Heimskringla - 16.11.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 16.11.1938, Blaðsíða 2
2. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. NÓV. 1938 RÆÐA Á ÞAKKAR- GJÖRÐARHÁTÍÐ 1938 Framh. Og saga þeirra minnir oss á aðra sögu, sem að ýmsu leyti er henni lík, sögu hinna fyrstu ís- lenzku landnámsmanna hér í landi. Erfiðleikarnir voru þar hinir sömu, sama baráttan við skortinn, sama óvissan um það, hvort að unt yrði að bjargast við þau föng, sem fyrir hendi voru. En þar var líka sama þrautseigjan og sami viljinn til að yfirvinna alla erf iðleika. Lífið var því fólki gleðisnautt, á- hyggjurnar margar og kvíðinn mikill. Maður getur ímyndað sér, hversu rík þakklætistilfinn- ingin hefir hlotið að vera í brjóstum margra, þegar ofur- lítið fór að rætast fram úr, þeg- ar fór að rofa fyrir betri og bjartari degi. Menn stofnuðu að vísu ekki til almennrar þakk- arhátíðar, en margur hefir í hjarta sínu þakkað Guði, þegar verstu og mestu þrautirnar voru afstaðnar. Nú eru aðrir tímar en þá voru. Þrátt fyrir alt vort tal um erf- iða tíma, og þrátt fyrir óhag- stætt árferði að mörgu leyti og kreppu og f jármálaleg vandræði á mörgum sviðum, lifa flestir í allsnægtum að heita má í saman- burði við hinn sára skort og alls- leysi hinna fyrstu ára. Menn segja að vísu oft, að þeir vildu, að hinir gömlu og góðu tímar væru aftur komnir; en þeir eiga ekki við fyrstu og erfiðustu árin, geta ekki átt við þau; enda flest- ir 'sem ekkert hafa af þeim að segja af élgin reynslu. Þeir eiga við þá tíma, er alt var orðið hægara og menn voru farnir að bera sæmileg laun úr býtum fyr- ir erfiði sitt. Það er satt, að það var að mörgu leyti betra að lifa þá en nú; vissan fyrir sæmilegri afkomu var meiri, og það var nóg starf til handa öllum þeim, sem vildu vinna; og þeir voru fáir, sem ekki vildu vinna; því að menn þektu engan annan möguleika til að lifa. Margir, sem gengu í gegnum meira eða minna af erfðileikum landnámsáranna hér, halda því fram, að fólk hafi yfir höfuð verið ánægðara með kjör sín þá en það sé nú. Þetta er sjálf- sagt alveg rétt. Ánægja, eða óánægja, fer ekki ávalt eftir því, hversu góð eða bágborin kjör manna eru frá einhverju sér- stöku sjónarmiði skoðað, heldur eftir sálarástandi mannanna sjálfra, eftir þeim kjörum, sem þeir gera til lífsins og eftir þeim venjum, sem eru orðnar ríkjandi meðal þeirra. Ef vér förum þrjú til fjögur hundruð ár aftur í tímann, þá höfðu konungar og auðmenn ekki mörg þau þæg- indi, sem jafnvel fátækt fólk getur notið nú. Það væri fá- sinna, að halda þvj fram, að fólk hafi þá verið vansælla af því að það hafði ekki þau þægindi, sem nú eru algeng. Menn vissu ekkert um þau, dreymdi einu sinni ekki, að þau yrðu nokkurn tíma til, og gerðu þá heldur eng- ar kröfur til þeirra. Þetta alt breytist, og hver breyting skap- ar nýjar kröfur; aðstaða vor gagnvart mannlífinu verður önn- ur, þegar nýir hættir og siðir hafa tekið burt svo margt, sem vér voriim vanir við, og feldum oss vel við, og eitthvað annað hefir komið í staðinn. Þó að maður ferðist nú í bíl á nokkrum :lukkustundum vegalengdir, sem hann áður þurfti marga daga til að komast, og þó hann nú upp- ljómi híbýli sín með því að styðja fingri á rafmagnshnapp, þar sem hann áður varð að not- ast við ónógt ljós rjúkandi hör- kveiks, er alls ekki víst, að hann sé sælli maður en hann var. Sælan er meira komin undir