Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1938 %úmskxm$ia (StofnuB 1S86J Kemur út A hverjum miSvikudegi. Etgendur: THE VIKINQ PRESS LTD. SS3 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurlnn borglst tyrtrfram. Allar borganlr sendls.t: THE VIKING PRESS LTD. 311 vlðskifta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: lí'nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskrlngla” ls publlshed and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 88 537 ItUIUUUUUIUlllUUItUilUUllIllllllillllllUUllUlillUtlilllUIIIUllllUllUlllllltlUlllUUUlUUUIIUIllllUlUlllUIUIIin^ WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1938 LIFSKOÐANIR FORN-GRIKKJA OG NORRÆNNA MANNA Próf Sveinbjörn Johnson hefir sent Heimskringlu ritling er hann nefnir Old Norse and Ancient Greek Ideals og sem á titilblaðinu er sagt frá að sé sérprentun af grein er hann skrifaði í október-hefti tímaritsins “Ethics”, sem gefið er út í Bandaríkjunum. Er Hkr. honum þakklát fyrir sendinguna og fyrir það sem segja má strax, að hafa skrifað greinina, því hver íslendingur mun lesa hana sér til mikillar ánægju. Og svo er þar margt sagt, sem gott er að enskumælandi menn horfist í augu við. Auk stutts, en ljóss inngangs um ferðir norrænna manna á víkingsöldinni, er efni greinarinnar aðallega samanburður á lífs- skoðunum Forn-Grikkja og norrænna manna. Styðst höfundur þar mest við verk Aristoltelesar og Hávamál. Af hinum mörgu dæmum sem h#nn athugar, verður því ekki neitað, að margt er líkt með þessum tveimur forn þjóðum. Lífsskoð- anir beggja eru fyrst og fremst fólgnar í einstaklings-frelsinu, því, að einstakling- urinn hugsi fyrir sig, en sé ekki háður valdboði neinna stefna. Þráðurinn í lífs- skoðuninni er, andlegt sjálfstæði og að maðurinn verði þá sælastur, er sjálfsá- kvörðun hans nýtur sín sem bezt í fram- kvæmdum í lífi hans. Þar kemur að vísu efnalegt sjálfsaæði einnig til greina, en að- eins sem nauðsyn til andlegs þroska, því: Byrði betri ber at maðr brautu at en sé mannvit mikið. En jafnvel þó þessar þjóðir ættu þetta sameiginlegt að einhverju meira leyti en almenns eðlis, sem ekkert skal um sagt, heldur höfundur hinu fram, að þar hafi verið um algerlega sjálfstæða þróun að ræða, að lífsspeki norrænna manna hafi eigi síður verið frumleg og til orðin fyrir reynslu þeirra sjálfra, en Hfsskoðun Grikkja. Ætlar hann jafnvel, að norræn lífsskoðun hafi verið frumlegri vegna þess að Norðurlandabúar voru afskektari, en Grikkir. Dregur höfundur ekki í efa, eins ðg reyndar margir aðrir, að oflítið hafi verið gert úr því, er að menningu laut hjá Norðurlandabúum, en ofmikið úr ránskap og ribbaldahætti víkinga. Er það ekki fjarri því, sem próf. Sig. Nordal sagði. Hann kvaðst þegar enskumælandi menn spyrðu sig að hvað orðið víkingur þýddi, vanalegast segja þeim, að vel mætti þar notast við enska orðið “gentleman”. Hin háfleyga lífsspeki norrænna manna í Hávamálum og víðar gefur tilefni til ann- ars en að ætla þá ekki hafa verið annað og meira en vanalega ræningja eða villi- menn, eins og barist hefir verið við með suðlægum trúarskoðunum