til þess að njóta og skapa andlega menningu, var íslenzk alþýðu- menning allra eign og fléttuð inn í líf þjóðarinnar við öll tækifæri. í rökkur- kyrð kvöldsins safnaðist yngsta kynslóðin saman við hné gamalla kvenna og karla, sem veittu henni í æfintýrabúnungi inn- sýn í ljósheima, skáldskaparins — þar sem ofin var saman reynsla þjóðarinnar, speki hennar og fegurðarþrá. — Á kvöld- vökum íslenzkra bændabýla, þar sem alt var annríki og nóg verkefni fyrir hendi, var tímt að gjá af verki fullvaxins manns til þess að ausa af nægtabrunni bókment- anna, og menn gátu gefið sér tíma til þess eiga saman hljóðláta stund, þar sem horft var inn á vlð og upp á við. Þá gátu menn fengið tóm til ]>ess að hug- leiða sín dýpstu og instu vandamál og teiga þrótt úr lindum þögullar kyrðar. — Heimilismenningin gaf hverjum manni nokkum skilning á andlegum verðmæt- um, bæði þjóðarinnar og einstaklinganna. — Auk þessa sendi kirkja Krists — eins og hún gerir enn — þjóna sína út um all- ar bygðir landsíns, til þess að hlynna að frækornum andlegrar menningar og inn- ræta landslýðnum þá hugsun, að það gagni manninn ekkert að eignast allan heiminn, ef hann fyrirgeri sál sinni og verði andlegur aukvisi — og hinsvegar að þó að sjálft föðurlandið sé frá mönnum tekið, eigi þeir það bezta eftir í verðmæt- um anda síns. Það var engin tilviljun, að íslenzka kirkjan eða þjónar hennar sem heild skyldu standa allra manna fastast utan um frumherja sjálfstæðisbaráttunn- ar. — Þessu verður aldrei á | móti mælt, að það var íslenzk heimilismenning, studd af ís- lenzku kirkjunni, sem skóp grundvöllinn undir hið komandi sjálfstæði. Hún leiddi til þess, að þjóðin í heild sinni, en ekki aðeins nokkurir menn, gátu öðl- ast skilning á því, hversvegna þjóðin átti sögulegan rétt til frelsisins. Og í öðru lagi voru það andleg verðmæti þjóðarinn- ar, sem gerðu hvortveggja í sénn að viðhalda þjóðernistil- finningunni og vekja virðingu landsins út á við og samúðar- bug. Til þess að gera yður ennþá Ijósara, hvaða gildi andleg menn ing hefir, vil eg minna yður á aðra þjóð, sem um margar aldir hefir verið heimilislaus á jörð- unni, en heldur samt áfram að vera þjóð. Eg á við Gyðingana. En þeir eiga andleg verðmæti, sögulegar og trúarlegar minn- ingar, sem tengja þá saman heilögum og órjúfanlegum böndum. Án þeirra hefði þessi merkilega þjóð orðið eins og vatn, sem hverfur út í sandinn. Eg veit ekki, hvað íslending- ar hefðu orðið, ef þeir hefðu glatað sínum andlegu verðmæt- um. Eitt er að minsta kosti á- reiðanlegt, að án þeirra hefði móðir þeirra aldrei öðlast aftur kórónu sína. “Haltu fast því, sem þú hefir, svo að enginn taki kórónu þína? — Þessi orð heilagrar ritningar geta gilt sem áminn- ing til vor á þessum degi, þegar vér erum að minnast krýningar móður vorrar og þakka guði fyrir frelsi landsins. — Ef ísland á ekki aftur að tapa tilverurétti sínum meðal frjálsra þjóða, verðum vér að halda fast þeim verðmætum, sem oss hafa verið heilladrýgst á liðnum öldum. Tímarnir, sem vér lifum á, eru umbrotatímar og byltinga, og sumt af því gamla er á leiðinni að falla í valinn, og það á að gera það. En glati þjóðin virð- ingu sinni fyrir andlegum verð- mætum og menningu, er dauði hennar vís eða líf hennar verður ekkert líf. — Hugsið yður druknandi mann, sem berst knálega fyrir lífi sínu og neytir allra bragða — en þegar hann er kominn á þurt land, á hann ekkert til að lifa fyrir, enga andlega hugsun, og eng- an skilning á hlutverki sínu í tilverunni. Þannig fer um þá þjóð, sem sýnir dugnað í lífs- baráttu sinni, en hefir gleymt því að hlutverk hennar er ann- að og meira en það eitt að vera til. Sú þjóð á altaf á hættu, að tekin verði frá henni kóróna frelsisins, og hún verði hnept í fjötra ánauðarinnar. Vér von- um, að slíkt komi aldrei fyrir íslendinga. Mér kæmi ekki á óvart, þó að einhverjum af yður fyndist lítið