Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 20. APRfL 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA k mjög algengar, bæði í bæjum og sveitum, þær ganga fyrir rafur- magni og sömuleiðis vindingar- vélarnar, sem eru í sambandi við þær, þetta gerir vikulega þvott- inn kvennanna í Ameríku fljót- legan og hægan.* Það sem sagt hefir verið um heimilisiðnað fslendinga vestan hafs, á að miklu leyti heima um hina ýmsu þjóðflokka, sem hér búa. Hingað eru komnar þjóðir úr öllum löndum undir himnin- um, hver með sína mentun og menningu, andlega og líkamlega. Þetta aðkomufólk verður brátt fyrir miklum áhrifum af hér- lendri menningu og mentun. Svo vinnur það þau störf í hmum nýja verkahrng, sem þörf og tíð- arandi krefur. Það er heilbrigð þróun og eðlileg. Halldóra Bjarnadóttir QUETZALCOATL Fyrir innan borð í lyfjabúð, bak við strók upp af gosvatna dælu, stóð Jay og rýndi á tíðinda blað með myndum. “Stjórnin vill ekki að við fáum að vita, hvernig börn fæðast,” segir hann þegar eg kem inn. Þetta kom flatt upp á mig svo eg drap titlinga. “Hvað er nú?” sagði eg. Hann veifaði blaðinu og segir: “Hér áttu að vera myndir af því hvernig börn fæðast en þær vanta. Hvemig lízt þér á?’ Mér leizt ekki á: “Það er margt, drengur minn, sem King- stjórnin vill ekki að við fáum að vita. Og nú,” segi eg strang- lega, “blandaðu handa mér mjólk og súkkulaði, og hættu að hugsa um barnsfæðingar.” Jay tók til við drykkmn og smitraði: “Þessi myndablöð feila sér ekki að neinu, þau . . .” Þá hringdi fónninn. “Vertu hægur meðan eg sinni símanum,” segir hann, þerði sér á þurku sem gat verið hreinni en hún var, skaut til mín blaðinu, segjandi: — “Hérna, líttu á meðan þú bíður.” Skepillinn suðaði, Jay þjarkaði við einhvern um verð á ein- hverju og eg leit yfir mynda- blaðið. Fyrsta myndin sem eg tók eftir sýndi' Herbert Hoover — (manninn sem var sagður úr sög- unni) þegar hann var dubbað- ur til doktors af háskólaritim í Finnlandi með sverð og skrít- inn hatt, sem þeirri tign fylgdi. Hoover fór um við mikinn sóma, eftir því sem myndirnar sýndu, átti tal við Göring og Ulmanis, alvalda í Latvíu, fékk sér bita með Kallio, í forseta höllinni í Helsingfors. Eg mundi eftir því þá að Finnland er eina landið sem hefir staðið í skulda- skilum við Bandaríkin, svo hon- um hefir víst þótt betra að koma þar en annars staðar. Þetta var haft eftir Hoover, þegar hann • var búinn að flakka um alla Evrópu: “Fjórtán þjóðir, 240 miljónir manna, hafa tekið upp Fasisma. Og fasismi hefir fundið ráð til að heimska alla menn án afláts með því að takn algerlega fyrir aðfinningar og frjálsar umræð- ur.” * Skólafólk, sem þarf að vinna fyrir sér, tekur að sér ýms heimilisstörf. Stúlkurnar fá fæði og húsnæði fyrir að vinna hús- verk, leggja í miðstöðina, ræsta húsið, taka til morgunmatinn, koma börunum í skólann, hjálpa til við aðalmáltíðina kl. 6, og vinna á laugardögum fyrir heim- ilið. Sumar skólastúlkurnar taka að sér að líta eftir bömum á kvöldin, þegar húsmóðirin þarf að fara að heiman, fyrir dálitla þóknun. Piltar hirða miðstöðv- ar, ganga um beina við mötu- neyti skólanna, bera út blöð o. fl. Ekki má þetta fólk sofa öll augu úr höfði sér. Það þarf eins og börnin að komast í skólana kl. 9 að morgni. (Matartíminn er frá 12—íy^. Skólarnir eru allir úti kl. 4 s.d.). Hátíðlega kinkaði eg kolli við þessari lýsingu, saup á kollunni sem Jay var búinn að fylla