Heimskringla - 26.12.1934, Blaðsíða 1
XLJX. ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVEKUDAGINN, 26. DES. 1934 NÚMER 13.
INNILEGUSTU ÓSKIR UM GLEÐILEGT OG FARSÆLT KOMANDI ÁR
TOLLSVIK VfNSALA
Montreal, 12. des. — Nýlega
liefir orðið uppvíst um stórkost-
Ieg tollsvik hjá víngölum í Can-
ada.
Sambandsstjómin, sem lét
rannsókn fara fram, er grunur
var orðinn um að áfengi væri
verið að smygla inn í landið í
stórum stíl án þess að skattur
væri af því greiddur, segir toll-
svikin nema alt að því 5 miljón-
um dollara.
Hefir stjómin því skipað að
handtaka yfir 60 manns, alt á-
fengissala.
Á meðal hinna sakhomu', eru
hinir nafnkunnu Bronfman-
bræður: Sam, forseti víngerð-
arinnar Seagrams Limited og
Allan, Harry og Abraham, sem
allir eru við félag þetta riðnir.
Sakborningar em víðsvegar
um landið og stjómin hefir ekki
náð í þá alla, en er að leita
þeirra og gerir ráð fyrir að
draga þá alla fyrir lög og dóm.
GLEYM MÉR El
Til er gömul saga hvernig
blómið “gleym mér ei”, fékk
þetta undurfagra nafn. Sagan
er á þessa leið:
í aldingarðinum Eden og áður
en syndir komust þar inn voru
þeir dag einn á gangi guð og
maðurinn og höfðu sér til yndis
að skoða blómin er þar uxu og
gefa þeim nöfn. Það var komið
að kveldi þegar Adam tók eftir
litlu blómi, sem virtist afar
dapurt í bragði og gat sér til
um orsök þess. Hann mælti þá
við drottinn: Hér er lítið blóm
við veginn er drúpir höfði í
mikilli sorg vegna þess að við
höfum gengið fram hjá því og
gleymt að gefa því nafn. —
Drottinn leit til mannsins og
mælti: “Gleym mér ei”.
H. E.
FALLEGT HVEITI
í þeirri stóm’, vindblásnu
borg, Chicago, er á ári hverju
haldin sýning á landbúnaðar
afurðum frá öllum héröðum
Bandaríkja og Canada. Prá ár-
inu 1919 hafa hæstu verðlaun
fyrir fallegt hveiti verið veitt
Canada bændum tólf sinnum;
sá heitir Herman Trelle frá
Wembley, Alta., sem oftast hefir
náð hæztu verðlaunum (1930,
31 og 32), en nú varð nágranni
hans, John B. Allsop hlutskarp-
astur. Þeir búa í Peace River
dalnum, 35 mflu'r í útnorður frá
Edmonton. Bushelið af þessu
premier hveiti var 66.6 pund að
þyngd, átta únzum léttara en
það þyngsta sem en hefir komið
á sýningu þessa. Tuttugu og
fjögur hæstu verðlaunin (en
þau eru mjög mörg, því að sýn-
ingin er stórkostleg) unnu Can-
ada menn í ár, fyrir Hard Red
(Durum); flest fóru til Saskat-
cbewan (þar á meðal til Mrs.
Davis í Foam Lake) og Alberta
(þrjú til Wembley bygðar) og
aðeins þrenn til Manitoba (Mit-
chell í Roblin bygð, Larcombe í
Birtle og Prison Farm, Head-
ingly). Þrenn hæstu verðlaun
fyrir fallegt Rye fóru til Sask-
atchewan (tvö til Saltcoats, eitt
til Kelso) og fyrir hafra vann
Herman Trelle næst hæstu
verðlaun, sem gefin voru, en
hæstu verðlaun fyrir hveiti
mátti ekki veita honum í þetta
sinn, vegna þess að þau hafði
hann unnið þrjú undanfarin ár.
Mjög margir aðrir bændur í
Canada fengu verðlaun fyrir
fallega hafra, einnig fyrir bar-
ley og fyrir baunir af ýmsum
tegundum.
Til bónda í Bandaríkjunum
fóru verðlaunin fyrir fallega
gripi. Aðeins tveir nautgripir
frá Canada náðu verðlaunum í
þetta sinn, báðir frá búi hans
koungslegu tignar í High River,
Alta. Þeim parti þessarar stóru
gýningar er þó ekki alveg lokið,
Crawford Frost, Nanton, Alta.
með sína frægu undaneldis bola,
af Hereford kyni, var kominn á
vettvang, þegar seinast fréttist,
og þykir skrítið, ef hann sæi
nokkuð, sem tæki þeim fram.
