Heimskringla - 09.11.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.11.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. NÓV. 1938 Heímskringla (StofnuB 1886) Kemur út i hverjum miBvikudegt. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oo 855 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimia 86 537 Ver8 blaðslns er $3.00 ftrgangurinn borglat tyrlrfram. Allar borganir sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 1 311 viðsktfta bréf blaðinu aðlútandl sendist: K -nager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til Htstjórans: EDITOR HEIMSKRINOLA 853 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” ls published and printed by , the vikino press LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 piuiuiiiiiHiiumiiiiuuHHuiiiiuiimiiiiuimimiiiuuittuiiiiniiiiiiiuiiinniiiimmiimniiuimiiiiuuiiiauuiiuiiiiiiimiinuiiiiiii^ WINNIPEG, 9. NÓV. 1938 BóKAFREGN Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir, I. h., 1. b. Útg.: Þjóðvinafélagið. Eins og kunnugt er ,var dr. Rögnvaldur Pétursson í síðustu ferð sinni heima á fs- landi (1937) að vinna að því, að fá bréf, ritgerðir og síðustu kvæði skáldsins St. G. Stephanssonar gefin út. Er nú sagt að kvæðabókin, sjötta bindi af Andvökum, sé komið út heima, en vestur um haf er hún ekki komin enn. Af “Bréfum og ritgerð- um’’ skáldsins, er Þjóðvinafélagið gefur út og alls er gert ráð fyrir að verði þrjú bindi, er eitt hefti, helmingur fyrsta bind- is, komið út. Er það allstór bók eða í Skírnisbroti 192 blaðsíður. Hefir dr. R. Péturssyni verið sent sýnishorn vestur. Verður það því innan skamms tíma til sölu hjá honum. Er þeim sem bókina vilja eignast, ráðlegast að skrifa sig sem fyrst fyrir henni til þess að geta fengið hana undir eins og hún kemur vestur, eins og mörgum mun leika hugur á. Þess skal geta, að kaupendur bóka Þjóðvinafélags- ins, fá þetta hefti í kaupunum og þurfa ekki að kaupa það sérstakt. Mun bóka- umboðsmaður Þjóðvinafélagsins hér vestra brátt ^uglýsa þetta. En hvað er um bréfin að segja? Um eins veigamikið og margbrotið efni og í þeim er fólgið, verður ekki eins og vert væri í fáum orðum frá sagt. Að þau séu svipaður gróði íslenzkum bókmentum og ljóð skáldsins eru, eins og heima er um þau sagt, er hverju orði sannara. Hvort sem að bréfin fjalla um daginn og veginn, sem kallað er, eða flóknari ráðgátur, er á þeim öllum sama ritsnildin, skáldskapur- inn og andgiftin engu minni en í ljóðunum, djúpsæi og dómgreind óviðjafnanleg. Og þó munu þau velflest skrifuð eins og önn- ur kunningjabréf í flýti og þegar verk sleppur úr hendi til þess. Er handbragðið á þeim þegar þessa er gætt, þeim mun undraverðara. Og enginn skyldi halda, að hörgull væri þar á fyndni. Stephan er glaður og reifur í viðræðunum við kunn- ingjana í bréfunum, eigi síður en hann mun hafa verið heim að sækja. Fyrir þetta, fyndnina, fjölbreytnina og fróð- leikinn, eru bréfin eins skemtileg og ákos- ið verður til lesturs. Sá sem einu sinni opnar bókina, leggur hana ekki frá sér fyr en hann hefir lesið hana alla. í þessu fyrsta hefti, er svo skamt milli neista- flugsins, að af því mun enginn vilja sjá meðan nokkuð er ólesið. Bréfin eru birt í þeirri röð sem þau hafa verið skrifuð, hin elztu