Heimskringla - 30.03.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.03.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 30. MARZ 1938 límmskriniila i (StofnuB 1888) Kemur út á hverjum miBvikudegt. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst . - tyrtríram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. öll viðskHta bréí blaðinu aðlútandi sendist: | Kmager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEPÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is publisbed and prlnted by g THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 S37 iiiiiijiiiiiiiiuffliiuiiiiiiiiiiiiijiiiiuiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiíuiiiuiiiiiimiijijiiiimp WINNIPEG, 30. MARZ 1938 ÍSLENZKUR SJÓNLEIKUR sýndur af Leikfélagi Sambandssafnaðar í Winnipeg Eitt þeirra félaga, sem hér starfar að íslenzkum félagsmálum, og sem skilið á ómælda viðurkenningu íslendinga, er Leik- félag Sambandssafnaðar. Nokkur undan- farin ár, hefir það verið eitt um það, að sýna hér íslenzka sjóleiki. Sú blaðsíðan í sögu félagslífs íslendinga hér hefði án starfs leikfélagsins sennilega verið ó- skráð. En auk þess sem starf félagsins hefir gripið svo djúpt inn í þjóðræknismál íslendinga, koma þar auðvitað einnig til greina hin vanalegu menningar-áhrif, sem góðum og vel túlkuðum sjónleikjum eru ávalt samfara. Með því að sýna leikrit merkra höfunda og kynna þau íslenzkri al- þýðu, eins og t. d. “Stoðir samfélagsins” eftir Ibsen og fleiri merk leikrit, sem Leikfélag Sambandssafnaðar hefir gert, má starf þess fyllilega menningarlegt heita. Um leikinn sem félagið hefir nú tekið sér fyrir hendur að sýna, hefir áður verið ritað; er og framhald af því á öðrum stað í þessu tölublaði. Um efni leiksins skal því her ekki fjölyrða. Þess skal aðeins geta, að leikritið er eitt af þeim síðustu, er út hafa verið gefin á íslandi og fjallar um sömu viðfangsefni og þau er hér og hvar sem er, gerast daglega. Leikurinn er og saminn af einu kunnasta og vinsælasta sögu- og leikritaskáldi fslands, Einari H. Kvaran. Þó þetta eitt séu nú næg meðmæli með leiknum, skal hins samt getið og eins fyrir það, þó ekkert sé með því sagt, er ekki er á vitund flestra, að fylsta von er á, að leik- félagið munr fara svo með þetta verkefni sitt, að leikritið njóti sín og ánægja verði að fyrir þá er sækja leikinn. Hæfileikar leikenda, sem Ragnars Stefánssonar, Mrs. Steinunnar Kristjánsson, Miss Ellu Hall, Miss Rósu Halldórsson, svo aðeins fáir séu nefndir, eru svo kunnir, að einskis annars er vænst af þeim, en góðrar meðferðar á hlutverkunum. Leikurinn verður sýndur tvö kvöld í næstu viku, á mánudags- og þriðjudags- kvöld (4. og 5. apríl). Árni Sigurðsson hefir æft leikendur. “Heima” heitir rit, sem Heimskringlu voru nýlega send nokkur eintök af; það er gefið út af “Kaupfélagi Reykjavíkur”. Ritið fjallar fyrst og fremst um viðskifta og samvinnumál, en hefir auk þess með- ferðis mikinn og margvíslegan fróðleik annan, t. d. ferðasögur, stuttar greinar um merka menn, rifdóma um nýjar bækur, spurningar og svör o. s. frv. Ritið er og prýtt mörgum myndum og er alt litprentað og fagurt á að líta, og læsilegt. Ritstjórinn er Karl Strand. BARNASAMKOMA Á ISLENZKU Það er ekkert óalgengt, að samkomur séu nú haldnar, þar sem að börn eru ein um það að skemta. Hitt er sjaldgæfara hér, að skemtunin fari öll fram á íslenzku. En unaðslegri skemtun fyrir þá, sem öllu öðru fremur unna því sem íslenzkt er, verður ekki ákosin. f hvert sinni sem þesskonar samkomur eru hér haldnar, er sem roði fyrir uppennandi sólu í hinu fegursta heiði, í hugum eldri fslendinga. Þær hressa svo og glæða vonir þeirra um