Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐ.A HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. APRfL 1938 Heimilisiðnaður Islend- inga í Vesturheimi (Erindi sent Ríkisútvarpi íslands til birtingar veturinn 1938) Eftir að eg hafði fengið með- mælingabréf frá háttvirtri ríkis- stjórn upp á vasann og tilkynn- ingu frá Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Winnipeg um að 11 kvenna móttökunefnd væri sett á laggirnar til að taka á móti mér og ráðstafa ferðum mínum vestan hafs lagði eg örugg af stað í maímánuði s. 1. til ársdval- af hjá löndum mínum vestan hafs með kistu fulla af sýning- armunum, því eg taRii ekki ólík- legt að landar vestra hefðu gam- an af að sjá og rifja upp ýmis- legt um íslenzka handavinnu og kynnast jafnframt að nokkru leyti heimilisvmnubrögðum landsmanna eins og þau eru nú. Eg bjóst ekki við að margt mundr vera um heimilisiðnað í Vesturheimi, þar sem vélarnar eru flestar og hraðinn mestur, en raunin varð önnur. Það er ó- trúlega mikið um ýmislega handavinnu hér vestra, ekki ein- ungis meðal landa heldur og hjá hérlendu fólki. Eg hefði ekki trúað því, ef eg hefði ekki séð það með eigin augum. Handavinna, af eldri og yngri gerð, er að ryðja sér til rúms um allan hinn mentaða heim og ber margt til þess að hreyfing þessi hefir svo góðan byr meðal þjóð- anna. Fyrst og fremst það, að allir menn þrá að hafa eitthvað það fyrir augunum í klæðnaði og híbýlum sínum, sem segja má um að sé af eigin toga spunnið. í öðru lagi, að á seinni timum eykst áhugi margra manna fyrir því, sem þjóðlegt er í orðum og athöfnum. Sú alda gengur nú yfir öll menningarlönd. Þá kem- ur og sparnaðurinn til greina, að nota þau efni, sem fyrir hendi eru og að nota frístundirnar, kreppan og hinir erfiðu tímar kenna mönnum það. Loks gengur móðurinn í lið með þess- ari stefnu og er það jafnan drjúgur líðsauki. Margt er gert í þessu landi til að viðhalda og örfa áhuga manna fyrir handavinnu. Sýn- ingar eru haldnar árlega í öllum ríkjum Bandaríkjanna og í öllum fylkjum Canada seinni part sum- ars og er þar sýnd öll fram- leiðsla landsins: jarðargróði hverskonar, búpeningur o.fl.þ.h. í sambandi við þær sýningar er og ætíð stór handavinnudeild og eru veitt verðlaun fyrir alla vel gerða handa vinnu og fyrir nýjar og gagnlegar hugmyndir á því sviði. Hafa íslendingar oft tekið þar verðlaun. Einnig eru þjóð- búningasýningar hafðar við og við og menn mjög hvattir til að halda þjóðbúningunum í heiðri. Verðlaun veitt fyrir þá beztu og hafa íslendingar að sjálfsögðu verið “prísaðir” á mörgum sýn- ingum fyrir sína gullfallegu kvenbúninga. Þá hafa skólarnir, einkum gagnfræðaskólarnir — (High schools, 4 ára unglingaskólar, sem taka við af barnaskólunum) tekið upp handavinnu, 1 tíma á dag alla daga vikunnar eða 3 stundir í einu einu sinni í viku.