Heimskringla - 26.12.1934, Síða 3
I
WINNIPEG, 26. DES. 1934
HEIMSKRINGLA
Greiðasöluhús starfrækja þau
á Reynistað, Kristján Tómas-
son og Sighóra kona hans með
rausn og vinsældum. Hefir
verið greiðasala þar alt frá land
námstíð og oft verið gestkvæmt
því að Reynistaður stendur fast
við stjómarbryggjuna. Á liðn-
um árum hefir Reynistaður að
mörgu leyti verið miðstöð eyjar-
innar, enda rak Kr. Tómasson
verzlun þar í mörg ár og hefir
mikinn fiskiútveg. Á hann gufu'-
skip, sem er í förum á sumrin
og er hann sjálfur skipstjóri.
Sími var lagður hingað fyrir
all mörgum árum, er hann ó-
metanlegur fyrir afskekt bygð-
arlög eins og þetta, og hefir
bjargað fleiri mannslífum þegar
legið hefir á læknishjálp, fyrir
utan öll önnur þægindi sem
honum fylgja.
Um pólitík er lítið rætt. —
Mikleyingar eru vaxnir upp úr
því að elta hræfarelda um
stjórnmál og um trúarbrögð er
jafn vitlaust að þrátta. Hvort-
tveggja er á hverfanda hveli í
augum hugsandi manna. Við
erum á leið móti nóttu, í þeim
efnum. Ekkert nema áræði
nýrrar dagsbrúnar, getur vakið
menn af þeim svefndrunga, sem
vonbrigði sárrar, liðinnar reyn-
slu hefir dregið á augu þeirra.
En hvenær ljómar af degi?
spyrjum við Mikleyingar á sama
hátt og miljónir manna úti um
allan heim. En tuttugasta öld-
in á ekkert svar við aðal stór-
máli gervallrar mannkindar. —
Annars var þó vænst af henni
árið 1900.
Önnur tvö mál eru á dag-
skrá, sem liggja nær okkur og
meiri áhuga valda. Annað er
vegamál, hitt giftingar. Um
vegamálið hefir staðið styr
nokkur og verða menn ekki á
eitt sáttir, og veldur því
“hreppa pólitík”, sem íslending-
um er kunn að fornu og nýju.
Fer það að verða bagalegt eftir
því sem fólki fjölgar, því að
eyjan á enn engan löggildan
veg. Tvær höfuðástæður valda
því, að við erum á eftir tíma í
þessu stórmáli hverrar siðaðrar
bygðar. Önnur ástæðan er sú,
að aðal atvinnuvegurinn hefir
verið fiskiveiðar, og leiðin legið
eftir vatninu. Hin ástæðan,
sem veldur, er að aðalbygðin er
mjó og liggur eftir vogskorinni
strönd, sem eru alt heimilis-
réttarlönd og þröngt um að fá
vegastæði, sem sameini kosti
sumars og vetrar vegar — það,
sem einum er til baga er öðrum 1
það ekki o. s. frv. Væri eyján
hygð til allra hliða, eins og
vanalegt er í þessu landi, væri
vegur kominn fyrir löngu.
Hitt málið á dagskrá — gift-
ingarnar, eru áhugamál hér,
og vekja öldu á lífrænan, eðli-
legan hátt! Óvanalega margt
ungt fólk og upprennandi hefir
gengið í heilagt hjóanband s. 1.
2 ár. Ætlar bygðin ekki að
reisa rönd við að halda öllum
þeim hóp “shower” eða sam-
sæti, því að tískan á því sviði er
orðin einvöld, og engin brúðhjón
má eftir skilja, það særði til-
finningar þeirra og metnað.
Stuttri frásögn af einu slíku
samsæti, hefi eg af aðstandend-
um verið beðinn að stinga inn í
þennan pistil, áður en eg legg
frá mér pennamn.