að rótfesta í hugum fslendinga og annara afkomenda norrœnna manna. Að þessu víkur höfundur áminstrar greinar með mestu hógværð, en skoðanir hans dyljast ekki. Söguritarar Evrópu á þessum tímum vissu harla lítið um Norð- urlandabúa og gáfu svo Germönum menn- ingarheiðurinn, sem eflaust þá voru mikið blandaðir norrænum mönnum, er búið höfðu á Norðurlöndum í fleiri aldir, og leituðu að meira landrými í suður-átt, til Þýzkalands. f þennan sama stren^ er af mörgum tekið, er um þessi mál hafa ritað í nútíð, og er það ekki óeðlilegt, þar sem tungurnar forn-germanska og frum- norræna, eru sagðar ein og sama tungan. sára lítið breytt. Vegna efnisins eigi síður en hins, að greinin “Old Norse and Ancient Greek Ideals,” er vel og skemtilega skrifuð, ættu sem flestir að kynnast henni og því hvern- ig höndum höfundurinn fer um það efni, sem hér hefir með fáum orðum verið vikið að. Ef skifta ætti Canada upp eftir hinum mörgu þjóðernum sem hér búa, eins og í Evrópu er krafist, yrðu úr því eins mörg eða fleiri þjóðríki en þar eru. Hér skal getið tölu fjölmennustu þjóðflokkanna eins og hún var 1931, er síðasta manntal var tekið. Af 10,376,786 íbúum alls, eru 5,381,071 Bretar, 2,927,990 Frakkar, 473,544 Þjóðverjar, 228,029 Norðurlanda- menn og íslendingar, 225,113 Ukraníu- menn, 148,962 Hollendingar, 145503 Pól- verjar, 98,173 ítalir, 88,148 Rússar og 30,401 Tékkar og Slóvakár. EN—UPPSKERAN ? (Eftirfarandi grein birtist í Wilton’s Review 15. október) f október-mánuði 1935 tók MacKenzie King-stjórnin við völdum. Meðan á þeim kosningum stóð, var kjósendum óspart sagt, að það eina sem ráðið gæti bætur á þjóðfélagsmeinunum, væri það að koma liberal stjórn til valda. Blaðið Edmonton Journal benti 4. apríl á þessu ári á á- vextina af starfi stjórnarinnar með þess- um orðum: “Konunglegar rannsóknarnefndir hafa kostað landið $1,123,969 frá því að King- stjórnin kom til valda í október 1935 og er þó langt frá að öll kurl séu til grafar komin. Upp að 10. febrúar 1938 hafði Rowell- nefndin, sem blíðka átti eða vera meðal- gangari milli lands- og fylkja-stjórnanna, sem nú hanga í hárinu hver á annari, kost- að $74,414. Fullnaðarstarfi lýkur þessi nefnd ekki fyr en einhverntíma á þessu hausti. Lögfræðingar hennar, James Stewart, K.C., frá Halifax og Louis St. Laurent, K.C., frá Quebec, eru hvorum greiddir $150 á dag; nefndin hefir auk þess hóp sérfræðinga og ritara sér til að- stoðar. Til þess að íhuga afkomu hermanna úr stríðinu mikla var nefnd skipuð; var for- maður hennar Col. J. G. Rattray frá Ottawa. í tvö ár sem nefndin starfaði, kostaði hún landsjóð $326,640. Atvinnumálanefnd, undir forustu Ar- thur B. Purvis, iðnaðarhölds frá Montreal, kostaði $295,494. Mr. Purvis tók ekkert fyrir starf sitt. Nefnd til að rannsaka ullar-iðnað lands- ins, undir stjórn Mr. Turgeon dómara, kostaði $173,231. J. C. McRuer, K.C., frá Toronto og Eli Beauregard, K.C., voru lögfræðingar nefndarinnar. Var hinum fyrnefnda greitt fyrir sitt starf $31,456, en hinum síðartalda $37,172. Turgeon dómara voru greiddir $14,256 og fram- færslu kostnaður