sál- irjafnvægi hans og rósemi held- ur en undir þessum ytri tækjum 41 vellíðunar, jafn mikilsverð op %au þó eru. En er þetta þá það sama og að ^egja, að menn eigi að vera á- nægðir með alt, að þeir eigi að gera sem fæstar og minstar Komið í veg fyrir ÞURT OG STAÐNAÐ LOFT með hinni nýju "ELECTROHOME" Loftræstingar-vél Sniðnar fyrir allar gerðir húsa Með því að halda loftinu röku, hreinu og hressandi, kemur loftræstingar-vélin "Electrohome" í veg fyrir ýmiskonar sjúkdóma, svo sem kvef og katar. Hún þvær og hreinsar þurt og rykugt loft, og á hverjum degi, árið um kring, skapar í kringum sig, hið heilnæma "heilsuhælis" loft. Sökum þess hún held- ur altaf jöfnum raka í loftinu, verndar hún líka alla innanhúss muni, frá því að verpast, springa eða innþorna. VERÐ FRÁ ................$29.95 VÆGIR BORGUNARSKILMALAR—Símið 848131 kröfur til lífsins, til þess að verða ekki fyrir vonbrigðum og til þess að forðast óánægju, þeg- ar kjör þeirra breytast, án þeirra eigin vilja eða verknaðar, frá betra til verra? BOYD BUILDING einnig 55 Princess St. Nei, menn eiga ekki að vera, og geta ekki verið ánægðir með alt. Hver einasti maður á heimt- ingu á því að geta lifað viðunan- legu lífi, svo framarlega að hann er sjálfur fús á að leggja fram krafta sína til einhvers nýtilegs starfs. Það er eingöngu að kenna óheppilegu og röngu fyr- irkomulagi í heiminum, að það er ekki nægilegt starf til fyrir alla ,og að allir geta ekki notið þeirra hluta, sem þeim eru nauð- synlegir til viðunanlegrar líð- unar. En hver sá maður, sem ekki vill leggja fram krafta sína til nýtilegs starfs, á enga heimt- ingu á neinu, mannfélagið skuld- ar honum ekki neitt. En það skuldar manninum, sem með starfi sínu getur uppfylt ein- hverja þörf manna og vill gera það, að minsta kosti sómasam- legt lífsviðurværi, miðað við þær kröfur, sem sanngjarnt er að gera á hverjum tíma sem er. — Það eru margir, sem segja, að enginn maður eigi heimtingu á nokkru; það sé algerlega undir honum sjálfum komið og verði svo að vera, hvort hann geti afl- að sér brauðs eða ekki. En það er ekki undir hverjum og ein- um sjálfum komið, hvort hann getur þetta. Menn fæðast inn í félagslegar og hagsmunalegar aðstæður, sem hafa verið búnar til af öðrum, eða réttara sagt, sem aðrir hafa látið myndast, og það svo fyrirhyggjulaust, að það er oftast tvísýnt um fjölda marga, hvort að líf þeirra geti orðið sjálfum þeim eða nokkrum öðrum til nokkurra nota. Þetta er staðreynd, sem atburðir þess- ara síðustu ára ættu að hafa sýnt öllum þeim, sem vilja hafa opin augu og sjá og skilja það sem fram fer í heiminum. Það er hreinn og beinn barnaskapur, að tala um það, að þetta alt fylgi einhverjum ófrávíkjanlegum lög- um, sem menn ráði eiginlega ekkert við. Það fylgir engum slíkum lögum; þau lög eru ekki til, þau eru ekkert annað en til- viljun í þessu ráðaleysis-fálmi og blindu kepni um að komast að þeim eldinum, sem bezt brennur, sem vér köllum skipulag eða lög og reglu, eða eitthvað annað þess háttar. Þetta tal um verk- anir hagfræðislegra laga, sem reynsla sé fengin fyri að starfi nokkurn vegin með óyggjandi vissu og endurtakist aftur og aftur í hinni félagslegu þróun, er ekkert annað en afsökun fyrir sinnuleysi þjóðfélaganna um að koma sínum hagsmunalegu mál- um í nokkurt viðunandi horf. Þegar menn, sem hin verulegu völd hafa í einhverju máttugu þjóðfélagi, girnast að ná í