Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA RAFMAGNIÐ OG DÝRIN OG RÁÐGÁTUR LÍFSINS Hugboð Napóleons RAFMAGNIÐ, sem meira og meira kveður að á öllum sviðum dagslegs lífs og alt virð- ist ætla að leggja undir sig, hef- ir þegar fyrir löngu síðan hald- ið innreið sína í dýraríkið. Raf- magnið er orðið að einskonar hindurvitni, sem alstaðar á við og hvern vanda fær leystan. Er ekki fjarri því, að segja megi, að rafmagnið sé hinn raunveru- legi kjarni tilverunnar, þar sem talið er, að öll fyrirbrigði al- heimsins megi rekja til örsmárra rafeinda. Svo að eftir séu höfð orð fyrirlesara eins við hina vígfrægu Faraday-fyrirlestra í Lundúnum: “Hið fyrsta, sem skapað var, var rafmagnið, því að efniseindir alheimsins eru ekkert annað en rafhleðsluhvirf- ingar.” Til eru merkileg ummæli, höfð eftir Napóleon mikla, sem sýna hvílíkt furðulegt innsæi getur verið léð afburðamönnum, og er þess að gæta, að þegar orðin voru töluð, þ. e. fyrir ca. 150 árum, var rafmagnið og ált, sem því við kom, í fyrstu bernsku. Ummælin hljóðuðu eitthvað á þessa leið: “Hvað er rafmagnið í raun og veru ? Galvanisminn ? Magnetisminn’ ? Hér er hinn mikli leyndardómur og ráðgáta tilverunnar. Eg hefi tilhneig- ingu til að halda, að maðurinn sé til orðinn fyrir þessa strauma, að andrúmsloftið sjúgi í sig þessa strauma og kveiki lífið, að sálin sé sett saman úr þess- um straumum og eftir dauðann hverfi þeir aftur til etersins og samlagist honum.” Hugsanir Napóleons þessu viðvíkjandi skulu ekki ræddar hér að sinni. Þess skal að eins lauslega getið, að það er alls ekki óhugsandi, að einhver hæfa kunni að vera í því, að andrúms- loftið sjúgi í sig “strauma”, nokkurskonar útgeislanir utan úr himingeimnum (kosmiska geisla), og að þessi geislun hafi áhrif á þróun lífsins á jörðunni. Rafmagn og hænsni Fyrstu not rafmagnsins voru þau, að það var haft til Ijósa, og kom þegar í ljós, að rafljós líktist sólarljósinu meira en nokkur lýsing, sem áður hafði tíðkast. Þar sem mönnum var fyrir löngu kunn hollusta sólarljóss- ins og örvandi áhrif þess á þró- un jurta og dýra, lá nærri, að leitast Væri fyrir um, hvort raf- ljós væri gætt hinum sömu holl- ustueiginle^kum. Hænsnin reyndust hér þægi- leg tilraunadýr. Hin fyrsta raf- magnsnotkun í sambandi við dýr var vafalaust sú, að' hænsna- hús voru lýst upp með rafmagni, er dagsbirtuna þraut. Meðan hænsnin sáu birtuna héldu þau, að enn væri dagur, og létu ekki niður falla dagsverkið að taka til sín næringu, og verpa eggj- um. Árangurinn varð þegar stór-aukin eggjaframleiðsla. — Smátt og smátt hefir þessi “raf- magnsaðgerð” á hænsnum kom- ist á það fullkomunarstig, að telja mun mega til illrar með- ferðar á dýrum. Til eru sem sé stór hænsnabú eða öllu heldur “hænsnastórborgir”, þar sem hænsni eru haldin tugþúsundum og jafnvel hundraðþúsundum saman, en hin nýjasta tíska eru svonefnd “hólfabú”, þ. e. a. s. hver hæna er sér í smáhólfi eða rimlabúri, þar sem hún víkur aldrei úr alla sína æfi, enda fellur búrið svo þétt að henni, að hún getur ekki snúið sér við. Að öðru leyti er hún hirt og fóðruð sem bezt má verða, að vísu með því eina, markmiði að lokka hana til að verpa eins mörgum eggjum og unt er. Þessi hænsnabú eru réttnefnd- ar eggja- og kjúklingaverk- smiðjur í stórum stíl, reknar með rafmagni. Fóðrið er látið berast til hænsnanna, án þess að nokkur maður komi þar nærri. Óhreinindin, sem þau leggja frá sér, eru flutt burtu á