allur. Hveitisölunefnd, einnig undir stjórn Mr. Turgeon dómara, kostað $114,237. Col. J. E. Ralston frá Montreal voru greiddir $200 á dag og hlaut fyrir starf sitt í þess- ari nefnd $29,022. Sem aðstoðar lögfræð- ingur hlaut J. E. Coyne frá Winnipeg $19,091. Turgeon dómara voru greiddir $12,100 í framfærslueyrir, eða sem vasa- peningar. Nefnd til að rannsaka fangahúsarekst- urinn kostaði $88,810. Hún hefir nú lokið starfi. Mr. Archambault dómara voru greiddir, samkvæmt síðustu skýrslu, $10,313 í aukakostnað. R. W. Craig, K.C., í Winnipeg voru greidd í laun og annan kostnað $25,623. Og J. C. McRuer, K.C., $6,738 fyrir sína fyrirhöfn. Nefnd þessi hafði engan lögfræðing sem slíkan, en hafði ritara sem var lögfræðingur og greiddir voru $10,665 í ritaralaun. Rannsókn sem Arthur Leblanc dómari leysti af hendi viðvíkjandi humar-veiði (lobster), kostaði $4,000. Önnur konung- leg nefnd, sem rannsakaði kola-viðskifti og sem Dr. M. H. Tory frá Ottawa hafði umsjón á, kostaði $23,878. Af þessari fjárhæð voru Dr. Tory j greiddir $9,364, en lögfræðingi hans $4,496. Þingnefnd hefir verið skipuð á tveimur þingum til að rannsaka verð á akuryrkju og búnaðar-áhöldum. Starf þeirrar nefnd- ar kostaði $23,567. R. T. Graham, lög- fræðingur frá Swift Current voru greiddir $8,756 og Walter MacDonald yfirskoðun- armanni reikninga frá Winnipeg $9,100 fyrir aðstoð veitta nefndinni.” Við nánari athugun þessara reikninga bendir margt til að stjórnin sé hliðholl vinum sínum. Nefnd Col. J. C. Rattray’s voru greiddir $326,640 á tveim árum. — Starf þessa horska ofursta, var í því fólgið, að bæta hag hermanna úr síðasta stríði. Að sjálfsögðu hefir hann bætt hag þeirra og sinn eigin ofurlítið um leið. J. L Ralston ofursti frá Montreal og fyrrum í ráðuneyti Kings, voru greiddir $200 á dag fyrir starf sitt hjá hveitinefnd- inni, er alls nam $29,022. En það kóm- iska við störf þessarar dýru nefndar var, að eftir tillögum hennar var alls ekki farið. 'Nefndin ráðlagði að ákveða ekki verð á hveiti, sem nú hefir samt sem áður verið gert. Um $114,231 virðist því í raun og veru þarna hafa verið kastað í sjóinn. Það er ef til vill, einhverjum huggun í að vita, að Mr. J. E. Coyne í Winnipeg hlaut $19,091 þegar kökunni var skift. Við Winnipegbúar græðum að líkindum eitt- hvað á því. Dómsmálaráðherra veit sjáanlega ekk- ert um hvernig fangahúss-rekstri skuli háttað; nefnd þarf því að skipa til þess að komast að því og segja honum það. Og nefnd sú hentist aftur og fram um alt land og brá sér að lokum til Englands, sem kostaði $88,810. í hlut R. W. Craig, K. C., í Winnipeg komu $25,623. En leiði samt sem áður eitthvað gott af þessu í meðferð fanga, er starf þessarar nefndar ekki með öllu einskisvert. Þjóðin dregur rólegar andann, þegar hún veit að vingott er milli stjórnarinnar og þessara olnboga- barna. Annar Winnipegbúi, Mr. Walter Mac- Donald, yfirskoðunarmaður reikninga hlaut að launum $9,100 fyrir starf sitt í þágu 'þingnefndarinnar, sem rannsakaði verð á búnaðaráhöldum, er alls nam $23,567. Mr. MacDonald hefir nýlega verið skipaður aðstoðarmaður Goldenberg- nefndarinnar. Þingnefndin