Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.10.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. OKTÓBER 1938 HEIMSKRINCLA 5. SÍÐA vinnumöguleika við Rússa. Og það hlutverk vann Chamberlain með ástundun og árangri, og má bver þakka honum það sem vill fyrir mér. Aðdragandinn að þessum síð- ustu óförum er nokkuð langur og svo að segja óslitinn, og nenni eg naumast að fara ,mörgum orðum um þá sögu. Framan af lá stefnan að miklu leyti hulin, en þegar Japan var leyft að ráð- ast á Mansjúríu og Kína og Bretar lögðu blessun sína yfir athæfi Mussolinis í Blálandi, fór hún að skýrast all-nokkuð. Aðal úrskurðarvaldið var þá hjá Stan- ley Baldwin, fyrirrennara Cham- berlains ,og var hann þó álitinn andvígur einræðisstefnunni. En er Chamberlain tók við foryst- unni hvarf brátt allur vafi, er hanú lagðist á eitt með Fasist- unum, að koma spánska lýðveld- inu á kné og leyfði Hitler að taka skjólstæðing sinn, Austurríki, herskildi, án þess að hreyfa hin- um vægustu mótmælum. Það er litlum vafa bundið að Chamberlain og öðrum herrum úr hinum svokölluðu demokrat- isku löndum er ekki meira en svo um Fascismann. En þeir eru farnir að sjá fram á, að ekki mun öllu lengur vera um nema tvær stefnur að velja, og af tvennu illu kjósa þeir heldur einræðisstefnuna en lýðræðið, sem stefnt er að á Rússlandi. Og þessvegna er öllum árum róið að því takmarki, að sam- eina kraftana til þeirrar úrslita orustu. Og Chamberlain er einn af aðal forkólfunum í þeim at- raunum. Friður er flestum hlutum dýr- mætari, og lái eg ekki séra Philipi þó hann dái þann fröm- uð, sem hann álítur vera virki- legan friðvald. En eg á örðugt með að trúa því, að hann ekki sjái í gegnum hinn gresjulega vef, sem Chamberlain breiðir yfir gerðir sínar, og gruni að hvert það vopn sem látið er með auðmýkt í hendur hervalds sinn- anna nú, aðeins greiði fyrir þeim ægilega hildarleik, sem í undir- búningi mun vera og sennilega vífa að á næstunni. Og svo er líka hálf kátlegt að vera að hrósa happi yfir friði á meðan þrjú stórstríð, að miklu leyti af völdum Chamberlains, eru í algleymingi. Eða eru stríð þau, er aðrar þjóðir en manns eigin verða að þola, fyrir utan vébönd friðarmálanna ? Hvað samningum og loforðum viðvíkur er, satt bezt sagt, sára lítið á þau að treysta, hverjir sem í hlut eiga. Einungis eigin hagsmunir ráða ávalt úrslitum í þeim málum. Allir vita hvern- ig Hitler og Mussolini efna lof- orð sín, og Bretar eru sízt betri að því leyti. Sjónleikurinn í Munich var því frekar sann- gjarn aðiljunum og fyrirsláttur á kostnað auðtrúanna en mót- mælafundur. Hitler þurfti af- sökun og samþykki til gjörræð- isins og fékk hvort tveggja. — Einnig þurfti Chamberlain frekr ari slæður á almenningsálitið heima fyrir. Og þó langar mig til að í- mynda mér að upp á síðkastið hafi Chamberlain gengið gott eitt til, er hann sá í hvert óefni var komið. Má vera að hann hafi um seinan, séð hvað fyrri afskifti hans voru búin að grafa um sig og ofhreykja valdsjúk- um ofstopa, sem ana kynni fram úr áætlun og jafnvel