Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 19. OKTÓBER 1938 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA að liði, þó allir þeir guðir, sem á Olympi eru, komi til, ef eg fer að leggja á þig hinar óárennilegu hendur mínar.” Þannig mælti hann, en hin mikileyga drotning Hera varð hrædd; hún beygði lund sína, settist niður og mælti ekki orð; en guðirnir, himinsbúar, voru með þungu skapi í höll Seifs”. (Þýðing Sveinbjarnar Egils- sonar). ÁA Hin myndin er úr annari átt. Hún dregur upp skilnaðarstund hjónanna Hektors og Andro- mökku, þegar Hektor var að leggja út í mannskæða orustu við Argverja. Hektor fann konu sína á borgarmúrnum, þar sem hún var að horfa yfir vígvöllinn. Hún hélt í fangi sér syni þeirra hjóna kornungum. “Hann var líkur fagri stjörnu”.----“Þeg- ar Hektor leit á sveininn, brosti hann og þagði, en Andromakka gekk til hans grátandi, greip um hönd hans og mælti: “Góði Hekt- or! Áhugi þinn mun verða þér að fjörlesti; þú kennir jafnvel ekki í brjósti um þinn unga son, og ekki um mig, vesæla konu, er bráðum mun verða ekkja eftýr þig; því bráðum munu allir Ak- kear veitast að þér og drepa þig. Væri mér þá betra, þegar þín missir við, að vera komin niður í jörðina, því þá hefi eg ekkert yndi framar, þegar þú hefir bana beðið, heldur harma eina.” Hektor svarar, að ekki geti hann setið hjá þegar gengið sé til orustu, enda sé hann því van- astur, að vera þar fremstur en ekki síðastur. Þó segi sér svo hugur um, að ættborg hans muni lögð í rústir og ættmenn hans strádrepnir. “En ekki tekur mig eins sárt til þess, eins og mig tekur sárt til þín. —*,---- Fyrr vildi eg að orpinn haugur hyldi mig dauðann, en eg heyrði óp þitt og sæi þig dregna í þræl- dóm”. Þá réttir Hektor hendur eftir sveininum, en hann hljóðaði, því hann var hræddur við eirvopn föður síns og hrosshársskúfinn í hjálmi hans. Hektor “tekur ofan hjálminn og hló dátt.” — Kysti síðan son sinn, hampaði honum á höndum sér og bað honum giftu, að hann mætti reynast sá maður, að “móður hans væri glatt um hjarta. Að því mæltu lét hann son sinn í fang sinnar kæru konu, en hún tók hann í sinn ilmandi faðm, og hló með tárin í augum. En er maður hennar tók eftir því, viknaði hann, klappaði henni með hendinni og mælti: “Góða kona, gerðu það fyrir mig, vertu ekki of hrygg í huga, því engi mun mig til Hadesar senda fyrir forlög farm. — En það hygg eg, að engi maður, þegar hann eitt sinn er fæddur, megi forðast skapadægur sitt, hvort sem hann er huglaus eða hraustmenni. En far þú nú til herbergis þíns og annast hannyrðir þínar, vefinn og snælduna — —”. Að því mæltu tók hinn frægi Hektor upp hinn taglskrúfaða hjálm, en hin kæra kona gekk heim, leit oft aftur og feldi margt þrungið tár”. (Þýðing Sveinbjarnar). Hér er mannlegum tilfinning- um lýst með þeim skilningi og hógværð, sem Grikkir áttu svo mikið af. Og það er vottur um mannsparta skáldsins, sem kvað þetta, að hann er hér að lýsa fjandmönnum Grikkja — Hekt- or og Andromakka voru Tró- verjar. Grikkinn hafði næmt auga fyrir því mannlega.