Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 2. NÓV. 1938 HEIMSKRINGLA 3. SíÐA ar, og fundu vegamennirnir aðra, er þeir urðu varir við dysina. En nælur þessar báru konur þannig í fornöld, að þær höfðu tvær í einu, sína hvorumegin á brjóst- inu, með festi eða steinasörvi á milli þeirra. Þannig hefir þessi kona borið þetta kvenskraut. — Margar perlur fann eg í dysinni, úr mismunandi efni, og mis- munandi að stærð. Margar þeirra eru úr gleri, og sumar svo örsmáar, að erfitt var að finna þser í moldinni. Það eru þær smæstu perlur frá fyrri öldum, sem eg hefi séð. En af því ekki var hægt að rannsaka þetta til hlítar á staðn- um, og svo sökum þess, að perlurnar hafa hreyfst til af holklakanum í jörðinni, gat eg ekki séð með vissu, hvort perlur þessar hafa allar verið í bandi milli hinna tveggja stóru næla, ellegar að kvenmaðurinn hefir líka haft perlufesti um hálsinn Auk þess fanst í dysinni þrí- hyrnd næla Íítil. Gerð stóru nælanna og hinnar þríhyrndu litlu nælu er kunn frá fornleifafundum í Noregi frá þessum tíma. Verkið á stóru nælunum er mjög vandað. Þar eru t. d. haglega gerð fjögur fuglshöfuð. En það er ekki skrautið eitt, sem ketilsstaðakonan hefir feng- ið með sér í gröfina. Þarna fundust líka þessir munir — eða. leifar af þeim: — Leifar af klippum, kinnar af hnífaskafti úr beini, útskornar, eða leifar af þeim, tvö hein- brýni, með gati á óðrum endan- um. En menn höfðu brýnin í bandi og bundu þau við sig. Þá fanst þarna steinsnúður af snældu, og steinn lítill, alveg ó- unninn, blágrænn að lit, sem vafasamt er af íslenzkum upp- runa, og hefir* verið lagður í dysina með konunni. Það er lítill dropa-kaledón. Ennfremur var hægt að finna og greiða úr moldinni talsvert af smápjötlum af ullarvefnaði úr klæðnaði konunnar, sem hægt er að rannsaka vefnaðinn á og fá af nokkra vitneskju um fatnað hennar. Alveg taldi Matfchías það til- gangslaust að reyna að leita þarna uppi fleiri dysir, því ekki er hægt að greina af yfirborð- inu, að þar séu neinar, þó að á hinn bóginn megi telja líklegt, að einhverjir fleirí hafi verið iarð- settir þarna í grend. Það er mjög til eftirbreytni, að vegagerðarmennirnir, sem dysina fundu, skyldu með öllu hlífast við að róta nokkuð við henni, svo að þjéðminjavörður gat rannsakað hana sem bcst. —Lesb. Mbl. V. St. Demantsbrúðbjón Páll Jónsson og Sigríður Lárusdóttir á Kjarna í Geysisbygð BRÉF FRÁ CAVALIER Heiðruðu útgefendur Hkr.: Hérmeð sendi eg Heims- kringlu $13.50, frá kaupendum hennar, sem er minna en eg bjóst við, én sem upp verður að bæta síðar. Hér stendr svo á, að sumir eru að halda í hveitið í von um hærra verð seinna. — Hvort að það lukkast, vita lík- lega fáir, en verðið er lágt, í kring um 50c fyrir bezta hveiti, sem varla er fyrir ræktunar kostnaði. Hér í Cavalier er tals- vert um byggingarvinnu og ýms- ar athafnir, svo flestir virðast hafa eitthvað að sýsla. Regn hefir sára lÆið verið hér, svo nú er viða að verða skortur á vatni. Verða einstöku menn að sækja það all-langt að fyrir skepnur sínar og er það alt annað en þægilegt. Það eru nokkrir mán- uðir, sem hér hefir ekki að ráði rignt og afleiðingin er þessi. Eg hefi ekki neitt að skrifa sem í fréttir er færandi, og læt því staðar numið. Með vinsemd, J. K. Einarsson Hinn 1. okt. rann upp svip- hreinn heiður og fagur með þýð- um og viðkunnanlegum haustblæ og þroskaðri fegurð sem fögrum I haustdegi er samfara. Mann- fjöldi mikill var þá samansafn- j aður í samkomuhúsi Geysis- bygðar til þess að samfagna .