Heimskringla - 25.09.1935, Síða 1

Heimskringla - 25.09.1935, Síða 1
XLIX. ARGANGUR NÚMER 52. Striðsmál Afríku 1 síðasta blaði lauk fréttum af stríðsmálum Afríku með því, að 5 manna nefnd hefði verið skipuð af Þjóðabandalaginu til að gera uppkast að friðarskil- málum. Þegar Mussolini fór að athuga uppkastið, sér hann að hlutur hans var heldur smár og landbitinn sem honum var á- skilinn, var lítt bygð eyðimörk. Enda var hann ekki lengi að hafna því boði- Hann kvað nú hafa gert ann- að uppkast og fer í því mikið til fram á yfirráð í Blálandi. Her mega Blálendingar ekki hafa. ítalía á að hafa þar um- ráð hermála. Landið vestur af Addis Ababa áskilur hann isér eða að lagt sé við Eritrea og íSomaliland ítala. Flutninga að isjó mega Bláendingar ekki hafa nema um lönd ítalíu. Nú fara þeir flutningar um lönd Frakka. Þarf etoki orðum að því að eyða, að hvorki Þjóðabanda- lagið né Haile Selassie keisari gengur ekki að þessu. Þá krafðist Mussolini, að Bretar hypuðu sig burt úr Mið- jarðarhaf'inu með flota sinn. En Bretinn heldur nú að ekki verði af því. Sátta tilraunir halda áfram, en alt þykir bera vott um, að þær verði árangurslausar. Tvö hundruð þúsund manna bætti ítalía við her sinn s. 1. laugardag. Er her hennar þá orðin ein miljón manna. Um 300,000 hermenn munu nú vera komnir alls til Afríku. Victor Emmanuel, ítalíu kon- ungur er sagt að hafi skrifað George Bretakonungi bréf og beðið hann að reyna að ikoma á friði. Kvað ítalíu konungur minnast á samkomulag og bróð- urhug þessara þjóða í síðasta stríði. BENNETT-STJÓRNIN BÆNDASTJÓRN í ræðu sem Robert Weir, akuryrkjumálaráðherra Sam- bandsstjórnar flutti s. 1. fimtu- da,g í útvarp Canada, lýsti hann mjög greinilega því, er Bennett- stjórnin hefði gert fyrir bænd- ur landsins. En þar kemur margt til greina, svo sem bætt framleiðsla, afurðasölulögin, martoaður á Bretlandi fyrir bú- pening, greisðla á veðskuldum með stjórnarlánum, uppbót á hveitiverði og ákvæðisverð á hveiti o. s. frv. Þegar ráð- herrann hafði lýst öllu þessu, benti hann á að eins langt og hann vissi, hefði engin 'Stjórn fyr eða síðar í þessu landi veitt sérmálum bænda eins mikla athygli og aðstoð, og engin stjórn unnið fremur til þess en Bennettstjórnin, að heita bænda stjórn. HITLER EKKI AÐGERÐALAUS London, 21. sept. — Af því að ; stórríki Evrópu eru önnúm kaf- j in í stríðsmáluir/ Afríku, hefir Hitler notað tækifærið og haft allskoar yfirgang og smán í iframmi við Lithúaníu. Er ekki sagt neinum blöðum um það að fletta, að hann ætli sér að leggja Memel aftur undir Þýzka, land- Horfa Evrópuþjóðimar hissa á aðfarir hans og ætla að þær spái engu góðu. Nazi-hermenn vaða aftur og fram um Memel og eru svo ó- friðsamir, að þar hefir stundum til vandræða horft. Memel er nú undir stjórn Lithúaníu og enda þótt þar sé kosning fyrir dyrum, er ekki sagt, að þær geti haft nein á- hrif á þau yfirráð, því Lithúanía hefir í hvívetna gert að vilja Þjóðabandalagsins. Nýlega kom upp úr toafinu, að Þjóðverjar hafa hleypt af stokk- unum einu mesta neðursjávar skipi, sem smíðað hefir verið. Er sagt að þeir hafi nú alt í hendi sér á Austursjónum. — iSkipið smíðuðu þeir á laun og í trássi við Yersalasamningana. Fréttinni