Heimskringla - 12.10.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.10.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. OKTÓBER 1938 miiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimniiiniiiinimiiiBiiBHimniiBiiniimiiiwniniiHnninmHnnnHiiiniiiinnniBniitfliiii'a íttcimskrhtiiU 1 (StofnuO 1888) Kemur út i hverjum miBvikudegi. Elgendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 f§ VerS blaðsins er $3.00 áxgangurinn borglst g| B tyriríram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. = ________________________________________- = m m tJU vlðsktfta bréf blaðinu aðlútandi sendlst: g Kcnager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. 1 Telephone: 86 537 ^iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiililillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllB WINNIPEG, 12. OKTÓBER 1938 FERÐALOK (Riss það sem hér fer á eftir, hafði eg skrifað og ætlaði að flytja í kveðjusamsæti J. J., ef tími entist til. En dagskrá var yfrið löng svo eg lét það bíða. Birtist það hér eins og það var þá skrifað.—S. E.) f lok ferðar Jónasar alþm. Jónssonar vestur um haf, ber margra hluta vegna að minnast erindis hans á fund Vestur- íslendinga, því um það er ekkert ofsagt, að það marki tímamót í þjóðræknisbaráttu vorri, sé í fylsta skilningi sögulegur við- b'urður. ísland er draumaland Vestur-íslendinga, eldri sem yngri. Það var ekki einungis draumaland þeirra á fyrri árunumt vest- urfararárunum, er þeim fanst það í gildi stórhátíðar að finna landa sína nýkomna að heiman, í og með að því er virtist í þeirri von að þeir kæmu með eitthvað af íslandi með sér vestur, eins og skáldkonan Guðrún Finnsdóttir kemst svo vel að orði um það í einni af sögum sínum, heldur dreymir þá enn sama drauminn, sem sézt á því er landar að heiman heimsækja Vestur-íslendinga. Þeim eru þær heim- sóknir nokkurskonar hátíðir. Jafnvel þeir sem hér eru fæddir, hafa ekki fyr litið ísland en þeir verða hugfangnir af því. En það er þó skiljanlegra en hitt, þegar það verður draumheimur þeirra, sem aldrei hafa það séð. Og þess eru nokkur dæmi hér. Að minsta kosti getum við ekki gert oss aðra grein fyrir því, er íslenzk börn, önnur eða þriðja kynslóðin í þessu landi, rís upp í skólum hér og segir kenn- arana fara með staðlausa stafi, halli þeir sögunni á ísland, eða sýna á háu stigi vanþekkingu sína á ættlandi voru og þjóð. Og það á sér tíðum stað. Þjóðernið virðist ávalt þegar á reynir, segja til sín hjá ís- lendingum. Þetta snertir nú okkur Vestur-íslend- inga eina. En á það er hér minst vegna þess, að það klingir stundum við, að Vestur-íslendinga varði ekkert um ís- land og séu engum andlegum böndum bundnir ættþjóðinni. Böndin eru miklu raunverulegri, en við oft ætlum. ,ísland á ennþá það bezta sem í Vestur- íslendingum býr. Og það er vegna draumsins um það, óljóss ef til vill, en draums samt, að hugmyndin um sam- vinnu milli heimaþjóðarinnar og þjóðar- brotsins vestra, er til orðin. Lengi var svo litið á, sem Vestur-íslendingar einir yrðu þiggjandinn, en heimaþjóðinni gæti ekki neitt af því fénast. — Þessvegna hefir mátt svo heita, að samvinnuleitinni hafi