Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.10.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA HÉIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. OKTÓBER 1938 Hann fann til sannrar hrifningar og greikkaði nú sporið þangað sem vegurinn end- aði. Alt í kring um hann voru hestarekur og önnur vegagerðar áhöld. Glæðurnar frá stóru báli glóðu ennþá. Þar höfðu verkamennirnir eldað sér miðdegismatinn. Philip stóð un stund og starði út í fjarskann. Hálfa aðra mílu þaðan var Grái bjórinn, þaðan var vatna- leið, óbrotin alt til járnbrautarspors þeirra, sem tengdi þá við járnbrautina frá suðri. Philip datt alt í einu eitt í hug. Ef MacDougall hafði bygt tvær og einn fjórða úr mílu á fimm vikum, þá gætu þeir vissulega lokið hálfri ann- ari mílu áður en veturinn hefti framkvæmdir þeirra. Ef þeim tækist það, þá hefðu þeir fimtán mílna langan veg, sem samtengdi sjö vötn, er gæfi þeim mjög gott tækifæri að kom- ast eftir með menn, hesta og hunda yfir á Gráa-bjórinn, en þaðan var sléttur ís á tuttugu mílna svæði að nýja veginum. Hann hafði ekki gert ráð fyrir að byrja að fiska, fyr en með vorinu, en hann sá enga ástæðu fyrir því, að þeir byrjuðu ekki þennan vetur og legðu netin gegn um ísinn. Þeir gætu haldið fiskinum frosnum og geymt hann. Fimm hundruð smálestir eða kannske þúsund, væri ekki svo slæm byrjun. Það mundi vera fjörutíu til áttatíu þúsund dala virði, og helmingurinn af því yrði borgaður út til hluthafanna. Hann sneri til baka og blístraði lágt. Nýtt líf hafði færst í hann og nýr þróttur að hefjast handa. Hann vildi flýta sér að hitta Mac- Dougall og vonaði að Brokan kæmist bráðlega til verbúðanna. Áður en hann komst á stöð- ina var hann farinn að gera áætlun um skýli, er hann ætlað að byggja fyrir menn og skepn- ur. Ætlaði hann að reisa slík skýli með fimm mílna millibili á ísnum. Hann var kominn á stíginn og var í þann veginn að snúa til verbúðanna þegar hann sá mann, er hélt hægt í áttina til þeirra eftir sléttunni. Það sem vakti eftirtekt hans var það, bve ákaflega maðurinn fór gætilega. — Philip hafði sig hið bráðasta á bak við bakka einn er þar /var. Eitthvað tveimur mínútum síðar kom maðurinn í ljós. Philip gat ekki séð andlit hans nema óglögt, en hann, sá að hann var uppgefinn og að það sem hann hafði í fyrstu haldið að væri gætni í ferðalagi hans var það ekki, heldur hitt að maðurinn var stein uppgefinn. Philip furðaðið sig á því hvernig hann hefði farið að því að komast framhjá honum á sléttunni, því að hann hafði gengið helmingi harðara en maðurinn, sem auðsæilega kom frá Goðaborg og hlaut að hafa falið sig til að verða ekki á vegi hans. Philip ákvað því að haga för sinni þannig, að hann gæti haft auga á manninum. Tvisvar sinnum á leiðinni -til verðbúðanna hvíldi þessi nátthrafn sig, en hann var ekki fyr kominn í nánd við ystu kof- ana í verbúðunum, en hann greikkaði sporið og þaut eins og kálfi væri skotið og staðnæmd- ist að síðustu fyrir framan dyr bjálkakofa eins, sem var ekki' örskotslengd frá aðseturs- stað Philips sjálfs. Kofinn var nýr og furð- aði Philip sig mjög á, að hann skyldi vera reistur þarna. Hann hafði að vissu leyti ein- angrað bústað sinn og reist hann eitthvað tvö hundruð skref upp frá ströndu vatnsins. þar sem flestir hinir kofarnir stóðu fast niður við það. Þessi kofi var eitthvað hundrað skref ofar en hans kofi og hálf falin á milli greni- trjánna. Hann heyrði að lykli var stungið í skrá og hurð var opnuð og henni var lokað. Augnabliki síðar glampaði ljós í glugganum á bak við blæju, sem fyrir honum var. Philip hraðaði sér yfir autt svæðið