Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.04.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. APRÍL 1938 HEIM8KRINCLA 5. SÍÐA Elgar kór og hljómsveit með slíkri snild að með afbrigðum má heita. Manni finst sem hugdirfð og hetjudáð þessara fornu vík- inga fylli salinn og að það hafi verið fagurt og drengilegt að berjast og þannig deyja. Eftir- málinn er með öðrum svip, dul- arfullur og þunglyndislegur. — Seinustu hendingarnar munu seint úr minni líða þeim er heyra. Um meðferð verksins má margt gott segja og var Winni- peg til sóma. Kórinn telur yfir tvö hundruð manns og hefir yfir miklum hljómkrafti að ráða. — Kvennraddir eru margar ágætar og bassar allgóðir, tenorar eru varla á borð við hinar raddirnar. Söngurinn víða dramatískur en e. t. v. vart nægilega sveigjan- legur og samtök um framsögn orða sumstaðar ekki sem bezt. uppruna þeirra. Sögurnar um ættfeðurna voru á reiki, og það var hægt að bæta við þær og fella úr þeim eftir vild; en það sem þeim var eignað var þjóð- legt og hafði á sér rétttrúnaðar- blæ, það minti ekkr óþægilega á aðrar þjóðir og guði þeirra. — Venjulega aðferðin til að tengja helgistaðinn við nöfn forfeðr- anna var sú, að skýra frá, að guð hefði birst einhverjum þeirra þar á einhvern hátt, og að hann, forfaðirinn, hefði svo reist altari þar. Þannig er sagan í 28. kapí- tulanum, sem minst er á hér að framan. Hún er á þá leið, að Jakob, sem var ekki óhultur um líf sitt fyrir bróður sínum Esau, eftir að hann, eða réttara sagt Rebekka, hafði náð frumburðar- réttinum frá Esaú með brögð- um, flýði austur til Haran í búin til í þeim tilgangi að sýna^ fram skrifleg atkvæðagreiðsla. í að þessi fornhelgi staður hafi verið af þjóðlegum uppruna. G. Á. ÍSLANDS-FRÉTTIR En þó voru heildaráhrif ágæt og j Mesópótamíu, til Labans móður- því vart réttlátt a$ vera með bróður síns. Á leiðinni lagðist j smáhótfyndni. Hljómsveitin var hann kvöld eitt til hvíldar með góð en undirspilin nokkuð sterk stein undir höfðinu. Um nótt- fyrir suma einsöngvarana. ís-1 ina birtist Jahve honum í lenzku sólóistarnir, frú Sigríður draumi. Hann sá stiga, sem stóð Olson og Paul Bardal voru sér og ' á jörðinni og náði til himins. — íslendingum til stórsóma. Allir^Jahve gerði sáttmála við hann í söngvararnir voru hlutverki sínu draumum. Þegar hann vakn- fyllilega vaxnir. Þó munu vonir aði, reisti hann steininn upp, manna um Steuart Wilson varla helti yfir hann olíu og nefndi hafa ræzt. Hann var auglýstur staðinn Betel. — “Hér er vissu- sem bezti núlifandi tenórsöngv- lega guðs hús, hér er hlið him- ari Englendinga og því við miklu insins.” búist, en er þó góður söngvari. Kveldið var sérstaklega Þessi fallega saga var búin til, til þess að gera grein fyrir upp- nægjulegt fyrir íslendinga. Efn- j runa helgistaðarins. Þó nokkrar ið var úr íslenzkum fornsögum J siíkar sögu eru sagðar um Abra- — margir íslendingar tóku þátt ham, hann reisti mörg ölturu, í söngnum og fjöldi íslendinga helga staði á ferðum sínum; og sótti hljómleikana. R. H. Ragnar Grein þessi er skrifuð að beiðni ritstjóra Heimskringlu. Ritstj. B E T E L alstaðar