öldruðum ágætum hjónum, Páli ! og Sigríði á Kjarna, er þá áttu j 60 ára giftingarafmæli. Eru 1 slíkar hátíðir sem þessi fágæt- I ar, einnig meðal vors elzta fólks. Hin öldruðu ágætu hjón eru enn ern og furðu frísk ef aldur- inn er tekinn til greina. Var !því ofarlega í hugum þeirra er að hátiðinni stóðu að skemtiskrá yrði stutt og ekki þreytandi. — Hófst hátíðahaldið með lestri úr heilagri ritningu, bæn og sam- eiginlegum söng. Ávarpaði svo forseti dagsins gesti nokkrum 1 orðum, Voru skeyti lesin upp frá Jóhanni Magnúsi Bjarnasyni skáldi og frú hans og tengdasyni heiðursgestanna Sigurði Indriða- 1 syni er var fjarverandi í fiski- veri. Eftir venjulegan söng, ’mælti Mrs. Jóhanna Thorvarð- iarson fyrir minni demantsbrúð- ar, stutt en vandlega samið er- indi, þrungið af hlýhug og skiln- ingi á starfi hinnar öldruðu konu. Hr. Jón Pálsson, bóndi á Geysir, mælti fyrir minni hins aldraða frænda sjíns demants- brúðgumans í skáldlegu erindi er leiddi fram myndir liðins tima af baráttu og sigri og sérkennum hins ljúfa aldraða heiðursgests. Eftir að sungið hafði verið, milli minnanna, las forseti samsætis- ins kvæði eftir Margréti Sig- urðsson, þá söng söngflokkur bygðarfólks: “Við erum þjóð.” Þá flutti Guðm. Ó. Einarsson verzlunarstjóri kvæði, — Lítil stúlka, sonardóttir ’neiðursgest- anna bar fram blómavönd til ömmu sinnar, gjöf frá barna- börnunum, en frú Ingibjörg J. Ólafsson ávarpaði demantsbrúði fögrum orðum, og lýsti góðleika og gestrisni er hefði einkent hana og heimili hennar og mál- aði orðmynd af bernskuminngu og kynningu við hana. Forseti samsætisins afhenti gjafir: frá börnum þeirra vandaðan gull- búinn göngustaf til brúðgum- ans, en til brúðar góður stóll ■ einnig peningagjöf frá bygðar- fólki og öðrum vinum heiðurs- gestanna. Dr. S. E. Björnsson flutti þá fagurt kvæði. Jóh. Pálsson fiðluleikari lék fögur lög af list sem að vanda. Því næst talaði Jón bóndi Sigvaldason og ávarp hann meðal annars um barnalán þeirra. Þá hafði June Pálsson, sonardóttir heiðursgestanna mjög fagra framsögn á ljóði sr. Matthíasar Jochumssonar: -— “Hvað er það ljós?” Eftir að ýmsir söngvar höfðu verið sungnir af veizlugestum flutti Fr. P. Sigurðsson bóndi kvæði til heiðursgestanna (fylgja kvæði hhns, og önnur kvæði er flutt voru, þessum minningarorðum). Hr. Böðvar H. Jakobsson bóndi ávarpaði heiðursgesti, með fögru ávarpi. Sömuleiðis Gestur landnámsmaður Oddleifsson í Haga, Gísli kaupm. Sigmunds- son, er báðir töluðu með fyndni og fjöri, sem ávalt. Jóh. Pálsson lék á ný á fíólín og söngvar voru sungnir. — Miss Lilja Pálsson píanókennari spilaði ávalt. Sá er forsæti skipaði bar fram þakk arorð fyrir hönd heiðursgest- anna í lok samsætisins. Lauk því með því að mannfjöldinn söng: “Allir heilir unz vér.sjá- umst næst.” Ágætar veitingar voru þá frambornar. Sem þegar er að vikið eru hin 'öldruðu hjón skagfirsk að' ætt. Er Páll fæddur 20. ágúst 1848 á ' Álfgeirsvöllum í Skagafirði. — ^Sigríður kona hans er fædd 29. maí 1859 á Steinsstöðum í sömu sýslu. Þau voru gefin saman í hjónaband á Mælifellsá í Skaga- !firði, þ. 1. okt. 1878, af séra Jóni prófasti Hallssyni í Glaum- bæ. Þau komu til Canada 1883 og bjuggu fyrstu árin við ís- 1 lendingafljót (nú Riverton), en j eru búin að eiga heimili á jKjarna í 51 ár. — Þau eignuð- ust 7 börn, af þeim