Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. NÓV. 1938 Hicimskrimila | (StofnuB ÍÍSS) Kemur út á hverjum mlBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 153 00 S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis 86 537 VerS blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst g tyrlrfram. Allar borganlr sendist: THE VIKING PRESS LTD. 311 ylSsklfta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: ; K -nager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskrlngla” is publlshed and prlnted by ITHE VIKING PRESS LTD. 153-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telepihone: 86 537 — = SiuiHniiiiuiiiiiiiuiiiuiiniiiiiiiiiiiuiiHuiiynniiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiUiiiiiiiiiiiiiiiiimuimmniimiimnuiiiiiiiiiiiiT^ WINNIPEG, 2. NÓV. 1938 BRENBYSSU-ANNÁLL öll þau ár sem Bennett-stjórnin var við völd, heyrðist ekki minst á fjármála- óreiðu og létu þó liberalar stundum móðan mása út af stjórn hans. En um leið og King-stjórnin er tekin við völdum, hefst fjáróreiða, sem ekki á sinn líka í sögunni, eins og t. d. peningaausturinn í vildarvini stjórnarinnar, er King skipar í konung* legar rannsóknarnefndir, til að afla upp- lýsinga, sem stjórnin sjálf nenti ekki að útvega sér, eftir að hún var til þess kos- in. En þó er það alt barnaleikur hjá málinu, sem nú er verið að rannsaka, Bren- byssusmíði King-stjórnarinnar. Að vöxt- unum til gefur það mál ekkert eftir Beau- harnois-hneykslinu. Rannsókn þessa máls stendur ennþá yfir. Þótt ærið nóg sé í ljós komið til þess að sjá hvernig í öllu liggur, skal hér fyrst birta stutt yfirlit eða sögu málsins. Saga Brenbyssusmíði King-stjórnarinn- ar hefst 9. okt. 1936, með því að Hugh Plaxton þingmaður og Major James Háhn frá Toronto finna General LaFleche, að- stoðar hermálaráðherra á skrifstofu hans í Ottawa. En áður hafði hermálaráðið haft augastað á þessum snotru og léttu Bren-vélbyssum, einkum eftir að farið var að nota þær í brezka hernum. Það hafði svo mikinn augastað á þeim, að tvær byssur voru til sýnis ;á skrif- stofu hermáladeildarinnar, þegar gestirnir heimsóttu aðstoðar-ráðherrann. Mr. Hahn var kyntur Mr. LaFleche af Mr. Plaxton, kvað hann vera iðnaðarhöld frá Toronto og hann fýsti að ná í vopnaframleiðslu frá Bretastjórn. Hjá Mr. Hahn vaknaði svo mikill áhugi fyrir Brenbyssunum, er hann sá þær, að hann hætti ekki fyr en Mr. LaFleche lét tilleiðast að senda honum aðra til Toronto, til þess að rannsaka gerð hennar sem ítar- legast. Og hann sendi Mr. LaFleche brátt skeyti um, að hann treysti sér til að smíða þessar byssur. Níu dögum síðar var hann kominn til London, með vegabréf í hönd- unum fsjá Mr. LaFleche til Hon. Vincent Massey, sendiherra Canada í London og kynnir hann sem iðnaðarhöld, sem sé að gera samning við Breta um smíði á byss- um fyrir þá. Hermálaráð Breta. tók erindi hans með varkárni og hjá því vakti sú spurning, hvert maðurinn væri erindreki Canada-st j órnar ? Sendiherrann símaði þá til Ottawa og sagði að Bretar vildu ekki gefa Mr. Hahn neinar upplýsingar, fyr en vissa væri fyrir því, að hann væri fulltrúi King-stjórnar- innar. IVir. Plaxton, sem einnig fór til