og með munninn fullan las eg sem fylgir: “Mér skildust allar þjóð- ir Evrópu fullvissar um, að við (Bandaríkin) gætum ekki komist hjá að sogast inn í næsta stríð, rétt eins og í það umliðna. Ef við gengjum í samband við lýð- stjórnarríkin voldugu, Frakk- land og Bretland, þá mundum vér þroska það versta mein sem hent getur núverandi menningu, sem sé stofna til stríðs milli stjórnarfars, trúa eða þanka- stelli-nga. Því myndi fylgja öll hin hryllilegu afglöp og ofsi trú- arbragða, stríða og slíkt skyld- um vér forðast umfram alt.” “Er svo ?” nöldraði eg kurteis- lega og saup á. “Öðruvísi þaut í þér 1917, Mr. Hoover.” Nú truflaði Jay mín þanka- brot með því að spyrja hvernig mér líkaði drykkurinn; en eg lét hið bezta yfir, vafalaust sá bezti í allri borginnr. “Yes, sir, við gerum góða blöndu úr mjólk og súkkula,” sagði hann hógværlega. Eg fletti myndablöðunum og kom að opnu með fagurri mynd af whiskyflösku annars vegar, sem eg dáðist að, hinumegin var mynd af Mrs. Roosevelt. Mér fanst mjólkurblandan bragðlaus. Lesning með stóru letri fylgdi myndinni' af frúnni: “Svo er að kveðið að Mrs. Roosevelt sé mesta og merkilegasta kona í Ameríku! Hún hefir nú verið frammi fyrir oss í fimm ár. Við þekkjum hana betur en nokkra aðra konu og hún er landinu kunnugri en nokkur önnur manneskja, að bónda hennar meðtöldum, og hagurinn er allur okkar megin.” “Húrra fyrir kvenþjóðmni,” mælti' eg hátt og snjalt og hélt á- fram til Mexico — á myndunum, meina eg, náttúrlega. En áður en eg náði til þess lands, stóð eg við og dáðist að heillrar síðu mynd af indælustu whisky flösk- um með fallegustu merkjamiðum Eg leit á mjólkurdrykkinn minn fýlulega, fanst ekki mikið um hann. Ja, hvað er um að tala. Fyrsta myndin frá Mexico sýndi Cortez og hans Spánverja gera áhlaup á Tenochtitlan — (Mexico City) árið 1521. Cortez! Þar var nú karl í krap- inu, skuluð þið vita, kom til Mexico með 11 smáskútur, um 500 soldáta, 18 hross og lagði landið undir sig. Hrossin gerðu útslagið ef satt skal segja. Þau höfðu Indíánar aldrei séð fyr og þegar þeir sáu mann á hestbaki, báða í glitrandi herklæðum, þá héldu þeir þetta eina veru og vitanlega guð. Cortez var ekki seinn á sér að nota sér þessa trú. Hvenær sem eitt af hross- unum misti lífið, lét hann grafa það á náttarþeli, svo þeir inn- fæddu skyldu ekki missa trúna á ódauðleik þessara furðuskepna. Montezuma, þáverandi kei's- ari í Mexico, sligaðist af hjá- trú, og lét ríki og líf. — Hann hélt Cortez Vera þann Hvíta Guð, sem helgisögur sögðu komið hafa í-mannslíki fyrrum að kenna Mexum að plægja, sá og uppskera, smíða hús, gera gripi úr silfri og gulli. Þegar sá guð fór, kallaður Quetzalcoatl, lofaðist hann til að koma aftur með þau börn sem hann ætti með sólinni. Montezuma hélt að Spánverjar væru þau sólar börn. Sú trú varð honum til baga. En Cortez rak sín erindi, sem voru tvö: að ná í gull og snúa heiðnum til kristni. — Honum varð vel ágengt, sendi' heim skipsfarm með 75 miljón dölum og 4 miljónir fékk hann handa sér og sínum félögum. En upp frá því var róstusamt í Mexico. Einu sinni var þar settur upp keisari (af Napoleon þriðja) út af 18 miljón dala skuld, en af þeirri upphæð höfðu Mexa grey- in aðeins fengið 1470 þúsundir. Sá keisari Maximilian fékk bráð- an enda, var líflátmn árið 1867. Eg dapraðist af þeim afdrifum, laglegheita maður eftir mynd- inni að dæma, og ekkja hans varð vitskert