viðhald íslenzkunnar hér. Bamasamkoman sem haldin var síðast liðinn laugardag í Fyrstu lútersku kirkj- unni, vakti slíka unun hjá áheyrendunum. Böm sem nám höfðu stundað á laugar- dagsskóla Þjóðræknisfélagsins, komu þar fram. Skemtiskráin var öll íslenzk, ís- lenzkur kórsöngur, einsöngur og upplestur. Og bömunum virtist ofur auðvelt að tala íslenzku; þau gerðu það með öllu óaðfinn- anlega og án þess að hún yrði þeim nokkur kökkur í hálsi. Framkoma barnanna var öll hin ágætasta. Skemtiskráin var löng og fjölbreytt því mesti f jöldi barna tók þátt í henni; og hún var enn lengri fyrir það, að nálega hvert atriði varð að endurtaka. Fólst í því ein- lægur þakklætis-vottur áheyrenda til bran- anna fyrir skemtunina. Samkoma þessi ber þess fagran vott, að tilraun Þjóðræknisfélaðsins með íslenzku kenslunni er ekki árangurslaus. Standa ís- lendingar þessa bæjar í þakklætisskuld við það og kennara laugardagsskólans, er verk sitt vinna með mikilli elju og fyrir ást á starfinu öllu öðru fremur. Söngur bamanna minnir ennfremur á hið mikla þjóðræknisverk, sem Ragnar H. Ragnar er hér að vinna með íslenzku söng- kenslu sinnr. Það er ómældur tími og starf sem í það fer að æfa barna-hljómsveitirn- ar, þó ekki sé í þessu sambandi á annað minst. Er ekkert sjáanlegra, en að starf það sé orðið svo umsvifamikið, að það verði ekkr í hjáverkum í það endalausa af hendi leyst. Heillavænlegra er hér fátt aðhafst í sambandi við viðhald íslenzkrar tungu en þetta söngkenslu starf. Greip það huga vorn á samkomunni að deildin Frón þyrfti með einhverjum ráðum að fara að sjá fyrir því, að það starf eigi hér framtíð. Deildin fær sjálf ef til vill ekki staðið nema að litlu leyti launakostnað af því, en með ofurlítilli aðstoð foreldra barnanna, sem söngkenslunnar njóta, sjáum vér þó ekkert ósanngjarnt við, að ætlast til þess. En hvað sem þessu líður, á Ragnar H. Ragnar og ungfrú Lily Bergsson þakkir skilið fyrir stjórn á söng barnanna á þess- ari samkomu. Séra Rúnólfur Marteinsson stjórnaði samkomunni. Maður nokkur í Louisville í Kentucky- ríki gat ekki greitt tekjuskatt sinn fyrir árið 1937, er nam $7.40. Ástæðxma fyrir þessu telur hann í bréfi til skattheimtu- skrifstofu landsstjórnarinnar vera þessa: “Mánaðarlaun mín voru $400, en í stöðu mína náði' einhver annar; lánfélag tók bif- reiðina mína, bankinn heimilið, konan hús- munina og einhver konuna. Alt sem eg á, er góð heilsa og sæmileg mentun samfara dálítilli lífsreynslu. Mér væri ánægja að því að vinna af mér þennan skatt á skrif- stofu yðar, ef þess væri kostur. 300 ÁRA AFMÆLI SVÍA I AMERIKU Á komandi sumri eru 300 ár síðan Svíar stigu fyrst á land í Bandaríkjunum. Er nú gert ráð fyrir að minnast þessa með hátíðahaldi. Heitir sá Wollmar Boström er undirbúning hátíðarinnar hefir lengi haft með hönum. í blaðinu Washington Star er hermt, að Svíþjóð muni taka nokk- urn þátt í hátíðinni. Hátíðin verður haldin 27. júní á komandi sumri og fer fram í borginni Wilmington í Delaware-ríki. Þar reistu fyrstu Svíarnir sem til Bandaríkjanna komu sér bú árið 1638. Þeir gerðu þar vígi allmikið og kölluðu Christiana. Árið 1655 tóku Hol- lendingar það af þeim. Roosevelt forseti hefir boðið krónprmsi Gustaf Adolf í Svíþjóð og krónprinsessu Louise vestur um þetta leyti. Er krón- prinsessan dóttur dóttir Victoríu drotn- ingar. Kom hún ti'l Washington 1927, er Leifs Eiríkssonar minnisvarðinn var reist- ur. Nú koma hin tignu hjón til Delaware á skipinu Kungsholm og verða flutt upp Delaware-ána á svenska herskipinu Got- land. í för með þessum erfingja Gustafs kon- ungs V. verður fjöldi háttstandandi manna í stjórn Svíþjóðar og aðrir merkir höfð- ingjar