geiga frá gefnu takmarki. Og ef til vill hefir hann verið farinn að óttast að Hitler myndi ekki víla fyrir sér að hirta einnig þá, sem þjóð hans átti lengi grátt að gjalda, og yrði þá illur endi á öllum út- reikningnum; því ekki er ávalt notalegt að hitta sjálfan sig fyrir. Og svo er ekki alveg ó- hugsandi að hann kunni að hafa einhverja meðlíðan með brezk- um börnum. (Það hefir ávalt verið skoðun mín, eins og það er nú orðið skoðun mjög margra, að Bretar hefðu hæglega getað afstýrt heimsstyrjöldinni miklu með því aðeins að tjá afstöðu sína af- dráttarlaust í tæka tíð. Einnig er eg sannfærður um að hin stríðin þrjú, sem enn geysa í heiminum, hefðu aldrei byrjað ef Bretland hefði skjótt og hik- laust tekið J strenginn. En til þess hefði það þurft að verða á bandi með ráðstjórn- inni á Rússlandi, sem beitir sér fyrir jafnrétti öllum mönnum til handa. En það mátti nú svo sem ekki. Heldur kaus það samvinnu við auðræðisríkin. Og fyrir vikið eru nú völd þess og heiður svo lágt fallinn að raddar þess mun harla lítið gæta þegar næst ábjátar. Sönnunar í því efni mun trauðla langt að bíða, því eins lengi og fjármála sam- kepnin er við líði verður ekki um neinn frið að ræða. Ein smá- bending er jafnvel þegar komin fram í því, að Hitler krefst nú skaðabóta fyrir Sudeten-héruðin, sem hann tók; og Mussolini kvað heimta fé frá Bretum fyrir það, að draga heim tíu þúsund lask- aða hermenn frá Spáni (af nær- felt 100,000, sem þar eru sagðir vera) um leið og hann sendir ferskar hersveitir og ný hergögn í staðinn. Samt er mér ljúft að segja eins og séra Philip, að reynist skoðanir m(ínar að einhverju leyti óréttmætar eða á sanc bygðar, mun eg fljótt og fúslega bera fram þær yfirbætur sem við eiga. P. B. Aths. Hkr.: Við ofanskráða grein vill Hkr. gera þessa stuttu athugasemd: Að Cham- berlain sé valdur að öllum stríð- unum sem nú eru háð í heimin- um, virðist ekki hafa við rök að styðjast, þar sem hann var ekki við völd er nein af þeim hófust, eins og stríðið í Kína, er hófst þegar Japanir tóku Manchukou 1932, eða Blálands-stríðið eða Spánar-stríðið. Um hitt má einnig deila, hvðrt að lýðræði eða einræði ríki í Rússlandi eða hafi gert undanfarin ár. TIL ATHUGUNAR f 52. tölublaði Heimskringlu, 22. sept. er mynd af fjórum bræðrum frá Lundar: Sveini, Einari, Guðmundi og Páli, en það er lítil grein gerð fyrir ætt þeirra er er þó ein af merkustu ættum á Austurlandi. Faðir þeirra var Guðmundur Ás- grímsson, er lengi bjó á Hvera- læk í Hróarstungu. Var hann ættaður úr Vopnafirði. En móð- ir þeirra var Ingibjörg Sveins- dóttir, bónda á Bakka í Borgar- firði eystra. Móðir Ingibjargar, kona Sveins, var Gunnhildur Jónsdóttir hins sterka, frá Höfn í Borgarfirði, Árnasonar bónda í Höfn Gíslasonar, prests á Desj- amýri. Voru þeir feðgar allir orðlagðir kraftamenn og gáfu- menn, en þó sérstaklega þeir Hafnarbræður Jón og Hjörleif- ur. Það er sérstök ástæða til að geta þessara bræðra, því margt hafa þeir erft af forfeðrum sín- um þótt ekki séu þeir slíkir af- burðamenn sem þeir ivoru; en fjörmenn