Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytitne In the 2-Glass Bottle ^ ® LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 19. OKTÓBER 1938 NÚMER 3. HELZTU FRÉTTIR Hitler krefst þrisvar sinnum meiri lofthers en Bretar í ræðu sem utanríkismálaráð- herra Þjóðverja, Joaehim von Ribbentrop hélt s. 1. föstudag í Berlín, krafðist hann þess fyrir hönd Þýzkalands, að því væri leyft að hafa 3 lofherskip á móti hverju einu sem Bretar hefðu. “Þýzkaland krefst að verða al- ráðandi í loftinu, eins og Bret- land er á sjónum,” sagði Ribben- trop og notaði það sem ástæðu sína fyrir þessari kröfu. Þjóðverjum kvað vera afar illa við áform Bretá, að efla herút- búnað sinn. Eitt af leiðandi blöðum Þýzkalands, hélt því fram, að ef Bretland efldi her sinn þrátt fyrir Munich-samninginn, skyldi það reiða sig á, að Þýzkaland léti ekki lengi ögra sér til að fara,' að ráði þess. Hitler stendur eflaust í þeirri meiningu, að hann geti boðið Bretlandi byrginn. Blöð hans gáfu brezku þjóð- inni nýlega fyllilega í skyn, að ef hún kysi menn, sem Churchill eða Eden í stjórn, væri friðin- um við Þjóðverja slitið. Heyrið það brezkir kjósendur! Frakkar takmarka vald útvarpsins Stjórnin á Frakklandi lagði bann við því s. 1. föstudag, að nokkur af hinum 11 útvarps- stöðvum í landinu, sem einstak- ir menn eiga, útvörpuðu fréttum án leyfis eða eftirlits frá stjóm- inni. Ástæða stjórnarinnar fyrir þessu er sú, að Nazistar halda uppi hlífðarlausum áróðri í norð-austur héruðum Frakk- lands. Gull er ótæpt flutt út úr land- inu. S. 1. fimtudag voru 272 kassar, með 15 miljón dollara virði af gulli í sendir frá Frakk- landi til New York. Hveitið Hveiti-uppskera í Canada er nú samkvæmt skýrslum kornfé- laga talin nema 325,527,000 mæl- um. Skiftist það niður á þrjú fylkin, sem hér segir: Manitoba .... 48,301,700 mælar Saskatchewan 135,101,400 mælar Alberta .....142,123,900 mælar Til útsæðis er talið að þurfa muni 45,000,000 mæla. Neyzla í landinu sjálfu Pemur 55,000,000 mælum. Til útflutnings verða þá eftir 225,000,000 mælar. Verð stjómarinnar á hveiti er 80c mælirinn af númer eitt “Northern”, eða bezta hveiti í PYrt William. En nú er verðið um 20c minna á heimsmarkað- inum. í höndum hveitisöluráðs sambandsstjórnarinnar eru tald- ar um 198 miljónir mæla af hveiti landsins. Að þessi munur á markaðsverði og ákvæðisverði sambandsstjórnarinnar muni kosta Iandssjóð 50 miljónir doll- ara um það er lýkur, er skoðun margra. J. T. Thorson kominn heim frá Genf Mr. J. T. Thorson, K.C., sem á Þjóðabandalagsfundi hefir setið í Genf undanfarið, er nýlega kominn heim úr þeirri för. Segir hann frá ferð sinni n. k. föstu- dagskvöld í fydrlestrasal há- skólans. Umtalsefni sitt nefnir hann Canada og Þjóðabandalag- ið. 3 borgarstjóraefni í Winnipeg f bæjarkosningunum í Winni- peg, sem fara fram í næsta mán- uði, er fullyrt, að þrír sæki um borgarstjórastöðuna. Eru það Travers Sweatman, K.C., núver- andí borgarstjóri John Queen og E. D. Honeyman, K.C, og bæjar- ráðsmaður. Verður næsti borg- arstjóri nú kosinn í fyrsta sinni til tveggja ára. Er búist við fjörugri kosningu. Roosevelt ákveður að efla herinn Roosevelt forseti gaf frétta- smölum þær upplýsingar s. 1. föstudag, að stjórn hans gerði ráð fyrir að auka veitingu til herútbúnaðarins til muna, eða í bráðina um 25% miðað