Heimskringla - 09.11.1938, Síða 1

Heimskringla - 09.11.1938, Síða 1
» LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. NÓV. 1938 NÚMER 6. HELZTU FRÉTTIR iir stödd í Bandaríkjunum. Og iLindbergh hefir aldrei svarað ákærunni. Japönum verður ekki bylt við aðfinslur B-ríkjastjórnar f japönsku blaði, sem Kokumin heitir og sem sagt er að vera málgagn hersins og þjóðernis- sinna, var svar s. 1 mánudag við umkvörtunum Bandaríkjastjórn- ar út af verzlunar yfirgangi Japana í Kína. Er í svarinu haldið fram, að Japanir gjaldi líku líkt, ef Bandaríkin reyni til að þröngva “alríkisstjórninni” í Japan til að viðurkenna níu- veldasamninginn, um verzlunar- frelsi allra þjóða í Kína. Og blaðið gerði skop að yfir- lýsingu Cordell HuII, ríkisritara Banadaríkjanna, síðast liðinn föstudag, um að stefna banda- ríkjastjórnar i Asíu styddist við ríkjandi samninga. Taldi blaðið það ef til vill góða beitu heima fyrir; í Japan væri hún gagns- laus. Engan efa sagði blaðið heldur á því, að Bretar væru þarna á bak við tjöldin. Til þess að framkvæma stefnu sína segir blaðið ennfremur, yrðu Bandaríkin að steypa sér út í kínversku málin, en þá mundi stjórnartíð Roosevelts styttast, því bandarískir þegnar mundu aldrei láta sig þau mál skifta. Níuveldasamninginn, er því að sjá sem Japanir skoði úr sög- unni, þó því hafi ekki verið lýst yfir enn. f Mið-Kína er japanska stjórn- in að gera ráð fyrir að mynda stjórn, undir umsjón eða forustu kínversks uppgjafa herforingja. Heitir hann Wu Peifu og er 60 ára gamall. Hann hefir við stríð og uppreistir í Kína verið riðinn síðan um aldamót. Árið 1927 var Wu yfirmaður sameinaða hersins á móti rauð- liðum, en var yfirunninn af upp- reistarhernum undir stjórn Chiang Kai-Shek, sem nú er yfir- maður stjórnarinnar í Kína, og Japanir eiga í stríði við og búast bráðlega við að gefast verði upp. Wu er sagt að þegið hafi boð Japana. Ætlar hann að vinna að því að bæta samvinnu milli kínverskra þegna sinna og Jap- ana, berjast móti kommúnistum og koma upp kínverskum her á fjórum árum í hlutfalli við burt- för her Japana úr Kína. f Mið-Kína hefir og verið stofnað félag er viðskifti og við- reisnarstarf þessa hluta landsins á að hafa með höndum. Heitir yfirmaður þess Kenji Kodama, Japani, en félagið er nefnt Cen- tral China Development Com- pany. Stofnfé þess er 100,000,- 000 yen ($27,700,000). Hefir samskonar félag fyrir löngu ver- ið stofnað í Norður-Kína. Segir Kodama að á móti útlendum við- skiftamönnum yerði ekkert haft, sem í réttum anda og af fúsum vilja æski samvinnu við Japan. í ræðu sem Chamberlain hélt nýlega, kvað hann þess skamt að bíða, að Japanir þyrftu fá lán frá Bretum. Kodama segir þetta á misskilningi bygt. Manion tilnefndur Hon. R. J. Manion, foringi í- haldsflokksins, sækir um kosn- ingu til Sambandsþingsins í bæn- um London, Ontario. Þetta er aukakosning og fer fram n. k. mánudag. Einn keppinaut hefir dr. Manion. Sá sækir af hálfu C.C.F. flokksins og heitir E. O. Hall. Liberalar tilnefndu ekki þingmannsefni. Bandaríkj a-kosningarnar Úrslit eru aðeins kunn í ein- um þriðja hluta ríkjanna, er blaðið fer í pressuna. Samkvæmt þeim lítur út fyrir að Roosevelt vinni mikinn sigur, efli jafnvel flokk sinn í báðum þingdeildum. Ríkisstjóra kosningarnar virðast honum einnig víðast í vil. En frekari fréttir verða að