vesalingur. Næstu myndir sýndu Pancho Villa, sem Bandaríkja herinn elti ólarnar við og náði ekki, sá ránfugl var drepinn á venjulega^rángamma vísu, skotinn til dauðs í vagni nálægt sínum búgarði. — Og seinasta myndin úr Mexi- co sem eg leit á, sýndi hof svo stórt að allar kirkjur í Win- nipeg hefðu rúmast í því og nokkrar til í Regina, merkilegt hof, helgað guðinum Quetzal- coatl. Fallegt er nafnið. Sá guð er liðinn undir lok fyrir löngu. Hvað skyldu Spánverjar hafa hugsað útaf trúarbrögðum hinna /fornu Indíána? Þeir héldu Quetzalcoatl fyrjir “Frelsara7, fæddan af hreinni mey, sem var kölluð “Himnanna Drotning.” — Sendiboði frá Himnum auglýsti jómfrúnni Sochiquetzal, að hún myndi barnshafandi verða fyrir utan karlmanns trlhjálp. Eftir einni helgisögunni af mörgum fastaði Quetzalcoatl í fjörutíu d^ga. Hann fékk hryllileg af- drif, var negldur á krosstré til að afnema syndir mannkynsins. — Þessu trúðu þeir Indíánar sem kallast Aztecar. Aztecar í Perú dýrkuðu sólina í þann mun sem Spánverjar tóku þar land, og prestar þeirra höfðu tilbúið langt og flókið messuhald í stað mannblóta. Þeir drápu kind, rúðu blóðinu á heilagt brauð, “sancu” og jafnframt tón- uðu prestarnir: “Hafið gætur á hvernig þér étið þetta brauð “sancu” því að hver sem það étur í synd og með tvíhvarfa hug og hjarta, þann sama mun Faðir vor Sólin sjá og refsa með þungum þrautum.” Spánverjar ömuðust ekki við þessari altarisgöngu þeirra í Peru, höfðu fyrir satt að Sánkti Bartholomeus hefði kent þeim þá heilögu siði. — Öðrum sið Indíána hlýtur þá að hafa hrylt við: að krossfesta þá sem til blóta voru kosnir og skjóta að þeim örvum. Þau gömlu trúarbrögð Azteca höfðu sína kosti líka. Hvergi á bygðu bóli var hægt að ná annari eins frægð og þar fyrir heilagt einlífi. Umfram alt brýndu þeir fyrir ríkum að gefa fátækum, klæða nakta og seðja svanga. Þeir trúuðu voru þannig ámint- ir: “Hvaða þrautir sem þú kant af því að hafa, þá gleymdu aldrei að þeirra hold er þínu líkt og þeir eru menn eins og þú. Hjúkr- ið veikum, því þeir eru guðs í- mynd.” Svo nú sjáið þið að Indíánar voru ekki mannvonzkan tóm. “Quetzalcoatl,” mælti eg í hljóði og sötraði löggina. “Und- arlegt heiti.” Og nú sneri eg til dyra. Jay kallaði á eftir mér: “Þú gleymdir nokkru.” v “O—.,” segi eg. “Vitaskuld! Hérna er betaliugurinn. Góður var drykkurinn.” Svo rölti eg út í sólskinið og góða veðrið, velti fyrir mér þönk- unum um Azteca og Spánverja. Nú er það fyrir löngu, löngu liðið. Þeirra afkomendur eru nú hafðir í lítilli virðingu, kallaðir “greas- ers”; blóðið í þeim álíka blandað eins og í Stalin. Hátíðlegur er sá þanki. Kannske þar af skýr- ist af hverju Mexar hallast svo fast að kommúnisma. Hver veit? “Quetzalcoatl”, nöldraði eg enn. “Hvernig ætli Mexar fari að því að koma öðru eins út úr sér?” T. P. Munið eftir að hin nýútkomna bók, Myndir II. af listaverkum Einar Jónssonar frá Galtafelli fæst nú meðan upplagið hrekk- ur á skrifstofu “Hkr.” fyrir $2.65; burðargjald, ef um póst- sendingu er að ræða, lOc. Þeir sem eiga eldri bókina er kom út fyrir 12 árum munu vilja eign- ast þessa. Eiga þeir þá mynda- safn af öllum verkum hans. Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins ÆFIMINNING Magnús ólafsson Þann 10. janúar síðastliðinn andaðist að heimili sínu skamt frá Lundar Magnús Ólafsson nær 78 ára gamall. Magnús var fæddur 27. júní 1860 að Apavatni í Grímsnesi í Árnessýslu. Foreldrar hans voru Ólafur Magnússon og Guðríður Halldórsdóttir, er bjuggu þar. Faðir hans, Ólafur, var Magnús- son Ólafssonar frá Norðurkoti í Grímsnesi, en móðir hans, Guð- ríður, var ættuð frá Ormsstöðum í Grímsnesi' og Kiðjabergi. Magnús ólst upp á Apavatni þar til hann var 10 ára gamall. Misti hann þá föður sinn og fluttist með móður sinni að Gröf í Grímsnesi, og þar átti hann heima. næstu þrjátíu árin, ajð undanteknum fjórum árum, sem hann var annarsstaðar, tvö ár í Úthlíð og tvö á Brú. Árið 1886 giftist hann Eygerði' Egilsdóttur frá Hjálmstöðum í Laugardal, hinni mestu myndar og ágætis- konu. Þau bjuggu 14 ár á ís- landi og fluttust til Canada árið 1900. Fyrstu tvö árin dvöldu þau á ýmsum stöðum, en árið 1903 settust þau að þrjár mílur austur þaðan sem Lundar-þorpið er nú, námu þar land og bjuggu þar upp frá því. Konu sína misti Magnús árið 1927. Þau eignuðust fimm börn, sem öll voru fædd á íslandi. Sonur þeirra, Jón að nafni, féll í stríð- inu; annan son, sem ólafur hét, mistu þau 1922. Hin þrjú syst- kinin, sem á lífi eru, Aldís, Þor- kelína (gift Ragnari Eyjólfs- syni) og Ámundi búa á heimili foreldra sinna. Magnús sál. var smár maður vexti, en knár og mikill dugnað- armaður. Fram á elliár bar hann það með sér, að hann hefði verið fjörmaðurogáhugasamur starfs- maður. Hann v!lr vel gefinn maður bæði til sálar og líkama, og vel látinn af öllum, sem kynt- ust honum. Hann var góður heimili'sfaðir, tryggur vinur og sómi stéttar sinnar bæði á ætt- jörðinni og hér. Honum farnað- ist vel og komst í dágóð efni, þrátt fyrir erfiðleika frumbýl- ingsáranna, enda var hann mað- ur, sem ekki lá á liði' sínu, heldur gekk ótrauður að hvaða starfi, sem vinna þurfti; stundaði hann framan af fiskiveiðar í Mani- tobavatni á vetrum jafnframt búskapnum. Mestalla æfi' sína var hann hraustur maður og heilsugóður, en fyrir nokkrum árum varð hann blindur, og fór honum fljótt aftur eftir það. Það var með hann eins og marga aðra mikla eljumenn, sem unnið hafa alla æfi, að þegar hann hætti að geta unnið, fanst hon- um lífið vera orðin byrði. Þótt hann væri búinn að vera hér í landi' næstum 40 ár, undi hann sér hér aldrei verulega vel; hug- ur hans hvarflaði oft heim í sveitina þar sem hann hafði lifað beztu ár æfi sinnar. Hann var íslenzkur í anda og hafði mesta ánægju af að tala um viðburði þá, sem gerst höfðu heima. — Kunni hann góð skil á mörgu frá fyrri' dögum og sagði vel og skemtilega frá mörgu er á dag- ana hafði drifið. Af nánum skyldmennum Mag- núsar, öðrum en börnum hans, er ein systir á lífi, Hallgerður að nafni, sem á heima í Petersfield í Manitoba. Magnús var jarðaður frá Sam- bandskirkjunni á Lundar þann 16. jan. Hann og fjölskylda hans tilheyrðu Únítara-söfnuðin- um í Grunnavatnsbygðinni mörg ár og síðan Sambandssöfnuðin- um á Lundar. Sá sem þessar línur ritar talaði nokkur kveðju- orð við það tækifæri og fjöldi bygðarfólks fylgdi honum til grafar. G. Á. mæli festust ósjálfrátt í minni mínu, máske af því að mér var sagt að séra Friðrik hefði verið langafi minn, líklega hefi eg þá verið nógu heimskur til að vera ofurlítið upp með mér af því. En hér skal nú sagt um uppruna vísupnar, Þegar hittumst himn- um, o. s. frv. Ragnheiður, dóttir séra Frið- riks (móður föður míns), sagði svo frá að einhverju sinni hafi faðir sinn verið boðinn í veizlu sem halda átti á Undirfelli í Vatnsdal. Þar bjó þá séra Páll, vinur séra