heim að húsi því, sem hann bjó í ásamt MacDuogall, verkfræð- ingnum. Hann reyndi að opna hurðina en hún var læst. Hann barði hart á dyrnar, og hélt áfram að berja uns ljós birtist inni í húsinu. Hann heyrði rödd Skotans fast við dyrnar. “Hver er þar?” spurði hann. “Það kemur þér ekkert við,” svaraði Philip og sló á spaug er hann heyrði raddblæ húsráðanda, sem var alt annað en vingjarn- legur. “Opnaðu dyrnar!” Loku var skotið frá hurðinni og hún opn- aðist hægt. Philip lagðist á hana og komst inn í húsið. í daufu lampaljsóniu sá hann andspænis sér rautþ andlitið á MacDougall og smáu augun hans sem voru hvöss og ógnandi, en rétt framundan þessum augum glampaði á ægilega skammbyssu. Philip staðnæmdist og fann til óþægilegs geigs fara um sig, en MacDougall lét byssuna síga. “Hamingjan sé oss næst,” hrópaði hann. “Þarna varstu nærri því búinn að fá holu í gegn um þig. Það er ekki holt nú á tímum að skaupa í þessum verbúðum, að minsta kosti ekki við Sandy MacDougall.” Hann rétti fram hendina og hló ánægju- lega og var auðheyrt að honum létti fyrir brjósti, en handaband þeirra var svo þétt og innilegt að báða kendi til undan því. “Svo þú tekur svona á móti vinum þínum Mac?” MacDougall ypti öxlum og lagði byssuna á borðið, sem stóð í miðju herberginu. “Eg get varla sagt að eg eigi nejna vini framar hér um slóðir í þessum verbúðum,” sagði hann og gretti sig einkennilega. “En hvern fjandann meinar þú, Phil. Eg hefi reynt að skiljaá því, en get það ekki.” Philip hengdi húfuna sína og yfirhöfnina upp á snaga, sem reknir voru í bjálkana. “Skilja í hverju?” sagði hann og sneri sér snögt við. “í skipunum þínum, sem komu frá Chur- chill,” svaraði hinn og tók upp stóra reykjar- pípu, sem var á borðinu. “Philip settist niður og stundi ánægjulega, tróð í pípuna sína og kveikti í henni. “Eg held eg hafi verið nægilega greini- legur, jafnvel fyrir skilning Skota, Sandy. Eg heyrði það í Churchill að orustan ætti að takast bráðlega. Hún skellur bráðum á, svo að eg sagði þér að vígbúa allar verbúðirnar og vopna hvern mann, sem treysta mætti í þessum búð- um hér. Það verður nóg skothríð hér áður en þú ert mörgum dögum eldri. Hver þremillinn, maður skilur þú þetta ekki? Hvað er að þér?” MacDougall starði á hann eins og steini lostinn. ' “Þú sagðir mér — að — vopna — mennina í verbúðunum ?” stamaði hann. “Já, eg sendi þér greinilegar fyrirskipanir um það fyrir tveimur vikum síðan.” MacDougall barði á ennið á sér með fingr- inum. “Þú ert brjálaður, eða ert að reyna að gera að gamni þínu á mjög óviðeigandi hátt,” hrópaði hann. “Sjáðu nú til, Phil,” bætti hann við með nokkurri þykkju. “Eg hefi staðið í fjandans stimabraki hér síðan þú fórst og vil tala alvarlega.” “Nú kom röðin að Philip að verða forviða. Hann gekk fast upp að verkfræðingnum og sagði alvarlega: “Ætlarðu virkilega að segja að þú hafir ekki fengið bréf mitt, þar sem eg segi þér að vopna mennina í verbúðunum ?” “Nei, það hefi eg aldrei fengið,” svaraði MacDougall, “en eg fékk hitt bréfið.” '“Eg skrifaði þér ekkert annað bréf!” MacDougall stökk á fætur, þaut að rúmi sínu og kom aftur augnabliki síðar með bréfið og otaði því að Philip. Svitinn kom út á andliti hans, er hann sá áhrifin, sem lestur bréfsins hafði á félaga hans. Andlit Philips varð náfölt er hann las það. “Guð minn góður. Þú hefir ekki gert þetta?” stundi hann upp. “Hvað annað gat eg gert?” hrópaði Mac- Dougall. “Hér stendur það svart á hvítu, eða er ekki svo? Það er skipun um að senda út sex rannsóknarsveitir, tíu manns í hverri, vopna hvem mann með kúlubyssu og skamm- byssu, og vista þá til tveggja