Heimskringla - 09.11.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 09.11.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 9. NÓV. 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA mikið verk að ræða. Ef gefa á út bréfin og alt hið helzta, sem eftir Stephan liggur í óbundnu máli, mun það eflaust nema a. m. k. 60 örkum þéttprentuðum. Af ýmsum ástæðum kemur I. bindið út í 2 heftum og kemur síðara heftið næsta ár, um 20 arkir alls. Verður þá útgáfan alls a. m. k. 3 slík bindi. Nauð- synlegustu skýringar fylgja hverju bindi fyrir sig. Bréfin eru prentuð í tímaröð. Á þann hátt fæst einna gleggst yfirlit um æfi skáldsins og viðfangs- efni frá ári til árs. Hér er hvergi felt úr, þar sem bréfin hafa varðveizt heil. Það þótti ekki hlýða að taka fyrir munninn á slíkum manni, þótt á stöku stað sé kveðið allþétt að orði um menn og málefni. Þarf engan að undra það, né er ástæða til að hneykslast á slíku. Óþarft er að eyða orðum að því, hvílíkur fengur það er ís- lenzkri bókmenta- og menning- arsögu báðum megin hafsins að bréf þessi eru prentuð. Hitt er þó ekki minna um vert, að hér kynnast íslendingar betur en auðið væri með nokkrum hætti öðrum einhverjum heilsteypt- asta manni og sterkasta anda, sem þjóðin hefir nokkru sinni átt. — Síðan Jón Sigurðsson leið höfum við ekki eignast mann, sem jafnvel sé til þess fallinn að verða þjóðinni fyrirmynd. Svo ótvíræðir voru mannkostir hans, svo glæsilegar gáfur hans, svo flekkjaust líf hans. SÝNISHORN ÚRBRÉFUM ST. G. ST. (Bréf og ritgerðir bls. 79.) Tindastóll, Alta., 4. jan. 1899 J. Magnús Bjarnason. Gleðilegt ár, Magnús minn, og kæra þökk fyrir langt og gott bréf í ágúst, árið sem leið. Eg veit, þú hefir nú verið hættur að eiga von á mér fyrr en um aldamótin, því þá fara allir heim nema eg, svo ekki ætti skvaldrið að glepja fyrir. Já, þú hefir nú víst heyrt það um Búrbóna- kóngana, að þeir lærðu aldrei neitt, en gleymdu heldur engu, sem þeir höfðu lært. Kónga- blóðið í mér er nú eflaust þunt, kannske frá Hrærek kóng á Kálfsskinni, eða einhverjum jafnaldra hans — en aldrei læri eg að standa í skilum með bréf, en svo gleymi eg heldur aldrei, að eg sé í botnlausum bréfa- skuldum, því samvizkan bítur mig altaf í hælinn. Eg ætlaði að skrifa þér um jólin, eins ög í fyrra,' en það strandaði á mat og fylleríi, þó Páll postuli álíti það “utan múra” í guðsríki; en Leifur okk- ar hafði þá ekki fundið Vestur- heim, né Sigurður Jósúa Al- berta-nýlenduna, svo Páll gat ekki vitað, hve stórt ríkið var. Þá átti gamlárskveld eða nýárið að verða afturhvarfsstundin, en gamlársdag sagaði eg eldivið, hirti 40 stórgripi og keyrði 8 mílur yfir óbygðir til æskufélaga míns, sem hafði fengið þá grillu, að eg yrði endilega að éta og drekka með sér það kveld. Fyrir dag gekk eg heim, hálfsyfjaður, lúinn og einn míns liðs, eins og gamla árið. í birtingu stóðum við þrír saman á fellsbrúninni fyrir ofan dalinn hérna, nýárs- morguninn, brunanæðingurinn og eg, og áttum eftir 4 mílur heim til mín. Við reyndum okkur niður hlíðina, en þeir urðu svo langt á undan, því þegar eg kom heim, sat nýársmorgunn undir vesturveggnum á húsinu mínu, bláleitur í framan og hálf- skjálfandi. Hann var kominn fyrir góðri stund og búinn að ráfa kringum húsið. Og bruna- næðingurinn, hann var búinn að snuðra upp hverja smugu á hús- inu, við dyrastafinn og glugga- trén, kominn inn í hvert