Heimskringla


Heimskringla - 26.12.1934, Qupperneq 2

Heimskringla - 26.12.1934, Qupperneq 2
2. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. DES. 1934 ^cimskrtttgla (Stofnnð ltSt) Kemur út i hverjum nMvikuiegt. Eigendur: THE VXKING PRES8 LTD. 153 OO S55 Sargent Ávenue, Winntpeg Talsimia tt 537 Verð blaðelna er $3.00 árgftngurlnn borgtat fyrirfram. Allar borganir sendi*: THE VIKINQ PRE8S LTD. öll Tlðakiíta bréf blaðinu aðlútandl lendist: Manager THE VIKING PRKSS LTD. 853 Sargent Áve., Wtnn*p«a Ritstjóri STEFÁN KINAR8SON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLÁ 853 Sargent Ave., Winntpeg ‘■Heimslcringla'' is publistaad and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winntpeo Man. Telephone: 8ð MI WINNIPEG, 26. DES. 1934 ÁRAMÓT Snemma á þessu ári, sem er að líða, birtist grein í bandarísku tímariti um markverðustu viðburði síðustu 25 ára, þá viðburði, sem greinarhöfundur áleit að talist gætu sögulegir. Ætla mætti, að * það hefði orðið langt registur en svo var þó ekki. Viðburðirnir fyltu sem svaraði tæpa þrjá dálka í vanalegu fréttablaði. Og þó var þess einnig getið, að hverju leyti þeir væru sögulegir. Ef á viðburði þessa árs, sem er að líða væri lagður sami mælikvarði, yrði það að líkindum aðeins tvent sem minst yrði á: inntaka Rússa í Þjóðbandalagið, sem vottur um aukið bræðraþel þjóða heimsins, og svo hitt, að á þessu ári hefir vottað fyrir rénun kreppunnar. Ef spurt yrði þó að því, hvernig það megi ské, að nokkuð sem hafst hefir verið að, bendi til varanlegra breytinga til hins betra, yrði ef til vill djúpt á svarinu. Það virðist vera með kreppuna, eins og vindinn, sem blæs og þú heyrir hans þyt, en veizt ekki hvaðan hann kemur eða hverty hann fer. Kreppan skall á öllum að óvörum, að því er virðist. Og það er hugboð margra, að hún muni eins réna eða án þess að nokkur geti gert sér grein fyrir því. Þjóðfélagsfræðin er ekki eins gagn- sæ og ýmsir ætla. Þó fleiri en ætla mætti þykist skilja hana, má líklegast með sanni um það segja, að það sé engu auðveldara að ráða þá gátu, hvaða stefn- ur þjóðlífið tekur en það, að segja fyrir- fram um hvert tréð, sem er að teygja kollinn upp úr moldinni, muni hallast þegar það er fullvaxið. En sé hér um veruleika að ræða, þrátt fyrir það þó grein verði ekki fyrir því gerð, er það bezti fyrirboði komandi árs. Ýms lönd hafa orðið fyrir þungum bú- sifjum á þessu ári. Hefir Vestur-Canada ekki farið varhluta af því. En ekkert eða fá lönd hafa þó um eins sárt að binda af óblíðu náttúrunnar og ættlandið kæra, ísland. Eldgosið og svo litlu síðar of- viðrið og óhagstæð veður á sumrinu, hafa landinu orðið þung í skauti. Sigrar og ósigrar, sorg og gleði hafa vissulega skifts á á liðnu ári og munu gera það á komandi ári. Nýársósk Hkr. er þó sú, að sigrunum og gleðistundunum fjölgi, en óhöppunum fækkL ALMANAK ó. S. TH. 1935 Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar fyrir árið 1935, sem nýkomið er út, hefir sína fyrri kosti: prýðilegt útlits og innihaldið þættir úr landnámssögu Vestur-íslend- inga, ásamt öðrum fróðleik. 1 þessa árs Almanaki (1935) er “Söguágrip íslend- inga í Suður-Cypress sveitinni í Mani- toba” ,ritað af G. J. Oleson í Glenboro. 