Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. OKTÓBER 1938 Iticintskriniila | (StofnuB 1186) Kemur út d hverjum miSvikudeai. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. 853 oq 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimie 86 537 Ver5 blaöslns er »3.00 árgangurinn borglst Ityrlrfram. Allar borganir sendist: THÉ VIKING PRESS LTD. b _________________—---------------------m 1311 viðskifta brél blaðinu aðlútandi sendist: : K^nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 19. OKTÓBER 1938 V E T U R Eftir íslenzku tímatali er vetrardagur- inn fyrsti næstkomandi laugardag (22. október). Flestir eldri íslendingar munu minnast eins eða annars í þjóðháttum og venjum að heiman, er bundið var við komu vetrar. Veizlur eins og vetrarblót og að drekka haustöl og annað þ. u. 1. var að vísu lagt niður í þeirra tíð, en með húslestri og sálma söng mun komu vetrar hafa verið minst yíðast um það er vesturförum lauk, að minsta kosti í sveitum. Það mun með fleiri “fornum dygðum” hafa fyr lagst niður í bæjum. En þetta sýndi að tekið var vakandi á móti vetri. íslendingar voru yfirleitt gefnir fyrir að skapa sér sjónar- hóla, sem þeir gátu séð af fram og aftur í tímann. Og fá íslenzk skáld munu hafa gengið framhjá þessum sjónarhóli, árs- tíðaskiftum sumars og veturs. Þannig kveður eitt skáldanna Benedikt Gröndal: Hugsirðu um vetur, vor og haust, og varmann sumars gróða, alt sem að breytist endalaust með ís og blómann rjóða: Fjórskifta sérðu lífsins leið, lánast hún fáum björt og heið; svo vildi guð hins góða. Um leið og hér er minst á fjórar árs- tíðirnar, vetur, sumar, vor og haust, er hins einnig fagurlega minst, að eitt sé vorhugi og annað hausthugi, að í sálum manna viðri líkt og í náttúrunni á hinum ólíku árstíðum. Á kvæði eftir annað skáld, Einar Bene- diktsson, sem heitir “Snjór” á og við að benda, er um komu vetursins er að ræða. Kvæðið er langt, en aðeins þrjú erindi úr því skulu hér birt: Nú breiðast voðir hels og hljóðs um hauður alt að sjónarhring og grafkyr stendur storka flóðs, sem stirðnuð alda horfins ljóðs, þar sumarfuglinn söng við lyng. Þegar fram í kvæðið kemur og eftir lýs- inguna af “banalitnum”, sem veturinn setur á gróður jarðar, segir skáldið: En fannadjúpsins dularhaf meg dregur fast og að sér ber. Eg gref míns hugar geislastaf í gaddsins þögla bláma kaf, að leita að perlu—er sól ei sér. Við sólar eld, við íssins bál, eg eining segulvaldsins finn. Að nefna dauða— er dauðlegt mál, því duft og loft er fult af sál síns guðs—í kjarnann insta inn. Þetta sjá nú þessi skáld af þessum sjónarhóli. *Og þráttfyrir það, þó þessum árstíðaskiftum sé nú yfirleitt minni gaum- ur gefinn en áður, eða sem næst enginn, munu flestir finna til þess, að í orðum þeirra er túlkuð hugsun, sem flestir geta tileinkað sér við komu vetrarins. Á íslandi og öðrum köldum löndum er eðlilegt að skifting árstíðanna sé gleggri í hugum manna en í heitari löndum. Samt verður ýmislegt til að minna á þær í heit- ari löndunum eða þeim, sem nær miðjarð- arlínu liggja. Á Indlandi til dæmis, þar sem svo litlu munar á hita og kulda árið um kring, fara árstíðirnar eftir staðvind- unum, er skifta árinu í rigningu eða vætu- tíð og þurkatíð. En árstíðir af þessu tæi, eru mislangar oft og ekki jafnar, eins og vetur og sumar er tálið á íslandi og í flestum löndum nyrðra tempraða beltisins. En árstíðum er nú vanalegast skift í fernt: vor, er byrjar 21 marz (um jafndægur, eða þegar dagur og nótt eru jafnlöng), sumar 22. júní (en þá eru sólstöður og lengstur dagur) haust 23. september (um jafndægur) og vetur 22. desember (um vetrarsólhvörf og þegar styztur er dagur). Þessi skifting ársins eftir