mánaða, og senda þá á þessa staði sem þú tiltekur. Þetta bréf kom fyrir tíu dögum síðan, og síðasti flokkurinn undir stjórn Tom Billingers, fór fyrir viku síðan. Þú sagðir mér að senda alla bestu menn þína, og það hefi eg gert. Verbúð- irnar eru því næstum auðar af þeim mönnum, sem treystandi er á, og það eru varla nógar byssur til að skjóta í soðið.” “Eg skrifaði aldrei þetta bréf,” sagði Phil- ip og horfði fast á MacDougall. “Undirskrift- in er fölsuð. Bréfið, sem eg skrifaði þér, hefir lent í þjófahöndum og þetta sett í staðinn. Veistu hvað það þýðir?” “MacDougall var orðlaus. Andlit hans var eins og stálgríma og hinar stóru hendur hans knýttust á hné hans. “Þetta þýðir bardaga,” bætti Philip við. “í nótt eða á morgun, á hvaða augnabliki sem er. Eg skil bara ekki í hversvegna hríðin er ekki þegar skollin á.” v Hann sagði MacDougall í stuttu máli hvers 'hann hafði orðið var í Churchill víginu. Er hann hafði lokið máli sínu, seildist hinn ungi skoti eftir byssunni rétti skaftið að Philip og sagði: “Skjóttu öllum kúlunum í skrokkinn á mér, gerðu það í hamingju bænum, Phil.” Philip hló og greip hendi hans. “Ekki á meðan eg þarfnast hraustra drengja eins og þú ert, Sandy,” svaraði hann. “Við knmum nógu snemma að veiðinni. Á morgun verðum við búnir undir bardagann. Við megum ekki missa eina stund, ef til vill ekki eina mínútu. Hvað hefir þú marga menn hér, sem hægt er að treysta?” “Tíu eða tólf, ekki fleiri. Vegavinnumenn- irnir, sefti við áttum von á frá Kyrrahafsjárn- brautinni, komu þrem dögum eftir að þú fórst. Þeir voru tuttugu og átta. Þeir eru svaðalegir álitum, en fjári góðir vinnumenn. Eg býst við að hægt væri að leigja þá til hvers sem vera skyldi. Þeir mundu ekki hlýða mér, en Thorpe, sem kom með þá hingað, hefir ráð á þeim. Hann er formaður þeirra. Þeir gætu barist, en þeir hafa engin vopn nema hnífa. Eg hefi átta byssur eftir og gæti fengið átta menn til að hampa þeim, svona til að halda uppi frægðinni, en þessi þorparalýður hans Thorpe' væri hentugur í návígi ef til þess kæmi.” MacDougall gekk fram og aftur um gólfið eirðarlaus, og greiddi rautt hárið með fingrunum. “Eg vildi næstum að við hefðum aldrei boðið þeim óaldarlýð vinnu hjá okkur,” sagði hann. “Mér sýnast þeir allir saman líklegir til að gera hvaða glæp sem væri fyrir einn dal, en þeir vinna eins og húðarjálkar. Sá aldrei þeirra líka með reku og haka. Og áflog! Þeir hafa flogist á við hálft lið vort hér í verbúð- unum og sigrað. Fengjum við Thorpe—” “Við skulum sjá hann nú í kvöld eða rétt- ara sagt í morgun, því að klukkan er orðin eitt. Hvað langan tíma þarf til að ná þeim beztu af mönnum okkar saman?” “Hálftíma,” svaraði MacDougall og stökk á fætur. “Roberts, Henshaw, Tom assidy, Le- cault frakkneski maðurinn og St. Pierre bræð- urnir tveir, eru allir snildar skyttur. Fáðu hverjum þeirra skammbyssu og þeir eru á við tuttugu venjulega menn.” Fáum augnablikum síðar slökti MacDoug- all Ijósið og fór ásamt Philip út úr húsinu. Philip dró athygli félaga síns að ljósinu í glugga kofans, sem maðurinn, er hann sá þá um nóttina hafði farið inn í. “Petta er kofinn hans Thorpes. Hefi ekki séð hann síðan í morgun, en býst við að hann sé á fótum.” “Við skulum reyna hann fyrst,” sagði Philip og hélt til dyra hússins. Er MacDougall hafði barið var þögn fyrst, en svo heyrðist þungt fótatak og dyrnar opn- uðust upp á gátt. Sandy og Philip gengu inn. Thorpe gekk inn í herbergið. Hann var meðal maður á hæð, en svo vel og hraustlega vaxinn, að hann virtist tveim þumlungum hærri en hann í raun og veru var. Hann var nauðrak- aður, isvarthærður