Heimskringla - 09.11.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 09.11.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. NÓV. 1938 ATKVÆÐAGREIÐSLAN 18. Þ. M. íslendingar í norðurhluta Nýja íslands eiga að birta sinn innra mann með atkvæðagreiðslu föstudaginn 18. nóv. Þeir eiga þá að skera úr því hvort þeir vilji láta mannskemdastofnanir þær sem þar eru nú halda áfram eða ekki. Eg skal ekki skrifa langa prédikun í sambandi við þetta mál; þess ætti ekki að þurfa. En mig langar til þess að endur- birta hér stutta sögu sem eg þýddi fyrir aldarfjórðungi. Hún er sjálfsagt flestum gleymd nú, sem hana lásu þá. Það væri ekki úr vegi fyrir þá, sem eiga að greiða atkvæði 18. þ m. að lesa hana, hugsa um efni hennar og festa í minni myndina, sem hún sýnir. Sú mynd á alstaðarj heima hvort sem bærinn er stór eða lítill, hvort sem hann heitir Winnipeg, Árborg eða Riverton, og alveg sama hvort drengur- inn, sem sagan segir frá heitir Thomas Brown, Jón Jónsson, Árni Árnason eða eitthvað ann- að. Hér birtist þýðing sögunn- ar: TÓMAS BROWN “Hvað heitir þú, drengur minn?” spurði kennarinn. “Tómás Brown,” svaraði pilt- urinn. Það var ómögulegt að horfa á hann án þess að vikna. And- litið var magurt og fölt, augun stór, kinnarnar þunnar. Útlitið lýsti yfir höfuð að tala langvar- andi skorti. Það leyndi sér ekki að þessi piltur hafði oft verið svangur. Hann var í fötum, sem auðsjáanlega höfðu verið búin til handa öðrum, þar að auki voru þau öll bætt með mislitum bótum. Skórnir hans voru gamlir og slitnir. Hárið var klipt þannig að á því voru stallar hér og þar. Það hafði sýnilega verið klipt af einhverjum, sem ekki kunni. “Það er svei mér tími til kom- inn fyrir þig að byrja í skólan- um,” sagði kennarinn: “Hvers vegna hefir þú ekki byrjað fyr?” Tómás litli þuklaði húfuna sína með höndunum og svaraði ekki strax. Það var gömul bætt húfa og svo upplituð að ómögu- legt var að vita hvernig hún hafði verið lit upphaflega. Loksins sagði Tómás svo lágt að það tæpast heyrðist. “Eg hefi aldrei getað farið á skóla af — af því — af því — ja — af — af því mamma mín þvær fyrir fólk og hún gat ekki mist mig að heiman. En nú er Sissa orðin nógu stór til þess að hjálpa henni svolítið, og svo get- ur hún líka litið eftir baminu.” Það var ekki alveg kominn skólatími. Umhverfis kennarann og nýja lærisveininn þyrptust allir drengirnir í skólanum. Á meðan Tómás litli var að reyna að leysa úr spurningum kennar- ans og átti erfitt með það vegna feimni, fóru allir drengirnir að hlægja. Einn þeirra kallaði upp og sagði: “Heyrðu Tommi! hvar er kraginn þinn? gleymdirðu að láta hann á þig?” Og annar drengur sagði skellihlægjandi: “Þú hlýtur að sofa í öskustónni eftir því að dæma hvernig fötin þín líta út.” Áður en kennaranum tókst að þagga niður í strákunum, kall- aði einn þeirra hátt og hæðnis- lega: “Þessi strákur er sonur hans Símonar sífulla sem altaf er eins og svín. Við þekkjum allir hann Símon sífulla; við höfum oft strítt honum og hent í hann snjókögglum.” Veslings Tommi leit alt í kring um sig í óútmáianlegum vand- ræðum. Einungis þeir, sem skilja .saklausar og viðkvæmar barnssálir, geta gizkað á hvaða kvalir hann leið. Hann gerði sitt ítrasta til þess að gráta ekki þrátt fyrir ósegjanlegan andleg- an sársauka. Hann þaut út úr skólanum í hendings kasti og var horfinn ísjónum allra áður en Veðrið var nístandi kalt, og samt var Tómás litli ekki í neinni kennarinn gæti talað við hann yfirhöfn. Hann var berhentur, Hann kom aldrei