sóltíð, kemur ekki heim við íslenzka árstíðarskiftingu. En þrátt fyrir allan mun, sem vera kann á tímareikningnum, munu flestir til vetr- arins hugsa enn eins og segir í gamla ís- lenzka málshættinum: “að því spyr vetur- inn hvað sumarið aflar.” Bóndinn út í sveit getur ekki annað en minst þessa, þar sem innigjafir kvikfjárs hér eru eins langar og þeir áttu að venjast og í bæjum þarf að minsta kosti að búa sig undir kolakaup og “setja á “storm”- glugga”, eins og á vestur-íslenzku er sagt. En þó margt misjafnt megi um Vetur Vindsvalsson segja, eins og hann er nefndur í norrænni goðafræði, þar sem alt er klætt persónugerfi, þá er nú samt vetrinum ýmislegt samfara, sem til hins betra horfir. T. d. er veturinn náms- og lestrartími yfirleitt alstaðar. Á vetrar kvöldunum löngu á íslandi las þjóðin sög- ur, sem gáfu henni þá mentun og gerðu hana svo hugsjónaríka, að á borð við góða alþýðumentun var. Þar gafst tækifæri til að hugsa um það, sem var verið að lesa þó við vinnu væri setið og ekkert væri vanrækt. Mun nú orðið minna um þetta, en áður var bæði hér og heima, en með öðru væri þó nokkrum kvöldunum tæplega betur varið í vetrarríkinu hér og heima, en að halda þessum sið uppi og lesa það nýtilegasta, sem tök eru á í íslenzkum bókmentum að fornu og nýju og gera þannig veturinn að skóla, eins og áður var og sem svo vel reyndist; varðveitti hugsæið og löngunina til mentunar. Þó skólar eigi nú að koma að nokkru í stað þessarar alþýðumentunar, verður enn langt þangað til að áhrifin frá þeim verði eins víðtæk, nái eins alment til þjóðarinn- ar og áhrif þessa góða vana. Oss virðist þarna um mentunar-atriði að ræða, sem enn hefir ekki eins og vera ætti verið til greina tekið og rannsakað af uppeldis- fræðingum. Fyrirlestrar, aðgangur að bókasöfnum og skólar, er alt gott og blessað. En ekkert af þessu nær til eins margra og þessir kvöldlestrar á hverju heimili gerðu og gera, ef í vana kæmust aftur. Og yngri og eldri græddu meira á því en að vera úti um hvippinn og hvapp- inn á hverju kvöldi. Árstíðirnar, bæði sú er nú fer í hönd og aðrar, koma víða þjóðháttum við, sögu og trúarbrögðum. Á guði og gyðjur var heitið til ársælu og góðrar uppskeru á sumrum hjá mörgum þjóðum til forna eins og hjá norrænum þjóðum, sem íslend- ingum er kunnugt. Grikkir t. d. kröfðust þess, að gyðjan Persephone dóttir Demeter og Sevs, sem undirheima-guðinn Hades rænti, kæmi og dveldi tvo-þriðju úr ári hverju á meðal þjóðar sinnar til þess að stytta veturinn. En hún var frjósemdar gyðja og blóm og grös dóu, þegar hún fór burtu. Af sögum þessu líku, er mikið til af. Ef við ættum nú slíka gyðju að, væri ekkert að því. Þeim sem ugga kynnu, að það væri æskilegt þar sem hún var frá undirheimum, skal minna á það, að undirheimar að trú Grikkja var ekki kvalastaður, eins og nú er skilið með því orði. Menn lifðu þar góðu lífi, en ekki eins glaðværu og sæluríku og hjá upp- heima guðunum. Kvalastaðurinn fyrir- fanst þá ekki, fremur en í trú norrænna manna. Vetrar-ríki er, ef til* vill, hvergi meira á bygðu bóli en í norður hluta Síberíu. Á stað þeim er Verkhoyansk nefnist, er frost oft sagt vera 165 stig á Fahrenheit-mæli, þó ótrúlegt sé. En samt er hitt ótrúlegra, að menn lifa þar góðu lífi, s^emilegu menn- ingarlífi, sem nú er kallað og fullkomnara en í mörgum heitu löndunum. Vetrarríki, í sumum nyrðri löndum í tempraða-beltinu virðist heldur ekki hafa orðið menningunni neinn farartálmi, því hún hefir hvergi náð því hámarki sem þar. Kvíði menn vetri hlýtur það að vera öðru að kenna, ekki sízt í löndum, sem í Norður-Ameríku, þar sem sumarið kúf- fyllir öll forðabúr. Og að enginn þurfi að kvíða vetri, er ósk Heimskringlu