Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 1
i—*---------------- \M 148437 THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle §** iitgUt. LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 5. 0KT6BER 1938 NÚMER 1. HELZTU FRETTIR Munich-ráðstefnan Sá stórviðburður gerðist s. 1. föstudag (30. sept.), að Sudeten- deilunni í Evrópu var til lykta ráðið á friðsamlegan hátt. Deila þessi var orðin svo áköf, að öllum heimi ægði við og ekki virtist muna hárs-breidd, að hún leiddi til alheims-stríðs. i Neville Chamberlain, forsæt- isráðherra Breta, hafði tvisva/r farið á fund Hitlers og átt tal við hann um deilumál þetta frá rótum og leitt honum fyrir sjón- ir vitfirringuna að ætla sér eins og hann gerði, að leiða málið til lykta með stríði. En svo ákveð- inn var Hitler í að taka Sudeten- héruðin með hervaldi, að í svip virtist enginn árangur ætla að verða af sátta-tilraunum Cham- berlains. Fyrsti fundurinn var haldin \ Bertchesgaden, á sveitaheimiili Hitlers, uppi í hlíðum Alpafjallanna í Baiern. Þaðan er fagurt útsýni á sumr- um yfir Salzburg-dalinn í sum- arskrúði sínu. Skamt frá bú- stað Hitlers, er stór hellir og gæta hans hrafnar nótt og dag. Eftir þjóðtrú austurrískra bænda, á Friðrik Barbarossa og lið hans af sofa þar töfrasvefni, unz gullöld Þýzkalands rennur upp. Síðasta áfangann af leið- inni til bústaðar Hitlers, ferð- aðist Chamberlain með járn- brautarlest og voru vagnarnir svo útbúnir að öruggir voru fyr- ir sprengjum. Þarna mættust þeir Hitler og Chamberlain í fyrsta sinni, eld- gígurinn og jökullinn, eins og bandarískt blað lýsir þeim. Er líklega erfitt að hugsa sér ólík- ari menn. Chamberlain, sonur hins fræga Joseph Chamberlain, hafði ferðast um Bretaveldi all- mikið þegar hann var tvítugur að aldri og 1914 var hann orð- inn viðurkendur einn af við- skiftahöldum Bretlands, rak járnvöruverlun. Hitler, fæddur af fátækum austurrískum for- eldrum, hafði þá ofan af fyrir sér með því að selja póstspjöld, sem hann hafði sjálfur málað. Eftir stríðið varð Chamberlain þingmaður. Hitler lá þá ^á sjúkrahúsi og var svo tauga- slappur, að um líf hans þótti uggvænt. Er sagt hann beri þess menjar ennþá í látæði og þá er hann talar og hætti við að fara út í ofsa. Chamberlain er aftur svo blíðmáll, sem við börn tali og framkoman öll mjög hæg og látlaus. Af skoðunum sín- um mun hann þó ójafnan láta, eins og viðureign hans við Hitler ber Vitni um. Eftir sæmilegustu móttökur í Bertchesgaden, átti svo Cham- berlain tveggja klukkustunda tal við Hitler á einni skrifstofu hans uppi á lofti. út um hina stóru glugga skrifstofunnar, sázt yfir mikið af Austurríki. Sá Chamberlain brátt hvernig í öllu lá og að Hitler hafði gefið Henlein, foringja Sudeten-Þjóð- verja, leyfi að krefjast þess af tékknesku stjórninni, að héruðin yrðu lögð undir Þýzkaland og í uppnám var komið út af því. — Chamberlain lagði samt sem áður málið svo fyrir, að jafnvel þó Tékkóslóvakía yrði að láta eitthvað af landi af hendi, yrði það gert án stríðs og blóðsút- hellinga. Ákvað hann því að eiga aftur fund við Hitler að nokkrum dögum liðnum og lagði þá fyrir hann skrifaðan samning. Var Þýzkalandi þar ekki áskilið eins mikið og Hitler hugsaði sér og vildi hann þá lítið við Chamber- lain tala. í þetta sinn fundust þeir í Godesberg, þorpi nálægt Köln í Rínarfylkjunum. Lauk þeirri ferð með því, að Hitler neitaði