Samsætið var haldið að
Lundi, heimili brúðgumans. —
Hann heitir Gunnar Doll, sonur
Márusar Dolls, sem búið hefir í
Lundi í mörg ár. Brúðurin
heitir Rósa (fædd Ámundason),
Hjörtur Ámundason heitir faðir
hennar, og býr sunnarlega 4
eynni. Samsætið sátu um 70
manns, sem var hið veglegasta
og veitlngar rausnarlegar. Sig.
E. Sigurðsson útgerðarmaður
stýrði samsætinu. Er hann
manna málsnjallastur og fórst
öll stjóm röggsamlega. Afhenti
hann brúðhjónunum vandaða
stundaklukku, sem sýngur lag
ástarinnar á hverjum klukku-
tíma.
Aðalræðuna hélt Mrs. J. J.
Stefánsson. Hóf hún mál sitt
með því að lýsa ánægju sinni
yfir, hve giftingar væru tíðar í
Mikley. Sagði hún að með
hverri gifting fjölgaði heimilum.
Þessvegna væri það rétt, sem
gamall bóndi hefði sagt, að gift-
ingar væru framför. Gat hún
þess að brúðhjónin væru yngst
af þeim, sem hér hefðu gift sig.
Þó hefðu ungu hjónin nokkurra
reynslu í alvöru málum lífsins.
Brúðgumin hefði staðið fyrir
búi með föðu*r sínum um nokk-
ur ár, og brúðurin hefði orðið
fyrir þungri reynslu, mist móð-
ur sína bam að aldri, og orðið
að taka við búforráðum innan
húss fyrir föður sinn.
Áleit hún þetta — næst því
að þau eru bæði vel af guði
gerð — trygging fyrir því að
þeim mundi vel vegna í fram-
tíðinni.
Næst talaði J. S. frá Kaldbak
nokkur orð og flutti kvæði. Það
sem hann sagði var meira í
gamni en alvöru. Hélt hann
því fram að nafn Gunnars Dolls
yrði eins lengi uþpi og nafn
Gunnars á Hlíðarenda, því að
hann hefði sótt besta kvennkost
til suður eyjarinnar gegnum her
virki hreppapóhtíkarinnar. —
Mæltist hann til þess að suður-
búar tækju í hönd Gunnars og
mæltust til vináttu við hann,
ef það gæti orðið til þess, að
hann færi ekki fleiri herferðir
suður á ey. Sagðist hann flytja
kvæði fyrir tilstilli forstöðu-
konu samsætisins, Mrs. Mar-
grétar Sigurðssonar. Ef það
þætti nokkurs virði, væri það
hennar sómi. En yrði það til
minkunar, skelti hann allri
skuldinni á hana, því að hún
hefði breiðara bak til að bera
hana. Flutti hann síðan kvæð-
ið. Var því klumbrað saman í
flýti og er á þessa leið:
Nú er gaman, sitja saman
sé eg menn og fljóð.
Brátt í bústað völdum
brúðkaups veizlu höldum,
kveikjum líf og ljóð.
Rósa og Gunnar sitja sunnar —
saman komnum lýð.
Inn í ástaloga
undir friðarboga
hirða ei hót um stríð.
Ást þau gifti og þeim lyfti
Abrahams í skaut.
—Það verður þau að vekja
vitanlega að hrekja
hjónabands á braut.
Þar er vaka — þungt að aka
þegar versnar tíð.
En lifi ástin unga
allan ber hún þunga
gegnum hret og hríð.
Sem gullið ljósa góð er Rósa.
—< Gunnar vinur minn.
Sunnan búar syrgja
sorgir þungar byrgja.
Hár var hlutur þinn.
Cíjnótmaö #rectmsó
PELISSIER’S LIMITED
BREWERS
Country Club Beer
Banquet Ale Triplex Stout
SPECIAL XMAS & NEW YEARS DELIVERY
Open until 11 p.m.—Monday Dec. 24, Friday Dec. 28
Monday Dec. 31.