verður ekki séð að hafi orðið nokkru nær fyrir aðstoð hans, því árangur af verki hennar hefir enginn orðið. Hvort að Goldenberg-nefnd- in græðir nokkuð á því, er eftir að vita. Árangurinn verður undir því kominn hvort að hann “legst djúpt” eða rennir sér á skautum yfir það, sem ætlast er til að hann rannsaki. Hinn trúi vinur stjórnarinnar, J. C. McReur, K. C., frá Toronto, hlaut að laun- um fyrir rannsóknina á ullar-verksmiðju- rekstrinum $31,456 og fyrir starf sitt í fangahússnefndinni $6,736. Sá góði mað- ur virðist einhvernveginn koma því við, að vera nærri, þegar bitar falla af borðum stjórnarinnar. Hvað hefir svo Canada skorið upp eftir allar þessar gullskúrir, sem rignt hafa yfir þá, sem á stefnu MacKenzie Kings trúa? Sigur Kings var mikill í síðustu kosningum, því er ekki að neita. En hitt er eigi að síður líklegt, að sá sigur sé í augum þeirra er skatta greiða, eitthvað líkur sigrinum í síðasta stríði, sem enginn hefir enn getað séð hvað við var unnið, þrátt fyrir þó það væri mikill sigur. Getur nokkur maður bént mér á, hvað þjóð þessa lands hefir grætt á fjáreyðslu stjórnar- innar, sem nefnd hefir verið hér að fram- an, að því undanskildu, að hún leysti gátuna um hvernig fáeinir víðkunnir heiðursmenn gætu haft ofan af fyrir sér, og sem víðkunnari eru en nokkru sinni áður fyrir að lesa má nöfn þeirra í blöðum í sambandi við afreksverk stjórnarinnar og á ávísunum hennar? Við vitum hvað þetta starf alt, þessi plæging, sáning og herfing stjórnarmnar fyrir landið hefir kostað. En eg væri þakklátur þeim sem bent gæti mér á upp- skeruna af því. STUTT YFIRLIT YFIR SÖGU BÆHEIMS Bæheimur er ferhyrnd háslétta, liðugar 20,000 fermílur að stærð, umlukt fjalla- görðum á alla vegu. Að norðvestan eru Bæheimsfjöllin, vaxin skógi upp á hæstu tinda, að suðvestan Erzfjöll, að norð- austan Sudetafjöll, en Litlu Karpatafjöll eða Mærihálsar lykja um hana að suð- austan. Þótt Tékkar hafi lengi búið í Bæheimi og séu við hann kendir, eru þeir samt ekki frumbyggjendur hans. Til forna var lands- hluti þessi nefndur Boheim, síðar Böhmen, en bæði nöfnin eru runnin af sama orði: Bóiæ (Boii), er var heiti gallversks þjóð- flokks, sem fyrst bjó vestan megin Alpa- fjalla í austurhluta Frakklands. Senni- legt þykir, að staður þessi hafi verið land- ið, sem liggur milli áanna Són, Signu og Marn (Marne), skamt fyrir neðan upp- tök þeirra. Þaðan fóru þeir snemmendis austur yfir Alpafjöll og suður fyrir ána Pó og settust að í landi því, sem liggur milli hennar og Apenníufjalla, þar sem Umbríar höfðu áður búið. Árið 396 f. K. fá þeir tvo þjóðflokka í lið með sér, In- súbra og Senóna, frændþjóðir, og unnu borgina Melpum "bg Bæheimsbúar áttu oft í skær- um og stórorustum við nágranna þjóðirnar, þó einkum við Pól- land, Ungverjaland, Silesíu og Mæri, og sameinuðust einu eða öðru landinu, eða skildust frá, lögðu í rústir. Eftir að Róm- eftir úrslitum og samböndum. verjar höfðu yfirunnið Senóna, Landvinningar Ottó.kars II. náðu sameinuðust. Bóiæar Etrúskum nærhæfis frá Adríahafi til og hugðu á hefndir, en fóru | Eystrasalts. — En