fylgir að megn óá- nægja ríki í Þýzkalandi og Hitl- er verði eins og Mussolini að beina huga þjóðar sinnar út á við eða að einhverju öðru en ástandinu heima fyrir. NÚ SELST HVEITIÐ Fyrir tveimur eða þrem mán- uðum hamaðiist blaðið (Flree Press svo á móti John MoFar- land og sambandsstjóminni fyr- ir aðgerðirnar í hveitisölumáli landsins, að við fátt verður jafn- að. Landið átti að vera að hrúga upp óseldum forða, sem steypa átti því í glötun. Vildi það helzt, að Bennett segði af sér völdum vegna þessa. Orðum John McFarlands um að hveiti- forða heimsins væri nú svo háttað, að Canada þyrfti ekkert að óttast, og mundi síðar fá hærra verð fyrir hveitið, var ekki anzað af liberölum. Jæja. Nú er það á daginn komið hvor- ir vissu meira um hveitisöluna, John McFarland eða ritstjóri Free Press. Og nú er Canada ef'tir fréttum að dæma frá Eng- landi orðið eitt um markaðinn. Verð hveitis er og að hækka, sem kunnugt er. Harma liber- alar það mjög, bæði af því að. það sýnir að stefna Bennetts í hveitimálinu var rétt og sfvo vegna hins, að þessi gróði sem> af verðmuninum stafar, fer ekki | í vasa kornkaupmannanna, heldur bænda. Að liberal þing- mannsefni skuli geta látið bændur sjá sig og beðið þá um fylgi, eftir að hafa barist á m'óti þeim í hveitisölumálinu, sýnir aðeins það hvað óbilgirnin get- ur gengið langt. Joe Louis sigrar í hnefaleiknum sem fór fram í Yankee Stadium í New York í gærkvöldi milli Max Baer, fyrrum iheimskappa og Joe Louis, 21 árs svertingja-stráks, fóru leikar svo, að Joe Louis gerði út af við Baer í fjórðu atrennu. Hann dasaði Baer strax í annari lotu. Og í þeirri fjórðu var hann af fótunum. Þessi svertingja-strákur byrj- aði að æfa hnefa leik fyrir 2*4 ári. Enginn sem hann hefir reynt við, hefir staðið mikið lengur uppi en 4 til 5 lotur (eða rounds). Á Louis nú eftir að reyna við Braddock heimskappa. Er ekki ólíklegt að Braddock hugsi nú margt, enda er frægð hans hætt fyrir þessu stráks-bar- smíðaljóni. Louis lemur imeð báðum höndum1 jafnt og segja þeir er á leik hans og Baer horf'ðu, að þeir hafi hvorki fyr né síðar séð eins ótt og itítt vegið í hnefa- leik og Louis hafi gert- Um sjötíu manns voru teknir í vinnui í Transcona smiðjunum s. 1. mánudag. Er búist við að fleirum verði bætt við hópinn sem þar vinnur 1. október. WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 25. SEPT. 1935 Fundur á Lundar G. S. Thorvaldson lögfræð- ingur, þingmannsefni conserva- tíva í Selkirk-kjördæmi, heldur fund á Lundar n- k. laugardag. Eru íslendingar mintir á að fjölmenna á fundinn og kynnast einum efnilegasta manninum, sem við eigum í hópi yngri Vestur-íslendinga og sem vér megum vænta mikils af á sín- um tíma. Það hef'ir stundum hrært sér hjá oss kend um það, að þeim löndum vorum bæri oss að veita athygli, er góðar vonir gæfu um að verða sér og þjóð- flokki vorum til frama og að vér ættum ekki að liggja á því liði, sem við fáum veitt til þess að svo megi verða. Eitt • slíkt tækifæri gefst Íslendingum nú. Mr. Thorvaldson er einn af okk- ar bezt gefnu yngri mönnum og á þann hæfileika ekki langt að sækja, sem kunnugt er. Menta- brautina og um völundarhús þau er lögfræði heitir, hefir hann