við þessi áminstu ís- lenzku árstíðarskifti. Hjón voru nýlega gift í London með gasgrímur fyrir andlitinu. Það er mikið að hjón skulu ekki fyr hafa búið sig svona vel undir þessa hættu. Hitler og Chamberlain réttu hvor öðrum hendina fagnandi á Munich-fundinum, og mæltu svo um að Þýzkaland og Bretland mundu aldrei framar fara í stríð hvort á móti öðru, en flýttu sér að því búnu heim til að hraða alt sem unt er herútbúnaði. RÚSSLAND EINANGRAÐ EN ÓTTAST EKKI NAZISTA Fréttaritari blaðsins New York Times í Moskva, svarar í eftirfarandi grein- spurningunni um hvaða afleiðingar Mun- ich-samningurinn hafi fyrir Rússland: Rússland lítur nú á sig sem einangrað, en það horfir kvíðalaust til framtíðarinn- ar, þó ótrúlegt kunni að þykja. Sannleikurinn er sá, að Rússar voru á- valt sömu skoðunar og Hitler um það, að Chamberlain forsætisráðherra og Eng- land þessvegna og Frakkland vegna Eng- lands, mundu aldrei fara í stríð á móti Þýzkalandi nema ráðist væri á þau sjálf, en hvorki út af Tékkóslóvakíu né nokkru öðru landi. Ef England og Frakkland hefðu farið í stríð, hefði Rússland verið með þeim, því það trúir fastlega að Hitler segi sannleik- ann í bókinni, Mein Kampf, um að eina von Þýzkalands um að færa út kvíarnar, sé að halda í austur átt. Ef það átti að liggja fyrir Rússlandi og Þýzkalandi að lenda í stríði, var það heppilegra fyrir Rússland meðan England og Frakkland voru á þess hlið, heldur en eftir að það stóð eitt uppi á móti Þjóðverjum. En Rússar bjuggust aldrei við að Frakkland og England berð- ust við Þýzkaland, svo að Munich-samn- ingurinn hefir skilið þá eftir einangraða, að vísu, en hvorki hissa né á minsta hátt skelfda. Blaðið Journal de Moscou, sem er mál- gagn utanríkisskrifstofunnar í Rússlandi, hefir kannast við að samningurinn milli Rússa og fYakka, sé ekki virði pappírsins, sem hann er skráður á. Frakkar geta haldið hann eða sagt honum upp, en það gerir hvorki til né frá. Rússlandi er ekki einungis ljóst að það hefir nú ekki sam- band við neina þjóð á móti Þýzkalandi, heldur veit það einnig, að stjórnin á Eng- landi er samþykk og styður stefnu Hitl- ers á móti Rússlandi. Svo að samlíking sé notuð sem allir kannast við og ástandinu lýsir vel í fám orðum, vilja Bretar ekkert fremur en að Rússum og Þjóðverjum lendi saman og berjist þar til báðir hníga í val eða éta hvorir aðra upp eins og hinir frægu Kil- keny-kettir. Bretar eru minnisgóðir og hafa ekki enn gleymt því, er her Napol- eons, sem þeim stóð svo lengi ótti af frá Bologne, var loks yfirunninn og úr sög- unni eftir herferðina til Moskva. f dag stendur ekki ólíkt á í Rússlandi og fyrir Alexander I. og Napoleon 1812. Rússland horfist nú sem þá eitt í augu við sterkan óvin, ekki að vísu undir eins, en eftir að Hitler hefir fært út ríki sitt og náð korn- og olíulindum Rúmaníu. En það er þó tvent, sem greinilega skilur á milli ársins 1812 og 1938. Hið fyrra er að Hitler hefir unnið alla sína sigra án stríðs og hefir þó ekki her sem jafnað verður við her keisarans í stríðinu mikla. Síðara atriðið er, að það er mikill munur á Rússlandi nú og var á árum zarins. Rússland er einangrað eins og þá, en það á nú samherja sem það átti ekki áður í margvíslegum framförum í hern- aðarrekstri og öðru. Það hefir síðan kom- ið á fót iðnaði, sem að vísu jafnast ekki enn á við iðnað Bandaríkjanna eða Bret- lands, en sem að furðu góðu gagni getur komið við vopnaframleiðslu. Það er auðvelt að segja, að her Rússa hafi verið lamaður með “hreinsuninni” svokölluðu en þess sáust ekki merki í skærunum við Japani í Changkufeng. Þessi “hreinsun” hefir af óvinum Rússlands verið mjög notuð til að rýra og gera lítið úr her Rússa. En það er hætt við