í viðureign halloka fyrir Rómverjum við sinni við Rúdolf frá Hapsborg, vatnið Vandimon, þar sem Etrú-' misti hann bæði landvinninga skar höfðu áður beðið ósigur.' sína og lífið. Venzel II. tók við Þetta gerðist 283 árum f. K. | ríki eftir föður sinn. Hann dó Eftir að hafa einu sinni enn 1306. Ári síðar var bróðir Ven- beðið ósigurs í viðureign sinni zels, Venzel III. myrtur, og með við Rómverja, sömdu þeir frið honum leið undir lok Premyslafs við þá, er hélzt í fjörutíu og konungsættin í Bæheimi. Tekur fimm ár, eða þar til Rómverjar lögðu undir sig landareign Sen- óna. Fara þeir þá enn í stríð, en Rómverjum veitti betur sem fyr. Árið 218 snúast þeir á sveif með Hannibal og ráðast einu sinni enn á móti Rómverj- um. Og upp frá þessu eiga þeir nú Luxemburg ættin þar við stjórn og situr að völdum í eitt hundrað tuttugu og sjö ár, eða til 1437. Stjórn Karls IV. — hann réði einnig keisaradæminu þýzka — var mjög happasæl Bæ- heimsbúum. Undir lok þessarar konungsættar hófust óeirðir og í látlausum orustum við þessa innanríkisstríð, er ágerðust mjög voldugu þjóð, unz þeir að lokum | við birtingu kenninga Jóhanns voru algerlega yfirunnir af Húss. Brautryðjandi hreyfingar- Scipio Narika árið 191 f. K. P’jöldi þeirra var höggvinn niður með köldu blóði. Þeir sem und- an komust urðu síðarmeir að flýja landið. í annað sinn klífa Bóiæar brekkur Alpafjallanna og finna örugt hæli fyrir handan Dóná meðal Tauriskana, er voru innar var Englendingur, Jón Wy- clif að nafni. Siðabótin, er kom 133 árum síðar, grundvallaðist á æfistarfi þessa manns. Wyclif mótmælti því stranglega, að prestlegur kraftur gæti afleysl syndir mannsins. Hann byrjaði á að gefa út kristileg smárit, er frá sama kynstofni runnir. gerðu hann frægan sem fyrsta Landi þessu gáfu þeir nafn sitt og heitir Bæheimur síðan. En laust eftir fæðing Krists ráku Markarmenn (Marcomanni) þá alla úr landi, eða upprættu þá með öllu. En þessir nýju sig- urvegarar urðu síðarmeir fyrir sömu útreið af hendi Þjóðverja. Og þegar fram liðu stundir hrukku Þjóðverjar sjálfir fyrir hamförum Tékka, þjóðflokki af slavnesku kyni. Tékkar brutust hér til valda um miðja fimtu öld. f fyrst var landinu skift í mörg furstadæmi, er Samó tókst í byrjun annars fjórðungs sjö- undu aldar að sameina í eitt konungsríki. En við fráfall Samós leið konungsríkið undir lok. Karlemange reyndi að brjóta Bæheim undir sig, en varð lítið ágengt, þó honum tæk- ist að sönnu að skattgilda landið. Bæheimsbúar náiega gjöreyddu herliði Löðvis keisara þegar hann gerði árás á land þeirra árið 849. Á stjórnarárum Brozwogs I. (894 til 902) var kristni fyrst boðuð í Bæheimi. Brozwog átti ætt sína að rekja til Pizemylels; ætt, sem hélt yfirráðum í Bæ- heimi um sex hundruð ára skeið eða frá 722 til 1306. f lok elleftu aldar (1092) á stjóraar- árum Vratislásar II. (Wratislas) var Bæheimur að lokum viður- kendur sem fullveðja konungs- ríki. í 138 ár var Bæheimur kjörríki. En upp frá því var konungdómurinn arfgengur. — Þótt þonungskosningar væru þannig lagðar undir höfuð, var kosningarrétturinn ekki numinn úr gildi. Konungum