auð- æfi, sem máttarminni þjóðir eiga með öllum rétti, þá skortir ekki skipulag, þá verður hver skiki jarðar að fyrirheitnu landi, sem : haldið er inn í, til að taka það til eignar og umráða. Vélamenning nútímans, sem hefir vaxið upp úr og upp yfir höfuð annari menningu, þeirri menningu, sem að miklu leyti bygðist á ræktun jarðarinnar, getur borið í sér sína eigin eyði- leggingu, og gerir það efalaust, ef henni eru ekki sett nein mark- mið mannúðar og réttlætis. Það getur farið með hana eins og t. d. það fyrirkomulag fyrri alda, sem gerði landið, einu auðsupp- sprettu að heita má, sem menn kunnu þá að nota, að eign fárra voldugra höfðingja, sem gerðu hinn vinnandi lýð að ánuðugum þrælum. Þeir sem þá réðu lög- um og lofum, héldu eflaust, að þeir hefðu gott skipulag, sem mundi endast ,um aldur og æfi. En skipulag þeirra var fyrir- fram dauðadæmt, vegna þeirrar rangsleitni og vegna þess mis- skilnings á öllum sönnum mann- Iegum verðmætum, sem því voru samfara. Og samt er þeesi menning í sjálfri sér dásamleg, og svo full af fyrirheitum um vellíðan og sælu manna. Hún hefir auðgað mannlífið svo undursamlega, að enginn vildi sjá hana hverfa af jörðinni. Menn getur varla dreymt fegurri drauma um framtíðar-velferð mannkynsins en þá, að mestu af striti mann- anna sé af þeim létt og að samt verði unt að framleiða gnægð brauðs og alls annars, sem menn þurfa með, úr skauti jarðarinn- ar, að ræktun jarðarinnar, sem var hin fyrri mikla bylting í þró- unarsögu mannkynsins, og véla- menningin, sem er hin síðari mikla bylting í þeirri sömu þró- un, verði til þess að skapa alls- nægtir hverju mannsbarni, sem getur lagt sinn skerf til hins sameiginlega starfs. — Mun slíkur draumur nokkurn- tíma rætast? Eflaust ekki um langan tíma enn. En mannkyn- ið er heldur ekki langt komið í því að læra að lifa á þessari jörð. í dag halda menn þakkar- gjörðarhátíð. Mörgum finst sjálfsagt, að það sé ekki mikil ástæða til að gleðjast og vera þakklátur, því að þeir viðburðir séu að gerast, sem spái illu einu um framtíðina. En menn hafa oft áður orðið að vera þakklát- ir með lítið; menn hafa oft áður étið brauð sitt með harmi og kvíða, og átt óvíst, að nokkurt brauð yrði til til næsta máls. Kjörin eru ekki verri en þau hafa oft og víða verið áður, þó að mörgum finnist þau engin sældarkjör. Hvað sem í vænd- um er, hefir þó að því er virð- ist, miklum voða verið afstýrt í bili. Enginn veit hvort úr- lausnin er nema til bráðabirgð- ar, og hvort hún sé heppileg, getur verið mikið álitamál; um réttlæti hennar er ekki að tala, því að það er hugsjón, sem nú er fótum troðin og að vettugi virt hjá öllum þeim, sem setja alt sitt traust á valdið og mátt- inn til að beita ofríki. En þó eru allir þakklátir fyrir að ein- hver úrlausn fæst, og vona, að hversu ófullkominn sem hún er, sé hún þó spor í einhverja rétta átt. Og hafa ekki sól og regn og frjósemi jarðarinnar á þessu sumri gert akrana að "lifandi kornstangamóðu" ? Jafnvel þar sem að mögru árin voru orðin mörg, þar hefir jörðin gefið ríkulega ávexti. Vissulega er þetta fagnaðarefni öllum mönn- um. Og hversu þakklátt mun ekki það fólk, sem á undanförn- um árum hefir reynt meiri neyð en jafnvel nokkrir aðrir í þessu landi, en hefir nú fengið hag sinn bættan að einhverju leyti, vegna batnandi árferðis? Það er margur, sem hefir ástæðu til SEM meðlimur kornrannsóknarnefndarinnar (Crop