ERKIBISKUP KOSINN
M. M. Harding heitir sá, er
kosinn hefir verið erkibiskup
fyrir Rupertsland og eftirmaður
I. O. Stringer. Kosningin fór
fram í St. Johns kirkju í Winni-
peg s. 1. miðvikudag. Harding
biskup hefir verið yfirpYestur í
Qu’Appelle um langt skeið og
haft prestsverk með höndum í
Vestu'r-Canada í 25 ár.
AKRAGRÓÐUR
McaFrland, sem er ráðsmað-
ur hveitisölu sambands þess í
Canada, sem venjulega nefnist
“Pool”, lýsti því, á fundi félags-
manna í Regina, að sambandið
gæti borgað öllum sitt í ár og
að nú færi góðæri í hönd, fyrir
þá sem stunda akra rækt í
þessu landi, ef hyggilega væri
farið að. Með því að uppskera
hefði brugðist í Ástralíu og Ar-
gentínu þetta ár, þá væri rýmra
um sölu hveitis í Evrópu en áð-
ur, því væri óhætt að senda
drjúgum hveiti á heimsmarkað-
inn án þess verðið félli, næstu
mánuði. Bandaríkin hefðu þol-
að þungan uppskerubrest í tvö
ár samfleytt, gætu því ekkert
selt öðrum, heldur yrðu að
kaupa hveiti í Canada til
skepnufóðurs og manneldis, og
barley líka, til ölgerðar. Öll
líkindi væru til, að í byrjun á-
gústmánaðar yrði ekki meira
hveiti óselt eftir hér í landi,
heldur en á þeim árum, sem
hveitisalan gengur vel, og ef
Bandaríkjamenn kaupa eins
mikið og sumir segja að með
þurfi, þá yrðu allar kornhlöður
vesturlandsins tómar, í upp-
skeru byrjun. Horfumar væru
nú svo, að Canada yrði að
leggja til helming þess akra-
gróðurs sem keyptur verður á
heimsmarkaðinum næsta ár,
ekki af hveiti eingöngu, heldur
rúg, ennfremur allskonar
skepnufóður. Því réði hann
sínum félagsmönnum að leggja
sem mesta rækt við þær jurtir
og varast að safna fyrir stór-
miklum forða af tómu hveiti.
PAPPÍRS MYLLAN
OG STJÓRNIN
Hin mikla pappírs smiðja í
Pine Falls stendur auð og að-
gerðalaus, í höndum þess
manns, sem settur var af yfir-
völdunum til að sjá uin þær
eignir, sem eru kendar við Abi-
tibi félagið er lýst var gjald-
þrota fyrir skömmu. Nú eru
50,000 korð af við fluttar að
pappírssmiðjunni, samkvæmt
áðurgerðum samningum, úr
skógunum fyrir austan Winni-
pegvatn. Þeir sem stóðu við
sína samninga, hjuggu viðinn
og fluttu á tiltekinn stað. —
Standa uppi með tvær hendur
Líf og fjör á Iðaveili
sjálfri sér á eftir þ. 17. þ. m.
Öðru barninu, sem var á fyrsta
ári, drekti hún í baðkeri, en
hitt, sem var 5 ára hengdi hún.
Konan var Mrs. W. H. Morris,
748 Valour Road. Maður henn-
ar var raffræðingur, hafði haft
stopula atvinnu, en þau voru á
bæjarstyrk. — Áðu'r en atvinna
brást, höfðu þau komist mjög
vel af. Er haldið að konunni
hafi þótt svo mikið um þau um-
skifti efnahagsins, að hún hafi
til þessa óyndisúrræðis gripið
af því.
• • •
Sunnudaginn 16. des. fórst
fimm ára gamall drengur, Fred
Galsky að nafni ofan um ís á
Rauðánni. ísinn er- víða enn
sagður varasamur á ánni.
* • •
Áður en uppbótarlaun bæjar-
þjóna komu til mála, var gert
ráð fyrir $140,000 tekjuafgangi
á þessa árs rekstur-reikningi
bæjarins. En launauppbótin
nemur $116,000, svo tekjuaf-
gangurinn getur samkvæmt því
aðeins orðið $24,000.
FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR
Myndimar hér að ofan eru af
kátafélaginu í Riverton við
mleikastarf á íslendingadegin-
m á'Hnausum, 2. ág. 1934. —
[yndirnar og myndamótin voru
md Hkr. af Sveini kaupm.
horvaldssyni í Riverton.
J. C. B. WILLIAMSON
foringi skátafélagsins í
Riverton
Einar Dujardin heitir læknir
í Kaupmannahöfn, sem hefir
tekið upp nýja aðferð í sára
meðferð. Hann saumar ekki
saman sárbarma, heldur leggur
plástur umhverfis undina og
rifar svo saman barmana á
plástrinum.
• ♦ ♦
Skattheimtumaður að nafni
Tremblay fór um og tók eignir
bænda lögtaki umhverfis bæinn
St. Catharines, Ont. En er
hann kom til þess bónda sem
Turner hét, þá var honum skip-
að burt, en er hann gegndi ekki,
tók bóndinn byssu og særði
hann. Síðan er skuldakröfu-
maðurinn á spítala en bóndinn í
svartholi. Þetta skeði í byrjun
vikunnar sem leið.
• * •
Það er mjög á orði haft, að
rakhnífablöð, sem búin eru til í
Rússlandi, séu svo bitlaus, að
kvalræði sé að raka sig með
þeim og afleiðingin af þvi sé
sú, að yngri sem eldri láti sér
skegg vaxa, heldur en að leggja
sig undir þessa radda.
tómar, en trjáviðurinn skemm-
ist og verður feyskinn, ef lengi
er geymdur. Samkvæmt lög-
um legst sérstakur skattur á
pappírsmylluna, ef hún er látin
standa aðgerðalaus. Af þessu
er stjómandi opinberra verka,
Hon. J. S. McDiarmid, farinn
austur til Toronto, að ýta undir
þá, sem ráðin hafa í þessu efni.
En ef ekki dugir að reiða skatta
kylfuna á þrjótana, þó hefir
fylkisstjórnin ekki gert uppskátt
um, hvað hún ætlar til bragðs
að taka.
WINNIPEG-FRÉTTIR
Fyrir rúmri viku samþykti
stjónarráð Winnipegborgar að
greiða þjónum sínum uppbótar-
laun, er næmu 3J% af vinnu-
launum þeirra. TJppbótin er þó
ekki greidd fyrir alt árið, sem er
að líða, nema skólakennurum.
Öðrum gtarfsmönnum bæjarins
er hún greidd frá 1. júlí 1934.
♦ ♦ •
W. B. Simpson bæjarráðs-
maður í Winnipeg segir mikla
óreglu hafa átt sér stað við at-
kvæðagreiðsluna í síðustu bæj-
arkosningum. 1 Norður-Winni-
peg, kveður hann mest hafa
borið á henni. Fullyrðir hann
að einn og sami maðurínn hafi
greitt tvisvar og þrisvar at-
kvæði. Sem sönnun fyrír þessu
bendir hann á, að maður sem
sjúkur lá á spítala, hafi verið
fluttur á kjörstað. Þegar þang-
að kom hafi annar verið búinn
að greiða atkvæði undir hans
nafni. Auðsjáanlega hafi verið
treyst á, að hinn sjúki mundi
ekki atkvæði greiða. Þetta er
verið að rannsaka.
Borgarstjóri R. H. Webb á-
vítar blaðið Free Press harðlega
fyrir að hafa eftir sér frétt um
það, að forsætisráðherra R. B.
Benett sé óvinveittur ræstingar
eða skurgerðarmáli bæjarins. —
Segir hann forsætisráðherra
hafa beðið í 3 ár eftir því, að
bærinn byrjaði á þessu starfi,
en bæjarráðið hafi aldrei verið
hrátt eða soðið um það. Mr.
Bennett hefir á ný kvatt for-
sætisráðherra John Bracken á
sinn fund til þess að reyna að
hrinda þessu máli í framkvæmd.
* * •
Kona í Winnipeg tók líf
tveggja barna sinna og fyrirfór
Tala atkvæðisbærra manna í
Saar-héraðinu er 543,323, sam-
kvæmt nýlega gerðri skrá yfir
það, sem eftirlitsnefnd þjóða-
bandalagsins hefir borist í hend-
ur. En nefndinni hafa jafn-
framt borist 107, 145 bréf, sem
kvarta um að talan sé of há og
skrásetningin fölsuð.