aðeins verið haldið á lofti hér vestra. Það skal játað, að við yrðum meiri gæða aðnjótandi af samvinnu. En eigi að síður getur ísland einhverntíma átt við þau átök, er til góðs gæti orðið, að Vestur- íslendingar veittu aðstoð sína við. Ef ísland ætti segjum 10 þúsund landa í Ástralíu nú, og aðrar 10 þúsundir í Aust- urlöndum, og enn aðrar í Evrópu ein- hversstaðar, gæti þjóðinni auk þess að stafa heill af því að eiga svo vítt andlegt ríki, einnig beint stafað gott af því efna- lega. En jafnvel að því sleptu, stafar t. d. Bretlandi ekki lítil heill af því, að í Bandaríkjunum er sama mál talað og þar þó að því er fjárhag og stjórnmál snertir, alt sé sitt hvað. Útbreiðsla hverrar tungu sem er, er ómetanlegur hagur þjóðinni sem hana talar. Þjóðræknisstarf Vestur-íslencþnga og heimsóknir landa að heiman, eru því mik- ilsverðari, en oft er ætlað. Heimsókn Jónasar alþm. Jónssonar á það sameiginlegt við komu annara góðra landa að heiman, vestur um haf, að hún hefir eflt og glætt ættrækni vora. En hún hefir verið sérstök í sinni röð með það, að vér þykjumst sjá í henni gleggra en nokkru sinni áður, uppfylling vonanna um meiri og nánari samvinnu við fsland. Við eygjum með henni mörg ný spor stigin í verklega átt. Hún er tímamót, nýr á- fangi í þjóðræknismáli voru. Jónas hefir tekið þjóðræknismálið öðr- um tökum en flestir aðrir. Áður en hann fer að heiman, er hann ákveðinn í því, ? kynna sér allar aðstæður hér vestra, með það fyrir augum, að koma einhverju verk- legu til leiðar er heim kemur. Um ætt- jarðarást Vestur-fslendinga, efast hann ekki. Hann veit að af honum er krafist, að hann komi með eitthvað af íslandi andlega talað með sér vestur. En honum nægir það ekki. Honum þykir mál til komið, að samvinnan sé hafin í verki, af hálfu íslands. Áður en Jónas fer að heiman, vinnur hann að því, að stjórn íslands veiti ár- lega fé til heimsókna til að efla viðkynn- inguna. Hingað kominn sér hann ávalt fleiri og fleiri vegi til aukins kynningar- starfs. Eitt af því eru hreyfimyndir úr þjóðlífi frændanna austan Atlantsála og vestan. Þá eru beinar skipaferðir milli Montreal ogi íslands, sem ekki einungis væru mikilsverðar fyrir almenn viðskifti, heldur einnig samvinnuhugmyndinni styrkur. Þá eru skifti á prestum og kenn- urum milli Austur- og Vestur-íslendinga; þó til þess þurfi ný lög heima, telur hann ekki í það horfandi. í íslenzku blöðin vestra, vill hann að fréttir séu skrifaðar beint að heiman og mun hann ýta undir að það komist í framkvæmd. Auk þessa víðfeðma vettvangs til auk- innar samvinnu, hefir Jónas í ræðu og riti hér vestra flutt oss margskonar fróð- leik um gildi íslenzkrar menningar. Og í sambandi við tunguna og viðhald hennar bendir hann sem annarstaðar á verklegar framkvæmdir. Það er fyrir þann fram- kvæmdarhug, sem lýsir sér í öllum tillög- um hans í þessum málum, sem við finnum til þess að viðhorfið er alt annað og stefn- an gleggri en nokkru sinnj fyr í sam- vinnumálinu og hugur vor einbeittari og ákveðnari til starfs. Grundvöllurinn fyrir þjóðræknisstarfi öllu, er að halda hér við íslenzkri tungu, sem talmáli. Við hugsum okkur oft lítinn kost á