Testing I'Iíui) höfum vér nú endurbætt útsæði af hveititegundum þessum: Thatcher, Benown og Apex sem og ýmsum fleiri tegundum er reynast beztar i yðar bygðarlagi. Þessar endurbættu teg- undir getið þér nú fengið á innkaups verði. Talið við umboðsmann Federal Grain félagsins. FEDERflL GRHin LlllllTEÐ risavaxin Balkanfjöll, hinn dá samlegi Rósadalur, sem á engan sinn líka í víðri veröld, "Mið- f jallið", sem allir málarar sækj- ast eftir að mála, hrís- og tóbaks dalirnir, vínberjahæðirnar hjá Maritsa-sléttunni, Rilafjallgarð- urinn með hinum sterku sérein- kennum Alpafjallanna, hæsti tindur þess "Músala" er 3000 m. hár, tignarfjallgarðurinn "Rod- opi" og "Stranga" fjallgarður- inn hjá hinu leyndardómsfulla Svartahafi. Svarta hafið fær ekki nafn sitt af því að litur þess sé öðru- vísi en annara innhafa. En á hafinu er stormasamt og mörg skip farast þar. Árlega á þjóð- jn um sárt að binda vegna þeirra mannfórna, er það krefst af þjóðinni. Búlgaría er mjög fagurt land og íbúar þess mjög heilbrigðir, gestrisnir, lítillátir, þolgóðir og sparsamir. íbúar Búlgaríu eru 6,000,000 að tölu. Þeir eru mjög hugmyndaríkir og nokkuð ör- lagatrúaðir. "Maðurinn biður, guð ræður. Eg sé fyrir deginum í dag, fyrir þess að vera þakklátur nú; og!morgundeginum sér guð" segir um af mikilli kostgæfni. Búlg- arar standa mjög framarlega í jarðrækt og eru hinir ágætustu garðyrkjumenn, enda eru þeir eftirsóttir til garðyrkju úr öllum löndum Evrópu og Ameríku. Þó að saga Búlgara hafi að geyma frásagnir hetjudáða, sem hver stórþjóð myndi miklast af, þá er þjóðrembingur ekki eigin- leiki þeirra. Þvert á móti eru þeir yfirlætislausir og hógværir og líkjast að því leyti fslending- um. Fáar þjóðir munu lífsglaðari og vingjarnlegri en Búlgarar. Sá sem ferðast um landið, fer þaðan aftur sem vinur þjóðar- innar. Gestrisni Búlgara er heims- kunn. Þjóðdansar þeirra og hin- ir marglitu, fagurlega útsaum- uðu þjóðbúningar þeirra eru mjög frumlegir. Aðeins vinnan er auðmagn þeirra, en þeir finna sig ríka og hamingjusama. Fræg er þegnskylduvinnan þar í landi sem var lögleidd 1921, og Þjóðverjar tóku upp eftir Búl- Búlgaría rósalandið og j görum fyrir nokkrum árum. (ís- hjarta Balkansskagans, einnig lendingurinn Hermann Jónasson nefnd "Sviss Balkansskagans", barðist fyrir samskonar þegn- er ekki stór, 130 þús. fer km. skylduvinnu 1903, en var þá= eins og fsland, en þar finst hið hæðst að Slíkt vinnukerf i ólíkasta landslag: Dónársléttan,, þurfti ekki hin fátæka íslenzka hann getur notað. Alt er að síðustu gjafir frá hinni gjöfulu náttúru, sem vér sjálfir erum líka upp úr vaxnir; gafir náttúr- unnar, segja sumir, gjafir Guðs, segja aðrir. Alt kemur í sama stað niður. Menn geta nefnt máttinn, sem er að verki í nátt- úrunni og í alheiminum hvaða nafni, sem þeir vilja, en honum ber að þakka, því frá honum, til hans og fyrir hann eru allir hlut- ir. Minna ekki þessir mildu og fögru haustdagar oss á orð skáldsins: A haze on the far horizon, The infinite, tender sky, The ripe, rich tint of the corn- feilds, And the wild geese sailing high— And all over upland and lowland The charm of the goldenrod. Some of us call it autumn, And others call it God. G. Á. B Ú L G A R 1 A, LAND OG ÞJóÐ flestir geta verið þakklátir fyrir eitthvað. En hvers vegna þakklátir? mun einhver spyrja. Hafa menn- irnir ekki sjálfir unnið fyrir þessu? Hafa þeir, þegið