Friðriks, söngmaður og skáld. f veizlu þessari var sagt að prestar þesir hefðu sung- ið vel og mikið, sagði hún, en urðu þreyttir og þá kvað séra Páll: Þegar hittumst himnum á hvorugur verður móður; syngja skulum saman þá sera Friðrik góður. Marga heyrði eg raula þessa vísu, það er að segja Húnvetn- inga, og allir höfðu hana eins og eg lærði hana; ekki skal eg dæma um það hvort hún fer bet- ur eins og eg kann hana eða eins og hún var áður í Hkr. Eg erfði ekki skáldgáfu forfeðra minna. Eg verð að viðurkenna að skilningur minn á skáldskap er mjög takmarkaður. Aldrei heyrði eg séra Friðrik bendlaðan við drykkjuskap eða aðra ósiði; ef hann hefði verið drykkfeldur mundi þess hafa verið getið. Jón Espólín, sem var hálfbróð- ir hans, getur hans í árbókum sínum, hann segir um hann að hann hafi verið fríður sýnum og snyrtimenni í allri framkomu, (líkur móður sinni) en eins og kunnugt er voru þeir séra Fr. og Jón sammæðra. Móðir þeirra var Sigríður Stefánsdóttir, systir Magnúsar Steffensen ef eg man rétt, hefi þó mitt eigið minni að styðjast við nú sem stendur, ef þetta er ekki rétt bið eg afsök- unar. Það er ósk mín herra ritstjóri að þú gerir svo vel að taka þetta skrif mitt í þitt heiðraða blað, svo ófullkomið sem það er. Svo óska eg Hkr. og ritstjóra hennar og öðrum vinum, langra og góðra lífdaga. I. M. Jameson Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD BRÉF Huntington Park, Calif., 8. apríl, 1938 Hr. ritstj. Hkr.: Eg hefi nú sent 6 dali til Vik- ing Press Ltd., sem borgun fyrir Hkr. Um leið vil eg þakka henni fyrir alt gamalt og gott, — hún hefir heimsótt mig sem góður ís- lenzkur kunningi nálega í hverri' viku síðan hún varð til og altaf hefi eg fundið eitthvað í dálkum hennar sem eg hefi haft skemt- un af að lesa og oft hefir hún flutt ræður og ritgerðir um trú- mál og fleira sem að mínum dómi hefa verið vel hugsaðar og borið vott um gáfur og frjálslyndi' fs- lendinga þrátt fyrir alt. Engu síður hefir það verið hressandi að lesa gamlar sagnir og það sem kallað er munnmæli, frá ættlandinu okkar; helst hefði eg óskað að fá að sjá meira af svo góðu. Sennilega mun þó mikið af sögnum, og munnmælum, vera meir skáldskapur en virkilegur sannleikur og er það mjög eðli- legt, t. d. las eg eina af þessum sögnum í Hkr. sem útkom 24 nóv. s. 1. Grein þessi stóð undir fyrirsögninni, “Hitt og þetta”, og vil eg setja hana hér eins og hún var prentuð í Kringlu, hún hljóðar svona: Söngmenn Einna mestir sinnar tíðar hér á landi munu þeir hafa verið Þor- kell Ólafsson, stiftprófastur (d. 1820) og séra Friðrik Thoraren- sen á Breiðabólsstað í Vestur- hópi (d. 1817). Munnmæli herma að einhverju sinni hafi þeir fund- ist á Vatnsskarði og verið hýrir af víni, tóku þeir þá að syngja og léttu ekki fyr en báðir voru orðnir þreyttir og móðir, þá er sagt að séra Þorkell hafi kveðið: Þegar við hittumst himnum á hvorugur verður móður; syngja skulum við saman þá séra Friðrik góður. Eg hefi ástæðu til að halda því fram að frásögn þessi eins og hún er hér, hafi mjög aflagast í meðferðinni, og því langar mig til að leiðrétta það sem eg held að sé ósatt í henni. Eg var fyrir innan 14 ára að aldri þegar eg heyrði fólk tala um það að séra Friðrik Thorar- ensen prófastur á Breiðabólsstað í Vestulhópi hefði verið alment talin mikilhæfasti söngmaður sinnar tíðar á fslandi; þessi' um-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.