því. En það er vitleysa, sem burtu þarf að rýma úr hugum vorum. Það er eins hægt að halda hér við íslenzku og það er að drekka úr kaffibolla, ef við aðeins erum ákveðin og heit fyrir því. Börn sem til 20 ára aldurs að jafnaði hafa ekk- ert að gera nema að stunda nám, er ekki ofvaxið, að nema móðurmál sitt auk ensk- unnar, og því síður, sem það er enn talað á flestum heimilum að einhverju leyti, sem er bezti skólinn sem til er að nema í tungumál. Með kenslu í íslenzku í skóla, bæði á laugardagsskóla Þjóðræknisfélags- ins og J. B. skóla, til fágunar í málinu, er ekkert því til fyrirstöðu nema deyfð og á- hugaleysi sjálfra vor að niðjar vorir haldi hér við íslenzku. Eg vil grípa þetta tæki- færi til að hvetja hvern einasta mann og konu, sem hér eru stödd, að hefjast nú handa og einsetja sér, að vekja ást barna sinna á móðurmálinu og kenna þeim bæði að tala það og lesa. Þetta er auðvelt ef við aðeins höfum áhuga fyrir því og lát- um ekki berast sofandi að feigðarósi. Eftir að Jónas kemur heim til ættjarðar- innar, yrði honum ekkert meiri gleðifrétt, en að vita að við heilstrengdum þetta. Við þektum gestinn okkar hér í kvöld áður en hann kom vestur, sem einn af fremstu mönnum þjóðar vorrar. Áhrif hans í fræðslumálum, atvinnumálum og viðskiftunum, hafa skapað nýtt þjóðlíf á íslandi. Að Jóni Sigurðssyni undantekn- um, þekkjum vér engan, sem eins mikil áhrif hefir haft á íslenkza þjóð. Þó verk- efnin væru ekki hin sömu, miða þau að því sama, stjálfstæði og frelsi þjóðarinnar. Síðan Jónas kom hér vestur um haf, höf- um við kynst honum sem fjölhæfum gáfu- manni, alúðlegum og viðkynningar góðum. f hugum Vestur-íslendinga hefir hann eignast ómæld ítök, eigi síður en á ætt- jörðinni, nema fremur sé, þar sem hér kemur ekki neinn pólitískur ágreiningur til mála. Við sjáum eftir að dvöl hans vestra er nú lokið. En við þökkum hana einlæg- lega og lifum í öruggari von en áður um framgang samvinnumálsins, fyrir komu hans vestur. VESTUR- OG AUSTUR-CANADA Eftir C. S. Burchill Verður þörf og ráðstöfun sveitastyrks, skuldaþungi landsins og tekjuhalli járn- brautarkerfanna orsök að sundurliðun fylkjasamveldisins? Eða felst úrlausnin í vatnsveitingum á sléttum Vestur Canada ? Fyrir 20 árum síðan gerði Cecil B. De Mille mikla kvikmynd sem hann nefndi “Fæðing þjóðarinnar.” Myndin sýndi, hvernig upp úr rústum sundrungar, hat- urs og heiftrækni borgarastyrjaldarinnar að Bandaríkja þjóðin fæddist og óx. Á þessu tímabili ofbeldis og sundrungar í Bandaríkjunum sem myndin sýnir, fædd- ist einnig Canada-þjóðin norðan landa- mæranna. í Canada átti sér samt sem áður ekkert ofbeldi stað, ekkert hatur til að eitra stjórnmál hins unga ríkis. Hópur stjómmálamanna mættist á nokkrum nefndarfundum í Charlottetown, í Quebec og í London og sömdu sambands- lög fyrir fylkjasamband hinna brezku ný- lenda í Norður-Ameríku. Þannig fæddust á árunum milli 1860 og 70 tvær hliðstæðar þjóðir. Bandaríkjaþjóðin, þrátt fyrir erfða- fjanda þann, er henni fylgdi, hefir vaxið og þroskast dag frá degi, og er þjóðrækn- ari og voldugri þann dag í dag en nokkru sinni áður. Canada-þjóðin þrátt fyrir glæsilega þjóðmyndun