* Sníða og sauma stúlkurnar þar fötin utan á sig, prjóna og hekla, en drengirnir smíða ýmsa smá- muni: borð, hillur, bókastoðir, einnig nokkra hluti úr málmi. Barnaskólarnir hafa aftur á móti alt fram að þessu haft litla handavinnukenslu, en nú er að vakna áhugi fyrir þessari náms- grein, einnig þar. (Sumstaðar hafa íslenzku kvenfélögin fengið að kenna handavinnu í barna- skólunum einu sinni í viku). Umferðakennarar hafa verið sendir út um sveitir og bæi, kost- aðir af alríkinu, fylkjum eða fé- lögum, til að leiðbeina húsmæðr- um um ýmislega handvinnu. — Varð eg áhrifa þeirra víða vör í Manitoba. í því fylki er mjög mikið um sauðfjárrækt. Voru því leiðbeiningar af hálfu hins opinbera sérstaklega miðaðar við meðferð ullar og notkun hennar til klæðnaðar og annara heimil- isnota. — Ullin var á verstu krepputímum verðlaus að kalla eins og fleira af framleiðsluvör- um bænda (3—5 cent, eða 15— 25 aura pundið af ullinni ó- hreinni). Nú er verðið 15—20 cent pundið). Þá hjálpar tískan drjúgum til. Hin stóru verzlunarhús, sem hafa ullar- og bómullargarn til sölu hafa öll kenslustofu, er veit- ir ókeypis tilsögn í öllu er að prjóni og hekli lýtur, sem notað er til ýmrslegrar fatagerðar á börn og fullorðna. Fjöldinn all- * Engir skólar í Ameríku eru starfræktir á laugardögum. Vín eins og það er bezt! • Hið óviðjafnanlega bragð að HERMIT PORT og HERMIT SHERRY, er áþekt bragði aðfluttra vína en verðið á HERMIT PORT og HERMIT SHERRY á ekkert skilt við verð annara vína! ' spinna ekki, og prjóna svo peysur úr, eru þær hlýjar og góðar og | hafa verið keyptar í stórverzlun- j um. Allsstaðar sér maður heimaunnar peysur, nærföt og Plögg. Þá er ekki síður unnið af kappi að rúmábreiðugerð víðs- vegar í borgum og sveitum, bæði til sölu og til heimanotkunar (stoppteppi—Quilt). Þessar á- breiður tíðkast, held eg, vítt og breitt um Ameríku, a. m. k. hefi eg hvarvetna, bæði í Canada og Bandaríkjunum, sofið við stopp- teppi úr ull og eg sé þau í hverju rúmi'. Áður fyr var bómull nær eingöngu notuð, en á seinni árum eru menn hvattir til að nota ull- ina, sem hefir verið verðlítil, enda hafa menn ekki annað ofan á sér en teppin, ofin og stönguð, sængur eru ekki notaðar, þó ein- staka landi eigi sæng til vetrar- ins. fslenzku kvenfélögin, sem eru hér á hverju strái, bæði í borg- um og bæjum og standa að mikl- um mun straum af kirkjulegu starfi meðal landa, fara að sjálf- ur af konum, eldri og yngri, í. sögðu margar leiðir til að afla bæjum og til sveita, nota heima-|sor fjár, en mest og best samt Fröken Halldóra Bjarnadóttir prjónaða eða heklaða kjóla, ýmist úr ullar- eða bómullargarni og sómir það sér ágætlega. Margar íslenzkar konur vinna sér inn drjúgan skilding með því að prjóna eða hekla slíka kjóla fyrir náungann. — Til með margskonar vinnu. Fjöldi af félögum framleiða teppi' til sölu, sækjast stórverzlanir og einstaklingar eftir teppum kvenn anna. Félagið kaupir ullina ó- hreina og félagskonur skifta þvottinum á milli sín, koma svo kvenfatnaðar heyra glófar og saman til að kemba, sumar með hafa konurnar hér tekið sér fyrir i stólkamba, aðrar með algenga hendur að hekla þá úr fínu garni, j kamba, og sumar tæja ullina, prýðilegt verk. I aðrar þræða teppið saman. — í Manitobafylki, þar sem fs.! Innraverið kaupa þær fyrir 1 lendingar eru flestir, er mikið i dollar' I teppið fara 4-5 pund um ullarvinnu, kuldinn knýr af hremm ull, og söluverð þegar menn til að nota ullarfatnað og,búið er’ er jafnaðarlega 5 doll- í öðru lagi hagar svo til, að einn arar' ~ Það er oft Slatt a hJalla aðal atvinnuvegur þeirra, sem! hJá konunum við þessa teppa- landið byggja, bæði íslendinga! ferð kafflð smakkast vel að og annara þjóða, eru fiskiveiðar jloknu star í. í hinum fiskisælu vötnum fylk-l Ein gerð af þessum teppum isins og því mikil þörf á hlýjum eru skrautteppi, dýr og vönduð klæðnaði. Þá kom sér vel kunn- vinna, frekar til prýði en til átta landanna á meðferð ullar- skjóls (þau eru stoppuð með við- innar, enda hafa þeir haft henn- arull). Þessi teppi gat að líta á ar góð not.