prédikunarsnið á ræðu prests- ins í dag. En hvað hefi eg ver- ið að gera, annað en það, sem mér fyrst og fremst ber að gera á þessum stað. Sá meistari, sem eg þjóna, tók það skýrar fram en nokkur annar, að það væru andleg verðmæti, þroski sálar og anda, sem gæfu tilveru mannanna gildi sitt — og þá þjóðanna engu síður. íslenzka sjálfstæðisbaráttan sannar kenn ingu hans. Hún sýnir, að það sem vopnin og ribbaldaskapur- inn, hnefaréttur og bardagar geta ekki veitt, því kemur frið- samlegt menta- og menningar- starf til leiðar. Með því að nota aðeins þau vopn, sem and- leg menning fékk íslendingum í hendur, hafa þeir ekki aðeins veitt móður sinni kórónuna aft- ur, heldur áunnið sér frelsið með fullri virðingu og vináttu við þá þjóð, sem þeir áttu í and- stöðu við. í íslenzka fánanum er kross Jesú Krists. Megi það verða tákn þess, að þjóðin gleymi aldrei að rækta sinn andans akur, heldur spretti af hon- um á komandi tímum margt það, sem verði mannkyninu til góðs og guði til dýrðar. Ekkert ríður íslenzku þjóðinni á að þekkja eins og hlutverk sitt sem menningar- og menta- þjóð. Undir því er það komið, hvort íslend ber kórónu frelsis- ins áfram eða ekki. Minnumst því að lokum orða skáldsins: “Sú þjóð, sem veit sitt hlutverk er helgast afl um heim, eins hátt sem lágt má falla fyrir kraftinum þeim.” Guð blessi þig, ísland! FRA fSLANDI Sjómannastofan á Akureyri Akureyri, 15. nóv. Fyrstu þrjá mánuðina, sem Kristilega sjómannastofan Nú- tíðin hér á Akureyri hefir starf- að, hafa komið á skrifstofuna 4333 gestir og 392 sendibréf verið skifuð. — Þegar Earl Kit- chener, enski togarinn, sem varð fyrir áföllum í veturnátta- hríðinni, kom hingað til Akur- eyrar, bauð formaður félagsins skipshöfninni í tvö kaffigildi, bæði rétt eftir að hann kom og áður en hann fór. . * * * Hjúkrunarnámskeið Rauða-kross íslands ' 15. nóv. Um þessar mundir stendur yfir á Stórólfshvoli hjúkrunar- námskeið Rauða-krossins, hald- ið að tilhlutun Kvenfélagsins Einingar. — Kennari er Sigurð- ur Bachmann. — Kend er hjálp í viðlögum og meginatriði hjúkrunar- og heilsufræði. Nem- endur eru 10. * * * Hallgrímsminning Hallgrmsminning var nýlega haldin í samkomuhúsinu Dags- brún undir Eyjafjöllum. Erindi um Hallgrím Pétursson flutti séra Jón Guðjónsson í Holti og Ólafur Eiríksson kennari. Hall- grímssálmar voru sungnir af æfðum söngflokki. * * * Stærsta klakstöð á Norðurlöndum 14. nóv. Ólafur Sigurðsson á Hellu- landi lýsir þannig í viðtali í dag klakstöðinni við Elliðaár, en hún er, að hann segir, stærsta laxaklakstöð sem nú er starf- andi á Norðurlöndum. Klakhúsið er 6X8 metrar að gólffleti, og eru í því 104 klak- kassar, og rúmar hver þeirra 10 þús. til 11 þús. laxaseiði. Síð- astliðið sumar var klakhúsið málað og raflýst, og allir klak- kassar sótthreinsaðir með því að mála þá utan og innan. í sumar voru veiddir til hrogntöku í klakstöðinni 450 laxar, þar af 270 hrygnur. Við geymslu til þessa dags hafa drepist 17 laxar, og er það tal- ið mjög lítið eftir atvikum. — Nú er búið að ná hrognum úr 41 hrygnu og frjóvga um 370 þúsund laxaseiði. Við klakstöðina vinna aðal- lega þeir Guðmundur Jónsson og Gísli Kristjánsson. Ólafur Sigurðsson hefir verið þar til eftirlits síðustu daga. * * * Gunnar Benediktsson jarðsunginn Flateyri 14. nóv. í dag var jarðsunginn hér á Flateyri Gunnar Benediktsson, einn þeira þriggja manna sem fórust í snjóflóði á Kálfeyri 27. fyrra mánaðar. Lík Gunnars fanst í fyrradag síðdegis, á sama stað og hin líkin höfðu fundist, eða rétt utan við Kálfeyri, en talsvert sjórót hafði verið næstu daga á undan, og líkinu skolað upp. Leitað hafði verið á hverjum degi, síðan slysið vildi til. * * * Theodor Lilliendahl flytur að Gufunesi Akureyri 14. nóv. Theodor Lilliendahl símaritari flytur héðan frá Akureyri með fjölskyldu sína til Reykjavíkur

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.