í byrjun hefir orð- ið þróttminni sem árin líða og þjóðrækni hennar sem heildar nálega horfið. Fæðing Canada þjóðarinnar varð með eðlilegum hætti og var engin einkeninleg sorgar- leiksafleiðing eins og fæðing Bandaríkja- þjóðarinnar. y Dauði hennar verður einkennilegur og ófrægur. Henni liggur við kyrkingu í stjórnmála og fjármálaflækjum landsins. Henni liggur við köfnun af gasi stjórn- málamælginnar. Henni liggur við sundur- liðun og sölu eins og ónýtu verðskulda- bréfi. ' Og þetta getur alt átt sérstað nema enn sýni sig dálítil þjóðrækni, dálitlir stjórn- málahæfileikar meðal stjórnmálamanna hennar. Aldrei í liðinni tíð hafa önnur eins sundrungar áhrif vofað yfir hinu cana- diska fylkja-samveldi. Aldrei eins öflugar andstæður milli Austur- og Vestur-Canada og hinna ýmsu fylkja og sambandsstjór'n- arinnar eins og þann dag í dag. Þingmenn úr Vesturfylkjunum hafa leitast við að taka utanríkisráðin í sínar hendur. Alberta og Quebec hafa bæði boðið lög- gjafarvaldi sambandsstjórnarinnar byrg- inn. Framkvæmdarvald hennar fer óðum þverrandi. Canada getur tæplega skoðast lengur sem fylkjasamband með eina þjóð, heldur líkist fremur sundurleitum lands- uppdrætti. Eins og Kína, Spánn go Austurríki, þá virðist þörf á fyrir Canadamenn að verja sitt eigið lánd. Það hefir auðvitað alt af verið dálítil sundurþykkja innan sam- bandsins. Árið 1870 hlóðu nokkrir Manitoba-menn varnarvirki á nokkru svæði á landamærum sínum að austan og vörðu þar með byssum innreið hins fyrirhugaða fylkisstjóra, er Austur-Canada ætlaði að setja yfir fylkið. Á tímabili fyrir heimsstríðið mikla voru kornræktarbændur Vesturlandsins neyddir til að hefjast handa gegn okurvaldi Aust- ur Canada og krefjast kornsölusáttmála og lagagerðar um flutningsgjöld á henni. — Eftir stríðið var framsóknarflokkur Vest- ur Canada myndaður til að verja réttindi Vesturlandsins gegn iðnaðar og fjármála- magni Austur-Canada. Þetta var nú alt nokkurskonar gamanleikur. Vestur-Canada var þróttmikið land og framleiðslan óx hröðum skrefum. Á þeim tímum efaðist enginn um 'stjórnfræðis- legan hagnað í sambandi milli Austur- og Vestur-Canada. Vesturlandið hafði þörf á fjármagni Austur-Canada og tók stórfé til láns til að leggja járnbrautir, géra vatnsveitingar, reisa bæi og girða lönd sín. Gróðabrallsmenn úr Austur-Canada mættu engri samkepni til að lána út fé það er græðst hafði í eldri fylkjunum. Verzlun á milli fylkjanna var skoðuð hagkvæm og ávinningur báðum aðilum. Nú hefir ærin breyting orðið á þessu. Það virðist ofur eðlilegt fyrir kunningja að slíta félagsskap, þegar enginn hagnaður er sýnilegur. f Vestur-Canada er talsvert almenn sú skoðun nú, að stjórn- arfarslegt samband við Austur- Canada sé Vestur-fylkjunum til hnekkis; að Austur-Canadiskir auðmenn standi hagkvæmilegum framförum landsins fyrir þrif- um og okri á náttúrufríðindum og íbúum Vesturfylkjanna og skoði þau sem stjórnarfarslega hjáleigu. Vér skulum t. d. minnast á fyrirtækinu hlyntir en gátu eigi ráðið lánunum til lykta án sam- þykkis yfirbankastjórna í Aust- ur-Canada. Og auðvitað varð það því að fjörtjóni. Það eru aðeins 10 bankar í Canada, og