að ganga að nokkrum samningum. Bjóst hann nú við' því versta og lét boð út ganga um að skera upp herör; ákvað litlu síðar í ræðu að senda her- lið til Sudeten-héraðanna 1. okt. En áður en af því yrði, fékk Hitler víst eftirþanka um það, sem Chamberlain hafði fyrir hann lagt, og í því að brezka þingið hafði verið kallað saman til stríðs-ráðstafana, berst Chamberlain skeyti frá Hitler um að hann vilji enn athuga samninga hans. Vildi hann nú að þeir Chamberlain og hann, Daladier, forsætisráðherra Frakka og Mussolini, ættu fund með sér í Munich (Munchen). Er sá bær í Baiern-fylki og er nafnfrægur fyrir listasöfn sín oð ölheitu, baierska bjórinn. Þessum fundi var skotið á s. 1. föstudag. Lauk honum með því, að samningar voru'j undirskrifað- ir af fjórum áðurnefndum leið- togum stórþjóðanna og Tékk- um. f hverju samningarnir eru fólgnir, eða hvað mikið land Þýkaland eignast þarna, er enn ekki ákveðið og verður ekki í eina tvo eða þrjá mánuði. Af Sudeten-héruðunum vestan og sunnan til af Tékkóslóvakíu, hafa Þjóðverjar nú þegar eitt- hvað fengið. í eins stórum hluta og þeir hafa fengið, fer at- kvæðagreiðsla fram um hvoru landinu íbúarnir kjósa að heyra til. Þar til hin eiginlegu landa- mæri verða gerð, getur því orðið nokkur tími. En af líkum . að dæma verður fátt af Þjóðverjum tilheyrandi Tékkóslóvakíu ium það er lýkur. Samningarnir munu vera svipaðir þeim, sem Chamberlain fór moð á fund Hitlers í Godesborg, þó hann vildi þá ekki við þeim líta. Á Munich-fundium virtist Hitler vera sáttur með úrslitin. Hann fékk ekki alt sem hann vildi, en aðstaða Þýzkalands hefir mjög breyzt við þetta út á við. Það á nú vísara en áður viðskifti Póllands og flestra Mið- Evrópu ríkjanna. Lánstraust þess erlendis er talið að batni stórum og viðskiftamöguleikar þess út á við. Herlið var sent frá Þýzkalandi inn í þann hluta Sudeten-hérað- anna, sem því hlotnuðust strax, til þess að halda þar á friði. Eru ekki menn úr Sudeten-héruðun- um í þeim her. Það þótti lík- legra til friðar milli þeirra og Tékka, að þeir kæmu þar ekki nærri. Um kosningarnar sem fram eiga að fara, sjá allir samnings- aðilar. Eins hefir nefnd af þeim verið skipuð til þess að athuga, hvernig heppilegast og sann- gjarnast sé að landamærunum sé háttað. í Tékkóslóvakíu verða eftir skiftinguna eflaust mestmegnis Tékkar og Slavar, um 9 miljónir að tölu og um eina eða tvær miljónir annara þjóðar-brota, — Rúmena, Gyðinga o. s. frv. Áður var íbúatala landsins 15 miljón- ir. í norðurhluta landsins þar sem á aðra miljón Pólverja býr, lætur Tékkóslóvakía einnig áf hendi nokkurt land, þó engin á- kvæði séu um það í f jögra stór- velda samningunum. Tékkar vilja vinna það til friðar, að gefa það land aftur. En hvað fær nú Tékkóslóvakía í staðinn fyrir þetta? Henni er áskilin vernd allra samnings- aðila, á sama hátt og Sviss og Belgía eru undir vernd stórþjóða Evrópu. Er í því talin sú trygg- ing fyrir Tékka, sem þeim sé jafnvel mikilsverðari til fram- búðar, sem sérstakri þjóð, en þó stærra land hefði með fram- andi þjóðflokkum í, sem þegar minst varir gætu orðið henni of- jarlar. Eigi að aíður eru það nú þeir, sem^telja sig hafa verið hart leikna með þessum samningum. Rússar eru einnig reiðir út af þeim. Á Frakklandi og England og í Þýzkalandi er því f agnað að stríði hafi verið létt af, hvað sem landatap Tékka áhrærir og enda þótt þeir séu