fyrst. Fæst með því ótrúlega mikill fróðleikur um sögu eða líf Vestur-íslendinga, bygðii þeirra, störf og áhugaefni á ýmsum tím- um. í bréfum þessum er svo margvíslegu og björtu ljósi brugðið upp um þetta, að slíkt hefir aldrei verið betur gert. Sögu- fræðilegt gildi bréfanna verður því afar mikið. Og eins og sagt var um bréf Matthíasar er þau komu út, bregða þessi bréf Steph- ans upp miklu ljósi um skáldið sjálft. Það verður að vísu seint hægt að gera sér grein fyrir auðgi anda þessa bónda ein- stæðings úti í auðn og óbygðum frum- byggjaralífsins í Canada, en það eitt er víst, að þetta bréfasafn hans gefur að nokkru gleggri mynd af þessu náttúru- barni en menn áður höfðu. Maöur kynnist að mnista kosti betur í bréfunum aðstöðu hans og skapgerð, en kostur var á án þeirra. Þau kasta miklu ljósi á stefnur og hugsanaferil skáldsins. f bréfunum eins og í kvæðunum, má segja að eitt aðaleinkennið sé leitin eftir þvií sanna, og glöggskygni skáldsins að sjá það og finna er eftirtektaverð frá upp- hafi. Svo einlægUr og trúr er hann þessari stefnu, að þar finna jafnvel ekki vildar- vinir hans neina tilslökun eða undanláts- semi. Hann bendir þeim að vísu á þetta með hógværari og vinsamlegri orðum, en þegar hann deilir á krabbaganginn í þjóð- félagsmálunum eða almenningsálitinu, en hann bendir eigi að síður ákveðið á það. En það gerir engum neitt gott, að lengra sé skrifað hér um þessi bréf Steph^ns. Menn verða að lesa þau, vegna þess, að sá • lestur auðgar afldann. Það er og þessvegna en einskis annars sem á þau er hér minst. Á öðrum stað í þessu blaði, eru birt um- mæli um bréf Stephans úr Almanaki Þjóð- vinafélagsins 1939 eftir Dr. Þorkel Jó- hannesson(?). Ennfremur er sýnishorn birt af bréfunum, nokkuð af handphófi val- ið til þess að gefa væntanlegum kaupend- um betri hugmynd um þau en af öðrum verður gert. Bréfa og ritgerðasafn St. G. St. alt verður ekki einungis eitt hið stærsta sinn- ar tegundar, er eftir nokkurn íslending liggur, heldur með hinu merkilegasta og bezta sem út hefir verið gefið, bæði vegna hins sögulega fróðleiks, er þar er saman þjappað um þjóðlíf Vestur-fslendinga, og þá ekki síður vegna hins óviðjafnanlega hugsanaauðs, sem í hverri línu má þar heita fólginn. RÆÐA Á ÞAKKARGJÖRÐAR- HÁTÍÐ 1938 Nú á tímum heyrum vér svo mikið talað um vélamenningu að oss finst næstum sem að alt, er menning getur kallast, sé á einhvern hátt bundið við vélar, verksmiðj- ur og borgarlíf. Blöðin t. d eru full af fréttum um það sem gerist í borgunum; þau flytja fréttir af nýjum uppgötvunum á sviði iðnaðarins, segja frá vinnudeilum í verksmiðjum og allskonar nýjungum og breytingum í stórum atvinnurekstri, þar sem vélar eru mest notaðar. Aftur á móti eru fréttirnar, sem þau flytja úr sveitum og af sveitalífi miklu færri og ómerkilegri. Borgarbúar yfir höfuð líta smáum augum á sveitalífið; þeim finst það frumstætt og næsta ófullkomið líf í samanburði við það líf, sem þeir eru vanir við í bæjum; það er eins og það sé altaf einhver ofurlítill fyrirlitningarkeimur í rödd þess manns, sem hefir alið allan aldur sinn í borgum, þegar hann talaur um fólk “úti á landi”; margar hlægilegustu skrípamyndirnar og skrítlurnar í blöðunum eru ,um sveitafólk, sem er nýkomið í borgir, og á erfitt með ad semja sig að borgarsiðunum. Vitanlega er vélamenningin ekki tak- mörkuð við borgirnar nú á dögum; hún nær líka til hinna afskektustu héraða í öllum svokölluðum menningarlöndum, að minsta kosti að því er snertir samgöngu- tækin. 