við veit- inguna í júlí 1938, er nam $1,150,000,000. Ástæðuna fyrir því sagði hann hve ískyggilega liti út í Évrópu. Þessa viðbótarveitingu, sem nemur um (4 biljón dollurum, gerir hann ráð fyrir að fyrst 0g fremst verði notuð til að efla flugherinn og gera hann eigi síð- ur út, en hjá Evrópu þjóðunum sem hann hafi fullkomnastan. í öðru lagi verður féð veitt til að hvetja iðnstofnanir einkum hinar stærri, sem lítið hafist að, til að færast vopna-framleiðslu í fang. Til aukinnar raforku fram- leiðslu á einnig að verja nokkru af fénu og styðja slíka framleið- endur. Á eftir föngum að sam- eina raforkuna þannig, að þó eitthvað verði að einu orkukerf- inu, sé hægt að halda starfi þess uppi af öðru, svo vopna-útbún- aðurinn aðallega geti haldið við- stöðulaust áfram. Tveimur dreka-skipum þykir nauðsynlegt að bæta við sjóflot- ann og bæta upp á öll eldri skip stærri og smærri. Að alls þessa sé þörf vegna útlitsins í Evrópu, getur eitt- hvað verið í, eins og forsetinn segir, en að öðru leyti aukir það atvinnu í iðnaðarstofnunum landsins og Roosevelt mun bera það mál eigi síður fyrir brjósti. Hvaðan vænta Bandaríkin sér stríðs ? Þeirri spurningu er ekki gott að svara. Samt er því oft hreyft syðra, að Suður-Ameríka sé gróðrarreitur fyrir skoðanir herskáustu þjóða bæði í Evrópu og Asíu, og Bandaríkin vænti sér ekki neins góðs af því. Leitað heimilis í Canada fyrir Sudeten-Þjóðverja Um 20,000 Sudeten-Þjóðverjar flúðu úr héruðum sínum í Tékkóslóvakíu, er Hitler tók þar við völdum. Vildu þeir fyrir engan mun gan£a Nazistum á hönd og þyrptust því til Prag. En þar er svo lítið um björg fyrir þá að Þjóðabandalagið hef- ir verið beðið ásjár. Hefir það snúið sér til Bretlands. Lítur nú út fyrir, að stjórnin á Bret- landi sé að leita fyrir sér um af. koma þessum mönnum til ný- lendanna, Canada, Ástralíu, Suð- ur-Afríku og Nýja-Sjálands. Við Canada-stjórn hefir Verið fært í tal að reyna að sjá fyrir 5,000 af þeim. Landflóttamennirnir eru flestir bændur, en yfirgáfu óðul sín og mikið af eignum og standa uppi bjargarlausir. Fyrir svo miklu fé á þó að sjá þeim, að þeir geti reist hér bú. Canada-stjórn (hefir ekki af- ráðið neitt um að taka við þess- ' um innflytjendum. Stór hæng- ur er ekki neinn talinn vera á því. En það er þó alveg undir Canadastjórn komið, hvað í þessu verður gert. Kosning yfirvofandi á Frakklandi Daladier-stjórnin á Frakk- landi á í svo miklum brösum um þessar mundir, að hún kvað ekki sjá sér fært að sitja mikið leng- ur við völd. Er hún því að hugsa um að rjúfa þing og láta ganga til almennra kosninga. Erfiðleikar stjórnarinnar stafa aðallega af Munich-samn- ingunum. Telja vinstri flokk- arnir að friðurinn hafi verið of dýru verði keyptur með því að lima Tékkóslóvakíu sundur, að boði Hitlers og hlaða með því undir ofmetnað hans, en hægri flokkarnir gagnrýna vægðar- laust kröfur stjórnarinnar um aukinn herútbúnað. Eina ráðið sem stjórnin sér, er að láta at- kvæði almennings skera úr mál- um. Benes kennari við Chicago-háskóla Robert M. Hutchins forseti háskólans í Chicago, tilkynti s. 1. mánudag, að Dr. Edouard Benes, fyrrum forseti Tékkóslóvakíu, hefði tekið boði háskólans um að flytja þar fyrirlestra á kom- andi vetri. Benes sagði for- setastöðunni lausri í Tékkósló- vakíu eftir Munich-samninginn. Við Chicago-háskólann