her- bergi, upp í rúmið mitt og inn á milli rekkjuvoðanna, sem voru » svo kaldar, eins og hann hefði legið við þær alla nóttina. Þá var enginn tími til að skrifa þér, Magnús, eg þurfti að saga við í ofninn minn. Hvað á annars að skrifa ? Mér finst eg hafi engan skáldskap heyrt né lesið nýlega, engra and- j legra hreyfinga orðið var í bóka-, heiminum, en um annað vil eg varla tala við þig. En allar góð- j ar bækur liggja líka langt frá j mér nú, og lestrartíminn altaf að styttast. Eg er að verða hroða- lega aftur úr, hálffjaraður uppi. Svo er eg kannske að eldast, og j“missa bragðið”, svo eg finni ekki saltkeiminn að hlutunum. Ensku skáldin, sem nú eru uppi, eru öll agnarsmá og leiðinleg, livað sem menn tauta. Caine ritar biblíusögur í rómanformi , og tyggur sjálfan sig upp. Stev- | enson er hvorki skáld né lista- maður, en hann kann að segja fólki lygasögu, eins og glaðlynd- ur drabbari. Hawkins er lang- afi, sem altaf stagast á mönn- um og dýrum, sem voru honum samtíða í æsku hans, svo miklu betri og meiri en þau, sem nú eru til, svo jafnvel ættingjar hans vita, að hann er bara karl á raupsaldri, með öll einkenni afturfarar-bernskunnar. Kipling (er einungis enskur ferðalangur, sem kann mörg orð í mállýzkum 1 ýmsra hálfviltra manna, en það eru samt einhverjin hressandi slagir í kvæðunum hans, eins og ruggið á góðum seglbát. Hardy er beztur, hann getur setið hjá manni úti í skrugguveðri og gengið inn í hjartað að luktum dyrum, ort út af almennum, dag- legum viðburðum. V'instri hönd Dodsons eftir Watson (McLar- en) er ágæt smásaga, ekki há- fleyg né íþróttasmíð, en þetta hérna hitt — sem þú hefir mikið af og mun gera þig að beztu skáldi — þetta innilega, þýða og góðmannlega, sem ekki er til- finningin ein, heldur “upplag” mannsins sjálfs — lofaðu mér að skíra það bráðabirgðaskírn og kalla það “skáldskap hjartans”. Það er víst annað eins og sú saga, sem höf. nærri lét hemp- una fyrir. Nýlega las eg Hans frá fslandi eftir Victor Hugo, sem sumir telja andakonung (genius) nítj- ándu aldarinnar, og sem er auð- vitað víða skáldakonunglegur í Hinir voluðu. En Hans frá fs- landi er svo hörmuleg bók frá hverri hlið sem er, að það er blind hending,<ef nokkuð er þar rétt og satt, ekki einu sinni ridd- arasögublærinn sjálfur, því Hugo eyðilagði hann æfinlega fyrir sér með heimspeki-inn- skotum og fræðikáki, þó hann væri “rómantisti”. Fjöld hefi eg farið, Flest hefi eg séð. Að þernur hefðu hökuskegg Eg hefði lagt í veð. Eða eitthvað álíkt, segir í enska þjóðkvæðinu, að kokkálaði bónd- inn hafi ort, þegar hann kom að riddaranum í rúminu sínu og kerling hans var að reyna að innprenta honum, að þetta væri þerna, sem “mamma” hefði sent sér. Svipað segi eg við Hugo, þegar hann fer að segja mér norræna sögu. Eftir hverju íslenzku man eg nú helzt? — Haustkvæði eítir Kristinn í “Lögbergi” ætla eg eitt með hans jafn-beztu kvæðum. Viðlíking- ar góðar flestar, enginn remb- ingur til að komast merkilega að orði, sem verður svo að lúa- legum gloppum. Hátturinn einn minti á einkenni Hafsteins. Eg veit þér finst eg nú smp^ smuglegur að gefa í skyn, að slíkt geri meira til en þó við rituðum báðir kvæði okkar á jafnstórt pappírsark. Þó und- arlegt sé, trúi eg því samt. Það er undarlegt, hve fljótt áhrif, jafnvel góðs kvæðis, deyfast, ef það minnir mann einhvern veg- inn á annað, sem manni þykir betra. Sumir