0g allir menn, næstum að segja hvar sem þeir búa, nota dags daglega hluti, sem eri^ búnir til með vélum og í verksmiðjum. Vélamenningin hefir gjör- breytt heiminum á síðastliðnum tvö hundruð árum eða þar um bil, síðan iðnað- arbyltingin, (the industrial revolution), sem svo er nefnd, byrjaði. Og það er eng- inn vafi á því að iðnaðar-þróunin og borg- arlífið, sem er henni samgróið, á enn fyrir höndum mikinn vöxt. Félagslíf mann- anna, sem enn er, að mörgu leyti, grund- vallað á eldri efnislegum grundvelli, á líka'fyrir höndum að breytast í samræmi við þessa þróun. En jafn afar-merkileg og örlagarík sem iðnaðarbyltingin hefir verið fyrir alt mannkynið, var þó önnur bylting löngu á undan henni, sem var engu síður merkileg en hún, og það var sú bylting, sem smám saman breytti miklum hluta mannkynsins úr hirðingjum og veiðimönnum í akur- yrkjuþjóðir. Margir eiga ef til vill erfitt með að átta sig á því að sú breyting hafi verið nokkuð veruleg bylting; en hún sann- arlega var það, mikil og gagngjör bylting, sem eflaust hefir tekið langan tíma, en sem vér getum verið alveg vissir um að hefir verið engu þýðingarminni fyrir þró- un mannlífsins heldur en iðnaðarbyltingin er* nú. Vér vitum næsta lítið um það, hvernig menn lifðu, þar til fyrir fáum þúsundur ára. Sagan er ung. Alt sem skeði á öllum þeim þúsundum ára, sem menn voru búnir að lifa á þessari jörð, áður en nokkrum kom til hugar að fara að rita um viðburð- ina, áður en nokkur maður kunni að rita, er að mestu leyti í myrkri hulið. Menn grafa að vísu upp úr rústum gamalla bú- staða nokkur áhöld, eða brot af áhöldum, og reyna af þeim að ráða, hvernig þeir menn hafi lifað, sem notuðu þau; en öll vitneskjan, sem menn fá við það er meira eða minna líklegar ágizkanir. Elztu leif- arnar sýna auðvitað frumstætt og óbrotið líf. Menn, sem höfðu engin áhöld önnur eil þau, sem þeir gátu búið til úr hörðum steini, hafa hlotið að lifa afar-einföldu lífi. Sú mikla breyting, sem varð á högum og lífsháttum manna, þegar þeir fóru að yrkja jörðina, er oss að mestu leyti ókunn, vegna þess að hún gerðist svo snemma; hún gerðist víða löngu áður en farið var að geyma minningarnar um nokkra við- burði í minnismerkjum eða letruðu máli. Gleggsta hugmyndin, sem menn geta feng- ið um þessa breytingu, fæst með því að bera saman líf frumstæðustu þjóðflokka sem nú lifa og sem ekkert kunna að rækt- un jarðarinnar, og líf þjóða, sem um marg- ar aldir hafa stundað jarðrækt. Og sá samanburður leiðir í ljós, að breytingin hefir verið feikilega mikil. Fornsaga Gyðinga er að mögu leiti ákaf- lega merkileg, og ekki hvað sízt að því leyti að hún varpar svo miklu Ijósi á þá menningarlegu þróun, sem breytingin frá hjarðmensku til akuryrkju hafði í för með sér. Gyðingarnir eru einmitt í þessari breytingu, þegar vér kynnumst þeim fyrst í hinum elstu söguritum þeirra. En margar aðrar þjóðir voru þá fyrir löngu komnar á hærra menningarstig en þeir. Fyrst þegar vér kynnumst Gyðingum, eru þeir ekki þjóð, heldur