♦ • ♦
Suður í Lynn, Mass., símaði
kona lögreglunni, sagðist heyra
undarleg hljóð, sem hún væri
hrædd við. Pólitíið kom og
rannsakaði málið og skýrði frá
því, að mað.ur lægi undir svöl-
um hússins og hryti. “Látið þið
hann vera!” sagði konan ein-
beitt. “Eg veit hver það er.
Það er maðurínn minn.”
♦ * ♦
“Sjá, öngul aldrei fluga fal,”
fiskurinn mælti í lækjar sal.
“Þar meir en veglegt æti er,
eilífur leir og himneskt ger.”
♦ ♦ ♦
Einn af þeim sem nú vaða
uppi í kína, og kallaðir eru
hershöfðingjar í blöðunum, hef-
ir gefið út stórt lagaboð, til að
bæta trú og siði landsmanna og
setja landsbúið á réttan kjöl. í
þeim lögum er svo kveðið á, að
enginn kvenmaður skuli hafa
styttri nærklæði né pils en svo,
að þær flíkur hylji hnén til fulls.
♦ • ♦
Síðustu' orðin, sem hinn myrti
kóngur Alexander, lét út úr sér,
voru þessi: ‘Gætið Jugo-Slavíu!’
Þetta er tekið upp og haft að
orðtaki síðan í ríki hans, á-
samt svarinu: “Við skulum
gæta Jugo-Slavíu.” — Þannig
eggjar hver annan í því landi,
svo að þeim í Geneva þykir sá
æsingur óhollur.
• ♦ *
Þegar hin enska ríkiskirkja
var stofnuð með lögum, árið
1603, var svo ákveðið, að gift-
ingar skyldu' framkvæmdar milli
kl. 8 að morgni og hádegis.
Árið 1888 var tíminn lengdur til
nóns, allar giftingar skyldu ó-
gildar ef framkvæmdar væru
seinna dags, þó að öðru leyti
færu fram eftir réttu rítúali. Nú
kemur unga fólkið og vill fá
tímann framlengdan til miðaft-
ans, sem sagt er að muni fást.
• • •
Þar sem heitir Akita í norður-
hluta Japans hafa 30,000 bænd-
ur selt dætur sínar, vegna hall-
æris. Aldur meyjanna er 16-23
og verðið frá 3 til 300 dalir.
♦ • •
í kingum borgina Rhiems á
Frakklandi er mikið hallæri, þó
að landið sé gott og veðrið bKtt.
Um 20,000 heimili hafa ekki
annað sér til munns að leggja,
en kartöflur og vín; úr þeim
héruðum kemur hið bezta
kampavín í víðri veröld. Býlin
eru smá, sá þykir stórbóndi sem
á 14 ekrur, og allir rækta vín-
ber, eiga þó hvorki vínpressu
né annað til að búa til vínið,
heldur selja vínberin þeim sem
vínið bría í borgunum. Nú selst
lítið sem ekkert af kampavíni,
og hefir ekki selst í tvö ár, svo
að bændur geta ekki selt vín-
berin og lifa nú við mikinn sult.
Hin nýja stjóm hefir lofað að
hjálpa bændum þessum, ætlar
að afla fjár til þess með því að
leggja skatta á vínsala. Brauð
hefir hún sent í sultar sveitim-
ar, fyrir það lætur hún malara
borga með sérstökum skatti.
Síðan skal hjálpa vínsölum og
mölurum, en fyrír það skal
borga með flóknara hætti, en
lýsa má í stuttu máli, að svo
stöddu.
í Vínarborg deyja fleiri en
fæðast, svo að miklu munar. —
Einn þarverandi kardináll hefir
þess vegna ritað kaþólsku kven-
fójki hirðisbréf og skorað á það
að duga betur til barneigna.
* • *
Á háum hól í því slétta landi
Turkmeníu hafa Rússar reist
turn, 200 feta háan og senda
frá honum sterka rafmagns
strauma upp í loftið. Tilgangur-
inn er, að ná vætu úr loftinu
með þessu móti, yfir þetta land,
sem er líkt eyðimörk, suma
parta ársins, af langvinnum
þurkum.
• ♦ •
Til þess að fá vinnu hjá
stjórninni á ítalíu, þarf þessa
með: vera ungur, eiga kven-
mann og trúa því, að enginn
kunni lögum að stýra nema
svörtu skyrtumar.
• • *
Á Póllandi eru allir skyldugir
til herþjónustu, frá 17 tfl 60
ára að aldrL Sumir segja, að
jafnvel kvenfólk sé ekki undan
þeirri kvöð skilið, en það er of-
hermt.