bíða næsta blaðs. Sprengju flugvélar Breta setja met í hraðflugi Sprengjuflugskip Breta geta verið ófullkomin, en eigi að síð- ur lögðu nokkur af þeim um síðustu helgi í langflug eða frá Ismalia á Egyptalandi til Port Darwin í Ástralíu og settu með því met í hraðflugi. Vegalengdin var 7,162 mílur eða 856 mílum lengri, en flug Rússanna yfir Norðurpólinn til Californíu. Flugtími Rússanna var 62 klst. og 17 mín. en Bret- anna 48 klst. rúmar, þó leiðin væri miklu lengri. Það er sagt að Göring hers- höfðingja Þjóðverja hafi ekki orðið um sel þegar hann frétti þetta. Hann var farinn, að trúa því, sem sagt var um það, að flugherskip Breta væru lat- skreiðir dallar ,sem ekki kæm- ust mæðilaust frá London til Berlínar. Brezku sprengjuflugvélarnar eru hinar lang hraðfleygustu sem kunnugt er um. Byssumálið Af Bren-byssu-rannsókninni er íátt að segja annað en svo virðist, sem draga eigi hana á langinn alt sem hægt er. Mr. Ralston, lögfræðingur stjórnar- innar, tilkynfi s. 1. föstudag, að hann mundi kalla sjö vitni ennþá fyrir rannsóknarnefndina. Vitni þessi eru iðaðarmenn, í Canada og Bandaríkjunum, sem ekkert virðast við málið riðnir. Það eina sem þeir gætu upplýst um væri hvað þeir teldu sanngjamt verð á byssusmíðinni. Formað- ur rannsóknarnefndar, Davidson dómari, telur ekki þörf á að lengja rannsólminu n;cð þessú og meðj því gæti hún orðið óendan- lej* því vitni mætti þá fleiri kalla. Plaxton, eitt aðal vitn- anna, var nýlega ámint við ,yfir- heyrsluna fyrir tíma-eyðslu. Lindbergh kallaður illum nöfnum f ræðu sem V. Molotoff, ráðs- forseti (Chairman of the Coun- cil of People’s Commissars) hélt s. 1. sunnudagskvöld í Moskva, kallaði hann Charles Lindbergh ofursta “þýlundaðan spæjara.” Það var við hátíðahöldin á Rússlandi út af 21 árs afmæli byltingarinnar, sem Molotoff hélt þessa ræðu. Hann mintist oftar en einu sinni á Lindbergh og dró athygli að því að auð- valdsstefnu löndin væru að senda spæjara til Rúslands. Lindbergh fór nýlega bæði til Rússlands og Þýzkalands og at- hugaði lofther beggja þjóðanna. Þegar hann kom heim til Eng- lands, var haft eftir honum, að hann hefði gert lítið úr her Rússa. í sambandi við þá frétt virð- ist þó ein'hverju ruglað saman. Hann átti að hafa vikið orðum að þessu í veizluboði hjá Mrs. Astor, en hún var um þær mund- Á þýzka loftherinn á hann að hafa lokið lofsorði; þar var hon- um veitt orða. Út á áhöld rússneska lofthers- ins er ekki sagt að hann hafi neitt sett, en taldi herliðið ekki hafa neinum afbragðsmönnum á að skipa. En 10. okt. undirskrifuðu 11 rússneskir flugmenn kæru á Lindbergh er í því var fólgin að 'hann hefði gert lítið úr fulgher Rússa til þess að gefa Neville Chamberlain forsætisráðherra á- tyllu til að gera Munich-friðar- samninginn í stað þess að vernda Tékkóslóvakíu. Kæra þessi var birt í blaðinu Pravda, jnálgagni kommúnista- flokksins og var hann um leið kallaður bæði “vitgrannur lyg- ari” og “þjónn og smjaðrari þýzks fasisma.” Yestur-Canada fullvalda ríki Blaðið Regina Leader-Post reyndi s. I. viku að komast að niðurstöðu um hverrar skoðunar íbúar Saskatchewan-fylkis væru um að Vestur-Canada heimtaði aðskilnað frá Austur-Canada og stjórnaði sér sjálft undir um- sjón Breta. éendi blaðið lesend- um ,sínum atkvæðamiða og bað þá að merkja þá samkvæmt skoðun þeirra á þessu máli. Á 1607 