þjóðarinnar. Býður Roosevelt for- seti þá velkemna. Verður krónprinsinum og prensessunni og nánustu skyldmennum og fylgdarliði þeirra boðið til Hvíta-húss- ins í Washington til veizlu. Erling Eiden erkibiskup lútersku kirkj- unnar í Svíþjóð verður á hátíðinni og er sagt að hann muni koma til Winnipeg að heilsa upp á landa sína. ENSKA KIRKJAN OG BIBLIAN Um óskeikulleik biblíunnar hefir fátt verið talað meðal íslendinga, síðan héma um árið. íslendingar hafa aldrei verið upp til hópa fjálgtrúa; kirkjunnar kenningar hafa ekki ylað þeim eins og mörgum öðr- um þjóðum, hafa ekki brætt þelan í brjóst- um þeirra, sem þeim virðist kominn frá landinu kalda. Hið norræna upplag þeirra hefir verið það, að stýra hjá boðum öfga- kenninga kirkjunnar. Á Englandi hefir þessu verið á annan veg farið. Enska kirkjan hefir verið varfærin og íhaldssöm, eins og kirkjur flestra stórþjóða eru, sem þegnunum treysta ekki vegna almennrar vanþekkingar til að velja og hafna í trúar sökum. Þennan auðsæja sannleika skilja flestir. Það kom því mönnum á óvart, er frétt barst út um það fyrir skömmu, að nefnd hefði verið skipuð af kirkjunni á Englandi til að rannsaka hvort að kenn- ingin um óskeikulleik biblíunnar, kæmi ekki í bága við vísindi og þekkingu nútíð- arinnar. Nefndin hefir nú ekki aðeins rannsakað þetta, heldur birt niðurstöður sínar, sem margan hafa nú stórlega hneykslað, því álit nefndarinnar er ský- laust um það, að biblían sé engan vegin óskeikul. Og hvernig hljóðar nú þetta nefndarálit? munu menn spyrja. Frá efni þess var skýrt í ræðu er séra Philip M. Pétursson flutti nýlega. Hefir hann verið svo góður að leyfa blaðinu að birta þann kaflann úr ræðunni, er frá niðurstöðum nefndarinnar og tillögum skýrir. Kunnum vér honum þakkir fyrir og fylgir hór með inntak úr ræðu hans um þetta: --------“Eins og menn munu skilja, á eg hér við niðurstöður nefndarinnar, er skipuð var af ensku þjóðkirkjunni til að endurskoða trúarjátningar kirkjunnar og gera einhverjar ráðstafanir um þær fyrir framtíðina, um það, hverju sé og hverju sé ekki leyfilegt að trúa. Þessi nefnd var sett fyrir fimtán árum, þ. e. a. s. árið 1922. Hún hefir skoðað og endurskoðað öll trúaratriði þjóðkirkjunnar á Englandi, og hefir nú að lokum komið sér saman og birt álit sitt. Sumum finst að ályktanir nefndarinnar séu um of rót- tækar, og eru all harðorðir í garð nefndar- mannanna. öðrum finst að nefndin hafi aðeins látið þær skoðanir í ljós, sem eru þegar orðnar öllum kunnar, og halda jafn- vel fram, að hún og verk hennar sé til- gangslaust, vegna þess að nefndin hafi alls ekki farið nógu langt. , En ályktanir nefndarinnar eru, að mín- um dómi mjög þýðingarmiklar, og þó að þær flytji' ensku þjóðkirkjuna, ef til vill, aðeins stutt skref áfram í íeit sannleikans, styrkja þær stefnur, eða hreyfingar, eins og stefnu vora til muna, því þær geta ekki annað en sannað málstað vorn, og sýnt að það sem vér höfum lengi haldið fram, er nú viðurkent af biskupum og prestum einnar voldugustu kirkju heims- ins. Auðvitað er það of mikið að búast við að allar erfikenningarnar verði umsteypt- ar þegar í stað. En það hefir verið gengið furðu langt. Sem dæmi' vil eg nefna nokkur atriði, helztu og róttekustu ályktana nefndarinn- ar. Fyrst og fremst segir nefndin um Erfða- syndina, að ættarerfðir geti' ekki talist synd, eða falið nokkra synd í sér. Þetta er nú gagnstætt öllum kenníngum rétttrúnað- arins, sem hefir ætíð kent að maðurinn sé fæddur í synd, og þessvegna syndugur. Um biblíuna segir nefndin að hún sé ekki óskeikul né að hún dæmi, eða geti dæmt fyrirfram um rannsóknir á hvaða sviði' sem er. Nefndin var ekki sammála í dómi