hættir eru sam- eign allra, svo sem hringhend- ur, sumir eru næstum eign ein- stakra manna og eru sárvara- samir, nema maður geti siglt eigandann af sér á betur gerðu kvæði. Því segi eg þetta um kvæði Kristins. “Valið” hefi eg ekki séð. “Kuðunginn” hans Alb. Jónssonar í jóla-Lögbergi byrjaði eg að lesa, en varð að hætta í það sinn, mér fanst hann vera að verða svo guð- ræknisvæminn; kannske hann batni, ef eg kemst einhvern- tíma ofan í botninn. Þetta er víst öll “vestrænan”, sem komið hefir, síðan eg fann þig seinast. Austan að þá. Eg hefi lesið “Grettisljóð”. Það eru ágætar brýr í þeim, en sundurlaus eru þau og flekkótt. Kvæðið um við- ureign Grettis og Gláms er ljóm- andi og mun standa þó annað fyrnist, eins og ræktuðu túnin á bæjunum heima, sem lagst hafa í auðn. “Völuspáin” er smekk- leysa, stór og framúrskarandi, af því á undan er gengið kvæði sama efnis, en náttúrlega og sannara og sögunni samkvæm- ara, þó hún segi ekki viðburð- inn. Sem sé, samtal foreldranna um forlög Grettis er eðlilegt, skáldlegt, nokkurs konar inn- gangur, sem bendir til þess, sem verða skal seinna í sögunni. — Völuspáin er útúrdúr. Annars hefir Matthíasi ekki tekist að finna skáldlegan þráð í Grettis sögu, en söguþráðinn hefir hann náttúrlega kubbað, svo kvæðin eru sundurlausir liðir, en engin heild. Alt háns “theologium” um heiðni og kristni, sem tog- ast á um skap Grettis, er mis- skilið sálarfræði-klastur. Grettir var blátt fram heiðið afarmenni að afli og viti og hefði aldrei reynt að vinna Glám með föstum og bænahaldi. Hin ‘“dramatíska” þungamiðja sögunnar er, þegar hann sækir eldinn í skála Þórisr sona og brennir þá óviljandi. Hetjan leggur sig í hættu til að frelsa mannhrök úr voða; vitmanninn, sem þekkir mann- lífið, órar fyrir afleiðingunum, en framgirnin og drenglundin vinna hann til þess. Eftir það er gæfu Grettis lokið. Það er gamla sagan, ómenska margra smámenna vinnur sigur á gæfu eins mikils manns. Grettis saga er skemd með því að yrkja inn í hana helgisögur og þjóðkvæða- æfintýri, eins og Matthías gerir. Enn hefi eg ekki séð kver Einars Benediktssonar, en eg hefi áður séð margt, sem í því er. Eg held mikið upp á ljóð Einars, t. d. Ásbyrgi, sem er eitt með einkennilegustu nátt- úrulýsingum, sem eg hefi séð. Sagan hans “Valshreiðrið” er nú ekki eftir mínu höfði. Fyrst er efnið gamalt stagl, sem maður er orðinn leiður á, hégóma- gjarna, hjartalausa unnustan, sem fleygir glófa sínum í ljóna- krána til að beita valdi sínu yfir riddaranum sínum og láta hann sækja hann og hætta sjálfum sér. Afleiðingin af því er líka eins og hjá Einari og hvergi man eg eftir einkennilegum orðalýsingum í sögunni, sem Ein- ari lætur þó svo vel. En sögu las eg í “Dagskrá”, í flokk “Úr dýralífinu”. Hún er nefnd “Móri” og er um forustusauð. Hún var höfundarlaus, en eg eigna Ein- ari hana. Sú saga var ljómandi, frásögnin svo einföld og átakan- leg, þar sem heill heimur af hugsunum opnast lesaranum, bak við efnið og orðin, líkt og hjá Turgenjeff, Kielland og Gesti okkar Pálssyni, sem segja söguna bezt að mínu skapi, þó eg eigi fleiri uppáhöld, svo sem Dickens, Eliot og Zola, — þegar hann er ekki altaf að hella úr hrákadallinum framan í mig. Ekki máttu sleppa við hann Gvend minn á Sandi, þó þér finn- ist hann gera gönuskeið og stíga stórum. Hann á það, sem ís- lenzk skáld (að fráskildum Agli Skallagrímssyni) eru of