miðum var atkvæði greitt með aðskilnaði, en á 1629 mið- um á móti; aðskilnaðarmenn voru því aðeins 22 atkvæði í minni hluta. Á 389 miðum var svarið það, að málið skyldi frek- ar íhugað. Ástæðan fyrir að blaðið reyndi þetta var sú, að á ársfundi bændafélagsins í fylkiun (U. F. S.) var nýlega samþykt tillaga um að fela framkvæmdarstjórn félagsins að íhuga málið um að Vestur-Canada yrði sjálfstætt- innan Bretaveldis á sama hátt og aðrar sjálfstjórnar nýlendur þess. Eftir nokkrar umræður með og móti tillögunni, var hún samþykt. Forsætisráðherra Saskatchew- an-fylkis kveður þá þrátt fyrir þetta vera í miklum meiri hluta, sem sameiningu fylgi enn á það m’un litið, sem viðsmjör meira en nokkuð annað. Á ársfundi bændaflokksins í Manitoba (U. F. M.) í Brandon nýverið, var samþykt tillaga um að vinna að sameiningu cana- disku þjóðarinnar eða því að allir yrðu eitt. Yfirvalda-at- hugsemdir þurfti engar við það að gera. Bóka-vika Fyrir 16 árum stofnuðu rit- höfundar í þessu landi félag með sér, með það verkefni fyrir augum, að vekja eftirtekt á cana- diskum bókmentum. Þetta fé- lag hefir verið starfandi frá byrjun og hefir komið því til leiðar, að ein vika er sérstaklega helguð canadiskum bókmentum, að því leyti að athygli er dregin að þeim með greinum og erind- um í blöðum og skólum. Og svo hafa auðvitað 1 bókaverzlanir einnig stutt þetta mál með því að auglýsa canadiskar bækur scr- staklega þessa sömu viku. Enn- fremur eru verðlaun veitt árlega (The Governor-General’s award) fyrir ,beztu ritverlcin. sem út hafa komið á árinu, skáldsögur, kvæði eða fræðirit. Fyrir árið 1937, var því lýst yfir s. 1. mánudag af rithöf- undafélaginu í Canada, hverjir verðlaunin hefðu hlotið. Fyrir kvæðagerð hlaut Dr. F. J. Pratt þau og heitir verk hans: Fable of the Goads. En fyrir beztu skáldsöguna hlaut íslenzka skáldkonan, Mrs. Laura Salver- son verðlaunin. “The Dark Weaver” heitir sagan, sem henni hlotnast heiðurinn fyrir. Stephen Leacock voru og úthlutuð verð- laun fyrir greinar. hans: “My Discovery of the West”, er birt- ust í blaðinu Tribune í Winnipeg áður en þær voru gefnar út í bók. Refum og mínkum stolið Af bónda er S. E. Baldwin heitir og sem býr í grend við Starbuck, Man., var s. 1. sunnu- dag stolið 27 mínkum. Þrem dögum áður hafði 117 refum verði rænt á búi hans. Mr. Baldwin hefir s. 1. 10 ár verið að koma upp þessu loð- dýra-búi og það hefir kostað hann nálægt $10,000. Sumir refanna voru silfurrefir og dýrir. Mínkarnir voru um $40 virði hver. Lögreglan er að reyna að hafa upp á þjófunum og hefir þegar tvo eða þrjá menn í varðhaldi grunaða um glæpinn. Dýrin voru í stíu um einn fjórða úr mílu frá íbúðarhúsinu. Þegar að var gætt á sunnudags- morguninn, höfðu hurðir verið bortnar og aðeins einn mínkur hlaupandi um úti fyrir girðing- unum. Blóðpollar voru inni svo útlit er fyrir að skepnurnar hafi verið drepnar. Doktorsefni við Guð- fræðideild Háskólans Séra Eiríkur Albertsson á Hesti í Borgarfirði, hefir sent Háskólanum mikið rit um Mag- nús Eiríksson guðfræðing, sem mikill, styr stóð um á þeirri tíð, sem hann var uppi, en hann and- aðist í Kaupmannahöfn árið í 1881. Hefir guðfræðideild Há- skólans talið ritið maklegt til doktorsnafnbótar, og mun dok- torsvörnin fara fram um ára- mótin. Séra Eiríkur Albertsson er fyrsti guðfræðingur hér á