** jöllum stærri sýningum og á Maður sér allsstaðar hjá eldri förfum heimilum, þau eru flest löndum ýmisleg ullarvinnuáhöld: handsaumuð ,en sum prjonuð eða rokka, kamba, bæði stólkamba og algenga kamba, prjóna, snældustóla og hringprjónavélar. Sumir komu með þessi áhöld að hekluð og öll samsett úr mörg- um tyglum, prýðileg vinna, — oft taka kvenfélagskonur, sem að þessu vinna, sinn tygilinn Hermit Port • Concord WINES Hermit Sherry • Catawba THE FAMILY WINES FOR ALL THE FAMILY Hermi, PorfandSherry—26 02. bottle 60c. Carton of six 26 oz. $3.00 Concord and Catawba—26 01. bot. 50c. Carton of six $2.50. 1 gal. jar $2.00 Produced by T. G. Bright & Co., Limited, Niagara Falls This advertisment is not inserted by the Qovemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality of products advertised. heiman, en hér eru einnig rokka! hver að 3auma' ',rJona e8a hek>a- og kambasmiðir og bæði sænsk-1 3Voeraf Jejrtt saman a eft- ar og norskar veralanir, og jafn-|'r- v.rðist hetta takast mætavel vel stórverzlanir bæjanna, hafa kemur “n‘8ur' Kvenfelog- rokka og kamba á boðstólum, lm hafa of‘ la“8 draf um >ef“r sem hafa reynst vel. Eg hefi ahr0‘8ur feng.ð 40-80 dollara víða séð stólkamba í notkun hér, fyrir veria‘ t- - 11* '* Það V0erl no& efm 1 annan þvi ullm er viða heimakembd þo f, , . , , . __í pistil að skyra fra samtokum is- nóg se af kembmgarvelunum í f J . , . . i j* tvít' „„„„„ os lenzkra kvenna 1 Vesutrheimi. landinu. Mer þotti gaman að . sjá gomlu bændurnar vera að Það starf hf hafa mf af samkemba og kemba fyrir kon- h°na. með felagslegum samtok- urnar sinar milli mála í 30 stiga um.s““f fVr‘r k'rkjn »8 knst- hita í sumar, (Celsius). l‘udom’ flrr‘r ■slefka “"Wf ^ ^ ' . ii e hverskonar þjoðrækm verður Það sem serstaklega er fram- ., . . ,.* . _ , „ . , aldrei fullþakkað ne metið sem leift, auk nærfata og plagga til gkyldi heimanotkunar, er söluvarningur, A nær þyí hye einasta ýmiskonar, mest vetlmgar, sem heimm hér yeg bæg. f bæ notaðir eru við Lskiveiðarnar i um gveitum „ svokölluðum vötunum, en einmg sokkar og nýtízkllheimi.lum & hinum sem peysur. i vetlingana hafa marg- halda e]dri siðum> ^ maður ir eingirni og kemba og spinna margt heimaunnið; hekJað ullina heima og margir hand- gaumað eða prjónað; g prjóna vethngana alveg, en aðrir d„ka Qg hlífarj heng. al]gkonar prjona 1 hrmgvelum, sem her eru Qg gluggabiæjur úr ódýru Qg almennar, en handprjona totur fallegu efni> handtöskur margs_ og þumla Þessir fethngar■ eru konar Qg ýmisle ^ rúmfatn. seldir a 30-35 cent panð (1.35 aðar Ekk- górlega ^ ^ kr.