vitanlega margir, sem finna til með Tékk- um og þykja örlög þeirra hafa verið grimm. Þeir eru einnig margir, sem álíta friðinn jafn ótrygðan með þessu og áður. Þeir spyrja hvort Hitler og einræðisherrar Evrópu sætti sig til lengdar við það sem komið sé? Það er ef til vill stóra spurningin. En hvað sem því líður, hefir verið fyrir stríð bygt í svip með þessum samningum. Og það er að minsta kosti vonað, að þeir verði spor til frekari ráðstaf- ana um að koma í veg fyrir stríð í Evrópu framvegis. Verði sú raunin á, hefir Chamberlain ekki til einskis barist fyrir að koma á sætt í Sudeten-deihinni. Rannsókn byssusmíðinnar Eins og flesta mun reka minni til, var nefnd skipuð fyrir nokkru af sambandsstjórninni til að rannsaka samninga þá, sem stjórnin gerði við John Inglis félagið um smíði á fall- byssum. Nú kemur upp úr kaf- inu, að samningarnir eru þann- ig gerðir, að hermálaráð Breta er við þá riðið, en það kvað vera siður þess að gefa engar upp- lýsingar um vopnasmíði sína eða annað hernaði viðkomandi. — Rannsókninni er því að líkind- um lokið. En það skrítna við þetta er, að bæði King forsætis- ráðherra og Ian Mackenzie, her- málaráðherra, sögðu er rann sóknar var krafist, að Bretar hefðu ekki við smíði á byssum þessum að gera, er fyrir Canada væru gerðar, og ekki nema þeim er fyrir Breta væru smíðaðar. En nú afsaka þeir með þessu að rannsókn sé óframkvæmanleg. Gullforðinn er sagður 32 mil- jón dalir, en getur verið meiri, þó það sé ekki uppi látið. Utan- lands viðskiftin eru óhagstæð; peningar landsins lítt yfirfæran- legir, vegna hernaðar-aðgangs Hitlers. Og ifjögra ára starfs- áætlun Görings, gengur vegna féleysis ekki betur en það, að vel tekst til ef henni lýkur á 10 árum. • Atvinnuleysi er ekkert sagt í landinu, en á því stendur svo, að allir atvinnulausir menn eru teknir í herinn. Og það eru út- gjöldin til hersins, sem hinum þungu búsifjum olla. Kjör almennings fara síþverr- andi. Þjóðin lifir við hálfgerðan skort. Hvernig bætur fást ráðnar á þessu, er flestum ráðgáta. — Landið liggur við gjaldþroti. Henlein hefir tungur tvær Blaðið "Ottawa Citizen" birti nýlega kafla úr ræðu er Henlein, foringi Sudeten-Þjóðverja, flutti 1933, sem nú vekja mikla eftir- tekt. Henlein heldur þar fram, að fyrir lýðveldi Tékkóslóvakíu, verði landar sínir að berjast, ef þeir eigi ekki að vera sviftir öllu frelsi. Að tilheyra Tékkó- slóvakíu sé ákjósanlegt, því þar só lýðræði og frelsi, sem hvorki fasistar né nazistar hafi að bjóða. Henlein þessi er sami maðurinn og sá, er Sudeten-deil- una bruggaði með Hitler. Var Þýzkaland að verða gjaldþrota? Blað sem heitir "The Banker" og gefið er út á Englandi, hélt fyrir skömmu fram, að Þýzka- land væri, þrátt fyrir nazista- gortið í Nuremberg og hernaðar- sýninguna miklu á þessu hausti, komið fjárhagslega á heljar þrömina. Lán til lengri tíma til lúkning- ar hinum miklu skuldum, segir blaðið að enginn kostur hafi verið að fá erlendis og heima fyrir aðeins með því að þvinga þjóðina til þess. En skattar á henni eru nú afarháir. Þeir nema nú þegar helmingi allra tekna þjóðarinnar og munu senn hækka og verða tveir þriðju teknanna. Lánskuldir hafa hrúgast svo upp síðustu tvö til þrjú árin, að þær hefðu ekki hraðara getað vaxið þóþjóðin hefði átt í stríði. Alfred Duff Cooper, yfirum- sjónarmaður sjóliðsins (First Lord of the Admiralty) á Bret- landi, sagði sig úr