London, símaði og beiddist að meðmæla- bréfin væru betur gerð úr garði. Utanrík- ismálaráð Ottawa sendi svo 10. nóvember sendiherranum í London skeyti, þess efnis, að Hon. Ian Mackenzie, hermálaráðherra, beiddi hermáladeild Breta, að skoða Mr. Hahn sem fulltrúa Canada-stórnar að því er Brenbyssusmíðinni kæmi við. Þegar Mr. Hahn er aftur kominn til Toronto, stofnar hann félag til þess að kaupa gamla John Inglis katla-félagið, sem fyrir sex mánuðum hafði hætt starfi og verksmiðjan stóð læst. Keypti hann og fólagar hans verksmiðju þessa fyrir $250,- 000. Sex mánuðum síðar, seldu þeir hana fyrir $1,400,030. Þetta gerðist með þeim hætti, að félagið var endurreist, $30 nið- urborgun greidd, lán tekið á verksmiðj- unni fyrir $150,000 og svo gefin út hluta- bréf, er námu $1,149,972 og lofað að greiða $100,028 ágóða í peningum 8. febr. 1938. Seint í febrúarmánuði leyfði svo fjár- málaráðið í London hermáladeildinni að Ijúka við samninginn við John Inglis-fé- lagið um smíði á 5000 Bren-vélbyssum. Og 31. marz, skrifaði hermálaráðherra Canada undir' samning við félagið um smíði á 7000 Brenbyssum. Skilmálar þess samnings voru flóknir. Vélarnar sem þurfti með við byssusmíðina, áttu stjórn- irnar að leggja til, Canada átti að greiða tvo þriðju kostnaðarins, en Bretastjórn einn þriðja, og eignarrétt áttu stjórnirnar að hafa. Inglis-félagið átti að nota vélarn- ar og smíða byssurnar. Það átti að selja þær á framleiðsluverði, en bæta 10% við það handa sjálfu sér. Þó metið væri nú að byssurnar væri hægt að smíða fyrir $350 til $400 hverja, gerði samningurinn ráð fyrir að þær gætu kostað $666 hver eða um 8 miljón dali 12,000 byssur. Með þessu var í raun og veru gert ráð fyrir að allar vélarnar væru útborgaðar, að þessu verki loknu, sem ekki virtist nauðsynlegt, því vélarnar entust til að gera mikið meira en þetta. En Canada-stjórn hélt að hún væri að gera góð kaup með að greiða 8 miljón dali fyrir þetta verk, sem hún hélt að ekki mundi kosta mjnna en 30 miljónir doliara, með því að koma upp verksmiðju sjálf til þess. Um þenna samning er fyrst gert kunn- ugt í maímánuði. Hélt Hon. Ian Mac- kenzie, hermálaráðherra ræðu um hann 16. maí á þingi og lýsti honum að nokkru. 22. júní spurði Mr. J. S. Woodsworth þing- maður um hvort að Mr. Hahn hefði verið sendur til Englands, sem fulltrúi stjórnar- innar árin 1937 og 1938 til að yfirlíta eða kynna sér vopnaframleiðslu, en 'hermála- ráðherra svaraði því neitandi. Fyrsta júlí lýsti svo Mr. Mackenzie Bren-byssusamningnum, sem hinum bezta og hagstæðasta samningi, sem í þágu al- mennings hefði nokkru sinn verið gerður í Canada. í Maclean’s magazine, sem út kom 9. ágúst, birtist grein, skrifuð af Lt. Col. George A. Drew, íhaldsþingmanni frá Tor- onto, sem fer hörðum orðum um samning- inn og ber sakir á stjórnina fyrir hann. Fyrsta september lýsir Mr. Mackenzie því yfir, að dómnefnd hefði verið skipuð til að rannsaka kærur Mr. Drew. Sjöunda september, var H. H. Davis, hæstaréttar- dómari, skipaður til að hafa formensku þeirrar rannsóknar með höndum. Og rannsóknin hófst 19. september. Var henni þá hætt um vikutíma. Þegar hún var svo aftur hafin 26. september, kom í