þar sem ölturu voru reist, úr steinum auðvitað, eða 'tré helguð, eins og Mamre-lundur í Hebron, átti guð Israelsmanna, Jahve að hafa birst. Þessir stað- ir voru guðsþjónustu-staðir um langan aldur; menn hugsuðu sér eflaust í fyrstu, að guð sá, er til- beðinn var á hverjum stað, ætti Fyrir skömmu rakst eg ein- þar sérstaklega heima, staðurinn hverstaðar á þá útskýringu á var bústaður hans, að minsta nafninu Betel að það þýddi hlið \ kosti meðan guðsþjónustan, sem himinsins. Þessi útskýring erjvar fyrst og fremst fórnfær- auðsjáanlega tekin úr sögunni ing, fór fram. Með tímanum um draum Jakobs í 28. kap. íjvarð óleyfilegt að færa Jahve fyrstu bók Moses, þar sem Jakob fórnir á þessum helgu stöðum; er látinn segja — “hér er hlið því að musterið í Jerúsalem varð himinsins.” En þessi orð eiga bersýnilega við stigann, sem hann sá í draumnum, en ekki eini staðurinn þar sem Jahve- dýrkun mátti fara fram. Spá- mennirnir þrumuðu stöðugt á staðinn Betel, þar sem hann var , móti öllum helgisiðum í hinum staddur. [fornhelgu stöðum; enda voru Nafnið Betel er samsett úr J þeir margoft ekki Jahve-dýrkun, tveimur orðum, bet og el. Bet heldur dýrkun annara guða, og þýðir hús en el er fyrsta at- voru andstygð í augum hinna kvæðið í orðinu Elohim, sem þýð- j ströngu Jahve-trúar manna. í ir guð, eða í alveg bókstaflegri annari frásögn um komu Jakobs merkingu guðir, því að það er til Betel og altarisbyggingu þar, fleirtölumyndin, en er þýtt með, sem er í 35. kap. fyrstu Móse- orðinu guð í eintölu; eintölu- j bókar, er beinlínis gert ráð fyrir mynd, Eloah, var til, en hún var að Jakob og heimafólk hans hafi ekki notuð nema um einn guð af haft útlend goð hjá sér. Jakob mörgum væri að ræða. At-jtók þau öll og gróf þau undir kvæðið E1 birtist í fjölda mörg- eik hjá Síkem. Vitanlega er hér um manna — og staðanöfnum í átt við guðalíkneski, sjálfsagt úr biblíunni, t. d. Elia, Elkana, j tré, sem voru tilbeðin. Samúel, Penúel, Betel og Betle-1 f>að er meira en líklegt, að ætt- hem. — Betel þýðir blátt áfram hús guðs. Það er fróðlegt að athuga, hvers vegna þessi staður, Betel, var slíkur helgistaður í augum feðurnir Abraham, fsak og Jakob, hafi ekki verið til sem einstakir menn, heldur hafi þessi nöfn upprunalega verið nöfn á kynkvíslum (tribes), og að sög- Gyðinga til forna. Hann var j urnar um þa lýsi ferðalagi og auðvitað einn af mörgum “helgi-1 hirðingjalífi þessara kynkvísla stöðum”, þar sem að guðirnir, áður en þær tóku sér fastan bú- bæði Jahve, guð Israelsmanna og stað í Gyðingalandi, þ. e. a. s. guðir annara þjóða voru tilbeðn- agur en þeim tókst að vinna sig- ir. Upprunalega voru eflaust ur á þjóðum þeim, sem þar margir af þessum helgistöðum bjuggu fyrir, og taka landið til teknir frá Kanaanítunum, sem eignar. En það, eins ög kunnugt ættkvíslir Israelsmanna sigruðu | er, tók langan tíma. Alkunnug smám saman, en ekki án þess að j er t. d. viðureign ísraelsmanna verða fyrir margskonar áhrif- og Filistea, sem um langan ald- um, bæði trúarbragðalegum og menningarlegum, frá þeim; stað- ur voru nágrannar þeirra, og sem þeir oft höfðu friðsamleg irnir