sama hátt. Með svonefndum sjálfkveikjur- um, er tendra rafljós jafnskjótt og dimmir, er nótt breytt í bjartan dag, og hænsnin á þann hátt vakin til starfa með vissu millibili, þeirra starfa að éta og verpa. Slíkar “búrhænur” fá aldrei á æfi sinni að sjá grænt grasstrá og aldrei að kenna hana, nema þær, sem notaðar eru til undaneldis. Þær ganga eins og klukkur, eggin detta aft- ur úr þeim með vissu millibili, velta niður í rennu framan við búrin, sem þau flytjast eftir inn í rannsóknarstofu, þar sem þau eru skygnd, vegin og látin í öskj- ur, og er alt gert með vélum. Svo er sagt, að þessar eggja- verksmiðjur hafi í upphafi geng- ið með ágætum vel. Eggjafram- leiðslan náði áður óþektu há- marki. En til er latneskur máls- háttur, sem þýddur hefir verið á íslenzku á þessa leið: “Þó nátt- úran sé lamin með lurk, leitar hún heim um síðir.” Þetta ber að skilja svo, að náttúran láti ekki gjarna taka fram fyrií- hendurnar á sér, án þess að hefna sín á einn eða annan hátt. !og það hefir orðið hér, ef satt Jer það, sem lesa mátti í ensku riti nýverið — en vel má vera, að það hafi verið vel meintur á- róður einhverra dýravina — að nú sé farið að bera á því, og fái þessi nýtízku stóriðnaður eggja- framleiðslunnar á að kenna, að “búrhænsnsin” úrkynjist hörmu- lega, og sé meðalaldur þeirra að- eins örlítið brot af meðalaldri þeirra hænsna, sem lifa “nátt- úrlegum” lifnaði. Kjúklingunum er líka klakið út með stórkostlegum útungun- arvélum. Á mörgum stórbúum er þannig klakið alt að 30 þús. kjúklingum á viku. Þá hafa menn komist að raun um, að með útfjólubláum geilsum má flýta þroska kjúklinganna. Eru þeir þess vegna látnir “ganga í Ijós” með vissu millibili og til þess notaðir svonefndir kvars- lampar, sem gefa frá sér slíka geisla. Einkum þykir nauðsyn- legt að gera þetta við kjúklinga, sem klakið er út að vetrlnum. Er þrautreynt,, að ljósakjúkling- arnir þroskast sórum örar en hinir, sem ekki eru geislaðir. Rafmagn og kýr Þessi ljósböð eru einnig notuð við kýr í því skyni að fá þær til að mjólka meira, en árangurinn er þar enn óséður. Er sú aðferð viðhöfð, að yfir spjaldhrygg kúnna er kdfhið fyrir kvarslömp- um, sem hella yfir þær aftan- verðar útfjólubláu Ijósflóði. En svo góða raun sem þetta hefir gefið með kjúklingana, mun það vera svo, að ekki hefir enn verið unt að sjá veruleg;an mun á því, að geislaðar kýr mjólki betur en ógeislaðar, og er þetta á til- raunastigi. Rafmagnið hefir og að öðru leyti verið tekið til víðtækrar notkunar.í sambandi við kúabú- skap ekki síður en við hænsna- rækt. Nýtízku fjós eru ekki slorlegar vistarverur. Til eru mörg “fyrirmyndarfjós”, þar sem rafmagn er nytjað til hins ítrasta, og er eitt sænskt fjós einkum víðfrægt. Þetta fjós er loftræst með rafmagni — og vitanlega raflýst út í hvern kima — mykjan flyzt í burtu af einhverskonar hervirki, sem komið er fyrir undir hölum kúnna, kúnum er brynt með raf- magni — mjöltunaraðferð, sem náð hefir mikilli útbreiðslu, enda verið reynd í öllum meiri hátt- ar kúabúum hér á landi, þar sem hún þó hefir fallið í ónáð, ef til vill fyrir vort þjóðlega menningarleysi, sem ekki sízt lýsir sér í nepningarleysi við að hirða og hagnýta vélar. f Ameríku, sem er forgöngu- land á öllum sviðum tækninnar, eru einnig notaðir “rafmagns- kúrekar.” í sláturhúsunum miklu í Chicago, þar sem naut- j peningi er slátrað í þúsunda- jtali daglega með hvers konar furðulegum tilfæringum, er hin hinsta