gengið á svo skömmum itíma, að hann mun eipn með yngri m’önnum útskrifast hafa. Og þegar á vettvang starfsins kom, var nú ekki bjart, um að litast, þar sem samkepnin var í því essi, að stéttarbræður hans voru að leggja árar í bát, hver af öðrum. En landinn ungi setti það ekki fyrir sig og með kappi og góðri forsjá, bygði hann starf sitt upp á ó- trúlega stuttum tíma. Þar kom fram atorkusemi, sem því mið- ur kemur ekki ávalt fram hjá yngri íslendingum. í þjóðmálum efumst vér ekki um að þessir hæfileikar koml að góðu gagni. Og Íslendingar gera sjálfum sér, landi og þjóð ekkert ilt með því, að samein- ast um þennan unga mann, og stuðla að kosningu hans. Sem þingmaður, erum vér vissir um, að hann muni reynast nýtur og framsækinn, kjördæmi sínu þarfur og Islendingum til sóma. BENNETT í MANITOBA Forsætisráðherra Canada Rt. Hon. R. B. Bennett kemur til Manitoba næstkomandi föstu- dag. Heldur hann tvær ræður hér í Winnipeg, en aðalræðuna að þessu sinni í þessu fylki flytur hann í Brandon á föstu- dagskvöldið, Verður henni út- varpað. Annari ræðunni í Winnipeg verður og útvarpað kl. 7—7.30 á laugardagskvöldið. Forsætisráðherrann kemur vestan úr landi. Hefir hann flutt tvær og þrjár ræður í hverju vestur fylkjanna. Hefir máli hans verið hvarvetna vel tekið og ræðum hans verið veitt meiri athygli, en nokkurra ann- ara flokksforingja. Það er auð- vitað aldrei hægt að segja, hvernig kosningum lýkur, en ef viðtökum þeim að dæma, er hann hefir átt að fagna og undirtetotum manna og sam- ræðum unt mál það, er hann hefir verið að flytja, mætti ætla að honum eða stjórn hans væri endurkosning vís. — Fylgi hans virðist hvarvetna hafa ver- ið mikið og eflst og magnast við komu hans. Mr. Thorson segir í síðasta Lögbergi, að Bennett-stjórnin hafi ekkert gert. Vér höfum verið að hugsa um síðan ver lásum þetta, hvaða leið Mr. Thorson hafi getað farið úr bænum út í kjördæmi sitt, Sn þess að verða var við það sem Bennett hefir gert hér. FÆR 2'/2 MILJÓN Wm. Aberhart, forsætisráð- herra Alberta fylkis kom itil Winnipeg s. I. miðvikudag aust- an frá Ottawa. Var ferðinni heitið þangað til að biðja Sam- bandsstjórniiía um 18 miljón dollara lán. Veitti Bennett hon- um 21/2 miljón til bráðabirgða, eða þar til eftir kosningar. — Taldi Mr. Bennett ekki sann- gjárnt af sér að veita meira í svip þar sem kosningar væru fyrir djTum og óráðið hvaða stjórn færi með völd að þeim loknum. Lét Mr. Aberhart hið bezta af viðtökum sambands- stjórnarinnar og kvaðst vongóð- ur um samvinnu annara fylkja landsins í starfi sínu. VARASAMT FUNDARHÚS Þar sem heitir St. Joseph d’ Alma sem er lítill bær í Que- bec, höfðu liberalar fund á laugardags kveldið, en sá fund- ur var haldinn í ráðhúsi bæj- arins. 