voru gamlir tilbeiðslu — og mök við. Nafnið Israel, sem er fórnfæringastaðir. En með því' bæði nafn á manni og síðar á að það varð í augum Israels- manna, einkum spámanna þeirra eitt hið mesta hneyksli og sví- virðing, að sú þjóð, sem var út- valin af Jahve, hefði nokkurn- tíma tilbeðið aðra guði en hann, varð að finna ráð til þess að sýna, að helgistaðirnir væru af þjóðlegum uppruna; og það var ofurhægt að eigna ættfeðrunum allri þjóðinni, bendir til þess að það hafi altaf átt við flokk en aldrei við einstakling. Mörg önnur rök má færa fyrir því, að frásagnirnar um patríarkana séu frásagnir um flokka, ferða- lög þeirra, lífshætti og bardaga. Betel var einn af hinum gömlu helgistöðum og sagan um draum Jakobs er helgisögn, beinlínis Togaraflotinn fer nú þegar á veiðar Rvík. 22. marz Gerðardómurinn í kaupdeilu sjómanna og útgerðarmanna, kvað upp úrskurð sinn kl gærmorgun. Úrskurður dómsins var á þá leið, að samningar aðila frá 1935 skyldu gilda áfram á þessu ári með þeim breytingum, sem lagð- ar voru til í síðari tillögum sátta- semjara. Síldarpremían skyldi þó vera hærri en þar var ákveð- ið. Samkvæmt úrskurði gerðar- dómsins, verður hún óbreytt frá því, sem verið hefir, þangað til kaupverð á síldarmjöli er orðið meira en kr. 5.00, en þá hækkar hún í hlutfalli við síldarýerðið. Þannig verður hún 3.6 aura, ef síldarverðið er 6 kr. og 4.8 aurar, ef verðið er 8 kr. Samkvæmt tillögum sáttasemjara, hefði pre- mían orðið 3.4 og 4.2 af tilsvar- andi verði'. Með þessum úrskurði greiddu atkvæði Hákon Guðmundsson hæstaréttarritari, Þorsteinn Þor- steinsson hagstofustjóri og Pét- ur Lárusson prentari. Kjartan Thors og Kjarton Ólafsson voru á móti. Með þessum úrskurði gerðar- dómsins hækkar fast mánaðar- kaup á saltfiskveiðum sem hér segÍT: Hjá hásetum úr kr. 214.00 í kr. 224.00. Hjá matsveinum úr kr. 281.60, í kr. 295.00 Hjá aðstoðarmönnum í vél, úr kr. 331.45 í kr. 248. Hjá æfðum kyndurum úr kr. 310.00 í kr. 325.00. Hjá óæfðum kyndurum úr kr. 275.21, í kr. 290.00. Lifrarhlutur helzt óbreyttur. Auk þess fá hásetar ýms ný hlunnindi, eins og t. d. forgangs- rétt að vinnu við hreinsun og endurbætur á skipunum. Auk framangreindrar hækk- unar á síldarpremíunni, hækkar greiðsla til háseta fyrir síld, sem er kverkuð og söltuð í skipinu, um 10%. Þá eru ný ákvæði um kaup- hækkun hjá þeim sjómönnum, sem sigla á stríðshættusvæðum, og greiðslu á fæðispeningum til sjúkra sjómanna, sem liggja í heimahúsum. Atkvæðagreiðsla í sjómannafélögunum Sjómannafélögin í Reykjavík, Hafnarfirði og é. Patreksfirði, héldu fund í gærkvöldi, til að ræða um úrskurð gerðardómsins. Stjórn Sjómannafél. Reykja- víkur lagði fram svohljóðandi tillögu á fundinum: “Sjómannafélag Reykajvíkur mótmælir harðlega gerðardómi þeim, sem settur var með lögum 17. þ. m. til að dæma um ágrein ing milli sjómanna og togaraút- gerðarmanna, svo og úrskurði dómsins uppkveðnum í dag. Tel- ur félagið úrskurðinn ekki á þann hátt bindandi fyrir meðlimi sína að því sé óheimilt að gera ráðstafanir til að ekki verði lög- skráð á togara með þeim kjörum, sem í úrskurðinum eru ákyeðin. En þar sem