PROMPT DELIVERY—Phone 42 304—41 111
This advertisement is not inserted by the Government Liquor Control Com-
mission. The Commlssion is not responslble for statement made
as to the quality of products advertised”.
Með J. & P. Coats’ “Sheen"
verður saumið fegurra og betra,
sporin jafnari á öllu fínu klæði.
80 yards kefli . . . T50 litir . . .
fæst I smábúðum
J. ét P. Coats’
Milward’s
— f rægar
siðan 1730.
Fyrir faldsaum á al-
silki og ullartaui not-
ið J. & P. Coats’ silki
tvinna, yfir 150 litir
... 50 yards á keflinu
J. & #*. Coats9
SPOOL SILK
Þær eru gerðar í Canada af
Canadian Spool Cotton Company
er búa til Coats og Clark’s
Spool Cotton.
Blessist dagar, blómgist hagur
bæði ár og síð.
Gæfan veginn gylli.
— Guðs og manna hylli!
Lifið langa tíð!
Márus Doll faðir brúðgumans,
skír maður og sáldmæltur, hélt
uppi svörum fyrir brúðhjónin.
Þakkaði* hann heimsóknina
og virðingu þá, sem brúðhjón-
unum væri sýnd. Vakti hann
athygli veizlugesta á mynd af
11 börnum sínum, sem hangdi
á veggnum. Kvað hann sér æ-
tíð koma í hug, hversu mikið
starf fylgdi hjónaböndum þeg-
ar hann væri viðstaddur gifting
barna sinna eða annara. Fór
hann um það talsvert fleiri orð-
um og óskaði síðan brúðhj.ón-
unum allra heilla. Islenzk lög
voru sungin á eftir. Samsætið
fór hið besta fram með dansi á
eftir og skildu menn að aflíð-
andi miðnætti.
Að endingu vil eg geta þess,
að eg hefi skrifað þessa grein,
til að láta íslenzkan almenning
vita að við Mikleyingar berjum
upp í gráð menningarinnar eins
og aðrir. Við höfum okkar á-
hyggjur og stríð með sigrum og
sólskinsblettum á milli eins og
gengur. Framsóknarbarátta
okkar hefir orðið erfiðari og
einhæfari af því, að bygð okkar
er slitin frá meginlandi. Ut er
þeim sem á eylandi er alin er
gömul sögn. Þó hafa örlög
hagað sér á þann veg síðan
kreppan kom, að vonleysi alls-
leysis, hefir ekki gagntekið hér
eins og víða annarsstaðar. Fólk
hefir flúið hingað undan krepp-
unni úr öðrum bygðarlögum, og
þó hefir enginn soltið ennþá.
Við erum þess fullviss, að
sortni Ragna-rökkur krepp-
unnar meir en orðið er, munum
við lifa flesta dauða, meðan
Winnipegvatn ekki þornar upp.
Eg hafði hugsað mér að setja
Mikleyingur undir þessa ritsmíð.
En af því að eg býst við að ein-
um þyki máske eitthvað ómælt
og öðrum sumt ofmælt, hætti
eg við það — svo að aðfynding-
ar stílist beint til mín. Það
dæmist rétt að vera, að hver
beri ábyrgð gerða sinna, eink-
um vegna þess: “að fár bregður
því betra ef hann veit hið
verra”. — Sumir hafa brugðið
| mér um hugleysi, sem aldrei
: hafa sýnt neitt hugrekki sjálfir.
Þeirra vegan set eg mitt rétta
! nafn
J. S. frá Kaldbak
KAUPIÐ HEIMSKRINGLU
LESIÐ HEIMSKRINGLU
BORGIÐ HEIMSKRINGLU
I VIKING
Eftir R. Sabatini
“Eg hefi gefið þér greið svör og greinileg,
samt skal eg segja enn eins og er, fyrst þú ert
svo seinn til skOnings, að eg fékk borguð um
tvö hundruð pund af Lionel Tressilian, bróður
þínum, fyrir að flytja þig í Barbaríið og selja
þig í þrældóm. Er það ljóst fyrir þér?”