1 byrjun fundarins vildi svo til, að toalkskán á lofti þing- hússins féll niður á hópinn, þriggja feta breið og 40 feta löng- — Fjórtán manneskjur meiddust, þar á meðal Hon. Ernest Lapointe, fyrrum dóms- málaráðherra; f ótleggur hans varð undir skriðu þessari svo að hann féll og lá í roti í tíu mín- útur, raknaði hann þá við, hóf von bráðar fundarhald á ný og talaði í heilan klukkutíma. Einn fundarmanna hét Martel, yfir honum stumruðu klerkar og smurðu hann síðustu smurn- ingu en síðan tóku læknar við honum og segja litla von með hann. PRÓFASTURINN AF CANTERBURY OG SOCIAL CREDIT Hvorki meiri nú minni maður en prófasturinn af Canterbury, Very Rev. Dr. Hewlett Johnson, M.A., B.Sc., D.D., einn af æðstu prestum Ensku kirkjunnar á Englandi, er staddur í Canada í þeim erindum að stofna Social Credit félag. Prófasturinn kom til Winnipeg s. 1. mánudag. — Hann hefir haft fundi í Austur- Canada og er á leið vestur að hafi. Orðin sem höfð voru eftir honum við komuna hingað um Social Credit stefnuna eru þau, að hann kvaðst trúa því, að hún ætti eftir að komast á um allan heinf og útrýma fátæktinhi. Hann spáði því, að New Zea- land yrði næst til að taka upp Social Credit stefnuna. Og svo hvert landig af öðru. RÆÐUGARPUR iSumarliði Swanson heitir ís- lendingur í Long Beach í Cali- forníuríki, sem það álit liefir á sér sem góður ræðumaður, að hann hefir verið valinn til að tatoa þátt í ræðusamkepni, sem fasteigna félög í bænum Long Beach efna til 2—^5 október n. k. Sá er viturlegast getur sýnt fram á kosti og framtíðarmögu- leika bæjarins, ber sigur úr být- um- Að eitt félagið hefir valið þennan íslending til þess fyrir sína hönd, sýnir að eftir gáfum hans hefir verið tekið. Mr. Swanson hefir flutt erindi um Ísland og íslenzka þjóð, sem athygli hafa vakið. Hann kom 20 ára gamall að heiman og kunni þá ekki orð í ensku. Hann er giftur dóttur Mrs. G. J. Goodman sem býr í þessum' bæ (Winnipeg). BENNETT f VANCOUVER Þegar Hepburn forsætisráð- herra Ontariofylkis var nýlega í Vancouver í kosninga-erind- um, tóku verkfallsmenn úr at- vinnubúum stjórnarinnar x sig saman og gerðu hávaða og ó- spektir á fundi hans í borginni, svo hann varð að hætta við að flytja ræðu sína. Þessi sami flokkur var á fundi forsætis- ráðherra R. B. Bennett þar s. 1. mánudag og var ákveðin í að láta hann fara sömu útreiðina. En Bennett kipti sér ekki upp við það, heldur benti bæði ó- róaseggjunum og yfirvöldunum á, að það væri fylki þeirra ekk- ert til fremdar að hafa í frammi skrílsæði á fundum og sam- komum, sem í öðrum fylkjum' ætti sér ekki stað. Hann kvað það heldur ekki sanngjarnt gagnvart heiðvirðum borgur- um, að það liðist. Lægðu þá ó- spektirnar og flutti forsætis- ráðherra langa ræðu í næði eftir það fyrir 12000 áheyrend- um. BLÖÐIN EFLA VIÐSKIFTI BLÁLANDS Fregnritar stórblaða úr öllum löndum heims, eru á hnotskóg u mstríðsfréttir í Blálandi. Síð- an í byrjun þessa mánaðar (sept.), nema símaútgjöldin $150,000 .fyrir fregnsendingar, en það er sagt 10 sinnum meira en árstekjur radio stöðvarinnar árið 1934- Tekjunum er sagt að verði varið til vopna-kaupa. STÚLKA TÝND SEX DAGA FINST LIFANDI Þar sem heitir Goodsvil, sem er mannabygð í Saskatchewan, 40 mílur frá þeirri stöð sem nefnist Loon Lake (Lómatón) vildi svo til að á mánudaginn í fyrri viku rölti lítil telpa heiman frá sér, til að mæta börnum sem komu úr skóla. Telpan heitir Anfelia Bender, þriggja vetra gömul og misseri betur. En þann dag komu bömin ekki vanalega leið frá skólanum, barnið fór lengra en það hafði áður gert og viltist. Er ekki að orðlengja það, að eftir sex dæg- ur fann kynblendingur barnið og kom því heim; það