ættkvíslir, smá- flokkar skyldra manna, sem ferðast fram og aftur með hjarðir sínar og eiga í erjum og ófriði hverir við aðra út af haglendi. Svo koma þessar ættkvíslir, áreiðanlega ekki allar í einu, heldur smám saman, inn í land, sem annað fólk, sem hafði stundað akuryrkju lengi, bjó í. Þær leggja land- ið undir sig, læra akuryrkjuna af því fólki, sem þar var fyrir, og sem eflaust var gert að þrælum, eins og siður var með alt her- tekið fólk á þeim tímum. Með tímanum renna svo þessar ættkvíslir saman í eina heild, verða að þjóð með sterkri þjóðar- meðvitund og trúarbrögðum, sem eiga af- armikinn þátt í því að styrkja þjóðarmeð- vitundina. Það eru búin til mjög merkileg lög, sem eru í senn trúarbragðaleg, þannig að þau gefa nákvæmar fyrirskipanir um fórnir og helgisiði, og snerta öll hugsan- leg sambönd milli manna í því félagslega lífi, sem þar var mögulegt. Þessi lög sýna það, að þau gátu ekki hafa orðið til alt í einu, og sízt af öllu áður en að þjóðin varð akuryrkjuþjqð, því að svo mörg af fyrir- mælum þeirra lúta beinlínis að þeim at- vinnuvegi, og það eftir að hann er orðinn talsvert þroskaður. Það hefir lengst af verið litið svo á, að þessi lög hafi verið búin til fyrirfram og af einum manni, Móse, en sú skoðun er algerlega röng; lögin bera það með sér, að þau urðu til , þegar lífshættir þjóðarinnar voru orðnir mótaðir af atvinnuvegi hennar, þegar hún var lengi búin að hafa stöðuga bústaði, búin að byggja borgir, þó smáar væru, og sá og skera upp gróður jarðarinnar um langan aldur. Það er auðvitað ekkert yfirnátt- úrlegt við þessi lög; þau eru beinlínis snið- in eftir þörfum fólks, sem lifir í landi, þar sem akuryrkja og kvikfjarrækt eru stund- aðar jöfnum höndum; sum ákvæði þeirra sýna hörku og strangleik þess hugsunar- háttar, sem heimtaði auga fyrir auga og tönn fyrir tönn, jafnvel í smæstu yfir- sjónum; en sum eru líka merkilega mann- úðleg, og bera vott um staka umhugsun fyrir velferð hinna smæstu og lítilmótleg- ustu. Sum af fyrirmælum þessara laga lutu, sem eðlilegt var, að hátíðahöldum. Há- tíðahöld hafa ávalt verið talsvert þýðing- armikill þáttur í lífi fólks, sem komið hefir verið á svipað þróunarstig og Gyðingar voru á. Og ein af aðalhátíðum þeirra var uppskeruhátíðin. Hún var mikil fagnað- arhátíð, sem allir tóku þátt í. Fyrirmælin viðvíkjandi henni í síðari lögunum eru á þessa leið: “Sjö vikur skalt þú telja;^frá þeim tíma, er sigðin fyrst var borin að kornstöngunum, skalt þú byrja að telja'sjö vikur, þá skalt þú halda Jahve, Guði þínum, viknahátíðina með sjálfviljagjöfum þeim, er þú innir af hendi, eftir því sem Jahve, Guð þinn, hefir blessað þig. Og þú skalt gleðjast frammi fyrir Jahve, Guði þínum, þú og sonur þinn og dóttir þín, þræll þinn og ambátt þín og Levítinn, sem er innan borgarhliða þinna, og útlending- urinn, munaðarleysinginn og ekkjan, sem með þér eru, á þeim stað, sem Jahve, Guð þinn, velur, til þess að láta nafn sitt búa þar.” Þessi fyrirmæli sýna bæði hvað mikil fagnaðarhátíð uppskeruhátíðin var og sömuleiðis, að fögnuður- inn átti að ná til allra jafnt, þrælanna og útlendinganna, þeirra, sem voru í raun og veru réttlausir í landinu, nema að svo miklu leyti sem lögin vernduðu þá fyrir ómannúðlegri meðferð. Gyðingar