og dökkeygður. Allur var maðurinn þannig álitum, að Philip furðaði sig á að sjá slíkan mann í verkstjórastöðu vega- manna. Fyrstu orðin sem hann mælti og hvernig þau voru sögð juku á þá undrun. “Gott kvöld, herrar mínir.” “Góðan daginn,” svaraði MacDougall og kinkaði kolli j áttina til Philip. “Þetta er Mr. Whittemore, Thorpe. Við sáum ljós hjá þér og héldum að þér væri sama þótt að við litum inn”. Philip og Thorpe heilsuðust með handa- bandi. “Þið komuð alveg mátulega til að fá bolla af kaffi,” sagði Thorpe kurteislega og alúðlega, og benti þeim á rjúkandi ketil á sjóðheitri eldavélinni. “Eg er rétt nýkominn heim af langri göngu eftir nýja veginum. Var að skoða landið alveg yfir að Gráa bjórnum, og var svo áhugafullur, að eg sneri ekki heim á leið fyr en dimt- var orðið. Viljið þið ekki setjast við borðið herrar mínir. Það eru ekki margir, sem taka mér fram í kaffigerð.” MacDougall hafði tekið eftir snöggri breytingu, sem varð á svip Philips, og er Thorpe flýtti sér að lyfta lokinu af sjóðandi katlinum, þá sá hann yfirmann sinn snarast yfir að litlu borði og grípa upp af því eitthvað sem líktist klæðispjötlu. Á svipstundu faldi hann þetta í lófa sínum. Hann roðnaði, og ein- kennilegur glampi logaði í augum hans er Thorpe sneri sér við. “Eg er hræddur um að við getum ekki þegið boð yðar í þetta sinn,” mælti hann. Eg er þreyttur og langar að fara að sfoaf En þar sem eg átti leið hérna fram hjá, þá langaði mig til að líta inn og þakka yður fyrir hinn mikla dugnað, sem menn yðar hafa sýnt þarna úti á sléttunni. Þeim hefir gengið ágætlega.” “Þeir eru hamhleypur að vinna,” svaraði Thorpe rólega, “en rudda menni”. Hann fylgdi þeim til dyra. Er þeir voru komnir frá húsinu, mælti Philip við MacDoug- all: “Þú skalt fara til hinna Sandy. Eg sagði ekkert við Thorpe vegna þess, að eg treysti aldrei lygurum og Thorpe er lygari. Hann fór ekki til Gráa bjórsins í kvöld, því að eg sá hann koma úr annari átt. Hann er lygari og það Væri betra að gefa honum gætur. Mundu það, Sandy. Líttu eftir þessum manni, Sandy og einnig mönnum hans. Láttu hina flýta sér yfir til skrifstofunnar eins fljótt og auðið er.” Þeir skildu og Philip sneri aftur til skrif- stofunnar. Hann kveikti á lampanum og horfði undrandi á hlutinn, sem hann hafði tekið af borðinu frá Thorpe. Hann vissi nú að Thorpe hafði komið yfir fjöllin þessa nótt, og hvers- vegna hann var svona uppgefinn, og því að hann laug. Hann huldi andlitið í höndum sér og trúði varla sínum eigin augum. Sár hrygð- arstuna leið frá brjósti hans, því að hann hafði uppgötvað að Thorpe, vegastjórinn var unnusti Jeanne. f hendinni hélt hann á litla, fallega vasaklútnum hennar, sem hann hafði séð hana með um kvöldið, — böglaðan og upplitaðan, en ennþá Irakan af tárum hennar! XX. Philip sat hryefingarlaus í margar mín- útur og starði á rakan vasaklútinn, sem hann hélt á milli handa sér. Honum var eins og kalt um hjartaræturnar. Honum var ilt. Til- finninga barátta hans harðnaði með hverju augnablikinu sem leið. f huga hans blandaðist viðbjóður og skelfing. Jeanne —- Thorpe! Heilt úthaf virtist aðgreina þau. Jeanne, hin æskufagra, saklausa og hreinhjartaða, alin upp í sveitar einverunni, og Thorpe þrælaforinginn í brautar vinnunni! Hann hafði afmarkað Jeanne helgan reit í sál sinni og krjúpandi hafði hann litið upp til hennar, gagntekinn af með- vitundinni um sína eigin galla. Hann hafði til- beðið hana eins og Dante hafði tilbeðið Bea- trice. f huga hans var hún hámark alls þess, sem var elskuvert og unaðslegt í fari konu, og langt yfir hann hafin. úr þessum háu hæðum ástar