Chamberlain- ráðuneytinu s. 1. laugardag vegna utanríkismálastefnu stjórnarinnar, er Cooper kvað sig mótfallinn. * * » "The Little 'Enteirt", smá- síkjabandalaginu í Mið-Evrópu, er talin hætta búin af Munich- samningum stórþjóðanna. * * » "Stærð Frakklands er horfin," segja Rússar og eru reiðir út af samningssvikum þeirra við Tékkóslóvakíu og sig. * * * ^Skógareldar hafa verið mikl- ir í norðaustur og suðaustur hluta Manitoba undanfarna viku. í stormum sem voru um síðustu helgi, var reykjamökk- urinn svo þykkur'yfir Winnipeg- borg, að líkast var sem þoka fylti loftið. Svælan var svo sterk í bænum, að mönnum súrn- aði (í augum. * * * Bretar gera ráð f yrir að veita Tékkóslóvakíu 20 miljón dollara lán, til þess að rétta við fjár- haginn eftir ringulreiðina, sem orðið hefir á öllu við sundur- limun landsins. um 1916 með föður mínum, ís- ólfi Pálssyni, en hann var, sem mörgum er kunnugt, nokkur ár hjá Hornung & Muller í Kaup- mannahöfn, til þess að kynna sér alt sem að smíði og viðgerð- um og hljóðfærum lýtur, áður en hann setti á stofn viðgerðar- stofu sína 1912. Vann eg hjá föður mínum 1916—1920, aðal- lega að orgelsmíði og viðgerð- um. Þá fór eg utan og var hálft annað ár hjá Hornung & Muller og einnig vann eg hja Harter- berg, stórri hljóðfæraverk- smiðju, og vann þar við píanó- smíðar. Síðar var eg í Stokk- hólmi hjá K. A. Andersen (or- gelverksmiðju) og einnig vann eg í pípuorgelverksmiðju, til þess að kynna mér starfsaðferð- ir og allar nýjungar. Þá vann eg að uppsetningu orgelsins í fríkirkjuna. Viðgerðir á píanó- um og orgelum upp á eigin spýt- ur hóf eg 1924." "En smíði píanóa hafið þér ekki tekið yður fyrir hendur hér fyr en nú?" "Nei, þetta er fyrsta píanóið, sem eg hef i smíðað. Og vísa eg til umsagnar píanóleikara um gæði þess". "Álítið þér, að mikil eftir- spurn muni verða eftir slíkum hljóðfærum hér?" "Alveg vafalaust. Það eru margir hér, er fegnir vildu eign- ast slík hljóðfæri, en hafa ekki getað eignast þau á síðari árum, vegna þess að innflutningur á þeim hefir verið stöðvaður nokkur undanfarin ár. Það er að sjálfsögðu undir því komið, að okkur, sem að þessu störfum, verði veitt nauðsynleg innflutn- ingsleyfi, til þess að fá það, sem vér þurfum erlendis frá, til framleiðslunnar. En það er að sjálfsögðu grindin, strengir o. m. fl. Til Hr. JÓNASAR JÓNSSONAR fyrrum dómsmálaráðh. íslands Sæll og margblessaður, velkom- inn vertu Vestur um haf, til að kyqnast oss hér. Umkringdur hollvættum hvar- vetna sértu Háttvirti gestur, eins vítt sem þig ber. Föðurlands stoð ertu sterk og ó- klofinn Styður þess heill meðan hjarta þitt slær. Kóróna þín, er úr þrekvirkjum ofin Þakklæti flytji þér himinn og sær. Margfalda þökk fyrir komuna kæri Kærleikur glæðist þá heimsókn er gjörð. Oss hef ir skilist að vináttan væri vegur til lífsins á himni og jörð. Kveðju frá okkur til ættjarðar- innar, óskum vér heitt að þú flytjir með þér. Leiði þig aftur til eyjunnar þinnar Almættishöndin sem Jeiðir oss hér. V. J. Guttormsson —6. sept. 1938. ur getur um dæmt, að er hið fegursta. Framtíð þessarar iðngreinar er að sjálfsögðu undir því kom- in, að innflutningur verði veitt- ur á nauðsynlegu efni, og er þess að vænta, að þessi ungi iðn- aður verði studdur svo sem vert er. Ekki aðeins vegna þeirra manna, sem atvinnu hafa í greininni, og alls góðs eru mak- legir, heldur og vegna þess, að hér er um