landi, sem ver slíka doktorsritgerð við guðfræðideild Háskólans. Hefir hann unnið að þessu verki í mörg ár í tómstundum sínum, en á- rangurinn liggur nú fyrir og er talinn með ágætum. i Magnús Eiríksson fór ungur jtil Kaupmannasafnar og lagði stund á guðfræði við háskólann þar og lauk prófi í þeirri grein árið 1937. Var hann svo frjáls- lyndur í trúarskoðunum, að hann samþýddist lítt þeirrar tíð- ar guðfræðinga, einkum í Dan- mörku. Magnús samdi ýms rit um guðfræðileg efni og leitaðist við að sanna að kenningar nýja- testamentisins væru að ýmsu leyti úr lagi færðar frá því, sem upphaflega hafði verið, og hvatti til fullrar gagnrýni í því efni. Hlaut hann mikla viðurkenningu fyrir rit sín í Þýzkalandi og við- ar, en auðgaðist ekki á þeim að sama skapi, enda var hann blá- snauður maður alla æfi, en hafði ofan af fyrir sér með kenslu og annari íhlaupavinnu. Matthías Jochumsson hefir getið Magnúsar í æfisögu sinni, en hann kyntist Magnúsi á Hafn- arárum sínum. Er ekki ólíklegt, að Magnús hafi haft allmikil á- hrif á Matthías, sem mun hafa hneigst að kenningum hans að ýmsu leyti, enda hefir Matthías þótt mikið til hans koma, sök- um þekkingar hans og dirfsku. Þótt Magnús hlyti aldrei sér- staka viðurkenningu hér á landi, meðal hann lifði, hefir aukið frjálslyndi í trúarefnum stuðlað að aukinni viðurkenningu honum til handa meðal guðfræðinga. Bandaríkjamenn, Pólverjar og fleiri þjóðir kynna sér reynslu Svía Roosevelt Bandaríkjaforseti sendi nefnd manna til Svíþjóðar í sumar til þess að kynna sér sambúð atvinnurekenda og verkalýðsins. Voru nefndar- menn níu og allir tilnefndir af Roosevelt persónulega. Hann lagði svo fyrir, að nefndin skyldi fara til Svíþjóðar og Bretlands þeirra erinda, sem fyr var getið. Tveir nefndarmanna vpru kon- ur. Nefndin átti viðræður við utanríkismálaráðherra, f j á r- mála- og félagsmálaráðherra landsins, stjórn atvinnurekenda- sambandsins og stjórn verklýðs- félagasambandsins, f u 111 r ú a helstu iðngreina, stjórn sam- vinnufélaganna og sáttasemjara hins opinbera í vinnudeilum. — Lengdi nefndin dvöl sína í Sví- þjóð um nokkura daga, til þess að geta aflað sér sem bestrar fræðslu. Fimm hundruð verkfræðingar og iðjuhöldar frá Póllandi komu til Svíþjóðar í sumar og voru verkfræðingarnir allir meðlimir í verkfræðingafélagi Póllands, að undanteknum allstórum hópi verkfræðinga frá Tékkóslóvakíu, en Verkfræðingafélag Tékkósló- vakíu hefir nána samvinnu við verkfræðingafélagið pólska. — — Heimsóttu verkfræðingarnir mörg rafórkuver og verksmiðjur í Svíþjóð. Sérfræðinganefndir frá Nýja Suður-Wales í Ástralíu hafa einnig komið til Svíþjóðar í sumar til þess að kynna sér vatnsvirkj unarframkvæmdir í Svíþjóð. Voru þeir sendir til Svíþjóðar af ríkisstjórninni í Ástralíu, en hún hefir stórfeld vatnsvirkjunar- og vatnsveituá- form á prjónunum.—Vísir. ÍSLENZKT ÚTVARP 1. DES. 1938 1. Inr.gangsorð: Séra Valdimar J. Eylands. 2. Kórsöngur: Karlakór fslend- inga í Winnipeg. Mr. Ragn- ar H. Ragnar, söngstjóri, Mr. Gunnar Erlendsson, píanist, Mr. Hafsteinn Jón- asson, sólóisti, Mr,- Lárus Melsted, sólóisti. 3. Ávarp: Dr. Rögnvaldúr Pét- ursson. 4. Ávarp: Dr. Brandur J. Brand- son. 5. Einsöngur: Mrs. Sigríður 01- son, Miss Snjólaug Sigurd- son, accompanisti. 6. Kvæði: Mr. Einar P. Jónsson. 7. Ávarp: Mr. Grettir Leo Jó- hannson. 