Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1938 E RI N D I flutt í Fyrstu lútersku kirkju 27. september 1938 undir umsjón Þjóðræknis- félagsins. Eftir Jónas alþm. Jónsson Niðurlag. Sú kenning, að það sé ávinn- ingur fyrir borgara í Vestur- heimi, að kunna aðeins eina tungu er bersýnilega röng, að minsta kosti að því er íslendinga snertir. Dæmin eru fjölmörg úr öllum bygðum íslendinga að landar hafi reynst færir um að keppa við hvern annan þjóð- flokk hér vestra í hverskonar átökum, og þó ekki sé leitað út fyrir þann fámenna _hóp úr tveim bygðum, sem eg hefi greint frá, þá eru þar menn sem standa (í röð hinna fremstu manna í landinu um merðferð enskrar tungu, bæði sem rit- höfundar, fyrirlesarar, stjóm- málamenn, mælsþumenn og kennarar í vísindalegum efnum við merkar háskólastofnanir. — Svo fjarri fer því að íslenzku þekking annarar kynslóðar hafi staðið henni fyrir þrifum að það má þvert á móti telja víst að önnur kynslóð landnemanna hér í landi hafi lagt Canada og Bandaríkjunum miklu meira til af áberandi leiðtogum heldur en nokkur önirur þjóðflokkur, ef miðað er við fólkstölu. Að minni hyggju væru börn landnemanna hér í álfu óvenju- lega vel sett með að njóta vel erfðahæfileika sinna. Foreldr- arnir höfðu sýnt mikið þrek í starfi sínu. Þeir höfðu verið gegnlýstir af einlægri sjálf- bjargarþrá. Þeir höfðu verið afkastamiklir landnámsmenn bæði í fjárhagslegum og andleg- um málefnum. Börn þeirra höfðu alist upp og mótast undir þeim kringumstæðum sem heppilegust eru fyrir skapgerð ungra manna. Frá hinu gamla landi ættfeðranna voru erfð og áhrif til að styrkja skapfestuna. f hinu nýja landi voru ótak- mörkuð verkefni, margháttaðar mentastofnanir breiddu faðminn móti athafnamiklum æskumönn- um. Svo að segja í hverri bygð í Bandaríkjunum og Canada, þar sem börn landnemanna áttu kost skólagöngu bárust verð- launin inn í íslenzk heimili. — Rhodes-verðlaunin til Oxford- ernistilfinning er full af dular- háskóla voru mestu sigurlaunin fullri orku, sem er trúarleg í í þessari kepni um leiðir til eðli sínu, án þess að reka sig á valda og áhrifa í hinum nýja önnur trúarbrögð. Þjóðernis heimi. tilfinning fslendinga í Vestur- Krafa utan frá um að fslend- heimi er lífstrú þeirra. Hún er ingar legðu niður tungu sína sterk rettmæt, eins og vaxt- sem menningarmál hér í álfu arhreyfing jurtar sem teygir sig var ef til vill eðlileg frá sjón- 1 loft °E ^08 tjl að fa a^ llfa armiði þröngsýnna methafa eftir eöh smu, og rettum sem vonuðu að geta í skyndi græskulogum. sameinað fólk úr mörgum fram-: Mér er minnisstætt frjá í sum- andi löndum í einum vestlægum ar sérstakt dæmi um þetta ó- bræðslupotti. Fyrir þá þjóð- drepandi hungur hins íslenzka flokka sem komu úr ómentuðum eðlis eftir að fá að lifa, jafnvel löndum, með óræktað mál, með mitt inn í frumskógi heims- litlar eða engar bókmentir að málsins. Sunnarlega í Kletta- baki sér, mátti segja að litlu fjöllunum er einhver allra elzta væri að tapa en nokkuð fengið. íslenzka bygðin í Vesturheimi í En fyrir hámentaðan, fíngerð- Spanish Fork. Það er tiltölu- an kynstofn, sem í þrjátíu ætt- ^ga fámennur hópur íslendinga liði hafði tamið sér andlega iðju, sem >ar býr, og hann er mjög þar sem vald yfir máli og rími emangraður, ekki