fátæk af, skáldlegum orðtökum og lík- ingum, þessa vorfrjóvu hugsun, sem skreytir alt litum og lögun- um. Svo eru flest kvæðin hans. Auðvitað hefir hann til að tala sóðalega, en trú mér til, hann er sá eini af allra-yngstu skáldun- um heima, sem enn hefir borið á, sem nokkurt andlegt tak er í. Já, Magnús minn, ef bókin þín kemur út, skal eg viljugur segja það gott um hana, sem eg hefi vit á. En er það til nokkurs sem stuðningur til álits? Eg ef- ast sem sé um, að nafn mitt geri eins dropa hækkun á fjöruborði almenningsálitsins. Alþýða bygg- ir áiit sitt á mannanöfnum, en ekki andlegu atgervi þeirra, og eg held helst hún kannist varla við nafn mitt og andlegt at- gervi á eg varla nóg í eitt lítið sendibréf. Nýlega skrifaði eg Jóni Ólafssyni og bað hann að geta þín að góðu, ef þú kæmir út. Hvað sem öðru líður, er Jón enn eitt með stærri ríkjunum í okkar litla íslenzka bókaheimi, og hlýlegt orð frá honum er mikils virði. Við Jón erum nú hálfgerðir mátar og “þúumst” eins og drykkjubræður. Svo er hann hálfgerður skírnarbróðir minn, eg meina síðan farið var að gefa mér nafnið “skáld”, en við höfum aldrei hitzt, svo eg kalla það hálfgert og býst við það standa svo þangað til árið eftir upprisuna. Þorsteini Er- lingssyni skrifaði eg líka, mint- ist ögn á þig og þakkaði honum fyrir það, sem hann sagði um kvæðið þitt í “Bjarka”. Mér datt í hug, það vekti hann til að segja meira seinna. Þú spyrð, hvort þú eigir að halda áfram með sögu. Fyrir alla muni, Já, ef þú mögulega getur og annað hugðnæmara efni hefir ekki komist “upp á milli”. Skálddísin er ósveigjan- leg örlaganorn og öfundsjúk eins og Jehova. Það er um að gera að sitja og standa eins og hún vill, þ. e. a. s. yrkja aldrei utan við sig. “Helvítis konuríki er þetta” sagði karlinn, þegar kerl- ingin hans hengdi á hann grút- arlampann, svo hún sæi til hans, þegar hann gekk í myrkrinu með vinnukonunni út í fjósið. Svo er hitt, maður verður að vera ósérplæginn eins og haustið, sem sáir legíónum frækorna þar sem ekki nema eitt nær að frjóvgast. Fyrir hverja eina línu, sem lifir mann fara líklega þúsund í rusla- kistuna. Lestu 1 málið, ef þú annars getur lesið nokkuð. Reiðstu mér ekki, en kendu í brjóst um mig, sem ýmist skrifa með gleraugum eða gleraugnalaust, milli hey- gjafa og brynninga. — Og vertu svo blessaður og sæll. Stephan G. Stephansson BYGGRÆKTUN Að gera byggræktun sem arð- samasta fyrir bændur í Manitoba er mál sem skilið á almennan stuðning fylkisbúa. Á liðnum árum hefir bygg- ræktin borið kornræktarbændum lítinn arð, í Vesturlandinu — og engan í samanburði við það sem hún hefir veitt bændum í óðrum löndum. Engum er hægt um þetta að kenna í sjálfu sér nema þá því að þessu hefir ekki verið sá gaumur gefinn sem skyldi. — |Jafnvel bændurnir sjálfir eiga ekki sök á þessu því þeir hafa iávalt litið á bygg uppskeruna ■sem ábata litla. Eftir skýrslu sem er nýkomin út frá “Byggræktamefnd rikis- ins” sýnir það sig greinilega að meiri rækt þarf aö leggja við að velja útsæði er: vevið hefir ef þessi kornrækt á að borga sig. Aðeins 26% af allri bygg upp- skeru í Manitoba er talið fyrsta flokks og hreinræktuð en 74% er af ýmiskonar blönduðum tegund- um, og 22% algerlega ónothæft til ölgerðar. Eftir ítarlega rannsókn á þess- um efnum, var sjóður stofnaður af ölgerðar-húsunum Shea- Drewry, í því augnamiðj að koma á umbótum í þessari grein