þeim er öllum stjórnað frá Aust- urfylkjunum. Ef til vill situr í hverri einni bankastjórn maður, sem er hlut- hafi í niðursuðufélagi í Austur- bænda, öllu svæðinu stórvægilegt Canada og það myndi nægja til vestan'að neita fjárveitingu til nokk- skuldir atriði á Stór-Vatnanna. Fyrir tveim ár- ] urrar samkepni í Vesturlandinu. um síðan settist fylkisstjórnin í Þetta nær eigi að eins til niður- Saskatchewan ásamt fulltrúum frá sambandsstjórninni og suðu iðnaðar, heldur og einnig til alls iðnaðar. Þannig verður stærstu lánfélögum á rökstóla og hverri tilraun til fjölbreyttari náði samningum að nema úrjiðnaðar í Vestur Canada fórnað gildi skuldalúkningu á ógöldnum á altari Austur Canada eins sköttum innan fylkisins, er namjlengi og bankarnir eru austur- canadiskar einokunarstofnanir. Þessi maður var auðvitað social cerdit sinni og hefir ef til vill haft óþarflega mikinn ými- gust á bönkunum og stefnu þeirra; hefir ef til vill verið of bjartsýnn yfir áhuga banka- stjóra innan fylkisins óg á starfrækslu niðursuðutilraunar- innar. En því verður eigi neit- að, að skoðun hans og ályktun eru sýningamyndir, er speglast í huga margra manna í Vestur- Canada. Finnist íbúum Vesturlandsins að fjármálastofnanir í Austur- .Canada haldi Vestur-Canada í skuldagreipum og hamli viðreisn og framförum, þá er það að- eins einn kafli sögunnar. “Ef fylkjasambanið á að halda áfram að vera varanlegt,” sagði lögmaður í Vestur-Canada við mig, “þá verður það að vera samband með jafnrétti fyrir öll fylkin. Þjóðin getur eigi þrifist sem ein heild, ef nokkur, fylkin eru höfð að féþúfu fyrir hin, og það er nákvæmlega það sem á sér stað undir núverandi tolllög- gjöf landsins. í hálfa öld höfum vér búið við vemdartolla, sem hækka verðið á vissum vöruteg- undum aðeins til hlunninda fyrir framleiðendur slíkra vöruteg- unda. Árið 1931, gott meðal ár, þurfti hver einstaklingur í Al- berta-fylki að greiða vemdar- toll sem svaraði $27.00, eða meðalfjölskylda frá 100—150 á ári. f Saskatchewan varð með- altalið dálítið hærra. Hagnaður- inn við þessa tollverndun varð fyrir meðalfjölskyldu í Ontario- fylki sem svaraði $60.00 á ári. Þessir verndartollar hafa num- ið því sem þúsundir fjölskylda í Vesturlandinu hafa orðið að neita sér um af smávægilegum þægindum og jafnvel nauðsynja- vörum, en hafa jafnframt aukið lífsþægindi Austur-Canada-búa. Þessi skattur hefir verið heimtur í meira en hálfa öld og verður heimtur framvegis eins lengi og Vestur-Canada er í minnihluta í sambandsþinginu. “Og svo er 52 miljónum og 500,000 dölum, ásamt 13 milj. og 5 hundruð þús- undum dala í vöxtum. Mjög mannúðleg ráðstöfun ? Ef til vill, en eigi var það skoðun að minsta kosti eins bónda í Saskatchewan. “Þetta var hættuleg ákvörð- un,” sagði hann. Mikill hluti fylkisins hafði reynst illa. — Framleiðsla hafði stór hrakað og mesti fjöldi bænda á þessum svæðum hafði mist lönd sín í hendur líjnfélaga. Skattarínir höfðu verið ógreiddir svo árum skifti. Eina skynsamlega ráðið hefði verið að selja löndin til skattgreiðslu til að ná sann- gjörnu virðingarverði, jafnvel þó að ekran hefði fallið niður í 50 cents. Með því að afnema