8. Kórsöngur: Karlakór íslend- inga í Winnipeg. Eftirfarandi útvarpsstöðvar munu flytja ofangreint prógram 1. des. frá kl. 17.00 til kl. 17.30, Cehtral Standard Time„’ CJRM, Regina, Sask. 540 kilo- cycles, Long Wave (kl. 4— 4.30 e. h.) CJRC, Winnipeg, Man., 630 kilo- cycles, long wave. CJGX, Yorkton, Sask., 1390 kilo- cycles, long wave, (kl. 4— 4.30 e. h.) % CJRO, Winnipeg, Man. 6150 kilo- cycles, short wave. CJRX, Winnipeg, Man., 11270 kilocycles, short wave. BJóRSTOFUBANN í BIFRÖST Hinn 18. þessa mánaðar greiða kjósendur Bifrastar atkvæði um það hvort hinum tveimur bjór- stofum, sem nú eru starfandi í sveitinni skuli lokað eða ekki. — Þegar undirskriftunum á bæna- skrána þessu viðvíkjandi var safnað, kyntist eg nokkuð áliti almennings á þessu efni. Ein aðal mótbáran gegn þessu bjór- banni var sú að væri bjórstofun- um lokað, mundi ólögleg vínsala aukast í bygðinni. Það mætti at- huga margar hliðar á þessu máli, en þetta er það atriði, sem mig langaði til að benda á, hvort bann þettá mundi auka ólöglega vínsölu í sveitinni eða ekki. Samskonar bannlög og þessi hafa verið gerð í 48 sveitum í Manitoba fylkinu. Af þessum 48 sveitum hafa aðeins fimm afnumið bannið, svo að nú eru það 43 sveitir, sem leyfa ekki gistihúsum að selja bjór. Flestar þær sveitir sem hafa bann þetta eru í suðurhluta fylkisins við Bandaríkja landamærin en sum- ar liggja að Saskatchewan-fylk- inu. -í norðurhluta fylkisins Sw'an River, og að austan Roland sveitin. í skýrslu sinni 1936 um sölu og eftirlit áfengis í Manitoba, segir Mr. Baillie yfirumsjónar- maður, þetta: “Vestur og suður dómshéruðin og suðurhluti dómshéraðanna í miðju fylkinu eru altaf mjög laus við ólöglega áfengissölu”. Þessi ummæli eru mjög eftirtektaverð vegna þess að ef vér athugum legu þessara bannsveita fylkisins á kortinu, sézt að þeer eru í dómshéruðum þeim, sem eftirlitsmaðurinn seg- ir að séu mjög lausar við sölu ólöglegs áfengis. í vestur dóms- héraðinu eru t.‘ d. aðeins tvær sveitir, sem ekki hafa bjórsölu bann. Að mínu áliti ætti þetta að sýna fram á að bjórsalan í sveitunum er ekki til að fyrir- byggja ólöglega vínsölu eða sölu á heimabrugguðu áfengi. Það mætti kannske segja að þær sveitir, sem hafa verið nefndar, ^ hafi aðra aðstöðu og aðra þjóðflokka skipun en Bif- röst. En það mætti benda á það, að þjóðflokka skipunin í Bifröst sveitinni er samkvæmt þjóðhags- skýrslunni þannig: íslendingar ........ 2,375 Pólverjar ............ 745 Ukraníumenn .......... 619 Breskir............... 203 Þjóðverjar ............ 85 Ungverjar ............. 57 og menn af ýmsum öðrum þjóð- um, sem gera fólkstöluna alls 4.183. Meira en helmingur íbúa sveit- arinnar eru íslendingar, sem ætíð hafa fengið orð fyrir að vera löghlýðið fólk. Þessvegna ætt- um vér ekki að þurfa að óttast það, að sá hlutinn sem af ís- lenzku bergi er brotinn hlýði lögunum ver en fólk í öðrum sveitum hér í fylkinu, þar sem bann er. Sá misskilningur ríkir líka víða í sveitinni, að ef þetta bann komist á, þá megi menn ekki kaupa áfengi af stjórninni eins og nú má, hafi menn leyfi til þess, en það er algerlega rangt. Hver maður má panta eða kaupa og taka heim með sér, hafi hann keypt sér leyfi til þess, alt það áfengi sem lögin heimila honum nú, þótt bjórstofunum verði lokað. E. J. M.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.