> Hann var ekki að lýsa mannlegum tilfinningum, eins og þær voru fyrir 3000 árum, heldur eins og þær eru yfirleitt, á meðan mann- legt hjarta slær. —Lesb. Mbl. SKÁLDIÐ GUTTORMUR J. GUTTORMSSON Eftirfarandi ræðu flutti Guðm. Finnbogason Landsbókavörður í samsæti félags Vestur-ísl. Þessi eintök af Almanaki Þjóðvinafélagsins óskast til kaups: 1890, 1891, 1892, 1906, 1930, 1933, 1934, 1935, 1937. D. Björnsson “Heimskringla’’ EG HEFI oft dáðst að einu smákvæði eftir einn heið- ursgestinn hérna í kvöld, skáldið Guttorm J. Guttormsson. Það heitir “Sál hússins” og byrjar svona: Sál hússins er eldur á arni og eldur 'á. lampakveik. Ef farið er rangt með þann fjársjóð, þá fyllist húsið af reyk, og gluggarnir sortna af sóti og syrtir að um rúm; þó úti álfröðull skíni, er inni nótt og húm. Þetta ber svip hins ósvikna skáldskapar. Myndin af húsinu með eld á arni og sambandi arin- eldsins við húsið er skýr og lif- andi. Vér finnum það út í hverja taug, hve áríðandi það er að fara rétt með eldinn, svo að alt fyllist ekki af svælu, sem sest fyrir kverkarnar, gerir þungt um andardráttinn, blindar Igluggana, svo að ljós umheims- ! ins nær ekki inn, eða það kvikn- ar í húsinu og alt brennur til |ösku, eins og lýst er í næsta erindi kvæðisins. En jafnframt hefir skáldið | þarna með einu orði gert erindið að ágætri lýsingu í sambandi sálar og líkama, metin á þann mikilvæga sannleik, að heil- brigði og viðhald líkamans og samband vort við umheiminn er undir því komið, að rétt sé farið með sálaröflin, að sálin sé heil- brigð. Og enn má sjá lengra í þessari mynd. Húsið verður í- mynd þjóðarinnar, arineldurinn hið andlega líf hennar. Undir því er allur þrifnaður þjóðar- innar kominn, að andlegt líf hennar sé heilbrigt. Annars á hún á hættu, að alt fari í upp- nám og að dagar hennar séu taldir: Ef út frá arni og lampa fer afvega hússins sál og verður ei heft né hamin, þá hleypur alt í bál; að sál það alt hefir orðið, sem æðir gönuskeið; í blindni hún'brennir til ösku sinn bústað og deyr um leið. í ljósi þessa kvæðis sé eg nú skáldið, sem hóma situr. Sál hans er eldur á árni. Sá arinn er hlaðinn vestur í Nýja-íslandi, en úr íslenzku stuðlabergi. Það hefir logað glatt á þeim ami, og súgur andríkisins hefir verið nógur til þess, að engin svæla eða stybba hefir komið í húsið, né sót sest á gluggana og hamlað sólarljósinu að komast inn. Á þessum arni hefir að vonum mest verið brent canadiskum eldiviði, en þó leggur þar oft fyrir vitin á manni íslenzkan birkiilm, eg held helst úr Hall- ormsstaðaskógi, og lítur út fyrir, að foreldrar Guttorms hafi haft allmikinn viðarköst með sér, er þau fluttu vestur, hvernig sem þau hafa komið honum í far- angrinum. Það er gaman að horfa í þenn- an arineld. Hann er svo kvikur og kankvís. Stundum seilast rauðar tungur alt í einu! eftir einhverjum feysknum kvisti, sem hreykir sér á hrúgunni, og leika sér að því að kippa honum ofan í bálið og láta snarka skringilega í honum. En annars má í þessum eldi sjá hverskon- ar myndir mannlífsins, eftir því hvernig eldsneytið er og hildar- leikur ljóss og skugga gengur hverja stundina. Um það skal eg ekki orðlengja, en hitt vil eg segja, að þegar litið er yfir varð- (elda íslenzkrar tungu ,og bók- menta hvar um heim sem þeir brenna, þá mun eldurinn á arni þínum, Guttormur