“Eg sé ljóst að það er lýgi. Þú lýgul,
hundur.”
“Hægan, hægan!” sagði skipherra og
þyktist ekki við.
“Eg segi þig ljúga því!”
Skipherrann virti hann fyrir sér. ,lBlæs
hann af þeirri átt?” sagði hann loksins, stóð
svo upp og lauk upp kistu, sem hann sat á og
tók upp úr henni skjóðu. — Hann leysti
fyrirbandið, stakk hendinni ofan í skinnpung-
inn og tók upp lúku fylli af gullgripum. Hann
rétti lúkuna rétt framan í Sir Oliver og segir:
“Kannske þú kannist við eitthvað af þessum,
þeir voru mér gefnir upp í það sem vantaði á
þau työ hundruð pund, sem hann bróðir þinn
borgaði mér fyrir að ræna’- þér og flytja burtu
með leynd og selja í þrældóm í Barbaríið.
Skoðaðu þá.”
Hringir voru þar, grafnir og steinum
settir, sem Sir Oliver hafði gefið bróður sín-
um, smámsaman, og alla gripina kannaðist
hann við.
Þá draup hann höfði og sat þegjandi
nokkra stund líkt og sleginn væri í rot. Loks-
ins mælti hann fyrir munni sér: “Ó, Drottinn!
Hvern á eg nú eftir? Lionel líka! Lionel!”
Þar eftir gerðist það, sem flestum hefði þótt
ótrúlegt, sem þektu eða höfðu afspum af
þeim bardaga manni; að tvö tár hrukku af
augum hans og runnu niður í skeggið, sem
nú var viku gamalt. “Bölvun hvílir á mér,”
mælti hann fyrir munni sér.
Frá þeirri stund, er ráðist var á hann úti
fyrir Godolphin Court, var hann sannfærður
um, að Rósamunda hefði valdið þessu og því
var honum brugðið, að honum féll svo þuhgt,
að hún skyldi trúa sekt hans og elska henn-
ar snúast í svo beizkt hatur, sem raun varð á.
Hann grunaði alls ekki, að Lionel hefði gert
það bragð á, að skilaboðin væru frá Rósa-
mundu. Hann var hjartanlega sannfærður
um, að Rósamunda hefði gert boð eftir hon-
um, og þegar á hann var ráðist, þóttist hann
idta, að hún hefði sent eftir honum, til að
koma þessum svikum fram. Þetta væri svar
hennar við tilraun hans til að ná tali hennar
deginum áður, og að hún ætlaði að fyrir-
byggja slíka ósvífni af hans hendi framvegis.
Af þessu hafði hann beizka hugarkvöl; svo
mikið fanst honum um, að hann gáði einskis,
heldur hirti alls ekki, hvað yfir hann myndi
ganga. Alt um það var hin nýja fregn enn
beizkari
Rósamunda hafði þó nokkra ástæðu til að
hatast við hann, henni var nokkur vorkun. En
hvað gat Lionel gengið til? Hvað annað gat
honum gengið til, en skammarleg og ferleg
sjálfselska, sem líklega girntist að búa svo um,
að sektin fyrir víg Godolphin losnaði ekki af
baki þess sem bar hana saklaus, og bölvuð á-
girnd til að ábatast af hvarfi þess manns,
sem hafði verið honum góður bróðir og geng-
ið honum í góðra foreldra stað? Hann hrylti
við svo ódrengilegu innræti. Ótrúlegt var
það, en þó alveg vafalaust satt. Þetta voru
gjöld Lionels fyrir alla þá elsku, sem hann
hafði látið honum í té. Þó að öll veröldin
væri á móti honum, þó hvers manns hönd væri
móti honum reidd, þá átti hann vísa elsku
Lionels, og þótti gott. Og nú . . . honum
fanst hann vera einn og alveg alslaus. En er
nokkuð leið frá, hvarf honum hrygðin og
þykkja kom í staðinn, og er þykkjan hófst,
þrútnaði hún brátt, unz hún fylti allan huga
hans og útrýmdi öllu öðru. Hann lyfti sínu
stórmannlega höfði og rendi blóðhlaupnum
augum á skiparann, er sat á kistu sinni, gaf
honum gætur og beið þegjandi unz bandinginn
næði aftur viti sínu, er fregnin um hið sanna
virtist hafa svift hann. Sir Oliver tók til
máls:
“Hvað viltu fá mikið, skipstjóri, fyrir að
flytja mig aftur til Englands?”