ljós, að leyfi Breta var ekki fengið til að leggja fram viss skjöl. En 30. september, til- kynti Col. J. L. Ralston lögfræðingur nefndarinnar að Bretastjórn væri ófáanleg til þess að láta skjöl af hendi til rann-* sóknar, nema vissa væri fengin fyrir því, að ekkert yrði birt um innihald samnings Breta. Fimta október lýsti dómarinn því yfir, að hann hætti rannsókninni, ef hún mætti ekki vera opinber. Ellefta október tilkynti Bretastjórn, að hún leyfði not skjalanna, en mæltist til þess að ekkert yrði birt, er illa gæti komið sér, að aðrar þjóðir vissu um. Rannsókn málsins stendur enn yfir. Af fréttum að dæma, sem þegar hafa verið birtar af rannsókninni, hefir komið í Ijós, að samningur þessi, sem stjórnin gerði án þess að kalla eftir tilboðum í verkið, er ill-verjandi. Mr. LaFleche, kvaðst fyrst ekki þekkja Mr. Hahn, er hann gaf með- mælin til Bretlands. Mr. Mackenzie kvað Hahn ekki hafa verið fulltrúa stjórnarinn- ar, þó hann gerði hann að sínum fulltrúa. Einn daginn gekk maður frá Maclean’s Magazine, hart eftir því, að Mr. Mackenzie sannaði hvað ósatt væri hermt í grein Mr. Drew, er Mackenzie kallaði þvætting, en gat ekki bent á eitt atriði sem ósatt væri og meðgekk að hann gæti það ekki. Við eina rannsóknina kom í ljós, að Mr. Hahn hefði reiknað sér $50 í kaup á dag frá því er smíðin hófst, að meðtöldum deginum, sem hann fór á fund Mr. LaFleche. En út í rannsóknina skal ekki lengra farið aí sinni og láta við þennan annál af þessi máli til þessa sitja. Alt fæst fyrir peninga, segja menn, en norska skáldið Árni Gar' borg segir að þetta sé ekki rétt, því: “Fyr- ir peninga fæst matur en ekki matarlyst, lyf en ekki heilbrigði, sængurföt en ekki svefn, lærdómur en ekki vit, skart en ekki ánægja, félagi en ekki vinur, þjónn en ekki trygð, hægir dagar en ekki rósemi Hýðið af hultunum fæst fyrir peninga, en alloft ekki kjarninn. 8. NóVEMBER Það getur verið, að þessi dagur minni hór ekki á neitt mikið, en hann gerir það áreiðanlega í Bandaríkjunum, því þá fara þar kosningar fram um land alt. í þetta sinn er ekki um forseta kosningu að ræða og er það með öðru að líkindum ástæðan fyrir, að bardaginn er nú ekki sagður vera eins harður og oft áður. Um hvað barist er og hversu vert það er, sjá þeir þó ef- laust glögt, sem nær eru vettvangi, en til að sjá, virðast andstæðingar Roosevelts ekki hafa mikið að bjóða í stað stefnu hans, nema þetta gamla, að kasta öllum áhyggjum á herðar peninga-manna lands- ins í nafni mannfrelsis og annara hárra hugsjóna og trúa þeim fyrir að gera betur fyrir alþjóð en stjórnin. Og hver neitar að þeir væru getunni til þess gæddir í öllum skilningi, ef það væri ekki fyrir þetta, að það er svo miklu erfiðara að gleyma sjálfum sér, en öðrum. Viðreisnar- starfsemi Roosevelts er eins og önnur mannanna verk eins og á hana er litið. En hún er þó stærsta tilraunin, sem í nokkru lýðræðislandi hefir verið gerð á kreppuár- unum til að skipuleggja athafnalíf þjóð- arinnar og tryggja verkalýð og bændum ofurlítið sanngjarnari arð vinnu sinnar en áður. Það er til lítils að rækta bómull til að brenna hana eða ala upp svínahjarð- ir til þess að reka þær í sjóinn. Skipu- lagning