J. Guttorms- son, sóma sér vel og hið ein- kennilega ljósblik hans stafa vonargeisla til þerira, er ugga um framtíð íslenzkunnar 1 Vest- ur heimi. Þú ert hið besta dæmi þess, hve þróttmikil, hrein og frjó íslenzkan getur lifað á vör- um manna, sem fæddir eru í Vesturheimi og ala þar aldur sinn. Þú ert einn hinna ágætu útvarða íslenzkrar menningar. Heill þú komir, heill þú aptr farir, heill á sinnum sér! —Lesb. Mbl. GUNNHILDUR JÓHANNSSON (Nokkur minningarorð) Seint í febrúarmánuði þetta ár fór eg með lestinni frá Wyn- yard til Winnipeg. Eins og geng- ur voru farþegar smám saman að fara og koma, þegar numið var staðar á stöðvunum. — í Elfros kom Gunnhildur ”um borð”. Hún var að fara til Win- nipeg sér til heilsubótar, þó var ekki að sjá á henni nein veik- indi. Hún kvaddi vini og vanda- menn með hressilegu yfirbragði, þegar lestin brunaði á stað. Á leiðinni sat hún í næsta sæti við mig. Kvaðst hún ekki vera mik- ið veik, og gerði ekki ráð fyrir langri dvöl að heiman. Mér datt það ekki 1 hug, þegar við þutum eftir sléttunum, framhjá einu þorpinu eftir annað, framhjá ökrum og bændabýlum, og Gunnhildur ræddi við mig á þann glaðlega hátt, sem henni var eiginlegur, að það ætti ne(tt sérstaklega við hana, sem segir í sálminum: “Mín lífstíð er á fleygiferð, eg flýti mér til grafar. Að litlum tíma liðnum verð eg lagður nár án tafar.” En sú varð þó raunin á. Eftir tiltölulega skamman tíma and- aðist hún á almenna sjúkrahús- inu í Winnipeg, eða 22. marz þ. á. Jarðneskar leifar hennar voru fluttar heim aftur og jarð- sungnar af undirrituðum í kirkjugarði bygðarinnar 26. marz. Við athöfnina heima á heimilinu og í garðinum var f jöl- menni mikið saman komið. Gunnhildur var fædd 19. okt. 1875 og skírð 11. des. s. á. For- eldrar hennar voru Jón Jónsson og Anna Sigurðardóttir, er þá bjuggu á Fjöllum í Kelduhverfi. Þau hjón sýnast hafa verið gædd miklu tápi og þreki, því að þau hafa orðið háöldruð. Anna er enn á lífi, 84 ára að aldri, til heimilis hjá syni sínum. Jón Jónsson andaðist 1922. Er hon- um þannig lýst, að hann hafi verið vel greindur, bókhneigður, duglegur og sívinnandi. Sýnast þau einkenni hafa gengið að erfðum til dóttur hans, Gunn hildar. Rúmlega tvfítug fór Gunnhildur til Reykjavíkur og nam yfirsetufræði af Jónassen landlækni, og útskrifar hann hana með mjög góðum vitnis- burði í byrjun október 1896 og þá sama haustið fær hún veit- ingu fyrir 1. ljósmóðurumdæmi Sauðaneshrepps í Norður-Þing- eyjarsýslu. Gegndi nú Gunnhildur ljós- móður störfum um hríð. Hún giftist Jóni Jóhannssyni og bjuggu þau all-mörg ár að Syðra-Lóni á Langanesi. En árið 1905 flytja þau búferlum vestur um haf. Líklega hafa þau ekki gert ráð fyrir því, að í hinu nýja landi mundi verða hæírt að sleppa við þungar byrðar eða hörð átök. Að minsta kosti verður ekki séð, að sneitt hafi verið hjá slíku, þegar vestur kom. Þau námu land í Hóla- bygðinni, suður af Elfros, þá var sú bygð í bernsku, og skorti ekki aðeins hin ytri lífsþægindi, heldur og flestar þær tryggingar og hjálparmeðöl, sem nútíma- menn vilja geta leitað til, þegar vanda ber að höndum. Læknar og hjúkrunarkonur voru ekki á hverju strái í þá daga, svo að bygðinni