38 landnema er getið og má það heita gott innlegg við þetta ágæta safn, og því fremur sem höf. er bæði skýr maður og vel kunnugur þeim er frá er greint. — önnur góð grein er í Almanakinu um Islandsvininn Arthur M. Reeves, banda- rískan mann, er þýtt hefir nokkrar af íslendingasögum og söguna “Piltur og stúlka”, eftir Jón Thoroddsen; þörf og verðug grein. Aðrir sem í Almanakið rita eru J. M. Bjamason: Tvær merkar íslenzkar konur (Kristín Þorgrímsdóttir Jackson og Herdís Jónsdóttir Bray); Uón J. Bíldfell um Ingibjörgu Bjamadóttir Sveinsson og Ó. S. T. um Sveinbjörn Björnsson. Þá eru helztu viðburðir, mannalát og smælki. Þetta er fertugasta og fyrsta árið sem Almanak ó. S. Th. kemur út. Sá sem á það frá byrjun, hefir mikið af verðmætum fróðleik um Vestur-lslendinga í fómm sínum. FRÁ MIKLEY Síðan bygðir íslendinga hófust vestan hafs, hafa blöðin Hkr. og Lögb. hvatt menn til þess, að skrifa pistla til fróðleiks og gkemtunar úr býgðunum. Margir hafa brugðist vel og drengilega við þessu, og það hefir orðið til þess, að stytta andlegar fjarlægðir milli landa í dreifingunnL Eg minnist þess ekki, að hafa séð neina heildarlýsing af Mikley í íslenzku blöðun- um, og má það undarlegt heita, því að þessi bygð er vafalítið ein allra einkenni- legasta íslendingabygðin hér vestra. Mikley liggur í Winnipegvatni h. u. b. 100 mílur norður af Winnipeg. Hún er stærst af fjölda eyja í.vatninu og fjöl- mennust. Lengd hennar er um 19 mílur, og mesta breidd 6 mílur. Sumstaðar er svo vogskorið að breiddin er aðeins 3 /z míla. Tala heimilisfasts fólks er lítið eitt á 4 hundrað. En þar fyrir utan dvelur hér fjöldi manna tíma og tíma, bæði fiski- menn og daglaunamenn, sem hér fá at- vinnu við sögunarmylnu og skógarhögg. Auk þess er hér á sumrum fjöldi sumar- gesta. Hafa margir þeirra bygt sér sum- arhús kringum Gull Harbor, sem er nyrst á eynni. Þar er stjórnarbryggja og besta og fegursta höfn eyjarinnar og þó áð víðar væri leitað. Alt fram á síðustu ár, hafa fastir íbúar Mikleyjar verið af íslenzku bergi brotnir. en nú eru annaraþjóða menn að byrja að setjast hér að. Fyrir 10—15 árum var líkt að stíga hér á land og heima á Fróni í gamla daga. Allir töluðu íslenzku, og siðir og hættir voru alíslenkir. Og þrátt fyrír það, þó að óhætt megi fullyrða að Mikley sé ennþá íslenzkasta bygðin í hinni miklu Vestur- álfu heims, eru nú tunga og siðir hins enska stórveldis að herja fast á þá gömlu múra, og auðsætt að tönn tímans sverfur þá niður, eins og alla hluti á himni og jörðu. Séra Benjamín Kristjánsson lét svo um mælt, er hann steig á land á Mikley: “að á engan stað hefði hann komið hér vestra, sem minti hann eins á ísland.” Vatnið breitt og bjart var ímynd hafsins. Hið ræktaða land kring um heimilin var iðgrænt eins ■ og túnin heima, og skógurinn í baksýn minti á íslands fjöll. Á Mikley sannast: “Landið er fagurt og frítt.” — Hér er fallegt, um það ber öll- um saman, sem hér koma. Hefði kreppan ekki haldið á jarðar- kringlunni í krumlunni eins og dálitlum leikhnetti, — mundu hafa, risið hér upp fjölmennir sumarbústaðir, sem fært hefðu eynni aukna menning og almenna vel- líðan. Bygður hluti eyjarinnar liggur eftir austurströndinni frá suðri til norðurs á h. u. b. 12 mílna.lengd. Suður og vestur- ströndin eru óbygðar og miðbikið einnig, sem alt er skógi vaxið, með illfærum mýrarflákum hér og þar. Aftur