þessa skattgreiðslu hefir röngu virðingarverði verið haldið við og lánfélögum verið réttar 52 miljónir dollara að gjöf. Það er sagt, að fylkið beri þenna skaða. Það bendir aðeins á, að þeir sem alt af hafa greitt skatta sína og eru ennþá færir um það borga nú jafnframt sín- um eigin sköttum skatt af nokkrum miljónum ekra, sem lánfélögin eiga. “Þessi skattaafföll voru bænd- um í Saskatchewan að engu liði, heldur hið gagnstæða,” sagði hann ennfremur. “Nú verða þeir sem færir eru um að greiða skatta sína að greiða skatta fyrir Austur-Canacjaiska pen- ingamangara jafnframt sínum eigin.” Rætur að andstæðunum milli Austur- og Vestur-Canada liggja þó aðallega í hinum stórfelda uppskerubrest Vesturlandsins á síðastliðnum árum. En þar með er þó eigi öll sagan sögð. Ný bygðarlög eru alt af miður þekt til framleiðslu og reynslan gefur aðeins hagfræði þeirra gildi. Saga þessa meginlands hefir verið nokkurskonar þjóðflutn- ingur. Ný landnám með fá- breyttum framleiðslutegundum til fjölbreyttari framleiðslu og hagkvæmara skipulags. Slíkt nauðsynlegt skipulagfæst aðeins jeinnig stjórarfarsleg ósanngirni með miklum örðugleikum í Vestur-Canada. Við höfðum hið ágætasta tækifæri að setja á stofn niður- suðu verksmiðju hér,” sagði einn þingmaður frá Vatnsveit- ingasvæðirui í Alberta mér. — Við höfum langa uppskeru- árstíð hér, frjósaman jarðveg, ótæmandi forða af vatni, nægi- lega verkfræðislega þekkingu mikinn vinnukraft og nægilegan markað fyrir alla þá garðávexti er vér gætum framleitt og soðið niður. Árið 1936 stofnsettum vér samvinnu niðursuðufélag og fengum tryggingu fyrir nægi- í Vesturfylkjunum,” bætti hann við. “Sum fylkin njóta sín sem fullvalda ríki, þar sem með önn- ur er farið eins og ósjálfstæðar nýlendur af sambandsstjórninni. Vér skulum athuga löggjöfina síðastliðin ár. Stjórn Alberta-fylkis staðfest- ir lög um afnám á skuldbind- ingum fylkisins. Ontário-stjórn- in semur lö^ af svipuðu tagi. Báðar stjórnirnar staðfesta einnig með frekari löggjöf, að eigi væri unt að ónýta þau fyrir yfirrétti. Hvað kemur svo fyr- ir? Sambandsstjórnin lýsir lög Albertafylkis ógild, en leyfir legri framleiðslu fyrir niður- ^ lögum Ontario að standa óáreitt- suðuverksmiðjuna. Vér gerðum um. einnig samninga við heildsöluhús Calgary. Þá lögðum við öll plögg fyrir iðnaðar og verzlunar fulltrúa fylkisstjórnarinnar, og þeim leist svo vel á fyrirtækið, að þeir samþyktu að fylkið skyldi ábyrgjast peningalán, er nægja myndi til að hrinda því í framkvæmd. Fyrst voru fengin góð og gild loforð fyrir talsverðri fjárupphæð innan bygðarinnar, og næst farið til bankanna til að fá nægilegt fé til framkvæmda. Fylkisbanka stjórnarinnar voru Bæði Albera og Quebec semja lög er veita fylkisstjórunum fult vald til að hnekkja skoðana og ritfrelsi stjórnarandstæðinga. Hvað á sér aftur stað? Alberta lögin lýsir sambands- stjórnin þegar að engu merk, en leyfir Quebec-lögunum að ganga óhindrað í gildi. — Hví skyldu ósanngjörn lög í Al- berta vera numin úr gildi, þegar nákvæmlega lög af sama toga spunnin eru látin afskiftalaus í Ontario og Quebec ?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.