kom vel að hafa innan sinna vébanda hina ungu, ís- lenzku ljósmóður. Og Gunnhild- ur dró ekki af sér. Um nætur og daga átti hún leið um ófær- urnar og vegleysurnar, án þess að ætlast til annara launa en þeirra, sem hver góður maður tekur hjá sjálfum sér. Saga ljósmæðranna á frumbýlingsá-r- unum mun vera að mestu, ef ekki að öllu leyti óskráð, en til þeirrar sögu mundi Gunnhildur hafa getað lagt til merkan kafla. En í bygðinni hennar er starf hennar viðurkent með þakklæti. Það þakklæti kom fram með fögrum hætti við útför hennar. Þegar að því kom, að lík hennar skyjdi borið úr húsum, kom fram hópur af ungum og mann- vænlegum piltum úr sveitinni og báru kistuna út. Annar hóp- ur af ungum mönnum bar hana frá kirkjugarðshliði að gröfinni. Það var þeirra þökk til ljósmóð- ur sinnar. Jafnframt því sem Gunnhild- ur starfaði svo mjög út á við, sá hún um heimili sitt með stakri umhyggju. Fanst manni henn- ar engum ráðum ráðið, nema hún kæmi til. Kjarkur hennar var óbilandi, og bjarsýnin leyfði engum erfiðleikum að byrgja gleðina úti. Við brottför henn- ar finst manni hennar sem hann sé ekki hálfur maður eftir, en á hinn bóginn hefir lífið á liðnum samverustundum veitt honum auðæfi, sem aldrei verða frá honum tekin. Þeim Gunnhildi og Jóni varð sex barna auðið. Eru það: 1. Anna, gift Óla Pálsson í Smeaton, Sask. 2. Þorgerður, gift Guðjóni Stefánssyni í Hólabygð, 3. Jóhann og 4. Hermann, báðir kvæntir skozkum konum, búsettir í Vancouver 5. Friðrikka, hefir staðið fyrir heimili föður síns, síðan móður hennar misti við. 6. Sigurður, lézt ungabarn. Af systkynum Gunnhildar eru enn á lífi tvær systur í Kaup- mannahöfn, ein systir á íslandi, og tveir bræður, annar vestan hafs, hinn á fslandi. Þegar menn fóru hver heim til sín, að aflokinni jarðarför Gunn- hildar Jóhannsson, var það auð- fundið, að hin fámenna og af- skekta bygð hafði kvatt konu, er mikill missir þótti að. Ekki aðeins heimilið, heldur öll bygð- in hafði vanist því að eiga þar hauk í horni, sem hún var, undir mörgum kringumstæðum. Hún var ein þeirra landnáms- kvenna, sem vér eigum ekki sízt að þakka það, sem íslendinga- bygðirnar eru í menningarlegu tilliti. Hennar er því minst með virðingu — og ástvinir hennar taka hana sér til fyrirmyndar í því að beina huganum að því sem er bjart og fagurt. Og samkvæmt lífsskoðun þerra er dauðinn aðeins tjald, sem hylur birtu upprisudagsins. Jakob Jónsson Væn kartafla. í garði við Oddgeirsbæ, Framnesveg 4, kom nýlega upp kartafla, er vóg 675 gr. (nærri 1 Vá pd). ÚR DAGLEGA LIFINU Guttormur J. Guttormsson skáld er á förum aftur vestur um haf — heim til sín, að hon- um finst. En hvernig getur maður sá átt heima annars stað- ar en á íslandi! Það undrast þeir, sem kynnast honum. Þeir dást að þessu sextuga skáldi, sem aldrei hefir fsland séð fyrri en í sumar, og er þó íslenzkari en alt sem íslenzkt er. Það þyrfti langt mál til þess að lýsa skáldskap Guttorms, og enn lengra ef tl vill, til þess að lýsa honum á næstu árum, til- einka sér ljóð hans, hugsanir hans. Hann er alt í senn, skáld alvöru og glaðværðar, skáld nýja og gamla tímans. Hann er ó- tímabundinn. Gamall og nýr. Kvæði hans eiga að lifa á