nauðsyn krefur að lausn fáist í kaupdeilunni, að því er varðar saltfiskvertíðina og fé- lagið telur, að þau kjör, sem til boða standa á þeirri vertíð séu eftir atvikum ekki óviðunandi, þá heimilar félagið meðlimum sínum að láta lögskrá sig á tog- ara með greindum kjörum á saltfiskvertíð þá, sem nú er að hefjast.” Björn Bjarnason, bæjarfull- trúi kommúnista, bar fram þá viðaukatillögu, að félagið skyldi síðar taka ákvörðun um síldveið- arnar, en sú tillaga var feld með nær öllum greiddum atkvæðum. Um tillögu stjórnarinnar fór félögunum í Hafnarfirði og Pat- reksfirði fór einnig fram skrif- leg atkvæðagreiðsla um sams- konar tillögu. Úrslitin urðu þau, að tillagan var samþykt með 309 atkv. Á móti voru 151 atkv., 43 seðlar voru auðir og 2 ógildir. útgerð- armenn höfðu samþykt fyrir- fram að beygja sig fyrir úr- skurði gerðardómsins, hver sem 9 i; hann yrði. Saltfiskveiðar togara munu því hefjast nú þegar.—N. Dbl. BRÉF ÚR SKAGAFIRÐI Frh. frá 1. bls. verkum, að kúnum hefir líka fjölgað. Mjólkin er borguð eftir fitumagni og hefir nú síðari hluta sumars og fram á áramót fengist 18 aurar fyrir 4% feita mjólk. Þetta er auðvitað ekki hátt, en verður þó samt sem áður, eitt hið drýgsta innlegg bóndans. Mikill uggur og ótti er í mönn- um hér útaf hinni svonefndu mæðiveiki, sem undanfarin ár hefir geysað hér vesturundan og gert heilar sveitir næstum sauð- lausar. Hefir hún með hverju ári færst lengra norður og aust- ur á bóginn og hefir nú komist hingað í Skagafjörðinn, vestan Vatna”. Hefir orðið vart við hana á tveimur bæjum, Hólkoti Staðarhreppi og Halldórsstöð- um í Seyluhreppi. Hefir alt fé verið drepið á þessum bæjum, en miklar líkur á því, að hún gjósi upp víða seinnipartinn í vetur og á næsta sumri. í sumar var hafður vörður með Héraðsvötnum, framan frá Jökli og alla leið til sjávar. Voru alt 13 menn á varðlínunni en þrátt fyrir það sluppu kindur bæði austur yfir og vestur yfir enda líklega ómögulegt að vera nokkurntíma fullviss um að slíkt sé trygð hversu mikil árvekni, sem þar er við höfð. En nú er verið að girða meðfram “Vötn- unum” svo líkindi eru til að varslan gangi betur, enda finst mér ekki mega horfa í neitt, sem hægt væri að ætla að yrði til þess að stöðva hana, hér, svo hún fari ekki lengra austureftir. Þó eg búist við því að ýms héruð séu ver undirbúin að mæta af- leiðingum hennar en Skagafjörð- ur, þar sem menn gætu langt um meir snúið sér að mjólkurfram- leiðslu og aukinni hrossarækt, mundu samt margir dalabændur gjalda mikið afhroð við komu hennar; því þeir eiga óhægt að snúa sér að þessu. Annars má búast við að raunin verði sú að svo og svo margir flosni upp og flytji á mölina, og er það ekki lífvænlegt í alt það atvinnuleysi, sem þar er fyrir. Eina vonin er að einhver ráð eða lækning finn- ist við þessum íllræmda sjúk- dómi og leysi bændur á þann hátt úr þessum vanda. Heldur gengur hægt með að safna til okkar góðu Skagfirð- ingasögu, svo hægt yrði að fara að gefa hana út, en þó munu ýmsir góðir menn vera þar að verki, þó þeir láti ekki mikið yfir sér hvað ritmenskuna snert- ir. Vonandi líður ekki á löngu þar