“Ja, eg held, Sir Oliver, að það sama
gjald, sem mér var borgað fyrir að flyl ,'a
þig burt, sé rýmilegt. Það mætir hvað öðru.”
“Þú skalt fá þá upphæð tvöfalda, þegar
þú setur mig á land á Trefusis tanga,” kom
strax til svars.
Skiparinn drap titlinga og hnyklaði sínar
loðnu brýr. Hér voru góðar og miklar undir-
tektir en þær komu of fljótt. Eitthvað hlaut
undir að búa, ef hann þekti menn rétt.
“Hvaða brögð hyggur þú á?’ ’spurði hann
“Brögð, maður? Gegn þér?” Sir Oliver
hló við, hásum rómi. “Guðs ljós! Heldurðu,
fantur, að eg taki nokkuð tillit til þín í þessu
máli, heldurðu að eg hafi ekki annað meira og
merkilegra að hugsa um, en þig og þína
pretti?”
3. SÍÐA.
Þetta var satt, Svo þungt svall honum
móður til Lionels, að honum þótti þá sama
sem einskis vert um þann þátt, sem sjómaður-
inn átti í níðingsverki þessu.
“Viltu heita mér þessu við æru og trú?”
“Eg er búinn að því. Eg heiti þér, að
borga þér nefnda upphæð, undir eins og þú
setur mig á land á Englandi. Er þér það nóg?
Skerðu þá af mér böndin.”
“Það veit trú mín, að eg er feginn að eiga
við svona skynsaman mann! Þú tekur þetta
skynsamlega og með réttu hugarfari. Þú
sérð, að eg hefi ekki gert annað í þessu efni,
heldur en stunda mína atvinnu, að eg er ekki
annað en áhald, og að þeim er um að kenna,
sem leigðu mig til þessa verks.”
“Já, þú ert ekki nema tól — skítugt tól,
brýnt gulli, og annað ekki. Það skal viður-
kent. Skerðu á þessi bönd, í drottins nafni!
Eg hefi fengið nóg af að vera buhdinn eins og
hænsn til steikingar.”
Skipherra tók sveðju úr belti sínu og
skar böndin af honum, orðalauset. Sir Oliver
spratt upp, en varaði sig ekki á, hve lágt var
undir loftið, og settist aftur. Og á þeirri
stundu kom upp kall úti fyrir, skipherrann
þaut til dyra, rykti upp hurðinni, svo að sól-
skin lagði inn en reykinn út. Hann snaraðist
út á afturþiljur og Sir Oliver á eftir.
Á uhdirþiljum hópuðust skeggjaðir sjómenn
út að borðstokk á hléborða og störðu út á
sjó; á háþiljum frammi var annar hópurinn og
mændi fram á og til lands. Þeir voru skamt
undan Cap Roca, og þegar Leigh skipstjóri
sá, hve mjög þeir höfðu nálgast land frá því
hann sá seinast, þá blótaði hann stýrimanni
ákaflega, en sá stóð við stjórn. Langt fram
undan þeim, á hléborða, hljóp skip fyrir öllum
seglum, nær beint undan vindi; það var auð-
skilið, að sá mikli byrðingur kom út af mynni
fljótsins Tagus, hafði legið þar í leyni og beðið
tortryggilegra sjóflakkara, eins og Svalan var.