og athafnamenn hafa þeir verið í bezta lagi, einkum Sveinn sem nú er nær áttræður, en hefir unnið alt að þessu sem hraustir miðaldra menn. Þeir eru nú að eg hygg þeir einu sem nú eru á lífi af afkomendum Jóns sterka, og börn þeirra sem eru mörg, er því vert að geta þess, að sá ættbjálkur er ekki al- dauður. Sigfús Sigfússon þjóðsagná- höf. hefir ritað sögu þeirra Hafnarbræðra í Afreksmanna- sögum, en hann getur ekki Ingi- bjargar, móður þessara bræðra, en bræðra hennar getur hann, sem engin börn áttu. Er því ekki annað að sjá á sögu hans, en að ætt Jóns sterka sé aldauð. Guðm. Jónsson frá Húsey. ÍSLANDS-FRÉTTIR Nýtt Framsóknarblað í Vestmannaeyjum Nýtt blað hóf göngu sína í Vestmannaeyjum 14. þ. m. — Nefnist það Framsóknarblaðið og er gefið út af nokkrum Framsóknarmönnum þar í Eyj- um. Er því stjórnað af þriggja manna ritnefnd og skipa hana Sveinn Guðmundsson kaupmað- ur, Kristján Linnet bæjarfógeti og Bjarni G. Magnússon. Ætlunin er, að blað þetta komi út með hálfsmánaðar fresti,, en nokkru mun þó út- komu þess hagað eftir ástæðum. Einkum mun blaðinu ætlað að ræða um málefni Vestmanna- eyja.—Dagur, 22. sept. * * * Tíminn og Nýja dagblaðið sameinað Á síðastl. vori tók miðstjórn Framsóknarflokksins þá kvörð- un í samráði við stjórn Blaðaút- gáfunnar h. f. að sameina flokksblöð sín, Tímann og Nýja Dagblaðið. Þessi ákvörðun er nú komin til framkvæmda. Með útkomu Nýja dagblaðsins 15. þ. m. hætti það að koma út. En í stað þess að Tíminn hefir hingað til komið út einu sinni í viku, kemur hann hér eftir út annan hvern virkan dag í nýju formi með sama leturfleti og áð- ur og verður sendur öllum kaup- endum Nýja Dagblaðsins. Þessi ákvörðun um samein- ingu blaðanna var tekin vegna þess, að miðstjórn Framsóknar- flokksins taldi eðlilegra að gefa út eitt blað, sem útbreiðslu hefði um landið alt, heldur en að halda úti vikublaði fyrir sveitirnar og dagblaði, sem aðallega væri mið- að við kaupstaðina. Miðstjórn Framsóknarflokks- ins væntir þess, að þessi breyt- ing á blaðaútgáfu flokksins verði til þess, að betur verði fullnægt þörfum hinna dreifðu bygða, en að áhugasamir flokks- menn í þéttbýlinu felli sig eftir á-stæðum við bréytinguna. Þórarinn Þórarinsson, sem verið hefir ristjóri N. dagbl., tekur að sér ritstjórn Tímans ásamt Gísla Guðmundssyni, sem er áb'yrgðarmaður blaðsins. —Dagur, 22. sept. * * * Nefndarskipun samkv. tillögu J. J. Ríkisstjórnin hefir í samráði við landsmálaflokkana skipað nefnd til þess að gera tillögur um, hvernig bezt yrði búið í hag- inn fyrir alurhnigna sjómenn. Eiga sæti í nefndinni Pálmi Loftsson framkvæmdastjóri, — Sigurjón Á. Ólafsson alþingis- maður og Þorsteinn Þorsteins- son fyrv. skipstjóri. Jónas Jóns- son bar á síðasta Alþingi fratn tillögu um nefndarskipun þessa. LANDSSAMBAND BERKLASJÚKLINGA Nú eru sjúklingar af öllum berklahælum landsins að mynda með sér landssamband, sem á að hafa það hlutverk með höndum, að vinna að útrýming berklaveik- innar, leiðbeina og hjálpa fólki sem orðið hefir fyrir því óláni að sýkjast af þjessari