—1.55 kr.) og fast 4 5 por smekklegt og tildurlaust, svo það ur pundinu. Storverzlamr bæj- þohr yel hnjask daglega lífsins anna kaupa þessa vethnga i þus- («stássstofur-, eru hér ekki til> undatali. Þess eru dæmi meðal gem betur fer)> _ Mikið er um fslendinga, bæði í borgum og heimagergar flosmöttur bæði við bygðum að eitt heimili hefir selt dyr Qg framanvið rúm, prýði_ 5-600 pör a ari. Vetlmgarmr: ]ega mjúkar> sterkar og smekk_ eru ýmist hvitir grair eða blau ]egar Eru þessar möttur gerð_ yrjað saman við vitt. o ar ar ár uppgjafa silkisokkum eða eru eins framleiddir, y^118 an ‘ nærfötum, eða úr bandi og sum- prjónaðir eða vélprjónaðir og peysur nokkuð, þær eru eingöngu handprjónaðar, því breiðar vélar eru alment ekki til á heimilun- um. Sumir lyppa ullina, en Winnipeg er höfuðborgin. fbúatalan miljón, þar af 7,000 íslendingar. ir gera þær jafnvel úr lopa, lita ullina allavega fyrst. Flosað er í grind í sterkan striga með sér- stakri nál eða heklunál, munstrið er dregði' á strigann. Þessi teppagerð er eitt af því, sem um- ferðakennararnir leiðbeindu um. Þá er mikið um prjónaðan og s erve heálth ave MONEY... Í(/íIÁ “IHEALTH BREAKFAST! QU/CK QUAKEROATS ^Qua fce J* to keen tamin d'g'ihot, anJ’ n'rves. '7 f‘P top condr fÞÞeti" cíus,VeJy ,rr 7 ,,r'°'i- Ex. breawa,,er0a‘s 2 °egs. ’ Value of 30 GENEROUS HEALTH BREAKFASTS IN EACH PACKAGEI heklaðan klæðnað: kjóla, vesti, húfur, vetlinga, trefla o. s. frv. Mikið þótti íslendingunum gaman að skoða handavinnuna, sem eg hafði' meðferðis að heim- an (fjöldi af hérlendu fólki hefir líka átt kost á að sjá sýningarn- ar, bæði í fjölmennum félögum og skólum og hafa allir lokið miklu lofsorði á vinnubrögðin). íslenzku konurnar dáðust að ull- inni, sem eg hafði meðferðis, og varð þeim mörgum að orði: — “Margt fallegt gætum við unnð úr ull, ef við hefðum svona ull.” En sýnishornin voru heldur ekki valin af verri endanum, eins og nærri má geta. Það eru tiltölulega lítið notað- ar vélar hér til að flýta fyrir við heimilisiðnaðinn. Þó eru fót- stignar saumavélar nær því á hverju heimili. Eins og eg áður tók fram, kemba margir heima í stað þess að senda í kembivélar. í einni íslenzku bygðinni gisti.eg hjá gömlum hjónum, bóndinn var um áttrætt, hann kembdi fyrir konurnar í bygðarlaginu og tók 20 cent (kr. 0,90) á pundið, þær vildu heldur verzla við hann en kembivélarnar, sagði hann, því þá voru þær vissar um að fá sína eigin ull aftur. Þessi gamli maður hafði fengið sér mjög einfalt kembiverk, sem hann bauð mér að sjá í kjallara sínum. Vélin kembdi ullina í nokkurs- konar lopa, kostaði með öllum út- búnaði 13 dollara (önnur stærri fæst á 39 dollara). Þessar litlu kembivélar sá eg víðar hjá lönd- um og höfðu allir fengið þær hjá Sifton Spinning Factory, Sifton, Manitoba, Can. Vélin var ekki ólík hverfissteini' og snúið með handaafli. út úr “steinin- um” voru tennur sem skiftu ull- inni í lopa, en flókna ull sagðist gamli maðurinn þurfa að kemba í stólkömbum áður og hafði hann þá þar við hendina. Og að þessu vann gamli maðurinn í 30 stiga hita (Celcius), en kaldara var niðri í kjallaranum og þar svalt og gott vinnuherbergi. Eg vakn- aði við kembingarhljóðið, og trúði varla mínum eigin eyrum. Allir, sem nota þessar vélar hér láta vel af þeim, segja að það sé bæði fljótlegra og léttara verk að kemba í þeim en vanalegum kömbum. Prjónavélar eru, eins og áður er sagt, fátíðar á heimilum, nema hringvélar, stóru flatvél- arnar