til eitthvað verður hafist handa í þessu máli. Gaman væri, ef þið hefðuð einhverjar gamlar og merkilegar sagnir heiman að, ef þið hefðuð hripað þær upp og sent mér. Eg skyldr koma þeim á framfæri í safninu til sögunn- ar. Þó ykkur þykir það máske ómerkilegt getur það orðið til að ýta undir annað merkilegra í sambandi við það, eða hefir ein- mitt vantað í stærri frásögn. Nú er búið að stofna deild í Reykja- vík og aðra á Akureyri, og verið að fá menn í héraðinu að ganga í Sögufélagið. Ársgjaldið er kr. 3,00 og á hver félagsmaður að fá fyrir, það sem út kemur af Skagfirðinga sögu á hverju ári. Á þessu ári hafa ýmsir merk- ismenn í héraðinu látist og má þar fyrstan telja sr. Sigfús Jóns- son fyrrum prest á Mælifelli, en síðast kaupfélagsstjóra á Sauð- árkróki. Tók hann við Kaupfél. I Skagf. er það átti erfiðast upp- dráttar og hafði litla verzlun, t. d. engar haustafurðir, en við dauða hans var það orðin voldug stofnun og með bezt stæðu kaup- félögum landsins. Hann var kos- inn á þing 1934 og gaf kost á sér aftur síðastl. vor. En er hann var að leggja af stað á þingmálafundina veiktist hann snögglega og dó morguninn eftir. Hafði hann lengi gengið með hjartasjúkdóm, er að lokum dró hann til dauða. Hann þótti einn sköruglegasti préstur héraðsins á sínum tíma, ágætur söngmað- ur og hinn prýðilegast ræðumað- ur. Hann bjó lengst af stórbúi á Mælifelli, og byrjaði þó með lítið er hann hóf búskap sinn, enda var hann hinn mesti fjár-' gæzlumaður bæði fyrir sig og þá stofnun er hann veitti forstöðu. Þá má nefna Magnús Guð- mundsson fyrv. ráðherra sem andaðist 1. des. síðastl. af af- leiðingum botnlangaskurðar. Þó hann værr Húnvetningur að ætt, var hann svo nátengdur þessu héraði, með störfum sínum í þágu þess, að fáir eða engir syn- ir þess hafa unnið fyrir það af meiri alúð og dugnaði en hann. 24. júlí 1912 var honurn veitt Skagafjarðarsýsla og gegndi hann því starfi til ársins 1918, er hann gerðist skrifstofustj. í f jár- máladeild stjórnarráðsins. Hann var fyrsti þingm. Skagfirðinga árið 1918 og ávalt síðan fram að kosningunum s.l. vor eða saml. 21 ár. f sumar varð hann land- kjörinn þm. sjálfstæðisflokksins og var þetta þing hið 26 í röðinni' ær hann sat. Jarðarför hans fór fram á ríkisins kostnað. Magnús Guðmundsson var eitt hið vinsælasta yfirvald sem hér hefir setið og framúrskarandi dugnaðar og reglumaður. Lík- aði Skagfirðingar vel við hann, eins og sjá má á því að kjósa hann einatt á þing enda tók hann til þeirrar trygðar í sinn garð og þótti vænt um Skagfirðinga, og bestu og skemtilegustu ár æfi sinnar kvað hann þau, er hann var hér sýslumaður. Þessa á- gæta manns hefir verið svo ræki- lega minst í blöðum landsins að eg sé ekki ástæðu til að rita meir um hann hér, en þó mun fara fyrir mörgum Skagfirðingi þannig, að er hann heyrir góðs manns getið, mun honum koma Magnús Guðmundsson í hug. — Magnús var fæddur 1879 og var því 58 ára gamall. Eftir áramótin andaðist Jón Guðmundsson frá Brennigerði', fyrrum hreppstjóri á Sauðar- krók. Hann var hinn mesti at- orku og dugnaðarmaður, réri t. d. suður 20 vertíðar og gekk suð- ur og