ganga gripanna á þeirra !jarðreisu fyrir mann, er svæfir jþá hinum síðasta blundi — þar hafa kýrnar reynst bágrækar inn á hina réttu braut, ef til vill fyrir það, að þær hafa eitthvert hugboð um, að hún sé þeim veg- ur allrar veraldar. Hér hafa menn tekið upp á því að “leið- beina” kúnum með rafmagni, þannig, að stuggáð er við þeim með rafhlöðnum gandi. Þær fá í sig rafkipp, láta sér segjast, gefa sig örlögunum á vald og ganga óhikað fram á ætternis- stapann. Á sama hátt er komið í veg fyrir, að kýrnar sæki þangað, sem þær eru óvelkomnar. Svæði er girt með lágri, einstrengjaðri vírgirðingu, sem er bæði ódýr og fljótsett upp. Rafmagn er leitt eftir vörnum, og þegar á- sækin kýr ætlar að ráðast inn fyrir girðinguna, fær hún í sig straum, sem gerir þáð að verk- um, að hún reynir tæplega aftur að stíga inn á hið forboðna land, hversu girnilegt sem það kann að vera í hennar augum. Jafn- vel svo meinþráar skepnur eins og asnar láta sér segjast af þessari kenningu. Rafmagn og fiskigöngur Svipuð not eru og höfð af raf- magni í sambandi við fisk. f hinum fiskisælu ám í Ameríku hættir fiskinum við að álpast á þá staði, þar sem honum er sér- stök hætta búin, t. d. undir iðu- hjól raforkuveranna. Á þann hátt fyrirfórst óhemja af fiski á hverju -ári. Til þess að koma í veg fyrir þetta, girtu menn hættusviðin með rafgirðingum, sem fiskurinn fældist, fyrir strauminn, sem þær gáfu frá sér, og breytti um stefnu, hver veit nema sú glæsilega framtíð bíði sjávarútvegsins íslenzka, að fiskigöngunum verði beint upp að landinu með rafstraumum og haldið í miðunum eftir því sem bezt hentar fyrir þá, sem fiski-* veiðarnar stunda? f veiðiám Skotlands er víða komið fyrir raflyftum, er flytja fiskinn yfir flúðir og fossa, líkt og laxastigar þeir, er vér þekkj- um. Fiskurinn syndir inn í lyft- una undir fossinum, og þegar hún er full orðin, er inngöngu- dyrunum lokað, lyftan fer á stað, og þegar komið er upp fyr- ir fossbrúnina, opnast hún hins vegar, og fiskurinn syndir glað- ur sinn veg. Ánamaðkur veiddur með rafmagni Enn er sú hagnýting raf magns, sem stendur í nokkru sambandi við fiskiveiðar, og er í því fólgin, að ánamaðkur er veiddur með rafmagni. Menn höfðu orðið þess varir, að ef leki kom að neðanjarðar-raflögn, svo að straumur barst út í jarðveg- inn, þusti allur ánamaðkur í grendinni upp á yfirborðið. Til þess að geta sópað saman ána- maðki eftir vild er vandinn ekki annar en að reka tvo rafmagn- aða stauta, sinn frá hvorum pól einhvers raforkugjafa með hæfi- legum styrkleika, niður í jörð- ina, og áður en varir, er allur ánamaðkur, sem er í jarðvegin- um á milli stautanna, kominn upp á yfirborðið og liggur þar í hrúgum. Þessi veiðiaðferð er þegar viðhöfð í Englandi. — Hversu lengi ætla ánamaðka- burgeisar Reykjavíkur að láta sér sæma að keppa við kríuna um ánamaðkinn, viðhafandi sömu veiðiaðferðir og hú<i. en miklu ver til þeirra lagaðir? Fiskiveiðar í stórum stíl með rafmagni Það er raunar leyst þraut að Veiða fisk í stórum stíl með raf- magni, bæði í sjó og vötnum og byggist það á því, að fiskur er mjög næmur fyrir rafstraumi. Þjóðverjar, sem fátt láta fara uðu á milli tauganna með vængj- unum. Það tók æði tíma að losna við þessi óþægindi, en loksins komust menn upp á að fram hjá sér af þessu tagi, hafajgera fuglunum /ósætt á hinum varasömu stöðum, með því að koma þar fyrir vírgöddum og sagtentum járnræmum. f Svíþjóð hefir það nokkrum sinnum