vör- um þjóðarinnar. «MÍ Eg hitti hann snöggvast í gær. Hann spurði mig um Jón heitinn Thoroddsen Skúlason. — Hann hafði komið auga á skáld- skap Jóns, þó ekki væri það mikið að vöxtum sem komið hef- ir út eftir hann. En Guttormur mat það mikils, og þegar hann frétti um hið sviplega fráfall Jóns, orti hann þessa stöku: Laufgrein brotin er nú af íslands skáldameiði. Eg finn ilminn yfir haf upp af hennar leiði. »Mi Guttormur fer víða í kveð- skap sínum. Og kýmnikvæði jhans koma sum aldrei á prent, j eftir því sem mér skilst. Ein af stökum hans er þessi: Það sem ungum lærist, í elli verður tamt, orðshátt þann eg vel, því sann- an tel ’ann. Þeir sem voru á brjósti, að hrundum hyllast jafnt. Hinir eru gefnir fyrir pelann. Og svo er þessi meinlausa I vísa: . Komirðu þar sem kaffi’ er ekki á borðum, kunnirðu’ ei við að biðja’ um það með orðum. Þér »«m notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgfSlr: Henry Ave. Eait Sími 95 551—95 552 Skrtfstofs: Henry o( Arjjyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Stattu hjá frúnni um stund án þess að tala, strjúkt ’enni um bakið, og þá fer hún að mala. Ekki meira að sinni um Gutt- orm. Þeir sem kynnast honum gleyma honum ekki. «MI Kona í Borgarnesi spurði Ás- mund P. Jóhannsson hvort það vær ekki afskaplega erfið ferð vestur um haf. Erfiðasti áfanginn á þeirri leið, sagði hann, er frá Borgar- nesi til Reykjavíkur. Og hann veit þetta manna best, því svo oft hefir hann farið á milli. Ekki veit eg hvort það var Ásmundur, en einhver Vestur- fslendingur var það, sem tók eitt sinn með sér flösku af neftó- baki vestur um haf. Því nef- tóbakið eins og það er tilreitt hér, þykir íslendingum viðfeldn- ara, en það sem færst þar í búð- um. Þegar til tollskoðunar kom þar vestra hirti neftóbaksmaðurinn ekki um að borga toll af tóbak- inu, eða lenda í neinu rexi út af því Tollþjónn spurði hann hvað væri í flöskunni. Hann sagði það vera mold frá ættjörðinni, sem hann hefði tekið með sér. Hann ætlaði hana í gröf sína, svo hann gæti að nokkru leyti legið í fósturmold er þar að kæmi. Tollþjónninn dáðist að ræktar- þeli landans og slepti við hann flöskunni.—Mbl. fslendingadags prógröm Eftirfylgjandi íslendingadags prógröm óskast til kaups, fyrir árin 1891, 1897, 1900, 1901, 1903, 1904, 1908, 1909, 1914. Eintökin mega ekki vera rifm eða mjög óhrein. Sendið þau ekki en tilkynnið “Hkr.” hvaða árganga þér hafið, og á hvaða verðr. Verður yður þá svarað strax um hæl. Ráðsmaður Hkr. ISLANDS-FRÉTTIR Tvær nýjar stúkur stofnaði Pétur Sigurðsson nýlega norður í Strandasýslu, aðra á Hólma- vík, en hina á Selströnd. * * * Sex íslenzkir bornvörpungar hafa stundað fiskveiðar í sumar og flutt aflann jafnóðum út í ís. Þykir annálsvert að togar- inn Venus frá Hafnarfirði seldi afla í Grimsby 31. ág. og aftur í Cuxhaven í Þýzkalandi 13. sept. Hefir skipið eftir þessu fengið fullfermi á 4 dögum.Fyrri salan nam 1802 sterlingspund- um, en síðari salan 22,621 ríkis- mörkum. Er þetta hvorttveggja mikið verð. Nú eru 14 togarar til viðbótar lagðir út til ísfisk- veiða. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. * Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.