eru 4 á lífi: Þorgrímur, bóndi við Árborg, giftur Guðrúnu Helgadóttur Jakobssonar. * Guðrún, kona Sigurðar Ind- riðasonar, búsett í Selkirk. Lárus, bóndi við Árborg, — kvæntur Elínu ólafsdóttir ólafs- sonar frá Hnausa, Man. Wilhelm, bóndi á Kjarna, — kvæntur Ástu Jósefsd. Schram. Barnabörn eru 21 á lífi, eru börn hinna öldruðu hjóna sem og allir afkomendur mannvæn- legt og dugandi fólk. Hin öldruðu hjón njóta ástar eru þau hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Ind- riðason í Selkirk, Man. Sigurður ólafsson Þakkarorð Skyldum og vandalausum nær og fjær er glöddu okkur með há- tíðlegri veislu, gjöfum og hlý- yrðum í bundnu og óbundnu máli á 60 ára giftingarafmæli okkar, þökkum við af heilum huga, og biðjum guð að launa. Einnig þökkum við ljúfa sam- fylgd og bjartar minningar frá langri samfylgd og samvinnu við sveitunga og héraðsbúa. Við hugðum ykkar heiðursdags að minnast, En höfum fátt sem glitrar hér í skálum, Demantar hjá fáum munu finn- ast | Svo fagrir sem að búa í ykkar sálum. Eitt er víst að engir finnast betri, Þó allir leiti í hæsta konungs setri. F. P. Sigurðsson HEIMSSÝ NINGIN 1 NEW YORK Mr. og Mrs. Páll Jónsson Heilsuvarnir Flutt í demants brúðkaupi Páls og Sigríðar Jónsson á Kjarna í Geysir-bygð Líkt og Bjarmi upp af eldi Á unðasríku sumar kveldi. í frumbyggjanna víðu veldi Á vona himin leiftrum slær. Líkt og óljós æsku minning Andi yfir þeirri kynning, Ávalt verða landnáms ljóðin Lærdómsrík og angurvær, Verða brot úr ástar óðnum Sem allar þrautir sigrað fær. Páll var einh sá fremsti og fyrsti Sem frumskóganna veldi gisti Andstæðurnar af sér hristi ótrauður í hildarleik. Sigríður við barna braginn Bundin heima allan daginn, Gleðin lýsti upp litla bæinn, Ljóma sló á tún og eik, Ný-íslenzkur himin heiður Hvíldi yfir mörk og eik. Skíni sól og sumar andi Sextíu ára hjónabandj, Það var blessun þessu landi Að þangað lágu ykkar spor. Framtíðin skal sýna og sanna Svip og skapgerð frumherjanna, Hún skal auka barna börnum Bjartan hug og táp og þor, Hún skal andans vörður vera, Varða kringum íslenzk spor. G. O. Einarsson Til Páls og Sigríðar á Kjarna Sextíu ár þið saman hafið verið, Sæmdar notið dygðar fetað braut, Dagsins þungan djarfmannlega berið, Drotni treyst í hverri sorg og þraut. Siglt í gegnum sjávar öldur lífs- ins, Sigur ljóma fögrum skrýdd í kvöld. Hrundið burtu hörðu fári kífsins, Með heiðri starfað löngu árin töld. Því skal oss ljúft að líta nú til baka, Og leiða hugan yfir fyrri tíð, Með sigur brosi saman höndum taka, Hér signir ykkur friðár höndin blíð, j Því ykkar dagsverk unnuð hér með sóma, Ávalt studd af fagri drottins mund Lifið svo í ljúfum náðar blóma, f lífsins guði hverja æfi stund. Margrét J. Sigurðsson Til Páls og Sigríðar á Kjarna Ráðarstafanir hafa verið gerð- ar til þess að hægt sé að ráða bót á öllum meinum sýningar- gesta heimssýningarinnar, alt frá smáskrámu á fingri upp í barnsburð. Á landi sýningar- innar verða 10 stöðvar fyrir “hjálp í viðlögum”, stór hópur lækna, 100 hjúkrunarkonur, 10 sjúkrabílar og einn bíll útbúinn röntgenljósmyndatækjum. Matur fyrir 250,000 Um áttatíu matsölu- og veit- ingastaðir verða á landssvæði heimssýningarinnar og eiga þeir að geta fætt a. m. k 250,000 manns á dag, einu sinni eða oft- ar. Vissir þú þetta? Flestar biblíur, sem seldar eru í Ameríku, eru prentaðar í Bel- gíu. Prentlistin verður því sýnd á sögulegan hátt í