hans og aðdáunar hafði hún hrópað þessa nótt, niður til vegavinnustjórans, Thorpe. — Hrollur fór um hann. Hann gekk að ofninum fleygði handfylli af bréfum inn í hann, ofan á þau lagði hann svo klútinn og kveikti í öllu saman. Fáum augnablikum síðar opnuðust dyrnar og MacDougalI kom inn. Með honum komu hinir dökkleitu St. Pierres bræður, veiðimenn verbúðanna. Philip heilsaði þeim með handa- bandi og þeir fylgdust með MacDougall gegn • um þröngar dyr inn í herbergi, sem kallað var 1 verbúðaskrifstofan. Cassidy, Henshaw og hin- ir mennirnir komu svo stuttu á eftir. Ekki drap hjarta neins þeirra stall er Philip sagði þeim hvað í bitgerð væri. Hann sagði þeim í fáum orðum, það sem hann hafði áður sagt MacDougall og birti þeim hreinskilnislega, að verndun lífs manns og eigna þar í verbúðunum, hvíldi einvörðungu á þeim. “Þið eruð ekki þesskonar menn, að kref jast aukaborgunar fyrir þetta starf, og einmitt fyrir þá ástæðu treysti eg ykkur nægilega vel, til að fela ykkur þetta á hendur og biðjast aðstoðar ykkar. Það eru fimtíu manns, sem eru í verbúðunum og eg gæti leigt til að berjast með mér, en vil ekki leigða menn til þess. Eg þarfnast ekki manna, sem flýðu er þeir heyrðu fáein riffilskot, heldur manna, sem reiðubúnir eru til að falla með sæmd. Eg býð ykkur ekki fé fyrir þetta vegna þess, að eg þekki ykkur of vel til þess. En frá þessari stundu eruð þið félagar í þessu fiskifélagi og eins fljótt og hlutabréfin geta orðið útbúin, þá verður hverj- um ykkar afhentir hundrað hlutir. Þið skul- uð taka eftir því, að þetta er ekki borgun. Eg nota aðeins þetta tækifæri af eigingirni minni til að fá ykkur inn í félagið. Við erum átta. Ef sérhver okkar hefir marghleypu þá þori eg að ábyrgjast, að enginn óaldarflokkur hér um slóðir yfirstígur okkur.” Andlit manna ljómuðu af áhuga. Cassidy var þeirra fyrstur til að grípa hendi Philips og heita trúnaði sínum. Það leggur fyr í heita staðnum, en við verðum sigraðir. Hvar er marghleypan mín?” sagði hann. ' MacDougall kom inn með byssurnar og skotfærin. “Á morgun,” sagði Philip, “byrjum við á nýrri byggingu við hliðina á þessari. Það þarf ekki að byggja hana, en það gefur mér tæki- færi til að hafa ykkur alla að einu verki í nánd við mig, og innan fimtán feta frá byssunum ykkar, sem við getum geymt í þessu herbergi. Fjórir ykkar geta unnið í einu og Cassidy verð- ur verkstjórinn. Við setjum upp tvö rúm hérna inn, svo að fjórir menn geti verið hér hjá mér og MacDougall hverja nótt. Hinir fjórir, sem ekki eru að vinnu geta verið á veið- um hér í nánd og haft augun hjá sér. Er þetta ekki gott ráð?” “Það væri ómögulegt að finna það betra,” sagði Henshaw og opnaði byssuna. “Eigum við að hlaða þær?” “Já.” Það var ægilegt í herberginu á meðan á hleðslunni stóð og eftir fimm mínútur stóðu þeir MacDougall og Philip einir eftir. Hlaðnir rifflar með skothylkjabeltin hangandi yfir hlaupunum, stóðu í röð upp við vegginn. “Eg þyrði að veðja öllu, sem eg á, að þessir menn bregðast ekki,” hrópaði Philip. “Mac, hefir þér nokkumtíma dottið það í hug, að þarfnist þú sannra drengja, skaltu leita þeirra hér norður frá. Allir þessir menn eru héðan nema Cassidy og hann er bardagamaður í insta eðli sínu. Þeir falla fyr hver um annan þveran en þeir skerast úr leik. MacDougall neri saman höndunum af á- nægju. “Hvað er næst á dagskrá Phil?” Við verðum að senda hinn skjótasta mann, sem þú hefir til eftir Billinger, og koma orðum til hinna flokkanna að koma heim hið bráðasta. Þeir koma sennilega of seint. Billinger kynni að koma pógu snemma.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.