Bæheims var veitt tignarembætti í ríkis- ráði Þjóðverja af keisaranum, og voru viðurkendir sem einn af kjörfurstum ríkisins. En þrátt fyrir þetta tóku Bæheimsbúar rithöfund Englendinga í ó- bundnu máli. Hann hélt því fram, að hver kristinn maður væri fær um, að leita guðshjálpar án meðalgöngu nokkurs prests. Þótt kenningar Wyclifs féllu í ófrjóan jarðveg á Englandi, festu þær rætur síðarmeir á meginlandi álfunnar. Farand- kennarar fluttu þær til Prag, og Húss gerðist þar forvígismaður þeirra. Jóhann Húss var bóndasonur, fæddur í Húsinek í Bæheimi 1373. — Fyrstu samstöfuna' í nafni fæðingarstaðar síns tók hann sér fyrir viðurnefni. — Hann lauk meistaraprófi við há- skólann í Prag 1394. Litlu síð- ar heldur hann guðfræðilega fyrirlestra í háskólanum. Fyrir- lesararnir tóku til alvarlegrar í- hugunar kenningar Wyclifs. — Hann var skipaður forstjóri há- skólans 1402. Sex árum síðar urðu stólræður hans honum að ásteytingarsteini. í þeim and- mælti hann einbeittlega synda- lausnarkenningu kaþólsku kirkj- unnar. Afleiðing þess varð sú, að honum var fyrirboðið af erki- biskupi að gegna prestlegum störfum í biskupsdæminu. í sambandi við þetta var sent út páfabréf með áfellisdóm um kenningar Wyclifs og skipun um að brenna á almannafari öll rit- verk hans. Og í kjölfar alls þessa kom svo bannfæring Húss, er leiddi til þess, að hann var síðar brendur á báli, og þeir sem að- hyltust kenningar hans voru of- sóttir og píndir. Trúmálastríði þessu lauk ekki með aftöku Húss, heldúr magnaðist það og framlengdist fyrir herkænsku og goðmegni Jóns Ziska, leiðtoga Hússsinna, sem, þótt blindur væri síðari hluta æfinnar, hefir oftlega verið samjafnað við Hannibal. Ziska beið mjög lítinn þátt í aðal stjórnmálum, . ,, , . TT , . , Þýzkalands. Aðal orsökin til i þess mun hafa verið sú, að þeir áttu uppruna 'sinn að rekja til ólíks þjóðkyns, tungumál þeirra ósvipuð og þjóðhættir alt aðrir; og svo var land þeirra umgirt óvinnanlegu fjallgarðavirki, er veitti þeim örugleik og sjálfs- traust, enda fengu konungar þeirra iðulega lausn frá að sælya ríkisþingsfundi. Bændastéttin var lénsmanna- stétt. Var því innanríkisstjórn- in lénsstjórnarfyrirkomulag. — Héraðsstéttin eða aðalstéttin var f jölmenn og voldug. Ríkisþingið kom iðulega saman. Og þangað komu aðalsmenn með alvæpni or vörðu þar réttindi sín með oddi eggju. Krýningareiðurinn takmarkaði þar konungsvaldið. blés eldhuga í brjóst fylgis- manna hans. Margir telja Ziska frumkvöðul eða upphafsmann að víggirðingasnilli vorra daga. Með þessari leikni sinni og djúp- hygni breytti hann Tabor-fjalli í óvinnanlegan kastala; og hér af leiddi flokksnafn hans, Tab- órítar. Úrslitaorustan var háð í janúar 1422, þegar’hann í ann- að sinn sigraði árásarher Sig- mundar Þýzkalands-keisara. — Eftir ósigur Sigmundar við Aussig, árið eftir sannfærðist hann um það, að ómögulegt væri að taka Bæheim. Býður hann því Hússsinnum fullkomið trú- arfrelsi. Eftir fráfall Ziska sameinaðist flokkur hans ka- þólska flokknum og viðurkendi Sigmund sem konung sinn; þetta

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.