voru ekki eina þjóð- in, sem hélt þakkargjörðarhá- tíð um uppskerutímann; þess- konar hátíðir hafa verið haldn-; ar víðsvegar um heiminn. — Kristnar þjóðir hafa samt ekki alment haldið þesskonar hátíðir, ef til vill meðfram af því, að þær voru svo víða til í heiðnum sið, sem kallaður var; en kristnir menn forðuðust yfirleitt að halda áfram siðum, sem voru tengdir við önnur eldri trúarbrögð. — Þakkargjörðarhátíðin, eins og vér þekkjum hana nú á tímum og hér í landi, er ung hátíð; hún var fyrst haldin í Plymouth í Massachusetts árið 1621, árið eftir að fyrstu innflytjendurnir komu þangað frá Englandi. Með tímanum varð hún þar að einni mestu merkishátíð ársins. Jafn- vel meiri fagnaðarhátíð en jólin, og með tímanum breiddist há- tíðahaldið, út um öll Bandaríkin og Canada. Að vísu er hún hald- in nokkuð síðar í Bandaríkjunum en hér, en uppruninn er sameig- inlegur. Þessir fyrstu innflytjendur í Plymouth liðu ógurlegustu hörm- ungar af skorti og sjúkdómum. Þeir voru bæði heittrúaðir menn og stranglega siðavandir; svo siðavandir, að margt það, sem í augum flestra nútímamanna er saklausar skemtanir, var í aug- um þeirra mjög vítaverð breytni. Þeir höfðu komið með þessar þröngu og einstrengingslegu skoðanir frá heimalandi sínu; þær voru afurkast á móti óreglu og lausung í lifnaðarháttum, sem var mjög tíð þar í landi á þeim tímum. , Erfiðleikarnir, sem þeir gengu gegnum fyrstu árin í sínum nýju heimkynnum, gerðu þá enn strangari og óum- burðarlyndari; og það svo, að með tímanum varð siðavendni þeirra svo smásmugleg að hún varð næstum óþolandi. En þrátt fyrir það höfðu þessir menn mikla kosti; þeir litu á lífið með mikilli alvöru; þeir voru starf- samir og nægjusamir menn; þeir sigruðust á örðugleikum, sem fólk með öðrum hugsunarhætti hefði gefist upp við; þeir voru menn með skap gerð, sem er nauðsynleg í, jafn áhættusömum fyrirtækjum og það er að byggja nýtt land með sama sem ekki neitt handa á milli. Það var eðli- legt, að þessir menn fyndu sig knúða til þess að þakka guðlegri forsjón fyrir það litla, sem þeir gátu framleitt af jörðinni sér til lífsbjargar. En það hefir verið lítill fögnuður í þakkargjörð þeirra; hátíðin var þeim engin gleðihátíð; hún var alvarlegs eðlis; en þakklætistilfinningin hefir verið djúp og innileg. Þeir trúðu því, að alt, sem fram við þá kom, hvort heldur það var meðlæti eða mótlæti, væri bein- línis frá Guði; það var annað- hvort náðargjöf hans, eða það var refsing fyrir eitthvað ilt, sem mennirnir höfðu gert. Vér getum ekki fallist á svo þrönga skoðun, sem gerir Guð að'nokk- urskonar alheims - löggæzlu- manni; en vér getum og hljótum að „virða manndáð þessara manna og þennan sterka vilja, sem aldrei lét bugast, hversu ó- vænlega sem á horfðist. Framh. BRÉF OG RITGERÐIR EFTIR ST. G. ST. Einu sinni kom Sunnlendingur norður í Mývatnssveit og gisti þar á bæ einum. Þar var gömul kona, er Guðrún hét. Dró hún af Sunnlendingnum vota sokka, og sá þá, að á öðrum fæti hafði hann sex tær. r — Ósköp eru aðjsjá þig, mað- ur, sagði hún steinhissa. Ertu skapaður svona eða er þetta sið- ur fyrir sunnan ? (Um bréf St. G. St. er skrifað á þessa leið í Þjóðvinafélags- Almanakinu 1939, með öðrum bókum, er Þjóðvinafélagið gefur út á þessu ári.