er vestur og suður hluti eyjarinnar takmarkalaust engjaland. Mætti heyja þar — jafnvel þúsundir tonna með ódýrum endurbótum á landinu. Þar heyja eyjarskeggjar meira og minna á hverju sumri, viðbót við það, sem fæst á ræktuðu landi austan megin. Sá “galli er á þeirri gjöf Njarðar,” að enginn sumarvegur fær hestum er yfir eyjuna. Verður að fara með þá í fjörum og vatni “í kring”, sem kallað er. Eru þær ferðir bæði illar og erfiðar viðfangs. Strax í landnámstíð, voru gerðar í- trekaðar tilraunir að festa bygð á þessu frjóva engjalandi suðvestan á eynni, en þess var enginn kostur. — Sú náttúra fylgir Winnipegvatni, að undarleg “hækk- un” hleypur í það með nokkurra ára millibili. (Indíánar segja á hverjum 20 árum), svo að alt engið fer í kaf. Um orsakir þess ber mönnum ekki saman, svo að þjóðtrúin yrkir í eyðurnar. Verður hún aldrei ráðalaus þó að rök bresti. — Sumra skoðun er að óvættur nokkur liggi í djúpinu, opni hún flóðgáttir undir- heima með þeim ásetningi að sökkva öllum Rauðárdalnum. Fyrir örófi alda var hann allul’ í kafi, og vættur þessi voldug drotning hins mikla Vatns. Smámsaman fjaraði vatnið út og Rauðárdalurinn myndaðist, og klæddist grænu grasi. Þá flýði vætturinn í Winnipegvatn og gerir þaðan áhlaup á hverjum tuttugu árum að ná sínu forna veldi. Mundi vættur þessi fyrir löngu vera búin að sökkva hinni miklu brauðkörfu Canada ef Mikley, 19 mílna löng stæði ekki í vatnshækkun’inni upp að mitti og stilti æði hennar. — — Margir gamlir landnemar, sem aldrei vildu gefast upp ,urðu að víkja, fyrir flóð- um af suðvestur hluta Mikleyjar í þung- um hug, sigraðir af hinni máttugu höfuð- skepnu. Hefði ekki þessi meinbugur verið á ráði Mikleyjar, mundi hún að lík- indum þann dag í dag, vera ein af at- kvæðamestu bygðum íslendinga í Canada. En á henni sannast eins og fleiru, sem Islendingum tilheyrir: “Það er sitt hvað gæfa og gjörvileikur.” Aðal atvinnuvegur Mikleyinga eru fiski- veiðar. Þó hefir meiri hlútinn eitthvað af nautgripum, og sumir eigi all fáa. Hesta- “team” eru orðin mörg hér. Margir hafa töluvfert af sauðfé og hænsnum. Winnipegvatn hefir verið gullnáma, og yrði í allri framtíð, ef veiðiaðferðum væri stilt í hóf eftir vísindalegum þróunar reglum. En á það vill mikið bresta. Og enginn brunnur er svo djúpúr að ekki megi ausa hann upp. Fyrir gengdarlaus- an netafjölda af öllum stærðum af riða, hafa margir hugsandi menn áhyggjur af því, að fiskurinn sé að “dragast upp” og þessi mikli atvinnuvegur eyðileggisít með tímanum. Það erú feiknin öll, sem harðsæknir fiskimenn eru búnir að afla úr Winnipeg- vatni vetur og sumar. Ef þeir hefðu feng- ið hlut sinn borgaðan úr hendi hinnar sanngjörnu réttlætisgyðju — þó að hún sé sögð blind á báðum augum, hefðu þeir þolað þessa kreppu og aðra til — án þess að blikna. En því er ekki að heilsa. Stærsti hlutinn af arði vinnu þeirra, fer í einhver félög suður í Bandaríkjum, og næst stærsti í milliliði. En fiskimanna hlutinn, er svo mikið minstur, að þój að leitað væri með logandi ljósi, er ekki rík- ur fiskimaður til, þó að rík fiskifélög og milliliðir séu til og lifi í velistingum praktuglega. Samanborið við hið lága verð á fiskin- um, eru net og allur útbúnaður við fiski- veiðar rándýr. Hinn skiplagslausi kapi- talismi ríður jafnt húsum í