verður hann það sem kallað er “visit* ing” prófessor. Hótun Hitlers um stríð sögð blekking ein Kapteinn von Rintelen heitir Þjóðverji einn, frægur spæjari úr stríðinu mikla. Hann á heima á Englandi og hefir átt um nokkur ár. Hótanir Hitlers um að fara í stríð, telur hann hafa verið einbera blekkingu; hann hafi aldrei ætlað sér í stríð. “Spursmálið var ekki friður eða stríð, á þessum síðustu 0g verstu tímum,” segir Von Rin- telen. “Stríðstal Hitlers var ekkert annað en látalæti, en Frakkar og Betar skyldu það ekki. Eg hefi fylstu sannanir fyrir því, að hershöfðingjar Þjóðverja og hermálafræðingar, voru á móti stríði og hefði orðið af stríði, hefði nokkuð komið fyrir í Þýzkalandi, sem fæstir hafa hugmynd um.” — Þetta “nokkuð” sem fyrir átti að koma, er skilið að hafa verið það, að herinn hefði hnept Hitl- er í varðhald. Von Rintelen gefur meira að segja í skyn að menn í háum stöðum í Þýzkalandi hafi leyni- lega hvatt bankara og ýmsa háttstandandi menn á Bretlandi, að vægja ekki fyrir Hitler, því það gæfi þeim tækifæri að losna við hann. Áður en þetta var birt í hér- lendum blöðum, sem von Rintel- en heldur fram, höfðu blöð á Englandi flutt fréttina af því, að yfirmenn þýzka hersins hefðu verið á móti stríði. Og þessvegna var sagt, að Hitler hefði ekki haft yfirhershöfðingjann (Field Marshall) Göring í ráðum með sér á fundum Chamberlains, hvorki í Bertchesgaden né Godesberg. Það var látið heita svo sem Göring væri þá veikur. En honum var ekki óglaðara en það, að hann sat í veizlum um þær mundir með Horthy aðmírál frá Ungverjalandi og brá sér um hæl á fund Hitlers og Chamber- lain var farinn. Það þótti um þessar mundir ljóst að yfirhersforingjanum og Hitler bar mikið á milli í stríðs- málunum. Göring sagði Þýzka- land alls ekki við því búið að fara í stríð nú og ekki fyr en samningar væru gerðir milli Rússa og Þjóðverja um frið. Að því búnu gæti Þýzkaland fyrst farið- að líta í kring um sig. Þá gæti það með her sínum óskift- um sótt Frakka heim í von um sigur. En þegar Göring benti Hitler á þetta, neitaði hann með öllu að eiga nokkuð við Rússa. Beck, annar aðalhershöfðingi Þjóðverja (Chief of General Staff), lét það fyrir skömmu í ljós á fundi, að hann ráðlegði að fara ekki í stríð og sagði stöðu sinni lausri. En beiðni hans var aldrei til greina tekin af Hitler og hann fór aldrei úr hernum, þó svo væri látið. Sögur þessa brelna karls, von Rintelen, geta því haft við nokk- uð að styðjast. Aðal spæjarastarf von Rintel- en, var það, að sjá um að her- vörur frá Bandaríkjunum kæm- ust ekki til samherja í ^tríðinu 1914. Fyrst ætlaði hann að kaupa allar slíkar vörur, en þó að hann hefði mikið fé til þess, kom þar að, að það hrökk ekki. En þá hittir hann Þjóðverja í New York, Dr. Sheele, erjundið hafði upp sprengjur, sem sprungu sjálfkrafa eftir nokkurn tíma. Þær voru svo gerðar að það var eirplata, sem efnið þurfti að éta sig í gegnum, áður en þær sprungu. Tók nú von Rintelen að framleiða þessar sprengjur og hafði samtök mynduð til að sjá um að koma þeim í hvert skip, sem vörur fluttu til samherja. Gefur hann sjálfur í skyn í bók sem hann hefir skrifað og nefn- ist “The Dark Invader”, að það hafi verið af völdum þessara sprengja, sem Lusitania sökk og Black Tom slysið varð á New York höfn. En svo fór að leynilögreglan brezka náði von