sínum um kraftaverk, eða um það, hvort krafta- verk gætu átt sér stað. En hún kom sér saman um það, að Guð gæti gert krafta- verk ef hann vildi gera þau. Um kenninguna um Jesús sem eingetinn son guðs og fæddann af Maríu mey, hefir þessi' nefnd það að segja, að skoðunin um þetta sem sögulegt atriði, eða sögulega staðreynd, verði að byggjast á sögulegri sönnun, en að enga þesskonar sönnun sé að finna, og að það, sem skoðað er sem sönnun, geti ekki skoðast sem rök í nein- um raunveruleika. Þar af leiðandi getur þessi' kenning ekki annað en fallið, fyrst að hún hefir ekkert við að styðjast, og allur átrúnaður, sem stafað hefir af henni verður þýðingarlaus hjátrú. Páfavaldinu kom nefndin sér saman um að enska þjóðkirkjan yrði að spyrna á móti og öllum kenningum um páfann, sem æðsta trúarvald heimsins. En ekki var nefndin alveg eins einróma um upprisu- kenninguna. Meirihluti nefndar- innar hélt því fram að gröfin, sem Jesús var lagður í eftir krossfestinguna, hafi verið tóm vegna þess, að hann hefði upp- risið eins og kent er í trúarjátn- ingunum. En þó nokkuð stór minnihluti hélt því fram að sag- an um upprisuna eigi að vera nokkurskonar “trúartákn” (re- ligious symbolism) en ekki sögu- legt atriði sem hægt sé að reiða sig á. Þá næst, um sköpunarsöguna, sem ætíð hefir verið svo mikið deiluefni', síðan að Darwin fann upp þróunarkenninguna, — og einnig síðan að menn fundu það upp, að heimurinn væri svo ó- mælanlega mikið eldri en lengi var haldið að hann væri, segir nefndin að engin geti haft á móti þróunarkenningunni vegna sköp- unarsagnanna í biblíunni, því að öllum mentuðum kristnum mönnum beri saman um það, að þær séu að öllu leyti þjóðsögur eða goðasagnir sem geti ekki skoðast sem sögulegar. Um líf eftir dauðann, segir nefndin að hún hafi enga sam- stæða hugmynd, en að hún geti ekki haldið gömlu skoðuninni fram, né samþykt hana, að um sé að ræða nokkurt himnaríki eða helvíti. Hún heldur því fram að ekki sé auðvelt að vita hvort nokkur sál verði eilíflega glötuð, og að ekki sé auðvelt að finna í Nýja Testamentinu grundvallar- kenningu fyrir því að tækifæri til endurlausnar sé útilokað. En skoðun á þessum málum, segir nefndin, verður að vera nógu víð- tæk til þess, að kirkjan útiloki ekki þá, sem vilja trúa því, að sumir munu glatast, og einnig verður kenningin að taka til greina þá, sem halda því fram, að elska guðs sé svo víðtæk, að hún nái til allra, og að allar sálir sameinist henni að lokum. Nefndin hefir látið í ljósi skoð- anir sínar um ýms önnur trúar- atriði, en þessi, er eg hefi bent á, eru hin helztu, eða sem flestar eða meginreglur kirkjunnar og atriði játninganna hafa grund- vallast á. Margar athugasemdir hafa þegar verið gerðar, um þessar ályktanir, og margar aðrar munu verða gerðar, en hverjar sem þær verða og hvert sem. álit ensku þjóðkirkjunnar verð- ur um ályktanir þessarar nefndar, þá sannast það, ætíð betur og betur í þessum og öðr- um líkum málum, sem kanúki einn í ensku kirkjunni, hefir sagt, Percy Dearmer, sem einnig er prófessor í King’s College, University of London, í ritgerð er hann samdi fyrir þremur ár- um; hann sagði: “að það sem haldið hafði kirkjunum frá því, að sameinast á vorum dögum, væru hlutir sem Jesús talaði aldrei neitt um, og kom ef til vill aldrei til hugar.” Ennfremur sagði hann: “Hin gamla trúfræði var öll bygð á röngum skilningi. Boðskapur Jesú, í hans upphaf- legu mynd er þessvegna eins og ný trú á vorum dögum.” En allir eru ekki eins frjálsir eða óháðir í skoðunum eins og þessi maður. Margir eru mjög afturhaldssamir og fordæma hart nefndina fyrir dirfsku hennar að láta sér koma til hug- ar slíkar skoðanir sem hún hefir birt. Vér megum því búast við að heyra meira um þetta mál er tímar líða.” Munið eftir að hin nýútkomna bók, Myndir II. af listaverkum Einar Jónssonar frá Galtafelli fæst nú meðan upplagið hrekk- ur á skrifstofu “Hkr.” fyrir $2.65 ;*burðargjald, ef um póst- sendingu er að ræða, lOc. Þeir sem eiga eldri bókina er kom út fyrir 12 árum munn vilja eign- ast þessa. Eiga þeir þá mynda- safn af öllum verkum hans. Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins FJóRÐI OG FIMTI ÞÁTTUR AF “JóSAFAT” Leikrit í 5 þáttum eftir E. H. Kvaran Við skildum við Jósafat í þriðja þætti, yfir flöskunni. Og Grímur situr hjá honum, eins og til hughreystingar. Þegar tjald- ið er dregið frá þessum þætti, sem er sá fjórði, þá sérðu út á strætið fyrir framan hús Jósa- fats, í gegn um “portið”. Einn- ig sérðu á kofann hennar Grímu gömlu við stafninn á húsi Jósa- fats inn í “portinu”. Það er um miðja nótt. Aðeins dauf birta af götuljósi. Vit- firringurinn er eitthvað að snuðra á milli húsanna. Grímur kemur út frá Jósafat. Láfi er í einhverju makki við “makt myrkranna”. Margt býr í þok- unni. Sörli, gamall ‘kunningi Gríms, kemur ráfandi eftir strætinu, með tóma vasa og þurrar kverkar. En Grímur er í mátulegu standi til að draga Sörla á flot. Hefir hundrað krónur í vasanum, og nóttina á hann sjálfur, því konan sefur heima — og nóg er til af vökvan- um í Reykjavík — svo þeir eru sennilega úr sögunni. Hamarshögg í fjarska, rjúfa næturkyrðina. Gluggi fellur til jarðar og brotnar. Það er kvikn- að í húsi Jóasfats. Gunnsteinn læknir bjargar frú Finndal, Sigga litlaj og Rúnu út um glugga. Eldliðið heyrist koma. Fólk fer að streyma að. öllum er bjargað úr húsinu. Það er að fyllast af reyk. Svæluna leggur um alt. Hvar er Jósafat? Eng- inn hefir séð Jósafat. Enginn mundi eftir Jósafat. Hver kveikti í húsinu? Gríma gamla verður óð. “Makt myrkranna, stjórnar- völd helvítis.” Lögreglan bann- ar öllum að fara inn í húsið fult af reyk! “Það logar út um hlið- ardyrnar”. Sumir geta ekki lif- að með óhreina samvizku. Gríma gamla stekkur inn um framdyrn- ar, inn í logandi húsið. óhljóð og uppnám! Alt “heybrækur og lítilmenni”! Gríma bjargar sín- um versta óvin frá bráðum dauða. Eða, “eru þau dáinn?” Brak og brestir og — nei', við skulum draga tjaldið snögglega fyrir fjórða þáttinn, eg má ekki sýna þér alt, sem gerist. Við skulum nú jafna okkur dá- lítið áður en eg dreg tjaldið frá fimta og síðasta þættinum. — Hvernig skyldi þeim líða, Grímu gömlu og Jósafat — sem hún dró út úr eldinum — og hvað varð af þeim? Þau voru bæði flutt á kaþólska sjúkrahúsið í Landakoti, fyrir tveimur dögum síðan. Við skulum þá draga tjaldið gætilega til hliðar og vita hvað við sjáum. Þetta er sjúkraherbergi í Landakots-spít- alanUm í Reykjavík. Hreint og íburðarlaust herbergi. Eitt rúm er í herberginu. Það liggur einhver sjúklingur í því. Það er ekki Gríma gamla, hún liggur í næsta herbergi við hlið- ina, og henni kvað líða þolan- lega, og er óðum að hressast. Kvöldsólin skín inn um glugg- ann á sjúklinginn í rúminu. Það er Jósafat, sem liggur þarna, með reifaðar hendur og höfuð. Það hangir Krists mynd á veggnum. Nunna vakir yfir Jósafat. - Hann hefir verið með óráði. Hún á fult í fangi með hann, þegar hann fær æðisköstin. Það sækja á hann illir draumar. — ‘Fylgjan’ hans ræðst á hann með slíkum hamförum, að læknirinn verður að sprauta deyfandi með- ali í handlegginn á honum. — “En ef eg dey ekki — alveg — þá verð eg að vera með einhverj- um, einhverskonar sambýli' er líklega hinumegin.” “Máske þú viljir vera með ein- hverjum viðskiftavinum þín- um?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.