var mátt- farið en ekki rænulaust, hafði tínt upp í sig ber á daginn. Um 150 manns höfðu leitað þess dauðaleít með fyrirsögn manns úr lögregluliði Norðvesturlands- ins. JÁRNBRAUTARLEST REKST Á VÖRUBÍL Hin hraðskreiðasta lest í þess ari heimsálfu nefnist Century of Progress og brunar frá Chicago austur að hafi. Á einni ferð- inni, á mánudaginn, var einn yfirmaður brautarinnar með lestinni, í togreiðinni, og þá vildi svo til að hún rakst á vörubíl; honum stýrði bónda- kona en í vagninum voru 14 veðreiðahestar og sex menn til að gæta þeirra. Konan dó og allir hestarnir en þeir sem gættu þeirra sluppu lítt meidd- ir; sá sem stýrði togreiðinni misti lífið og kyndarinn og sömuleiðis yfirmaðurinn, nokkr- ir vagnar hrukku út af en far- þega sakaði lítt eða ekki, því að vagnarnir ultu ekki um. Rt. Hon. W. L. MaoKenzie King flytur ræðu í Winnipeg Auditorium 2- október. TIL SIGURBJARNARJOHNSON OG KONU HANS Við fimtíu og fimrn ára brúS- kaupsafmæli, 20. okt. 1932 Meir en hálfa heimsins öld hafið þið saman búið. Oft voru lífsins atlot köld, Oft var bakið lúið. — Margt var bjart og blessað ár, Brosti sól í heiði. Mörg var hrygð og margt var sár, Mörg voru tár — á leiði. Þið hafið böm og bræður mist, Borið sorgir manna- Brátt þið finnið bömin, — Krist Bróður kynslóðanna. Ung þið kvödduð feðra frón, Fylktuð vestra liði. — Ýms er horfin yndissjón, En innra bjart af friði. Ykkur marga gæfu gaf Guð, er sízt má efa. Góðra vona heim um haf Herrann byr mun gefa. Fyrir trygð—með fegins tár— Flyt eg þakkir manna. En hvað eru fimm og fimtíu ár Af fögnuði eilífðanna? Nú er æfi komið kvöld, Kyrlátt heirtí er snúið. — Senn hjá Guði öld af öld Elskist þið og — trúið. Jónas A. Sigurðsson * Kvæði þetta hefir ekki áður verið prentað, en vinkona Mrs. S. Johnson rakst á það í fórurn hennar nýlega og fékk leyfi til að senda Htor. það til birtingar. Sigurbjöm er dáin fyrir nokkru. í West-Calgary-kjördæmi var þingmannsefni tilnefnt af hálfu Social Credit floktosins s. 1. mánudag. Heitir sá Robert Reid og er kennari og bóndi. Hann sækir á móti forsætisráð- herra R. B. Bennett. NÝR MINNISVARÐI UM H. C. ANDERSEN Undanfarið hefir verið mikið um það talað í Kaupmanna- hafnarblöðunum, að nuðsynlegt væri að reisa æfintýraskáldinu H. C. Andersen minnisvarða. — Sá minnisvarði, sem skáldinu var á sínum tínfa reistur, þykir liggja of afsíðis (í Kongens IHave). Nú er málið komið svo langt, að boðið verður til sam- keppni um tilhögun á hinum nýja minnisvarða í haust. Hafa margar uppástungur komið fram í blöðunum, og vilja sum- ir láta byggja hús til minningar um hann. Nefnd verður stofn- uð til þess að afla peninga með samskotum um alt land, og hefir Stauning forsætisráðherra lofað að vera form'aður hennar. Gustav Adolf Svíaprinz yfirfor- ingi skáta í stað Baden Powells? Oslo, í ág. Alheimsmót skáta stendur nú yfir í Stokkhólmi- Meðal skáta er talið alllíklegt, að Gustav Adolf prins verði kos- inn yfirforingi allra skáta, í stað Baden-Powells. Æfisaga Lenins Trotzky, sem nú dvelur í Noregi, vinnur nú að því með ritara sínum að semja æfisögu Lenins. Bókin verður 600 blað- síður í stóru broti.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.