Rintelen er hann var á ferð í Norðursjónum eitt sinn; var hann sendur til New York og fékk þar 5 ára fangelsisvist. í Englandi hefir hann verið síðan Hitler kom til valda vegna þess að Hitler hefir ímugust á öllum er keisaranum stóðu mjög nærri. Foringi íhaldsmanna á leið til Vancouver Síðast liðinn mánudag kom Hon. R. J. Manion, hinn nýi leiðtogi íhaldsmanna til Winni- peg. Hann var á ferð vestur til Vancouver og stóð hér ekkert við í þetta sinni. En hann gerði ráð fyrir að koma að vestan aft- ur 28. október og flytja hér erindi. Þetta er fyrsta ferð Dr. Man- ions um vesturlandið, síðan hann varð leiðtogi flokks síns. Nýlendur Þjóðverja Undanfarna daga er sagt að Hitler hafi setið á ráðstefnum við stjórn sína um að krefjast nýlendanna sem af Þýzkalandi voru teknar í stríðinu 1914. — Kvað hann hafa gert uppkast að kröfum sínum og heimtar í því hvern ferþumlung af þessu landi, sem frá Þjóðverjum var tekið til baka. Bretar er sagt að ekki muni verða við þessum kröfum, en hitt geti komið til mála, að láta Þjóð- verja hafa nokkuð af landi í Norður-Afríku með því að Frakkar og ftalir leggi nokkuð j til af því; Frakkland t. d. Togo- jland og ítalía sneið af Blálandi á móti spildu jafnstórri frá Bret- um á þessu svæði. En þetta er aðeins í fæðingu og skal engu spáð um framkvæmdir. Frá Kína Japanir hafa hrúgað her til Suður-Kína síðustu vikurnar og sækja nú fram með ofurefli liðs til Canton. Þeir hafa á einni viku tekið í suð-austur hluta landsins um 3000 fermílur af landi í Kwangtung-fylkinu, sem hin mikla hafnborg Canton er í. Og þrátt fyrir sterka mótspymu af hálfu Kínverja, færast þeir ávalt nær og nær Canton. — Nokkuð langt norður af borg- inni, hafa þeir komist alla leið vestur að járnbrautinni, sem frá Canton liggur til Hankow, — stjórnarsetursins, og hafa með því stöðvað flutninga frá Can- ton til Hankow. Kemur það sér illa fyrir stjórnina í Kína, þvi meðan sambandið var óslitið við Canton, gat stjórnin í Hankow fengið allar vörur sem hana van- hagaði þaðan. En þrátt fyrir alt þetta, virð- ast Kínverjar ekki neitt í þann veginn að gefast 'upp. Og vörn þeirra á Yangtze-fljótinu aust- ur af Hankow má fræg heita, því svo er að sjá, sem Japanir hafi gefist upp við að sækja Hankow heim þá leiðina og hafi því farið að gefa sig meira en hingað til við að ná meiri yfir- ráðum í Suður-Kína. Kvöld-námskeið við Manitoba-háskóla í vikunni sem hefst 13. nóv. næstkomandi, byrja kvöldnáms- skeið við Manitoba-háskóla. — Kenlsan verður í tólf kvöld í hverri námsgrein, sem nemend- ur kjósa sér og kostar 5 til 7V^ dollar öll kvöldin. Námsgrein- arnar eru um bókmentir og vís- indi, listir o.fl. og geta þeir, sem hugsa sér að færa sér eitthvað af þeim í nyt, fengið upplýsing- ar um það í Room 152 í Old Science Building á Broadway og Osborne strætum. Aðalfréttin í þessu að því er íslendingum kemur við, er þó sú, að eitt námsskeiðið annast prófessor Skúli Johnson og lúta námsgreinar hans að bók- mentum að fornu og nýju. — Flytur hann 12 erindi um þessi efni á hverjum föstudegi fyrst og fremst fram að jólum og svo eftir hátíðir. Fyrirlestrar hans ná til íslenzkra bókmenta. Þeir sem ástæður hafa til að sækja öll erindi hans, hafa þar mikið og gott tækifæri að fræðast um úr- vals bókmentir heimsins. Dunning tekinn til starfs Hon. C. H. Dunning fjármála- ráðherra, sem s. 1. 