aðeins fra var hverri kynslóð svo að segja gamla landmu heldur fra hmum í blóð borið, og þar sem óeigin- ™rgu (jslenzku bygðum a gjörn ást á bókmentum hafði Kyrrahafsströndinni og á slétt- verið undirstaða að fjörugu og 0111 miðfylkjanna Þessi litla þróttmiklu þjóðlífi, var ein- sveit islendmga i Spamsh Fork göngu um tjón að ræða þar sem hefir að eS hygg orðið að bua að glata átti dýrum arfi margra sínu um W«emismalin í meira en tvo mannsaldra. kynslóða. Það sem farið var fram á af mörgum þeim mönnum sem þóttust bera fyrir brjósti fram- tíðarheill ríkjanna í Vestur- heimi var að íslendingar legðu niður tungu sína, lokuðu vendi- lega fyrir hinn norræna menn- ingarheim, hættu að kunna nema eina tungu, slitu böndin jvið fortíðina og söguna. Einstöku íslendingar hafa hlýtt þessu, en þeir eru fáir og þeirra saga er viðburðalaus. — Þeirra heyrist hvergi getið að neinu. Þeir eru ekki rithöfund-11 ar, skáld eða mælskumenn á ensku máli. Þeir hafa ekki hlot- ið marga sigursveiga, hvorki í mentastofnunum landsins né heldur á vígvelli lífsbraáttunnar. Og þetta er ofboð skiljanlegt. Vel mentaður kynþáttur er líf- ræn heild. Ef hlúð er að honum með eðlilegum vaxtarskilyrðum En þessir landar hafa ekki gefið eftir einn einasta þumlung af því landi sem þeim var kleift að verja. Þeir hafa síðan um aldamót haldið helgan þjóðminn- ingardag fslendinga 2. ágúst. Nú í sumar vöru á þessari hátíð um 2000 manns, margir komnir langt að,austan úr miðríkjum Bandaríkjanna og úr bygðum fslendinga vestur við Kyrrahaf. Þennan dag vígðu afkomendur íslenzkra landnema í Spanish Fork glæsilegt þjóðernis minnis- merki, fallegan vita, með vík- ingaskipi yfir ljóshjálminn. Á þessum íslendingadögum minn- ist hin einangraða nýlen'da ætt- landsins, þjóðarbrotanna beggja megin hafsins með ræðum og söngvum íslenzkum. Ósjálfrátt hlýtur mönnum að hitna um hjartarætur við að heyra um slíka ættrækni. ósjálfrátt dett- ur manni í hug, hve vel slíkt njóta einstaklingar hverrar kyn- . ., slóðar sín vel. öld eftir öid fmvaklið hefðr getað haldið yið getur slíkur kynþáttur eignast nýja atorku- og frægðarmenn. Og inst í sálum mannanna býr glögg vitund um þennan leynd- ardóm. Eg hefi á ferðum mín- um í sumar .orðið var við í brjóstum íslenzka kynstofnsins í Vesturheimi heitar og djúpar til- finningar fyrir íslandi, íslenzku máli og menningu. Þessi þjóð- This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible ]or statements made as to quality of products advertised íslenzkunni, sem menningarmáli, ef það hefði fengið þá aðstoð frá gamla landinu og af þjóðernis- samtökum hér í Vesturheimi, sem slíkir menn áttu skilið. En úr þessari einangruðu ís- lendingabygð er gerð merkileg tilraun til nýrra sálma, sem mjög er til eftirbreytni. Ungur mentamaður úr þessari bygð er nú að búa sig undir svo sem best má vera, að verða kennari í ís lenzkum fræðum við einhvern háskólann hér í Vesturheimi. — Hann er sérfræðingur í ensku og Iatínu. Hann hefir dvalið á íslandi og kann íslenzku ágæt- lega. Hann hefir stundað málið vísindalega í Háskóla íslands hjá Sigurði Nordal. Og hann heldur nú áfram lokanámi við einn af háskólum Bandaríkjanna vestur við haf. Þvílík eru >átök íslendinga fyrir þjóðerni sínu, og tæplega verður