að sunnan, sem þá var ver- manna siður í Skagafirði. Hann mun hafa bygt fyrsta húsið á Sauðárkróki. Var það sjóbúð og stundaði hann þaðan útræði er hann bjó í Brennigerði. Löngu seinna er Krókurinn fór að byggjast flutti hann þangað, og er Sauðárkókur varð sérstakur hreppur var hann skipaður hreppstjóri og varð þannig fyrsti hreppstjóri' Sauðárkóks. Jóni voru falinn ýms trúnað- Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ ÁF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birg’Oir: Uenry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA arstörf af sveitungum sínum, og rækti hann þau öll með framúr- skarandi ósérhlífni og samvizku- semi. Þótti hann að öllu hinn merkasti maður. Kona hans Guðný Eggertsdóttir var dáin fyrir nokkrum árum. Jón var fæddur .7. ág. 1843 og varð því 95 ára. Hann var blindur hin síðustu ár æfi sinnar. Á síðastl. vori andaðist einnig Gísli Björnsson oddviti, á Vögl- um í Blönduhlíð. Móðir hans var Sigríður Þorláksdóttir systir Gísla hreppstj. Þorlákssonar á Frostastöðum. Gísli ólst upp hjá föðurbróður sínum, er hann bjó hér á Hjaltastöðum. Gekk síðan á bændaskólann á Hólum, og eftir það nám, tók hann að stunda jarðabótavinnu og fór hér u mmeð flokk manna, og eru það einhverjar fyrstu jarðabætur hér, er eftir hann liggja. Árið 1896 gifti^t hann eftirlifandi konu sinni Þrúði Árnadóttir bónda á Stóru-ökrum. Eignuð- ust þau einn son, Magnús, er nú býr rausnarbúi á Vöglum. Hafa þeir feðgar bætt svo jörðina bæði með aukinni ræktun og húsabót- um, að hún er ekki þekkjanleg orðin við það, sem hún var. Gísli var kosinn oddviti árið 1900, og sýnir það best traust manna á honum, að hann hafði það starf samfleytt með höndum til dauða síns eða alls 38 ár. Hann var einnig sýslunefndarmaður mjög lengi, skattanefndarmaður og safnaðarfulltrúi o. fl. Gísli var hinn skemtilegasti maður í allri umgengni og samstarfi, síkátur og fjörugur og að öllu hinn ágæt- asti drengur. Hann fæddist árið 1871. For- eldrar hans og systkyni fóru öll til Vesturheims. Þið verðið að fyrirgefa, að þetta bréf er svo stutt, að þessu sinni, en ástæðan fyrir því er sú, að nú stendur “sæluvikan” (sýslufundarvikan) yfir og þá vinst lítið tóm til ritstarfa. Eru það hvorki meira né minna en þrjú leikrit, sem á að sýna, bíó- myndir, og málfundir á hverju kveldi, síðari hluta vikunnar og svo auðvitað, dansað allar nætur í tveimur eða þremur samkomu- húsum. Eru nú bílar á ferðinni dag og nótt að heita má, að flytja fólk út á Krókinn, eða þaðan, því allir ferðast þannig nú orðið. Kemur fólk jafnvel úr öðrum sýslum til að taka þátt í þessum einstaka fagnaði. Verð- ur væntanlega einn kaflinn í hinni tilkomandi Skagfirðinga- sögu um “sæluvikuna” og þyrfti' það áreiðanlega ekki að verða sá leiðinlegasti ef vel væri á haldið. Kveð eg ykkur svo alla, og óska ykkur velfarnaðar á þessu ari. Ykkar einl., Stefán Vagnsson Fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar er MODERN bezt! MJÖLK RJÖMI SMJÖR “Þú getur þeytt rjóman okkar en, þú getur ekki steytt mjólkina okkar!” SÍMI 201 101

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.