veiki, greiða götu þeirra, sem losna af hæl- unum og reyna að útvega þeim atvinnu við þeirra hæfi. Það er vel, að sjúklingarnir hafa tekið höndum saman í þessu velferð- armáli, því hver skyldi skilja það betur en einmitt þeir sem standa augliti til auglitis við þennan hræðilega sjúkdóm. — Hver skyldi þekkja það betur, hvað það er að vera veikur ár- um saman, einangraður frá sín- um nánustu, hrifinn burt frá lífsstarfi og hrundið út í bar- áttu við þannan ósýnilega vá- gest, með öllum þeim afleiðing- um, sem því fylgja fyrir þá sjálfa og fjölskyldur þeirra. En al- menningur verður að gera sér það Ijóst, að hér er ekki verið að vinna fyrir þá eingöngu, sem þegar hafa sýkst, heldur fyrst og fremst til að sporna við því, | að nýir bætist í hópinn. Þetta er mál, sem alla varðar, því hver getur sagt um það hver verður næstur, ef til vill ert það þú sjálfur, bróðir þinn eða systir. Þess vegna verða allir að leggja þessum málum lið, sjálfs sín vegna og vegna komandi kyn- slóða. Að lokum viljum vér benda á eitt atriði, sem oss finst mjög ábótavant í berklalöggjöfinni, en það er aðbúnaður sjúklinga eftir að þeir losna frá berklahælum landsins, er árlega fjöldi fólks, sem verður að fá aftur hælis-1 vist eftir að hafa verið útskrif- að um stuttan tíma. T. d. má geta þess, að á einu hælinu hafa 61 sjúklingar dvalið oftar en j einu sinni á tímabilinu 1932—' 1937, þar af hafa 23 dáið. Fólk þetta hefir alt útskrifast með meiri eða minni starfsorku og ætla má, að vegna breyttra og erfiðari lífsskilyrða er hælis- vistinni lauk, hafi það fallið yfir aftur. Ástæðan fyrir þessu er sú, að eftir að sjúklingurinn fer af hælinu, er honum ætlað að vera virkur þegn í þjóðfélaginu og alveg slept af honum hend- inni, er það því alveg undir að stæðum hans í þjóðfélaginu komið, hvort honum tekst að halda þeim bata, er hann hefir fengið með langri hælisvist. Meginþorri þess fólks, sem fyrir veikinni verður, hefir átt við harla erfið lífsskilyrði að búa, ill húsakynni og annað það sem fátæktinni er samfara. — Það er því Ijóst, að þegar fólk, eftir að hafa haft góðan aðbún- að ,í langan tíma, hverfur aftur til fyrra lífernis, í basl og flest- umtilfellum atvinnuleysi, sækir fljótlega í sama horfið aftur. — Þessu fólki þarf að hjálpa til að fá atvinnu við sitt hæfi *eða veita því styrk og hafa jafnframt eftirlit með að allur aðbúnaður sé þannig að heilsunni stafi ekki hætta af honum. Hér eru það j bæir og ríki, sem eiga að ryðja I brautina og verða gerðar á- kveðnar tillögur í þá átt af framkvæmdanefnd Sambands ís- lenzkra berklasjúklinga. Takmarkið er alger útrýming berklaveikinnar á íslandi. —Dagur, 22. sept. FJÆR OG NÆR Tombóla undir umsjón Stjórnarnefndar Sambandssafnaðar í Winnipeg fer fram í fundarsal Sambands- kirkju mánudagskvöldið 24. þ. m. kl. 8. Eins og æfinlega á tombólum Sambandssafnaðar í Winnipeg verða margir ágætir drættir, sem eru flestir miklu meira virði en inngangurinn kostar. Meðal annars hafa drættir verið gefnir af T. Eaton félaginu, ýmsum hveitifélögum í