—Ritstj. Hkr.) Bréf og ritgerðir eftir Stephan G. Stephansson, mun þó efalaust verða talin merkust þeirra bóka, sem Þjóðvinafélagið gefur út að þessu sinni. En þar sem þetta er aðeins upphaf bréfanna, sem nú kemur út, þykir rétt að skýra hér nokkru nánara frá því, hvernig útgáfunni verður hagað. Það ætti að vera óþarfi að kynna Stephan G. Stephansson fyrir íslenzkum lesendum. Það er kunnugt, að hann er eitt hið langbesta skáld, sem þjóð vor hefir alið. Kvæðasafn hans andvökur, 6 bindi, um 120 arkir alls, er nú fullprentað. Síðasta ,bindið kemur út í haust, og mun alt, sem eftir hann liggur í bundnu máli, prentað í því safni. Það munu nú vera nær 50 ár síðan að athygli íslenzkra les- enda var fyrst vakin á ljóðum hans. Menn fundu brátt, að hér var maður á ferð, sem fór sínar eigin brautir og hirti ekki um, hvort hann hefði samfylgd margra eða alls engra. Hann var berorður og vægði ekki til fyrir neinum, manna víðsýnastur og hreinskilnastur. Yfirdrepsskap- ur, hræsni og loddaramenska í trúmálum, þjóðmálum og yfir- leitt hvarvetna átti sér vísan brennandi fjandskap frá hans hálfu, alls staðar og æfinlega. Hann var bóndi, landnemi, vildi ekki vera neinum háður. Þrisvar reyndi hann alla öðrugleika frumbýlisins, var alla æfi fátæk- ur og sleit kröftum sínum og heilsu við' lýjandi erfiðisverk bóndans, fjósageymslu og jarð- yrkjustörf. Eigi að síður vanst honum tími og andlegt þrek til þess að fylgjast manna bezt með andlegu lífi samtíðar sinnar og leysa af hendi /svo mikið bók- mentastarf, að það eitt mætti sýnast ærið æfistarf. Sannleik- ur, réttlæti og frelsi voru kjör- orð hans. Og hann var altaf á verði, þar sem hann sá hugsjón- um sínum misboðið. Og hann horfði aldrei í það, þótt óvænlega virtist horfa um vörn eða sókn. Harðsnúin trúarfélagssamtök, meiri hluti í stjórnmálum hér og erlendis, brezk heimsdrotnunar- stefna og stríðsæðið 1914—18 fékk að kenna á hárbeittri gagn- rýni hans, svo beittri, svo brenn- andi, að stundum lá við sjálft, að hann sætti kærum fyrir “land- ráð”. Um skáldskap hans er það að segja, að þótt hann væri mikils metinn í lifandi lífi, er ekki efi á því, að vegur hans muni þó verða því meiri er stundir líða fram. Hann var um margt ofviða sinni eigin kynslóð. (Ritdómarar og aðrir, sem honum ,voru andstæðir, affluttu hann, læddu inn þeirri skoðun, að hann væri tyrfinn og tæpast skiljan- |legur öllum fjölda manna, kald- ;lyndur skynsemisberkserkur, trúlaus og þyrrinn. Þetta var (og er ósannindi. Kveðskapur Stephans er yfirleitt ljós, þótt hinu bregði fyrir, ekki sízt í kvæðum hans frá síðari árum, að hann þjappi hugsunum sínum fullmikið saman, tæpi á snmu heldur um of. Og þó ýmis ís- llenzk skáld eigi sér meira af gæluyrðum og geri meira a<5 því að láta tilfinningar sínar í ljósi með berum orðum, munu fá eða engin hafa búið yfir ríkara skapi, hlýrra hjarta. Og þess gætir einmitt í kvæðum hans, en það sést ekki svo mjög, það finst. Hann barði sér aldrei á brjóst. Það var ekki háttur hans að útausa tilfinningum sín- um að grátkvenna sið. Þegar Þjóðvinafélagið ræðst í að gefa út bréf og ritgerðir Stephans er því Ijóst, að það hefir tekist ærinn vanda á hend- ur. Fyrst og fremst er hér um

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.