sýningarskála Belgíu. Bókband, sérstaklega í skinni, . er mjög fullkomið í Belgíu. Húshæði sýningargesta 1 Sýningargestir geta fengið húsnæði með mismundani verði. f New Ýork eru 133,334 gisti- húsþerbergi, í úthverfunum eru j 50 þús. herbergi. K. F. U. M. o. þ. h. stofnanir hafa 40 þús. herbergi og fjölskyldur munu i leigja út um 120 þús. herbergi. |Eru þá til reiðu 343,334 her- i bergi. Mannsaugað I Á sýningunni verður sýnt ; mannsauga svo stórt, að margir geta gengið inn í það í einu og ! hroft út um sjáaldrið, sem verð- ; ur stóreflis stækkunargler. i Barnsfæðingar I Heilbrigðismálanefnd sýning- i arinnar áætlar að 12 börn muni fæðast á landi sýningarinnar meðan hún stendur yfir og er alt tilbúið til þess að taka á móti þessum nýju borgurum. Sex börn fæddust á sýningunni í Chicago. Gestakoma Það er búist við um 15 milj. gesta utan New York. Er áætlað, að 7,860,000 komi með járn- brautum, 4,770,000 í bílum, 1,860,000 með strætisvögnum, 390,000 með skipum og 120,000 loftleiðis. “Heitar pylsur” Áætlað er að 30 milj. heitra pylsa verði seldar sýningargest- um. Ef allar pylsurnar væri festar á eina lengju myndi þær ná frá New York til London. Kaffi Brasilía ætlar að sýna hvernig kaffið verður til. Þegar því er sáð í fyrstu og síðan alla “þró- unina”, þangað til því er helt í bollana. Verða settir upp kaffi- “bars” í byggingu Brasilíu og er þar hægt að fá hina heimsfrægu “tíu dropa”. Ilmvötn geymd í 10 aldir. í hornstein fegurðarlyfjahall- ar sýningarinnar hafa verið lát- in sýnishom allra bestu fegurð- arlyfja nútímans. Þegar sýn- ingunni lýkur á að flytja horn- steininn upp í fjöllin í Arizona, nærri borginni Tucson og geymd þar þangað til 30. apríl 2939, en þá mega fegurðardrósir þeirra tíma komast að því hvaða feg- urðarlyf kynsystur þeirra not- uðu 1939. Samgöngur Eitt hundrað strætisvagnar eiga að sjá um umferðina innan sýningarsvæðisins, en þegar er búið að leggja vegi, sem eru 10 enskar mílur á lengd. —Vísir, 30. sept. Séra K. K. ólafsson flytur erindi um “Framtíð kirkjufé- lagsins” á þessum stöðum í Norður Dakota sem fylgir: Vídalíns kirkju, fimtud. 10. nóv. kl. 8 e. h. Mountain kirkju, föstudaginn 11. nóv. kl. 2 e. h. Garðar kirkju, föstudaginn 11. nóv. kl. 8 e. h. Allir velkomnir, frjáls sam- skot. Kaupið Heimskringlu BorgiS Heimskringlu og virðingar allra samferða- — Stjórnmál eru hið brenn- andi málefni dagsins í dag. Benjamin Disraeli... jaði hin öldruðu hjón sera Skag- firðinga. Þessu næst ávarpaði hr. Sveinn Thorvaldson kaup- maður heiðursgestina, talaði -manna sinni skyldra og vanda- lausra fyrir góðvild og hátt- ! prýði, um þau bæði má með fullum sanni heimfæra orðin fögru er Steingr. skáld Thor- steinsson kvað, að: “Fögur sál er ávalt ung, undir silfurhærum.” Á sumrin dvelja þau á Kjarna, í gamla húsinu sínu og ,njóta lífsnis vel, þegar aldurinn er tekinn til greina, en á vetrum Hálfa öld og heilan tug Þið hafið saman dvalið Sömu ást og sama hug Sífelt hafið alið, Þó að frjósi lög og láð Ei ljúfra hjóna breytist ráð. iÞið yfirgáfuð feðra frón Og fluttuð inn á Vínlands breiðar strendur Með nýjan kraft og næma sjón, Námuð hér á áarbökkum lendur. Allir vita að þau sem bjuggu þarna, Það var Páll og Sigríður á Kjarna. All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest 'ípeed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C- student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.