korn- ræktarinnar og bæta markaðinn svo til hagsbóta horfi. Það er ráðgert á hverju ári, að styrkja um 1,000 bændur til útsæðiskaupa, ofan í sem svarar 10 ekrur, af hreinræktuðu byg- gi, sem svo gæfu af sér nægilega mikið til útsæðis, ofan í alt land- ið á næstkomandi ári. Er svo á- ætlað að með þessu móti mætti tvöfalda bæði verðið og uppsker- una af hverri ekru við það sem nú er. Sheas-Drewry félagið gerir bændum auðvelt að ná í þetta út- sæði, og umlíðun um borgun ef þess er þörf, fram yfir uppsker- utíma. Eftirlit með sjóðnum er falið “The Manitoba Barley Improve- ment Committee” og skipa þá nefnd: próf. J. T. Harrison, er heyrir til “Byggræktarnefnd ríkisins”, og er hann forseti. Skrifari er N. C. Mackay, Ex- tension Service, Manitoba De- partment of Agriculture. Aðrir nefndarmenn eru: A. T. Elders, J. E. Blakeman, Arthur Sullivan, L. F. McCarthy og D. S. Kaufman. Þér *em notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðtr: Henry Ave. Eait Sími 95 551—95 552 Skrtfstofa: ( Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA Nefndin hefir ákveðið að skifta útsæðinu niður á viss hér- uð árlega, unz til allra sveita er náð í fylkinu. Hin árlega skift- ing er sem hér segir: ■ 1938— Swan River dalurinn og Dauphin-Roblin sveitahér- aðið. 1939— Portage la Prairie hérað- ið. 1940— Héruðin vpstan við Rid- ing Mountain. 1941— Suður Manitoba. 1942— Rauðárdalurinn. Bændum er ráðlagt, er óska að bæta þessa uppskerutegurd sína í ár, að senda sem allra fyrst beiðni sína um útsæði til eftirfylgjandi manna og staða: J. C. Forbes, Agricultural repre- sentative, Swan River. J. H. Connor, Agricultural repre- sentative, Dauphin. Dominion Department of Agri- culture, 730 Dominion Pub- lic Bldg., Winnipeg. Extensinn Service, Department of Agriculture, Winnipeg. Þetta er einlæg viðleitni til að bæta byggtegundirnar svo að þær verði nothæfar til ölgerðar, en fyrir það bygg er ávalt góður markaður, við hæzta verði. Að sjóður þessi beri árangur til framfara jí þessari grein, eins og honum er ætlað að gera, má ráða af því hverjir yfir hann eru settir, eins og t. d. John T. Boyd, ráðsmaður Shea’s Winni* peg ölgerðarhússins og L. F. Mc- Carthy, formaður Drewrys IAd. Hún: Ansi er gaman að frétta það, að þú fáir hlutverk í næsta leikriti. Talarðu mikið? Hann: Eiginlega ekkert nema “já” einstöku sinnum. Eg leik eiginmann. * * * — Hvað finst þér best til þess að hreinsa borðbúnaðinn ? — Eg hefi reynt óteljandi að- ^ferðir, en eg held að maðurinn minn sé bestur. ÁST Sem ilmur a£ sumarsins angandi rósum, er ölvast við dagganna blikandi vín. Sem birta frá þúsund logandi ljósum, hún leikur um hjarta mitt, ástin þín. Hún kom eins og draumur í dimmunnar veldi, eins og dagsbirta á gluggann við morgunsins ris. Eins og rökkursins dísir á kyr- látu kveldi, sem kveikja á himninum tindr- andi blys. Hvern einasta dag j sál minni hún syngur, og svefninn hún fyllir með von- anna glit. Hún er eins og greyptur og gull- inn hringur, eins og gjafmildir tónar í and- varans þyt. ólafur Jóh. Sigurðsson —Lesb. Mbl. Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu SELECT BEER XXX STOCK ALE Phone 96 361 This advertlsment is not inserted hy the Govemment Liquor Control Commission. The Commission is not responsible for statements made as to quality o/ products advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.