komið fyrir, að skjórar hafa valdið straumrofi á leiðslu rafmagnsjárnbrautarinnar milli Stokkhólms og Gautaborgar, þannig, að reksturinn hefir stöðvast um alllangan tíma. — Rottur hafa einnig ósjaldan valdið tjóni á raforkuverum með því að naga í sundur jarðstrengi, eða þær sjá sér færi, þegar raf- magnsvélar eru ekki í gangi, að gæða sér á því, sem þeim er þar ætt af einangrunarefnum o. s. frv. Þá hefir það viljað til, að rafmagnsvélar hafa á þenna hátt og mönnum óviljandi orðið að rottu- og músagildrum. Rottur og mýs ráðast inn í vélar, sem standa kyrrar, og naga þar í ró og næði það, sem tönn á festir. þegar samið doktorsritgerðir um þessar veiðiaðferðir. Mundi nokkur íslendinga hafa kynt sér þau rit? Vissulega væri slíkt oss ekki óviðkomandi. Og helzt ætti fiskimálanefnd að verða á undan Benedikt gamla á Auðn- um að nálgast þau. Rafmagn og skordýr Ekki eru skordýrin heldur lát- in fara varhluta af rafmagninu. í Ameríku qr það þannig mikið tíðkað, að eyða skordýrum með rafmagni. Fyrsta rafmagns- gildran fyrir skordýr munu hafa verið ljósapera og undir henni skál með steinolíu. Skordýrin fíögruðu að ljósinu og féllu unn- vörpum niður í steinolíuskálina og létu þar líf sitt. Síðan hefir verið fundið upp á að umlykja peruna með vírneti og leiða raf- magn eftir netinu, eða menn soga með rafmagnssogdælum skordýrin niður í tilheyrandi í- j En þegar vélin fer á stað aftur, lát. Hagsýnn Ameríkumaður fá kvikindin heldur en ekki fyrir tók meira að segja upp á því að. ferðina, er hún tekur til að snú- stunda flugnaveiðar sér til á-! ast og e. t. v. með 1000 snún- bata. Hann fékst við sveppa- j inga hraða á mínútu, senA er rækt, en þegar hann hafði tatt J yfrið nóð til að gera út af við ekrur sínar, hændist að þeim j hinar ósvimagjörnustu og líf- urmull af flugum. Þá kom hann seigustu rottur. fyrir sogdælum yfir ekrunum, j sem soguðu án afláts upp í sig Rafmagnsstóll fyrir rottur flugnamorið og inn í kælirúm, í Ameríku eru og í notkun þar sem flugurnar féllu í dvala í, reglulegar ramagnsgildrur fyrir kuldanum. Flugurnar seldi j rottur. Um leið og rottumar hann í smálestatali fyrirtæki grípa til agnsins, ostbita eða einu, sem ól upp risakörtur, sem annars, koma þær á sambandi töluvert er gert að því að rækta j og liggja á samri stundu dauðar í Californíu. Þykir körtuketið j fyrir sömu verkun og glæpa- herramannsmatur, ekki sízt nið- j mennirnir — og raunar ýmsir ursoðið. Flugur eru uppáhalds-j heiðursmenn fæða þessara dýra, og svepparæktarmaðurinn á þennaj hátt drjúgar aukatekjur af ekr- Hvernig varð platínu- um sínum. Hver kann að vita, refurinn til? hvaða fjársjóðir liggja ónotað-; Fyrir nokkru síðan gat ir, þar sem er flugan við Mý- lesa hér í blöðum frásögn af vatn og Sogið ? Og má vera, að því, að í refabúi einu í Ameríku sú komi tíðin, að við annan tón j hefði óforvarandis fæðst refur, verði blessað yfir varginn, en gerólíkur að lit og hárafari öll- þegar Sigmundur í Belg söng um öðrum refum, er áður voru Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgfilr: Henry Ave. Ea*t Sími 95 551—95 552 Skrlf stofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA ------------ í hinum fræga fékk rafmagnsstóli Jónatans. að við Mývatn: Af öllu hjarta eg þess bið andskotann grátandi, að flugna’ óbjarta forhert lið fari í svarta helvítið. í Ameríku eru skordýr einnig kunnir, og ekki síður sínu eigin foreldri. Og það sem var enn furðulegra: Þessi sérkenni hans reyndust kynföst, þau komu fram á afkvæmum hans, og tókst þannig að hreinrækta refastofn þessarar nýju tegund- ar, hina svonefndu platínurefi, ræktuð í stórum stíl við aðstoð j sem nú eru eftirsóttir dýrgripir rafmagns og þá fyrst og fremst j um allan heim. bjöllutegund ein, sem hefir það Nú skygnumst vér dýpra í sér til ágætis, að eyða öðrum | ==============;=: skorkvikindum, sem skaðleg eru fyrir aldintré. Þessari bjöllu er klakið í vermihúsum, og er margs að gæta við þá ræktun, i en þess fyrst og fremst, að hit- inn haldist jafn og óbreytilegur. Þegar bjöllurnar hafa náð næg- um þroska, er búið um þær í glerhylkjum og þær fluttar þannig til hinna víðáttumiklu aldinræktarhéraða í Californíu, þar sem þeim er slept í aldin- trén. Dýr valda truflunum á rafleiðslum og raftækjum Hér að framan hafa verið nefnd dæmi um frjálsa notkun rafmagns við dýr. En hitt á sér einnig stað, að dýr flækjast í rafleiðslur og raftæki, hlutað- eigendum mjög á móti skapi og þar af leiðandi til ósmárrar skapraunar. Geta þau á þann hátt gert mikið tjón. Þannig valda fuglar ekki sjaldan alvar- legum truflunum á háspennu- leiðslum á langleiðum með því að setjast á taugarnar og koma þannig til leiðar straumrofi. Á hinni fyrstu löngu háspennu- leiðslu í Ameríku urðu, menn þannig hin fyrstu ár fyrir sí- feldum erfiðleikum af völdum fugla. öryggi brustu í sífellu, án þess að menn gerðu sér þeg- ar grein fyrir, hvað ylli. En smátt og smátt lærðist mönn- um, að það hlutu að vera fuglar, sem settust í staufana og brú- umræðuefnið, en gert hefir verið hér að framan og vörpum fram þessari spurningu: Hvernig varð platínurefurinn til ? Það er bezt að segja það strax til þess að blekkja engan, að enginn er svo klókur, að hann viti þetta. Það heyrir til þeim leyndardómum náttúrunnar, sem virðast óræð- ir, enda heldur náttúran fast utan að dýpstu ráðgátum sínum, ekki sízt þeim, sem standa í sambandi við uppruna lífsins — efni, sem mönnum hefir jafnan verið kært viðfangs. Mönnum hefir þó, fyrir elju sína og ó- þreytandi ástundun, tekist að grafast fyrir ákveðnar stað- reyndir, sem auðsjáanlega eru grundvallandi fyrir uppruna teg- undanna. Litbevgjur og erfðavísar Menn hafa t. d. fyrst og fremst rekið sig úr skugga um, að alt líf og sérkenni hverrar tegundar og einstaklings verður rakið til hinna einkennilegu smá- agna í kjörnum kynfrumanna, smáagna, sem nefndar hafa ver- ið litbeygjur (krórmsómur). — Þessar litbeygjur eru breytileg- ar að tölu eftir þróunarstigi hinnar hlutaðeigandi lífveru, frá 2 og upp í 24 frá hvoru for- eldri. Litbeygjur mannsins eru skrípislegar í lögun og líkjast e. t. v. engu meira en dularfullu austurlenzku letri, sem náttúran hefir þó skráð með ráðgátur sínar. Þessar 24 karllegu og 24 kvenlegu litbeygjur hafa í sér geymdan allan erfðaforða ætt- ættarinnar. Nú sýnir það sig, að litbeygj- urnar, þó að smáar séu, eru eng- an veginn ódeilanlegar. Þær eru settar saman úr enn smærri ögnum, sem kalla mætti erfða- vísa (gen), því að þær flytja með sér erfðirnar frá einni kyn- slóð til annarar og ákveða þann- ig einkenni ekki aðeins hverrar tegundir, heldur ættareinkenni hvers einstaklings. Þessir erfða- vísar eru smærri en svo, að þeir Frh. á 7. bls. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division l Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the beát showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.