í skólann aftur og hendurnar voru holdgrannar og helbláar af kulda. “Hvað ertu gamall, Tómás litli?” spurði kennarinn. “Níu ára í apríl mánuði næst- komandi,” svaraði Tómás. “Eg hefi lært að lesa og eg get svolítið bjargað mér í reikningi.” Kennarinn var stúlka. Hún tók til starfs á réttum tíma eins og hún var vön. En henhi leið illa um daginn. Litli dreng urinn fátæklegi stóð henni stöð ugt fyrir hugskotssjónum; hún gat ekki gleymt angistinni, sem máluð var á litla magra andlitið This advertisment is not inserted by the Government Liquor Control Commission. The Commission is not responsible ]or statements made as to quality of products advertised þegar hann flýði burt úr skólan- um. Um kvelcHð 'lagðist kennarinn til svefns eins og hún var vön. En hana dreymdi litla drenginn, henni fanst hún verða að komast eftir því hvar Tommi ætti heima; og hún hætti ekki fyr en það tókst. Svo fékk hún tvær stúlkur úr Hvítabandinu til þess að heimsækja hann. Tommi átti heima í húsræfli rétt við sjávarmálið — eða ekki eiginlega í húsinu sjálfu, heldur uppi á lofti yfir skúr, sem bygð- ur var við það. Stúlkurnar klifruðu upp stigaræfil, sem lá þangað upp að utanverðu. Þeg- ar þær fyrst komu upp sáu þær ekki handa sinna skil fyrir gufu, því konan var að þvo. Tveir litlir gluggar voru á herberginu, en hár múrveggur á öðru húsi skygði alveg á alla birtu. Veðrið var dimt og drungalegt úti og ekkert sem mint gæti á sólskin né birtu í nokkurri mynd. Kona stóð á gólfinu hjá þvottabala; þegar stúlkurnar komu inn þurk- aði hún hendurnar á svuntunni sinni og kom á móti þeim. Það leyndi sér ekki að þetta hafði einhverntíma verið falleg kona; en æskuljóminn, andlitsfegurðin og skerpa augnanna höfðu horf ið í baráttunni við bölstorma lífsins. > , Hún var eins og fölnaðar glóðir sem minna á útbrúnninn eld, eða bliknandi hausthagann, sem hélafingur kuldans hafa svift allri fegurð. Sorgin hafði ritað rúnir sínar á enni hennar og kinnar. Að horfa á hana var sama sem að lesa langa — langa sögu. Konan bauð stúlkunum sæti, og var eins og hún talaði orðin hugsunarlaust — eða jafn vel meðvitundarlaust. Svo sett ist hún sjálf og sagði: “Sissa: fáðu mér barnið.” Lítil stúlka kom út úr dimmu skoti í herberginu og hélt á ung- barni í fanginu. Hún lagði barnið í kjöltu móður sinnar Það var holdgrant og veiklulegt Það hafði sömu stóru augun og Tommi og andlitið sagði sömu söguna um sult og bágindi. “Barnið þitt lítur ekki út fyrir að vera vel hraust,” sagði önnur stúlkan. “Nei, hún er fremur veikluleg, blessað barnið,” svar aði móðir þess. “Eg verð að leggja talsvert á mig, og eg býst við að það hafi áhrif á hana.” — Um leið og hún sagði þetta þrýsti hún barninu fast upp að brjósti sér, og hóstaði veiklulega f þessu eina herbergi átti alt fólkið heima. Þar var matast, þar var sofið, þar var unnið og þar var dválið öllum stundum Enginn dúkur var á gólfinu; þar var gamalt borð, fjórir brotnir stólar, brotin eldavél, rúm úti í einu horninu og í hinu horninu á móti því var flatsæng — ekkert annað þar inni. “Hvar er hann Tommi litli sonur þinn ?” spurði önnur stúlk- an. ‘Hann er þarna í flatsæng- inni,” svaraði móðir hans. “Hann er veikur — já, hann er veikur, og læknirinn segir að honum muni ekki batna.” Um leið og hún sagði þetta ét hún andlitið hníga niður á tiöfuð barnsins, sem hún hélt á, og tárin streymdu niður eftir sinufölum kinnunum. “Hvað gengur að honum?” spurði önnur stúlkan. Hann hefir aldrei verið hraustur,” svaraði móðir hans, ‘Og — og — og svo hefir hann orðið að taka of nærri sér við vinnuna. Hann hefir orðið að sækja vatnið og hjálpa mér til ?ess að lyfta þvottabalanum og og svo margt fleira.” Er faðir hans dáinn?” spurði önnur stúlkan. Dáinn — nei — nei, hann er ekki dáinn. Hann var ágætis maður, mesti starfs- og elju- maður og við áttum gott og frið- sælt heimili. En nú fer alt, sem íann vinnur sér inn fyrir áfengi. Ef hann bara léti mig í friði með það litla, sem eg innvinn mér fyrir þvottinn, þá gætum við komist af, en hann tekur það alt líka fyrir áfengi — og svo svelta blessuð börnin.” Hún tók barnið, sem nú var sofnað uppi við brjóst hennar og lagði það þvert yfir kjöltu sína. Svo hélt hún áfram: — “Tomma litla dauðlangaði til þess að fara í skóla. Mér var ómögulegt að vera án hans í vet- ur. Hann hélt að ef hann gæti fengið dálitla mentun þá kynni hann að geta hjálpað, mér að vinna fyrir Sissu og barninu. Hann var heilsutæpur og vissi þess vegna að hann gæti aldrei orðið fær um að vinna erfiða vinnu. Eg bætti þá fötin hans eins vel og eg gat og svo fór hann af stað í skólann í vikunni sem leið. Eg var dauðhrædd um að skóladrengirnir mundu hlægja að honum og stríða hon- um, en hann hélt að hann mundi geta harkað það af sér þó þeir gerðu það. Eg stóð í dyrunum og horfði á eftir blessuðum drengnum mín- um þegar hann fór af stað. Eg get aldrei gleymt því hvernig hann leit út.” (Nú gat hún ekki haldið áfram lengur; augun fylt- ust af tárum og röddin bilaði). -----“Egi horfði á bættu fötin hans, gömlu’ skóna hans, rifnu húfuna hans — og í gegn um alt þetta gat eg séð saklausu og hreinu sálina hans, sem enginn þekti nema eg. Hann leit aftur um leið og hann fór, og sagði: “Vertu ekki hrædd um mig, mamma, eg ætla að reyna að kæra mig ekkert um það þó strákarnir hlægi að mér. Eg ætla ekkert að skifta mér af því hvað þeir segja.” “En honum var ómögulegt að halda það út. Hanh var kominn heim aftur innan klukkustund- ar. Það var eins og hjarta hans hefði sprungið; mitt hjarta var sprungið fyrir löngu, en eg held að það hafi sprungið í annað sinn þegar blessaður litli dreng- urinn minn kom heim aftur af skólanum, og eg vissi hvers vegna það var. Sjálf get eg þol- að flest — nú orðið — en guð minn góður, eg hefi ekki þrek til þess að vita blessuð börnin mín líða — líða svona mikið.” Þegar hér var komið fékk hún svo mikið ekkakast að henni var ómögulegt að koma upp nokkru orði. Litla Sissa kom hljóðlega til mömmu sinnar, lagði annan granna handleginn utan um háls- inn á henni og strauk tárin af kinnum hennar með hinni hend- inni: “Vertu ekki að gráta mamma mín,” hvíslaði hún. — “Hættu að gráta mamma mín!” Móðirin reyndi að hætta og þurkaði sér um augun. Þegar hún gat talað aftur hélt hún á- fram á þessa leið: Blessaður litli drengurinn minn grét allan daginn. Mér var ómögulegt að hugga hann. Hann sagði að það hefði enga ?ýðingu að reyna að gera neitt, 'ólkið hlægi bara að sér af því lann væri sonur drykkjumanns. 3g reyndi mitt bezta að hugga lann áður en faðir hans kæmi leim. Eg sagði honum að pabbi íans yrði kannske reiður ef hann sæi hann vera að skæla. En það íafði enga þýðingu, það var eins og honum væri alveg ómögulegt að hætta að gráta. Svo kom faðir hans heim og sá hann grát- andi. Og hann — o — og — ha — hann — nei, eg ge—get ekki sagt það — hann hefði sannar- lega ekki gert það ef hann hefði ekki verið drukkinn. Hann er ekki slæmur maður þegar hann er með sjálfum sér. En hann — hann barði Tomma litla, o—og ilessað