að Hitler komist að annari niðurstöðu, ef hann skyldi nokkurn tíma sækja Ukraníu heim. Rússland er í dag ekki skelft við Þýzka- land. Það má viðurkenna að tilraunir þess í Þjóðabandalaginu að tryggja frið- inn með afvopnun hafa brugðist. Það veit einnig og hefir vitað í sex mánuði eða lengur, að Bretland tekur Hitler fram yfir Stalin og að það var ástæðan fyrir því, að ekki varð stríð fyrir 10 dögum. Svo Rússland verður nú að reiða sig á sjálft sig og not auðslinda sinna. Auðvit- að mun það blása að kolum þeirrar til- finningar hjá þjóðinni, að færast í ásmeg- in á móti öllum, sem ekki skoða alt sem af guði sagt, sem frá Kremlin kemur. Það hljómar nú ekki sem bezt og er i þjóðmálunum, að allar refsi-til- ekki sem bezt, en bótin er að j raunir bitna á hinu saklausa al- þeir eru ekki margir af þeim 180 , þýðufólki, sem borið hefir böl miljónum, sem Rússland byggja, og þunga ófriðarins, án ásetn- sem á móti stefnu Stalins eru. — ings og launa. Og ennfremur Og Stalin veit að ungmenni, er óðum að skýrast sú stað- Rússlands, Rússlands síns, eru j reynd, að engin þjóð fái til honum fylgjandi. lengdar kúgað annað þjóðfélag, Það er samt sem áður eitt sem [ sem nokkuð má sín, sér til hags- hugsanlegt er, eg segi ekki lík-1 bóta. Eðli viðskiftalífsins tekur legt, sem áhyggjum getur ollað þar í taumana. núverandi leiðtogum Frakklands og Bretlands. Það er að Þjóð- Czecho-slóvakía var stofnsett aðallega í þeim tilgangi að girða verjar og Rúss&r stofni til ríkja- Þjóðverja inn að austanverðu sambands, samvinnu í stað eins vel og verða mætti, og af- stríðs. Þegar alls er gætt, er nú J sökunin, sem notuð var var ekkert í veginum, að vinátta takist milli þessara landa, eins og Bismark vann svo látlaust og mikið að, nema æðishatur Hitl- ers til þess, sem hann nefnir “Júðiskan Bolshevisma”. En Hitler og aðrir einræðisherrar eru eins og aðrir dauðlegir menn og geta skift um skoðun. Stalin hefir auk þess skotið fleiri Gyðinga á tveim árum “hreins- unarinnar” en nokkru sinni hafa verið höggnir í Þýzkalandi. Setjum nú svo að Hitler neiti að fara að dæmi Napoleons og telji ekki borga sig, að láta slátra her sínum með því að tillaga Wilson’s forseta um sjálfsforræði þjóðarbrota. En þó var Sudeten héraðið, með hálfri fjórðu miljón þýzkra íbúa að sögn, neytt inn í það sam- band. Og mörg önnur svipuð tilfelli áttu sér stað. Sannleikurinn í stuttu máli er eflaust sá, að herrarnir, þá eins og nú, áttu enga einlægni eða sanngirni í hjörtum sínum og voru einungis að hugsa um sinn eigin hag og sinna. Þeir lögðu óheyrilega háar fésektir á hina yfirunnu og reistu það, sem þeir álitu vera trygga'n varnar- garð kringum þá, svo þeir yrðu sækja Moskva heim. Gerum enn-» vænttanlega þrælar sínir um fremur ráð fyrir, að honum þætti hægra um hönd að ná í járn- og kolanámurnar í Alsace- Lorraine, en lengst austur í Don- hæða. Hinn ímyndaði ágóði fór aldur og eilífð. En náttúran er svo einkenni- leg að hún lætur ekki að ser etzdalnum í Rússlandi. Væri þá nokkur ástæða til að halda, að Rússar mundu neita samvinnu við Hitler, eða hella út mörgum tárum vegna afleiðinganna af því fyrir Frakkland eða Brezka ríkið ? s Skýrsla yfirpóstmeistara í Canada sýndi, að póstflutning- urinn hafði á s. I. ári verið rek- inn með hagnað er nam $3,250,- 000. Vill ekki einhver minna póstmeistarann á að þetta þjóð- eignafyrirtæki á að ,vera rekið án þess að íþyngja almenningi með því langt fram yfir það sem reksturinn kostar? FRIÐAR ENGILLINN Fyrir minna en tuttugu árum síðan var alment álitið í hinum enskumælandi heimi að Bretar og samherjar þeirra hefðu unnið úrslita sigur á Þjóðverjum og með því trygt heimsfriðinn fyrir nokkrar komandi