framleiðslu og viðskifta, er, með þeim hraða sem nú er (á þessu hvoru- tveggja, orðin lífsnauðsyn fyrir hvert iðn- aðarlega voldugt þjóðfélag. Og hún hefir hvorki orðið að fascisma né kommúnisma í höndum Roosevelts enn, hvað sem um það er sagt. Hann er sá sem lýðræðislönd og lýðræðissinnaðar þjóðir eiga að þakka, að sýnt hefir verið í verki, að stjórnar- farsleg skipulagning sé ekki einungis framkvæmanleg án einræðis, heldur jafn- framt að hún sé heilög skylda .til verndar lýðræðinu, er okrarar og yfirgangsseggir reyna að fótum troða það með útreikn- aðri skipulagningu. Þetta mun flestum Ijóst nema ef vera skyldi republikum, ef ekki er með þá eins og prestana, sem ekki trúa helming af því sem þeir prédika. Roosevelt hefir látið sig hag þjóðar sinnar meira varða en nokkur annar stjórnari hefir gert á þessum síðustu og verstu tímum og verið öllum ákveðnari og ein- lægari í að breyta og bæta hann. Við- reisnarstarf hans alt ber þetta með sér. Þingmanna-tala hvers flokks á þinginu nú fyrir kosningarnar er þessi: í neðri deild hafa demókratar 327, republikar 90, prógressívar 67, bændur og verkam. 5, auð sæti 6. í öldungadeildinni hafa demó- kratar 77, republikar 15, prógressívar 1, bændur og verkam. 2, auð sæti 1. í kosningunum 8. nóv. er barist um 435 neðrideildar þingsæti, en aðeins 35 í efri deild. Yfirleitt er sagt að republikar geri sér vonir um að vinna 50 ný þingsæti í neðri deild og eitt til sex í efri deild. En hvaða mun gerir það? Verður ekki alt jafn vonlaust eftir sem áður þó vonir repyblika um þetta rætist? f þessu mun ástæðan fólgin fyrir því hve dauft er yfir kosning- unum. Hvað er að republika flokkinum að hann skuli ekki geta betur gert? Það að hann hefir ekkert mál á prjónunum, sem neina sérstaka eftirtekt kjósenda vekur. Slag- orð hans í kosningunum er að Roosevelt sé að gróðursetja útlent einræði í Bandaríkj- unum sem minni á rússnesku byltinguna í stað amerísks stjórnskipulags. En eftir sex ára stjórn Roosevelts, eru þeir fáir af öllum fjöldanum, sem leggja minsta trún- að á að Roosevelt sé kommúnisti. Og þetta er þeirra stærsta vopn. Fjárhagur landsins er heldur ekki eins hrapalegur og Hoover málaði hann um árið, er hann sagði, að gras yrði ínnan fárra ára farið að vaxa á götunum í Brooklyn undir stjórn Roosevelts. Skýrsl- ur viðskiftaráðsins síðast liðna viku sýndu að verzlun er að fjörgast .atvinna að auk- ast, meira um b.vggingar en áður og iðn- aður og umsetning heildsala að eflast. Það eina sem republikar gætu gert sér mat úr, er lágverðið á hveiti. Það hefir ekki verið eins lágt og nú síðan 1934 og þeir sem kunnugastir þeirri verzlun eru, búast við að tekjur bóndans verði alt að því einni biljón dölum lægri en árið 1937. Það er einnig í einstöku sveitum, sem demókratar búast við að þetta verði þeim nokkur þrandur í götu í kosningunum. En þegar á myndina í heild sinni er litið, dylst ekki, að republikaflokkurinn er orðinn svo langt á eftir tímanum, að hann á litla framtíðar von, nema því aðeins að hann dubbi eitthvað upp á stefnuskrá sína. Almenn- ingur virðist eins og nú stendur á, líta nærri einvörðungu á gildi hans, sem sögulegt. En Roosevelts-sinnar eiga