afskektúm bygðarlögum og inn í hringiðu stórborg- anna, eirir engu nema drekka blóð þeirra manna, sem fórna sér á altari heilbrigðr- ar starfsemi. Þó hafa fiskimenn á Mikley bjargast fyllilega á við hvaða alþýðu- menn sem er ,með því að vinna hart bæði á landi og vatni, og mætt kröfum tísku og tíma á sjálfstæðan hátt. Á naeiri hluti þeirra vandaðá vélabáta og dýran útbún- að í öllu, sem að fiskiveiðum lítur. Stjórnarbryggja, löng og fullkomin var nýlega bygð fyrir miðri eyju. Leggjast við hana bátar af öllum stærðum — gætu bryndrekar vígbúnu stórþjóðanna legið þar. En því fer betur, að þeir komast aldrei inn á Winnipegvatn. Fiskiklak — stjórnarbygging mikil og dýr stendur við Gull Harbor. Frjóvgar það Winnipegvatn með miljónum ungra fiska á ári. Póst fær eyjan tvisvar í viku með- an vatn er autt. En að vetrinum aðeins einú sinni. Byggingar eru hér góðar yfirleitt. — Mörg vönduð timburhús hafa risið hér upp með steinsteypu kjöllurum á síðustu 10—15 árum. Sögunar mylna hefir verið starfrækt á miðri eynni í mörg ár. Hefir hún átt drjúgan þátt í, að gera mönnum kleift að byggja góð hús. Nölegur tveggja rúma skóli er hér, með 11 bekkjum og 2 kennurúm. Böm og unglingar, sem á hann ganga, eru um 50. Kennararnir eru ungar, velgefnar stúlkur báðar fæddar og uppaldar á Mikley. Falleg og vönduð ný kirkja, eign lúter- ska safnaðarins stendur á miðri eynni. Kostaði söfnuður byggingu hennar, þó munú utansafnaðar menn hafa tekið ein- hvern þátt í þeim kostnaði. Hefir lúter- ski söfnuðurinn leyft prestum Sambands- safnaðar, að gera prestverk í kirkjunni, og ber það vott um menningarlega víð- sýni og samvinnu. Prestur safnaðarins er séra Jóhann Bjarnarson hniginn að aldri, þéttur á velli og karlmannlegur og ramur Isl. í fasi og framkomu. Eg hlýddi á ræðu, sem hann hélt í sam- sæti í sumar, og eg gekk þess ekki dul- inn, að hér væri vörpulegur fulltrúi hins gamla tíma, sem nú á svo fámennan flokk eftir, flokk, sem hafði fyrir einkun- arorð “aldrei að víkja”. Samkomuhús stórt og reisulegt er hér. Rúmar það bæði Mikleyinga sjálfa og gesti, sem oft fjölmenna á samkomur hingað úr öðrum bygðariögum. Hafa sjónleikir oft verið leiknir af eyjarfólki, og tekist furðu vel eftir ástæðum. Fé- lagsskapur þróast vel, þrátt fyrir erfitt árferði. Elzta félagið mun vera kvenfélagið “Úndína”, stofnað 1886. Hefir það rétt mörgum nauðstöddum hjálparhönd — og er einn af aðal þráðum í þróunarsögu eyjarinnar frá upphafi. Lestrarfélag stofnaði kvenfélagið “Únd- ína” 1896. Er það orðið fjölbreytt safn. Yfir því hefir verið deyfð síðustu ár, sem stafar að nokkru af kreppunni og óhag- kvæmum bókakaupum frá ís- landi. S. 1. vor var J. K. John- son útsölumaður Heimskringlu kosinn forseti þess. Er búist við að yfir því lifni undir stjórn hans, því að hann hefir verið einn af bestú og ötulustu fé- lagsmönnum eyjarinnar í mörg ár. Árið 1930 var stofnað hér fé- lag, sem eg hygg að sé sérstakt f sinni röð sem bygðarfélag. — Nafn þess er: “Hjálp í viðlög- um”. Mikill hluti eyjarmanna er í því. Ársgjald hvers félags- manns eru $2.00. Þó er þess að gæta, að sé meðlimurinn fjöl- skyldumaður, ná hlunnindi þess til konu hans og barna innan 16 ára aldurs. Markmið félagsins er að létta kostnaðarbyrði í sjúkdóms til- fellum. Veikist meðlimur þess, eða