kynslóðir, ef ekki fyrir alla komandi tíð. Og að vísu hefði vel mátt svo fara ef vísdómur og velvild hefðu setið á stjórnarstólunum. En því miður var ekki því happi að heilsa. Flestum hugsandi mönnum var um þær mundir orðið fylli- lega ljóst að stríðum gæti ekki fylgt annað en hörmungar og tap, og var því friðarþingið í Genf sett á stokkana og nokkr- ar samþyktir gerðar viðvíkjandi afvopnun og hegðun þjóða yfir- leitt, í því skyni að firrast frum- hlaup og mínka stríðsóttann. En svo var hugarfarið óheilt og samkvæmnin lítil, að Versala ákvæðin illræmdu — sú skaðleg- asta ófriðar íkveikja, sem heim- urinn hefir nokkru sinni af sér fætt — voru viðteknir á sama tímabili, af sömu mönnunum. — Leið því auðvitað ekki a löngu þar til hinir undirokuðu fóru að óspekjast og hugsa til hefnda. Upp úr því ástandi reis svo Hitl- er til vegs og valda og fór að jjóða böðlunum birgin, með þeim ÍJ*angri sem allir nú vita. Ef hugur hefði viriklega fylgt máli á þeim dögum, þá hefðu linir sigursælu (?) látð gerðar- dóm, skipaðan tiltölulega óvil- höllum mönnum, draga upp sátta samninga, er allir aðiljar hefðu mátt vel við una, og á þann hátt fyrirbygt óvild og orsakir til nýrra orrahríða. Mannlegt eðli er ekki enn þeim kostum búið að þeim sem valdið hafa, sé treystandi til að beita sanngirni gagnvart óvinum sínum. . Þar að auki er svo högum háttað í allur forgörðum og taumhaldið laskaðist. Til þess að kúgun geti haldist verður að vera inn- byrðis óeining meðaí þrælanna; en eitthvert sterkasta meðalið til að sameina og endurreisa fallna þjóð er að sýna henni á- reitni og beita hana órétti. Og hinir voldugu og fyrrum hróð- ugu herrar, sérstaklega á Stór- Bretlandi og Frakklandi, mega vissulega þakka sér hinn mikla og hraðfleyga uppgang hins þýzka veldis á síðustu árum. ___ Hitler, með allan sinn kraft og hroka, er þeirra skilgetið af- kvæmi — og verði þeim gott af! Þessar hugleiðingar mínar koma að nokkru leyti til af því að eg var að lesa prédikun séra Philips um Neville Chamberlain og friðartilraunir hans. Mér fanst þar margt vel sagt, eins og eg átti von á, en alls ekki alt. Eg er samþykkur því að Sudeten héruðin, sem Þjóðverjar hafa bygt nálega einir saman í marg- ar aldir, séu látin sameinast Þýzkalandi að svo miklu leyti sem landslagið sanngjarnlega leyfir — segjum alt að fjall- garði þeim, sem virðist mynda eðlilega skifting af náttúrunnar hendi. Spildur þær, sem Þjóð- verjar hafa bygt austan þeirra fjalla og þykjast sem einstakl- ingar eiga, mætti hinsvegar kaupa af þeim eftir mati, svo þeir, sem þrá að komast undir þýzkan aga gætu farið til síns föðurlands. Kostnaðinn í því sambandi ættu Bretar og Frakk- ar að gjalda sameiginlega, því að þeirra ráði og skipun var hið upphaflega óréttlæti framið. En þó væri ekki með öllu ranglátt að Tékkar sjálfir bæru nokkuð af því gjaldi, því þeir sætu þá framvegis að eigninni og losuð- ust við óæskilega samfélaga. Viðbúið er að Hitler, eins og komið var hefði þverneitað þeim tilboðum, því áform hans er sjá- anlega annað og meira en það. að rétta hluta nokkurra þjóð- bræðra sinna. En hefði hann ekki vitað sig eiga góðan hauk í horni þar sem Chamberlain var myndi hann hafa hikað við að grípa til vopna í bráðina. Þótt hann gjörráður sé veit hann ofur vel að Bretar, Frakkar og Rúss- ar, lagstir á eitt, yrðu honum ofurefli ef í það færi. Og þar að auki voru Tékkar sjálfir fúsir og allvel viðbúnir að veita hon- um talsvert viðnám. En með því að hafa Chamber- lain á sínu bandi, eins og reynd- ist, virtust honum allir vegir færir. Chamberlain var sá, sem bezt gat talað um fyrir Frökkum og þannig eyðilagt alla sam-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.