þykja dýrar. Einstaka kona hefir komið með brúkaða vél að heiman og hefir góða at- vinnu af prjóni hér. Handspunavélar eru ekki þekt- ar hér meðal landa, en þeir lögðu eyrun við, er eg skýrði frá um notkun þeirra, og margs þurftu þeir að spyrja þaraðlútandi. — Mér þykir ekki ólíklegt að fs- lendingar hér vestra komii sér upp vélum áður langt um líður, nógan hafa þeir efniviðinn og góðan og nóg er hér um góða smiði, þeim mundi ekki verða skotaskuld úr því að smíða spunavál. Þeir mundu líka flj ótt fá raforkuna í lið með sér. — Fjöldi af sveitaheimi'lum hér hafa einfaldan og ódýran rafur- magnsútbúnað (vindmótora), sem veitir þeim nóg rafurmagn til ljósa, til að dæla vatninu upp úr brunninum og fyrir útvarpið. Vefnaður er lítt tíðkaður á heimilum hér, svo sem ekkert meðal fsl. en Svíar og Norð- menn hafa nokkuð lagt stund á vefnað og kent lítilsháttar. — Þó hitti eg nokkra landa, sem höfðu gert tilraunir með vefnað og höfðu mikinn áhuga fyrir honum. — Einn gamlan íslend- ing hitti eg í Nýja-íslandi, sem hafði smíðað sér vefstól, og ofið fyrir fólk í 3 vetur fyrir 50 cent á dag (V° dollar), og sagðist hann þá hafa skilað 10 ál. eftir daginn. Það fer að vakna al- mennari áhugi hjá löndum fyrir vefnaðinum, ef þeir fá sér spuna- vélar Það sýndi áhuga landa minna hér fyrir heimilisiðnaðinum og skilning á sýningunum að þeir komu með ýmislegt með sér á samkomurnar, sem þeir álitu að eg hefði gagn og gaman af að sjá af þeirra heimavinnu. Einn bóndinn köm t. d. með þófasokka eða háleista, sem mikið eru not- aðir hér í kuldanum, háleistarnir eru búnir til úr ull, kembum, margvafið um sokkatré og þæfð á því. Hann sagði að það væri ólíkt liðugra að vera í þessu við útivinnu en í 3—4 pörum af sokkum. Frakkar og Galesíu- menn, sem hér eru víða innan- um íslendingana, kendu íslenzku bændunum þetta, en þeir kendu mér. — Ein konan kom á sýn- inguna með lítinn rokk, sem er knúinn með rafurmagni, en ekki stærri en svo að hann mátti hafa á borði eða í rúminu hjá sér. — Þeim hefði þótt gott að hafa svona áhald, konunum heima, sem ekki þoldu að stíga rokkinn, en vildu fyrir hvern mun spinna. Snældu umbúningurinn var líkur og á vanalegum rokk og spunnið úr kembum eða lopa. Þegar þess er gætt, hve litla hjálp húsmæður hér í landi, bæði í bæjum og sveitum hafa við inn- anhússtörf, má það merkilegt heita ,hve miklu þær koma í verk af handavinnu, þjónustu- brögðum, og ýmislegri fegrun heimilisins og hve víða' og hve vel þær taka þátt í félagsstörf- um, koma stundum með börnin á handleggnum á félagsfundina. — Þær mála sjálfar og “pappíra”, sníða, sauma, prjóna og hekla. Flestar hafa vinnukonur en bót er það í máli, að karlmennirnir hjálpa mikið við ýms hússtörf og börn og unglingar eru vanin að hjálpa sér sjálf og að hjálpa til úti og inni, að áhöld öll og tæki eru mjög auðveld í notkun, húsin hentug og harðviður í öll- um gólfum, mataræðið einfalt hversdagslega og matarefnin nærtæk og síðast en ekki sízt, eldsneytið ágætt: rafurmagn eða eldfimur viður. — Þá má ekki gleyma þvottavélunum, sem eru Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Davíðs Bjömssonar á “Heimskringlu”. Verkið vel af hendi leyst.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.