einhver af skylduliði hans, eða svo að sækja verði lækni, eða vitja hans, borgar félagið ákveðna upphæð, sem miðast hlutfallslega við upphæð lækn- is kostnaðarins. í þaú 15 ár, sem félagið hefir verið starfrækt, hefir það borg- að út til sjúkra meðlima — $2,295.0.0 og átti á banka 1. des. 1934 $820.00. Inntektir þessa félags hafa fyrst og fremst verið árstillög félagsmanna, og ágóði af sam- komum, sem það heldur einu sinni á ári. Hafa þær sam- komur gefið góðan arð—stund- um meðan tímar voru betri hátt á annað hundrað dollara sam- koman. Félag þetta hiefir átt duglega forseta, sem unnið hafa mikið verk í þarfir þess fyrir ekki neitt. Bygðin öll befir tekið ástfóstri við félagið, enda er það menningarleg mannúð- arstofnun og mega Mikleyingar vera stoltir af því. Læknir eyjarinnar er dr. Steinn Thompson, búsettur í Riverton, góður læknir og á- gætis drengur — en engin fjár- plógsmaður. í óáran þeirri, sem nú þjakar landi og lýð, er þörf fyrir menn líka honum í þús- únda tali, sem kippi þessum mannfélags hjalli á grunn í óeigingjömum tilgangi. Stúka var stofnuð í fyrra af Hjálmari Gíslasyni. Heldur hún marga fundi. Vænta menn þess að hún verði giftudrjúg í bar- áttunni við Bakkús. Sökum þess hvað eyjan er af- skekt, hefir verið örðugleikum bundið að halda upp^ hag- kvæmri verzlún. Fram úr þeim vandkvæðum er nú ráðið. í fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna plllur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er staía frá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðlð þang- að. Haustið 1932 setti póstmeist- ari Gustaf A. Williams (Sigur- geirsson) verzlun á stofn. Er hann ungur maður, innfæddur á eynni. Strax í byrjun, tók hann þá stefnu að loka úti lán- veitingar — láta hönd selja hendi. —. Tóku menn þeirri ný- breytni misjafnt í fyrstu, en sú gullna regla: “Gleymd er goldin skuld,” sýndi sig brátt í reynd- inni. Og nú er verzlun þessa unga manns, sem byrjaði að mestu með tvær hendur tómar í miklu áliti. G. A. Williams er listrænn hæfileika maður, og drengur góður. Virðast hinar margbrotnu reglur viðskifta- lífsins leika í höndum hans, þó að ungur sé. Er honum sér- staklega sýnt um að byrgja verzlun sína með fjölbreyttum vörum, sem samsvari þörfum fólksins og kröfum tímans. Sel- ur hann ódýrt, eftir því sem men hafa átt að venjast — og segist þola það vegna þess hann ekki láni. Á hann vinsældum að fagna, og líkindi til að for- ystu störf þessarar bygðar lendi að meir eða minna leyti í hönd- um hans í framtíðinni. Hecla Lumber Co., undir stjórn Sigurgeirssona yngri, rek ur víðtæk viöskifti. Starfrækir það sögunar mylnu í sambandi við box factory. Einnig hefir það gufuskip, sem heldur uppi reglubundnum ferðum milli Winnipeg og Berens River. — Flytur það bæði farþega og vörur. Auk þess hafa þeir bræður gasbáta til flutninga og ferðalaga. Þeir kaupa fisk og eiga vandað frystihús ásamt ís- húsi. Veita þeir fjölda manns atvinnu. (fóright’s HERMIT P0RTVIN OG HERMIT SHERRY eru hln ffnustu drúgu vfn, og varfn meff fblöndun af hrefnu drúgu brennlvínl í 26 og 40 únzu flöskum jfóright's C0NC0RD OG CATAWBA hafa verlð uppáhald á Canadlsk- um heimilum f meir en fimtfu ár í 26 og 40 únzu flöskum og 1 gallónu glerbrúsum

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.