sú barátta betur táknuð, en með hinni íslenzku vitabygg- ingu sem minnisvarða um land- nám í hinni einstæðu íslendinga- bygð suður í Klettaf jöllum. Menn munu nú að líkindum segja: Það er ókleift að halda við íslenzkunni sem hliðarmáli í Vesturheimi. Unga fólkið hef- ir of miklar annir, og það vant- ar æfingu til að tala málið. Þessum mótbárum svara eg þannig: Ungt námsfólk hér vestra hefir ekki yfirleitt meira að gera en námsfólk á íslandi, sem leggur mikla stund á ensku sem hliðarmál og nemur auk þess að jafnaði fleiri tungur. Um vöntun á kennurum er hið sama að segja. Hér eru um 30 þús. íslendingar í Vesturheimi. öll fyrsta kynslóð, mikið af ann- ari kynslóð og margir af þriðju kynslóð eru ágætlega að sér í íslenzku máli. Eg hefi kynst fjölda fólki í sumar, sem er fætt og alið upp í hinum gömlu bygð- um landnámsmannanna og talar fullkomlega hreina íslenzku. Hér vantar ekki kennara, ef til þess þarf að taka. Mér til ánægju sá eg fyrir fáum dögum í þeirri kirkju þar sem þessi samkoma er haldin, að þegar presturinn bað um sjálfboðalið til að vinna í sunnudagaskólanum þá komu tvennar tylftir manna, karla og kvenna úr söfnuðinum og buðu strax hjálp sína og aðstoð. Eg veit að þjóðræknishneigð ís- lendinga er sterk eins og trúar- hneigð þeirra. Eg veit að fjöldi manna hér vestra er fús til að taká þátt í að kenna börnum og unglingum íslenzku þegar vakn- ing byrjar í þá átt, sem eg vona að ekki þurfi lengi að bíða. Það er alkunnugt að konungar og stórhöfðingjar í ýmsum lönd- um vilja láta börn sín læra tvær eða fleiri tungur með hreinum framburði. Hvernig er tekið á því máli? Innfæddar fóstrur tala við börnin, og á þann hátt nema börnin fleira en eitt mál svo að segja fyrirhafnarlaust. — Hér í landi er þetta ofur ein- falt. Bömin læra ensku í heim- ilunum, á leikvellinum og eink- um þó í skólunum og í allri dag- legri umgengni út á við. En þau læra íslenzkuna af mæðr- um og feðrum, af öfum og ömmum, eða hjá kennurum sem taka að sér að kenna mál for- feðranna. íslenzkunni verður haldið við á þennan hátt og með ýmiskonar sérstakri kenslu, með kvöld- skólum, bréfskólum, sumar- námsskeiðum, með því að koma borgarbörnum á íslenzk heimili út í gömlu traustu bygðunum. Þá koma áhrif hinna mörgu og ágætu söngflokka, hljóm- plötur gerðar fyrir kenslu, út- varp á stuttbylgjum frá íslandi, bréfaskifti milli barna og ungl- inga yfir hafið, og að lokum ferðir til dvalar um lengri eða skemri tíma til íslands, þegar beinar skipaferðir og ódýrar hefjast milli Reykjavíkur og Norður-Ameríku, en það er ný- ung sem byrjað er að vinna að báðum meðin hafsins. Kirkjan íslenzka í Vestur- heimi hefir frá því landnám hófst verið meginstoð í við- haldi íslenzkunnar og allri að- hlynningu hins íslenzka menn- ingarlífs hér í álfu. En jafn- framt því er þjóðemis tilfinn- ingin dýpsta undirstaða alls hins íslenzka samstarfs. Ef íslenzk- an deyr sem lifandi mál í Norð- ir-Ameríku mun íslenzkt kirkju- líf eiga erfitt uppdráttar. Söfn- uðirnir íslenzku ættu alt af að halda íslenzkunni við sem kirkju, söngmáli og bókmenta- máli. fslenzkan er í eðli sínu vel fallin til að vera hátíðamál, og notuð af þeim sem ekki hafa hana að mentamáli til að auka hátíðleik hátíðlegra athafna. Kaþólskir menn skilja