einnig þrátt fyrir alt við nokkuð að stríða að minsta kosti innan flokks síns. Það eru nokkrir demókratar, sem ekki eru stefnu Roosevelts fylgjandi og sumir þeirra sækja nú um kosningu. Roosevelt hefir verið í seinni tíð að leitast við að “hreinsa” flokk sinn af þessum mönnum, en til- nefningar í ýmsum ríkjum, hafa í þessu efni brugðist honum. —• Þessum hægri mönnum flokks- ins hefir þótt Roosevelt taka sér ofmikið vald öðru hvoru, látið sig hluti of mikið skifta, sem í verkahring ríkjanna hvers um sig liggja. En þetta er þó lík- ara hjóna-naggi en flokks-klofn- ingi. Og Roosevelt verður ekki á þingi laus við alla slíka flokks- menn sína í þessupi kosningum, því þeim er sigur vís í mörgum ríkjum. Stjórn Roosevelts hefir verið brugðið um eyðslusemi og að skuld landsins hafi aukist á sama tíma og skuldir ríkjanna hafi lækkað. Rooseveltssinnar bera ekki á móti þessu, en benda á, að með því að greiða fyrir ríkjunum, hafi skuld landsins í heild sinni lækkað og sé um 6 biljón dollara lægri nú en 1930. En hvað sem skuldunum líður, mun almenningi sem ekki er van- ur að telja peninga-upphæðir sem yfir þrjár eða fjórar tölur fara, liggja í léttu rúmi hvað flokkarnir segja um þetta. Fyrir afstöðu Roosevelts í frið- armálum Evrópu, munu vinsæld- ir hans heldur ekki hafa mínkað hjá fjöldanum. í kosningja-bardaganum hefir nokkuð verið talað um ellistyrk og prentun meiri peninga, svo allir hafi nóg af þeim. Saga ellistyrksmálsins er ekki ný. — Árið 1907 var nefnd kosin í Massachusetts til þess að íhuga slíka löggjöf. Og nokkru síðar var frumvarp borið upp á Wash- ington-þinginu um ellistyrks- lög. Faðir þess var William B. Wilson, republiki. Óttaðist hann að öll lög um þetta sem ekki næðu til hermanna væru ólög- mæt. Til þess að bæta úr því fór hann fram á að allir elli- styrks-þurfar væru kallaðir heimaherinn gamli (Old Home Guard). Frumvarpið var felt af nefnd, er hafði það til athugun- ar. Var oft síðar reynt að fá ellistyrkslög samþykt, en með frumvörp þau öll fór á eina leið, unz Social Security lögin voru samþykt 1935. f ríkjunum hverju um sig fékk málið betri byr. Árið 1914 sam- þykti Arizona ellistyrkslög. Og síðan hafa ein 24 ríki farið að hennar dæmi. Og um miðjan október fóru þingmanna-efni í komandi kosningum að víkja að þessu máli. Var því hvarvetna vel tekið og fór gamalt fólk ekki sízt að dreyrria drauma um nægt- ir fjár. Rifjuðust upp í huga þess sögur frá fyrri árum um fátæka elskendur, er síðar urðu kóngur og drotning og bjuggu í alsnægtum. Stjórnin í Wash- ington sem sá hvaða kostnað þetta hefði í för með sér, er fá- orð um málið og vill heldur að það sé lagt á hilluna. En það útbreiddist á stuttum tíma hafa á milli eins' og smitandi sjúk- dómur og stjórnin stendur uppi varnarlaus og finnur ekkert mót- eitur við sýkinni. í mörgum fylkjum verður greitt atkvæði um ellistyrkslög 8. nóvember. Er þar fyrst að telja Califomíu-ríkið. Þar fæddist Townsend-hugmyndin um $200 á mánuði til gamalmenna. En í þessu ríki er loftslag gott og menn verða þar fjörgamlir. Tala gamalmenna er þar því tiltölu- lega há. Það sem fram á er farið, er að $30 séu greiddir á| viku hverjum styrkþega og