3 mánuði hefir legið á sjúkrahúsi, er nú kominn til heilsu og tekinn við starfi sínu í Ottawa. Fréttariturum, sém á fund hans fóru, sagði hann þær frétt- ir að hann byggist við drjúgum meiri tekjuhalla á þessu ári, en hann hefði gert ráð fyrir er hann birti reikninga s. 1. árs Viðskifti hefðu síðari mánuðina verið minni en vænst var; stjónr in gerði ráð fyrir 40—50 miljón dala tapi á kornsölunni, járn- brautakerfið væri ekki betur statt en áður og atvinnuleysi væri við hið sama í vesturfylkj- unum og fyr. Hann dróg upp fremur dapurlega mynd af já- standinu. GUTTORMUR J. GUTTORMSSON Eftir Kristinn Andrésson Við höfum haft í boði okkar í sumar mikinn aufúsugest, Guttorm J. Guttromsson, eitt af fremstu skáldum Vestur-fslend- inga, skáld og bónda í einni per- sónu. Guttormur hefir ferðast víða um landð, skoðað Fljóts- dalshérað, þar sem faðir hans bjó, og er nú að hverfa heim aftur og kveðja fsland. Guttormur fæddist á Víðivöll- um í Nýja-íslandi 5. des. 1878. Hann hefir því fengið alla sína þekkingu á íslandi og íslenzkri tungu fyrir vestan haf. Guttormur er bæði ljóðskáld og leikritahöfundur. Það, sem birst hefir eftir hann er Jón Austfirðingur, Winnipeg 1909, kvæðaflokkur um föður hans og baráttu landnemanna vestra. — Næst kom út ljóðabók, Bónda- dóttir, Winnipeg 1920. 1930 kom síðan út safn af ljóðum hans, Gaman og alvara. Sama ár gaf Þorsteinn Gíslason út hér heima Tíu leikrit. Guttormur er frjálslyndur, víðsýnn og nýtískulegur í skáld- skap sínum. Expressionisminn er sú skáldskaparstefna, sem hann er hrifnastur af. — Jafn- vel áður en hann kyntist nokkru af ritum þeirrar stefnu, orti hann sjálfur í hennar anda. Ber sérstaklega á þessu í leikritum skáldsins. Franz Werfel er sá leikritahöfundur, sem fellur hon- um bezt í skap. Þrátt fyrir þessa nýtízku Guttorms, myndi þó erfitt að skilja skáldskap hans, sérstaklega Ijóðin, ef ekki væri rakinn uppruninn til ís- ilands. Samblandið af alvöru og jgamni, hin góðlátlega gletni er hin djúprætta heimanfylgja Austfirðingsins. Guttormur J. .Guttormsson hefir eflaust orðið að breyta í mörgu hugmyndum sínum um fsland, við að kynnast því nú fyrst, svo fullorðinn. Samt leyn- ir hann því ekki í tali, sízt í röddinni og gleðinni í svipnum, að hann hefir fundið hér sinn djúpa skyldleika við þjóð og land, svo traustan, að endist í kynslóðir fram. í samverunni við Guttorm kynnumst við bróð- urnum að vestan, hann er einn af okkur, við finnum þar engan mun. Hann er eins og samlandi okkar, sem hefir siglt víða og kannað heiminn, fengið mentaða framkomu og aukið víðsýni, ör- lítið nýjan blæ á röddina, annað ekki. Guttormur hefir eignast hér í sumar marga vini, í viðbót við þá, sem hann átti áður gegnum ljóð sín og leikrit. Betri full- trúa Vestur-íslendinga getum við ekki ákosið okkur. Við vild- um fá sem flesta slíka gesti. Kynningin á Guttormi verður á- reiðanlega til þess, að við verð- um miklu betur vakandi fram- vegis fyrir því, að glæða sam- vinnuna við íslendingahópinn vestra. Við árnum Guttormi allra heilla, þökkum honum komuna og biðjum hann fyrir vinar- kveðjur vestur yfir hafið. —Þjóðviljinn. Sigtryggur Sigvaldason frá Baldur, Man., kom til bæjarins s. 1 fimtudag. Hann kom með dóttur sína til lækninga. /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.