barnið datt á höfuðið og meiddist. Eg býst við að hann lefði veikst hvort sem var. En guð minn góður! Vesalings litli veiki dregurinn minn, blessaði og vefjast betur .... með VOGUE HREIN HVÍT Vindlinga blöð TVÖFALT Sjálfgert Bókarhefti að leyfa að selja það, sem fer svona með góða menn, og láta saklausa líða fyrir?” Veikluleg rödd heyrðist frá flatsænginni. Önnur stúlkan gekk til Tomma litla. Hann lá auðsjáanlega fyrir dauðans dyr- um, barinn saklaust til óbóta af föður sínum. “Hann átti heima í kristnu landi! Þar sem mikið er samið af lögum til þess að vernda naut og hesta og kindur og svín. Það er nú auðvitað alt gott og blessað og sjálfsagt, en eg vildi að eins mikið væri hugsað um að vernda börnin eins og skepnurnar.” Tommi litli var j/rútinn í framan og augun voru skær. — Stórt blátt mar sást á öðru gagn- auganu. Hann lagði litlu mögru höndina yfir marið til þess að það sæist ekki og sagði: “Pabbi minn hefði ekki gert þetta ef hann hefði ekki verið drukkinn.” Svo þagði hann stundarkom, en sagði litlu síðar með einkenni- lega skerandi rödd, svo lágt að tæplega heyrðist: “Eg er feginn að eg er að deyja, eg er of heilsu- Iaus hvort sem er til þess að geta hjálpað henni mömmu minni. — Þegar eg kem til guðs þá stríðir mér enginn á því að hann pabbi minn sé drykkjumaður og þá hlær enginn að því að eg sé í gömlum og bættum fötum.” Og Tommi litli sneri sér á koddanum af veikum mætti og sagði svo lágt að stúlkan varð að lúta alveg niður að honum til þess að heyra það. “Ein — ein- hve—einhverntíma verður hæ— hætt að leyfa mönnum að se— selja bre — brennivín, en eg er hræddur um að aumingja pabbi verði dáinn áður.” Nú var Tommi litli orðinn svo þreyttur að hann gat ekki talað meira; hann lét aftur augun og hreyfðist ekki.-------- Næsta morgun skein sólin — eða reyndi að skína inn um gluggasmugurnar á andlitið á litla drengnum. Hann lá nú andvana í flatsænginni sinni og mamma hans sat hjá líkinu með ungbamið sofandi í kjöltunni, en Sissa litla hélt handleggnum utan um hálsinn á mömmu sinni. Lesið þessa sögu og athugið vel efnið í henni Ný-íslending- ar, áður en þið greiðið atkvæði á föstudaginn. Sig. Júl. Jóhannesson Niépce hét franskur maður, sem lifði á 19. öld. Hann var vísindamaður og ötull brautryðj- andi á sviði myndatöku. Hann rauð asfalti á myndaplöturnar og notaði terpentínu til að fram- kalla myndirnar. Nú er asfaltið notað til vega- gerðar um heim allan. Þó fer fjarri því, að það sé ný uppgötv- un. Nebukadnesar notaði brend- an múrstein og jarðbik í svipuðu augnamiði austur í Bablón fyrir 25 öldum og Egyptar höfðu þá þekt það í margar aldir og notað það til að verja hina dauðu rotn- un. * * * * Gömul kona fór að skoða Nia- gara fossana. Þegar hún kom auga á þá í ofurlítilli fjarlægð hrópaði hún: —Ó! nú man eg, að eg gleymdi að skrúfa fyrir vatnskranann, áður en eg fór. * * * Oft er íslenzku máli misboðið. Ung stúlka var að tala við ömmu sína. Orðáskifti þeirra voru á þessa leið: ó, guð, sagði stúlkan, eg þarf so mikið oní bæ. Þart oní bæ, sosum, svaraði sú gamla. Attli það sé ekki bara einhvert béað útstáelsið? drengurinn minn f Hvernig geta löggjafarnir fengið það af sér All-Canadian victory for pupils of DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINTON BTTSINESS COU.EGE, Winnipeg, were awarded FTRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place and silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESS COLLEGE WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.