nokkuð án þess að hafa lagt á sig erfiði til að fá það ? Nei, að vísu ekki. Ekkert fæst án þess að einhverj- ir vinni fyrir þvi. Náttúran læt- ur sjaldnast Iaust, án þess að menn sæki til hennar, það sem þeir þurfa sér til lífsviðurværis og hverra annara þarfa, raun- verulegra og ímyndaðra. Menn- irnir erja að vísu landið, en þeir hafa ekki gefið jörðinni frjó- magnið, sem miljónir ára hefir þurft til að verða til í jarðveg- inum; þeir hafa ekki blandað loftið svo hæfilega nokkrum efn- um að jurtir og dýr geta lifað; þeir hafa ekki búið til rafmagnið né nokkurt annað afl, sem þeir nota til að hreyfa með vélar sín- ar. Maðurinn gerir aldrei neitt annað en að breyta hlutum og öflum, sem hann finnur í náttúr- unni, í einhverja þá mynd, sem Búlgarinn. Oft borðar hann að- eins þurt brauð og súrmjölk (jogurt) eðajost. Hann er bind- indissinnaður og gjarn á að fasta. Sex vikur fyrir jól og sex vikur fyrir páska borðar hann enga fæðutegund úr dýra- ríkinu, að eins grænmeti og á- vexti. Hann sefur lítið, oft að- eins 4 stundir í sólarhring, en nær samt háum aldri. í Búlgaríu eru 93,000 manna, sem náð hafa 100 ára aldri og þar yfir. Búlgarar eru heims- frægir fyrir hve gamlir þeir verða. Fyrir stuttu síðan dó í Búlgaríu 157 ára gamall öldung- ur, öldungur, sem lifði þrjár aldir. Þ. e. enda 18. aldar. alla 19. öldina og býrjun 20. aldar- innar. Hugsið ykkur að þið hér á íslandi ættuð meðal ykkar lif- andi einstaklinga, sem lifað hefðu Móðuharðindin 1783. Búlgaría er land jarðræktar og kvikfjárræktar, 80% þ. e. 4/5 hlutar þjóðarinnar búa í þorpum. Hver íbúi hefir sinn jarðarskika, sem hann annast þjóð). Trúhneigðir og námfúsir eru Búlgarar. Kirkja og skóli eru helstu og mestu byggingar hvers þorps, þá kemur leikhús ásamt lesstofu. Þéir halda mjög fast við rétt- trúnað sinn og tungu og víst er um það, að ekki hefir franski rithöfundurinn Alphonse Daudet rangt fyrir sér þar sem hann segir, að þjóð sem haldi fast við trú sína og tungu, hún haldi lyklinum að fangelsi sínu. Og þessari fastheldni við trú og tungu er það að þakka, að um 500 ára skeið tókst Búlgörum að halda sjálfstæði sínu og verjast tvennskonar ánauð, þ. e. trúar- legri ánauð Grikkja og pólitískri ánauð Tyrkja. Sársaukafull en glæsileg er saga Búlgaríu, minnisstæð er sjálfstæðisbbarátta þeirra fyrir 60 árum, sem leidd var til sig- ursælla lykta með hjálp bræðra- þjóðarinnar rússnesku undir stjórn Alexanders I, sem rétti- lega er nefndur "Frelsiszarinn". Nú er í Búlgaríu þingbundin konungsstjórn án flokkaskift- inga með einkunnarorðin: Eining gefur afl, eins og stendur í þing- húsinu í Sofía og ritað er í hjarta hvers þjóðareinstaklings, ekki sízt í hjarta hins alþýðu- sinnaða og vinsæla konungs Bor- is III. Esperanto er í hávegum höfð, kend í öllum opinberum verzlun- arskólum og fjöldi Búlgara eru esperantistar. Þessvegna geta hvaða útlendingar sem eru gert sig skiljanlega á alheimsmálinu Esperanto, sem auðvelt er að læra, ef þeir einhverntíma heim- sækja þetta auðuga og ham- ingjuríka land í austrinu, sem á hnettinum er andstaða fslands. Ivan H. Krestanoff. —íslendingur. Barnavernd—dýravernd Það kann að þykja einkenni- legt, en satt er það samt, að í flestum löndum hins mentaða heims voru dýraverndarfélög stofnuð löngu áður en mönnum hugkvæmdist, að stofna barna- verndarfélög.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.