þetta vel, þessvegna nota þeir latínu,sitt hátíðamál í kirkjum sínum út um allan heim. Eg hefi hér á undan leitast við að færa rök að því að þær tvær kynslóðir íslendinga sem hér hafa lokið »vo að segja full- komnu dagsverki, hafi' ,sýnt í framgöngu sinni ítrasta mann- dóm, og að sigrar og velgengni þessara tveggja kynslóða séu bein afleiðing þess, að þær stóðu mitt á milli tveggja menningar- heima, hins íslenzka og hins ensk-amerikanska og fengu sterka trú frá báðum. Mér sýn- ist einsætt að hinn íslenzki þátt- ur í lífi þessara tveggja kyn- slóða sé mjög þýðingarmikill,! svo að honum hafi að mjög miklu leyti mátt þakka þá orku, andlega og líkamlega, sem ein- kent hefir landnámsstarf fs- lendinga í Vesturheimi. Mér finst að það hljóta að vera allmikil áhætta, fyrir það fólk hér í álfu, sem komið er af íslenzkum kynstofni að slá slag- iröndum fyrir dyr hins íslenzka menningarlífs. Ef menn væru gerðir úr stáli og raforku væri )etta ef til vill framkvæmanlegt og eðlilegt, en þar sem svo er ekki er sú kenning varhugaverð, að með flutningi milli landa sé unt að skifta um menningu, eins og breytt er um búning eftir mismunandi árstízku. Og auk þess verður niðurstað- an sú, að jafnvel þó að íslenzkan týndist hér í Vesturheimi, þá yrði íslendingseðlið eftir, sívak- andi og ódrepandi. Og síðar meir myndu afkomendur land- nemanna hér í álfu harma það meir en nokkuð annað, að hafa mist hinn lífræna grundvöll til- veru sinnar hér á þessu stóra meginlandi. Þeir myndu spyrja hversvegna því hefði ekki verið veitt eftirtekt í tíma, að hinn íslenzki menningararfur var “langra kvelda jólaeldur” fyrir börn landnemanna í þessu landi, þá merkilegu kynslóð .sem sýndi á svo áhrifamikinn hátt í verki að íslendingar í Ameríku kom- ast lengst í allri sinni baráttu í þessu landi, ef þeir neyta hinna ágætu erfðahæfileika sinna til | f ulls með því að hafa ísland, ís- lenzkuna og íslenzka menningu sem trúarlegan dulrænan hug- sjónaheim, en Ameríku og menningu hennar fyrir nútíma starfslífið og lífsbaráttu augna- bliksins. Eg hefi sérstaklega leyft mér að leiða hagi kvenna af íslenzk- um ættstofni hér í álfu að þessu | vandasama máli. Eg veit að (þeim liggur þyngst á hjarta framtíð barna sinna og ókom- inna kynslóða. Og ef íslenzkar mæður skilja að hér er um að ræða lang þýðingarmesta atriðið viðvíkjandi framtíð barna Iþeirra, þá mun ekki langt að jbíða, að hafin verði frá þeirra ihendi ný og víðtæk sókn, sem jnær til allra bygða þar sem ís- j lendingar eru í Ameríku, um að halda við íslenzkunni sem hlið- armáli allra sæmilega ment- aðra íslendinga hér í álfu og nota íslenzkuna sem kirkjumál, söngmál og nútíðarmál, og til að lesa á íslenzku hið bezta úr bók- mentum þjóðarinnar aðfornu og nýju. Og þessi sókn, verður framkvæmd í því skyni að líf- tryggja hinn íslenzka kynstofn í þessu landi til að tryggja það að allar komandi kynslóðir af ís- lenzkri ætt hér í álfu hafi jafn góða aðstöðu til frækilegrar framgöngu í lífsbaráttunni eins og tvær fyrstu kynslóðir íslend- inga hér í álfu, sem eru búnar að sýna hvað íslenzkir menn geta afkastað, undir heppilegum kringumstæðum . Winnipeg er höfuðstaðurinn í hinu andlega íslenzka ríki í Vesturheimi. Á hverjum höfuð- stað hvílir skyldan að hafa