bænum, myndahúsum, viðar- félögum og mörgum öðrum. Eru allir vinsamlega beðnir að minn- ast þessarar tombólu og fjöl- menna! * * * Síðastlaðinn sunnudag 16. þ. m. voru þau Helgi Sigurður Tómasson frá Hecla, Man., og Helga Margrét Sigurðsson, til heimilis í Winnipeg gefin sam- an, í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni. Allstór hópur ætt- ingja og annara vina var þar viðstaddur. Hjónavígslan fór fram á heimili foreldra brúðar innar Sigurðar og Margrétar Sigurðson. Brúðguminn er son- ur Gunnars og Kristínar Tómas- son í Mikley. Brúðhjónin fóru skemtiferð suður í Bandaríki. Heimili þeirra verður í Mikley. * * * Séra K. K. ólafson flytur erindi og messu á virkum dögum í Manitöba-vatns bygðunum sem fylgir: Silver Bay, miðvikudaginn 26. AGRIGULTURAL SCHOOL Dominion-Provincial Youth Training Plan Under auspices of Local Organization THE DOMINION GOVERNMENT THE PROVINCIAL GOVERNMENT Offers a Course in Agriculture to Young Men 16 to 30 years of age at - ARBORG MANITOBA November lst—December 23rd, 1938 Application form must be forwarded to the registrar at least 10 days previous to the opening date of the school. For application forms and detailed information write to: Mrs. E. L. Johnson, Prov. President, U.F.W.M., ARBORG, MAN. or F. W. Anderson, Agric. Representative, TEULON, MAN. okt. kl. 8.30 e. h. Oak View, fimtudaginn 27. okt,. kl. 8.30 e. h Hayland, íföstudaginn 28. okt. kl. 8.30 e. h. Erindin á þessum þremur stöðum um efnið “Kristindómur og menning.” Talað bæði á ís- lenzku og ensku þegar þörf ger- ist. Messa að Wapah, mánudaginn 31. okt. kl. 3 e. 'h Messa að Reykjavík, mánudag- inn 31. okt. kl. 8 e. h. Messa að Bay End, þriðjudag- inn 1. nóv. kl. 4 e. h. Fyrirlestur um efnið “Kristin dómur og menning að Reykja- vík miðvikudaginn 2. nóv. kl. 4 e. h * * * Dr. Ingimundson verður staddur í Riverton þann 25. þ.m. Áætlaðar messur um síðari hluta október-mánaðar: 23. okt. Riverton, kl. 2 síðd. Árs- fundur safn. 23. okt. Árborg, kl. 8 síðd. ensk messa. 30. okt. Árborg, kl. 2 síðd. — Heimætrúboðsoffur. 30. okt. Framnes, kl. 8 síðd. Fólk vinsamlega beðið að fjölmenna eftir því sem unt er. S. ólafsson * * * Séra K. K. ólafson flytur guðsþjónustur sem fylgir sunnu- daginn 30. okt. í bygðunum austanvert við Manitoba-vatn: Hayland, kl. 11 f. h Oak View, kl. 1.30 e. h. Silver Bay, kl. 4.30 e. h. Ashern, kl. 8 e. h. Allir eru beðnir að koma stundyíslega. Fyrir hvern meðlim fjölskyldunnar er MODERM bezt! MJÓLK RJÓMI SMJÖR “Þú getur þeytt rjómann okkar en, þú getur ekki steytt mjólkina okkar!” SÍMI 201 101 I SflVED fl HORSES LIFE to your livestock should be checked immc- diately to avoid possible loss of life. Through lack of prompt medical attcntion many, horses died in last year’s' “sleeping sickness” cpidemic. A TRLKPHONE provides an ever-rcady mcans of quick action when sickness strikes. Are you prepared? SAFEGUARD THE HEALTH OF YOUR LIVESTOCK BY HAVlNG V' \ Your Own Home Telephone MANITDBA TELEPHONE SYSTEM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.