Á Svölunni voru toppsegl og aftursegl í
heflum og hún rann ekki meir en eina mílu
meðan spánska gnoðin fór fimm, því að
spánsk vissu þeir að hún var, eftir höfninni,
sem hún hljóp úr.
“Beint undan!” grenjaði skipstjórinn,
stökk að stýrinu og hratt stýrimanni frá, svo
að honum lá við falli.
“Eg stýrði eftir stefnunni, sem þú sagðir
fyrir,” sagði sá.
“Þú fjóbása flón!” var svarið. — “Eg
sagði þér að stefna ekki nær landi. Ef land-
inu skýtur út, heldurðu að þú eigir þá að
halda beint þangað til þú rekur þig á það?”
Hann sneri hjólinu þangað til stefni horfði til
hafs, beint undan vindi, þá kallaði hann stýri-
mann til og sagði honum að halda svo fram
stefnunni, öskraði svo skipanir á báða bóga
og rann niður stiga á undirþiljur, til að herða á
framkvæmd þeirra. Sjómenn þutu upp reið-
ann til að hleypa úr heflum, sumir aftur á til
að rekja úr stórsegli og eftir litla stund rann
skipið fyrir fullum seglum beint til hafs.
Sir Oliver stóð á skutþiljum og aðgætti
spaniólann. Hann sá skipið breyta stefnu lítið
eitt meir til stjómborða og stýra í veginn
fyrir þá, og þó að skip þeirra beitti nær vindi
en Svalan, þá skreið það miklu Uðugar en
víkinga skúta Leighs skipstjóra, því að það
hafði helmingi meiri segl við.
Skiparina færði sig á afturþiljur, stóð kyr,
virti fyrir sér hið spánska skip færast nær og
nær og blótaði sjálfum sér og einkanlega
stýrimanni, fyrir að hlaupa í þessa gildru.
Sir Oliver aðgætti vandlega skotbákn á
hinu spánska skipi og vék spurningu að skip-
stjóra um varnartól Svölunnar, stillilega, líkt
og áhorfandi sem lætur sig litlu skifta, hvað
fram fer.
“Ætli eg færi að hleypa undan, ef eg
væri sæmilega til varnar búinn?” þusaði skip-
stjórinn. “Er það mér líkt að flýja fyrir
Spanióla? Eg get ekki annað gert en teygja
hann frá landi.”
Sir Oliver skildi hvernig á stóð og sagði
ekki meir, heldur horfði á þegjandi, að bát-
stjóri með sínum sveinum rogaðist með stórar
byrðar saxa og sverða og byssur margar og
hlóðu upp umhverfis stórsiglu; þar næst kom ,
sá er skothólkum réði, með tveim sveinum,
tröllslegur maður, svartleitur, ber ofan að
mitti, með upplitaðan dúk, vafinn í strók, um
höfuðið, og tók að hlaða skothólk úr eir, á hlé
borða. Skipherra kallað til bátstjóra, að taka
við stjórn en sendi stýrimann fram á, að
starfa að skothólkum á framþiljum, og þannig
runnu, skipin til hafs, að hið spánska kom æ
nær en land vatnaði þar til hæsti hnúkur var
líkur blárri rönd. Alt í einu gaus livítur eim-
strókur út af hinu spánska skipi og skömmu
síðar heyrðist hvellur og þar næst gekk sjór-
inn gusum fyrir stefni Svölunnar. Hinn ferlegi
skotstjóri stóð við eirhólkinn með skaftblys f
hendi, tilbúinn að hleypa af, þegar skipað
væri og aðrir slíkt hið sama. Þá kom annað’
skot frá skipinu spánska, sýnu nær stefni
Svölunnar en hið fyrra. “Þetta er brýn skipun,
að hleypa upp í vindinn,” mælti Sir Oliver.