for- Justuna um hin erfiðu mál. í meir en hálfa öld hafa Winnipeg fslendingar gætt skyldu sinnar í hverri raun. Eg lýk máli mínu í öruggu trausti þess að Win- nipeg-búar verði enn sem fyr, þar sem hættan er mest og þörf- in mest í þessari nýju sókn til verndar sæmd og framtíðarlífi hins íslenzka kynstofns í Ame- ríku. Jónas Jónsson ÞÉR GETIÐ SÉÐ AÐ EG ÓF ÞESSA MEÐ VOGUE ÚR DAGLEGA JLÍFINU VEGNA ÞESS AÐ HÚN Li'TUR ÚT SEM GERÐ í VÉL Poul Hansen, meðritstjóri við Berlingatíðindi, er hingað kom í sumar með krónprinshjóunum, hefir nýlega skrifað í blað sitt frásögn af ýmsu er fyrir hann bar. Grein, sem heitir “fslend- ingar og þeirra eigin krónprins- hjón” byrjar þannig: A “Það var gamall lögregluþjónn á Akureyri sem lýsti áliti ís- lenzku þjóðarinnar á krónprins- hjónunum í fáum orðum: “Þið Danir gerið ykkur það væntan-1 lega Ijósta, að það eru krónprins- hjón íslands, sem heimsækja okkur, það er okkar krónprins og okkar krónprinsessa, sem eru komin hingað. Þegar þau koma til Danmerkur aftur, þá eru þau dönsku krónprinshjónin, en á ís- landi eru þau íslendingar”. Lögregluþjónninn sagði þetta VOGUE HREINN HVÍTUR Vindlinga Pappír TVÖFÖLD Sjálfgerð STÓR BóKARHEFTI eins og sjálfsagðan hlut, sem hann sagði kom heim við það sem eg sá, hvar sem krónprins- hjónin komu. ▲ Helst var svo að sjá, sem fs- lendingar tækju á móti tveim góðum vinum, sem hefðu verið lengi í burtu, og því skyldu fá sérstaklega góðar viðtökur, er þau loksins kæmu. Maður verður að vera varkár í dómum sínum um þjóð, sem maður hefir ekki kynst nema átta sólarhringa. Samt sem áður dirfist eg að halda því fram, sem minni persónulegu skoðun, að fslendingar séu í eðli sínu sú Norðurlandaþjóðin, sem er frjálslegust í framgöngu og mest blátt áfram. A Eins og önnur tungumál, á ís- lenzkan orð yfir hina konung- legu titla. En fslendingar not- uðu þá mjög sjaldan í viðræðum sínum við krónprinshjónin. — Krónprinsinn og krónprinsessan var í þeirra augum, eins og fyr er sagt, tveir góðir vinir,sem komu í heimsókn eftir langa fjarveru og var hvarvetna tekið þannig. Þeir skiftu hundruðum, sem þau heilsuðu sérstaklega. En aðeins 9 sinnum sá eg konur hné-hneigja sig fyrir þeim, og 5 af þeim konum voru útlendingar. A fslenzka þjóðin er óskift í stéttir. Enda þótt þar sé tals- vert af sóríalistum, þá er þar enginn verkalýður í þess orðs venjulegu merkingu. Þar er heldur engin höfðingjastétt — (“Aristokrati”). Almenningur hefir aldrei hneigt sig fyrir nein- um, og aldrei beigt sig. Þegar maður hefir einu sinni séð íslenzka bóndakonu koma til dyra í hinum lágreistu húsa- kynnum sínum með torfþaki, og bjóða krónprinshjónin velkomin, irétt eins og hún tekur á móti langferðamanni sem kemur þangað ríðandi eftir langa dag- leið, úr annar sýslu, þá fer mað- ur að skilja, hvernig frelsið. sem hefir aðlað þessa þjóð í 1000 ár, einkennir hana enn. A . . . Sennilega hefir krónprins- inn og krónprinsessan skoðað sig sem fslendinga það sunnu- dagskvöld, er þau stigu á land í Reykjavík. En hafi eigi svo verið er þau komu, þá hefir það orðið þannig áður en þau lögðu frá landi 8 dögum seinna. Og það er ekki að furða. Því bæði landið og þjóðin hlýtur að gagntaka mann.—Mbl. 8. sept. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.