menningarmál að ræða. Því aS það er mikið mennigaratriði, að börn og ungl- þessa hljóðfæris? "Það er frá ymsum ingar alist upp við þau skilyrði, Hvaðan er mð "innra efm" að ta iðkað tónHst & ^: um sínum, og væri óskandi, að í - framtíðinni yrði þau heimili sem flest, þar sem gott hljóðfæri er NÝTT STOFU-PIANO smíðað af P. Isólfssyni Tíðindam. Vísis fór í morgun (10. sept.) á fund Pálmars ís- ólfssonar, hljóðfæraviðgerðar- manns, óðinsgötu 8A, og hafði tal af honum í vinnustofu hans í tilefni af því, að hann hefir nýlokið við smíði á fyrsta píanói sínu. Er það hinn fegursti grip- ur. Tíðindamaðurinn bað Pálmar að segja sér nokkuð frá störfum sínum og aðdraganda þess, að hann ákvað að hefja smíði pianóa hér. "Það er ekki svo mikið um þetta að segja," segir Pálmar hógværlega. "Eg fór að vinna að viðgerðum og smíði á orgel- smiðjum í Þýzkalandi. Kassann hefi eg smíðað sjálfur. Hann er spónlagður úr Saubolin-ma- hogni". "Hvað kallið þið gerð þessa hljóðfæris?" "Píanó af þessari gerð eru ætluð aðallega í ekki mjög stór- ar stofur og mætti því kalla þau stofu-píanó, til aðgreiningar frá stórum píanóum, sem ætluð eru í stór herbergi eða sali". Þegar hér var komið kom Rögnvaldur Sigurjónsson píanó- leikari og settist hann þegar við hljóðfærið til þess að prófa það, en það hefir mjög fagran hljóm. Leyfði Rögnvaldur, að eftir sér væri haft, að hann teldi píanóið hafa mjög fagran hljóm, og að það væri mjög gott að spila á það. Emil Thoroddsen píanóleik- ari hefir einnig prófað hljóðfær- ið og hefir hann lokið lofsorði á það. Hljóðfærið er snoturt. Munu þeir verða margir, sem skoða það í sýningarglugganum yfir helg- ina. Það er ekki nokkurum vafa bundið, að hér er um að ræða iðngrein, sem gæti átt framtíð fyrir sér hér. Pálmar ísólfsson og þeir menn aðrir, sem starf- andi eru í þessari iðn, viðgerð og smíði á hljóðfærum, hafa mikla og langa reynslu að baki, og þegar í jafn mikið er ráðist sem píanósmíði, má segja, að verkið lofi meistarann, því að hér fer hvorttveggja saman, gæði sam- kvæmt umsögn ágætustu píanó- leikara, og útlit, sem hver mað- fyrir hendi til slíkra nota. En þau heimilin verða alt of fá fyr en innlend hljóðfæraframleiðsla verður hafin í allstórum stíl. — Kunnáttumenn eru til, sem geta unnið verkið. Annað skilyrðið er, að þeir fái nauðsynlegt efni, til þess að vinna úr. Pálmar fsólfsson býst við, að hægt verði að framleiða píanó af þeirri gerð sem hann hefir nú smíðað fyrir 1300—1400 kr. þegar frá líður, en annars mun reynslan segja til um það, fyrir hvaða verð verður hægt að framleiða þau og selja, en vænta má því lægra verðs sem fram- leiðslan verður meiri.—Vísir. Karlakór fslendinga í Winni- peg syngur að Riverton, þann 19. þ. m., undir stjórn Ragnars H. Ragnar. Sambandssöfnuður inn í Riverton stendur fyrir þessari söngsamkomu karlakórs- ins. Nánar auglýst í næstu blöðum. * * » Jóns Sigurðssonar félagið (I. O.D.E.) býður yður og vini yðar velkomna á te-sölu og sölu heima gerðs matar, laugardaginn 15. okt. 1938 frá kl. 2.30 til 5.30 e. h. í samkomusal T. Eaton Co. Ltd. Bollalestur ef óskað er. * * » Síðast liðinn fimtudagsmorg- un „lagði Mrs. Ingibjörg Johnson frá Oak Point, Man., af stað frá Wihnipeg vestur til Vancouver. Hún mun hafa farið til að finna syni sína þrjá eðafjóra er vestur á Strönd búa, í Seattle og víðar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.