hafa um 800,000 manns undirskrifað bænaskrá um þetta til þing- manns-efnanna. — Að standa straum af þessu er talið ríkinu um megn. Kostnaðurinn sem þetta hefir í för með sér er met- inn um 150 miljónir dollarar. í Oregon verður greitt atkvæði um eftirlauna-lög, er fela í sér $100 greiðslu á mánuði til hvers manns, er hætta vill vinnu. Á að hafa féð inn með 2% við- skiftaskatti, en kostnaðurinn er talinn nema 80 miljón dollurum, sem er meira en allar tekjur rík- isins á ári í sveita, bæja og ríkis- sköttum. » f Colorado þar sem 45 dollara ellistyrkur hefir verið greiddur síðan 1936, hefir orðið að lækka hann í $25 vegna fjárþurðar ríkisins. Breytingar tillaga kvað á ferð- inni í Norður-Dakota um að hækka ellistyrkinn úr $30 í $40. f Arkansas er gert ráð fyrir að greiða $50 á mánuði ölluijj sem ekki hafa mánaðartekjur yfir $50. Af þessu að dæma, er auðséð hvað mál þetta er ofarlega í hugum manna. Og þar sem sjá- anlegt er, að fá ríkin geta rönd reist við kostnaðinum, yrði brátt á náðir landsstjórnarinnar leit- að. Þó sumir talsmenn elli- styrksins haldi fram, að við kostnaðinn megi ávalt ráða með því, að ríkin gefi út nýja pen- inga og sína eigin, trúir hvor- ugur eldri flokkanna á það. Samt halda ýms þingmnanaefni þessu máli sterkt fram. í Maine, New Hampshire og Massachusetts, gera republikar það, en demó- kratar í Idaho og Florida. Það virðist góð beita í þeim ríkjum, sem gamlir menn hópast í til að eyða æfikvöldinu. Á Washington-þinginu, sem slitið var í júní, bar Gerald J. Boileau, republiki, upp frum- varp um $50 ellistyrk á mánuði til hvers manns yfir 60 ára ald- ur. Með 2% skatti átti að standa straum af kostnaðinum. En frumvarpið fékk engan byr á þingi. Síðan er sagt að þing- mönnum hafi verið sendar bæn- arskrár um að halda því til streitu og 140 þingmenn hafi undirskrifað slíka bænaskrá. — Washington-stjórnin hefir því á- stæðu til að veita þessu máli eft- irtekt, enda gerir hún það. Morg- enthau, fjármálaráðherra telur hugmyndina fjármunalega óheil- brigða og Roosevelt forseti álítur elli-vátryggingu framkvæman- legri. Og hann varar þjóðina við að láta ekki leiðast út á nein- ar fjármálalegar villigötur í von um að hagur hennar verði á svipstundu með því bættur. Það yrði oflangt í einni grein að fara út í alla þá sálma, sem sungnir eru í þessum kosning- um. Ástæðumar fyrir því hvem- ig menn greiða atkvæði eru held- ur ekki ávalt £ær, sem hæst er talað um. Þær eru eins oft í öðru fólgnar, sem aldrei er skráð og aldrei heyrist neitt um. Það er ekki ótrúlegt, að svo verði í þessum kosningum, þar sem um engin veruleg ný mál virðist bar- ist, svo að heitið geti. Sjónarmið mannætunnar Eg átti eitt sinn tal við gamla mannætu. Þegar eg sagði henni frá heimsstyrjöldinni, langaði hana mjög til að fræðast um, hvernig Evrópu-menn hefðu far- ið að því að éta öll þau ósköp, sem til féllust af mannakjöti í stríðinu. Þegar eg sagði mann- ætunni, að Evrópumenn ætu ekki fallna óvini sína, leit hún á mig með skelfingu í augnaráðinu og spurði, hvers konar óbótamenn það væri, sem dræpu menn að á- stæðulausu. Bronslaw Malinowski —Samtíðin. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.